FÍB Blaðið 2. tbl. 2023

Page 1

Bættur öryggisbúnaður og betri uppbygging

Helgi Þorkell Kristjánsson, rannsóknarstjóri á umferðarsviði hjá RNSA

Bílaumfjöllun

BYD kynnir tvo nýja rafbíla fyrir Evrópu Lexus RX 450h+ reynsluekið

Hvað er E10 eldsneyti?

2.tbl. 2023

Háaleitisbraut

Knarrarvogi

Skúlagötu Sprengisandi

Öskjuhlíð Skeifunni

Kópavogsbraut

Kaplakrika

Hafnarfjarðarhöfn

Mosfellsbæ

Kirkjustétt Starengi

Bíldshöfða

BYKO Breidd

Búðakór

Akureyri (Glerártorgi og Baldursnesi)

Egilsstöðum Fagradalsbraut 15

Stykkishólmi Reykjanesbæ

Borgarnesi

Mosfellsbæ

Reykjavík

Hveragerði

Selfossi

Akureyri - Glerártorgi

Akureyri - Baldursnesi hjá BYKO*

Borgarnesi

Hafnarfirði - Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfirði - Kaplakrika*

Hveragerði

Kjalarnesi

Kópavogi - Búðakór

Kópavogi - Kópavogsbraut

Kópavogi - Byko Breiddinni

Mosfellsbæ

ATLANTSOLÍA FÍB

Reykjanesbæ - Stapabraut

Reykjanesbæ - Hólagata

Reykjavík - Bíldshöfða

Reykjavík - Háaleitisbraut

Reykjavík - Kirkjustétt

Reykjavík - Knarrarvogi

Reykjavík - Skeifunni

Reykjavík - Skúlagötu

Reykjavík - Sprengisandi*

Reykjavík - Starengi

Reykjavík - Öskjuhlíð

Selfossi Stykkishólmi

Egilsstöðum

FÍB félagar eru í uppáhaldi hjá okkur og fá sérlega góð kjör með dælulyklinum, eða allt að 18 krónu afslátt.

Sæktu um lykil á www.fib.is og byrjaðu að spara.

*afsláttarlaus stöð – okkar langlægsta verð.
Kjalarnesi
1 8 K R E F DÆLT er 150+ Ltr. á mánuði aFSLátTUR 1 6 Kr
ME I RA F YR I R H JÁ ATLA N TS O LÍU F Í B FÉ LAGA

Útgefandi:

FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA

Ritstjóri:

Jón Kristján Sigurðsson

Ábyrgðarmaður: Runólfur Ólafsson

Höfundar efnis:

Björn Kristjánsson

Jón Kristján Sigurðsson

Runólfur Ólafsson

Njáll Gunnlaugsson

Prófarkalestur:

Snorri G. Bergsson

Forsíðumynd: Gylfi Hallgrímsson, Plymouth 1947 árgerð. Hvítárbrú við Ferjukot í Borgarfirði

Umbrot:

Björn Kristjánsson

Auglýsingar: Gunnar Bender

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Upplag 18.000

FÍB-blaðið kemur út þrisvar á ári og er innifalið í árgjaldinu. Árgjald FÍB er 9.840.-

Heimilt er að vitna í FÍB-blaðið

í öðrum fjölmiðlum sé heimilda getið

FÉLAG ÍSLENSKRA

BIFREIÐAEIGENDA

Skúlagötu 19 101 Reykjavík

Sími: 414-9999

Netfang: fib@fib.is

Veffang: www.fib.is

FÍB-blaðið

til neytenda

Öll íslensku olíufélögin selja frá vormánuðum eingöngu E10 95 oktana bensín í stað E5 95 oktana bensíns sem áður var selt. Enginn aðdragandi var að þessum breytingum á vöruvali og viðskiptavinir olíufélaganna voru ekki upplýstir um að þeir væru að kaupa 95 oktana bensín sem væri blandað allt að 10 prósent með etanóli í stað 95 oktana bensínsins sem blandað var með allt að 5% etanóli. Félögin stóðu öll eins að þessum breytingum og yfirvöld neytendamála á Íslandi voru hvorki upplýst um breytingarnar né hafa þau brugðist við þeim.

Í sumum tilvikum getur notkun á E10 bensíni valdið alvarlegum skemmdum á vélum og tækjum. Notkun á E10 getur haft í för með sér brunahættu ef eldsneytisleiðslur eða -tankar fara að leka vegna tæringar eða annarra skemmda vegna of hás hlutfalls etanóls í bensíni.

FÍB hefur gert alvarlegar athugasemdir við þetta verklag enda er ekki verið að gæta að öryggi og hagsmunum neytenda þegar einhliða breytingar á innihaldi mikilvægrar markaðsvöru eiga sér stað. Því miður hafa lítil eða engin viðbrögð komið frá opinberum aðilum. Olíufélögin eru farin að merkja söludælur með E10 límmiða og mögulega á að fjölga útsölustöðum sem bjóða upp á 98 oktana bensín án auka etanólíblöndunar. Í sumum tilvikum geta neytendur notað 98 oktana bensín á tæki og vélar sem ekki þola E10 bensín. Framboð á 98 oktana bensíni er mjög takmarkað og bundið við höfuðborgarsvæðið og Akureyri.

Etanólblandað bensín hefur minna orkuinnihald. Bandaríska orkustofnunin (EIA) segir að orkuinnihald etanóls sé um 33% minna en orkuinnihald 95 oktana bensíns. Áhrif etanóls á eldsneytissparnað ökutækja er einnig mismunandi eftir magni þeirra náttúruefna sem bætt er við etanólið. EIA segir að almennt geti sparneytni ökutækja minnkað um 3% þegar E10 er notað.

Etanólið í bensíninu ber ekki vörugjöld eða kolefnisgjald. Ríkissjóður verður af tekjum. E10 bensín í Danmörku er ódýrara en E5 bensín út af lægri sköttum. Hér á landi varð engin breyting á verði við upphaf sölu á E10 bensíni.

Rík krafa hvílir á seljendum vöru að veita neytendum allar nauðsynlegar upplýsingar um vöruna áður en viðskipti fara fram. Upplýsingar og fræðsla íslensku olíufélaganna til neytenda um einhliða útskipti á E5 95 oktana bensíni yfir í E10 bensín voru ekki í samræmi við góðar verklagsreglur. FÍB telur einsýnt að ekki hafi verið gætt að lögvörðum réttindum eða öryggi neytenda við umskiptin frá E5 yfir E10.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB

4
E10 í stað E5 án nauðsynlegra upplýsinga

Er bíllinn klár í ferðalagið?

Reiðhjólafesting á topp Burðargeta
Farangursbox
‘ DIAMOND’
ltr. Verð
Þriggja hjóla festing á krók Burðargeta 60 kg,
Verð
Motta í skott ID4 (plast)
Gluggahlífar framan
aftan ID4
15 kg Verð 18.990 kr.
svart
450
89.990 kr.
hallanleg, hraðfest
110.990 kr.
Verð 15.990 kr
og
Verð 23.890 kr.
Kíktu inn á vefverslun Heklu sem er alltaf opin www.hekla.is Ál þverboga sett Leopard, L, svart, burðargeta 75 kg Verð 29.990 kr.
Ferðabox, hjólafestingar og margt fleira

Efnisyfirlit:

Umferðaröryggi ofar öllu og

allra hagur

Mikil vinna hefur verið lögð í að efla umferðaröryggi hér á landi á síðustu árum og bera tölur glöggt vitni um að Ísland hefur bætt stöðu sína verulega í þeim efnum. Þegar fjöldi látinna í umferðinni er skoðaður samkvæmt bráðabirgðatölum Evrópusambandsins er Ísland í þriðja sæti á eftir Norðmönnum og Svíum með fæst banaslys árið 2022 miðað við höfðatölu. Fram kemur að margir þættir stuðla að þessari jákvæðu þróun. Ökutæki eru orðin öruggari, vegir betri og ökumenn eru að standa sig betur í umferðinni en áður. Enn fremur hafa fræðsla og forvarnir eflst til muna, ekki síst til erlendra ökumanna, og skilað sér vel og sömuleiðis hvatning um að við bætum hegðun okkar í umferðinni.

Eins og kemur fram í viðtali í blaðinu við Helga Þorkel Kristjánsson, rannsóknarstjóra á umferðarsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, má margt bæta þótt ýmislegt horfi til betri vegar. Eitt að því er að umferðin mun aukast á næstu árum. Þjóðin er að stækka og við fáum sífellt fleiri ferðamenn til landsins. Einnig er fyrir séð að bílum muni fjölga. Það eru áskoranir fram undan hjá okkur. Þróunin er samt í rétta átt, það sýna tölurnar með fækkun banaslysa. Síðan koma alltaf upp nýjar áskoranir þegar nýir umferðamátar koma inn.

Smáfarartækjum ýmiss konar, á borð við rafhlaupahjól, hefur fjölgað mikið. Innviðaráðherra mælti á Alþingi fyrir því í vetur sem leið fyrir frumvarpi til breytinga á umferðarlögum frá 2019 (nr. 77/2019). Í frumvarpinu eru m.a. tillögur um smáfarartæki og öryggi þeirra, virðisaukaívilnun vegna reiðhjóla, heimild ríkisaðila til að setja reglur um notkun og gjaldtöku á stöðureitum í sinni eigu og loks innleiðingu á Evrópureglum.

Vinsældir rafhlaupahjóla hafa verið miklar og notkun þeirra margfaldast á undanförnum árum. Þeim vinsældum hafa þó fylgt áskoranir og meðal þess sem greinir í niðurstöðum starfshópsins er að slys eru hlutfallslega tíð miðað við umferð. Fram kom í gögnum starfshópsins að mörg börn slasist á rafhlaupahjólum en þau voru 45% þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna slíkra slysa. Við verðum alltaf að halda vöku okkar í öryggismálum – aldrei má sofna á verðinum.

6 FÍB-blaðið
Hvað er E10 eldsneyti? .................. 8 Mikil samgöngubót .................... 10 Ný Vegahandbók ........................ 12 Tíu jarðgöng á 30 árum .............. 14 Færri eldsvoðar í rafbílum.......... 15 Dæmt í Procar-málinu ................ 16 Losun gróðurhúsalofttegunda .. 20 Metnaðarfull áform Toyota ........ 24 Viðtal við Helga hjá RNSA .......... 26 Brú yfir Ölfusá ............................. 30 Engar rafskútur í París ................ 31 Óbreyttur bílprófsaldur ............. 32 Slysatölur .................................... 33 Nýir rafbílar frá BYD ................... 34 Ryðvörn ....................................... 38 Rússneskir rafbílar ...................... 39 Aukning í bílasölu ....................... 39 Malbikun fyrir 1,7 milljarð ......... 40 Tesla stærsti framleiðandinn ..... 41 Reynsluakstur Lexus................... 42 Sumardekkjakönnun 2023 ........ 48

Thule Epos

Hjólafesting fyrir allar tegundir hjóla

Taktu ævintýrið upp á næsta stig.

Hvort sem þú átt rafhjól, fjallahjól eða götuhjól, þú festir það auðveldlega á Thule Epos hjólafestinguna.

Thule Epos er með sérhannaða arma sem hægt er að festa hvar sem er við stell hjólsins. Það er því hægt að ferðast með hjól af ýmsum stærðum og gerðum.

Einnig er hjólafestingin með 60 kg. heildar burðargetu og er því hentug fyrir þung rafhjól

Kynntu þér Thule Epos hjólafestinguna hjá okkur!

Reykjavík Bíldshöfði 10 Hafnarfjörður Bæjarhraun 6 Akureyri Baldursnes 4 Selfoss Hrísmýri 2a www.stilling.is � Sími: 520 8000 � stilling@stilling.is

Hvað er E10 eldsneyti og hvaða áhrif mun

það hafa á þig?

Fram hefur komið í fjölmiðlum að neytendum stendur nú ekki til boða annað 95 oktana bensín en svokallað E10 sem býr yfir 10% etanólblöndu. Hvorki var aðdragandi að þessum breytingum á vöruvali né kynning veitt til að upplýsa neytendur. Fjölmargir bifreiðaeigendur hafa haft samband við skrifstofu FÍB og segja að þessi breyting hafi komið þeim í opna skjöldu. Getur verið að yfirvöld neytendamála á Íslandi hafi enga aðkomu haft að þessum breytingum á innihaldi 95 oktana bensíns sem allir viðkomandi bifreiðaeigendur verða nú að kaupa? Svona vinnubrögð vekja furðu á upplýsingaöld.

Sagt er að markmiðið með því að bjóða upp á E10 staðalbensín á bensínstöðvum sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna bensínbruna. RÚV hafði eftir Þórði Guðjónssyni forstjóra Skeljungs þann 14. maí sl. að samdráttur í kolefnislosun frá samgöngum á landi samsvaraði því að leggja allt að átta þúsund bensínbílum.

Auðvitað er jákvætt að draga úr kolefnislosun frá samgöngum en að bjóða einhliða nánast eingöngu upp á E10 bensín hefur í för með sér erfiðar áskoranir. Í Bretlandi er áætlað að um 600.000 ökutæki í umferð geti ekki notað E10 eldsneytið. Ekki er vitað hver þessi tala er hér á landi en varlega áætlað, miðað við bresku tölurnar, gæti verið um að ræða einhverja tugi þúsunda ökutækja. Margir þessara bíla eru í eigu þeirra sem minna fé hafa milli handa. Í sumum tilvikum er eini valkosturinn að nota 98 oktana bensín sem er mun dýrara og til sölu á fáum bensínstöðvum, aðallega á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Í nágrannalöndum okkar geta neytendur einnig keypt E5, 95 oktana bensín og 98 oktana bensín.

Hvaða bílar

Að jafnaði er ökumönnum bifreiða sem nýskráðar voru fyrir árið 2002 ráðlagt að nota ekki E10 á bifreiðar sínar. Frá og með 2011 eiga allir nýir bílar á Íslandi að vera E10 samhæfðir. Upplýsingar um notkun á E10 eftir bílategundum er hægt að nálgast inni á heimasíðu FÍB

Vandamál

Þegar E10 eldsneyti er sett á bíl sem ekki er gerður fyrir 10% etanólbensín mun hann fyrst um sinn ganga en þéttingar, plast og málmar geta skemmst á lengri tíma vegna ætandi eiginleika lífetanóls. Rakaþéttni eykst en það getur verið til vandræða í eldsneytistönkum og víðar ef bíllinn stendur ónotaður í langan tíma.

Eigendur fornbíla þurfa að vera sérstaklega á varðbergi varðandi það að fylla ekki óvart með E10 því að það mun líklega leiða til skemmda nái það að liggja í bensíntanki bílsins um lengri tíma.

Sérfræðingur frá systurfélagi FÍB á Bretlandseyjum segir að fólk sem fylli óvart á bíla sem ekki uppfylli kröfur fyrir E10 þurfi ekki að örvænta. Það þarf þá að setja rétt eldsneyti á bílinn eins fljótt og auðið er eða þegar búið er að nota um þriðjung til helming bensíns. Blandaða bensínið getur þó valdið lélegri kaldræsingu og grófari gang.

Aukin eyðsla

Etanólblandað bensín hefur minna orkuinnihald. Bandaríska orkustofnunin (EIA) segir að það sé með 33% minna en orkuinnihald 95 oktana bensíns. Áhrif etanóls á eldsneytissparnað ökutækja er einnig mismunandi eftir magni þeirra náttúruefna sem bætt er við etanólið. EIA segir að almennt geti sparneytni ökutækja minnkað um 3% þegar E10 er notað. Sjá nánar (https://www.eia.gov/tools/faqs/faq.php?id=27&t=10)

Skellt á neytendur án kynningar

„Þetta skellur á neytendur án þess að þeir séu látnir vita, sem okkur þykja ekki góð vinnubrögð. Einhverjar undantekningar eru í hinum dreifðu byggðum þar sem lítil velta er á bensínstöðvum en annars kom þetta án kynningar á alla tanka víðs vegar um land. Fyrir flesta bíla breytir þetta engu en fyrir bíla sem komu á göturnar fyrir 2010 getur þetta orðið alvarlegt og haft áhrif. Menn þurfa að vera með aðra efnasamsetningu í síum, þéttingum, leiðslum og bensíntönkum. 10% etanólið getur valdið tæringu og aukinni rakamyndun í eldsneytiskerfi bílsins og því þarf að grípa til ráðstafana. Þeir sem eiga fornbíl ættu aldrei að nota E10 heldur 98 oktana bensín en það fæst því miður aðeins á fáum stöðvum, eiginlega bara á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þannig að val neytenda er mjög knappt,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Að sögn Runólfs eru til einhver bætiefni til að draga úr neikvæðum eiginleikum alkahólsins í bensíninu en engu að síður er þessu skellt á neytendur og hið opinbera kom alveg af fjöllum. Langur aðdragandi var á sínum tíma þegar hætt var að selja 92 oktana bensín, kynningarfundir voru haldnir og þá með fulltrúum neytenda. Ekkert slíkt fór fram með þessari breytingu, aldrei var haft samband við FÍB þar sem eru um 20 þúsund félagsmenn.

„Olíufélögin taka þetta upp einhliða. Búið er að innleiða E10 bensín víða í okkar nágrannalöndum, eins og t.d. í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Bretlandi. Það fór fram með töluverðum aðdraganda og almenningur vissi hvað var að gerast, hafði upplýsingar og gat gert ráðstafanir. Einhver hér á landi gat hæglega verið búinn að dæla bensíni á bílinn í góðri trú og kannski skemma eitthvað. Maður spyr sig, hver ætlar að borga og bera ábyrgð í þeim tilfellum? Markmiðið með þessu er að draga úr kolefnissporum ökutækja í umferð og það er í sjálfu sér jákvætt. Það verður hins vegar að upplýsa almenning hvað sé verið að gera. Það var alls ekki gert í þessu tilfelli,“ segir Runólfur Ólafsson.

9 FÍB-blaðið

Mikil samgöngubót tekin í notkun á milli Hveragerðis og Selfoss

Í maí var nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss formlega tekinn í notkun. Verkið „Hringvegur (1), Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá“ er annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. ÍAV er aðalverktaki framkvæmdanna sem hófust í apríl 2020.

Þessi framkvæmd var mjög aðkallandi. Umferð hefur aukist jafnt og þétt á þessum kafla. Árið 2000 var árdagsumferð (meðalumferð á dag yfir árið) 4.970 bílar á sólarhring, árið 2012 var talan komin í 6.462 en þá tók umferðin kipp vegna aukins straums ferðamanna og var komin

í 10.342 bíla á sólarhring árið 2019. Næstu tvö ár voru óvenjuleg vegna Covid-19 en 2022 var umferðin orðin 10.753 bílar á sólarhring.

Suðurlandsvegurinn á þessum kafla hefur verið einn slysamesti vegur landsins. Þó hefur slysatíðni haldist nokkuð stöðug síðustu ár en var mun hærri á fyrstu árum þessarar aldar. Má líklega þakka það umferðaröryggisaðgerðum eins og hjáreinum við gatnamót og fræsingu hvinranda milli akreina sem vekja ökumenn til vitundar um að þeir séu að aka yfir á rangan vegarhelming. Vonir standa til að alvarlegum slysum fækki enn frekar með tilkomu nýja vegarins.

Framkvæmdin nær um sveitarfélögin Ölfus og Árborg og skiptist í Hringveg (um 7,2 km), Ölfusveg (um 6,6 km), Þórustaðaveg (um 0,4 km) og Biskupstungnabraut (um 0,7 km). Tvenn stór vegamót eru í framkvæmdinni, hringtorg við Biskupstungnabraut og nýjan Hringveg og svo hliðfærð T-vegamót á Hringvegi við Hvammsveg eystri og Kirkjuferjuveg. Fimm steyptar brýr og undirgöng ásamt tvennum reiðgöngum úr stáli teljast einnig til framkvæmdanna. Að auki voru gerðar miklar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja.

Hringvegur er gerður upp sem 2+2 vegur en gengið verður frá yfirborði hans sem 2+1 vegar.

10 Ekki gleyma að sýna skírteinið! FÍB afslættir um allt land. Nánar á FÍB.is Afsláttarnetið á fib.is
Þessi framkvæmd var mjög aðkallandi. Umferð hefur aukist jafnt og í dag fara á annað tug þúsunda bíla þennan kafla á sólarhring.

ÞREFÖLD ÞJÓNUSTA EFTIR TJÓN

Til viðbótar við hefðbundnar tryggingar léttir Toyota þér lí ð með lausnamiðaðri þjónustu. Eftirfarandi er innifalið í kaskótryggðu tjóni hjá Toyota tryggingum:

AFNOT AF BÍLALEIGUBÍL

TOYOTA BÍLALEIGUBÍLL

- Við viljum að þú komist ferða þinna á meðan við gerum við bílinn þinn. Sama hversu langan tíma það tekur.

VIÐURKENNDIR TOYOTA

VARAHLUTIR

TOYOTA VARAHLUTIR

- Við notum eingöngu varahluti frá Toyota sem passa í bílinn þinn.

BÍLAÞVOTTUR

TOYOTA BÍLAÞVOTTUR

- Við skilum þér bílnum þínum skínandi hreinum eftir viðgerð.

ÞAÐ ER EINFALT AÐ TRYGGJA Á TOYOTATRYGGINGAR.IS

Kynntu þér málið á toyotatryggingar.is.

Þetta er eins einfalt og það getur orðið.

Það er Toyota tjónustu þjónusta.

11 FÍB-blaðið

Vegahandbókin að koma út í tuttugasta sinn

„Á þessu ári eru 63 ár frá því að undanfari Vegahandbókarinnar, Ferðahandbókin, kom út. Bókin var 112 síður og fylgdi ferðakort með. Faðir minn, Örlygur

Hálfdánarson, var á þessum árum erindreki hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og fór því vítt og breitt um landið að boða fagnaðarerindið. Hann fann fyrir því að erfitt var að nálgast upplýsingar um þá takmörkuðu þjónustu sem var í boði fyrir ferðamenn á þessum árum,“ segir Hálfdán Örlygsson útgefandi Vegahandbókarinnar

Að áeggjan Örlygs var ráðist í útgáfu á

Ferðahandbókinni en hann tók þátt í gerð hennar ásamt fleirum en útgefandi var Hótel Bifröst sem var hluti af SÍS-veldinu.

SÍS gaf út þrjár bækur. Örlygur sá tækifæri í bókinni og árið 1965 tekur hann við

útgáfunni og hættir hjá SÍS. Gefur hana

út árlega eða til 1973 er hann setur á markaðinn fyrstu Vegahandbókina. Honum fannst helst vanta kort í Ferðahandbókina

þar sem bæir og örnefni væru merkt inn á síðurnar og fjallað um þau.

Því var mikil bylting þegar bókin kom út og naut hún mikilla vinsælda og seldist fljótlega upp. Önnur útgáfa kom út 1974 og núna árið 2023 kemur út tuttugasta útgáfan. Bókin hefur tekið miklum breytingum frá fyrstu útgáfu en árið 1995 urðu þáttaskil á efnistökum þegar hún sameinaði í einni bók Ferðahandbókina og Vegahandbókina en sú bók er fyrirmynd þeirrar bókar sem við þekkjum í dag.

Meðal efnis í bókinni sem nú var að koma út er að hún hefur að geyma upplýsingar um 3.000 staði á landinu, 1.000 menn, verur og vætti, enn fremur hesta, kýr, sauði og hundaliti og íslensku geitina. Sett var inn sérstök 24 síðna kortabók til að veita meiri yfirsýn yfir svæði þar sem vegakortin á síðunum sýna lítið frá. Til dæmis ef þú ert að keyra á bls. 365 og vilt fá meiri yfirsýn yfir svæðið er þríhyrningur á spássíunni sem vísar þér á bls. 568 í kortabókinni. Hálendiskafli er í bókinni.

Þjóðsögur og þjóðlagatónlist

Aftast í bókinni eru QR kóðar og slóðir sem hægt er að nota til að hlaða niður þjóðsögum sem hafa verið áður og þjóðlagatónlist og spila í snjalltækjum.

Snjallforrit

Snjallforritið (appið) er á þremur tungumálum: íslensku, ensku og þýsku. Nú fylgir engin kóði bókinni en ástæðan er sú að Apple leyfir ekki lengur slíka kóða. Forritin verða því að vera ókeypis eða keypt í forritaversluninni. Tekin var því sú ákvörðun að hafa snjallforritið ókeypis. Í bókinni eru aðeins upplýsingar um hvernig á að hlaða því niður.

Mynd

Mynd: Fyrsta kápan á Ferðahandbókinni og þeirri nýju sem var að koma út.

12 FÍB-blaðið
af fyrstu Ferðahandbókinni og síðan nýju Vegahandbókinni.

Ai WAYS U5 er 100% rafknúinn lúxus jepplingur sem er ríkulega búinn, lipur og einstaklega skemmtilegur í akstri. Sérlega glæsileg innrétting og Innrarými er með því besta í sínum flokki og gera Ai WAYS U5 fullkominn fararskjót inn í framtíðina.

AI Sérlega í í A I

A i WAYS U5 er að stærstum hluta þýsk hönnun

Akstursdrægnin er 400 km á fullri hleðslu

Hröðun 3,1 sekm 0 – 50km/klst.

Afkastageta:150 kW (204 hö)

soludeild@vatt.is / Vatt ehf Skeifunni 17 / Sími 568 5100 SJÓN ER SÖGU RÍKARI, KOMDU Í HEIMSÓKN OG KYNNTU ÞÉR NÝJAN 100% RAFKNÚINN AIWAYS U5.
LÚXUS
6.690.000
A I WAYS U5 ER 100% RAFKNÚINN
JEPPLINGUR Á FRÁBÆRU VERÐI, A I WAYS U5! KR.

Tíu jarðgöng í samgönguáætlun til næstu þrjátíu ára

Í þingsályktunartillögu innviðaráðherra um nýja samgönguáætlun kemur fram forgangsröðun um uppbyggingu jarðganga til 30 ára. Lögð er til forgangsröðun næstu 10 jarðganga á Íslandi ásamt fjórum öðrum jarðgangakostum til nánari skoðunar. Jarðgöngin eiga öll það sameiginleg að vera lykilþáttur í að treysta búsetuskilyrði um land allt og veita umferð fram hjá hættulegum og óáreiðanlegum fjallvegum. Um er að ræða flest jarðgöng sem komið hafa til umfjöllunar á síðustu árum. Stefnt er að því að allir jarðgangakostir komi til framkvæmda á næstu 30 árum.

Í áætluninni eru sett fram áform um árlega fjárfestingu, utan fjárhagsramma, á bilinu 12 til15 milljarða kr. í jarðgangagerð til ársins 2038. Fjármögnun þeirrar fjárfestingar er hluti af heildstæðri endurskoðun tekjuöflunar af farartækjum og umferð.

Tíu jarðgöng - forgangsröðun

• Fjarðarheiðargöng

• Siglufjarðarskarðsgöng

• Hvalfjarðargöng tvö

• Göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur

• Göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur

• Breiðdalsleggur, breikkun

• Seyðisfjarðar- og Móafjarðargöng

• Miklidalur og Hálfdán

• Klettháls

• Öxnadalsheiði

Fjögur önnur göng eru til skoðunar, Reynisfjall, Lónsheiði, Hellisheiði eystri, Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng.

er stjarna í bílrúðuNNi?

14 FÍB-blaðið
Við leysum vandaNN þér að kostnaðarlausu Bílrúður - Bílalakk Stórhöfða 37 bilrudur.is

Mun færri eldsvoðar í rafbílum

Hlutfallslega kviknar mun sjaldnar í rafbílum en bensín- og dísilknúnum bílum. Þetta staðfesta nýjar tölur sem komu fram í norska blaðinu Motor og unnin er af sænsku stofnuninni MSB. Eldur kviknaði í 23 rafknúnum fólksbílum í Svíþjóð árið 2022 og eru tengiltvinnbílar þar með taldir. Miðað við tæplega 200.000 rafbíla og rúmlega 410.000 tengitvinnbíla er hlutfallið 0,004 brunar á bíl.

MSB telur heldur enga ástæðu til að óttast eldsvoða í rafbílum í samanburði við aðra bíla. Eldur kemur aftur á móti hlutfallslega mun oftar upp í bílum sem ganga fyrir jarðefnabensíni. Á hverju ári kviknar í hundruðum bíla í Noregi og í skýrslunni um málið kemur fram að bílar sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu brenna fjórum til fimm sinnum oftar en rafbílar.

Margir óttast eldsvoða í rafbílum. Þetta eru meðal þeirra spurninga sem Jostein Ween Grav hjá

Embætti öryggis- og viðbúnaðarmála (DSB) fær oftast upp á borð til sín.

Af öllum þeim eldsvoðum sem slökkviliðið fer í á hverju ári er aðeins lítill hluti rafbílabrunar, um 20 á ári, með þeirri reynslu sem við höfum hingað til. Gera verður ráð fyrir að eldsvoðum í rafbílum fjölgi með auknum fjölda og aldri þeirra, en þó varla jafnmikið og hjá jarðefnabílum. Eldsvoðar sem við höfum komið að í rafbílum er í 20% tilfella þar sem hluti rafgeymisins tengist eldinum, bendir Grav enn fremur á.

,,Þetta sýnir athugun sem við höfum gert hjá slökkviliðinu. Til þess að rafhlaðan byrji að brenna þarf rafhlaðan að hafa orðið fyrir ytri skemmdum eins og í árekstri. Í sumum tilfellum getur verið um framleiðslugalla að ræða,“ segir Grav.

Grav er inntur eftir því hvort vitað sé um orsakir bílabruna almennt? Nei, við höfum ekki slíka yfirsýn, en við förum oft í skýrslur frá slökkviliðinu til að komst komast að upptökum þegar eldur kemur upp í bílum. Annars er það lögreglan sem vinnur að rannsókn þessara mála til að komast að orsökum.

Dæmt í Procar-málinu

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Harald Svein Tryggvason, fyrrverandi framkvæmdastjóra bílaleigunnar Procar, í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákærði játaði sök og greiddi kaupendum bifreiðanna skaðabætur sem var virt honum til refsimildunar. Refsing ákærða var skilorðsbundin þar sem hann hafði ekki áður verið sakfelldur fyrir refsiverða háttsemi og verulegur dráttur varð á rannsókn málsins án þess að hann ætti þar nokkra sök á.

Mælarnir gáfu þannig ranglega til kynna að bílarnir væru minna eknir og auðveldara væri að selja þá. Fram kom í ákærunni að búið væri að gera upp bætur vegna 116 bíla upp á samtals 13,3 milljónir.

Procar-málið snýst um það að snemma á árinu 2019 viðurkenndu forsvarsmenn bílaleiguunnar Procar að hafa skrúfað kerfisbundið niður kílómetrateljara í bílum sínum þegar þeir voru settir í sölu. Það gerðu þeir í kjölfar útsendingar á fréttaskýringaþættinum Kveik þar sem fjallað var um þetta svikamál sem var mjög umfangsmikið. Þar kom í ljós að mikill fjöldi fólks hafði orðið fyrir barðinu á svikunum og þau staðið yfir árum saman. Embætti héraðssaksóknara fékk málið inn á sín borð í byrjun sumars 2020.

Breytingin sem gerð var á bílunum var allt frá um tvö þúsund kílómetrum upp í 52.130 kílómetra en breyting flestra bílanna var á bilinu 10 til 40 þúsund kílómetrar. Fram kemur í ákærunni að í kjölfar þess að málið kom upp hafi Procar fengið aðstoð lögfræðistofu til að bæta upp tjón vegna háttseminnar og leitað hafi verið til óháðs sérfræðings sem mat verðmætarýrnun bifreiðanna vegna fölsunarinnar.

Haraldur Sveinn var ákærður fyrir að falsa kílómetrastöðu í 134 bílum á árunum 2014 til 2018. Sex fóru fram á bætur í málinu, meðal annars starfandi lögreglumaður á Vestfjörðum. Bæturnar námu 4,1 milljón.

Meðal þeirra sem fengu greiddar bætur var Ergo fjármögnunarþjónusta, Landsbankinn, Sjóvá, Landsbankinn, Bílabúð Benna, nokkrar bílaleigur og fjöldi einstaklinga og önnur fyrirtæki.

Vefverslun FÍB.is opin allan sólarhringinn

FÍB sjúkrataska aðeins

2.100 kr. fyrir FÍB félaga

Fullt verð 3.500 kr.

Farðu út fyrir ystu mörk

Nútímalegur og sportlegur rafbíll með allt að 528 km drægni. Með ofurhröðum hleðslutíma tekur einungis 18 mínútur að hlaða hann úr 10% í 80%.

Komdu og reynsluaktu nýjum Kia EV6.

Askja · Krókhálsi 11–13, 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi. Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland Askja býður öflugar hleðslulausnir fyrir allar stærðir fyrirtækja og heimila. Nánari upplýsingar askja.is/hledslulausnir * Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á www.kia.com/abyrgd ** Upphæð miðar við 50% fjármögnunarhlutfall til 84 mánaða með 10,25% vöxtum. Heildargreiðsla: 8.556.246 kr. Árleg hlutfallstala kostnaðar 10.82%. Upphæð er einungis viðmið og er breytileg eftir lánastofnunum. Fylgdu okkur á Instagram. instagram.com/kiaisland Nánar um Kia EV6
hugans. 100% rafknúinn Kia EV6. Afborgun á mánuði: 59.077 kr.** Staðgreiðsluverð 7.090.777 kr.
Við tökum vel á móti þér.

Nú er einnig hægt að fá

FÍB skírteinið í símann!

18 FÍB-blaðið
Nánar á
FÍB.is eða

Vottuð verkstæði

TJÓNA- OG ÞJÓNUSTUSKOÐUN BL

Verkstæði BL eru vottuð af framleiðendum og við notum aðeins viðurkennda varahluti, efni og aðferðir. Þannig heldur bíllinn þinn verðgildi sínu betur að lokinni þjónustu eða reglubundnu viðhaldi.

Láttu okkur þjónusta bílinn, við þekkjum hann

Við erum sérfræðingar í okkar bílum, hvort sem þig vantar þjónustuskoðun, reglubundið viðhald eða viðgerðir vegna tjóns þá skaltu heyra í okkur. Verkstæðin okkar eru vottuð af framleiðendum og við notum aðeins viðurkenndar aðferðir, varahluti og efni. Þú getur haft samband í gegnum Facebook-síðu BL, tölvupóst eða síma.

Eitt fullkomnasta réttinga- og málningarverkstæði landsins

Ef þú lendir í óhappi erum við til staðar fyrir þig. Réttingaverkstæðið okkar er eina vottaða verkstæði landsins fyrir viðgerðir á BMW, MINI, Jaguar og Land Rover og er unnið eftir ströngum stöðlum framleiðenda til að bifreiðin haldi sömu upprunalegu öryggisatriðum, gæðum og eiginleikum og hann var framleiddur fyrir. Viðgerðir okkar fyrir önnur vörumerki BL eru unnin eftir sömu verkferlum til að fullkomna verkið. Við þekkjum bílinn þinn.

Fyrsta flokks þjónusta við eigendur rafbíla

Bifvélavirkjar BL hafa lokið vottunarprófi í þjónustu og viðhaldi á einstökum einingum í bílarafhlöðum og er verkstæði okkar með sérstakt afmarkað rými sem er útbúið öllum nauðsynlegum og sérhæfðum viðgerðar- og greiningarbúnaði sem þarf til þess að annast viðhald á rafhlöðum.

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Söludeild nýrra bíla: Mán. 10-18, þri.–fim. 9-18, fös. 9-17, lau. 12-16 OPNUNARTÍMI Verkstæði: Mán.–fim. 7:45-18, fös. 7:45-17 Varahlutir: Mán.–fim. 8-18, fös. 8-17

Atvinnulífið afhendir ráðherra 332 tillögur

Ellefu atvinnugreinar hafa nú afhent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum sem stuðla eiga að auknum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Afhendingin fór fram á Grænþingi í Hörpu í tengslum við útgáfu Loftslagsvegvísa atvinnulífsins. Vísarnir eru samstarfsverkefni atvinnulífs og stjórnvalda og var vinnan unnin á forsendum fyrirtækja í íslensku atvinnulífi með stuðningi frá vinnuteymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

„Til að metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftslagsmálum náist þurfa allir að leggjast á eitt –stjórnvöld, atvinnulíf, sveitarfélög og almenningur í landinu. Það er ánægjulegt að sjá að atvinnulífið hefur stigið þetta skref til þátttöku í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og upplifa þann metnað og áhuga sem þessar 11 atvinnugreinar sýna

með vegvísum sínum. Vegvísarnir verða innlegg í uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem stjórnvöld ætla að kynna fyrir lok árs og hlakka ég til að halda verkefninu áfram,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Ísland hefur sett sér metnaðarfull markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 og hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Aðkoma íslensks atvinnulífs skiptir sköpum í þeim umskiptum sem nauðsynleg eru til að sett markmið náist. Enn fremur er aðkoma stjórnvalda nauðsynleg á þessari vegferð hvað varðar regluverk, innviði, hvata til grænna fjárfestinga og stuðning við nýsköpun, tækniþróun og orkuskipti.

Í því skyni var ákveðið að koma Loftslagsvegvísum atvinnulífsins á laggir en markmið verkefnisins

er að auka samstarf og samtal á milli atvinnulífs og stjórnvalda um tækifæri til samdráttar í losun í þeim tilgangi að hraða aðgerðum í þágu loftslagsmarkmiða Íslands og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Ein af grunnforsendum skilvirkrar vinnu við loftslagsmarkmiðin er að orkuspá og opinber gögn endurspegli þá áskorun sem staðið er frammi fyrir.

Á Grænþingi í Hörpu kynntu fulltrúar atvinnugreinanna vegvísa sína, þar sem rauði þráðurinn var:

• Uppbygging orkuinnviða og aðgangur að hreinni orku.

• Skilvirkt regluverk og skýr markmið stjórnvalda.

• Fjárfesting í nýjum búnaði og tækni.

• Hvatar vegna loftslagstengdra fjárfestinga og framleiðslu.

• Nýsköpun og rannsóknir.

• Bætt hringrás.

Loftslagsvegvísar atvinnulífsins innihalda atvinnugreinaskipta vegvísa sem hafa margir hverjir mælanleg markmið. Þeir geyma einnig sértækar aðgerðir og úrbótatillögur sem snúa bæði að atvinnulífinu og stjórnvöldum um umbætur í loftslagsmálum. Vegvísarnir eru lifandi skjöl sem verða uppfærð reglulega og mun þeim fjölga með uppfærslu aðgerða og fjölgun atvinnugreina.

Eins og staðan er í dag nam heildarlosun gróðurhúsalofttegunda 2021 frá vegasamgöngum 860 þúsund tonnum CO2-íg. Losun jókst um 8,8% árið 2022 og nam 936 þúsund tonnum, sem er 20,8% aukning frá árinu 2005. Rafknúin ökutæki voru 6,5% af heildarfjölda ökutækja í lok síðasta árs sem dugði ekki til að vega upp á móti öðrum ökutækjum í flotanum og auknum akstri samhliða vaxandi efnahagsumsvifum. Nýskráningar rafknúinna ökutækja voru 34,6% af heildarfjölda nýskráninga fyrstu fimm mánuði ársins 2023.

Erfið staða skapar mikil tækifæri því að hreinorkuökutæki eru nú til í meira úrvali sem hentar þörfum sífellt fleiri samhliða hraðri þróun í

öllum ökutækjaflokkum. Margvísleg tækifæri eru til staðar við að draga úr losun frá vegasamgöngum og má flokka áskoranir og aðgerðir í fjögur viðfangsefni:

1. Skipulag á orkuskiptum.

2. Orkuöflun, flutningur og dreifing.

3. Orkuáfyllingarinnviðir fyrir hrein orkutæki.

4. Notkun ökutækja.

Áskoranir

Það stefnir í metlosun árið 2023 og er því mikið verk fyrir höndum svo að ná megi markmiðum stjórnvalda fyrir árið 2030. Því þurfa þau að taka stöðuna alvarlega og taka á verkefninu og áskorunum sem því fylgja á djarfan, afgerandi og skipulegan hátt.

Árangur í orkuskiptum í vegasamgöngum veltur á bættu skipulagi orkuskiptanna með fyrirsjáanlegum, hagkvæmum, samvirkum og mælanlegum aðgerðum, betri og aðgengilegri gögnum, menntun og stuðningi við fjárfestingar. Samgöngustefnan þarf að taka tillit til orkuskipta og hindranir í formi laga og reglna þurfa skjóta úrlausn auk þess að stjórnvöld sýni gott fordæmi og skapi fyrirsjáanleika.

Efla þarf almenningssamgöngur sem sannarlega uppfylla þarfir notenda og um leið auka umtalsvert hlut hreinorkuökutækja í árlegum nýskráningum. Tryggja þarf næga raforku af endurnýjanlegum uppruna með lágu heildarkolefnisspori á samkeppnishæfu verði, sterka flutnings- og dreifingarinnviði orku og þétt net öflugra orkuáfyllingarinnviða við stofnvegi, í þéttbýliskjörnum og við vinsæla áfangastaði um allt land sem þjóna þörfum íbúa, fyrirtækja og ferðamanna.

Um samstarfið

Leiðtogar vegasamgangna eru Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, Jón Gestur Ólafsson, gæða- og umhverfisstjóri Hölds og Magnús Svavarsson, eigandi Vörumiðlunar.

Hagaðilar

Þátttakendur í vinnustofum voru Arctic Adventures, Avis/Alp, Bílaumboðið Askja, BL, Brimborg, GoCampers, Höldur, Reykjavik Excursion, Samskip, Snæland Grímsson, Teitur Jónasson og Vörumiðlun.

Listi yfir úrbætur á næstu síðu ->

Guðlaugur Þór Þórðarson ,umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ásamt leiðtogum atvinnugreinanna: Gylfa Gíslasyni, Katrínu Georgsdóttur, Kristrúnu Tinnu Gunnarsdóttur, Steinunni Dögg Steinsen, Álfheiði Ágústsdóttur, Ólafi Marteinssyni, Jens Garðari Helgasyni, Kristínu Lindu Árnadóttur, Heiðu Njólu Guðbrandsdóttur, Birgi Guðmundssyni og Agli Jóhannssyni.

Úrbætur

1. Skipulag orkuskiptanna

VEGASAMGÖNGUR OG STJÓRNVÖLD:

Stjórnvöld, atvinnulífið og heimilin koma öll að orkuskiptunum á einn eða annan hátt: Samræma þarf aðgerðir þessara hagaðila og tryggja að samræmi í vinnunni við orkuskiptaverkefnið og fjármagn frá hinu opinbera nýtist á skilvirkan hátt.

STJÓRNVÖLD:

Skilvirk orkuskiptastjórn: Koma þarf á skilvirkara skipulagi við orkuskiptin þar sem ábyrgð er skýr, heildstæðar aðgerðir innleiddar, markmiðum, árangursmælikvörðum og niðurstöðum er fylgt eftir og niðurstöður birtar opinberlega.

Orkuskiptastjórn skipuð: Koma á fót orkuskiptastjórn sem samanstendur af umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra auk fulltrúa atvinnugreina sem tóku þátt í loftslagsvegvísum atvinnulífsins.

2. Notkun ökutækja

VEGASAMGÖNGUR OG STJÓRNVÖLD:

Stjórnvöld, sveitafélög og atvinnulífið sem fyrirmyndir: Stjórnvöld, sveitarfélög og atvinnulífið þurfa stíga fram með öflugar kröfur sem miða að því að öll innkaup á ökutækjum og þjónustu við þau sé miðuð að hreinorkuökutækjum frá og með árinu 2025.

STJÓRNVÖLD:

Orkuskiptum hraðað í gegn um skipulagsmál sveitarfélaga: Hægt er að koma á losunarfríum svæðum innan þéttbýlis, takmarka aðgengi jarðefnaeldsneytisknúinna

sé með sem hagkvæmustum hætti, á réttum tíma, í nægjanlegu magni og á samkeppnishæfu verði.

Geymsla orku: Skoða leiðir til að geyma orku við heimili og fyrirtæki sem hægt er að fylla á í lægðum en nýta á álagstímum. Kanna tækniþróun rafbíla með tvíátta hleðslutækni (e. bi-directional) og hvað nágrannalönd eru að gera til að nýta þessa tækni í samhengi við snjallmæla til að nýta bílana sem orkugeymslur og álagsjöfnun.

4. Orkuáfyllingarinnviðir fyrir hreinorkuökutæki

VEGASAMGÖNGUR OG STJÓRNVÖLD:

Öflug uppbygging orkuáfyllingarinnviða: Hraða þarf uppbyggingu öflugs nets áfyllingarinnviða um allt land með markmið ESB um áfyllingarinnviði vegna orkuskipta að leiðarljósi.

Orkuskipti í vegasamgöngum er gríðarlega umfangsmikið og flókið verkefni vegna fjölda hagaðila og fjárhags- og tæknilegra áskorana. Til þess að leysa það vel var ljóst að ramma þyrfti verkefnið vel inn og skilgreina stöðu þess til að ná heildstæðri nálgun á verkefnið áður en lagt væri af stað í að stilla upp aðgerðum. Myndin dregur saman meginviðfangsefni Loftslagsvegvísis vegasamgangna, skilyrði sem aðgerðir þurfa að uppfylla svo þær skili árangri. Að lokum hvar megináherslurnar þurfa að vera til að ná samdrætti í losun frá notkun ökutækja.

ökutækja á ákveðnum svæðum og heimila einungis hreinorkuökutækjum að nýta flýtileiðir s.s. sérakreinar.

Losunarfrí svæði: Skilgreina losunarfrí svæði í lögum og reglum sem snúa að skipulagsmálum sveitarfélaga.

Endurskoðun regluverks: Uppfæra umferðarlög og skiltareglugerðir svo að hægt sé að takmarka aðgengi og stýra ákveðnum svæðum, s.s. miðbæjum og flýtileiðum.

Forgangur hreinorkuleigubíla: Tryggja aðgengi leigubíla sem ganga fyrir hreinorku fram yfir jarðefnaeldneytisökutæki að leigubílastæðum í miðborg og miðbæjum.

3. Orkuöflun, flutningur og dreifing VEGASAMGÖNGUR OG STJÓRNVÖLD:

Tryggja flutning og dreifingu á raforku: Tryggja þarf að flutningur og dreifing orkunnar frá framleiðslustað

STJÓRNVÖLD:

Uppbygging samgönguinnviða: Uppbygging vegakerfis getur verið mikilvæg loftslagsaðgerð m.a. í gegnum styttri vegalengdir, betri vegi og jafnari aksturshraða. Markmið orkuskipta að leiðarljósi: Við uppbyggingu vegakerfis er mikilvægt að horfa til markmiða orkuskipta, t.d. hvað varðar aðgengi að orkuáfyllingu, gæði vega og aðgengi á öllum árstímum.

Kortlagning áhrifa: Kortleggja þarf hvernig vegamannvirki hafa áhrif á orkuskipti og innleiða sjónarmið orkuskipta strax í hönnun vegamannvirkja. Aðlaga gjaldskrá raforku eftir tíma sólarhrings vikudögum og árstíðum, til að dreifa álagi á hleðslustöðvar og bæta nýtingu. Gjaldskrár dreifiveitna mega ekki vera hindrun við uppsetningu stórra hleðslustöðva, til að mynda vegna krafna um hærri gjöld vegna afltoppa og annað sambærilegt.

22 FÍB-blaðið

Metnaðarfull rafbílaáform Toyota til næstu ára Ódýrar drifrafhlöður og allt að 1.500 kílómetra drægni

Fyrsti rafbíll Toyota bZ4X hefur verið gagnrýndur í bílapressunni m.a. vegna ófullnægjandi drægni. Toyota hefur á liðnum misserum endurskoðað áætlanir sínar varðandi rafbílaframleiðsluna og setti fyrirtækið á laggirnar aðgerðahóp sérfræðinga til að marka og þróa stefnuna hvað það varðar. Toyota hefur á liðnum árum löngum verið stærsti bílaframleiðandi heims. Fyrirtækið ræður yfir mikilli tækniþekkingu og leggur ríka áherslu á nýsköpun, rannsóknir og tækniþróun. Það kynnti nýlega metnaðarfulla rafbílastefnumótun fyrirtækisins.

Ódýrari rafbílar Toyota eiga að vera búnir tveggja skauta líþín-járnfosfat rafhlöðum. Drægnin verður minni en í nýju litínjónarafhlöðunni en þessi rafhlaða verður 40% ódýrari en drifrafhlaðan í bZ4X rafbílunum. Önnur ný tvískautuð liþínjónarafhlaða er væntanleg síðar. Stærstu fréttirnar eru sennilega áform um tvær fastkjarnarafhlöður (e. solid state). Fyrirhugað er að markaðssetja þá fyrri á milli 2027 og 2028. Drægnin er áætluð um 1.200 kílómetrar og hleðsluhraðinn frá 10 til 80 prósent um 10 mínútur með tengingu við öfluga hleðslustöð. Næsta kynslóð af fastkjarnarafhlöðu á að koma á markað eftir 2028 og vera með allt að 1.500 km drægni samkvæmt kínversku aksturslotunni CLTC.

Þess má geta að þegar Toyota tilkynnti um jákvæða áfanga í þróun fastkjarna rafhlaðna þann 12. júní sl. þá hækkuðu hlutabréf í félaginu um 5%.

Sérfræðingar Toyota rannsóknarstofnunarinnar á Íslandi

Nýlega bauð Toyota á Íslandi, í samvinnu við Háskóla Íslands, til áhugaverðs fyrirlestrar sérfræðinga frá Toyota Recarch Institute

Næsta kynslóð af fastkjarnarafhlöðu á að koma á markað eftir 2028 og vera með allt að 1.500 km drægni samkvæmt kínversku aksturslotunni CLTC.

Ódýrari rafhlöður, lengri drægni og hraðari hleðsla

Næsta kynslóð Toyota-rafbíla á að koma fram 2026 og þá eru boðaðar miklar framfarir. Toyota er að þróa nokkrar gerðir nýrra drifrafhlaðna sem eru með mismunandi eðlis- og efnafræðilega eiginleika. Markmiðið er að geta boðið rafbíla fyrir sem flesta neytendur. Fram til ársins 2028 verða fjórar nýjar rafhlöðugerðir kynntar. Fyrst kemur næsta útgáfa af liþínjónarafhlöðu með drægni sem er tvöfalt lengri en í bZ4X rafbílnum í dag. Kostnaðurinn við rafhlöðuna á að verða 20 prósent lægri og hleðslan hraðari.

„Við erum staðráðin í að verða leiðandi á heimsvísu í rafhlöðum. Við munum þurfa mismunandi rafhlöðukosti, rétt eins og við höfum mismunandi val á vélum. Það er mikilvægt að allar þessar rafhlöður séu samhæfðar við allar undirtegundir Toyota bíla“. Hiroki Nakajima, yfirverkfræðingur Toyota.

(TRI) https://www.tri.global/ um rafhlöðutengd efni. Meðal þess sem kynnt var á fundinum voru nýjustu rannsóknir TRI á rafhlöðuframleiðslu og þörfina fyrir ný hráefni í þær. Áhugavert var að heyra nálgun sérfræðinganna um hámarksnýtingu hráefna til rafhlöðugerðar til að ná bestum árangri í því að draga úr koltvísýringslosun

Toyota mun breyta framleiðsluferlum nýrra bíla og steypa stærri einingar í einu líkt og Tesla gerir. Þetta dregur úr fjölda plötupressa og fækkar suðum. Framleiðsluhraðinn eykst verulega og kostnaður minnkar. Myndin sýnir muninn á framleiðsluaðferðinni í dag þar sem fjöldi plötupressa er soðinn saman (vinstra megin).

24 FÍB-blaðið
í samgöngum.

Eldflaugarannsóknir og innblástur frá Tesla

Nota á geimeldflaugatækni til að draga úr loftmótstöðu framtíðarrafbíla Toyota. Stefnt er að því að loftviðnámsstuðullinn komist niður fyrir 0,20 (Cd-stuðull). Til samanburðar hefur Tesla Model S Cd gildið 0,208.

Tesla er fyrirmynd

Fyrir nokkru síðan rifu verkfræðingar Toyota Tesla Model Y bíl niður í smæstu parta og lýstu í kjölfarið yfir aðdáun á mörgum verkfræðilegum lausnum Tesla-bílsins. Toyota hyggst nýta ýmsar lausnir frá Tesla til að draga úr framleiðslukostnaði. Svokölluð mega-málmsteypu- og pressutækni verður fengin að láni (e. giga casting) hjá Toyota. Steypa á fram- og afturhlutann hvorn fyrir sig í

einu álstykki og setja þá saman með rafhlöðupakkann í miðjunni.

Til að draga enn frekar úr framleiðslukostnaði eiga bílarnir að keyra sjálfir á milli mismunandi framleiðslueininga innan verksmiðjunnar. Nú þegar ekur bZ4X

frá síðasta þrepi framleiðslulínunnar til lokaskoðunar.

Á síðasta ári seldi Toyota færri en 25.000 rafbíla um allan heim. Árið 2030 er stefnt að því að selja 3,5 milljónir slíkra bíla.

25 FÍB-blaðið
Fyrsti rafbíll Toyota bZ4X

Ýmislegt horfir til betri vegar

Umferðarsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) annast rannsókn banaslysa og alvarlegra umferðarslysa á Íslandi. Markmið rannsókna þessara er að finna beina og meðverkandi orsakaþætti sem leiddu til þess að banaslys eða alvarlegt umferðarslys varð. Tilgangur rannsóknanna er að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir að samskonar slys verði aftur. Það er ekki hlutverk nefndarinnar að skipta sök eða ábyrgð. Þegar slys verður í þeim flokki sem umferðarsvið RNSA hefur til rannsóknar tilkynnir Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, eða rannsóknarlögreglumenn á vettvangi, nefndinni um að slys eða atvik hafi orðið. Starfsmenn sviðsins fara þá á vettvang eins fljótt og auðið er.

Umferðarslys er skilgreint samkvæmt lögum nr. 18/2013 um rannsókn samgönguslysa sem það tilvik þar sem a.m.k. eitt ökutæki á hreyfingu á aðild að slysi á opinberum vegi, einkavegi eða svæði sem er opið almennri umferð. Banaslys í umferð verður þegar einstaklingur lætur lífið innan 30 daga frá þeim degi er slysið varð, enda verði banamein hans að nokkru eða öllu leyti rakið til slyssins. Lögsaga rannsókna umferðarsviðs RNSA nær yfir Ísland.

Auk rannsókna banaslysa og alvarlegra umferðarslysa getur umferðarsviðið ákveðið að beina sjónum að sérstökum vanda í umferðinni, óháð því hvort meiðsli eru alvarleg eða hafa orðið. Til dæmis má nefna rannsóknir á bílbeltanotkun, ölvunarakstri og slysum tiltekinna vegfarendahópa. Sama gildir um umferðarmannvirki og ökutæki. Í þessu samhengi má nefna að alvarleg umferðaratvik eru skilgreind óháð meiðslum í fyrrnefndum lögum um RNSA.

Alvarleg umferðaratvik er það atvik eða kringumstæður í tengslum við umferð ökutækja sem ekki er umferðarslys en getur leitt til alvarlegs slyss á

vegfarendum eða tjóni á ökutækjum, umferðarmannvirkjum og umhverfi, sé því ekki afstýrt.

Reynum að komast að rótum orsaka slysa og koma í veg fyrir að þau gerist aftur.

Helgi Þorkell Kristjánsson, rannsóknarstjóri á umferðarsviði, greindi frá því að árið 2013 hafi þrjár rannsóknarnefndir sameinast í eina, sem heitir Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Í dag eru þrjú svið fyrir flug, sjó og umferð. Tveir starfsmenn eru öllu jöfnu á hverju sviði fyrir sig, auk ritara. Þannig eru sjö starfsmenn í fullu starfi hjá stofnuninni. Síðan erum við með ráðherraskipaða nefndarmenn sem eru 13 talsins með formanni. Þessir nefndarmenn skipta sér niður á sviðin og yfirleitt sitja sömu nefndarmenn fundi nefndanna. Á þessum fundum eru skýrslurnar teknar fyrir og á endanum er það skipaða rannsóknarnefndin sem gefur út og ber ábyrgðina á skýrslum sem gefnar eru út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Helgi segir að mjög fært fólk sé í nefndinni, hvert sæti sé vel skipað. Á umferðarsviði eru haldnir fundir hálfs mánaðarlega og fer nefndin yfir drög að skýrslum sem unnið er við. Starfsmenn

Banaslys í umferðinni á Vesturlandsvegi

á Kjalarnesi í júní 2018. Við rannsókn kom m.a. í ljós að sætafestur, sem gáfu sig, í annarri bifreiðinni voru smíðaðar hér á landi og án vottunar. Tillaga í öryggisátt var beint til Samgöngustofu um að yfirfara reglur um breytingu á sætaskipan og fjölda farþega í bifreiðum þannig að fyrirbyggja mætti að óvottuð sæti og festingar séu settar í

26 FÍB-blaðið
bifreiðar. Helgi Þorkell Kristjánsson, rannsóknarstjóri á umferðarsviði hjá RNSA Bil milli lóðréttra leggja 223 mm. Aftari leggur Færsla fram á við frá lóðréttri stöðu 129 mm. Fremri leggur. Færsla fram á við frá lóðréttri stöðu 160 mm. Fremri leggur Lengd 226 mm Láréttur leggur. Heildarlengd 270 mm. Þar af er leggurinn framan við fremri legg 60 mm. Fremri boltinn er 10 mm og róin er sjálfsplittuð Flatjárn: 8 x 40 mm. Lyfting frá gólfi 43 mm. Boltinn er 10 mm og róin er sjálfsplittuð Aftari leggur. Lengd 236 mm.

en margt má bæta

taka drögin saman, rannsaka málin, fara á vettvang og gera vettvangsrannsóknir. Við sækjum gögn og höfum mjög viðtækar heimildir í lögum. Til eru sérstök lög um rannsókn samgönguslysa og þar höfum við mjög viðtækar heimildir til þess að sækja gögn til lögreglu, sjúkrahúsa og víðar. Þar kemur einnig skýrt fram að engin gögn fara frá okkur án dómsúrskurðar, og rétt er að það komi fram að dómsúrskurðir um afhendingu gagna ná ekki yfir vitnaviðtöl sem við tökum við hlutaeigandi. Við afhentum almennt sem sagt ekkert sem við rannsökum og skoðum. Að lokum gefum við út skýrslu um viðkomandi óhapp sem við ákveðum að skrifa skýrslu um þar sem við gerum okkar besta til þess að greina orsakir slyssins á grundvelli rannsókna. Þessar skýrslur um einstök slys eru gerðar opinberar á vefsvæði RNSA (www.rnsa.is). Afurðin er síðan

í flestum tilfellum tillaga eða tillögur í öryggisátt sem flestar eru byggðar á þessum niðurstöðum skýrslanna.

Í tillögunum beinum við úrbótartillögum til ýmissa aðila eins og veghaldara, stofnana eða fyrirtækja um að gera betur uns markmiði okkar verði náð. Markmið nefndarinnar eru mjög skýr, að

samskonar slys gerist ekki aftur. Við förum í rótargreiningar en það er rannsóknin okkar. Lögreglan í þessu sambandi rannsakar málin að teknu tilliti til sekt eða sýknar, það er ekki okkar hlutverk.

Þetta er viðkvæmt umhverfi og getur vissulega tekið á

Þegar Helgi Þorkell er inntur eftir starfinu í nefndinni liggur beinast við að spyrja hvort ekki sé oft erfitt og viðkvæmt að koma að alvarlegum slysum?

„Jú, svo getur verið. Tveir starfsmenn skipta með sér bakvöktum allan sólarhringinn, allt árið. Yfirleitt hringja lögreglan eða fjarskiptadeild ríkislögreglustjóra í okkur þegar slys verða og einnig rannsóknarlögreglumenn utan að landi eða héðan á svæðinu. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt starf. Við förum á vettvang sem er allskonar, oft er aðkoman slæm. Við komum einnig inn í líf fólks sem hefur lent í því versta á ævinni, sem er að lenda í slysum. Við komum að þeim, gerum rannsókn okkar ofan á aðrar rannsóknir sem eru gerðar. Þetta er viðkvæmt umhverfi og getur vissulega tekið á, bæði að fara á vettvang og einnig viðtölin við fólk sem lendir í slysunum. Oft getur verið

erfitt fyrir fólk að ræða þetta eftir á. Stundum eru því ekki allir tilbúnir að ræða þessa hluti. Við bendum fólki á að oft er gott opna sig þegar við ræðum þessi mál enda ríkir mikill trúnaður á milli aðila,“ sagði Helgi Þorkell.

Helgi Þorkell kom inn á að Rannsóknarnefnd samgönguslysa væri alveg sjálfstæður aðili sem tilheyrði beint undir ráðherra innviðamála. Rannsóknir hennar væru algjörlega óháðar öllum öðrum. Margar stofnanir að vinna að þessu markmiði að fækka slysum

Alvarlegum slysum og banaslysum hefur blessunarlega fækkað. Hverju er það að þakka?

„Ég held það sé margþætt. Bílarnir eru að verða betri, það er alveg ljóst. Margar stofnanir vinna að því markmiði að fækka slysum. Auk

Mynd af slysavettvangi. VW bifreiðin kastaðist aftur við áreksturinn en Toyota bifreiðin fram og til hliðar.

27 FÍB-blaðið

okkar má nefna Vegagerðina og Samgöngustofu sem standa sig vel. Vonandi eigum við einhvern þátt í fækkuninni. Við erum að senda út tillögur í öryggisátt og okkur er afar vel tekið, einnig af öllum þessum stofnunum og meðal annars þeim sem ég nefndi hér á undan, þegar við komum með ábendingar í þessa vegu. Við gáfum nýverið út skýrslu um þegar bifreið fauk á hliðina fyrir austan. Þar voru við með tillögur í öryggisátt gagnvart fyrirtækinu sem þar átti í hlut um að fara að vinnuverndarlögum. Við settum enn fremur fram tillögur í öryggisátt gagnvart veðurfregnum. Loks komum við ábendingum til Vegagerðarinnar og annarra að setja upp fleiri veðurstöðvar.

Við höfum unnið fleiri skýrslur eins og þegar sorglegt umferðarslys varð í Gnoðarvogi. Þar bentum við veghaldara á að huga að hönnum vegamótana á svæðinu og komum enn fremur með ábendingar um staðsetningu biðstöðvar og gangbrautar. Ýmislegt kemur upp í rannsóknum okkar sem snýr ekki endilega að slysinu sjálfu. Við skoðum hvað gerðist fyrir slys, þegar það verður og svo eftir það. Við rannsökum umhverfið og ökutækin og mannlegu hegðunina sem kemur inn í þetta hjá okkur. Þetta er margþætt og við gefum okkur góðan tíma til að vanda skýrslurnar.“

Slysum fækkar þrátt fyrir aukinn straum ferðamanna. Sérðu einhvern tímann þá stund renna upp að banaslys heyri sögunni til?

„Það er að minnsta kosti von okkar og markmið, þó að satt best að segja sé erfitt að eiga við þetta. Þetta er allt í rétta átt, kannski jafnvel meira en tölurnar benda til. Banaslysum hefur fækkað verulega frá 2018 þrátt fyrir aukinn fjölda ferðamanna. Við fáum inn tvær milljónir ferðamanna í ár en vissulega fækkaði þeim í heimsfaraldrinum. Í ár er búist við að þeir verði um tvær milljónir og við erum komin með eitt banaslys á þessu ári. Þetta lítur ágætlega út og ég bendi á að við höfum lagt fram tillögur í öryggisátt gagnvart ferðamönnum sem koma til landsins, eins og þeir hafi möguleika á að hvíla

sig við komuna eftir flug frá NorðurAmeríku. Ein tillaga okkar var að bjóða upp á gisti- og hvíldarmöguleika í Keflavík eftir flugið í stað þess að fara beint undir stýri,“ sagði Helgi Þorkell. Bættur öryggisbúnaður og betri uppbygging

Núna verða bílar stöðugt betri og þá alveg sérstaklega hvað öryggisþáttinn varðar. Allt þetta hlýtur að hjálpa við að fækka alvarlegum slysum?

„Já, það hjálpar virkilega. Einnig hafa bílaframleiðendur þróað og gert tölvurnar enn betri í bílunum frá 2018. Í dag má lesa úr þeim margvíslegar upplýsingar, m.a. hraða. Það gerir okkur auðveldara að rannsaka slysin og skoða raunverulega hvað gerðist rétt áður en slysið varð. Bílarnir eru einnig orðnir miklu betri, fleiri púðar eru, bættur öryggibúnaður og betri uppbygging. Einnig má benda á betri hönnun umferðarmannvirkja. Segja má að allir þættir sem snúa að bættu öryggi séu í stöðugri þróun.

Forvarnarvinna hjá Samgöngustofu er mjög fagleg og vel unnin. Vegagerðin er að gera góða hluti og eins og að bæta vegakerfið, setja hraðatakmarkanir og fleiri aðila mætti nefna. Veghaldari eins og Reykjavíkurborg er búin að setja upp 30 km svæði víða um borgina og ekki aðeins umhverfis skóla. Allt þetta hjálpar verulega til.“

Aukin sólarhringsumferð mun verða allt árið Þegar þú horfir fram í tímann. Hvernig sérðu umferðina þróast og því sem lítur að öryggi?

„Stórt er spurt. Margt má bæta þótt ýmislegt horfi til betri vegar. Eitt að því er að umferðin mun aukast á næstu árum. Íbúum er að fjölga og við fáum alltaf fleiri ferðamenn til landsins. Einnig er fyrirséð að bílum muni fjölga. Það eru áskoranir fram undan hjá okkur eins og úti á landi. Þar erum við með hringveginn, klæðningar og fjölgun ferðamanna og bíla. Aukin sólarhringsumferð mun eiga sér stað allt árið segir að meira muni reyna á vegina. Við erum með klæðningar víða og því miður er ekki hægt að setja t.d. riflur í klæðingarnar. Þetta er stórt verkefni og auðvitað

myndum við vilja sjá breiðari vegi og malbik með riflum í þegar sólarhringsumferð eykst. Þegar hún er komin með yfir þúsund bíla á dag fara sennilega undirstöður klæðninga á vegunum okkar að bresta. Vísast er lítið rætt um þetta en þarna eru að myndast ákveðnar áskoranir með þessum aukna umferðarþunga,“ sagði Helgi Þorkell.

Í mörg horn væri að líta á næstu árum

Helgi Þorkell sagði að í mörg horn væri að líta á næstu árum en þar færu aðallega samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Við erum víða með sex metra breiða vegi og þriggja metra breiðar akreinar úti á landi. Ökumaðurinn hefur nánast ekkert rými til að víkja sér til hliðar. Síðan eru að mætast þar rútur sem eru 2,5 metrar að breidd auk speglanna. Áskoranir eru víða, rútum er að fjölga með auknum fjölda ferðamanna.

„Þróunin er í rétta átt, það sýna tölurnar með fækkun banaslysa. Síðan koma alltaf upp nýjar áskoranir þegar nýir umferðamátar koma inn. Má í því sambandi nefna rafhlaupahjól. Löggjafinn er vonandi að bregðast við þessu núna en starfsmenn í innviðaráðuneytinu hafa verið að undirbúa breytingar á umferðarlögunum sem lagðar verða fyrir Alþingi sem vonandi bæta umhverfið og verða til þess að laga þessa hluti. Við erum þegar komin með tvö banaslys á rafhlaupahjólum og er enn fremur mikið um önnur slys. Skýrsla um þetta viðfangsefni er þó ekki enn komin út hjá okkur en það er von á henni innan tíðar.“

„Ég vil endilega koma á framfæri þakklæti fyrir að fá tækifæri til að útskýra og fræða lesendur um störf nefndarinnar. Ég vil benda á vefsíðu hennar www.rnsa.is en þar er m.a. að finna skýrslur um öll banaslys sem hafa orðið á Íslandi undanfarin ár. Þar má einnig lesa sig til um orsakir og þær öryggistillögur sem við höfum lagt til,“ sagði Helgi Þorkell Kristjánsson, rannsóknarstjóri á umferðarsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í viðtalinu við FÍB-blaðið.

28 FÍB-blaðið

Yfirlitsmynd af vettvangi. Strætisvagninum var ekið suðvestur Skeiðarvog. Hann var stöðvaður við biðstöð og síðan ekið af stað og beygt til norðvesturs inn á Gnoðarvog.

Öryggisgler, með tveimur límmiðum, við rými bílstjóra skilur hann frá farþegum sem koma inn í vagninn. Með þessu gleri er möguleiki á aukinni speglun í rými bílstjóra.

Myndin er tekin í akstursátt strætisvagnsins. Grænt ljós logar fyrir gangandi vegfarendur og umferð suðvestur Skeiðarvog. Steinstólpar og umferðarskilti eru á norðvesturhorni gatnamótanna og umferðarljós á miðeyjunni.

Smíðum bíllykla

Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla

Tímapantanir óþarfar

510-8888 – Skemmuvegur 4 - 200 Kópavogi

Fimm verktakar vilja koma að smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá

Fimm verktakar vilja taka þátt í samkeppnisútboði Vegagerðarinnar vegna smíði nýrra brúar yfir Ölfusá. Þrír þeirra eru erlendir, einn er íslenskur í í samvinnu við erlenda aðila og einn verktaki er íslenskur. Þetta er upphaf útboðsferlisins og í kjölfarið fer fram hæfismat og þeim sem metnir eru hæfir verður boðin þátttaka. Vonast er til að samningar náist á þessu ári.

Eftirtöld fyrirtæki sóttu um þátttöku í útboðinu: Hochtief Infrastructure

GmbH, Essen í Þýskalandi, IKI

Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo í Japan, Ístak hf., – Per Aarsleff A/S –Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags í Reykjavík, Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U. á Spáni og ÞG verktakar ehf. í Reykjavík

Fram kemur að Vegagerðin óskaði í byrjun mars á þessu ári eftir þátttakendum í samkeppnisútboð

vegna smíði brúarinnar ásamt því að leggja aðliggjandi vegi og vegamót, smíða brýr og grafa undirgöng. Um er að ræða samkeppnisútboð á grundvelli laga um opinber innkaup þar sem beitt verður hæfismiðuðu

vali og þeim fyrirtækjum boðið til þátttöku sem metin verða hæf á grundvelli útboðsauglýsingar. Stefnt er á að framkvæmdum við smíði Ölfusárbrúar ljúki árið 2026.

Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu

Verkið snýst um færslu Hringvegar (1) út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Meðal helstu verkþátta eru nýbygging 3,7 km Hringvegarins, smíði nýrrar 330 m langrar stagbrúar á Ölfusá og um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gera þarf ný vegamót við Hringveg austan Selfoss, undirgöng undir veginn fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja.

Markmiðið með framkvæmdunum er að auka umferðarrýmd, aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi

Brúin verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á EfriLaugardælaeyju. Brúargólf verður 19 m breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum

ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum, steyptum endastöplum, brúargólfi með stálbitum og steyptu gólfi og turni úr stáli. Við forhönnun brúarinnar var miðað við aðstæður á svæðinu þar sem búast má við bæði jarðskjálftum og flóðum. Í brúnni er gert ráð fyrir jarðskjálftaeinangrun og forspenntum bergfestum í undirstöðum turnsins.

Helsta breytingin sem verður við þessa framkvæmd er að Hringvegur (1) styttist um 1,2 km og ferðatími styttist að lágmarki um fjórar til fimm mínútur. Einnig mun greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft hafa skapast við gömlu Ölfusárbrúna. Framkvæmdin fer um tvö sveitarfélög, Flóahrepp og sveitarfélagið Árborg. Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi til þeirra beggja.

Áætluð umferð um brúna við opnun er um fjögur til fimm þúsund ökutæki á sólarhring. Þá verður umferð þyngri ökutækja ekki leyfð á gömlu brúnni þegar sú nýja hefur verið tekin í notkun.

30 FÍB-blaðið
Fimm verktakar vilja taka þátt í samkeppnisútboði Vegagerðarinnar vegna smíði nýrra brúar yfir Ölfusá. Áætluð umferð um brúna við opnun er um fjögur til fimm þúsund ökutæki á sólarhring.

Rafskútuleigur í París heyra sögunni til. Þetta var ljóst eftir niðurstöður í atkvæðagreiðslu sem íbúar Parísar tóku þátt í. Samningar við rafskútufyrirtæki verða ekki endurnýjaðir. Bannið mun ekki ná til rafskúta í einkaeigu en rafskútur til leigu hafa notið mikilla vinsælda og þótt góður ferðamáti.

Dræm þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en alls tóku 103 þúsund manns þátt í henni. Af þeim greiddu 91.300 atkvæði með banninu.

Mörg alvarleg slys hafa orðið á rafskútum og er sú ástæða að baki því að ekki verður hægt að leigja rafskútur lengur í París og einnig hafa borist kvartanir frá vegfarendum. Enn fremur má nefna að ökumenn þeirra nota ekki hjálma og fráleitt sé að börn innan við 12 ára aldur hafi mátt leigja þær. Hörð viðbrögð urðu fyrir tveimur árum þegar kona lést eftir að tveir einstaklingar á einni rafskútu óku hana niður.

Rafskútuleigur í París heyra sögunni til Öruggari leið

31 FÍB-blaðið
í gegnum Vaðlaheiðargöng
@veggjald.is Reykjavík Akureyri Seyðisfjörður Akureyri Víkurskarð 28 km Vaðlaheiðargöng 8 km Eyjafjörður 607 734
veggjald

Ekki þörf á að hækka bílprófsaldurinn hér á landi

Á fundi ráðherraráðs ESB í byrjun mánaðarins var rætt um tillögu framkvæmdarstjórnar um ökuskírteini sem m.a. felur í sér að bílprófsaldur verði 18 ár. Í þeim umræðum lýsti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sjónarmiðum Íslendinga þess efnis að ekki væri þörf á að hækka aldurinn hér á landi enda hafi Íslandi með markvissum hætti tekist að fækka umferðarslysum meðal yngri ökumanna en jafnframt liggur það ekki að öðru landi.

Á dögunum bauð Sigurður Ingi samgönguráðherrum Norðurlanda til fundar í Lúxemborg í aðdraganda fundar ráðherraráðs ESB á sviði samgöngumála. Þar voru rædd ýmis samgöngumál. Hefð hefur skapast fyrir því að ráðherrar Norðurlandanna fundi áður en ráðherraráð hittist.

Þar sem Ísland er í formennsku norrænu ráðherranefndarinnar boðaði Sigurður Ingi aðra til leiks að þessu sinni. Á þessum fundum gefst ráðherrum tækifæri að skiptast á skoðunum um stefnumótunarvinnu ESB á sviði samgöngumála og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Einnig var rætt um upplýsingaskipti um umferðalagabrot sem þýðir að hægt verði að innheimta fyrir umferðalagabrot þótt viðkomandi sé staddur í öðru landi.

32 FÍB-blaðið

Fleiri létust úr hópi gangandi og hjólandi en úr hópi ökumanna og farþega

Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þess.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1973 að fleiri látast úr hópi gangandi og hjólandi en úr hópi ökumanna og farþega og í fyrsta sinn frá árinu 1992 sem fleiri látast í þéttbýli en utan þéttbýlis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um slys í umferðinni árið 2022. Samkvæmt henni slösuðust 195 alvarlega í umferðinni í fyrra, 123 karlar og 72 konur. Tuttugu börn slösuðust illa á árinu og 97 slösuðust lítillega. Af þeim fyrrnefndu var 81 á reiðhjóli eða rafhlaupahjóli en 58 í fólksbíl. Alls slösuðust 176 á rafmagnshlaupahjóli, þar af 48 alvarlega.

Í skýrslunni segir að flest slys og óhöpp verði á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar og næst flest á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar annars vegar og hins vegar á hringtorginu í Hafnarfirði þar sem mætast Flatahraun, Fjarðarhraun og Bæjarhraun.

Þegar kemur að slysum með meiðslum verða þau flest á gatnamótum Miklubrautar og

Kringlumýrarbrautar og á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar.

„Íbúar Ísafjarðar og Grindavíkur eru þeir sem slasast mest í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum m.v. íbúafjölda á viðkomandi stað. Íbúar Borgarness, Akraness, Akureyrar og Selfoss standa sig talsvert betur árið 2022 heldur en árin á undan. Íbúar Borgarness standa sig best allra þetta árið en árið 2021 stóðu þeir sig verst allra,“ segir í skýrslunni.

Framlegningarspeglar

– Fljótlegt að festa vel og örugglega á upprunalegan spegil bílsins

– Stillanlegt á breidd eftir stærð kerru

– 39 cm löng gúmmíól til að festa spegil

Upprunalegi spegill bílsins nýtist einnig samt sem áður

Í pakkanum eru tveir speglar í hlífðarpokum sem auðveldar geymslu

FÍB verð 10.400 kr. - Fullt verð 13.000 kr.

33 FÍB-blaðið

BYD kynnir tvo nýja rafbíla fyrir Evrópu

Innkoma sem eftir er tekið Ekki er langt frá því að kínverski bílaframleiðandinn BYD tók ákvörðun um að fara á Evrópumarkað með rafbílaframleiðslu sína. Fyrir þá sem þekkja ekki til merkisins er um að ræða annan stærsta framleiðanda bílarafhlaða í heiminum og einn þann stærsta í framleiðslu fólksbíla, svo að hér eru engir aukvisar á ferðinni. BYD framleiddi fleiri en 900.000 rafbíla í fyrra en megnið af þeim bílum fór á heimamarkað.

Aukning í sölu rafbíla í Kína er einnig eftirtektarverð því að BYD tvöfaldaði næstum því sölu frá mars 2022 til sama tíma 2023, úr 104.338 í 206.089 bíla og er framleiðandinn langstærstur á þessum stóra markaði. Jepplingurinn BYD Atto3 kom fyrstur á markað í Evrópu 2022

og hefur verið vel tekið, enda um vel búna útgáfu að ræða í réttum stærðarflokki. Einnig eru komir á markað lúxusbíllinn Han og sjö sæta jepplingurinn Tang.

Fyrir skömmu var haldin stór blaðamannakynning í Barcelona þar sem hægt var að prófa nýju tegundirnar BYD Seal og Dolphin og einnig Atto3 fyrir Evrópumarkað. Kynningin hófst á hefðbundinni blaðamannakynningu á hótelinu og reynsluakstri á Atto3 í framhaldinu. Með þeim er BYD komið með fimm bíla í mikilvægustu stærðarflokkunum á markað á einu ári og segir það sitt um hversu mikil alvara er á bak við þessa markaðssókn framleiðandans.

BYD Atto3 er fyrsti bíll BYD á nýjum undirvagni merkisins sem kallast e-Platform 3.0. Sá vagn getur notað, framdrif, afturdrif eða fjórhjóladrif og notast bæði við 400 eða 800 volta rafkerfi. Atto3 fer þó varlega í sakir því að hann kemur með framdrifi og 400 volta rafkerfi. Það þýðir einnig að bíllinn er mjög rúmgóður. Með 60 kWst rafhlöðu er drægið 420 km og varmadælan er staðalbúnaður. Rafmótor, straumbreytir, hleðslubúnaður og stjórnbúnaður er í einni einingu sem fækkar raflögnum í bílnum og eykur afkastagetu hans. Það finnst jafnframt í akstri bílsins sem er mjög hljóðlátur og laus við straumhljóð sem einkenna suma rafbíla meira en aðra. Þótt reynsluakstur bílsins hafi verið

34 FÍB-blaðið

BYD Seal var hægt að prófa í sérstakri braut þar sem 3,8 sekúndna upptak bílsins var sannreynt og þrátt fyrir tveggja tonna þyngd er hann léttur í akstri og liggur sérlega vel eins og títt er um bíla með þessu byggingarlagi.

stuttur fór vel um þrjá blaðamenn í honum og er hann frískur og léttur í akstri. Stór miðjuskjár er allsráðandi í mælaborðinu og er bæði frískleiki og frumlegheit í farþegarýminu eins og sést til dæmis á hurðarhandföngum sem opnast með nettum snúningi. Búast má við að aðalkeppinautar Atto3 hérlendis séu bílar eins og Kia Niro EV, MG4 og VW ID.3.

Næstur í röðinni var fólksbíllinn BYD Seal. Ekki þarf annað en að horfa á bílinn til að sjá hver aðalkeppinautur hans er. Hann líkist talsvert Tesla Model 3 en er aðeins lengri, eða 4,8 metrar með 2.920 mm hjólhaf. Hann

er því aðeins rúmbetri en Model 3, einnig í farangursrými sem er samtals 455 lítrar. Hægt verður að fá bílinn bæði í 308 hestafla útgáfu með afturdrifi eða í fjórhjóladrifinni útgáfu sem skilar alls 523 hestöflum. Blaðamenn gátu reynsluekið bílnum á sérstakri kappakstursbraut í nágrenni Barcelona.

Á einni brautinni var hægt að prófa upptak bílsins, sem er 3,8 sekúndur í 100 km hraða. Óhætt er að segja að hann stóðst vel uppsettar kröfur þar sem langflestir sem prófuðu hann fóru á þessum tíma um brautina. Einnig var hægt að reyna bílinn á

BYD Atto3 verður eflaust helsti sölubíll framleiðandans hérlendis en hann er boðinn frá 5.980.000 kr.

sérstakri svigakstursbraut með bæði kröppum og lengri beygjum. Þar lét hann ljós sitt skína enda bæði léttur og nákvæmur í stýri og liggur einstaklega vel. Enga síðri athygli hversu BYD Seal er vel búinn og að flottur frágangur er á öllu innandyra. Frágangurinn jaðrar við það sem maður sér í góðum lúxusbíl. Fyrir miðju er stór 15,6 tommu snertiskjár sem hægt er að snúa þversum eða langsum með rafstýringu. Flestum aðgerðum, sem sem og miðstöð og öðru svipuðu, er stjórnað af miðjuskjánum.

35 FÍB-blaðið

Hægt var að skoða e-Platform 3.0 undirvagninn á sérstökum bás meðan beðið var eftir kaffinu.

Ef til vill er það best við bílinn að hann notar Blade-rafhlöðuna sem gefur honum drægi upp á 570 km í afturhjóladrifnu útgáfunni. Til að útskýra aðeins þessa rafhlöðu er BYD fyrsti framleiðandinn til að setja sellurnar beint í rafhlöðuna, í stað þess að pakka þeim í einingar fyrst. Það þýðir að meira drægi fæst út úr henni og tekur hún minna pláss svo að munar allt að 50%. Einnig eru rafhlöður BYD lausar við kóbalt, svokallaðar lithíum/járnfosfat (LFP) rafhlöður. Þær eru ódýrari í framleiðslu, endast betur og eru líka öruggari við hleðslu. Blade-rafhlaðan er í öllum bílum BYD óháð undirvagni og einnig fleiri tegundum rafbíla eins og Toyota bZ3.

Síðastur í röðinni var Dolphin-smábíllinn sem er væntanlegur á markað innan skamms. Helmingur kappakstursbrautarinnar var notaður fyrir kynninguna á honum og í enda hennar hafði verið komið fyrir sérstökum hemlunarkafla. Þar áttu blaðamenn að reyna nauðhemlun um leið og sveigt var frá hindrunum til að prófa stöðugleika bílsins. Rýmið vakti þó einkum eftirtekt enda er hjólhaf bílsins eins og í bílum í næsta stærðarflokki fyrir ofan. Farangursrýmið er einnig rúmgott og státar af 345 lítrum að lágmarki. BYD Dolphin mun koma með sömu 60 kWst rafhlöðu og Atto3 á Evrópumarkaði þótt hann noti minni rafhlöðu á heimamarkaði. Sú gerð hans gæti einnig komið á markað í Evrópu á seinni stigum og þá eflaust á góðu verði eins og aðrir BYD bílar. Umboðið á Íslandi er Vatt ehf í Skeifunni.

BYD Dolphin er væntanlegur á Evrópumarkað í þessum mánuði og verður spennandi að sjá hvað hann kemur til með að kosta í samanburði við keppinauta eins og Peugeot e-208.

36 FÍB-blaðið

Með Heimahleðslu ON í áskrift greiðir þú lága upphæð mánaðarlega og hleður rafbílinn þinn áhyggjulaus. Settu Heimahleðslu ON á dagskrá á næsta húsfélagsfundi og leyfðu okkur að leysa úr flækjunni!

37 FÍB-blaðið
Nánari upplýsingar á on.is/heimahledsla

Rétt

ryðvörn er mikilvægasti

þáttur í

viðhaldi og endingu

bílsins

„Rétt ryðvörn gefur betri endingu og endursöluverð á notuðum bílum, að því tilskildu að þeir komi reglulega í ástandsskoðun en þannig má halda honum eins ryðlausum og hægt er. Oft er sagt að bílar komi með verksmiðjuryðvörn en hún er aðeins málningin sem er undir bílum. Þó er til að sumir bílar sem eru með vax inni í burðarbitum. Allir bílar ryðga en spurningin hvar hann er á landinu þeir eru. Bílar sem eru í miðborg Reykjavíkur og fara Suðurnesin, út á Keflavíkurflugvöll, fara verst að mínu mati,“ segir Smári Hólm Kristófersson, stofnandi og eigandi fyrirtækisins Prolan bílaryðvörn.

Óeðlilega mikil endurnýjun er á bremsubúnaði og öllum slitbúnaði undir bílum. Ryð getur farið illa með þá. Að lokum nær það að vinna sig inn um stálið og brjótast út með tilheyrandi vanda og kostnaði. Ryðvandamál er eitt af helstu ágreiningsefnum vegna kaupa á notuðum bílum. Því er mikilvægt að skoða bíla vel áður en gengið er frá kaupum.

Traust er þó að sjá miða í honum með merki Prolan bílaryðvarnar hjá Smára Hólm.

Ein algengasta athugasemdin við skoðun á notuðum bílum er tæring eða ryð í undirvagni. Þetta kemur niður á endursöluverði bílsins enda er gott að vera með hann í reglulegri ástandsskoðun hjá Smára Hólm sem er fagmannleg fyrir endingu bílsins. Á Íslandi er salti og pækli dreift á göturnar yfir vetrartímann en það stórskemmir bíla.

Grindur og kramið fara mjög illa þegar þessir hlutar eru ekki ryðvarðir Það er margbúið að sanna sig að ryðvörn er mikilvægur þáttur í umhirðu og rekstri bílsins á allan hátt. Bílar sem ekki fara í rétta ryðvörn munu ryðga fyrr en hinir. Nokkur umboð láta þó ryðverja alla bíla og láta ekki verksmiðjuryðvörnina duga. Að kaupa bíl fyrir fleiri milljónir en spara sér ryðvörnina er bara fáranlegt. Margir sérfræðingur eru sammála um að verksmiðjuryðvörnin virkar ekki hér á Íslandi,“ segir Smári Hólm í viðtali við FÍB-blaðið.

FÍB FÉLAGSMENN HAFA AÐGANG AÐ FÍB AÐSTOÐ ALLAN

SÓLARHRINGINN 365 DAGA ÁRSINS Í SÍMA 5 112 112

Rafmagn

Ef bíllinn er straumlaus þá mætum við á staðinn og gefum rafmagn.

Bensín Verði bíllinn eldsneytislaus komum við með 5 lítra af eldsneyti. Greiða þarf fyrir eldsneytið.

Dekk

Ef dekk springur og eða dekkjaskipti eru vandamál, t.d ef vantar tjakk eða felgulykil kemur aðstoðin til hjálpar við að skipta.

Dráttarbíll

Stoppi bíll vegna bilunar þá flytjum við bílinn á næsta verkstæði félagsmanni að kostnaðarlausu.

Hleðsluflutningur

Orkulaus rafbíll er ekkert vandamál þar sem félagsmenn fá frían flutning heim eða á næstu hleðslustöð.

38 FÍB-blaðið
Smári Hólm Kristófersson, stofnandi og eigandi fyrirtækisins Prolan bílaryðvörn. Ein algengasta athugasemdin við skoðun á notuðum bílum er tæring eða ryð í undirvagni.

Rússar framleiða rafbíla

Rússneski bílaframleiðandinn MotorInvest ætlar að hefja framleiðslu á þremur nýjum gerðum af rússneskum rafbílum undir vörumerkinu Evolute á öðrum ársfjórðungi 2023 samkvæmt upplýsingum frá rússnesku fréttastofunni TASS.

Rafknúinn krossbíll Evolute i-Jet og rafknúinn smábíll Evolute i-Van eru meðal nýrra gerða. Nafnið á einum crossover í viðbót hefur ekki enn verið gefið upp af fyrirtækinu. Verksmiðja Motorinvests er í Lipetsk, borg um miðja vegu milli Moskvu og Maríupol við Svartahafið.

Athygli vekur að þessi framleiðsla fari fram um þessar mundir þegar efnahagur í Rússlandi stendur illa. Hundruð erlendra fyrirtækja hafa hætt starfsemi í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Bílaframleiðandinn er aftur á móti mjög bjartsýnn á framhaldið og þegar hefur verið tilkynnt um þrjár nýjar gerðir á markaðnum á þessu ári. Árið 2022 var sala Evolute í Rússlandi alls 452 bifreiðar en fyrirtækið hóf sölu undir lok ársins. Framleiðsla síðasta árs nam alls 1.700 bílum. Spár fyrir þetta ár gera ráð fyrir að fyrirtækið muni selja 6.000 bíla, 12.000 bíla á því næsta og 15–18.000 bíla árið 2025. Nú þegar eru tvær gerðir rafbíla framleiddar í verksmiðjunni, Evolute i-Pro fólksbíllinn og i-Joy crossover. Báðar gerðirnar eru einungis seldar á rússneska markaðnum.

Bílasala 12% meiri en á sama tíma í fyrra

Bílasala hefur verið með ágætum það sem af er þessu ári. Fyrstu 22 vikur ársins voru alls 8.453 nýskráningar fólksbifreiða. Á sama tíma í fyrra voru þær 7.571 svo að aukningin nemur 12%. Hlutdeild bílaleigubíla er 52,9% en til almennra notkunar 46,5% og hefur þessi munur lítið sem ekkert breyst á milli ára. Rafbílar eru langvinsælastir, samtals nærri 40 prósent af seldum bílum, og er hlutfall nýrra rafmagns-, tvinn- og tengiltvinnbíla 78%.

Þegar sala yfir einstaka mánuði er skoðuð rauk sala nýrra bíla upp í maí, miðað við sama mánuð í fyrra. Salan jókst þá um nærri fimmtán prósent. Aukningin er enn meiri í sölu til

einstaklinga. Alls voru keyptir 695 nýir bílar í maí, samanborið við 511 í fyrra. Það er rúmlega 36 prósenta aukning.

Fyrstu 22 vikur ársins seldust alls 3.263 hreinir rafmagnsbílar en yfir sama tímabil á síðasta ári voru þeir 2.153. Hlutdeild þeirra í heildarsölunni nemur tæp 40%. Hybrid-bílar koma í öðru sæti en alls seldust slíkir 1.821 bílar fyrstu 22 vikur ársins. Bensínbílar koma næstir með 1.231 nýskráningar og hefur aðeins aukist á milli ára. Alls hafa 1.186 dísilbílar selst það sem af er árinu og 950 tengiltvinnbílar.

Flestar nýskráningar eru í Toyota, alls 1.683 sem gerir um 19,9% hlutdeild á markaðnum. Tesla er í öðru sæti með 1.179 bíla og Kia með 1.133. Framangreind bílamerki skera sig nokkuð úr því Dacia kemur í fjórða sæti með 611 bíla.

Fróðlegt verður að fylgjast hvernig markaðurinn þróast á næstu mánuðum en margir sjá fyrir sér að hægja muni á sölunni þegar inn í sumarið er komið. Merki um það voru farin að sjást strax fyrstu dagana í júní. Háir vextir og verðbólga hafa töluverð áhrif á þá sem eru að kaupa ökutæki á lánum, þó að þau hafi ekki sést á tölum yfir bílasölur í maímánuði.

39 FÍB-blaðið

Samið um malbikun upp á 1,7 milljarða

Samið hefur verið við Colas Ísland um malbikun á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi árin 2023 og 2024 með möguleika á framlengingu um eitt ár. Skrifað var undir samninginn fyrr í vikunni að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Heildarvirði samningsins er um 1,7 milljaðar eða um 855 milljónir á ári. Verði samningurinn framlengdur hækkar heildarvirði hans í 2,5 milljarða.

Fyrr á þessu ári bauð Vegagerðin út þrjú verk á Evrópska efnahagssvæðinu, sem skiptust í malbikun á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi fyrir árin 2023 og 2024. Þrjú tilboð bárust í öll verkin frá þremur innlendum verktökum. Colas Ísland reyndist bjóða lægsta verðið í öllu þremur tilvikum, sem voru um 97–103% af kostnaðaráætlun, auk þess að uppfylla önnur skilyrði útboðsins.

Áætlað er að vinna hefjist um miðjan maí og verði lokið fyrir 1. ágúst í ár og á næsta ári.

Helstu magntölur samanlagt útboðanna þriggja eru:

126.800 m2 í útlagnir, 113.400 m2 í fræsingar, 20.500 m2 í hjólfarafyllingar og 54.375 m í yfirborðsmerkingar

FÍB-blaðið veggjald@veggjald.is veggjald.is Greiðið veggjaldið innan 24 klst. á Reykjavík Akureyri Seyðisfjörður Akureyri Víkurskarð 28 km Vaðlaheiðargöng 8 km Eyjafjörður 607 734

Tesla er stærsti hreini rafbílaframleiðandi í heimi

Árið 2022 seldust fleiri en 10 milljón rafbílar og tengiltvinnbílar í heiminum, þar af voru um 60% seldir í Kína. Söluaukningin var 55% miðað við 2021. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Alls voru 14% allra seldra nýrra bíla rafknúnir árið 2022, um 9% árið 2021 og innan við 5% árið 2020.

Kína er með um 60% af rafbílasölu á heimsvísu. Meira en helmingur rafbíla í umferð um allan heim er nú í Kína og landið hefur þegar farið yfir 2025 markmiðið um sölu á nýorkubílum. Í Evrópu, næststærsta markaðnum, jókst rafbílasala um rúmlega 15% árið

gera ráð fyrir að salan fari í 14 milljón rafbíla í ár en það samsvarar 35% aukningu á milli ára. Hátt olíuverð og hvatar á landsvísu munu hjálpa til við að efla sölu.

Mikil samkeppni er á rafbílamarkaðnum. Vaxandi fjöldi nýrra aðila, einkum í Kína en einnig frá öðrum markaðssvæðum, bjóða nýja rafbíla á viðráðanlegra verði. Metnaður stóru bílaframleiðandanna á rafbílamarkaði eykst stöðugt. Allt tengist þetta vaxandu fjárfestingum og samþættingu við rafhlöðuframleiðslu og öflun hráefna til framleiðslunnar.

Framboð tegunda og gerða rafbíla

Tesla er stærsti hreini rafbíla-framleiðandi í heimi með yfir 1,3 milljón bíla selda árið 2022. Tesla Model 3 er mest selda rafbílagerðin. Næst þar á eftir kemur BYD sem seldi um 900 þúsund hreina rafbíla 2022. Séu teknir saman hreinir rafbílar (BEV) og tengiltvinnbílar (PHEV) er BYD með mesta sölu eða hátt í 1,9 milljón selda bíla árið 2022. Í þriðja sæti kemur VW Group og þá Genereal Motors með dótturfyrirtækinu Wuling.

Framleiðsla BYD á fullknúnum rafbílum hefur aukist jafnt og þétt Framleiðsla BYD á fullknúnum rafbílum hefur aukist jafnt og þétt og var aukningin á raftengdum bílum hvorki

2022 en meira einn af hverjum fimm seldum bílum var rafknúinn. Sala á rafbílum í Bandaríkjunum, þriðja stærsta markaðnum, jókst um 55% árið 2022 og náði 8% söluhlutdeild.

Hátt olíuverð og hvatar á landsvísu munu hjálpa til við að efla sölu

Í ár er gert ráð fyrir góðri rafbílasölu. Yfir 2,3 milljónir rafbíla seldust á fyrsta ársfjórðungi sem er um 25% meira en á sama tímabili í fyrra. Áætlanir IEA

hefur stóraukist á liðnum árum. Fjöldi mimunandi rafbílagerða fór yfir 500 árið 2022 sem er tvöföldun miðað við 2018. Fjöldi rafbílategunda í dag er enn umtalsvert minni en fjöldi brunahreyfilsbíla á markaði.

Framboð á hefðbundnum brunahreyfilstegundum hefur jafnt og þétt dregist saman frá því að það náði hámarki um 2015.

meira né minna en 211% frá 2021–2022 samkvæmt tölum frá EV volumes í Svíþjóð.

BYD er nýr og spennandi valkostur á íslenska rafbílamarkaðnum. Vatt bílaumboð í Skeifunni 17 er umboðsaðili hér á landi. Gera má ráð fyrir að BYD muni að óbreyttu ná hylli neytenda hér á landi líkt og á alþjóðlegum rafbílamarkaði. BYD er einnig einn stærsti framleiðandi drifrafhlaðna fyrir rafbíla í heimsmarkaði.

41 FÍB-blaðið
Um 11.000 manns starfa í Tesla Gigafactory í Nevada sem nær yfir 1300 hektara svæði .

Lexus RX 450h+

Fyrsta kynslóðin af RX Lexus kom í sölu í Evrópu 1998 en ári áður hafði bíllinn fengið góðar viðtökur í Asíu undir nafninu Toyota Harrier sem var um leið fyrsti lúxusjepplingurinn (e. crossover) sem kom á markað í heiminum. Bílnum var strax vel tekið og seldist fyrsta kynslóðin í yfir 400.000 eintökum sem skilaði bílnum í fyrsta sæti yfir þá mest seldu af Lexustegundinni og heldur þeim titli enn í dag. Nú 24 árum síðar hefur fimmta kynslóðin verið kynnt til sögunnar og hefur bíllinn verið endurhannaður frá grunni með nýja drifrás, útlit og undirvagn.

Nýi RX bílinn er hannaður alveg frá grunni, hann jafn langur og forveri sinn en nú með aukið hjólhaf um 60mm og 25mm breiðari. Nýi bíllinn er einnig um 90 kg léttari með stífari undirvagn.

Útlit

Liturinn á bílnum, sem fenginn var til reynsluaksturs, verður seint talinn hefðbundinn en fór honum þó einstaklega vel enda hefur þessi litur verið ráðandi í fjölmörgum kynningarmyndum frá Lexus. Ekki eru allir sammála um hvernig skuli flokka hann en meðal skilgreininga eru fölbleikur, brons, kopar og þar fram eftir götunum. Samkvæmt framleiðenda er þetta koparbrúnn litur. Eins og fyrr segir er búið að hanna RX-bílinn alveg frá grunni og er hann jafnlangur og forveri sinn

en nú með aukið hjólhaf um 60 mm og 25 mm breiðari. Nýi bíllinn er einnig um 90 kg léttari með stífari undirvagn.

Það mætti segja að hönnuðir hafi tekið eitt skref til baka þegar kom að hönnun fimmtu kynslóðarinnar sem er ívið íhaldssamari og klassískari en fjórða kynslóðin. Stórt grill er enn til staðar en virðist þó vera í undanhaldi og smekklegar 21“ felgurnar fylla vel út í hjólaskálarnar. Afturljósin tengjast saman í grannri ljóslínu eins og í flestum nýrri bílum í dag. Merkingar eru lágstemmdar og ekkert Lexus-einkennismerki er

sjáanlegt fyrir utan stafina sem raða sér fyrir miðju afturhlerans. Heilt á litið er hönnunin laus við dramatík og mun án efa eldast ágætlega fyrir vikið.

Innra rými

Eins og við má búast af bíl í þessum verðflokki er gott efnisval í innréttingum og hönnun umhverfis ökumann og farþega er vel útfærð. Svartur litur var allsráðandi í hólf og gólf. Leður var á sætum og slitflötum og voru framsætin skilin af með voldugum miðjustokki. Þeir sem þekkja til Toyota eða Lexus eru

43 FÍB-blaðið
Hönnunin er laus við dramatík og mun án efa eldast ágætlega fyrir vikið. Upplýsingaflæði í mælaborði er mikið og getur jafvel verið yfirþyrmandi fyrst um sinn.

fljótir að komast upp á lagið með stjórntækin. Auðvelt er að átta sig á flestum aðgerðum og rata í rétta hnappa.

Reynsluakstursbíllinn er í raun búinn þremur upplýsingaskjám, þ.e. 7“ mælaborðsskjá, 14“ margmiðlunarskjá fyrir miðju mælaborðs og síðan sjónlínuskjá í framrúðu (e. HUD). Sá síðastnefndi sýnir helstu upplýsingar eins og

hraða en einnig er hann með meira af gagnvirkum aðgerðum en ökumenn hafa vanist til þessa. Í honum er hægt að láta ýmsar upplýsingar

birtast sem tengjast stjórntökkum í stýri. Þannig eru takkarnir í stýrinu forritanlegir með ýmsar stillingar og sýnir skjámyndin hvar þumlarnir eru staddir á tökkunum áður en ýtt er á þá. Þetta venst ágætlega og

gerir ökumanni kleift að líta aldrei niður. Hins vegar var skjárinn ekki nægjanlega skýr við notkun með Polorized-sólgleraugum.

Eins og með ytra útlit er hönnun á innra rými íhaldssöm. Tveir glasahaldarar í miðjustokki og stórt geymslubox. Gott rými er fyrir farþega í aftursætum sem eru á sleða og hægt að halla fyrir lengri ferðir. Þá er einnig hægt að stjórna hitastigi og hita eða kæla aftursætin. 461 lítra skottið er þokkalegt en heldur smærra en sambærilegir bílar í þessum stærðarflokki. Allar útgáfur hafa dráttargetu upp að tveimur tonnum með hemlaðan eftirvagn.

Akstur

Reynsluakstursbíllinn er tengiltvinnútgáfa (PHEV) sem þýðir

að hann er búinn með 185 hestafla, 2,5 lítra bensínmótor og síðan 185 hestafla rafmótor sem fær rafmagnið frá 18 kWh líþínrafhlöðu sem er hlaðanleg í heimahleðslu. Samtals skilar þetta bílnum tæplega 310 hestöflum með hröðun upp á 6,5 sekúndur í 100. Hægt er að velja um nokkrar akstursstillingar hvort sem það er eingöngu á rafmagni, eldsneyti eða blöndu beggja og er uppgefin drægni á fullri hleðslu 69 km WLTP en þar spila aksturslag og ytri aðstæður mikið inn í.

Akstur er þíður og átakalaus þar sem rafmagns- og bensínmótorar vinna sérstaklega vel saman ásamt góðri hljóðeinangrun. Ekki er mikið um karakter í bílnum eins og finna má í evrópskum lúxusjepplingum í sama flokki sem sumir hverjir eru stífari og

44 FÍB-blaðið

öflugri. Bíllinn ber 21“ felgurnar vel og bíllinn er stöðugur á vegi og leitar lítið í hjólför. Dekkin sem koma undir bílnum mættu grípa betur í bleytu en skriðvörn þurfti að grípa inn í á stöku stað í krefjandi akstri.

2,5 lítra vélin í bílnum er fjögurra strokka og svo þýðgeng að ökumaður og eða farþegar verða tæpast varir við hvort ekið sé á eldsneyti eða rafmagni. Það hefur því miður verið lenska hjá öðrum framleiðendum að para grófgengari þriggja strokka vélar við rafmótora sem síðan veldur víbring og grófari skiptingum á milli vélar og rafmagns.

Eins og búast má við er bíllinn hlaðinn ýmsum öryggisbúnaði til að gera aksturinn öruggari og skoraði bíllinn til að mynda 5 stjörnur í árekstrarprófunum með um og yfir

45 FÍB-blaðið
461 lítra skottið er þokkalegt en heldur smærra en sambærilegir bílar í þessum stærðarflokki.

90% í öllum öryggisflokkum. Deila má um hvort allur þessi búnaður sé af hinum góða þar sem ýmsar viðvaranir hljóma við minnstu tilefni. Þrátt fyrir að slökkt sé á tilkynningum þarf að endurtaka leikinn í upphafi hvers aksturs. Samkvæmt framleiðenda er útfærsla viðkomandi öryggisbúnaðar í takt við þær kröfur sem eru gerðar til bílaframleiðenda varðandi öryggi og það sem koma skal í öllum nýjum bifreiðum sem seldar verða í Evrópu.

Öflug hleðslubremsa er í bílnum og hægt að stjórna henni á auðveldan hátt með flipum fyrir aftan stýrið. Virkni hennar kemur best fram í akstri innanbæjar þar sem bíllinn nemur aðra bíla fyrir framan og heldur fyrir fram ákveðinni fjarlægð. Því miður er virknin ekki jafn góð þegar slegið er

af í akstri og beita þarf bremsunum í auknum mæli.

Við upphaf aksturs var bíllinn fullhlaðinn og fyrri hluti prófunarinnar fór fram eingöngu á rafmagni. Bíllinn á auðvelt með að skila öllum verkefnum frá sér án þess að þurfa að ræsa upp bensínmótorinn enda er rafmótorinn 185 hestöfl og getur fræðilega séð ekið upp í allt að 135 km/h. Það kom skemmtilega á óvart hve lág eyðsla á bílnum var eftir að drifrafhlaðan tæmdist en eftir um 150 km þjóðvegaakstur stóð mælirinn í 6,5 lítrum sem er nokkuð gott með tilliti til stærðar og þyngdar á bílnum.

Þrjár útgáfur eru af RX Lexus sem eru 350h (HEV) sem er eins og 450h+ (PHEV) útgáfan nema

hann er ekki með möguleika á að stinga í samband og er 60 hestöflum lakari en 450h+ bíllinn. Lítill verðmunur er á milli þessara tveggja bíla sem er tilkomið vegna skattaívilnana á tengiltvinnbílum. Síðan er það toppútgáfan 500h (Performance Hybrid), hún er útbúin 2,4 lítra túrbómótor sem skilar 268 hestölfum og er paraður við tvo rafmótora. Saman skila þeir 371 hestöflum með hröðun upp á 6,2 sekúndur í hundraðið. Það sem er kannski eftirsóknarverðast í F-Sport bílnum er DIRECT4 drifbúnaður þar sem aflinu er stýrt á milli fram og afturhjóla í takt við breytingar á akstri, ekki gafst tími til að prófa bíl með þessum búnaði en hann hefði án efa bætt veggrip og gefið sportlegri aksturseiginileika en 450+ útgáfan. Hver og einn þarf að meta

46 FÍB-blaðið

hvort það sé þess virði að bæta við nokkrum miljónum til að fá DIRECT4, þá sérstaklega með tilliti til þess að tapa hleðslumöguleikanum (PHEV) sem er í 450+ og þá eykst hröðunin í hundrað ekki um nema 0,3 sekúndur.

Niðurstaða

Af þeim útfærslum sem eru í boði er 450+ líklega eftirsóknarverðust þar sem bíllinn sameinar kosti rafbíls og eldsneytisbíls mjög vel. Samkvæmt sölumönnum eru væntanleg smáforrit til að tengjast bílnum þar sem ýmsar upplýsingar um hann koma fram ásamt því að hægt verður að forstilla ákveðinn hita í farþegarými bílsins þegar komið er inn í hann. Í heildina stendur Lexus RX 450+ vel undir nafni og er nýjasta útfærslan vel heppnuð.

Hann mun líklega höfða meira til þeirra sem eru að leita að þéttum lúxusbíl sem fer vel með ökumann og farþega bæði innanbæjar og úti á landi. Mikil samkeppni er í þessum flokki, sérstaklega þegar kemur að samanburði á afli og aksturseiginleikum. Í þessari umfjöllun er ekki kafað djúpt í allan þann búnað sem býðst enda er listinn veglegur og hvetur undirritaður áhugasama um að taka sér góðan tíma í að skoða og bera saman útbúnað áður en kaupákvörðun er tekin.

Björn Kristjánsson

Efnisval í innréttingum er gott og hönnun í kringum ökumann og farþega vel útfærð

Verð frá: 14.690.000 kr.

Afl: 250 - 371 hestöfl

Tog: 330 / 660 nm

Eyðsla bl. ak WLTP: 1,1 - 8,3

Farangursrými: 461 lítrar

L/B/H: 4890/2210/1695 mm

Hjólhaf: 2850 mm

Eigin þyngd: 1965 - 2240 kg

Dráttargeta hemlað: 2000 kg.

47 FÍB-blaðið
Lexus RX 2023 Útlit, eyðsla Skottpláss, afl

Fólksbíladekk

Sumardekkjaprófun

Motor, blað Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, vann og hafði umsjón með sumardekkjakönnuninni 2023 eins og undanfarin ár. Í könnuninni ár voru prófuð 18 tommu dekk, alls átta tegundir af stærðinni 245/50 R18. Dekkin henta mörgum bílgerðum, bæði rafknúnum og með brunavél. Með tímanum virðist sem sífellt fleiri nýir bílar notist við stærri dekk en áður. Með þessari stærð er farið inn í dekkjahlutann sem kallast UHP – Ultra High Performance. Þar eru aksturseiginleikar settir í forgang, með aukinni áherslu á gripstig og akstursupplifun. Jafnframt er um að ræða dekk sem hafa verið þróuð með venjulega bíla í huga, bæði í millistærð og rúmbetri skutbíla.Tveir Audi A4 Avants með sjálfskiptingu voru notaðir í könnuninni. ABS kerfið var í gangi og með skriðvörn svo að finna mætti betur fyrir jafnvægi dekkjanna.

Sumardekkjaprófunin að þessu sinni var gerð á ökuprófanasvæði í spænska bænum Santa Cruz de la Zara í Toledo-héraði skammt frá höfuðborginni Madríd. Meðan á prófunum stóð var veðrið sérlega gott, sól skein í heiði og hitastigið fór yfir 20 gráður. Veðrið var sem sagt eins og besti sumardagur í norðurhluta Evrópu. Prófunarsvæðið í Santa Cruz de la Zara þykir sérlega gott og býður upp á það besta í þessum efnum.

Prófanir tóku sex daga með fjölda endurtekinna prófana. Akstursbrautin er fjögurra akreina og um 7,2 km. Þarna er um að ræða nýjustu prófunaraðstöðu bílaiðnaðarins. Á 3.000 hektara landssvæði hafa tíu mismunandi brautir verið reistar með eitt markmið í huga, að prófa dekk.

Brautin heitir Hakka Ring og á svæðinu eru frábærar aðstæður til að ná sanngjörnum og jöfnum prófunarskilyrðum.

Sérfræðingar í prófunum höfðu frjálsar hendur til að komast að raun um hvernig mismundandi dekk bregðast við óvæntum aðstæðum sem geta komið upp í akstrinum. Enn fremur voru framkvæmd óvæntar uppákomur sem geta komið upp í akstri. Allt var þetta gert í þeim tilgangi að komast að raun um gæði hvers dekks fyrir sig. Prófanir eiga einnig að leiða í ljós hvernig ökumaðurinn upplifir dekkin í daglegri notkun og þá ekki síst með öryggi í huga.

Þegar upp var staðið kom fáum á óvart og þekktustu dekkjamerkin þóttu skara fram úr. Samkeppnin á þessum markaði er hörð og

48 FÍB-blaðið
Hakka Ring hjá Santa Cruz de la Zara í Toledo-héraði á Spáni

Sumardekkjaprófun 2023

dekkjaframleiðendur leggja allt í sölurnar og bjóða eins góða vöru og frekast er kostur. Þekktir dekkjaframleiðendur röðuðu sér í efstu sætin hvað gæði snertir. Það á ekki að koma á óvart þar sem það rímar við margar undanfarnar kannanir. Eigi að síður koma reglulega inn á markaðinn ný dekk sem geta verið jafn álitlegur kostur en það þarf alls ekki að vera í öllum tilfellum.

Goodyear Eagle F1 Asymmetric 6 varð í efsta sæti í könnuninni að þessu sinni með 93 stig og með mjög góða dóma. Beygjugrip dekksins á blautu malbiki þótti þá einstaklega gott og viðnám við sömu aðstæður. Ástæðurnar voru að mjúk blanda dekksins veitir þægindi og öryggi og veghljóð hefur milda tíðni óháð yfirborði. Dekkið fékk hæstu einkunn í hverri einustu prófunargrein sem gefur því góðan sigur í sumardekkjaprófuninni.

Michelin Pilotsports hreppti annað sætið með 90 stig. Dekkið heldur miklu gripi á blautu malbiki og við hemlun. Það virðist algjörlega vera ónæmt fyrir hitamyndun og almennt hafa fá veikleikamerki.

Í þriðja sæti lenti Nokian Hakka Black 3 með 83 stig. Þetta dekk kom vel út úr bremsuprófunum og var með allra stystu stöðvunarvegalengdina, bæði á blautum og þurrum vegum. Stýrisnákvæmni dekksins þótti aftur á móti veikari en hjá öðrum í prófinu. Nokian var með lægsta hljóðstigið, sérstaklega á grófari vegum. Stuttar hemlunarvegalengdir og mikil þægindi gera Hakka Black að frábæru hversdagsdekki sem hentar langflestum.

Kínverska dekkið Sunfull SF-888 (M+S) fékk lægstu einkunnina í þessu prófi, alls 42 stig. Dekkið þykir ekki gott á blautum vegum og hemlunarvegalengdirnar eru heldur ekki góðar. Dekkið þótti viðkvæmt fyrir yfirborðinu.

Í prófinu var notaður viðmiðunarhjólbarði til að ganga úr skugga um hvort einhverjar ytri kringumstæður hafi áhrif á grip dekksins. Ekkert dekk getur verið best í öllum þeim þáttum sem skoðaðir eru í prófinu.

Þegar staðið er frammi fyrir því hvaða hjólbarðar verða fyrir valinu þarf ekki endilega að velja þá sem skoruðu einna hæst í könnunni, miklu heldur hvaða tegund hentar þínum þörfum, aðstæðum og efnahag. Í könnun Motor kemur fram að í vissum tilfellum gæti reynst sparnaður að velja ódýrari dekk frekar en úrvalsdekk. Þeir aðilar sem unnu könnunina báru ekki saman verð á þeim. Þau eru afar mismunandi milli söluaðila og hafa áhrif á söluherferðir og hvaða árstíðir eru í gangi.

Tveir Audi A4 Avants með sjálfskiptingu voru notaðir í könnuninni.

EVRÓPSKAR MERKINGAR Á DEKKJUM

Öll dekk sem eru seld í Evrópu skulu bera upplýsingar um eldsneytiseyðslu, grip í bleytu og veggný sem er mældur fyrir utan bílinn. Á upplýsingamiða sem fylgir dekkinu skal einnig vera QR kóði sem hægt er að skanna og komast þannig inn á heimasíðu sem hefur enn ítarlegri upplýsingar um viðkomandi dekk. Einkunn er uppgefin í bókstöfum þar sem A er best og G er verst.

Eldsneytiseyðsla er mæld með tilliti til viðnáms á viðkomandi dekki. Bestu dekkin með lægsta viðnám fá einkunnina B, en önnur fá C til E. Megin reglan er sú að 0.1 lítri á hverja 100 kílómetrum aðskilur hvern staf fyrir sig. Á rafbílum er 15 kílómetrar milli stafa.

Veggnýr er mældur hávaði fyrir utan bíl þegar honum er ekið fram hjá mæli. Hátalaratákn hefur þrjár línur og merkir ein lína að hljóðmengun sé að lágmarki þremur desíbelum undir viðmiði sem var notast við 2016, tvær línur þýðir að hljóðmengun sé á pari við 2016 viðmiðið. Síðan eru þrjár línur sem merkja að hávaði frá dekkjunum sem er svipaður og þau gildi sem var miðað við 2001.

Vetrarmerking sýnir getu dekks til að aka í vetraraðstæðum. Fjall með snjókorni gefur til kynna að dekkið sé hæft við vetraraðstæður í mildara loftslagi. Fjall með snjótopp þýðir að dekkið sé betur fallið til aksturs við erfiðari vetraraðstæður.

HP eða UHP dekk?

„High Performance“ (HP)

Grip á blautu malbiki er miðað við hemlun frá 80 km/h niður í 0. Frá A til B munar 3 metrum, B til C munar auka fjórum metrum og þá hefur E 12 metra eða lengra umfram A. Þau dekk sem bera F merkingu eru síðan komin í 18 metra eða lengra. Einnig má miða við eina bíllengd milli stafa (um 3-6 metrar).

Kostir: Lágur veggnýr, lengri líftími, eyðslugrennri, hljóðlát og örugg undir álagi

Ókostir: Minna grip en UHP dekkin, ekki jafn gott viðbragð í stýri Fyrir hvern? Almenna notendur sem vilja þægileg og örugg dekk á góðu verði.

„Ultra High Performance“ (UHP)

Kostir: Mjög gott grip á blautu yfirborði, skemmtilegri bíll sem bregst betur við.

Ókostir: Minni þægindi og aukin veggnýr, eyðslufrekari með skemmri líftíma

Fyrir hvern? Alla sem vilja ná fram bestu aksturseiginleikum bílsins og hámarka grip í krefjandi akstri. Þá bregst bíllinn betur við í stýri.

Mikilvæg atriði í prófuninni

Hemlun

Blautt malbik er yfirleitt hættulegasta sumarfærið og veggrip dekkja í bleytu er þar af leiðandi mismikið. Sum eru hreinlega flughál í bleytu meðan önnur hafa tryggt grip bæði í akstri og í hemlun. Gott veggrip í bleytu er mjög mikilvægur eiginleiki og þess vegna vegur akstur og hemlun í bleytu þyngst. Einkunnir hvers hjólbarða eru reiknaðir út frá meðaltali allra mælda hemlunarvegalenda á þurru annars vegar og blautu malbiki hins vegar.

Veggrip

Veggrip hjólbarðanna er metið með því að mæla brautartíma aksturs eftir votri akstursbraut. Aksturinn og mælingarnar eru margar og endurteknar og margir ökumenn annast hann. Brautin er fjölbreytt og krefst hröðunar og hemlunar en einnig eru krappar beygjur á henni. Einkunn hvers hjólbarða er reiknuð út frá meðaltali fjölda brautartímamælinga.

Aksturstilfinning

Ökumenn í könnuninni meta á eigin forsendum hvernig hver hjólbarðategund hegðar sér í almennum akstri á malbiki og ýmsum mismunandi akstursaðstæðum, eins og hvað gerist þegar bíllinn skrikar, hvernig það gerist og hversu erfitt eða létt er að ná aftur fullri stjórn á bílnum. Slíkar aðstæður koma oft upp í akstri í umferðinni. Um er að ræða blindpróf, það er að segja að ökumenn vita ekki hvaða hjólbarðategund er undir bifreiðinni hverju sinni.

Flotun

Hraðinn er aukinn inn á brautarhluta sem þakinn er vatni. Skráður er sá hraði sem bíllinn hefur náð þegar veggripið hefur algerlega tapast.

Veggnýr

Veggnýr er bæði mældur með mælitækjum og metinn af ökumönnum. Ekið er eftir vegi með grófu yfirborði. Ökumenn vita ekki hvaða hjólbarðategund er undir bílnum hverju sinni.

Núningsmótstaða

Núningsmótstaða hjólbarða er mæld með sérstökum tækjabúnaði á rannsóknarstofu. Niðurstöðurnar eru umreiknaðar út frá því dekki sem mælist með minnstu mótsstöðu (rennur lengst). Einkunnin er reiknuð út sem aukin eldsneytiseyðsla.

Sumardekk

GOODYEAR EAGLE F1 ASYMMETRIC 6 1

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 93 (650 kg)

Mynsturdýpt: 6,6 mm

Framleiðsludags: 25.07.2021

Framleiðsluland: Þýskaland

Söluaðili:

Verð á eitt dekk:

Besta sumardekkið 2023, frábært dekk sem hentar bæði í rólegum og krefjandi akstri.

Asymmetric 6 er áberandi gott þegar kemur að beygjum á blautu malbiki. Dekkið lætur auðveldlega að stjórn og eru jafnvel fyrirsjáanleg við þolmörk. Þá er flotþol þess mjög gott.

Á þurru yfirborði stendur dekkið sig einnig vel en þó örlar á undirstýringu undir álagi. Dekkið er fremur mjúkt sem skilar þægilegri akstri, lágum veggný og lægsta viðnámi í prófununum.

Þetta dekk klárar öll próf með bestu einkunn án nokkurra vandræða og landar þar með fyrsta sæti.

Kostir: Öruggir akstureiginleikar, grip á blautu malbiki, lágt viðnám og lágur veggnýr.

MICHELIN PILOTSPORT 5 2

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,1 mm

Framleiðsludags: 03.01.2022

Framleiðsluland: Spánn

Söluaðili: N1 / Costco

Verð á eitt dekk:

PS5 dekkið frá Michelin kom á markað fyrir ári síðan og er endurbætt útgáfa þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á endingu dekksins. Kom þetta skýrt í ljós við prófanir en dekkið slitnaði minnst af öllum prufudekkjunum í ár.

Dekkið skilar mjög góðu gripi á blautu yfirborði en það var einnig áberandi gott við bremsuprófanir, ekki aðeins að dekkið hafi náð skemmstri hemlunarvegalengd heldur einnig hversu jafnar niðurstöðurnar voru en dekkið virðist vera ónæmt fyrir breytingum á álagi og hita. Sérstaklega var dekkið gott þegar bremsað var í kröppum beygjum án þess að missa grip. Þessir eiginleikar gerir ökumanni kleift að ná mjög góðum árangri í brautarakstri jafnt í blautu og þurru þrátt fyrir að undirstýring geri stundum vart við sig.

Michelin var, eins og Goodyear-dekkið, mjög gott í flest öllum prófunum, að nokkrum atriðum undanskildum. Kostir: Auðvelt við hemlun, grip í bleytu, öryggistilfinning við krefjandi akstur.

Ókostir: Verð í samanburði við samkeppnisaðila

90 STIG
Ókostir: Engir. 93 STIG Hemlun í bleytu (15) 12 Grip í blaut beygja (10) 10 Akstur í bleytu (15) 15 Flot (10) 10 Flot í beygju (10) 10 Hemlun á þurru (10) 10 Akstur á þurru (15) 12 Eldsneytiseyðsla (10) 10 Veggnýr (5) 4 Samtals (100) 93 Hemlun í bleytu (15) 12 Grip í blaut beygja (10) 10 Akstur í bleytu (15) 15 Flot (10) 10 Flot í beygju (10) 8 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (15) 15 Eldsneytiseyðsla (10) 8 Veggnýr (5) 4 Samtals (100) 90

Sumardekk

3

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,0 mm

Framleiðsludags: 15.08.2022

Framleiðsluland: Finnland

Söluaðili: MAX1

Verð per. dekk

Hakka Black er nýtt dekk frá Nokian og kemur á markað á þessu ári. Það kemur mjög vel út í bremsuprófununum og hefur einna styðstu hemlunarvegalengdina bæði á blautum og þurrum vegi.

Aftur á móti skortir á nákvæmni í stýringu og bregst það fremur seint við. Undirstýring gerir stundum vart við sig en þrátt fyrir það lætur dekkið vel að stjórn undir álagi og eru afturdekk stöðug á blautu malbiki.

Að auki er Nokian með lægsta veggný í prófununum og þá sérstaklega á grófara yfirborði.

Stutt bremsuvegalengd og aksturánægja gerir Hakka Black að góðu alhliða sumardekki fyrir flesta ökumenn.

Kostir: Lætur auðveldlega að stjórn undir álagi, stutt hemlun, lágur veggnýr.

Ókostir: Viðbragð í stýri, fremur hátt viðnám.

4

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,1 mm

Framleiðsludags: 07.02.2022

Framleiðsluland: Tyrkland

Söluaðili: Dekkjahöllin

Verð per. dekk

Góðar niðurstöður við hemlun á blautu yfirborði skila dekkinu fjórða sæti.

Á seinasta ári tók FK520 við af FK510. Dekkið náði fjölda stiga við akstur í bleytu og þá var flothraði með þeim hæstu.

Bremsuprófun á blautu og þurru yfirborði lofar mjög góðu. Á blautum vegi er dekkið nákvæmt og heldur gripi á afturdekkjum mjög vel þegar beygt er og bremsað.

Á þurru yfirborði vantaði aðeins upp á hvað varðar stöðugleika. Gott viðbragð er við litlum stefnubreytingum en þó fer að skorta á endurgjöf upp í stýri þegar beygjur eru orðnar krappari . Hvað varðar þægindi er dekkið ekki mjög fyrirgefandi á ójöfnur en aldrei svo mikið að það sé til trafala.

Að öllu jöfnu er dekkið yfir meðaltali í flestum þáttum og lítið er um vandamál sem skila dekkinu í öruggt fjórða sæti.

Kostir: Hár flothraði, stutt bremsuvegalengd, gott grip í bleytu.

Ókostir: Skortir nákvæmni undir álagi, akstursánægja í meðallagi.

NOKIAN HAKKA BLACK 3 FALKEN AZENIS FK520
83 STIG 80 STIG
Hemlun í bleytu (15) 15 Grip í blaut beygja (10) 8 Akstur í bleytu (15) 12 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 8 Hemlun á þurru (10) 10 Akstur á þurru (15) 9 Eldsneytiseyðsla (10) 8 Veggnýr (5) 5 Samtals (100) 83 Hemlun í bleytu (15) 12 Grip í blaut beygja (10) 8 Akstur í bleytu (15) 12 Flot (10) 10 Flot í beygju (10) 10 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (15) 9 Eldsneytiseyðsla (10) 8 Veggnýr (5) 3 Samtals (100) 80

HANKOOK VENTUS S1 EVO3 K127 5

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,4 mm

Framleiðsludags: Vika 26, 2022

Framleiðsluland: Suður Kórea

Söluaðili: Verð per. dekk

EVO3 hefur verið á markaðnum frá 2019. Dekkið sem kemur frá Suður-Kóreu stendur sig vel við hemlun en síður þegar kemur að gripi í beygju. Einkum er dekkið þó latt til að stýra inn í beygjur á blautu malbiki og missir grip mun fyrr en önnur.

Aftur á móti er dekkið fyrirsjáanlegt, auðvelt að stýra þrátt fyrir að dragi úr gripi í kröppum beygjum.

Þá er dekkið mun skemmtilegra á þurru yfirborði með stöðugleika og gott viðbragð í stýri. Veggnýr er mjög lágur á beinum kafla en í beygjum eykst hann umtalsvert.

Þetta er gott dekk sem veitir ökumanni öryggi og góða tilfinningu fyrir akstrinum.

Kostir: Hemlun á blautu yfirborði, tilfinning í stýri í þurru, lágt viðnám.

Ókostir: Grip í meðallagi á blautu malbiki, aukin veggnýr í beygjum.

PIRELLI P-ZERO PZ4 SC

Hraðaþol: Y (300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,2 mm

Framleiðsludags: 09.05.2022

Framleiðsluland: Ítalía

P-Zero dekkið hefur verið einna lengst á markaði af þeim dekkjum sem voru prófuð í ár. Það kom fram 2017 og er fáanlegt í tveimur útgáfum: LS (e. Luxury Saloon) og SC (e. Sport Car) en það síðarnefnda er í boði í þeirri dekkjastærð sem var prófuð í ár.

Á þurru yfirborði veitir dekkið ökumanni mjög góða tilfinningu fyrir akstrinum, bæði í beinni línu og svigakstri. Aftur á móti er það verra í bleytu og fer full fljótt á flot og niðurstöður úr bremsuprófunum eru ekki heldur góðar.

Það missir oftast grip á afturdekkjum í kröppum beygjum en þrátt fyrir það er heldur auðveldara að halda stjórn í samanburði við Bridgestone.

Dekkið er fremur viðkvæmt fyrir ójöfnum í vegi og skorar lágt hvað varðar veggný en allt þetta skilar dekkinu í sjötta sæti.

Kostir: Akstursánægja, grip á þurrum vegi.

Ókostir: Lágur flothraði, veggnýr á grófu yfirborði

54 FÍB-blaðið
Sumardekk
77
STIG
6
Söluaðili: Nesdekk Verð per. dekk 74 STIG Hemlun í bleytu (15) 15 Grip í blaut beygja (10) 6 Akstur í bleytu (15) 6 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 10 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (15) 12 Eldsneytiseyðsla (10) 10 Veggnýr (5) 2 Samtals (100) 77 Hemlun í bleytu (15) 9 Grip í blaut beygja (10) 8 Akstur í bleytu (15) 9 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 6 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (15) 15 Eldsneytiseyðsla (10) 8 Veggnýr (5) 3 Samtals (100) 74

Sumardekk

BRIDGESTONE POTENZA SPORT 7

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 6,5 mm

Framleiðsludags: 11.04.2022

Framleiðsluland: Ítalía

Söluaðili: Betra Grip Verð per. dekk

70

Nýjasta Potenza Sport dekkið kom á markað 2021 og hefur það sportlegustu eiginleika þeirra dekkja sem voru prófuð í ár. Hins vegar þarf að færa þó nokkrar fórnir á móti.

Mynsturdýptin er einungis 6,5 mm en það er ekki til að draga úr viðnámi heldur til að hámarka aksturstilfinningu. Ekkert annað dekk hefur jafn kvikt viðbragð og bregst það nær viðstöðulaust við breyttri aksturstefnu.

Dekkið stenst hraða í beygjum mun betur en önnur dekk en hemlunarvegalengd er ívið lengri en á öðrum dekkjum í prófununum.

Á blautu yfirborði fer dekkið að fljóta á fremur lágum hraða og yfirleitt missa afturdekkin grip fyrst og hleypir það bílnum auðveldlega á hliðarskrið.

Hátt viðnám og veggnýr skila dekkinu eingöngu sjöunda sæti.

Kostir: Akstursánægja, viðbragð í stýri, stöðugleiki, grip í beygju.

Ókostir: Flot, hliðarskrið á blautu yfirborði.

SUNFULL SF-888 (M+S)

Hraðaþol: W(270 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,6 mm

Framleiðsludags: 22.11.2021

Framleiðsluland: Kína

Söluaðili: Verð per. dekk

Sunfull SF-888 er eitt af ódýrustu dekkjum á markaðnum. Eins og sum önnur kínversk dekk þá ber dekkið „M+S“ merkingu sem bendir til að það megi nota sem heilsársdekk en er í raun eingöngu hæft til sumaraksturs.

Á óvart kemur hversu gott grip dekkið veitti en þó var það ekki traustvekjandi.

Stöðugleikinn var lítill sem engin og átti dekkið erfitt með að halda stefnu við krappar beygju, eða beygjur almennt og bregst þar illa við, jafnvel á lágum hraða. Mikið er um undirstýringu á blautu yfirborði en það veldur því að ólíklegt er að bíllinn fari í hliðarskrið eins og ódýr dekk eiga til að gera.

Hátt viðnám og veggnýr skila dekkinu síðasta sæti.

Kostir: Þokkalegt grip með tilliti til verðs.

Ókostir: Lélegt í beygjum, lítill stöðugleiki, hár veggnýr.

STIG
8
42 STIG
Hemlun í bleytu (15) 9 Grip í blaut beygja (10) 8 Akstur í bleytu (15) 9 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 6 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (15) 15 Eldsneytiseyðsla (10) 4 Veggnýr (5) 3 Samtals (100) 70 Hemlun í bleytu (15) 6 Grip í blaut beygja (10) 6 Akstur í bleytu (15) 3 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 8 Hemlun á þurru (10) 4 Akstur á þurru (15) 3 Eldsneytiseyðsla (10) 2 Veggnýr (5) 2 Samtals (100) 42

Mesta rafbílaúrvalið er á bl.is

ENNEMM / SÍA / NM016694 BL Rafbílaúrvalið 200x277 F B júní

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sumardekk

1min
page 55

Sumardekk

2min
pages 53-54

Sumardekk

1min
page 52

EVRÓPSKAR MERKINGAR Á DEKKJUM

2min
pages 50-51

Sumardekkjaprófun 2023

1min
page 49

Fólksbíladekk Sumardekkjaprófun

1min
page 48

Lexus RX 450h+

5min
pages 42-47

Tesla er stærsti hreini rafbílaframleiðandi í heimi

1min
page 41

Samið um malbikun upp á 1,7 milljarða

0
page 40

ryðvörn er mikilvægasti

3min
pages 38-39

BYD kynnir tvo nýja rafbíla fyrir Evrópu

4min
pages 34-38

Ekki þörf á að hækka bílprófsaldurinn hér á landi

2min
pages 32-33

Fimm verktakar vilja koma að smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá

2min
pages 30-31

en margt má bæta

6min
pages 27-29

Ýmislegt horfir til betri vegar

2min
page 26

Úrbætur

4min
pages 22-25

Atvinnulífið afhendir ráðherra 332 tillögur

3min
pages 20-21

Vottuð verkstæði

0
page 19

Dæmt í Procar-málinu

1min
page 16

er stjarna í bílrúðuNNi?

1min
page 15

Tíu jarðgöng í samgönguáætlun til næstu þrjátíu ára

0
page 14

Vegahandbókin að koma út í tuttugasta sinn

2min
pages 12-13

Skellt á neytendur án kynningar

3min
pages 9-11

Hvað er E10 eldsneyti og hvaða áhrif mun

2min
pages 8-9

Umferðaröryggi ofar öllu og

1min
page 6

til neytenda

1min
page 4
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.