Sumardekkjakönnun 2024

Page 1

2024 SUMARDEKKJA KÖNNUN

Vangaveltur um sumardekkjakönnunina

Síðastliðin ár hefur sala á rafbílum margfaldast hér heima og er eðlilegt fyrir bifreiðaeigendur spyrja sig hver sé besti valkosturinn við dekkjakaup. Vangaveltur um heppilegasta sumardekkið undir venjulegan bíl geta verið nægjanlega flóknar og er ekki á bætandi að setja rafbíl inn í jöfnuna.

Í orði kveðnu eru hjólbarðarnir í sumardekkjakönnunni í ár, jafngóð undir öllum bílum óháð aflgjafa. Þegar kemur að dekkjavali skiptir mestu máli að hugsa um öryggi farþega umfram allt annað og því þarf að gæta að frávikum. Að þessu sinni eru heilsársdekk frá Michelin tekið til samanburðar við sumardekkin.

Skilgreining á heilsársdekki veldur stundum misskilningi á Íslandi því að í nær öllum tilfellum flokkum við ónegld vetrardekk sem heilsársdekk. Á meginlandi Evrópu eru heilsársdekk (e. all season tires) í raun talið vera mynstur sem svipar meira til sumardekkja, t.d. óhindraðar rákir eftir endilöngu dekkinu með

harðara gúmmíi. Ekki verður mælt með slíkum dekkjum í vetrarakstri í íslensku veðurfari og á kaldari svæðum. Því er „heilsársdekk“ ekki endilega dekk til almennrar heilsársnotkunar á Íslandi þó að það virki ágætlega víða, allt eftir aðstæðum, t.d. Reykjavík annars vegar en Ísafjarðardjúp eða Mývatn hins vegar.

Sérfræðingar í þessum prófunum telja að krafa um sérstök rafbíladekk, þar sem megináherslan er lögð á lágt viðnám, eigi ekki endilega rétt á sér því að þá þarf að fórna veggripi til að ná fram lægra viðnámi eins og prófanir fyrir tveimur árum gáfu til kynna.

Í þessum prófunum merktu þrír dekkjaframleiðendur (Continental, Goodyear og Hankook) hjólbarða sína sérstaklega á þann hátt að þeir séu jafnt fyrir jarðeldsneytis- og rafbíla. Michelin gengur þó skrefi lengra með Primay 4+ og merkir dekkið fyrir alla bíla en einnig stendur til boða að fá sérstakt rafbíladekk með mun lægra viðnámi.

Spurning um þyngd

Staðreyndin er sú að raf- og tengiltvinnbílar eru hlutfallslega þyngri en hefðbundnir eldsneytisbílar. 20% þyngri bíll þýðir 20% aukið álag og slit. Þetta á við allan akstur hvort sem ekið er í gegn um beygjur, í upptaki eða við hemlun. Þá búa rafbílar yfir auknu togi og afli sem skilar sér í auknu álagi og meiri líkum á hraðara sliti.

Á móti er hægt að draga umtalsvert úr álagi á dekkin með breyttri aksturshegðun. Þar sem rafbíllinn er í raun einungis með einn gír og hleðslubremsu er oft hægt að ná mýkri akstri en ella.

Sé spurningin um kostnað geta eigendur einnig farið í minni felgur og um leið verður dekkjakostnaður lægri. Um leið eru hjólbarðarnir komnir með hærri hliðar sem gefa meira eftir hvað varðar holur og ójöfnur ásamt því að vera hljóðlátari.

2 FÍB-blaðið

Skilgreiningar og hugtakanotkun

Eins og mörg undanfarin ár hefur Motor, félagsblað norskra bifreiðaeigenda (NAF), veg og vanda af sumardekkjakönnuninni 2024. Níu sumardekk voru í könnuninni í ár og eitt heilsársdekk. Hún fór fram á Hakka-Ring brautinni í Santa Cruz de la Zara í Toledo-héraði, rétt fyrir utan Madríd á Spáni, í byrjun október sl.

Hugmyndin á bak við dekkjaprófanir er að líkja eftir aðstæðum sem ökumenn gætu lent í á vegum. Fjölhæfar brautir og nútímalegur búnaður prófunarstöðvarinnar í Santa Cruz gerði framkvæmdaaðilum kleift að prófa dekk á blautu og þurru, þannig að mikil rigning eða óhóflegur hiti kæmu ekki á óvart. Brautin er sjö kílómetra löng þar sem hægt er að prófa dekk við allt að eða jafnvel yfir 300 km/klst. Veðrið lék við prófunaraðilana, hiti var á milli 20 til 30 gráður og sól skein í heiði alla dagana.

Prófunaraðstaðan er ein sú fremsta í heiminum

Í bílaiðnaðinum þykir prófunaraðstaðan í Santa Cruz ein sú fremsta í heiminum. Hún er á 3.000 hektara svæði sem hefur yfir að ráða tíu mismunandi brautum, meðal annars í því skyni að prófa dekk. Sérfræðingar á ýmsum sviðum unnu þar að niðurstöðum við bestu ákjósanlegustu skilyrði. Þeir höfðu frjálsar hendur til að komast að raun um hvernig mismunandi dekk bregðast við í óvæntum aðstæðum sem geta komið upp í akstri.

Markmiðið er að ná sanngjörnum og jöfnum prófunarskilyrðum. Eins og jafnan var viðmiðunarhjólbarði notaður til að ganga úr skugga um hvort einhverjar ytri kringumstæður hefðu áhrif á grip dekkja. Ekkert þeirra getur verið best í öllum prófþáttum en þær eru allar, fyrir utan hemlaprófið, gerðar á Skoda Karoq 1,5 TSI með sjálfskiptingu. Bremsumælingar voru jafnframt gerðar á Skoda Superb 2.0 TDI.

Dekkin sem voru prófuð í könnuninni

Eftirfarandi dekk tóku þátt í prófununum: Continental Premium, Falken Ziex ZE310 Ecorun, Goodyear EfficientGrip, Hankook Ventus Prime 4, Kumho Ecsta HS52, Linglong, Michelin Primacy 4+, Nokian Hakka Blue 3, Sentury (Landsail) Qirin 990 og Michelin CrossClimate 2 (heilsársdekk). Dekkjastærðin er 215/55 R17.

Stigagjöfin er frá einum til fimm. Mest vægi er gefið í hemlunargetu hjólbarðans, öryggi og aksturseiginleikum á blautum vegum. Í ákveðnum prófgreinum, eins og aksturseiginleikum og hávaða, ræður huglægt mat ásamt mældu gildi, jafnframt er huglægt mat lagt á hvernig dekkið veltur yfir ójöfnur.

3 FÍB-blaðið

Heilsársdekk fá ekki góða dóma

Flestir eiga stundum erfitt með að velja sumardekk undir hefðbundinn fólksbíl. Könnunin sýnir hvaða dekk tryggja þér framlegð og mest öryggi. Í þessari könnun kemur

áþreifanlega fram hversu slæma dóma heilsársdekkin CrossClimate 2 frá Michelin fá í samanburði við sumardekk. Þau veita falskt öryggi. Einhverjir hafa haldið því fram að þeir væru að spara fjármuni með því að kaupa heilsársdekk en sú er ekki raunin þegar upp er staðið. Enn fremur er mikill munur á hemlunarvegalengd og veggripi en hún reyndist mun lengri á bæði þurru og blautu malbiki samanborið við hefðbundið sumardekk. Heilt yfir veita heilsársdekk lítið öryggi. Að vísu kemur fram í könnuninni að þau þrífast best á dögum þegar hitinn er um frostmark.

Fyrir þá sem búa á svæðum með lágan sumarhita og hættu á snjókomu nánast allt árið um kring geta heilsársdekk því verið valkostur við sumardekkin. Þau síðarnefndu hafa þó meiri gæði og öryggi. Það skiptir mestu máli.

Continental PremiumContact7 sigurvegari

Í ár stendur Continental Premium Contact7 uppi sem sigurvegari í könnuninni með 87 stig. Dekkið þótti framúrskarandi í hemlunargetu og auðveldan akstur undir álagi. Eins og oftar raða þekktustu dekkjaframleiðendurnir sér í efstu sætin: Nokian Hakka Blue 3 kom í öðru sæti með 85 stig. Dekkið fékk góða dóma fyrir góð afköst við hemlun og gott grip í beygjum á blautu yfirborði.

Kumho Ecsta HS52 er í þriðja sæti með 84 stig. Dekkið þótti sýna góða stýrissvörun, gott grip í beygjum og stuttar hemlunarvegalengdir. Afar mjótt á mununum var því á dekkjunum sem skipuðu þrjú efstu sætin.

Því skal haldið til haga að þegar bíleigendur standa frammi fyrir

því að velja hjólbarða þarf ekkert frekar að velja þá sem skoruðu hæst í könnuninni, frekar hvaða tegund hentar hverjum og einum, aðstæðum og efnahag. Í könnun Motors kemur

skýrt fram að í vissum tilfellum gæti reynst sparnaður að velja ódýrari dekk frekar en úrvalsdekk. Prófunaraðilar báru ekki saman verð á þeim. Þau eru afar mismunandi milli söluaðila og hafa áhrif á söluherferðir og hvaða árstíðir eru í gangi.

4 FÍB-blaðið

Mikilvæg atriði í prófuninni

Hemlun

Blautt malbik er yfirleitt hættulegasta sumarfærið og veggrip dekkja í bleytu er þar af leiðandi mismikið. Sum eru hreinlega flughál í bleytu meðan önnur hafa tryggt grip bæði í akstri og hemlun. Gott veggrip í bleytu er mjög mikilvægur eiginleiki og þess vegna vegur þyngst akstur og hemlun í bleytu. Einkunnir hvers hjólbarða eru reiknaðar út frá meðaltali allra mælda hemlunarvegalengda á þurru annars vegar og blautu hins vegar.

Veggrip

Veggrip hjólbarða er metið með því að mæla brautartíma aksturs eftir votri braut. Aksturinn og mælingarnar eru margar og endurteknar og margir ökumenn annast þennan hluta. Brautin er fjölbreytt og krefst hröðunar og hemlunar en einnig eru krappar beygjur á henni. Einkunn hvers hjólbarða er reiknuð út frá meðaltali fjölda brautarmælinga.

Aksturstilfinning

Ökumenn í könnunni meta á eigin forsendum hvernig hver hjólbarðategund hegðar sér í almennum akstri á malbiki og ýmsum mismunandi akstursaðstæðum. Þar má nefna hvað gerist þegar bíllinn skrikar, hvernig það gerist og hversu erfitt eða létt er að ná aftur fullri stjórn á bílnum. Slíkar aðstæður koma oft upp í akstri í umferðinni. Um er að ræða blindpróf, það er að segja að ökumenn vita ekki hvaða hjólbarðategund er undir bifreiðinni hverju sinni.

Flotun

Hraðinn er aukinn inn á brautarhluta sem þakinn er vatni. Skráður er sá hraði sem bíllinn hefur náð þegar veggripið hefur algerlega tapast.

Veggnýr

Veggnýr er bæði mældur með mælitækjum og metinn af ökumönnum. Ekið er eftir vegi með grófu yfirborði. Ökumenn vita ekki hvaða hjólbarðategund er undir hverju sinni.

Núningsmótstaða

Núningsmótstaða hjólbarða er mæld með sérstökum tækjabúnaði á rannsóknarstofu. Niðurstöðurnar eru umreiknaðar út frá því dekki sem mælist með minnstu mótstöðu (rennur lengst). Einkunn er reiknuð út sem aukin eldsneytiseyðsla.

5 FÍB-blaðið
2 15/55R17

1

CONTINENTAL PREMIUM CONTACT7

Hraðaþol: V(240 km/h)

Burðarþol: 94 (670 kg)

Mynsturdýpt: 7,1 mm

Framleiðsludags: 05.06.2023

Framleiðsluland: Tékkland

Söluaðili: BJB

Verð á eitt dekk: 42.905 kr.

Framúrskarandi grip landar fyrsta sætinu fyrir Continental Í fyrri prófunum hafa forverar

Contact7 setið í efstu sætunum. Það má sérstaklega þakka góðu gripi þrátt fyrir að þægindi hafa ekki verið á við bestu hjólbarðana.

Nýjasta útgáfan tekur á fyrri veikleikum

Hér er í raun búið að setja ný viðmið hvað varðar grip. Þannig hefur Continental stystu hemlunarvegalengdina og bestu niðurstöðurnar þegar kemur að gripi í beygju, bæði í blautu og þurru.

Undir álagi stendur dekkið sig mjög vel og auðvelt er að ávinna traust ökumanns.

Hins vegar hefur dekkið töluvert viðnám sem kemur fram í aukinni eyðslu ásamt því að gefa ekki nægjanlega eftir og valda þannig í hastri fjöðrun. Á grófu malbiki er dekkið þokkalega hljóðlátt en á sléttu mun það aldrei vera á pari við þau bestu.

og -grip skila fyrsta sætinu 2024.

Kostir: Framúrskarandi lág hemlunarvegalengd, lætur vel að stjórn undir álagi.

2

NOKIAN HAKKA BLUE 3

Hraðaþol: W(270 km/h)

Burðarþol: 98 (750 kg)

Mynsturdýpt: 7,9 mm

Framleiðsludags: 28.08.2023

Framleiðsluland: Finnland

Söluaðili: MAX1

Verð á eitt dekk: 31.900 kr.

Toppeinkunn við akstur á blautu yfirborði

Dekkið bregst einstaklega vel við þegar ekið er á blautu yfirborði. Þetta gildir jafnt um hemlun, grip í gegn um beygjur og flot.

Ökumaður á auðvelt með að treysta Hakka Blue því að það svarar vel og lætur auðveldlega að stjórn í álagsakstri og við hemlun.

Á þurru malbiki er Nokian ekki hlutfallslega jafnsterkt og örlar á ónákvæmni upp í stýri. Undir álagi í beygjum kemur fram augljós undirstýring og ökumaður þarf að hafa meira fyrir því að halda stjórn á bílnum.

Aftur á móti veitir mjúk gúmmíblanda í dekkjunum bestu einkunnina hvað varðar þægindi. Dekkið gefur vel eftir við ójöfnur og veghljóð á grófu yfirborði eru algjöru lágmarki.

Þægindi og grip í bleytu skila öðru sæti.

Kostir: Stutt hemlunarvegalengd, grip í beygjum á blautu yfirborði, hár flothraði.

Ókostir: Tilfinning upp í stýri og óstöðug akstursstefna.

6 FÍB-blaðið
Sumardekk
85 STIG
Yfirburðaakstureiginleikar
Ókostir: Viðnám, veggnýr
87 STIG Hemlun í bleytu (15) 15 Grip í blautri beygju (10) 10 Akstur í bleytu (15) 15 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 8 Hemlun á þurru (10) 10 Akstur á þurru (10) 10 Eldsneytiseyðsla (5) 3 Veggnýr (10) 6 Þægindi (5) 2 Samtals (100) 87 Hemlun í bleytu (15) 15 Grip í blautri beygju (10) 8 Akstur í bleytu (15) 12 Flot (10) 10 Flot í beygju (10) 10 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (10) 6 Eldsneytiseyðsla (5) 3 Veggnýr (10) 8 Þægindi (5) 5 Samtals (100) 85
á sléttu malbiki.

KUMHO ECSTA HS52

Hraðaþol: W(270 km/h)

Burðarþol: 98 (750 kg)

Mynsturdýpt: 7,3 mm

Framleiðsludags: 19.06.2023

Framleiðsluland: Suður-Kórea

Söluaðili: Nesdekk

Verð per. dekk 26.993 kr.

Jákvæðar uppfærslur á sportlegu dekki

Nú eru tvö ár frá því að HS52 kom á markað og hefur dekkið fengið létta yfirhalningu frá þeim tíma. Því skal haldið til haga að dekkið sem var í þessum prófunum er það fyrsta sem kemur úr verksmiðjum Kumhos og er ekki enn komið á almennan markað þegar það var prófað.

HS52 er með sportlega eiginleika og kemst næst því að ná jafngóðum niðurstöðum og Continental við akstur í þurru. Þrátt fyrir að dekkið bregðist hratt við skyndilegum stefnubreytingum er skortur á nákvæmni upp í stýri.

Uppfærslan á dekkinu virðist hafa skilað betri niðurstöðum þegar kemur að akstri í bleytu með styttri hemlunarvegalengd og auknu gripi í beygjum.

Mælingar á viðnámi og veggný sýna jákvæðar niðurstöður þrátt fyrir að þægindi séu ekki alltaf í fyrsta sæti hjá sportlegu dekki eins og þessu.

Gott grip tryggir þriðja sæti.

Kostir: Stýrisviðbragð, grip í beygjum, hemlun.

Ókostir: Þægindi í meðallagi.

Hraðaþol: W(270 km/h)

Burðarþol: 98 (750 kg)

Mynsturdýpt: 7,6 mm

Framleiðsludags: 14.03.2023

Framleiðsluland: Tyrkland

Söluaðili: Dekkjahöllin

Verð per. dekk 32.291 kr.*

Ágæt frammistaða þrátt fyrir misgóðar niðurstöður í prófunum

Niðurstöðurnar gáfu misvísandi upplýsingar um Falken að þessu sinni. Dekkið stóð sig best í flotprófununum og lenti þar í fyrsta sæti.

Þrátt fyrir góða einkunn þar á dekkið frekar heima á þurrum vegi.

Á þurru sýnir dekkið gott viðbragð og jafnvægi í svigprófunum og ásættanlega bremsuvegalengd. Hemlun í bleytu er þó slakari en hjá samkeppnisaðilunum.

Nákvæm stýring er um skarpar beygjur á blautum vegi en dekkið getur misst grip án fyrirvara en það gerir auknar kröfur til hæfni ökumanns.

Á neikvæðu hliðinni er dekkið með fremur hátt viðnám og er hast yfir ójöfnur. Veggnýr á grófu yfirborði er hins vegar sá lægsti í þessum prófunum.

Skýrir kostir og gallar skila fjórða sæti.

Kostir: Flot, lætur vel að stjórn á þurru, lágur veggnýr.

Ókostir: Viðnám, hast yfir ójöfnur.

kr.

7 FÍB-blaðið
Sumardekk
3 FALKEN ZIEX ZE310 ECORUN 4
*tilboð, fullt verð 37.990
84 STIG 80 STIG
Hemlun í bleytu (15) 15 Grip í blautri beygju (10) 10 Akstur í bleytu (15) 12 Flot (10) 6 Flot í beygju (10) 8 Hemlun á þurru (10) 10 Akstur á þurru (10) 8 Eldsneytiseyðsla (5) 5 Veggnýr (10) 8 Þægindi (5) 2 Samtals (100) 84 Hemlun í bleytu (15) 12 Grip í blautri beygju (10) 8 Akstur í bleytu (15) 9 Flot (10) 10 Flot í beygju (10) 10 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (10) 8 Eldsneytiseyðsla (5) 3 Veggnýr (10) 10 Þægindi (5) 2 Samtals (100) 80

Hraðaþol: W(270 km/h)

Burðarþol: 98 (750 kg)

Mynsturdýpt: 8,4 mm

Framleiðsludags: 31.07.2023

Framleiðsluland: Þýskaland

Söluaðili: Sólning

Verð per. dekk 41.990 kr.

80 STIG

Prófanir sýndu fram á lágt

viðnám og gott grip

Önnur kynslóð EfficientGrip

Performance 2 hentar vel þeim sem leita eftir lágu viðnámi og góðu gripi. Þá er veggnýr í lágmarki en dynur upp í farþegarými er ekki lýjandi þrátt fyrir að vera ekki með besta skorið er það óháð yfirborðinu sem ekið er á.

Við akstur kemur dekkið best út í bleytu. Grip í beygjum er gott og flothraði í beygju er sá hæsti í prófununum.

Þó er dekkið slakara þegar kemur að tilfinningu upp í stýri og þykir ólínulegt í stefnu, bæði í rólegum og krefjandi akstri.

Hemlunarvegalengd er í meðallagi í prófununum. Að öllu sögðu deilir dekkið fjórða sætinu með Falken.

Kostir: Lágt viðnám og veggnýr, grip í beygjum á blautu.

Ókostir: Ekki nægjanlega stefnufast.

Hraðaþol: W (270 km/h)

Burðarþol: 98 (750 kg)

Mynsturdýpt: 7,2 mm

Framleiðsludags: 14.08.2023

Framleiðsluland: Ungverjaland

Söluaðili: Klettur

Verð per. dekk 33.990 kr. 77 STIG

Ódýrt og þokkalegt dekk

Auðvelt er að sættast við fjórðu kynslóð Ventus Prime 4. Fyrir ásættanlegt verð nær dekkið að skila góðum akstureiginleikum og ágætri tilfinningu upp í stýri, bæði í rólegum og krefjandi akstri.

Á blautum og þurrum vegi lætur dekkið vel að stjórn og auðvelt er að staðsetja það. Ökumaður getur treyst því enda er það stöðugt undir álagi og hemlun.

Grip í beygjum er hins vegar slakara en hjá þeim bestu, sérstaklega í bleytu. Þegar kemur að þægindum er það einungis í meðallagi.

Niðurstöðurnar úr öllum prófununum eru ágætar en ekki nóg til að koma því í toppsætin.

Með tilliti til verðs stendur dekkið sig almennt mjög vel.

Kostir: Gott viðbragð og tilfinning upp í stýri, stutt hemlunarvegalengd.

Ókostir: Slakari niðurstöður en hjá bestu dekkjum þegar kemur að gripi í beygjum og þægindum.

8 FÍB-blaðið Sumardekk GOODYEAR EFFICIENTGRIP PERFORMANCE 2 4
VENTUS PRIME 4 6
HANKOOK
Hemlun í bleytu (15) 12 Grip í blautri beygju (10) 8 Akstur í bleytu (15) 12 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 10 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (10) 6 Eldsneytiseyðsla (5) 5 Veggnýr (10) 8 Þægindi (5) 3 Samtals (100) 80 Hemlun í bleytu (15) 12 Grip í blautri beygju (10) 8 Akstur í bleytu (15) 12 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 8 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (10) 8 Eldsneytiseyðsla (5) 4 Veggnýr (10) 6 Þægindi (5) 3 Samtals (100) 77

Sumardekk

Hraðaþol: W(270 km/h)

Burðarþol: 98 (750 kg)

Mynsturdýpt: 6,5 mm

Framleiðsludags: 17.04.2023

Framleiðsluland: Spánn

Söluaðili: N1 / Costco Verð per. dekk

75 STIG

Veggnýr og slök frammistaða í beygjum.

Primacy 4 hefur fengið auka „plús“ við nafn sitt frá seinustu prófunum. Með þeirri uppfærslu vonast Michelin til að ná að viðhalda hámarksgripi lengur á líftíma dekksins.

Michelin hefur grynnstu mynsturdýpt allra dekkja í þessum prófunum eða 6,5 mm. Þrátt fyrir það eru góðar niðurstöður úr flotprófununum. Á móti kemur að dekkið er með skemmstan tíma milli þess að hefja flot og missa allt grip.

Á blautum vegi er grip í beygjum ívið slakara en hjá þeim bestu. Hemlun er hins vegar góð bæði á þurru og í bleytu.

Undir álagi er dekkið með góða eiginleika hvað varðar tilfinningu og örlar á undirstýringu þótt það láti vel að stjórn.

Því miður myndar dekkið ákveðinn tón af veggný sem magnast upp og verður þreytandi til lengdar. Að öllu samanlögðu endar dekkið í sjöunda sæti.

Kostir: Náttúruleg og góð tilfinning í stýri, auðkeyrt undir álagi.

Ókostir: Hávært á grófu yfirborði, skortur á beygjugripi í bleytu.

COMFORTMASTER

Hraðaþol: V(240 km/h)

Burðarþol: 94 (670 kg)

Mynsturdýpt: 6,5 mm

Framleiðsludags: 29.05.2023

Framleiðsluland: Kína

Söluaðili: Verð per. dekk

59 STIG

Misvísandi nafn á kínversku dekki

Það kom snemma fram í prófunum að ComfortMaster frá kínverska framleiðandanum Linglong stóð ekki undir nafni.

Dekkið var fljótt til undirstýringar á fremur lágum hraða í beygjum, með sérstaklega lélegt grip á blautum vegi. Þegar kemur að álagskeyrslu á þurru malbiki er dekkið óútreiknanlegt og erfitt að halda stefnu við skarpa hemlun.

Í samanburði við Century, sem er annað ódýrt dekk í prófununum, hefur Linglong betri hæfni til að standast flot.

Linglong er ágætt hvað varðar þægindi í ójöfnum og holum en hljóðvist er á pari við önnur dekk í þessum prófunum.

Slakt grip skilar fáum stigum og áttunda sæti.

Kostir: Fyrirgefanlegt í ójöfnum.

Ókostir: Almennt lélegt grip, mikil undirstýring.

9 FÍB-blaðið MICHELIN PRIMACY 4+ 7
LINGLONG
8
Hemlun í bleytu (15) 12 Grip í blautri beygju (10) 8 Akstur í bleytu (15) 12 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 8 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (10) 8 Eldsneytiseyðsla (5) 4 Veggnýr (10) 4 Þægindi (5) 3 Samtals (100) 75 Hemlun í bleytu (15) 6 Grip í blautri beygju (10) 4 Akstur í bleytu (15) 6 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 8 Hemlun á þurru (10) 6 Akstur á þurru (10) 4 Eldsneytiseyðsla (5) 4 Veggnýr (10) 8 Þægindi (5) 5 Samtals (100) 59

Sumardekk

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 98 (750 kg)

Mynsturdýpt: 6,9 mm

Framleiðsludags: 27.03.2023

Framleiðsluland: Tæland

Söluaðili: Dekk1

Verð per. dekk 19.900 kr.

52 STIG

Nafnbreyting skilar engum gæðabreytingum

Nýverið skipti dekkjaframleiðandinn Landsail um nafn og heitir nú Sentury. Í dekkjaprófununum

2020 var Landsail Qirin 990 prófað undir VW Golf sem er léttari bílategundin sem var notuð í þessum prófunum. Þá skilaði Landsail ágætum niðurstöðum í bremsuprófunum en að þessu sinni eru niðurstöðurnar því miður ekki jafngóðar.

Gripið er augljóslega slakara en á dýrari dekkjum og á það bæði við um hemlun og í beygjum, jafnt á öllu yfirborði.

Við snögga hemlun verður dekkið óstöðugt og erfitt fyrir ökumann að viðhalda stjórn.

Í rólegum akstri er skortur á tilfinningu upp í stýri og þá hefur dekkið lægsta flothraða allra í þessum prófunum.

Samtals nær dekkið einungis 52 stigum sem er lægsta skor sumardekkja þetta árið.

Kostir: Engir

Ókostir: Almennt lélegt grip, lágur flot hraði, mikil undirstýring.

10

MICHELIN CROSSCLIMATE 2 (HEILSÁRSDEKK)

Hraðaþol: W(270 km/h)

Burðarþol: 98 (750 kg)

Mynsturdýpt: 6,6 mm

Framleiðsludags: 20.02.2023

Framleiðsluland: Spánn

Söluaðili: N1 / Costco

Verð per. dekk 39.990 / 32.999

Slök niðurstaða heilsársdekkja í samanburði við sumardekk

Hvernig standa heilsársdekk sig við akstur á heitum sumardögum? Þrátt fyrir að vera í háum gæðaflokki er staðfest að grip slíkra dekkja er einungis á pari við ódýr kínverskt dekk.

Aftur á móti skilar heilsársdekkið frá Michelin góðum stöðugleika í krefjandi svigakstri. Mjúkt mynstrið dregur þó úr akstursánægju með misvísandi upplýsingum til ökumanns.

Heilsársdekkið hefur þó þann kost umfram hin dekkin að CrossClimate2 hefur einnig grip við vetraraðstæður en sumardekkin eru gagnlaus í snjó.

Því getur þetta verið álitlegur kostur fyrir þá sem aka á svæðum þar sem von er á snjó seint á vorin og snemma að hausti.

Sumardekk eru klárlega betri kostur fyrir þá sem aka einungis á láglendi.

Kostir: Grip í vetraraðstæðum.

Ókostir: Verð, slakt grip og aksturseiginleikar við sumaraðstæður, hár veggnýr.

10 FÍB-blaðið
9
SENTURY QIRIN 990
51 STIG
Hemlun í bleytu (15) 6 Grip í blautri beygju (10) 6 Akstur í bleytu (15) 6 Flot (10) 4 Flot í beygju (10) 6 Hemlun á þurru (10) 6 Akstur á þurru (10) 4 Eldsneytiseyðsla (5) 4 Veggnýr (10) 6 Þægindi (5) 4 Samtals (100) 52 Hemlun í bleytu (15) 6 Grip í blautri beygju (10) 4 Akstur í bleytu (15) 6 Flot (10) 10 Flot í beygju (10) 8 Hemlun á þurru (10) 4 Akstur á þurru (10) 2 Eldsneytiseyðsla (5) 5 Veggnýr (10) 2 Þægindi (5) 4 Samtals (100) 51

Meðaltal sjö prófanna þar sem hemlað var úr 80 í 5 km hraða. Vatn á yfirborði vegar var einn mm. Continental stóð sig best en Kumho og Nokian skiluðu einnig góðum niðurstöðum. Næstu dekk á eftir voru með svipaðar niðurstöður. Þar á eftir koma ódýrari dekkin. Heilsársdekkið rak síðan lestina með lengstu bremsuvegalengd.

Meðaltal sex umferða í hringakstri á blautu malbiki. Continental og Kumho koma best út í þessum prófunum. Önnur dekk ná svipuðum niðurstöðum. Í seinustu sætum voru Linglong og heilsársdekkið.

Mældur hraði á dekkjum þegar þau hætta að ná gripi og byrja að snúast 15% hraðar en afturdekkin. Vatnsdýpt er 6 mm. Falken, Nokian og heilsársdekkið standa sig best. Sentry á í mestu erfiðleikum og hefur 10% lægri flothraða en Falken.

Mældur hraði í beygju þegar bíll missir allt grip. Vatn á vegi er 6 mm. Það sama á við hér eins og í flot prófunum á beinum kafla, Falken og Nokian standa sig vel. Best er þó Goodyear. Í neðsta sæti lendir Sentury.

Meðaltal þriggja umferða í akstursbraut. Einnig var lagt mat á aðra akstureiginleika. Continental skarar fram úr þegar kemur að skörpum beygjum undir álagi. Michelin og Hankook ná ekki jafn góðum tímum en bæta upp fyrir það með að láta vel að stjórn. Linglong er erfiðara að eiga við.

Meðaltalsmæling úr þremur akstursumferðum. Einnig er tekið huglægt mat á frammistöðu dekkjanna. Continental fer hér fremst í flokki. Hankook stendur sig ágætlega en skortir grip í beygjum. Heilsársdekkið skilaði þokkalegum niðurstöðum en skortir tilfinningu upp í stýri við hefðbundinn akstur samanborið við sumardekk.

Mæld meðaltalsnotkun á eldsneyti í hringakstri. Eknir voru tíu hringir eða samtals 20 km. Eins og í fyrri prófunum þá standa Goodyear og Kumho sig best. Mjúkt heilsársdekkið sýnir einnig lága eyðslu. Continental og Falken reka síðan lestina með 0,4 auka lítra í eyðslu á hverja 100 km.

Hemlað úr 100 km/h með virka hemlalæsivörn „ABS“. Continental og Kumho hafa hér vinninginn. Augljós munur er á milli gæða og frammistöðu. Heilsársdekkið fór rúmlega metra lengra en ódýra sumardekkið Linglong, og u.þ.b. bíllengd lengra en Continental sem var í efsta sæti.

11 FÍB-blaðið
Í BLEYTU BRAUTARAKSTUR Í BLEYTU AKSTUR Í BLEYTU Continental 24,27 Continental 11,41 Continental 72,8 Nokian 24,72 Kumho 11,42 Nokian 73,7 Kumho 24,92 Goodyear 11,63 Kumho 73,8 Hankook 25,21 Nokian 11,69 Goodyear 74,0 Michelin 25,67 Falken 11,73 Hankook 74,3 Goodyear 25,81 Michelin 11,75 Michelin 74,7 Falken 25,89 Hankook 11,83 Falken 74,8 Linglong 27,85 Sentury 11,95 Sentury 77,2 Sentury 28,28 Heilsársdekk 12,20 Heilsársdekk 77,2 Heilsársdekk 28,61 Linglong 12,20 Linglong 77,3 Brautarakstur, mælt í sekúndum Brautarakstur mælt í sekúndum Hemlun 80 - 5 km/h mælt metrum
HEMLUN
FLOT FLOT Í BEYGJU
Falken 83,5 Goodyear 97,0 Continental 34,57 Nokian 83,0 Falken 96,5 Kumho 34,74 Heilsársdekk 81,8 Nokian 96,2 Nokian 36,35 Hankook 80,0 Continental 95,5 Michelin 36,82 Michelin 79,9 Heilsársdekk 94,7 Falken 36,82 Linglong 79,5 Hankook 94,4 Goodyear 36,90 Goodyear 78,7 Michelin 93,4 Hankook 36,90 Continental 78,5 Kumho 93,0 Sentury 37,83 Kumho 78,2 Linglong 93,0 Linglong 38,42 Sentury 75,7 Sentury 91,5 Heilsársdekk 39,61
HEMLUN Á ÞURRU
Mæld
Mældur hraði þegar bíll lætur af stjórn í beygju
hemlunarvegalengd úr 100 km/h
Mældur hraði þegar dekk fara á flot
Continental 116,3 Goodyear 5,30 Kumho 116,4 Kumho 5,30 Falken 116,9 Heilsársdekk 5,35 Michelin 117,3 Linglong 5,40 Goodyear 117,5 Michelin 5,40 Nokian 117,9 Hankook 5,50 Hankook 118,1 Sentury 5,50 Heilsársdekk 119,7 Nokian 5,60 Linglong 120,3 Continental 5,70 Sentury 120,6 Falken 5,70
AKSTUR Í ÞURRU VIÐNÁM / EYÐSLA Mæld eldsneytiseyðsla lítrar á 100 km. Brautarakstur mælt í sekúndum
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.