1 minute read

Samið um malbikun upp á 1,7 milljarða

Samið hefur verið við Colas Ísland um malbikun á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi árin 2023 og 2024 með möguleika á framlengingu um eitt ár. Skrifað var undir samninginn fyrr í vikunni að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Heildarvirði samningsins er um 1,7 milljaðar eða um 855 milljónir á ári. Verði samningurinn framlengdur hækkar heildarvirði hans í 2,5 milljarða.

Fyrr á þessu ári bauð Vegagerðin út þrjú verk á Evrópska efnahagssvæðinu, sem skiptust í malbikun á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi fyrir árin 2023 og 2024. Þrjú tilboð bárust í öll verkin frá þremur innlendum verktökum. Colas Ísland reyndist bjóða lægsta verðið í öllu þremur tilvikum, sem voru um 97–103% af kostnaðaráætlun, auk þess að uppfylla önnur skilyrði útboðsins.

Áætlað er að vinna hefjist um miðjan maí og verði lokið fyrir 1. ágúst í ár og á næsta ári.

Helstu magntölur samanlagt útboðanna þriggja eru:

126.800 m2 í útlagnir, 113.400 m2 í fræsingar, 20.500 m2 í hjólfarafyllingar og 54.375 m í yfirborðsmerkingar