1 minute read

Fólksbíladekk Sumardekkjaprófun

Motor, blað Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, vann og hafði umsjón með sumardekkjakönnuninni 2023 eins og undanfarin ár. Í könnuninni ár voru prófuð 18 tommu dekk, alls átta tegundir af stærðinni 245/50 R18. Dekkin henta mörgum bílgerðum, bæði rafknúnum og með brunavél. Með tímanum virðist sem sífellt fleiri nýir bílar notist við stærri dekk en áður. Með þessari stærð er farið inn í dekkjahlutann sem kallast UHP – Ultra High Performance. Þar eru aksturseiginleikar settir í forgang, með aukinni áherslu á gripstig og akstursupplifun. Jafnframt er um að ræða dekk sem hafa verið þróuð með venjulega bíla í huga, bæði í millistærð og rúmbetri skutbíla.Tveir Audi A4 Avants með sjálfskiptingu voru notaðir í könnuninni. ABS kerfið var í gangi og með skriðvörn svo að finna mætti betur fyrir jafnvægi dekkjanna.

Sumardekkjaprófunin að þessu sinni var gerð á ökuprófanasvæði í spænska bænum Santa Cruz de la Zara í Toledo-héraði skammt frá höfuðborginni Madríd. Meðan á prófunum stóð var veðrið sérlega gott, sól skein í heiði og hitastigið fór yfir 20 gráður. Veðrið var sem sagt eins og besti sumardagur í norðurhluta Evrópu. Prófunarsvæðið í Santa Cruz de la Zara þykir sérlega gott og býður upp á það besta í þessum efnum.

Prófanir tóku sex daga með fjölda endurtekinna prófana. Akstursbrautin er fjögurra akreina og um 7,2 km. Þarna er um að ræða nýjustu prófunaraðstöðu bílaiðnaðarins. Á 3.000 hektara landssvæði hafa tíu mismunandi brautir verið reistar með eitt markmið í huga, að prófa dekk.

Brautin heitir Hakka Ring og á svæðinu eru frábærar aðstæður til að ná sanngjörnum og jöfnum prófunarskilyrðum.

Sérfræðingar í prófunum höfðu frjálsar hendur til að komast að raun um hvernig mismundandi dekk bregðast við óvæntum aðstæðum sem geta komið upp í akstrinum. Enn fremur voru framkvæmd óvæntar uppákomur sem geta komið upp í akstri. Allt var þetta gert í þeim tilgangi að komast að raun um gæði hvers dekks fyrir sig. Prófanir eiga einnig að leiða í ljós hvernig ökumaðurinn upplifir dekkin í daglegri notkun og þá ekki síst með öryggi í huga.

Þegar upp var staðið kom fáum á óvart og þekktustu dekkjamerkin þóttu skara fram úr. Samkeppnin á þessum markaði er hörð og