1 minute read

Sumardekkjaprófun 2023

dekkjaframleiðendur leggja allt í sölurnar og bjóða eins góða vöru og frekast er kostur. Þekktir dekkjaframleiðendur röðuðu sér í efstu sætin hvað gæði snertir. Það á ekki að koma á óvart þar sem það rímar við margar undanfarnar kannanir. Eigi að síður koma reglulega inn á markaðinn ný dekk sem geta verið jafn álitlegur kostur en það þarf alls ekki að vera í öllum tilfellum.

Goodyear Eagle F1 Asymmetric 6 varð í efsta sæti í könnuninni að þessu sinni með 93 stig og með mjög góða dóma. Beygjugrip dekksins á blautu malbiki þótti þá einstaklega gott og viðnám við sömu aðstæður. Ástæðurnar voru að mjúk blanda dekksins veitir þægindi og öryggi og veghljóð hefur milda tíðni óháð yfirborði. Dekkið fékk hæstu einkunn í hverri einustu prófunargrein sem gefur því góðan sigur í sumardekkjaprófuninni.

Michelin Pilotsports hreppti annað sætið með 90 stig. Dekkið heldur miklu gripi á blautu malbiki og við hemlun. Það virðist algjörlega vera ónæmt fyrir hitamyndun og almennt hafa fá veikleikamerki.

Í þriðja sæti lenti Nokian Hakka Black 3 með 83 stig. Þetta dekk kom vel út úr bremsuprófunum og var með allra stystu stöðvunarvegalengdina, bæði á blautum og þurrum vegum. Stýrisnákvæmni dekksins þótti aftur á móti veikari en hjá öðrum í prófinu. Nokian var með lægsta hljóðstigið, sérstaklega á grófari vegum. Stuttar hemlunarvegalengdir og mikil þægindi gera Hakka Black að frábæru hversdagsdekki sem hentar langflestum.

Kínverska dekkið Sunfull SF-888 (M+S) fékk lægstu einkunnina í þessu prófi, alls 42 stig. Dekkið þykir ekki gott á blautum vegum og hemlunarvegalengdirnar eru heldur ekki góðar. Dekkið þótti viðkvæmt fyrir yfirborðinu.

Í prófinu var notaður viðmiðunarhjólbarði til að ganga úr skugga um hvort einhverjar ytri kringumstæður hafi áhrif á grip dekksins. Ekkert dekk getur verið best í öllum þeim þáttum sem skoðaðir eru í prófinu.

Þegar staðið er frammi fyrir því hvaða hjólbarðar verða fyrir valinu þarf ekki endilega að velja þá sem skoruðu einna hæst í könnunni, miklu heldur hvaða tegund hentar þínum þörfum, aðstæðum og efnahag. Í könnun Motor kemur fram að í vissum tilfellum gæti reynst sparnaður að velja ódýrari dekk frekar en úrvalsdekk. Þeir aðilar sem unnu könnunina báru ekki saman verð á þeim. Þau eru afar mismunandi milli söluaðila og hafa áhrif á söluherferðir og hvaða árstíðir eru í gangi.