2 minute read

Ekki þörf á að hækka bílprófsaldurinn hér á landi

Á fundi ráðherraráðs ESB í byrjun mánaðarins var rætt um tillögu framkvæmdarstjórnar um ökuskírteini sem m.a. felur í sér að bílprófsaldur verði 18 ár. Í þeim umræðum lýsti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sjónarmiðum Íslendinga þess efnis að ekki væri þörf á að hækka aldurinn hér á landi enda hafi Íslandi með markvissum hætti tekist að fækka umferðarslysum meðal yngri ökumanna en jafnframt liggur það ekki að öðru landi.

Á dögunum bauð Sigurður Ingi samgönguráðherrum Norðurlanda til fundar í Lúxemborg í aðdraganda fundar ráðherraráðs ESB á sviði samgöngumála. Þar voru rædd ýmis samgöngumál. Hefð hefur skapast fyrir því að ráðherrar Norðurlandanna fundi áður en ráðherraráð hittist.

Þar sem Ísland er í formennsku norrænu ráðherranefndarinnar boðaði Sigurður Ingi aðra til leiks að þessu sinni. Á þessum fundum gefst ráðherrum tækifæri að skiptast á skoðunum um stefnumótunarvinnu ESB á sviði samgöngumála og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Einnig var rætt um upplýsingaskipti um umferðalagabrot sem þýðir að hægt verði að innheimta fyrir umferðalagabrot þótt viðkomandi sé staddur í öðru landi.

Fleiri létust úr hópi gangandi og hjólandi en úr hópi ökumanna og farþega

Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þess.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1973 að fleiri látast úr hópi gangandi og hjólandi en úr hópi ökumanna og farþega og í fyrsta sinn frá árinu 1992 sem fleiri látast í þéttbýli en utan þéttbýlis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um slys í umferðinni árið 2022. Samkvæmt henni slösuðust 195 alvarlega í umferðinni í fyrra, 123 karlar og 72 konur. Tuttugu börn slösuðust illa á árinu og 97 slösuðust lítillega. Af þeim fyrrnefndu var 81 á reiðhjóli eða rafhlaupahjóli en 58 í fólksbíl. Alls slösuðust 176 á rafmagnshlaupahjóli, þar af 48 alvarlega.

Í skýrslunni segir að flest slys og óhöpp verði á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar og næst flest á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar annars vegar og hins vegar á hringtorginu í Hafnarfirði þar sem mætast Flatahraun, Fjarðarhraun og Bæjarhraun.

Þegar kemur að slysum með meiðslum verða þau flest á gatnamótum Miklubrautar og

Kringlumýrarbrautar og á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar.

„Íbúar Ísafjarðar og Grindavíkur eru þeir sem slasast mest í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum m.v. íbúafjölda á viðkomandi stað. Íbúar Borgarness, Akraness, Akureyrar og Selfoss standa sig talsvert betur árið 2022 heldur en árin á undan. Íbúar Borgarness standa sig best allra þetta árið en árið 2021 stóðu þeir sig verst allra,“ segir í skýrslunni.

Framlegningarspeglar

– Fljótlegt að festa vel og örugglega á upprunalegan spegil bílsins

– Stillanlegt á breidd eftir stærð kerru

– 39 cm löng gúmmíól til að festa spegil

Upprunalegi spegill bílsins nýtist einnig samt sem áður

Í pakkanum eru tveir speglar í hlífðarpokum sem auðveldar geymslu

FÍB verð 10.400 kr. - Fullt verð 13.000 kr.