

2025 SUMAR DEKKJA KÖNNUN
Sumardekkjakönnun 2025
Eins og mörg undanfarin ár
hefur Motor, félagsblað norskra bifreiðaeigenda(NAF), veg og vanda af sumardekkjakönnuninni 2025. Prófunin fór fram í byrjun nóvember 2024 á braut fyrir utan Madríd á Spáni. Veðrið var óvenjulega kalt en í vikunni áður dundu náttúruhamfarir á Valencia og nágrenni, með hitastig um tíu gráður sem svara til skandinavísks haust- og vorhitastigs.
Allar prófanir hófust og luku með akstri á viðmiðunardekkjum, sem einnig voru keyrð milli umferða prófunardekkjanna þegar þess var þörf. Allar niðurstöður voru síðan leiðréttar miðað við hvernig árangur viðmiðunardekkjanna varð fyrir áhrifum af veður- og hitabreytingum. Öll prófin voru framkvæmd með Kia EV6
Þurfa þungir rafbílar sérstök dekk?
Þetta hefur verið mikið rætt undanfarin ár og svarið er misjafnt eftir því hver er spurður. Sumir framleiðendur dekkja eru hlynntir sérstökum rafbíladekkjum, aðrir ekki. Óvissan hefur skapað óöryggi meðal neytenda og margar spurningar hafa vaknað í kjölfarið. Og því ástæða til bera dekkin saman og leggja mat á gæði þeirra.
Í sumardekkjaprófun þessa árs einbeittu sérfræðingarnir sér að stærðinni 235/55 R19. Hún er vinsæl fyrir sportjeppa og er á mörgum vinsælustu bílategundunum. Rafmagnsbíllinn Kia EV6 með stóru rafhlöðunni varð fyrir valinu sem prófunarbíll.
Enginn mælti með sérstökum rafbíladekkjum
Dekkjaframleiðendurnir voru spurðir hvaða dekk þeir mæltu með fyrir eiganda Kia EV6? Svörin voru öll á sama veg þar sem þeir mæltu með eigin dekkjum en þar var engin að benda sérstaklega á séhönnuð rafbíladekk. Í umræddri dekkjastærð var yfirleitt vísað á dekk úr flokknum Ultra High Performance (UHP) sem gefur almennt meira grip en styttri endingu. Pirelli skar sig úr og lagði til High Performance (HP) dekk sem almennt veita meiri þægindi og betri endingu.

Prófanir fóru fram á Spáni og tóku sjö daga. Brautin er í eigu Nokian sem er um 7 kílómetrar að lengd.

Öll dekkin voru prófuð undir Kia EV6 rafbíl sem er afturhjóladrifin. Eigin þyngd bílsins er 2031 kíló.
Spurt var af hverju dekkjaframleiðendur hefðu lagt til venjuleg dekk, þrátt fyrir að nokkrir bjóði upp á sérstök dekk undir rafbíla. Framleiðendur svöruðu til að rafbíladekkin séu ætluð bílaframleiðendunum og væru almennt ekki í boði fyrir almenna neytendur. Til dæmis mun Michelin hætta að selja rafbíladekkið Pilot Sport EV fyrir milligöngu hefðbundinna sölustaða og bjóða þau aðeins bílaframleiðendum.
Þetta vakti forvitni dekkjasérfræðinga í könnuninni. Hver er í raun munurinn á dekkjum sem eru sett eru á bílana í verksmiðju og hinum sem eru seldir í smásölu?
Nokkur af þeim dekkjum sem voru sérstaklega aðlöguð ákveðnum bílmerkjum eru fáanleg hjá stórum netdekkjasölum. Í könnuninni voru keypt tvö sett af dekkjum sem lýst var sem sérstaklega hönnuðum fyrir ákveðin merki, eitt fyrir Volkswagen og annað fyrir Volvo. Með stimpil bílframleiðenda á dekkjunum er ekki ósennilegt að kaupandi telji dekkin góðan og öruggan valkost en prófunin mun sýna hið gagnstæða.
Augljóslega hafa bílaframleiðendur fórnað verulegum hluta umferðaröryggis á altari orkunotkunar með aðlögun dekkjanna. Allt til þess að í að lækka sektir fyrir háa losun og auka á drægni sinna bíla. Þau kosta þó sitt. Bíllinn sem nær 10 km aukreitis áður en hann stoppar til að hlaða þarf að taka á sig 10 km lægri flothraða og 5 auka metra í hemlun á blautu malbiki.
Upplýsingar um framleiðenda dekkjanna verða ekki birtar enda voru það kröfur bílaframleiðendanna sem réðu för við hönnun dekkjanna. Þeir bera því ábyrgðina.
Vert er að taka fram að Volkswagen- og Volvo-dekkin voru sérstaklega aðlöguð bílum þeirra – en prófuð undir Kia. Því ætti að taka niðurstöðum viðkomandi tegunda með fyrirvara. Þegar kemur að eiginleikum eins og hemlun og flot þá hefur tegund bifreiðarinna lítil áhrif og var sérstaklega horft til þeirra þátta. Heildareinkunn fyrir dekk bílaframleiðenda er vandræðalega nálægt ódýrustu dekkjunum í prófuninni en það er mikið bakslag fyrir dekkjavaI bílaframleiðenda.
Sömu grunnkröfur eru gerðar til dekkja óháð orkugjafa
Bifreiðaeigendur eiga að gera sömu grunnkröfur til dekkjanna óháð orkugjafa. Gúmmíið undir bílnum þínum er hluti af öryggistryggingu þinni á veginum. Orkugjafinn getur ekki breytt því. Sigurvegari prófunarinnar að þessu sinni er sama dekkið og vann þegar við prófuðum dekk fyrir sportjeppa síðast. Þá með dísilbíl.
Munurinn á aksturseiginleikum í krefjandi aðstæðum verður enn meiri eftir því sem þyngd bílsins eykst. Ódýrasta dekkið í prófuninni bugaðis undan þunga bílsins við ákveðnar prófanir og átti erfitt með að halda stefnu.
Hagkvæmni eða öryggi? Hvað er mikilvægast? Þetta er erfitt val fyrir neytendur, sérstaklega þegar um er að ræða stórar stærðir og dýr dekk. Að því er virðist glíma bílaframleiðendur við sama samviskubit. Hærri CO2-skattur eða lakara drægi í sölubæklingnum sem veldur því að væntanlegur viðskiptavinur horfir til annarra bíla sem hafa lengri drægni. Einnig mega bílaframleiðendur vænta hárra sekta nái þeir ekki að uppfyllalosunarkröfur ESB.
Mikið er í húfi. Ef þú ert í dekkjahugleiðingum þá er best að sleppa þeim dekkjum sem eru hönnuð sérstaklega af bílaframleiðendum. Dekkin í fyrsta til fimmta sæti í prófuninni eru virkilega góð, örugg og traust.

Ljósmyndir: Fredrik Diits Vikström

Mikilvæg atriði í prófuninni
Hemlun
Blautt malbik er yfirleitt hættulegasta sumarfærið og veggrip dekkja í bleytu er einnig mismikið. Sum eru þá hreinlega flughál en önnur hafa öruggt grip bæði í akstri og hemlun. Gott veggrip í bleytu er mjög mikilvægur eiginleiki og þess vegna vegur þyngst akstur og hemlun í bleytu. Einkunnir hvers hjólbarða eru reiknaðar út frá meðltali allra mælda hemlunarvegalengda á þurru annars vegar og blautu hins vegar.
Veggrip





Veggrip hjólbarða er metið með því að mæla brautartíma aksturs eftir votri akstursbraut. Akstur og mælingar eru margar og endurteknar og margir ökumenn annast þær. Brautin er fjölbreytt og krefst hröðunar og hemlunar en einnig eru krappar beygjur á henni. Einkunn hvers hjólbarða er reiknuð út frá meðaltali á fjölda brautarmælinga.
Aksturstilfinning
Ökumenn í könnuninni meta á eigin forsendum hvernig hver hjólbarðategund hegðar sér í almennum akstri á malbiki og ýmsum mismunandi akstursaðstæðum. Þar má nefna hvað gerist þegar bíllinn missir grip, hvernig það gerist og hversu erfitt eða létt er að ná aftur fullri stjórn á bílnum. Um er að ræða blindpróf, og ökumenn ekki meðvitaðir um hvaða hjólbarðategund er undir bifreiðinni hverju sinni.
Flotun
Hraðinn er aukinn inn á brautarhluta sem er þakinn vatni. Skráður er sá hraði sem bíllinn hefur náð þegar veggripið hefur algerlega tapast.
Veggnýr
Veggnýr er bæði mældur með mælitækjum og metinn af ökumönnum. Ekið er eftir vegi með grófu yfirborði. Ökumenn vita ekki hvaða hjólbarðategund eru undir hverju sinni.
Núningsmótstaða
Núningsmótstaða hjólbarða er mæld með sérstökum tækjabúnaði á rannsóknarstofu. Niðurstöðurnar eru umreiknaðar út frá því dekki sem mælist með minnstu mótsstöðu (rennur lengst). Einkunin er reiknuð út sem aukinn eldsneytiseyðsla.
Dekkin sem notuð voru prófu
• Continental PremiumContact7
• Goodyear Eagle F1 Asymmetric 6
• Hifly Vigorous HP801
• Michelin Pilot Sport 4 SUV
• Nokian Hakka Black 3
• Pirelli Scorpion
• Volkswagen-dekk frá bílaframleiðanda
• Volvo-dekk frá bílaframleiðanda



Michelin Pilot Sport 4 SUV og Nokian Hakka Black 3 Silentdrive í efstu sætunum
Michelin Pilot Sport 4 SUV og Nokian Hakka Black 3 Silentdrive voru sigurvegarar að þessu sinni, hnífjöfn með 86 stig. Pirelli Scorpion landaði þriðja sætinu en önnur dekk voru nokkuð síðri.
Michelin fær hæstu einkunn fyrir aksturseiginleika, bæði á þurru og blautu yfirborði, með fína stýringu og veita ökumanni góða tilfinningu fyrir veginum. Stýring er átakalaus og auðvelt að staðsetja bílinn þrátt fyrir óvæntar uppákomur. Eiginleikar gegn floti eru einnig þeir bestu í prófuninni. Gott grip og framúrskarandi aksturshæfni tryggði dekkinu fyrsta sæti.
Nokian-jeppadekkin koma sérstyrkt til að draga úr líkum á skemmdum. Einnig eru hljóðdeyfandi filtmotta í dekkinu, kölluð „SilentDrive“. Nokian er einnig hljóðlátasta dekkið í prófuninni á grófum vegum og hefur bestu hemlunargetuna á blautum vegi. Beygjugripið er einnig sannfærandi. Nokian hefur tilhneigingu til að losa afturhlutann fyrst en aldrei að því marki að það komi ökumanni í vandræði. Góð blanda af þægindum og gripi skilaði topp einkunn.

Öll prófin voru framkvæmd með Kia EV6
Hljóð mælt inni í bílnum og er mælir þá staðsettur við eyra ökumanns.

Svona gefum við stig
Stigakerfi okkar er hannað til að forgangsraða mikilvægum þáttum eins og hemlunarvegalengd og öruggum aksturseiginleikum á blautum vegum.
Eftir að gefin er einkunn frá 1–5 í hverjum undirhluta er hún margfölduð með stuðli á bilinu einn til þrír í samræmi við stigakerfi sem magnað getur muninn á heildarstigum dekkja.
Í sumum undirhlutum, svo sem aksturseiginleikum og hávaða, felur einkunn í sér huglægt mat til viðbótar við mælanlegar niðurstöður. Fyrir þægindi og aksturseiginleika á þurrum vegum er matið í raun algerlega huglægt.
100 er hámarksfjöldi stiga fyrir alla undirhluta. Dekk sem er meðalgott í öllum flokkum fær heildareinkunn upp á 60 stig.

EVRÓPSKAR MERKINGAR Á DEKKJUM
Öll dekk sem eru seld í Evrópu skulu bera upplýsingar um eldsneytiseyðslu, grip í bleytu og veggný sem er mældur fyrir utan bílinn. Á upplýsingamiða sem fylgir dekkinu skall einnig vera QR-kóði sem hægt er að skanna og komast þannig inn á heimasíðu sem hefur enn ítarlegri upplýsingar um viðkomandi dekk. Einkunn er uppgefin í bókstöfum þar sem A er best og G er verst.
Eldsneytiseyðsla er mæld með með tilliti til viðnáms á viðkomandi dekki. Bestu dekkin með lægsta viðnámið fá einkunnina B, en önnur fá C til E. Meginreglan er sú að 0,1 lítri á hverja 100 kílómetrum aðskilur hvern staf fyrir sig. Á rafbílum eru 15 kílómetrar á milli stafa.
Veggnýr er mældur hávaði fyrir utan bíl þegar honum er ekið fram hjá mæli. Hátalaratákn hefur þrjár línur og merkir ein lína að hljóðmengun sé að lágmarki þremur dísibelum undir viðmiði sem var notast við 2016.
Tvær línur þýða að hljóðmengun sé á pari við 2016 viðmiðið. Síðan eru þrjár línur sem merkja að hávaði frá dekkjunum er svipaður og þau gildi sem var miðað við 2001.
Vetrarmerking sýnir getu dekks til að aka í vetraraðstæðum. Fjall með snjókorni gefur til kynna að dekkið sé hæft við vetraraðstæður í mildara lofslagi.
Fjall með snjótopp þýðir að dekkið sé betur fallið til aksturs við erfiðari vetraraðstæður.
Grip í bleytu er miðað við hemlun frá 80 km/h niður í 0. Einkunn frá A til B munar 3 metrum, B til C munar auka fjórum metrum og þá hefur E 12 metra eða lengra umfram A. Þau dekk sem bera F merkingu eru síðan komin í 18 metra eða meiri mun. Einnig má miða við eina bíllengd milli stafa (um 3–6 metrar)

Sumardekk
1
MICHELIN PILOT SPORT 4 SUV
Hraðaþol: Y(300 km/h)
Burðarþol: 105 (925 kg)
Mynsturdýpt: 7,3 mm
Framleitt (vika/ár) 15/2023
Framleiðsluland: Pólland
Söluaðili: N1 / Costco
Verð á eitt dekk: kr.


Hæst einkunn fyrir aksturseiginleika
Í seinustu prófunum á jepplingadekkjum náði Michelin bestu niðurstöðunum og sama var upp á teningnum að þessu sinni.
Michelin fær bestu einkunn fyrir aksturseiginleika jafnt á þurrum og blautum vegi en hann veitir ökumanni góða tilfinningu fyrir bílnum.
Auðvelt er að staðsetja dekkið þrátt fyrir óvæntar uppákomur og þá er flothraði sá hæsti meðal allra dekkja í prófununum.
Fátt neikvætt er hægt að segja um dekkið fyrir utan viðnámið sem er í hærra lagi og þægindi ekki þau mestu.
Einstaklega gott grip og aksturseiginleikar skiluðu dekkinu í fyrsta sæti síðast og sömu sögu er að segja að þessu sinni þegar það var prófað undir þyngri rafbíl.
Kostir: Frábærir aksturseiginleikar við allar aðstæður
Ókostir: Þægindi
2
NOKIAN HAKKA BLACK 3 SILENTDRIVE
Hraðaþol: W(270 km/h)
Burðarþol: 105 (925 kg)
Mynsturdýpt: 7,6 mm
Framleitt (vika/ár) 11/2024
Framleiðsluland: Finnland
Söluaðili: Max1
Verð á eitt dekk: 36.117 kr.


Best í bleytu.
Hakka Black 3 er sportlegt dekk með marga góða kosti.
Nokian-jepplingadekkið er sérstyrkt til að koma í veg fyrir skemmdir og einnig er það fóðrað að innan til að draga úr veggný. Því er ekki að undra að það fær bestu einkunn fyrir að vera hljóðlátt.
Finnska dekkið heldur góðum eiginleikum þrátt fyrir lágt hitastig og hefur skemmstu hemlun í bleytu. Grip í beygjum lofar einnig mjög góðu. Það hefur tilhneigingu til að losa fyrst um grip að aftan en aldrei svo skyndilega að það komi ökumanni í vandræði.
Jöfn blanda milli grips og þæginda skila dekkinu fjölda stiga en yfirburðagrip Michelin á blautum vegi ýtir Nokian niður í annað sæti þó svo að þau séu jöfn að stigum.
Kostir: Hemlun, grip í bleytu, hljóðlátt á grófu yfirborði.
Ókostir: Tilhneiging til óstöðugleika undir álagi.
Sumardekk
3
PIRELLI SCORPION
Hraðaþol: W(270 km/h)
Burðarþol: 105 (925 kg)
Mynsturdýpt: 7,4 mm
Framleitt (vika/ár) 27/2024
Framleiðsluland: Rúmenía
Söluaðili: Nesdekk Verð per. dekk kr.


Dekkið er hannað með mikil afköst í huga (e. High Performance) þar sem megináhersla er lögð á endingu og þægindi.
Lítið finnst fyrir ójöfnum eða holum í vegi ásamt því að það hefur lágan veggný.
Viðbragð við stýringu er í meðallagi en skilar þó góðri tilfinningu í beinum akstri.
Dekkinu er auðstýrt bæði á blautum og þurrum vegi en þegar kemur að auknu álagi ber á undirstýringu ásamt miðlungsgóðu gripi.
Flothraði er með betra móti og stendur Scorpion best að vígi við hemlun í köldum aðstæðum.
Auðkeyrt og þægilegt dekk sem landar þriðja sæti.
Kostir: Góð blanda af gripi og þægindum, fyrirsjáanlegt undir álagi.
Ókostir: Viðnám mætti vera lægra.
4
GOODYEAR EAGLE F1 ASYMMETRIC 6
Hraðaþol: Y(300 km/h)
Burðarþol: 105 (925 kg)
Mynsturdýpt: 7,2 mm
Framleitt (vika/ár) 15/2024
Framleiðsluland: Þýskaland
Söluaðili: Klettur
Verð per. dekk kr.


Rétt á eftir þeim bestu.
Eagel F1 kemur úr sportdeild Goodyear-fyrirtækisins. Í fyrri prófunum hefur dekkið náð góðum árangri en nú virðist það hafa átt erfitt með að halda í við toppsætin og er það líklega til komið vegna kulda.
Hemlun er góð en þó ekki jafngóð og þau bestu. Undir álagi stendur dekkið sig vel bæði á blautum og þurrum vegi. Hins vegar þarf að hafa ívið meira fyrir stýringu í venjubundnum akstri þar sem það virðist ekki alveg jafn nákvæmt eins og Continental og Michelin.
Þegar komið er að þolmörkum varðandi grip fer bíllinn í undirstýringu án þess að ökumaður eigi í vandræðum. Michelin og Continental hafa þó vinninginn við að ná stjórn aftur. Að auki var frammistaða í flotprófunum ekki sú besta en það skilaði dekkinu í fjórða sæti.
Kostir: Stendur sig vel við allar aðstæður nema … Ókostir: … þegar kemur að þægindum, sértaklega þegar ekið er yfir ójöfnur.
Sumardekk
CONTINENTAL PREMIUMCONTACT 7
Hraðaþol: Y(300 km/h)
Burðarþol: 105 (925 kg)
Mynsturdýpt: 6,8 mm
Framleitt (vika/ár) 18/2024
Framleiðsluland: Frakkland
Söluaðili: Dekkjahöllin
Verð per. dekk kr.
VOLVO-DEKK
Hraðaþol: V (240 km/h)
Burðarþol: 105 (925 kg)
Mynsturdýpt: 5,9 mm
Framleitt (vika/ár) 30/2024
Framleiðsluland: Portúgal Söluaðili:



72 STIG
Lágt viðnám og gott grip.
Premium Contact landaði fyrsta sæti í síðustu prófunum en nú lítur út fyrir að frammistaðan í floti og þægindi hafi dalað þó nokkuð.
Í jepplingaflokki sýnir dekkið enn góða eiginleika og akstursánægju en eins og með Goodyear dekkið virðist lágt hitastig draga úr frammistöðu.
Dekkið lætur vel að stjórn og undir álagi í skörpum beygjum er auðvelt að staðsetja það og ökumaður hefur gott vald á bílnum.
PC7 mælist með lægsta viðnám af öllum dekkjunum fyrir utan þau sem eru útfærð af bílaframleiðendum. Þegar eingöngu er horft til viðnáms og veggrips hefur Continental vinninginn.
En því miður er flothraði lágur og þægindi einungis í meðallagi en það skilar dekkinu í fimmta sæti.
Kostir: Viðbragð við stýringu, stöðugt, grip í bleytu og lágt viðnám.
Ókostir: Takmörkuð þægindi og lágur flothraði.



Lágt viðnám = Lág eyðsla
Volvo-dekkið er hefur AA í einkunn, það er A fyrir akstur í bleytu og A fyrir viðnám. Þó er ekki minnst á að þetta gildi eingöngu fyrir hemlun í bleytu en ekki flothraða. Lágt mynstur eykur líkur á snemmbúnu floti þrátt fyrir að dekkin séu ný og óslitin.
Undir álagi, á mörkum gripleysis, eru dekkin auðstýrð með tilhneigingu til undirstýringar. Sjálft gripið er þó ekki í flokki „venjulegra“ dekkja. Það ræður illa við beygjur á miklum hraða, framhjólin eru fljót að fara á skrið, bæði á blautum og þurrum vegi. Lágt viðnám er það eina sem dekkið skilar vel. Heildarstig eru langt á eftir efstu sætunum.
Kostir: Viðnám, eyðir út óþægindum frá ójöfnum í vegi.
Ókostir: Hátt verð fyrir lélegt grip og lágan flothraða.
Hraðaþol: T(190 km/h)
Burðarþol: 101 (825 kg)
Mynsturdýpt: 6,2 mm
Framleitt (vika/ár) 15/2024
Framleiðsluland: Pólland
Söluaðili:
Verð per. dekk


Síst á blautu malbiki.
55 STIG

Dekkið sem kemur undan VWbifreið er augljóslega hannað með eitt markmið í huga, það er að draga úr eyðslutölum í sölubæklingi.
B-einkunn sem dekkið hefur sýnir fram á slakari frammistöðu í bleytu og þrátt fyrir það vekur undrun hversu slakt dekkið er í raun og veru á blautum vegi við hemlun og í beygjum. Þá er horft til annarra dekkja sem ekki eru hönnuð af bílaframleiðendum.
Ekkert annað dekk fær jafnslæma einkunn fyrir hemlun í bleytu, ekki einu sinni ódýra dekkið.
Undir álagi lætur afturendi bílsins fyrst undan. Þó verður að taka niðurstöðum með fyrirvara þar sem dekkin voru hönnuð fyrir annan rafbíl en þann sem var notaður í prófununum.
Þrátt fyrir ágætan árangur varðandi þægindi og viðnám eru niðurstöðurnar vandræðalega slakar.
Kostir: Viðnám og þægindi.
Ókostir: Hátt verð fyrir lélegt grip, lágan flothraða og hemlunarvegalengd.
Hraðaþol: V(240 km/h)
Burðarþol: 105 (925 kg)
Mynsturdýpt: 8,0 mm
Framleitt (vika/ár) 11/2024
Framleiðsluland: Kína
Söluaðili:
Verð per. dekk kr.


Óstöðugt undir þyngri bílum.
Kínverska dekkið Hifly nær athygli margra fyrir lágt verð en hvað fylgir þeim verðmiða?
Stutta svarið er: Lítið öryggi þegar mest á reynir.
Hemlunareiginleikar eru takmarkaðir og enn verra er að dekkið lætur ekki að stjórn í kröppum beygjum. Undir þungum rafbíl skortir stöðugleika til hliðanna og veldur það takmarkaðri stjórn og bakslagi þegar hann er réttur af.
Á móti veita mjúkir eiginleikar dekksins þægilegan akstur og einnig fær dekkið toppeinkunn varðandi flot. Grip í bleytu er ekki heldur svo slæmt, sérstaklega þegar horft er til annarra ódýrra dekkja sem hafa verið í fyrri prófunum.
Með tillit til alls er þetta dekk óhæft undir þunga bíla þrátt fyrir að hafa allar merkingar um annað.
Kostir: Hár flothraði, liggur vel.
Ókostir: Lítill stöðugleiki til hliðanna, tapar gripi undir álagi.
HIFLY VIGORUS HP801
STIG

Við mælingu á orkueyðslu var ekið í hringi á jöfnum hraða.
Flot í beygju. Mældur hraði þegar dekk fer að fljóta í 6 mm af vatni.


Átta sumardekk voru prófuð. Stærð 235/55 r19
Skýjað, 7–10°C. Hemlunarvegalengd 100–5 km/h í 1,5 mm vatni.
10–12°C skýjað. Mældur brautartími í 1 mm vatni.
Skýjað, 16–17°C. Mældur brautartími í 1 mm vatni.
Nokian sker sig úr þegar kemur að köldum veginum. Hifly þarf sjö metra aukalega til að stöðva bílinn úr 100 km/h. Dekkin frá bílaframleiðendunum eru heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Hæfni Michelin til að halda gripi í bleytu er frábær og sama gildir um Nokian. Hifly á til að undirstýra og VW-dekkið getur farið skyndilega af stað að aftan þegar það missir grip.
Örlítið hærri hiti en í öðrum vatnsprófunum. Gúmmíblandan í Michelin, Goodyear og Continental gefur besta grip til hliðanna. Framleiðendadekkin eru mun sleipari.
Skýjað, 7°C. Mældur hraði þegar dekk missa grip í upptaki í 6 mm vatni.
Skýjað 3–4°C. Hraðamæling þegar grip hefur tapast að fullu í 6 mm vatni.
veður 12–15°C. Huglægt mat á viðbragði í stýri, tilfinningu fyrir veginum, stöðugleika og í svigakstri.
Michelin stendur sig best. Hér kemur ódýra Hifly dekkið sterkt inn. Continental og bílaframleiðendadekkin eru með frekar grunnt mynstur sem hleypir bílnum í snemmbúið flot.
Ekkert dekk ræður jafn vel við riflað yfirboð brautarinnar eins og Michelin. Á hinum endanum eru framleiðendadekkin með fæst stig.
HEMLUN Á ÞURRU MALBIKI VIÐNÁM (EYÐSLA)
Breytilegt veður 9–13°C. Hemlunarvegalengd frá 110 – 5 km/h á þurru malbiki
Skýjað 7–8°C. Drægni mæld á afturhjóladrifni Kia EV6. Hringakstur á stöðugum hraða.
Michelin og Continental gefa betri tilfinningu upp í stýri en Goodyear og Nokian. Dekkin frá bílaframleiðendunum hafa slakt grip og Hifly er illviðráðanlegt undir álagi.
AKSTURSÞÆGINDI OG VEGGNÝR
Huglægt (H) og mælt mat á þægindum og veggný 70/110km/h
Ekki er mikill munur milli dekkja í þessum prófunum en framleiðandadekkin eru slökust. Hifly er hvað slakast og nær ekki að stöðva fyrr en heilli bíllengd á eftir Nokiandekkinu.
Dekk bílframleiðenda sýna fram á 8–9% aukna drægni í samanburð við önnur dekk. Continental stendur sig best af merktu dekkjunum með 5% frávik frá Volvo-dekkinu.
Mat á veggný er aðallega huglægt við akstur á þrennslags yfirborði (slétt, hrjúft, gróft) á 70 km/h og síðan 110 km/h. Einnig er hljóð mælt inni í bílnum og er mælir þá staðsettur við eyra ökumanns. Þægindi eru huglægt mat á því hvernig dekkið vinnur á holum og