1 minute read

Vottuð verkstæði

TJÓNA- OG ÞJÓNUSTUSKOÐUN BL

Verkstæði BL eru vottuð af framleiðendum og við notum aðeins viðurkennda varahluti, efni og aðferðir. Þannig heldur bíllinn þinn verðgildi sínu betur að lokinni þjónustu eða reglubundnu viðhaldi.

Láttu okkur þjónusta bílinn, við þekkjum hann

Við erum sérfræðingar í okkar bílum, hvort sem þig vantar þjónustuskoðun, reglubundið viðhald eða viðgerðir vegna tjóns þá skaltu heyra í okkur. Verkstæðin okkar eru vottuð af framleiðendum og við notum aðeins viðurkenndar aðferðir, varahluti og efni. Þú getur haft samband í gegnum Facebook-síðu BL, tölvupóst eða síma.

Eitt fullkomnasta réttinga- og málningarverkstæði landsins

Ef þú lendir í óhappi erum við til staðar fyrir þig. Réttingaverkstæðið okkar er eina vottaða verkstæði landsins fyrir viðgerðir á BMW, MINI, Jaguar og Land Rover og er unnið eftir ströngum stöðlum framleiðenda til að bifreiðin haldi sömu upprunalegu öryggisatriðum, gæðum og eiginleikum og hann var framleiddur fyrir. Viðgerðir okkar fyrir önnur vörumerki BL eru unnin eftir sömu verkferlum til að fullkomna verkið. Við þekkjum bílinn þinn.

Fyrsta flokks þjónusta við eigendur rafbíla

Bifvélavirkjar BL hafa lokið vottunarprófi í þjónustu og viðhaldi á einstökum einingum í bílarafhlöðum og er verkstæði okkar með sérstakt afmarkað rými sem er útbúið öllum nauðsynlegum og sérhæfðum viðgerðar- og greiningarbúnaði sem þarf til þess að annast viðhald á rafhlöðum.