1 minute read

er stjarna í bílrúðuNNi?

Mun færri eldsvoðar í rafbílum

Hlutfallslega kviknar mun sjaldnar í rafbílum en bensín- og dísilknúnum bílum. Þetta staðfesta nýjar tölur sem komu fram í norska blaðinu Motor og unnin er af sænsku stofnuninni MSB. Eldur kviknaði í 23 rafknúnum fólksbílum í Svíþjóð árið 2022 og eru tengiltvinnbílar þar með taldir. Miðað við tæplega 200.000 rafbíla og rúmlega 410.000 tengitvinnbíla er hlutfallið 0,004 brunar á bíl.

MSB telur heldur enga ástæðu til að óttast eldsvoða í rafbílum í samanburði við aðra bíla. Eldur kemur aftur á móti hlutfallslega mun oftar upp í bílum sem ganga fyrir jarðefnabensíni. Á hverju ári kviknar í hundruðum bíla í Noregi og í skýrslunni um málið kemur fram að bílar sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu brenna fjórum til fimm sinnum oftar en rafbílar.

Margir óttast eldsvoða í rafbílum. Þetta eru meðal þeirra spurninga sem Jostein Ween Grav hjá

Embætti öryggis- og viðbúnaðarmála (DSB) fær oftast upp á borð til sín.

Af öllum þeim eldsvoðum sem slökkviliðið fer í á hverju ári er aðeins lítill hluti rafbílabrunar, um 20 á ári, með þeirri reynslu sem við höfum hingað til. Gera verður ráð fyrir að eldsvoðum í rafbílum fjölgi með auknum fjölda og aldri þeirra, en þó varla jafnmikið og hjá jarðefnabílum. Eldsvoðar sem við höfum komið að í rafbílum er í 20% tilfella þar sem hluti rafgeymisins tengist eldinum, bendir Grav enn fremur á.

,,Þetta sýnir athugun sem við höfum gert hjá slökkviliðinu. Til þess að rafhlaðan byrji að brenna þarf rafhlaðan að hafa orðið fyrir ytri skemmdum eins og í árekstri. Í sumum tilfellum getur verið um framleiðslugalla að ræða,“ segir Grav.

Grav er inntur eftir því hvort vitað sé um orsakir bílabruna almennt? Nei, við höfum ekki slíka yfirsýn, en við förum oft í skýrslur frá slökkviliðinu til að komst komast að upptökum þegar eldur kemur upp í bílum. Annars er það lögreglan sem vinnur að rannsókn þessara mála til að komast að orsökum.