1 minute read

Sumardekk

Goodyear Eagle F1 Asymmetric 6 1

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 93 (650 kg)

Mynsturdýpt: 6,6 mm

Framleiðsludags: 25.07.2021

Framleiðsluland: Þýskaland

Söluaðili:

Verð á eitt dekk:

Besta sumardekkið 2023, frábært dekk sem hentar bæði í rólegum og krefjandi akstri.

Asymmetric 6 er áberandi gott þegar kemur að beygjum á blautu malbiki. Dekkið lætur auðveldlega að stjórn og eru jafnvel fyrirsjáanleg við þolmörk. Þá er flotþol þess mjög gott.

Á þurru yfirborði stendur dekkið sig einnig vel en þó örlar á undirstýringu undir álagi. Dekkið er fremur mjúkt sem skilar þægilegri akstri, lágum veggný og lægsta viðnámi í prófununum.

Þetta dekk klárar öll próf með bestu einkunn án nokkurra vandræða og landar þar með fyrsta sæti.

Kostir: Öruggir akstureiginleikar, grip á blautu malbiki, lágt viðnám og lágur veggnýr.

Michelin Pilotsport 5 2

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,1 mm

Framleiðsludags: 03.01.2022

Framleiðsluland: Spánn

Söluaðili: N1 / Costco

Verð á eitt dekk:

PS5 dekkið frá Michelin kom á markað fyrir ári síðan og er endurbætt útgáfa þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á endingu dekksins. Kom þetta skýrt í ljós við prófanir en dekkið slitnaði minnst af öllum prufudekkjunum í ár.

Dekkið skilar mjög góðu gripi á blautu yfirborði en það var einnig áberandi gott við bremsuprófanir, ekki aðeins að dekkið hafi náð skemmstri hemlunarvegalengd heldur einnig hversu jafnar niðurstöðurnar voru en dekkið virðist vera ónæmt fyrir breytingum á álagi og hita. Sérstaklega var dekkið gott þegar bremsað var í kröppum beygjum án þess að missa grip. Þessir eiginleikar gerir ökumanni kleift að ná mjög góðum árangri í brautarakstri jafnt í blautu og þurru þrátt fyrir að undirstýring geri stundum vart við sig.

Michelin var, eins og Goodyear-dekkið, mjög gott í flest öllum prófunum, að nokkrum atriðum undanskildum. Kostir: Auðvelt við hemlun, grip í bleytu, öryggistilfinning við krefjandi akstur.

Ókostir: Verð í samanburði við samkeppnisaðila