1 minute read

Sumardekk

Bridgestone Potenza Sport 7

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 6,5 mm

Framleiðsludags: 11.04.2022

Framleiðsluland: Ítalía

Söluaðili: Betra Grip Verð per. dekk

70

Nýjasta Potenza Sport dekkið kom á markað 2021 og hefur það sportlegustu eiginleika þeirra dekkja sem voru prófuð í ár. Hins vegar þarf að færa þó nokkrar fórnir á móti.

Mynsturdýptin er einungis 6,5 mm en það er ekki til að draga úr viðnámi heldur til að hámarka aksturstilfinningu. Ekkert annað dekk hefur jafn kvikt viðbragð og bregst það nær viðstöðulaust við breyttri aksturstefnu.

Dekkið stenst hraða í beygjum mun betur en önnur dekk en hemlunarvegalengd er ívið lengri en á öðrum dekkjum í prófununum.

Á blautu yfirborði fer dekkið að fljóta á fremur lágum hraða og yfirleitt missa afturdekkin grip fyrst og hleypir það bílnum auðveldlega á hliðarskrið.

Hátt viðnám og veggnýr skila dekkinu eingöngu sjöunda sæti.

Kostir: Akstursánægja, viðbragð í stýri, stöðugleiki, grip í beygju.

Ókostir: Flot, hliðarskrið á blautu yfirborði.

SUNFULL SF-888 (M+S)

Hraðaþol: W(270 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,6 mm

Framleiðsludags: 22.11.2021

Framleiðsluland: Kína

Söluaðili: Verð per. dekk

Sunfull SF-888 er eitt af ódýrustu dekkjum á markaðnum. Eins og sum önnur kínversk dekk þá ber dekkið „M+S“ merkingu sem bendir til að það megi nota sem heilsársdekk en er í raun eingöngu hæft til sumaraksturs.

Á óvart kemur hversu gott grip dekkið veitti en þó var það ekki traustvekjandi.

Stöðugleikinn var lítill sem engin og átti dekkið erfitt með að halda stefnu við krappar beygju, eða beygjur almennt og bregst þar illa við, jafnvel á lágum hraða. Mikið er um undirstýringu á blautu yfirborði en það veldur því að ólíklegt er að bíllinn fari í hliðarskrið eins og ódýr dekk eiga til að gera.

Hátt viðnám og veggnýr skila dekkinu síðasta sæti.

Kostir: Þokkalegt grip með tilliti til verðs.

Ókostir: Lélegt í beygjum, lítill stöðugleiki, hár veggnýr.