1 minute read

Tíu jarðgöng í samgönguáætlun til næstu þrjátíu ára

Í þingsályktunartillögu innviðaráðherra um nýja samgönguáætlun kemur fram forgangsröðun um uppbyggingu jarðganga til 30 ára. Lögð er til forgangsröðun næstu 10 jarðganga á Íslandi ásamt fjórum öðrum jarðgangakostum til nánari skoðunar. Jarðgöngin eiga öll það sameiginleg að vera lykilþáttur í að treysta búsetuskilyrði um land allt og veita umferð fram hjá hættulegum og óáreiðanlegum fjallvegum. Um er að ræða flest jarðgöng sem komið hafa til umfjöllunar á síðustu árum. Stefnt er að því að allir jarðgangakostir komi til framkvæmda á næstu 30 árum.

Í áætluninni eru sett fram áform um árlega fjárfestingu, utan fjárhagsramma, á bilinu 12 til15 milljarða kr. í jarðgangagerð til ársins 2038. Fjármögnun þeirrar fjárfestingar er hluti af heildstæðri endurskoðun tekjuöflunar af farartækjum og umferð.

Tíu jarðgöng - forgangsröðun

• Fjarðarheiðargöng

• Siglufjarðarskarðsgöng

• Hvalfjarðargöng tvö

• Göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur

• Göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur

• Breiðdalsleggur, breikkun

• Seyðisfjarðar- og Móafjarðargöng

• Miklidalur og Hálfdán

• Klettháls

• Öxnadalsheiði

Fjögur önnur göng eru til skoðunar, Reynisfjall, Lónsheiði, Hellisheiði eystri, Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng.