FÍB Blaðið 3. tbl. 2023

Page 1

3.tbl. 2023

Kílómetragjald Hvað gerist um áramótin?

Áform um betri samgöngur byrja á öfugum enda

Hvaða vélar eru til vandræða í notuðum bílum?


Kjalarnesi

Mosfellsbæ Kirkjustétt Starengi Knarrarvogi Skúlagötu Háaleitisbraut

Bíldshöfða

Skeifunni

Öskjuhlíð

Sprengisandi

BYKO Breidd

Kópavogsbraut

Búðakór Akureyri (Glerártorgi og Baldursnesi)

Kaplakrika

Hafnarfjarðarhöfn

Egilsstöðum Fagradalsbraut 15

Stykkishólmi

Borgarnesi Mosfellsbæ Reykjavík Reykjanesbæ Hveragerði Selfossi

Akureyri - Glerártorgi Akureyri - Baldursnesi hjá BYKO* Borgarnesi Hafnarfirði - Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfirði - Kaplakrika* Hveragerði Kjalarnesi Kópavogi - Búðakór Kópavogi - Kópavogsbraut Kópavogi - Byko Breiddinni Mosfellsbæ

Reykjanesbæ - Stapabraut Reykjanesbæ - Hólagata Reykjavík - Bíldshöfða Reykjavík - Háaleitisbraut Reykjavík - Kirkjustétt Reykjavík - Knarrarvogi Reykjavík - Skeifunni Reykjavík - Skúlagötu Reykjavík - Sprengisandi* Reykjavík - Starengi Reykjavík - Öskjuhlíð Selfossi Stykkishólmi Egilsstöðum *afsláttarlaus stöð – okkar langlægsta verð.

ATLANTSOLÍA

FÍB

FÍB félagar eru í uppáhaldi hjá okkur og fá sérlega góð kjör með dælulyklinum, eða allt að 18 krónu afslátt. Sæktu um lykil á www.fib.is og byrjaðu að spara.


MEIRA FYRIR

FÍB FÉLAGA

HJÁ ATLANTSOLÍU EF DÆLT er 150+ Ltr. á mánuði

1 8 KR

aFSLátTUR

16 Kr


Nýir og hærri skattar á notkun fjölskyldubíla

Útgefandi: FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson Ábyrgðarmaður: Runólfur Ólafsson Höfundar efnis: Björn Kristjánsson Jón Kristján Sigurðsson Runólfur Ólafsson Stefán Ásgrímsson Ólafur Hauksson Prófarkalestur: Snorri G. Bergsson Forsíðumynd: BK/AI Umbrot: Björn Kristjánsson Auglýsingar: Gunnar Bender Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Upplag 18.500 FÍB-blaðið kemur út þrisvar á ári og er innifalið í árgjaldinu. Árgjald FÍB er 9.840.Heimilt er að vitna í FÍB-blaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimilda getið FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA Skúlagötu 19 101 Reykjavík Sími: 414-9999 Netfang: fib@fib.is Veffang: www.fib.is 4

FÍB-blaðið

Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir 2024 eru boðaðar miklar skattahækkanir á rekstur bíla. Kolefnisgjald á eldsneyti, olíugjald og vörugjöld á bensín eiga að hækka um 3,5%. Til viðbótar á að hækka grunngjald bifreiðagjalds um tæplega 10.000 krónur yfir árið eða um 32,6%. Aðrir hlutar bifreiðagjaldsins, sem leggjast á meira mengandi bíla, hækka um 3,5%. Ofurhækkun kolefnisgjalds? Auk hækkunar eldsneytisgjalda vegna verðlagsþróunar er lætt inn í fjárlagafrumvarpið ofurhækkun kolefnisgjalds sem innheimt er af seldum bensín- og dísilítrum. Sú hækkun kemur ekki fram í textaskýringum frumvarpsins. Eingöngu er þar að finna upplýsingar um að hækka eigi tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi á alla geira um ríflega 6,4 ma. kr. árið 2024 eða 85% á milli ára. FÍB hefur undir höndum minnisblað frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem fram kemur að ríkið geri ráð fyrir að kolefnisgjöld á bíla hækki um 3,1 ma. kr. árið 2024. Ekki liggur fyrir hversu hátt kolefnisgjaldið verður á bensín- og dísillítra. Að óbreyttu mun eldsneytisverð hækka verulega á nýju ári vegna skattahækkana. Við bætist óvissa um þróun heimsmarkaðsverðs á olíu, m.a. vegna stríðsátaka í Palestínu, en flestir sérfræðingar spá olíuverðshækkunum. Miklar eldsneytishækkanir hafa umtalsverð áhrif á vísitölu neysluverðs og kynda undir verðbólgubálið. Kílómetragjald af akstri hreinorku- og tengiltvinnbifreiða Áformað er að innheimta 6 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra af akstri hreinorkubíla (fólks- og sendibíla), óháð þyngd eða orkuþörf. Þriðjungur kílómetragjaldsins verði innheimtur af tengiltvinnbílum. Fyrstu tengiltvinnbílarnir voru með mjög litla drægni á rafmagni. Þeir voru margir gefnir upp í kringum 30 kílómetra en komust svo raunverulega ekki nema 15–20 km. Þeir bílar sem komast hvað lengst af þeirri kynslóð tengiltvinnbíla sem nú eru á markaði eru með allt að 100 km. uppgefna drægni en algeng raundrægni er frá 40 til 70 km. Til eru rafbílar á markaði sem eru ríflega eitt og hálft tonn en aðrir eru þrjú og hálft tonn og geta dregið eftirvagn. Með því getur samanlögð þyngd verið á sjötta tonn. Hið flata kílómetragjald er ekki hvati til þess að spara orku eða velja léttari bíla til að draga úr sliti á yfirborði gatna og vega. Léleg stjórnsýsla Þær tillögur sem hér eru kynntar koma afar seint fram. Þessi töf bætist við þá óvissu sem ríkir um aðrar álögur ríkisvaldsins á hreinorkubíla eftir áramótin. Fyrir liggur að dregið verður úr afsláttum og ívilnunum vegna kaupa á hreinorkubílum og að útsöluverð þeirra geti hækkað verulega. Þegar þetta er ritað í byrjun nóvember á eftir að útfæra endanlega með hvaða hætti boðaðir styrkir til kaupa á rafbílum verði útfærðir. Það fellur ekki undir gegnsæi, sanngirni eða umhverfisviðmið að borga flatt gjald á alla rafbíla og tengiltvinnbíla. Stjórnsýsla af þessu tagi er ekki boðleg, hvorki neytendum né fyrirtækjum sem vilja hafa einhvern lágmarks fyrirsjáanleika í starfsemi sinni. Fyrirhugaðar skattahækkanir leggjast þyngst á þá sem hafa lægri tekjur og hina sem sækja þjónustu og vinnu um langan veg.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB



Efnisyfirlit: Byrja á öfugum enda...................... 8 Rannsókn á AdBlue..................... 12 Kílómetragjald............................. 14 Útfærsla á kílómetragjaldi.......... 15 1200 km Toyota............................ 16 Bílar í lífi þjóðar........................... 18 Bann tekur gildi 2035.................. 20 Sundabrautarfundir vel sóttir.... 21 Bílvélar og notaðir bílar.............. 22 Vetrardekkjakönnun 2023.......... 29 Reynsluakstur: Smart#1.............. 50 Sáttmáli FIA og FIM..................... 54 Reykingabann.............................. 55

Sundabraut loks að verða að veruleika Loksins virðist farið að hylla undir byggingu Sundabrautar. Undirbúningur er hafinn, að því er virðist af fullri alvöru, og nokkrir kynningarfundir með íbúum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni hafa verið haldnir á síðustu vikum. Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa þar farið yfir breytingar á aðalskipulagi og matsáætlun vegna umhverfisáhrifa brautarinnar. Bygging Sundabrautar hefur verið sagan endalausa og með hreinum ólíkindum hversu hún hefur dregist á langinn. Sundabraut mun hafa í för með sér mikinn samfélagslegan ávinning og því er mikilvægt að undirbúningur framkvæmdarinnar sé í traustum skorðum. Lagning Sundabrautar er ein arðsamasta framkvæmd sem um getur hér á landi. Markmið hennar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun. Áætlaður framkvæmdatími er 2026–2031. Hún verður boðin út sem samvinnuverkefni. Umræðan um Sundabraut hefur lengi verið uppi á borðum. Þegar sagan er tekin saman kemur í ljós að hún hefur verið á aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1984 en hafist var handa við undirbúning hennar í desember 1995. Vegagerðin og embætti borgarverkfræðings í Reykjavík komu þá fyrst með tillögur að staðsetningu vegarins ásamt gerð hans og var kraftur settur í frumhönnun og rannsóknir við fyrsta áfanga verksins, að mestu leyti, árin 1995 til 2002 . Árin 2004 til 2007 var nokkur uppgangur í þessu verkefni en Vegagerðin og Reykjavíkurborg voru ekki á sama máli með leiðirnar tvær sem skyldi fara. Vegagerðin vildi gera veg á fyllingu sem hæfist fyrir botni Elliðaárvogs frá Gelgjutanga (Leið 3) en áherslur Reykjavíkurborgar voru að gera jarðgöng utar, á milli Klepps og Holtagarða (Leið 1). Eftir 2008 var lítið rætt um þetta og var Sundabraut m.a. ekki sett á samgönguáætlun árin 2011 til 2022. Síðar var lagt fram á Alþingi að ríkið myndi ekki koma til með að fjármagna Sundabraut en skoða eigi kosti þess að nýi vegurinn verði einkaframkvæmd. Árið 2021 var ákveðið að brú yrði besti valkosturinn. Það er mikið gleðiefni að sjá í hvaða farveg bygging Sundabrautar er komin. Vinna við frumhönnum veglínu og helstu mannvirkja stendur yfir og ætti að ljúka öðrum hvoru megin við áramótin. Það er ekki aftur snúið. Sundabraut er stökk fram á við í samgöngumálum hvert sem litið er.

Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri 6

FÍB-blaðið


GÆÐI Á LÆGRA VERÐI! VIÐ LÆKKUÐUM VERÐIN Á OKKAR VINSÆLUSTU RAFGEYMUM


Áform um betri samgöngur byrja á öfugum enda

B

esta leiðin til að draga úr umferð einkabíla er að tryggja þjónustu fyrir daglegar þarfir í nærumhverfi íbúanna. Þannig hljómaði rauði þráðurinn í máli tveggja skipulagsráðgjafa sem töluðu á málþingi Betri samgangna ohf. um samgöngur og sjálfbært skipulag í lok ágúst síðastliðnum. Ráðgjafarnir voru Bernt Toderian fyrrum skipulagsstjóri Vancouver og Maria Vassilakou fyrrum varaborgarstjóri Vínarborgar. Þau sátu í dómnefnd um uppbyggingu Keldnalands. Bernt og Maria sögðu á málþinginu að draga mun úr bílaumferð ef fólk getur gengið eða hjólað á 3–5 mínútum innan hverfis til að sækja alla helstu þjónustu, svo og vinnu fyrir hluta íbúa. Hún minnkar í staðinn fyrir að vaxa. Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er ekki litið til slíkra lausna. Þess í stað verður þrengt að einkabílnum og að fólk fari sömu ferðir og áður, á tveimur jafnfljótum, á hjóli, með strætó eða umfram allt með borgarlínu þar sem það er hægt. Samgöngusáttmálinn byrjar semsagt á öfugum enda, á afleiðingum aukinnar umferðar frekar en orsökum hennar.

Hvernig má fækka bílferðum?

Hvaða nærþjónusta er í boði?

Bernt og Maria sögðu að í grunninn ætti ekki að þurfa að setjast upp í bíl til að sinna daglegum þörfum:

Standast íbúahverfi á höfuðborgarsvæðinu þau viðmið sem Bernt og Maria nefna? Að mestu leyti ekki.

• Í mesta lagi á að taka 5 mínútur að ganga til að kaupa í matinn og sækja aðra daglega þjónustu. Það eru rúmlega 400 metrar. • Hjólreiðanet þarf að vera mjög þétt til að fólk velji hjólreiðar sem ferðamáta. • Þéttbýli sé einkum barnvænt, að börn geti notið öryggis í nærumhverfinu og nóg sé af grænum svæðum. • Þétt byggð skapar grundvöll fyrir nærþjónustu.

8

FÍB-blaðið

Aðeins hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu kannast við að geta gengið út í matvörubúð á innan við 5 mínútum. Stærsti hluti grunnskólabarna kemst þó gangandi í skólann á 5 mínútum eða skemur. Hjólreiðanetið sem ráðgjafarnir kalla eftir er afar gisið svo að ekki sé meira sagt. Mest hefur verið lagt upp úr að leggja stofnhjólabrautir á höfuðborgarsvæðinu og svo verður áfram. Öruggar hjólaleiðir innan hverfa eru hins vegar sjaldséðar eða tengjast illa, nema hjólað sé á gangstéttum. Í erindum Bernt og Mariu kom fram að nauðsynlegt væri að aðskilja umferð gangandi og hjólandi til að hjólreiðar verði alvöru valkostur í samgöngum.

Um 70 matvöruverslanir eru á höfuðborgarsvæðinu. Þær dreifast frekar óskipulega og dæmi eru um að tvær til þrjár standi á sama blettinum, t.d. á Granda, í Mosfellsbæ, Kauptúni og Skeifunni. Meira og minna full bílastæði við matvöruverslanirnar benda ekki til þess að það henti viðskiptavinum að ganga eða hjóla með fulla innkaupapoka eða að vegalengdir séu nógu stuttar. Nærþjónusta í göngufæri Fullyrða má að ekkert íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu nálgist það þjónustustig sem Bernt og Maria segja að sé frumforsenda þess að minnka bílanotkun. Um hvaða þjónustu er þá verið að tala sem líklegt er að fólk sæki einu sinni eða oftar í hverri viku, jafnvel daglega? Nefna má til dæmis bakarí, blómabúð, bókabúð, fatahreinsun, veitingastaði, læknastofu, tannlæknastofu, reiðhjólaverkstæði,


Bernt Toderian fyrrum skipulagsstjóri Vancouver og Maria Vassilakou fyrrum varaborgarstjóri Vínarborgar

ísbúð, gjafavöruverslun, ritfangaverslun, hársnyrtistofu, fataviðgerðir, apótek, póstbox, fiskbúð og skósmið. Einnig má nefna aðstöðu til að stunda fjarvinnu og fjarnám. Enginn gerir kröfu um að öll slík þjónusta sé í göngufæri í öllum íbúðahverfum. Staðreyndin er hins vegar sú að víða er nánast enga nærþjónustu að finna í göngufæri. Tökum til dæmis Foldahverfið í Grafarvogi . Þar eru þrír veitingastaðir, bensínstöð, krá og kirkja í þokkalegu göngufæri. Í Húsahverfi og Hamrahverfi, sem eru sitt hvorum megin við Foldahverfið, er engin nærþjónusta af nokkru tagi. Í hinu nýja þéttbyggða Hlíðarendahverfi er matvöruverslun, garnbúð, gjafavörubúð og lögfræðistofa. Það dugar skammt. Í nýja hverfinu í Úlfarsárdal er ekkert þjónustufyrirtæki. Meirihluti íbúa

Seltjarnarness er utan við 5 mínútna göngufjarlægð frá matvöruverslun, bókasafni, veitingastöðum og ísbúðum á Eiðistorgi. Á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði er einn skyndibitastaður í göngufæri. Í Hvömmunum í Hafnarfirði eru tveir veitingastaðir og matvöruverslun í göngufæri. Þetta eru örfá dæmi tekin af handahófi. Engan skyldi undra hve mikið bíllinn er notaður í daglegum erindagjörðum á höfuðborgarsvæðinu. Þröngsýni samgöngusáttmálans Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem Betri samgöngum ohf hefur verið falið að útfæra, snýst alfarið um uppbyggingu samgönguinnviða með höfuðáherslu á borgarlínu. Í sáttmálanum er ekki orð að finna um bætta nærþjónustu sem sjálfkrafa getur dregið úr bílferðunum, líkt og Bernt og Maria benda á.

Margt í samgöngusáttmálanum er vissulega til að liðka fyrir bílaumferðinni. Þar er þó aðeins um sjálfsagðar og bráðnauðsynlegar úrbætur að ræða. Í grunninn gengur samgöngusáttmálinn út á óbreyttan þeyting almennings í þjónustuleit um allt höfuðborgarsvæðið vegna þess að hún finnst ekki í nágrenninu. Það skýrir stóran hluta af bílaumferðinni. Samgöngusáttmálinn gengur hins vegar út á að fólki noti helst aðra samgöngumáta en einkabílinn, sama hvort það hentar eða ekki. Engin greining virðist hafa farið fram á hvað gera mætti annað til að draga úr ferðaþörf íbúa áður en ákveðið var að borgarlína væri rétta svarið. Með blöndu af fjölbreyttum leiðum er hægt að auka þjónustuna í íbúðahverfunum og draga með ýmsu öðru móti úr bílferðaþörfinni.

FÍB-blaðið

9


Áform um betri samgöngur byrja á öfugum enda frh.

Hvernig má fækka bílferðunum? Ríkisvaldið, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta gert fjölmargt til að örva nærþjónustu í íbúðahverfum. Tækniframþróun hefur einnig heilmikið að segja. Hér er bent á ýmsar áhrifaríkar leiðir sem eru vísar til að fækka bílferðum til muna.

Skattalegir hvatar Niðurfelling á fasteignagjöldum eða niðurgreidd húsaleiga atvinnuhúsnæðis er öflugasti hvatinn til að fá þjónustufyrirtæki inn í íbúðahverfi.

Deilibílar og rafhlaupahjól Þessir kostir hafa þegar náð góðu flugi og hjálpa til við að gera bíllausan lífsstíl mögulegan eða að fólk fækki bílum á heimilinu.

Gott framboð af leiguhúsnæði Nægt framboð leiguhúsnæðis gerir mögulegt að færa heimilið nær vinnustaðnum.

Sveigjanlegur vinnutími Slikt fyrirkomulag minnkar umferð á álagstímum og auðveldar að þjappa vinnuvikunni á fjóra daga. Ókeypis í strætó fyrir alla námsmenn Það hvetur námsmenn til að spara sér kostnaðinn við einkabílinn.

Hagstæð lán og styrkir til þjónustufyrirtækja í íbúðahverfum Slík fyrirgreiðsla getur skipt sköpum fyrir þá sem vilja hefja rekstur.

10

FÍB-blaðið

Póstbox og kælipóstbox Þau eru ómetanleg gagnsemi fyrir netpantanir, spara sporin og þyrftu að vera eins víða og þurfa þykir.

Flytja mannfrekar stofnanir úr miðborginni Hið opinbera ber mesta ábyrgð á þeirri miklu og vaxandi umferð sem streymir inn og út úr miðborg Reykjavíkur á álagstímum með sífellt fleiri og fjölmennari stofnunum sem eru oft staðsettar þar.

Aðstaða fyrir fjarkennslu og fjarvinnu Vinnustaður nálægt heimilinu er til bóta, óháð því hvar höfuðstöðvarnar eru.

Auka þarf rafræna þjónustu Rafræn þjónusta fækkar ferðum til muna en hægt er að gera miklu betur og spara almenningi þannig sporin.

Tryggja þarf framboð af húsnæði fyrir nærþjónustu Víðast hvar er til atvinnuhúsnæði á jarðhæðum sem henta fyrir nærþjónustu en víða hefur þeim verið breytt í íbúðir.


Nýr Plug-in Hybrid

Verð frá

9.790.000 kr.

Ný kynslóð af einum söluhæsta sportjeppa heims. Einn söluhæsti sportjeppi á heimsvísu er nú fáanlegur í rafmagnaðri tengiltvinn útfærslu ásamt nýju og stórglæsilegu útliti. Með allt að 82 km drægni á rafmagni, 1.500 kg dráttargetu, Honda Sensing 360° öryggistækni og Honda Parking Pilot heldur CR-V áfram að skara fram úr. Nánar um CR-V PHEV

Komdu og reynsluaktu nýjum CR-V Plug-in Hybrid.

Askja · Krókhálsi 11-13, 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Honda á Íslandi.

Umboðsmenn um land allt: K.Steinarsson, Bílasala Austurlands, Bílasala Selfoss, Bragginn, Höldur

Fylgdu okkur á Instagram instagram.com/hondaisland

Fylgdu okkur á Facebook facebook.com/hondaisland

FÍB-blaðið

* Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Nánari upplýsingar um 5 ára ábyrgð Honda er á honda.is/abyrgd ** 36 mán eða 30þ km, hvort sem fyrr kemur.

11


Rannsókn á AdBlue í löndum innan Evrópusambandsins Neytendahópar víðsvegar um Evrópu skora á evrópsk neytendayfirvöld að hefja rannsókn á AdBlue-kerfi bíla í löndum innan Evrópusambandsins. Kvörtunin er til komin vegna tíðra bilana í og á grundvelli nýrra sönnunargagna þar að lútandi. Hvað er AdBlue? Kerfið er hannað til að draga úr losun á köfnunarefnisoxíði og hjálpa til við að vernda umhverfið. Þar á í hlut litlaus lausn sem lítur út eins og vatn en samanstendur af 67,5% eimuðu vatni og 32,5% hágæða þvagefni CO(NH2)2. Þegar ökutæki notar AdBlue er köfnunarefnisoxíðinu sem dísilvélin framleiðir breytt í köfnunarefni og gufu. Það dregur verulega úr losun skaðlegs köfnunarefnisoxíðs sem er stór orsakavaldur mengunar í andrúmslofti. AdBlue er úðað inn í pústkerfi vélarinnar þar sem það veldur efnahvörfum. Þessi aðferð og AdBlue uppfyllir kröfur evrópustaðlanna Euro 4 og Euro 5.

12

FÍB-blaðið

Innbyggði hugbúnaðurinn hægir á bílnum um leið og vökvamagnið í AdBlue-tankinum er undir ákveðnu marki. Þegar tankurinn er tómur stöðvar hugbúnaðurinn vél bílsins og kemur í veg fyrir að hún ræsist aftur þar til AdBlue tankurinn er fylltur á ný. Vandinn er að þetta kerfi getur leitt til bilana vegna þess að hugbúnaðurinn gefur stundum rangt til kynna að tankurinn sé (næstum eða alveg) tómur. Líklegt er að þetta sé vegna hönnunar- eða framleiðslugalla í hugbúnaðinum og/ eða í AdBlue-tankinum. Ýmsar greinar sem birst hafa þessu vandamáli lýsa enn frekar þeim vanda sem oft koma upp með AdBlue. Þetta hefur leitt til þess að neytendur hafa orðið að greiða fyrir kostnaðarsamar viðgerðir á ökutækjum sínum. Kvartanir voru farnar að berast til evrópskra neytendayfirvalda (CPC-Network) og neytendayfirvalda á Ítalíu og Spáni í desember 2022, einnig var tilkynnt um grun um brot á lögum um ósanngjarna viðskiptahætti.

Á síðustu árum hafa margir neytendur greint frá svipuðum göllum í hugbúnaðinum og/eða AdBlue-tankinum. Fleiri en 4.000 evrópskir neytendur hafa tilkynnt um vandamál í bílum sínum sem eru knúnir með AdBlue. Frá því í júní komu fram 1.731 tilkynningar í Frakklandi, 2.411 í Belgíu og yfir 700 á Ítalíu. Vandinn er ef til vill ekki takmarkaður við nokkra bílaframleiðendur. Flestir tilkynntu um vandamál með bíla frá Citroën og Peugeot en gögn frá Testachats/Testaankoop og UFC-Que Choisir sýna að líklegt er að fleiri bílaframleiðendur hafi líka áhyggjur af sama vanda. Neytendur hafa þurft að greiða kostnað vegna viðgerða á bílum sínum eins og áður kom fram. Til dæmis greindi UFC-Que Choisir frá því að meðaltali nemi viðgerðarkostnaður um 921 evrum eða rúmar 135.000 krónur. FÍB fylgist með framvindu málsins með systursamtökum sínum í Evrópu.


TOYOTA RELAX Engin vandamál – bara lausnir

Við framlengjum ábyrgðina á Toyota-bílnum þínum um 12 mánuði* í senn þegar þú kemur í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota. Toyota Relax er í boði þar til bíllinn verður 10 ára eða hann ekinn 200.000 kílómetra – hvort sem fyrr kemur. Toyota RELAX ábyrgð gildir í 12 mánuði frá og með þjónustuskoðun bifreiðar eða í 15 þúsund km akstur (20 þúsund í tilviki Proace) – hvort sem fyrr kemur. Íhlutir sem gert er athugasemd við í þjónustuskoðun og sem ekki eru lagaðir falla ekki undir Toyota RELAX ábyrgð. Bíll er gjaldgengur í Toyota RELAX ef hann er fluttur inn af Toyota á Íslandi, er keyrður minna en 200 þúsund km og er ekki orðinn 10 ára gamall. Bílar með minna en 12 mánuði eftir af núgildandi ábyrgð (5 ára eða 7 ára) eru EINNIG gjaldgengir í Toyota RELAX – að öðrum skilyrðum uppfylltum. Fyrirvari við 5 og 7 ára ábyrgð bíla sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi: Ökutækinu skalFÍB-blaðið viðhaldið samkvæmt vörulýsingu 13 og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds.


EIGENDUR RAFMAGNS-, VETNIS- OG TENGILTVINNBÍLA ÞURFA AÐ GREIÐA KÍLÓMETRAGJALD Eigendur rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla munu þurfa að greiða kílómetragjald frá og með upphafi næsta árs. Það er um ári fyrr en eigendur dísil- og bensínbíla verða rukkaðir um gjaldið í ársbyrjun 2025. Kílómetragjaldið er hluti af nýju kerfi sem mun leysa af hólmi núverandi gjald á bensín og olíu. Í áætlunum er miðað við að kílómetragjald verði 6 kr. á næsta ári fyrir rafmagns- og vetnisbíla. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða 2 kr. kílómetragjald á sama tíma, sem er þriðjungur á við rafmagnsbíla. Ástæðan er sú að þeir nota bæði rafmagn og jarðefnaeldsneyti og greiða áfram tilheyrandi gjöld fyrir notkun hins síðarnefnda. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kom fram að árangur í orkuskiptum kallar á að fjármögnun vegasamgangna verði óháð jarðefnaeldsneyti. Stefnt er að innleiðingu nýs, einfaldara og sanngjarnara kerfis á næstu

14

árum, þar sem greitt er almennt kílómetragjald í stað sértækra gjalda á bensín og olíu eins og nú er. Þannig verður kerfið sjálfbærara og styður við áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vegakerfisins samhliða orkuskiptum til framtíðar. Aðlögun fjármögnunar vegasamgangna að orkuskiptum fer fram í tveimur áföngum: •

Fyrra skrefið verður stigið á næsta ári með innleiðingu kílómetragjalds fyrir notkun rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla sem hafa hingað til borið takmarkaðan kostnað af notkun vegakerfisins.

Seinna skrefið verður stigið í ársbyrjun 2025 þegar dísil- og bensínbílar byrja einnig að greiða kílómetragjald. Samhliða er gert er ráð fyrir að eldri heimtur á borð við vörugjöld af eldsneyti muni eftir atvikum lækka eða falla niður, þó að kolefnisgjald verði áfram greitt.

Greitt verður mánaðarlega og byggt á fjölda ekinna kílómetra á tímabilinu Kílómetragjald verður áætlað og greitt með svipuðum hætti og gjöld fyrir þjónustu veitu- og orkufyrirtækja vegna sölu á heitu vatni og rafmagni til heimila og fyrirtækja. Þannig verður greitt mánaðarlega og byggt á fjölda ekinna kílómetra á tímabilinu. Gjaldtakan verður byggð á akstursáætlun á grundvelli upplýsinga sem umráðamenn bíla skrá inn á Ísland.is, í smáforriti eða á vefsvæði. Einnig verður þó í boði önnur skráningarleið fyrir þá sem ekki geta nýtt Ísland.is.

2 KR/KM

6 KR/KM

Tengiltvinnbílar munu þurfa að greiða 2 krónur fyrir hvern ekin kílómetra

Rafmagns- og vetnisbílaeigendur munu þurfa að greiða 6 krónur fyrir hvern ekin kílómetra

FÍB-blaðið


Kílómetragjaldið hefði mátt vera betur útfært Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en heldur því fram að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Áhyggjur eru þó um að að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum.

„En þetta er auðvitað núna bara áfangi og það getur kannski tekið einhverjum breytingum í meðferðum þingsins,“ segir Runólfur, sem segir félagið ekki deila á þá hugmyndafræði að raf- og tengiltvinnbílar taki þátt í kostnaði við slit á vegakerfinu.

Í áætlunum stjórnvalda er miðað við að kílómetragjald verði 6 kr. á næsta ári fyrir rafmagns- og vetnisbíla. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða 2 kr. kílómetragjald á sama tíma, sem er þriðjungur á við rafmagnsbíla. Ástæðan er sú að þeir nota bæði rafmagn og jarðefnaeldsneyti og greiða áfram tilheyrandi gjöld fyrir notkun hins síðarnefnda.

Áformin eru jákvætt fyrsta skref

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kom fram að árangur í orkuskiptum kallar á að fjármögnun vegasamgangna verði óháð jarðefnaeldsneyti. Stefnt er að innleiðingu nýs, einfaldara og sanngjarnara kerfis á næstu árum, þar sem greitt er almennt kílómetragjald í stað sértækra gjalda á bensín og olíu eins og nú er. Þannig verður kerfið sjálfbærara og styður við áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vegakerfisins samhliða orkuskiptum til framtíðar. „Ég fagna reyndar þessum áherslubreytingum stjórnvalda varðandi skattlagningu á ökutæki og FÍB lagði fram núna fyrr á árinu tillögur um kílómetragjald þannig að þetta er kannski angi af þessari hugmyndafræði, sem er jákvætt í sjálfu sér,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB um gjaldið fyrirhugaða, en segir félagið hafa viljað sjá málið betur útfært. Til að mynda ræðir um eitt fast gjald á alla rafknúna fólksbíla, óháð þyngd og orkunotkun og jafnframt sé gjaldið óeðlilega hátt í sumum tilvikum. „Og í einhverjum tilvikum er þetta hærra heldur en svokölluð notkunargjöld væru í gegn um eldsneyti af brunahreyfilsbílum,“ segir Runólfur.

„Við teljum allavega að þessi hugmyndafræði, að fara yfir þessa kílómetrainnheimtu, sé jákvæð. Við fögnum henni. Þá þarf bara útfærslan að koma betur fram en þetta er eitthvað sem til framtíðar mun væntanlega verða það skattaform sem við munum sjá varðandi skattlagningu á ökutækjaumferð.“ Runólfur segist hafa áhyggjur af því að gjaldið komi til með að draga óeðlilega mikið út hvatanum til orkuskipta, að það gæti komið niður á áhuga landsmanna á raforkubílum. Þá segir hann að fólk sé nú þegar farið að reikna út hvort það borgi sig að skipa út rafbílnum þegar hann var spurður hvort hann spái því að landsmenn muni leggja að jöfnu bíla sem drifnir eru áfram af raforku annars vegar og jarðefnaeldsneyti hins vegar . Það á sér í lagi við fólk sem þarf að aka langar vegalengdir daglega en þá yrði næsti kostur neyslugrannur dísilbíll.

Í umsögn Félags íslenskra bifreiðaeigenda um áform um frumvarp til laga um kílómetragjald af akstri hreinorku- og tengiltvinnbifreiða, mál nr. 183/2023, segir m.a. að FÍB tekur í meginatriðum undir þau áform að innheimta kílómetragjald af hreinorku- og tengiltvinnbílum til að tryggja framlag þeirra til uppbyggingar, viðhalds og rekstrar vegakerfisins. Áformin eru að hluta til í samræmi við tillögur FÍB frá því í febrúar síðastliðnum um kílómetragjald af ökutækjum en ganga þó mun skemur í útfærslu. FÍB gerir þó athugasemdir við að fyrirhugað sé að leggja sama gjald á allar rafmagnsbifreiðar, óháð þyngd. Það þýðir að rafbílar sem geta verið allt að þrisvar sinnum þyngri en léttustu bílar á götunni borgi sama gjald til vegakerfisins. Til útskýringar voru bornir saman tveir hreinorkubílar sem eiga skv. fyrirlyggjandi frumvarpi að greiða sama kílómetragjald.

FÍB-blaðið

15


Toyota boðar rafbíla sem komast 1200 kílómetra á hverri hleðslu Financial Times (FT) greinir frá því að Toyota sé nú „nánast“ tilbúið, eins og það er orðað, til að hella sér út í samkeppnina á rafbílamarkaði heimsins. Margir hafa undrast hversu seinn þessi einn stærsti bílaframleiðandi veraldar hefur verið á ferðinni með hreina rafbíla eftir að hafa verið sá fyrsti til að setja tvíorkubíla á almennan markað (Prius o.fl.). Það er greinilegt samkvæmt frétt FT að Toyota ætlar að veðja á „Solid State“ rafhlöður sem eru bæði léttari og fyrirferðarminni en líþíumrafhlöðurnar og geyma miklu meiri orku auk annarra kosta eins og mun styttri hleðslutíma o.fl. Vissulega hafa orðið verulegar framfarir í framleiðslu líþíumrafhlaðna og almennt í rafbílatækni frá því að fyrstu fjöldaframleiddu rafbílarnir komu á almennan markað fyrir þetta einum og hálfum áratug (Nissan Leaf og Mitsubishi i-Miew). Líþíumrafhlöður voru á sínum tíma bylting frá gömlu blý/ sýrugeymunum – bylting sem gerði rafknúna bíla að samgönguvalkosti, allavega í hinu hversdagslega snatti og skutli á styttri vegalengdum, enda var raunverulegt drægi þessara fyrstu fyrrnefndra rafbíla einungis 80–120 km. Algengt drægi nútímalegra rafbíla er 250–500 km. Nú má segja að tími sé kominn til að nýtt framfaraskref verði stigið með því að nota nýjar, léttari, umfangsminni, fljóthlaðnari og ekki síst ódýrari rafhlöður. Talsmaður Toyota-fyrirtækisins segir við FT að svo sé. Fyrirtækið sé að verða tilbúið með framleiðslulínu fyrir „Solid State“ eða fastefnis-rafhlöður sem eru

allt þetta og munu skila bílunum um 1.200 km vegalengd á hverri einstakri hleðslu og með aðeins um 10 mínútna hleðslutíma. Það yrði (verður) vissulega stór breyting fram á við – breyting sem lengi hefur verið beðið eftir. Hve langt er í fastefnisrafhlöðurnar orkuríku, litlu, léttu og langdrægu? Hvað þýðir það að fyrirtækið sé næstum tilbúið? Talið er að framleiðslan geti hafist af krafti um 2027 eða 2028 Þetta er ef til vill full bjartsýn spá. Tilraunir með frumgerðir fastefnisrafhlaðna hafa afhjúpað ýmsar hindranir í vegi væntanlegrar fjöldaframleiðslu og ágalla sem er bæði flókið og dýrt að ryðja úr vegi. Greiningafyrirtækið Goldman Sachs varar við bjartsýni og segir að leiðin fram á við til fjöldaframleiðslu fastefnisrafhlaða verði áfram grýtt og erfið næsta áratuginn hið minnsta. Meðal vandamála sem þurfi að yfirvinna eru t.d. ofurviðkvæmni rafhlaðanna fyrir raka og súrefni og að samsetning þeirra þurfi að fara fram undir miklum vélrænum þrýstingi sem þarf til að halda þeim saman og koma þar með í veg fyrir myndun þess sem nefnt er griplur sem eru leiðarar sem geta valdið skammhlaupi. Verkfræðingur hjá Toyota segir við FT að fjöldaframleiðsla fastefnisrafhlaða sé tæknilega mjög snúin, sérstaklega samsetningarferlið. Í því þurfi að stafla upp fleiri lögum af plús- og mínus-skautaeiningum án þess að nokkuð fari úrskeiðis. Það þurfi að gerast leifturhratt og af mikilli nákvæmni. Aðspurður um hvort Toyota hafi náð tökum á framleiðslunni sagði verkfræðingur Toyota: „Hvað varðar

stöflunarhraðann erum við næstum komin í mark. Við erum við það að setja út umtalsvert magn til að prófa og athuga hvort gæðin eru fullnægjandi.“ Toyota sýndi nýlega blaðamönnum, ýmsum sérfræðingum og fjárfestum hina nýju Teiho-verksmiðju í Aichi-héraði í Japan þar sem fastefnisrafhlöðurnar verða fjöldaframleiddar. Þar kom fram að Toyota hefur undanfarið átt samstarf við japanskt orkufyrirtæki og í því hefði fundist lausn sem mun láta rafhlöðurnar endast lengur og skila stöðugri afköstum. Hún var sögð fólgin í blöndu efna sem nefnd voru súlfíð raflausn. Þótt stjórnendur Toyota telji sig hafa fundið upp framleiðslutækni sem þeir trúa á, viðurkenna þeir að hana þurfi að þróa áfram. Koji Sato stjórnarformaður sagði á blaðamannafundi mjög nýlega að líklega verði framleiðslumagn af fastefnisrafhlöðum lítið þegar fyrirtækið byrjar að setja þær á markað árið 2027. „Mér finnst mikilvægast í augnablikinu að setja [ rafhlöðurnar] út í heiminn og við munum íhuga aukningu í magni þaðan í frá,“ sagði hann. Önnur fyrirtæki hafa einnig tekið framförum að þessu leyti að undanförnu. Kínverski rafhlöðuframleiðandinn CATL greindi frá því að hann væri að undirbúa fjöldaframleiðslu á hálf-fastefnisrafhlöðum fyrir lok þessa árs. Þá mun Samsung SDI í Suður-Kóreu vera tilbúið með sjálfvirka tilraunaframleiðslulínu fyrir fastefnisrafhlöður.


Af hverju að flækja málin? Heimahleðsla ON í áskrift – betra fyrir alla! Með Heimahleðslu ON í áskrift greiðir þú lága upphæð mánaðarlega og hleður rafbílinn þinn áhyggjulaus. Settu Heimahleðslu ON á dagskrá á næsta húsfélagsfundi og leyfðu okkur að leysa úr flækjunni!

Nánari upplýsingar á on.is/heimahledsla

FÍB-blaðið

17


Bílar í lífi þjóðar Ljósmyndarar fortíðarinnar voru duglegir að festa tímann á filmu, framtíðarfólki til fróðleiks og skemmtunar. Eitt af því sem fyrir augu þeirra bar var bíllinn, sem lengi hefur verið samofinn íslensku þjóðarsálinni. Íbúar í strjál byggðu landi án lestarsamgangna urðu að tileinka sér tækniundur 20. aldarinnar og fátt annað verkfæri hefur átt jafn góða samleið með Íslendingum en bíllinn sem tryggði frelsi til ferðalaga um fagurt landið. Og þegar hann birtist með fjórhjóladrifi opnuðust víðerni hálendisins. En saga þessarar samgöngubyltingar var á köflum grýtt og margir hildir háðir við slæma vegi og óblíð náttúruöfl. Flestir eiga þó minningar frá skemmtilegum ökuferðum í margvíslegum farartækjum liðins tíma og eitt er víst að fátt hefur bundið betur saman land og þjóð en bíllinn. Forlagið hefur gefið út bókina Bílar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson, en hún skartar rúmlega 900 ljósmyndum í fjórum stórum köflum sem tileinkaðir eru meginþáttum bílamenningarinnar. Bílar hafa löngum verið eitt helsta einkenni þéttbýlis, á sama tíma og þeir greiða leiðir ferðafólks um sveitir og öræfi. Í upphafi var bíllinn einkum atvinnutæki, ýmist notaður til fólks- eða vöruflutninga og sem slíkur á hann sér merka sögu. Bílinn er eins og mörg önnur mannanna verk, hann hefur einnig sínar dökku hliðar, líkt og umferðaróhöppin bera vitni um, að ógleymdu öllu baslinu sem bílamenn voru duglegir að koma sér í. Öllu þessu er komið til skila í þessari vönduðu bók sem er 320 blaðsíður að lengd í stóru broti. Höfundur bókarinnar sagði í spjalli við FÍB að vinnan við skrif og öflun mynda hafi verið gefandi og skemmtilegt, Örn sagði að hann hefði verið í tvö ár að vinna bókina. Miklar rannsóknir eru á bak við myndirnar sem hann leggur mikið upp úr. Örn segist finna fyrir miklum áhuga enda sé þarft að til sé bók um þetta efni. Þetta er sjöunda bók höfundar á 20 árum.

FÍB FÉLAGSMENN HAFA AÐGANG AÐ FÍB AÐSTOÐ ALLAN SÓLARHRINGINN 365 DAGA ÁRSINS Í SÍMA 5 112 112 Rafmagn

Ef bíllinn er straumlaus þá mætum við á staðinn og gefum rafmagn.

Bensín

Verði bíllinn eldsneytislaus komum við með 5 lítra af eldsneyti. Greiða þarf fyrir eldsneytið.

Dekk

Ef dekk springur og eða dekkjaskipti eru vandamál, t.d ef vantar tjakk eða felgulykil kemur aðstoðin til hjálpar við að skipta.

Dráttarbíll

Stoppi bíll vegna bilunar þá flytjum við bílinn á næsta verkstæði félagsmanni að kostnaðarlausu.

Hleðsluflutningur

Orkulaus rafbíll er ekkert vandamál þar sem félagsmenn fá frían flutning heim eða á næstu hleðslustöð.


BL ÞJÓNUSTA

Komdu með tjónið til okkar

Við metum tjón og sinnum viðgerðum fyrir öll tryggingafélögin á einu fullkomnasta réttingaog málningarverkstæði landsins.

Vönduð viðgerð á vottuðu verkstæði Förum varlega í hálkunni

Eitt fullkomnasta réttinga- og málningarverkstæði landsins

ENNEMM / SÍA /

Verkstæðið okkar er það eina á landinu sem vottað er af framleiðendum BMW, MINI og Jaguar Land Rover og tryggir þannig bestu mögulegu viðgerðina. Hafðu samband og pantaðu tíma í tjónaskoðun eða viðgerð.

N M 0 1 5 4 2 0 B L Þ j ó n u s t a 2 0 0 x 2 7 7 F Í B m a r s

Erfið akstursskilyrði hafa oft í för með sér óvenju mörg tjón á bílum. Ef þú átt bíl frá BL og lendir í óhappi hvetjum við þig til að koma með hann til okkar því við notum réttu aðferðirnar, efnin og tæknina til að gera hann eins og nýjan.

Láttu okkur þjónusta bílinn, við þekkjum hann Reglubundin þjónustuskoðun viðheldur framleiðsluábyrgð bílsins og heldur honum í eins öruggu ástandi og kostur er til vetraraksturs. Komdu með hann til okkar, við erum sérfræðingar í bílunum sem við seljum og þjónustum.

OPNUNARTÍMI

Verkstæði: Mán.–fim. 7:45-18, fös. 7:45-17

Varahlutir: Mán.–fim. 8-18, fös. 8-17

Söludeild nýrra bíla: Mán. 10-18, þri.–fim. 9-18, fös. 9-17, lau. 12-16

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


Bann við sölu bensín- og dísilbíla tekur gildi í Evrópusambandinu árið 2035 Stjórnvöld i Þýskalandi hafa, eftir langar og strangar viðræður við Evrópusambandið, loksins komist að samkomulagi um bann við sölu á bensínbílum í sambandinu árið 2035. Þau höfðu áður lýst því yfir að þau styddu formlega séð ekki núverandi samning um að binda enda á koltvísýringslosun frá nýjum bílum og sendibílum fyrir árið 2035, nema tillaga um notkun rafræns eldsneytis kæmi fram af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þessi löggjöf er grundvallaratriðið í hinum svokallaða „Fit for 55“-pakkanum og miðar að því að draga úr losun CO2 um að minnsta kosti 55% fyrir bíla og 50% fyrir sendibíla fyrir árið 2030 og að ná hlutleysi í loftslagsmálum árið 2050. Meirihluti aðildarríkja, þeirra á meðal Þýskaland, hafði áður samþykkt lagatillöguna, þar sem Evrópusambandið samþykkti afstöðu sína í ljósi þríliða viðræðna við Evrópuþingið og framkvæmdastjórnina. Í nóvember 2022 leiddu þessar samningarivðræður að lokum til samkomulags sem Evrópuþingið staðfesti í byrjun þessa árs.

RAFGEYMAR

Eru tækin tilbúin fyrir veturinn? 20

FÍB-blaðið 12 • 110 Reykjavík • 577-1515 • NÝTT: Vefverslun á www.skorri.is Bíldshöfði


Sundabrautarfundir vel sóttir Í októberbyrjun héldu Vegagerðin og Reykjavíkurborg héldu kynningarfundi á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi um matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Sundabrautar og fyrirhugaðar breytinga á aðalskipulagi. Einnig var haldinn morgunfundur í beinu streymi í húsakynnum Vegagerðarinnar. Fundirnir voru upplýsandi og vel sóttir. Vegagerðin, í samvinnu við borgaryfirvöld, vinnur nú að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun. Til skoðunar eru nokkrir valkostir á legu Sundabrautar, auk tenginga við byggð og atvinnustarfsemi. Áætlaður framkvæmdatími er á árunum 2026–2031. Hún verður boðin út sem samvinnuverkefni. Á fundi sem var haldinn í Langholtsskóla um þetta höfðu fundargestir mestar áhyggjur af nærumhverfi sínu, umferðarhávaða og að mannvirki í tengslum við Sundabrautina muni verða lýti í umhverfinu, segir Helga Jóna Jónasdóttir verkefnastjóri Sundabrautar. Helga segir að íbúar vilji líka vita hvort umferðarþungi muni aukast við framkvæmdina. Hún segir að á Kjalarnesi hafi fólk haft meiri áhyggjur af greiðfærni

Valkostir Sundabrautar: Sundabrú

og hvort þægilegt yrði að fara á milli staða. Þar var líka áhugi fyrir jarðgöngum í stað vegfyllinga og að brúa við þveranir norðan Kleppsvíkur, sem Helga segir að sé flókið mál, hönnunarlega séð. „Það má ekki vera of mikill langhalli sem er ástæðan fyrir að við höfum yfirleitt ekki verið að skoða það með styttri þveranir,“ sagði Helga. Hún telur að í Grafarvogi horfi íbúar í hljóðvist, ásýnd, áhrif á útivistarsvæði og umferðarþunga. Nú er verið að vinna í mati á umhverfisáhrifum og aðalskipulagi en eftir eigi að velja leiðir og hanna mannvirki endanlega, vinna deiliskipulagsvinnu og sækja um leyfi til framkvæmda sem allt kalli á samráð við íbúa og hagsmunaaðila. „Ég held að þetta sé með stærri verkefnum sem við tökumst á við sem samfélag í framkvæmdalegu tilliti og miklu flóknari hagsmunir og fleiri aðilar sem framkvæmdin hefur áhrif á heldur en að byggja vegi í dreifbýli,“ segir hún. „Við þurfum að vanda til verka og það er mikilvægt að fólk fái tækifæri til að koma sínum málum á framfæri eins snemma í ferlinu og hægt er. Það erum við að gera núna með þessum kynningarfundum og umsagnarferlinu sem er í gangi hjá Skipulagsstofnun, svo að við fáum fram sem flest sjónarmið og hagsmuni.“

Valkostir Sundabrautar: Sundagöng

FÍB-blaðið

21


Kaup á notuðum bíl:

Sjö bílvélar sem of oft þarfnast dýrra viðgerða Ertu að leita að notuðum bíl til kaups? Þá ættir þú að forðast þá sem eru sannanlega bilanagjarnir. Kaupir þú slíkan bíl er líklegt að þú munir greiða hátt verð fyrir margar og flóknar viðgerðir á bílnum í framtíðinni. Hér er fjallað um þær sjö bílvélar sem oftast koma við sögu hjá tækniþjónustu FDM og fleiri evrópskra bifreiðaeigendafélaga. Erfitt getur verið eða jafnvel ómögulegt að koma auga á galla og bilanir í uppsiglingu í vél notaðs bíls sem þú skoðar með tilliti til hugsanlegra kaupa – ekki síst ef þú hefur ekki sérþekkingu á bílum eða bílvélum. Hjá tækniráðgjöf FÍB getur þú sem félagi sótt ráðgjöf og upplýsingar

og hollráð um hvaðeina sem lýtur að bílakaupum eða sagt okkur frá reynslu þinni – góðri eða vondri. Vélabilanir í nýlegum bílum koma reglulega inn á borð hjá FÍB. Því miður má oftar en ekki rekja þær til skorts á viðhaldi eða rangri olíunotkun. Nýjar vélar eru orðnar umtalsvert flóknari en t.d. fyrir 15 árum síðan. Það er því gríðarlega mikilvægt að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um viðhald og ganga úr skugga um að þjónustuaðili sé með rétt efni og tól til að þjónusta bílinn. Skortur á viðhaldi getur ógilt framleiðendaábyrgð og skilið eigenda eftir með gríðarlega háan viðgerðarkostnað.

Bílvélar (brunahreyflar) eru margbrotnir hlutir og flestar bilanir því alvarlegar og viðgerðir bæði flóknar og dýrar. Því skiptir miklu máli, þegar kaupa skal notaðan bíl, hvort bíllinn og vélin hafi fengið rétt og eðlilegt fyrirbyggjandi viðhald, þjónustu og góða meðferð. Vélar eru misgóðar og misvel hannaðar og smíðaðar og sumar vekja athygli sérfræðinga sökum þess hve bilanagjarnar þær eru. Hér á eftir er yfirlit yfir þær bílvélar sem þú ættir að varast sérstaklega eða hreinlega forðast ef þú ert að leita að bíl til kaups, nýlegum eða jafnvel nýjum.

er erstjarna stjarnaííbílrúðuNNi? bílrúðuNNi

Við leysum vandaNN þér að kostnaðarlausu

22

FÍB-blaðið

Bílrúður - Bílalakk

Stórhöfða 37

bilrudur.is


1,0- og 1,2-lítra bensínvélar frá Peugeot, Citroën og Opel Þau mál sem eru fyrirferðarmest hjá tækniráðgjafaþjónustu FDM í Danmörku varða bíla frá framleiðandanum sem áður hét PSA (Peugeot, Citroën og Opel) með 1,0- og 1,2 lítra bensínvélar. Þessar vélar eru gjarnar á að brenna talsverðri smurolíu, sem ekki má fara fram úr 0,25 lítrum pr. 1.000 km í vélum án túrbínu og 0,20 lítrum í túrbínuvélum. Vegna þess að handbók bílanna segir að taka skuli olíustöðuna á þúsund kílómetra fresti geta væntanlegir kaupendur í raun ekki gengið sjálfir úr skugga um það fyrir kaupin hvort olíubruninn sé innan ofangreindra marka. Þessar vélar hafa enn fremur þann ágalla að tímareimin á það til að trosna. Ástæðan er sú að hún fer í gegn um olíurýmið í botni vélarinnar. Þetta er sérstaklega óheppilegt í túrbínuvélunum. Olíublaut tímareim á það til að trosna og flygsur úr henni stíflað smurganga eða hún hreinlega slitnað. Þá er sama hvort er, því að í báðum tilfellum situr eigandi bílsins uppi með mjög háan viðgerðarreikning eða með reikning fyrir nýrri vél. Af þessu ástæðum er óráðlegt að kaupa notaða bíla með þessum vélum. Innflytjandi þessara bíla í Danmörku hefur ábyrgst viðgerðakostnaðinn ef allt fer á versta veg. Ábyrgðin gildir þó einungis fyrir bíla sem hafa verið þjónustaðir, smurðir og yfirfarnir nákvæmlega eftir fyrirmælum og forskriftum framleiðandans og innan tilsettra tímamarka og/eða kílómetrastöðu hverju sinni. Ábyrgðin á vélinni gildir í fimm ár frá fyrstu skráningu eða fram til 100 þúsund km aksturs (hvort sem fyrr kemur). Gefi vélin sig eftir lok 5 ára ábyrgðartímans en er ekin minna en 100 þúsund km nær þessi framleiðandaábyrgð einungis til nauðsynlegra varahluta en hún nær einnig til véla sem bila innan 150 þúsund kílómetra akstursmarks. Að öðru leyti gildir hin almenna tveggja ára ábyrgð gagnvart bílunum. FÍB er kunnugt um vandamál tengt þessum vélum hér á landi. Í einhverjum tilfellum var skipt um tímareim á kostnað framleiðanda áður en vandamál gerðu vart við sig. Það er mjög mikilvægt að eigendur fylgi leiðbeiningum framleiðanda varðandi smurningu. Athugið að olía missir smurgildi þrátt fyrir að bíl sé lítið ekið og því þarf að skipta um olíu að minnsta kosti einu sinni á ári óháð akstri. Hvað geturðu gert sem eigandi? Brenni vélin óeðlilega mikilli olíu ættirðu að fá sérhæft tegundarverkstæði til að greina vandann. Sé rýrnunin of mikil þarf annaðhvort að skipta út vélinni fyrir nýja eða að taka hana upp og skipta stimplunum út fyrir nýja, sem er síðri valkostur og áhættusamari. Hvað geturðu gert sem kaupandi? Besta ráðið er að velja bílgerð sem ekki hefur þessa vél. Vanti þig bíl til skamms tíma og bíllinn sem þú ert að skoða er næstum glænýr þá skaltu skoða nákvæmlega smur- og viðhaldsferil hans og hvort hann hafi verið fengið þjónustu algerlega í samræmi við fyrirmæli framleiðandans. Það gæti styrkt stöðu þína ef óhappið skyldi raungerast.

FÍB-blaðið

23


1,6-lítra dísilvél frá Peugeot, Citroën og Ford Þessi vél hefur þann ágalla að mikil hætta er á að í henni safnist upp svokallað olíuslamm eða olíubotnfall. Ástæðan er tvíþætt: Annars vegar er olíurými hennar mjög lítið auk þess sem óhreinindi í olíunni – svarf, sótagnir og vatn, skolast ekki nógu vel út við olíuskipti heldur safnast smám saman upp sem þykkt botnfall í olíupönnunni. Af þessum ástæðum er mikilvægt að skipta tímanlega um olíu á þessari vélargerð. Athugaðu þessvegna smurbók bílsins hvort svo hafi verið gert. Í sumum bílum með þessari vél er mögulegt að að losa olíupönnuna undan vélinni frekar auðveldlega og hreinsa úr henni botnfallið áður en nýrri olíu er hellt inn á vélina. Hvað geturðu gert sem eigandi? Viljir þú vera öruggur skaltu láta taka olíupönnuna undan vélinni við olíuskipti og hreinsa út botnfallið. Hvað geturðu gert sem kaupandi? Þú getur athugað hvort olíupanna hafi einhverntíman verið tekin undan bílnum og hreinsuð við olíuskipti.

1,0- lítra EcoBoost frá Ford Gagnvart þessari vél gekkst Ford við bótaábyrgð en margir bílanna eru orðnir svo gamlir að hún heldur ekki lengur. Aðalvandinn við þessar vélar er að kælivökvarör til túrbínunnar tærist eins og oft sást á bílum frá 2013 og 2014. Enn fremur vildi tímareimin trosna líkt og í PSA-vélunum áðurnefndu. Það leystist þegar vélunum var breytt þannig að tímakeðja kom í vélarnar í stað tímareimarinnar á árunum 2018 og 2019. Tækni- og lögfræðiráðgjöfum FÍB hafa borist töluvert magn athugasemda tengdum vandamálum í þessum vélum. Ein megin ástæðan er sú að tímareim byrjar að trosna og veldur stíflu þannig mótor fær ekki eðillega smurningu. Því miður er virðist helsta ástæðan vera sú að eigendur hafi ekki sinnt reglulegri smurþjónustu og að ekki hafi verið notuð rétt tegund smurolíu. Skemmdir sem geta hafa orðið á tímareim koma oft ekki í ljós fyrr en mörgum kílómetrum síðar og því mikilvægt fyrir kaupendur að kynna sér vel þjónustusögu bílsins. Hvað geturðu gert sem eigandi? Ryðhreinsaðu kælirörið og málaðu síðan með ryðvarnarmálningu. Enn fremur geturðu lengt líf tímareimarinnar með því að skipa um olíu minnst einu sinni á ári og/eða eftir 10 þúsund km og forðast akstur á stuttum vegalengdum þar sem vélin nær aldrei fullum vinnsluhita. Hvað geturðu gert sem kaupandi? Gakktu úr skugga um hvort ryð hefur myndast á kælivökvarörinu í túrbínuna og hvort búið sé að hylja það með ryðvarnarmálningu. Kannaðu hvort tímareimin hafi verið endurnýjuð samkvæmt forskrift framleiðanda sem segir að það skuli gerast eftir 10 ára notkun. Láttu skipta um hana þótt bíllinn sé eitthvað yngri en 10 ára og lítið ekinn.

1,5- lítra EcoBoost frá Ford Í bílagerðum með 1,5-lítra mótorinn frá 2014–2019 getur leynst hönnunargalli í vélarblokkinni sem veldur því að kælivatnið eyðist. Lausn á þessu er sú að skipta út sjálfri blokkinni. Það er mjög dýr aðgerð. Hvað geturðu gert sem eigandi? Skipta út vélarblokkinni eða þá vélinni í heilu lagi. Hið síðarnefnda kostar 1,4-1,7 milljónir kr. Hvað geturðu gert sem kaupandi? Athugaðu hvort fyrri eigandi hafi annaðhvort skipt út mótorblokkinni eða mótornum. 24

FÍB-blaðið


1,8- og 2,0 lítra túrbínubensínvélar frá Audi, Seat, Skoda og VW Vélarnar hafa verið mjög útbreiddar og fyrirfundist í margskonar gerðum bíla frá Skoda, Seat, Audi og Volkswagen. Vandamálið við þær er einkum mikill og sívaxandi olíubruni. Ástæðan er sú að stimplarnir slitna smám saman og verða ávalir. Þar opnast leið fyrir olíuna að þrýstast upp strokkveggina, inn í brunahólfin og út í gegn um pústkerfið. Nýir sterkari stimplar þessar vélargerðir komu fram árið 2012 en þeir gömlu héldu þó áfram að vera í nýjum framleiðslubílum fram til ársins 2014. Hvað geturðu gert sem eigandi? Láttu skipta út stimplunum ef bíllinn brennir of mikilli olíu. Hvað geturðu gert sem kaupandi? Kannað hvort fyrri eigandi hafi látið skipta um stimpla í vélinni eða mótor í bílnum. Biddu um viðgerðarnótur því til staðfestingar ef hann svarar játandi.

2,0- lítra dísilvél fra BMW Vegna brunahættu neyddist BMW til að innkalla dísilfólksbíla sína til að lagfæra vélarnar og útrýma þessari hættu. Gallinn fólst í því að innsogsgreinin á vélunum var úr gerviefni (plasti). Sótist svonefndur EGR-loki hættir hann að virka sem skyldi. Þegar það gerist safnast sjóðheitt og glóandi sót upp í útblástursgreininni og hitinn frá henni tekur að bræða plast-innsogsgreinina og þá er stutt í að eldur verði laus. Síðustu árin hafa allmörg brunaatvik komið upp í BMW-dísilvélum og er þetta meginástæða þeirra flestra. Þess ber að geta að vandamál tengd þessu umrædda EGR-kerfi í dísilfólksbílum eru talsvert algeng og þó sérstaklega í bílum sem ekið er stuttar vegalengdir. Þeir ná sjaldan upp fullum vinnsluhita og því er sótmyndun miklu meiri í vélum þeirra. Hennar verður oftast fyrst vart þegar gult viðvörunarljós og tákn í mælaborði sýna að eitthvað sé að. Margir dísilbílaeigendur þekkja þetta og taka þá það ráð að skreppa í 50–70 km samfelldan bíltúr svo að útblásturskerfið nái að hreinsa sig. Hvað geturðu gert sem eigandi? Sé sú ekki raunin þarf að athuga hvort sót hafi safnast upp í vélinni og hreinsa það út og hugsanlega skipta um innsogsgrein. Hvað geturðu gert sem kaupandi? Það sama og tilgreint er hér að ofan. Til viðbótar skaltu kanna hvort einhver viðvörunarljós logi í mælaborðinu og óska eftir því að það sé athugað og stjórntölva bílsins lesin áður en þú gengur frá kaupum. FÍB-blaðið

25


0,9 og 1,2-lítra bensínvélar frá Nissan og Renault Hjá þessum vélum þekkjast bæði vandamál með tímakeðjuna sem hefur teygst á og einnig með bilaðan keðjustrekkjara – í bæði 0,9 og 1,2 lítra vélunum. Hafi teygst á keðjunni verður að skipta henni út fyrir nýja og sama er að segja um keðjustrekkjarann. Enn fremur er 1,2 lítra vélin þekkt fyrir talsverðan olíubruna. Hún er sömuleiðis gjörn á að safna í sig miklu sóti sé bíllinn mikið notaður til að skreppa á stuttar vegalengdir og nær sjaldan eða aldrei upp fullum og eðlilegum vinnsluhita. Hvað geturðu gert sem eigandi? Skiptu oftar um olíu en framleiðandinn tilgreinir og forðastu stuttu vegalengdirnar þar sem vélin nær aldrei fullum vinnsluhita. Fáðu verkstæðið þitt til að tölvulesa vélina og greina og útrýma villuboðum sem gætu verið frá skynjurum við knastásinn og sveifarásinn. Séu villuboð algeng og aðvörunarljós kvikna frá framannefndum skynjurum gæti það verið fyrstu merkin um að fariðsé að teygjast á tímakeðjunni eða keðjustrekkjarinn að gefa sig. Hvað geturðu gert sem kaupandi? Ætlir þú að reynsluaka bílnum áður en þú afræður að kaupa hann skaltu semja við seljandann um að vélin sé köld – bílnum hafi ekki verið ekið áður en þú kemur. Ræstu vélina og hlustaðu eftir glamri eða skrölti í henni. Það er eðlilegt þegar bíllinn hrekkur í gang en á að hverfa eftir tvær sekúndur. Hverfi það ekki þarf að athuga tímakeðjuna betur.

Vandamál í öðrum bílvélum Tækniráðgjafar FÍB, FDM og annarra bifreiðaeigendafélaga þekkja vissulega til margra vandamála við aðrar bílvélar en þær sjö sem hér hefur verið fjallað um en í minna mæli. Meðal þessara véla má t.d. nefna 2,2 lítra dísilvél Mazda. Í henni þekkist að knastáslegur smyrjast illa og skemmast, ventill sem stjórnar olíuþrýstingnum bilar, gallaðar olíusíur og bilaðar olíudælur. FDM hefur enn fremur fjallað um vanda félagsmanna sinna sem áttu bíla með eftirfarandi þremur vélagerðum: 1,0 þriggja strokka bensínvél í Opel Corsa. 1,2 og 1,4 TSI vélar í Audi, Seat, Skoda og VW bílum. Í þeim öllum hafði teygst á tímakeðjum sem snúa knastásunum. Fjallað hefur verið þetta á vef FDM. Fáðu bílinn ástandsskoðaðan til að finna leynda galla áður en þau kaupir Hvort heldur sem þú kaupir bíl á bílasölu eða af einstaklingi er mjög skynsamlegt að fá bílinn ástandsskoðaðan áður en gengið er frá kaupunum. Hægt er að fá ástandsskoðun hjá bílaskoðunarstöðvum og hjá ýmsum góðum og traustum verkstæðum. Ástandsskoðun er sannarlega ekki það sama og árleg öryggisskoðun sem nær aðallega til öryggisbúnaðar og umhverfisþátta eins og útblásturs og annarrar óeðlilegrar mengunar. Ástandsskoðunin fer mun dýpra í hlutina. Hún tekur hátt í þrjár klst og í henni er m.a. kannað ástand vélar og drifbúnaðar. Alls eru um 150 atriði skoðuð og að lokum reynsluekur fagmaður bílnum. Þannig finnst langflest það sem athugavert kann að vera við bílinn. Þekkirðu rétt þinn? Félagar í FÍB geta leitað ókeypis aðstoðar og ráðgjafar í bílakaupamálum hjá sérfróðum tæknimönnum og lögfræðingum á vegum félagsins.

26

FÍB-blaðið



Smíðum bíllykla Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla Tímapantanir óþarfar

510-8888 – Skemmuvegur 4 - 200 Kópavogi

Hraðari hleðsla! 600 kW HRAÐHLEÐSLA

28

FÍB-blaðið

ER KOMIN Á BIRKIMEL


2023

VETRARDEKKJAKÖNNUN VETRARDEKKJA KÖNNUN FÍB-blaðið

29


Í vetrardekkjakönnuninni að þessu sinni eru prófuð 16 mismunandi dekkjategundir, negld og ónegld í stærðinni 225/45/17 sem er algeng stærð undir fólksbíla. Í könnunni voru m.a. dekk sem voru notuð 2015 borin saman við ný dekk og kom þar fram sláandi munur. Ökumenn skulu alltaf horfa á öryggið og varast að nota gömul dekk undir bílinn. Það kom berlega í ljós hve úrvalsdekk hafa mikið umfram gæði í samanburði við ódýrari dekk. Eins og jafnan áður er dekkjakönnunin unnin af Félagi norskra bifreiðaeigenda, NAF, sem er systurfélag FÍB í Noregi. Að henni koma sérfræðingar hver á sínu sviði með áratugareynslu á þessum vettvangi. Í könnun þessari er reynt af kostgæfni að skoða eiginleika dekkjanna og þá ekki síst hvað öryggi þeirra varðar.

30

FÍB-blaðið


Í vetrardekkjakönnunni í ár kemur glögglega í ljós að ökumenn ættu að hugsa sig vel um áður en ódýrari dekk verða fyrir valinu.

Þá skal taka fram að dekkið sem skorar hæst hverju sinni þarf ekki að vera besti kosturinn. Mælt er eindregið með því að ekki séð horft á heildareinkunnina. Könnunin gefur ítarlegar upplýsingar um mismunandi eiginleika dekkjanna við margvíslegar aðstæður sem ætti að hjálpa ökumönnum við dekkjavalið fyrir veturinn. Eins og venjulega er vetrardekkjaprófið ítarlegt og unnið þannig að bíleigandinn getið valið það dekk sem hentar best þeim vetraraðstæðum sem hann býr við og hvernig ökutækið er notað. Ráðin eru því ótvíræð: Veldu gæði fram yfir verð, það borgar sig bæði til skemmri og lengri tíma litið.

Eftirfarandi negld dekk voru notuð í könnuninni:

Negld vetrardekk

Ónegld vetrardekk

Continental IceContact3, Falken Winterpeak F-ice 1 Goodride IceMaster Spike Z-506 Goodyear Ultra Grip Artic 2 Hankook Winter i*Pike RS2 W429 Michelin X-Ice North 4 NOKIAN Hakkapeliitta 10 Notað Nokian dekk frá 2015.

Bridgestone Blizzak Ice Continental VikingContact7, Goodyear UltraGrip Ice 3 Michelin X-ice Snow Nokian Hakkapeliitta R5, Pirelli IceZero Asimmetrico Triangle SnowLink PLO1 Notað Nokian dekk frá 2015.

Myndir: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM

FÍB-blaðið

31


VETRARDEKKJAKÖNNUN - NEGLD DEKK Sé mynsturdýpt vetrardekkja minni en 3,0 millimetrar má alls ekki nota þau. Nagladekk eru einungis notuð á vegum með lágan núning – ís, snjó eða blautt salt. Því eiga nagladekk oft mikið mynstur eftir, jafnvel eftir nokkur ár. Svo verður einnig að hafa í huga að samhliða hækkandi vöxtum, meiri verðbólgu og almennri hækkun á framfærslukostnaði hefur árásarstríð Rússa í Úkraínu hrist upp í dekkjaiðnaðinum – með minni framleiðslu og hærra verði í kjölfarið. Rússland var um tíma stærsti vetrardekkjaframleiðandinn og þar voru margar verksmiðjur staðsettar. Þegar skyndilega þurfti að flytja framleiðsluna til annarra landa hættu nokkrir dekkjaframleiðendur framleiðslu á ódýrustu vörumerkjunum – og settu þau dýrustu í forgang. Þegar dekkjakönnunin hófst í fyrravetur voru engin nagladekk fáanleg frá Pirelli eða Bridgestone í þeirri stærð sem notuð voru núna. Það var miður, sértaklega í tilfelli Bridgestone, þar sem félagið var að kynna til leiks nýja kynslóð dekkja. Prófið hófst síðastliðið haust hjá Vanadis Gummi í Stokkhólmi. Um leið og pöntuð dekk birtust var gengið úr skugga um að útskotin á broddunum væru í samræmi við reglurnar. Dekkin voru vel prófuð svo að naglarnir myndu setjast almennilega. Rúmum sex mánuðum síðar fengust lokaniðurstöður úr prófunum. Í millitíðinni var keyrður hringur eftir hring á snjó og svelli í skógunum fyrir utan Alvsbyn í Norður-Svíþjóð. Svo fóru fram yfirgripsmiklar prófanir í sænska bænum Piteå.

32

FÍB-blaðið

Síðastliðið vor voru skoðaðir eiginleikar dekkjanna á bæði blautu og þurru malbiki fyrir utan Tammerfors í Finnlandi. Einnig var lagt mat á veggný á stritóttum sveitavegum. Prófunin var gerð nákvæmlega með sama hætti og árið á undan. Það verður að segjast eins og er að Nokian, Michelin og Goodyear skáru sig úr í prófunum í negldum dekkjum. Þessir þrír dekkjaframleiðendur fá háa einkunn en með mismunandi eiginleika. Því er þess virði að kynna sér tölurnar ítarlega þannig að þú veljir dekk með bestu eiginleika á þeim vegum sem þú ekur oftast. Í næstu sætum koma líka áhugaverður kostir á borð við Falken og Hankook. Falken-dekkið þótti sérstaklega skara fram úr fyrir traust grip. Prófanir á samanburðardekkinu, sem var orðið átta ára gamalt, sýndu fram á þann augljósa öryggisávinning sem felst í því að fjárfesta í nýjum dekkjum en aðeins ef þú berð það saman við önnur úrvalsdekk. Furðulítill munur er á gömlu Nokian-dekki og kínverskum lággjaldadekkjum og því er lærdómurinn mjög skýr: Ekki kaupa ódýr vetrardekk í þeirri trú að ferskt gúmmí sé betra en slitin úrvalsdekk. Hafi fjárhagur heimilisins ekki svigrúm til að kaupa ný dekk er ef til vill besta lausnin að leggja eitthvað til hliðar og fjárfesta í almennilegum búnaði næsta haust í staðinn. Það mun gagnast þér, umhverfinu og samferðamönnum þínum.


KEYRÐU Á VETRARÖRYGGI! - KAUPTU NOKIAN GÆÐADEKK 10% afsláttur af dekkjum fyrir FÍB félaga

allt land Sendum um fólksbíla r 1.500 kr. fyri r stór fy 2.500 kr. ri "+ jeppadekk 30 ) (verð per dekk

Hakkapeliitta R5 og R5 SUV Harðkornadekk fyrir fólksbíla og jeppa.

Hakkapeliitta 10 og 10 SUV Nagladekk fyrir fólksbíla og jeppa.

Hakkapeliitta LT3 Negld eða ónegld jeppadekk.

Nordman North 9 Nagladekk fyrir fólksbíla og jeppa.

FINNDU DEKKIN ÞÍN Á MAX1 .IS Opnunartími: Virka daga kl. 8-17 og laugardaga sjá MAX1.IS

FÍB-blaðið MAX1.IS 33

Bíldshöfða 5a 110 Reykjavík | Jafnaseli 6 109 Reykjavík | Dalshrauni 5 220 Hafnarfirði | S. 515 7190


Myndir: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM

Aksturseiginleikar

Hemlun

Rásfestan

Aksturseiginleikar og veggrip í akstri er metið með tímatökum á þar til gerðum brautum sem eru ýmist ísilagðar, snæviþaktar, eða auðar og þá bæði þurrar og votar. Í prófununum eru bílunum ekið til skiptis og markmiðið að ná sem stystum brautartíma þannig að ökulagið er hranalegt og samsett úr hröðun, hemlun og hröðum akstri í beygjum. Út frá meðaltali brautartíma allra ökumanna eru lokaeinkunnir reiknaðar.

Hemlunarvegalengdir eru mældar í snjó, votu og þurru malbiki. Hvert hemlunarpróf er margendurtekið, 15 - 20 sinnum, við mismunandi hitastig yfir nokkurra daga tímabil. Á ís er hemlað frá 20 km niður í 5 km. Í snjó er hemlað frá 35 km hraða niður í 5 km. Á voru og þurru malmbiki er hemlað af 80 km hraða niður í 5 km. Hemlunarprófanir á snjó og ís fara fram bæði utan- og innanhús við mismunandi hita- og rakastig sem þar má stjórna og þannig lágmarka áhrif veðurs á niðustöðu.

Rásfestan er metin með akstri í snjó eða á ísilögðu vegyfirborði með skröpuðum rásum. Þrír ökumenn meta hver í sínu lagi rásfestuna í þessum aðstæðum og einkunnin meðaltal af mati þeirra. Þetta er blindpróf. Ökumenn sem annast prófunina vita ekki hvaða dekkjategund er undir hverju sinni.

Hröðun

Veggnýr

Grip dekkjanna á ís og í snjó er mælt með því að ná upp mestri mögulegri hröðun bílsins. Tími hröðunarinnar á tilteknu hraðabili er síðan mældur. Á ís er hraðabilið 5 - 20 km/klst. Í snjó er það 5 - 35 km/klst. Þetta er margendurtekið yfir nokkurra daga tímabil, bæði utan- og innanhúss. 34

FÍB-blaðið

Ökumenn mæla og meta veggný hjólbarðanna eftir akstur á grófu vegyfirborði. Þeir meta veggnýinn, bæði sem ökumenn og farþegar í aftursæti. Niðurstaðan er meðaltal mælinga og einkunna bílstjóranna. Þetta er blindpróf.

Aksturstilfinning Ökumenn gefa hverri dekkjategund persónulega einkunn fyrir það hversu stöðugt og öruggt þeim finnst það í akstri. Það skiptir máli hvernig þeim fannst dekkið hegða sér í mismunandi akstursaðstæðum. Þetta er blindpróf sem þýðir að prófunarökumennirnir vita aldrei hvaða tegund er undir bílnum á hverjum tíma.


ENNEMM / SÍA / NM-010156

Það borgar sig að vera snemma á ferðinni Bókaðu tíma í dekkjaskipti í N1 appinu

ALLA LEIÐ FÍB-blaðið

35


Nagladekk 1

2

NOKIAN HAKKAPELITTA 10

Fjöldi nagla: 216 Hörkustig (Slitflötur): 53 Hraða- og burðarþol: 94 T Framleiðsludags: Vika 39, 2022 Framleiðsluland: Finnland Söluaðili: Max1 Verð per. dekk: 49.990 kr.

MICHELIN X-ICE NORTH 4

Fjöldi nagla:

84 STIG

252

Hörkustig (Slitflötur): 58 Hraða- og burðarþol: 94 T Framleiðsludags: Vika 33, 2021 Framleiðsluland: Rússland Söluaðili: N1 Verð per. dekk: 47.500 kr.

82 STIG

Að þessu sinni skilar gott grip á ís finnska dekkjaframleiðandanum fjölda stiga. Þá heldur dekkið sérstaklega góðu gripi í beygjum á ís og snjó. Einnig gefur afturendi aðeins eftir en það auðveldar stjórn í gegn um beygjur. Um leið getur þetta orsakað skrið undir álagi en þó er auðvelt að viðhalda stjórn.

X-Ice skilar stuttri hemlun við allar aðstæður og nær sérstaklega góðum árangri á ís. Þá næst gott grip við inngjöf í snjó. Í samanburði við Nokian er gripið í beygjum ívið slakara og viðbragð upp í stýri gæti verið betra. Ekki fer á milli mála að dekkið er undirstýrt en það skilar stöðugri afturenda undir álagi.

Sama gildir þegar kemur að akstri á malbiki. Hemlunarvegalengd á blautum vegi er skömm og rétt á eftir bestu niðurstöðunum í þessari könnun. Tilfinning upp í stýri er góð á þurru yfirborði með snefil af óstöðugleika.

Á auðum vegi sýnir Michelin bestu hliðar sínar með áherslu á nákvæmni og stöðugleika upp í stýri. Í fyrri prófunum hefur fínt mynstur og smærri og fleiri naglar skilað besta árangri varðandi veggný. Nú eru niðurstöðurnar aðeins á pari við samkeppnisdekkin.

Nokian er gott dekk fyrir þá sem vilja besta mögulega grip í vetraraðstæðum og stendur sig afar vel á hlykkjóttum vegum. Góðar niðurstöður skila dekkinu fyrsta sæti.

Gott jafnvægi milli vetrargrips og eiginleikar á malbiki landa öðru sæti rétt á eftir sigurvegaranum. Frábært dekk sem er þægilegt í akstri og hentar mjög vel til vetraraksturs.

Kostir: Besta vetrargripið, mjög gott grip í beygjum á öllu undirlagi.

Kostir: Hemlun, stöðugleiki á malbiki Ókostir: Slakara grip í beygjum en hjá þeim bestu.

Ókostir: Flot, hemlun á blautum vegi.

3

4 FALKEN WINTERPEAK F-ICE 1

GOODYEAR ULTRAGRIP ARCTIC 2

Fjöldi nagla: 190 Hörkustig (Slitflötur): 58 Hraða- og burðarþol: 94T Framleiðsludags: Vika 35, 2022 Framleiðsluland: Pólland Söluaðili: Klettur Verð per. dekk: 50.990 kr.

81 STIG

Önnur kynslóð af UltraGrip kemur ánægjulega á óvart með stutta bremsuvegalengd við allar aðstæður. Að auki heldur dekkið framúrskarandi gripi við akstur á blautu malbiki ásamt skemmstri hemlun á þurru. Hemlun á ís og snjó var á pari við Nokian og Michelin ásamt góðum niðurstöðum í upptaki. Aftur á móti var gripið í beygjum ekki eins og hjá þeim bestu. Einnig getur ökumaður átt erfitt með að fá tilfinningu fyrir stefnu á dekkinu en aldrei svo mikið að það valdi vandræðum. Flott dekk til aksturs á auðum vegi yfir vetrartímann með nöglum sem geta brugðist við óvæntum uppákomum.

Fjöldi nagla: 186 Hörkustig (Slitflötur): 59 Hraða- og burðarþol: 94 T Framleiðsludags: Vika 43, 2022 Framleiðsluland: Tyrkland Söluaðili: Dekkjahöllin Verð per. dekk: 43.990 kr.

75 STIG

Í prófunum á seinasta ári kom í ljós framleiðslugalli hjá Falken sem olli því að naglarnir í dekkjunum hrundu úr þar sem gúmmíblandan var of mjúk. Í kjölfarið var viðskiptavinum bætt þau dekk sem komu úr viðkomandi framleiðslulínu. Það var strax ljóst að búið var að bæta úr fyrri vandamálum. Dekkið skilar frábærum niðurstöðum við akstur í snjó og gefur dýrari dekkjum ekkert eftir. Einnig er gripið flott á malbiki með hæstan flothraða af öllum. Á hinn bóginn gefur dekkið ökumanni ekki nægjanlega skýrar upplýsingar um stefnu og veggnýr er í hærra lagi, sérstaklega með auknum hraða.

Kostir: Stutt hemlun, upptak á ís

Í heildina er Falken góður valkostur með tilliti til verðs og frammistöðu.

Ókostir: Stýring, veggnýr og viðnám

Kostir: Grip í bleytu, flot, stöðugleiki á ís og í snjó. Ókostir: Veggnýr, tilfinning í stýri undir álagi á malbiki.

36

FÍB-blaðið


Nagladekk 5

6

CONTINENTAL ICECONTACT3

Fjöldi nagla: 190 Hörkustig (Slitflötur): 57 Hraða- og burðarþol: 94 T Framleiðsludags: Vika 48, 2022 Framleiðsluland: Þýskaland Söluaðili: BJB Pústþjónust Verð per. dekk: 49.905 kr.

73 STIG

Continental tekst ekki að skila mikilvægasta hlutverki nagladekkja, sem er að tryggja gott grip á ís. Hemlunarvegalengdin þar er langt umfram sambærileg dekk. Þrátt fyrir hátt verð er Icecontact einungis að skila hemlunarhæfni á við ódýrt kínversk dekk eins og Goodride og er aðeins aðeins skárra en átta ára gamalt og notað samanburðardekk. Sagan er önnur þegar kemur að akstri á malbiki en þar hefur ökumaður góða tilfinningu fyrir akstrinum og hvar þolmörkin liggja. Það er auðkeyranlegt og öruggt í akstri á öllu undirlagi. Continental fékk flest stig í malbiks- og svigakstri. Dekkið er stöðugt og skilar áreiðanlegum upplýsingum til ökumanns. Einnig er veggnýr í lágmarki. Með tilliti til verðs og lélegs árangurs á ís er erfitt að mæla með Icecontact3 óháð akstursskilyrðum. Kostir: Stöðugleiki á auðum vegi, veggnýr, bregst vel undir álagi. Ókostir: Slakt grip á ís.

7

Fjöldi nagla: 200 Hörkustig (Slitflötur): 61 Hraða- og burðarþol: 94 H Framleiðsludags: Vika 20, 2022 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: ------Verð per. dekk: ------ kr.

57 STIG

Kínverskir framleiðendur Goodride segja að nýjasta nagladekkið hafa verið hannað að miklu leyti í Finnlandi og hafi hvert dekk 200 nagla. Einnig sé frágangur á nöglunum hinn besti miðað við verð. Þrátt fyrir öll loforð er Goodride slakasta nýja dekkið á ís og einnig verra en notaða dekkið þegar kemur að beygjum. Líklegasta útskýringin er sú að gúmmíblandan er sú stífasta af öllum dekkjunum. Dekkið er það eina sem hefur skráðan hámarkshraða í H-flokki (210 km/ klst.) Dekkið skánar þó þegar komið er í snjó. Það bregst vel við hemlun en grip í beygjum er þó enn slakt. Þrátt fyrir að vera eins hart og raunin er þá eru aksturseiginleikar ekkert betri á þurru malbiki og enn verri á blautu. Allt í allt fær dekkið lægsta skor af öllum og er nánast á pari við notað vetrardekk frá árinu 2015. Kostir: Stöðugleiki, hemlun á þurru, veggnýr Ókostir: Grip á ís, skrið á blautu malbiki.

69 STIG

Suður-kóreska dekkið frá Hankook er elsta hönnunin af öllum dekkjunum. Í fyrri prófunum hefur Hankook sýnt að fyrirtækið leggur mesta áherslu á hæfni til vetraraksturs í snjó og ís. Að þessu sinni virðist Hankook einnig hafa aukið á hæfni til aksturs í bleytu og nær það skemmstri hemlun á blautu malbiki. Einnig er hæstur flothraði af öllum dekkjunum. Þegar kemur að ísakstri er I*Pike skilið eftir, það fer auðveldlega á skrið í beygjum og erfitt að gera sér grein fyrir þolmörkum, sama á hvaða undirlagi er ekið. Stýring er ónákvæm, einkum þegar ekið er í beinni línu. Dekkið hefur hins vegar lægsta viðnám og er ásættanlega hljóðlátt. Fyrir rétt verð er þetta ágætis kostur. Kostir: Grip í bleytu, viðnám, hemlun í snjó. Ókostir: Fer á skrið undir álagi, aksturtilfinning á malbiki.

8

GOODRIDE ICE MASTER SPIKE Z506

HANKOOK WINTER I*PIKE RS2 W429

Fjöldi nagla: 191 Hörkustig (Slitflötur): 59 Hraða- og burðarþol: 94 T Framleiðsludags: Vika 25, 2022 Framleiðsluland: Suður-Kórea Söluaðili: VIP Dekk ofl. Verð per. dekk: 34.990kr.

SAMANBURÐARDEKK FRÁ 2015

Fjöldi nagla: 190 Hörkustig (Slitflötur): 59 Hraða- og burðarþol: 94 T Framleiðsludags: Vika 18, 2015 Framleiðsluland: Finnland Söluaðili: -Verð per. dekk: --

56 STIG

Hvernig mun átta ára gamalt slitið dekk standa sig í samanburði við ný dekk? Dekkið nær bestu tölum varðandi viðnám og styðstu hemlun á þurru malbiki. Gúmmíið er einnig þokkalegt þegar kemur að akstri á blautum vegi með ásættanlega hemlun og heldur í við bestu dekkin við svigakstur. Þegar kemur að snjóakstri er dekkið fjarri góðu gamni. Stærstu mínusarnir koma fram við hemlun á ís en þrátt fyrir það getur ökumaður stýrt af öryggi í gegn um íslagðar beygjur. Í grunninn stendur það mjög vel sérstaklega í samanburði við ódýrasta dekkið á listanum. Það er augljóst að kaup á vönduðum dekkjum borga sig til skemmri og lengri tíma. Kostir: Viðbragð í stýri, hemlun á auðu malbiki. Ókostir: Hemlun og upptak á ís. FÍB-blaðið

37


Stig alls

Nokian

Michelin

Goodyear

Falken

Continental

Hankook

Goodride

Notað dekk

Nagladekk

Hröðun á ís

5

5

5

4

3

2

3

2

1

Hemlað á ís

15

15

15

15

12

6

9

6

3

Akstur á ís

15

15

12

12

9

9

6

3

6

Stig á ís

35

35

32

31

24

17

18

11

10

Hröðun í snjó

5

4

4

5

4

4

4

4

4

Hemlun í snjó

10

8

8

8

10

8

10

10

8

Akstur í snjó

10

10

8

8

8

10

6

4

4

Stig í snjó

25

22

20

21

22

22

20

18

16

Hemlað í vætu

10

6

8

10

8

8

10

6

8

Ekið í vætu

5

4

3

4

4

5

3

2

2

Uppflot

5

3

3

4

5

3

4

3

3

Stig í bleytu

20

13

14

18

17

16

17

11

13

Hemlað á þurru

5

4

5

5

4

4

4

5

5

Akstur á þurru

5

3

5

2

2

5

2

4

4

Stig á þurru

10

7

10

7

6

9

6

9

9

Orkueyðsla / viðnám

5

4

3

2

4

4

5

4

5

Veggnýr

5

3

3

2

2

5

3

4

3

Stig alls

100

84

82

81

75

73

69

57

56

1

2

3

4

5

6

7

8

Sæti

Mynd: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM

38

FÍB-blaðið


Ultragrip Arctic 2

NÝ KYNSLÓÐ AF NAGLADEKKJUM  Einstaklega hljóðlát dekk  Naglar sem endast lengur  Framúrskarandi meðhöndlun  Styttri hemlunarvegalengd í snjó

SÉRSTAKIR PÚÐAR UNDIR NÖGLUM GERA DEKKIN EINSTAKLEGA HLJÓÐLÁT

FÍB-blaðið

39


HRÖÐUN Á ÍS

HEMLUN Á ÍS

Hröðun frá 5 - 25 km/h mælt í sekúndum

AKSTUR Á ÍS

Brautarakstur mælt í sekúndum

ABS hemlun úr 25 - 5 km/h mælt í metrum

Michelin

5,55

Nokian

12,77

Nokian

39,31

Nokian

5,74

Michelin

12,93

Michelin

39,56

Goodyear

6,09

Goodyear

12,97

Goodyear

39,57

Hankook

6,41

Falken

14,60

Continental

40,81

Falken

6,51

Hankook

15,87

Falken

40,95

Goodride

7,53

Continental

17,14

Hankook

42,24

Continental

7,88

Goodride

17,16

Notað dekk

42,60

Notað dekk

8,66

Notað dekk

19,03

Goodride

44,12

Hröðun frá 5 til 25 km/klst. Meðaltal úr tveimur aksturslotum og 12 hröðunum á hvert dekk. Michelin hafði besta upptakið og Nokian þar á eftir. Dekkin sem áttu í mestu vandræðum var Goodride og Continental. Í raun voru þau nær notaða dekkinu í tíma en þeim sem voru á toppnum.

HRÖÐUN Í SNJÓ

ABS hemlun frá 25 til 5 km/klst. Meðaltal 24 hemlana í tveimur lotum. Það er nánast jöfn niðurstaða hjá þríeykinu Nokian, Michelin og Goodyear. Eftir það fer að dragast í sundur milli dekkja. Falken er þar efst og áhugavert að sjá hversu mikla hemlunarhæfni notaða dekkið hafði misst en það var aðeins 67% geta miðað við nýtt Nokian dekk.

HEMLUN Í SNJÓ

Hröðun frá 5 - 35 km/h mælt í sekúndum

Meðaltal aksturstíma í þremur hringjum. Nokian hefur besta hliðargripið og heldur stöðugleika í gegnum beygjur. Á meðan Michelin og Goodyear þurfa að fara inn í beygjurnar á lægri hraða. Falken og Continental eru stöðug og auðkeyrð. Á meðan Goodride missir gripið skyndilega og rennur stjórnlaust út úr beygjunum. Notaða dekkið er fyrirsjáanlegt og lætur auðveldlega að stjórn.

AKSTUR Í SNJÓ

ABS hemlun úr 35 - 5 km/h mælt sekúndum

Brautarakstur mælt í sekúndum

Goodyear

4,79

Goodride

12,80

Nokian

74,84

Michelin

4,83

Hankook

12,82

Continental

75,14

Continental

4,84

Falken

12,85

Goodyear

75,29

Notað dekk

4,84

Nokian

12,96

Michelin

75,54

Nokian

4,85

Goodyear

12,96

Falken

76,11

Falken

4,86

Continental

12,98

Hankook

76,66

Goodride

4,87

Notað dekk

13,06

Goodride

78,69

Hankook

4,90

Michelin

13,24

Notað dekk

79,02

Hröðun 5-35 km/klst. Meðaltal 12 tilrauna í tveimur lotum. Að venju er hröðunin mjög svipuð á öllum dekkjunum. Michelin stendur sig best en hjá öllum öðrum er munurinn mjög lítill.

HEMLUN Í BLEYTU

ABS hemlun frá 35 til 5 km/klst. Meðaltal 24 tilrauna í tveimur lotum. Kínverksa dekkið tekur vinninginn að þessu sinni. Fast á eftir fylgja Hankook og Falken. Annars er mjög lítill munur milli allra framleiðenda.

HEMLUN Í ÞURRU

Hemlun úr 80 - 5 km/h mælt í metrum

Meðaltími þriggja umferða um akstursbraut. Nokian sýnir sínar bestu hliðar þegar kemur að gripi í gegnum beygju og náði þannig besta tíma í gegnum brautina. Continental er sérstaklega auðkeyrt og fyrirsjánlegt. Hankook lætur vel að stjórn þegar ekið er inn í beygjur en getur verið ófyrirsjáanlegt þegar á reynir. Notaða dekkið er á botninu þrátt fyrir að því sé auðstýrt.

FLOT

Hemlun úr 80 - 5 km/h mælt í metrum

Mældur km. hraði við flot

Hankook

35,85

Notað dekk

31,40

Falken

59,1

Goodyear

35,94

Goodyear

32,11

Goodyear

57,3

Falken

36,98

Goodride

32,36

Hankook

56,8

Notað dekk

37,02

Michelin

32,37

Notað dekk

56,5

Michelin

37,56

Nokian

32,74

Goodride

56,4

Continental

37,87

Continental

32,77

Michelin

55,9

Nokian

38,58

Hankook

32,82

Continental

55,2

Goodride

39,19

Falken

33,32

Nokian

55,1

Hemlað frá 80-5 km/klst. Að venju stendur Goodyear sig vel í þessum prófunum, en Hankook hafði þó vinninginn að þessu sinni. Nokian og Goodride höfðu lengstu bremsuvegalengdina í bleytu. Grinnra mynstur gefur betra grip við mikla hemlum og því náði notaða dekkið að stöðva á skemmri vegalengd en Goodride.

40

FÍB-blaðið

Hemlað frá 80-5 km/klst. Það er sagt að dekk standi sig betur við hemlun á þurru malbiki eftir því sem það slitnar meira og er sú kenning staðfest í þessu prófi. Af nýju dekkjum eru Goodyear, Goodride og Michelin að standa sig best. Annars er munurinn mjög lítill milli allra dekkja.

Hér er sýndur hraðinn þegar dekk flýtur upp (planar) í 11 mm djúpu vatni. Þetta er gert við hröðun og kannað er á hvaða hraða það er þegar það missir veggripið og byrjar að spóla og snúast 15 prósent hraðar en það ætti að gera miðað við hraða bílsins. Falken sýnir fram á bestu getuna til að takast á við vatnsakstur. En Goodyear, Nokian, Continental og MIchelin eiga í mestu erfiðleikum með þetta próf. Notaða dekkið stendur sig þokkalega vel þrátt fyrir grinnra mynstur.


Nýtt hjá Arctic Trucks

dekk!

dekk á kynningarverði! Frábær dekk hönnuð í Evrópu. Vönduð efni og góð hönnun skila dekkjum með góða endingu, grip og áreiðanleika við alls konar aðstæður. Fáanleg í flestum stærðum fólksbíla, jepplinga og jeppa.

Öruggt heilsársdekk sem virkar vel við allar aðstæður, sumar og vetur.

Frábært alhliða jepplingadekk sem hentar jafnvel á malbiki og á grófum slóðum. Gott grip í snjó og hálku.

Hörkufínt jeppadekk sem veitir stöðugleika og gott grip þegar mest á reynir í erfiðum aðstæðum.

Verðdæmi: Heiti dekkja Alltoura 91V Alltoura HT 102 Alltoura HT 106 Alltoura HT Wintoura SUV Wintoura SUV Terratoura AT Terratoura AT

Stærð dekkja 195/65R15 215/65R16 225/65R17 235/60R18 225/60R18XL 255/50/R19 245/65R17XL 265/70R17

Fullt verð* Kynningarverð* 12.342 kr. 9.873 kr. 17.753 kr. 14.203 kr. 21.946 kr. 17.556 kr. 24.730 kr. 19.784 kr. 25.102 kr. 20.082 kr. 28.487 kr. 22.790 kr. 26.120 kr. 20.896 kr. 31.914 kr. 25.532 kr. * Verð pr. dekk

Einnig úrval af notuðum og nýjum dekkjum á útsöluverði! Opið alla virka daga 8-17 – ekki missa af þessu! Arctic Trucks Kletthálsi 3, 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | info@arctictrucks.is Opið alla virka daga 8-17 | www.arctictrucks.is |

FÍB-blaðið

Arctic Trucks á Íslandi

41


VETRARDEKKJAKÖNNUN - ÓNEGLD DEKK Að þróa og framleiða vetrardekk hefur reynst framleiðendum erfitt, dýrt og tímafrekt. Þeir hafa að fremsta magni reynt að standa sig stykkinu þannig að bíleigendum standi til boða fín dekk þegar horft er til öryggisins. Í könnunni í ár voru teknar fyrir stærðir dekkja sem henta undir venjulega fólksbíla. Öll dekkin sem gengust undir prófið voru tilkeyrð í þaula. Continental Vikingcontact 7 kom best út úr könnunni í ónegldum dekkjum. Goodyear Ultragrip Ice 3 varð í öðru sæti og Nokian Hakkapelitta R5 í því þriðja. Kínverska Triangle Snowlink Pl01 kom verst út og hafnaði í neðsta sæti.

Þarfagreining: Aðstæður geta verið mismunandi eftir svæðum, svo sem hvað veðurfarslegar aðstæður áhrærir í sambandi við notkun ökutækis með tilliti til búsetu og þarfa hvers og eins. Til dæmis fara sumir lítið út fyrir nærumhverfi sitt en aðrir sækja vinnu eða tómstundir um langan veg. Hver og einn þarf að vera meðvitaður um algengustu aðstæður til að meta eiginleika dekkjanna. Þannig er ekki víst að sama dekk henti íbúa höfuðborgarsvæðinu og þeim sem búa úti á landsbyggðinni.

SVONA REIKNAST STIGIN Í öllum prófunarþáttum eru gefin 1 til 5 stig. 5=Ágætt - 4=Gott - 3=Sæmilegt - 2=Slakt - 1=Lélegt. Hlutlæg og huglæg mæligögn: Í einkunnagjöfunni er byggt á mælanlegum gögnum. Aftur á móti er huglæg reynsla ökumanna einnig hluti af einkunninni við mat á aksturseiginleikum og hávaða. Mismunandi vægi eftir mikilvægi: Sum próf eru metin mikilvægri en önnur. Í ákveðnum prófunarþáttum margfaldast einkunnir þess vegna með tveimur eða þremur. Svo að dæmi séu tekin má nefna að veggrip á ís og snjó vega þungt og er margfaldað upp með þremur sem gefur 15 stig að hámarki. Með þessu fást niðurstöður sem meta meira góða eiginleika við erfiðar vetraraðstæður en eiginleika á þurru malbiki þar sem gripið er yfirleitt mun betra.

42

FÍB-blaðið


NÚ ER TÍMINN FYRIR

GÆÐADEKK FÓLSKBÍLADEKK, JEPPADEKK, SENDIBÍLADEKK, FJÓRHJÓLADEKK, LYFTARADEKK

VikingContact 7 „Þetta dekk er enn það besta í flokki ónegldra dekkja” -FÍB

Sigurvegari FÍB könnunarinnar 2018, 2019, 2020, 2021, 2023

Vefverslun

Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is

FÍB-blaðið

43


Ónegld dekk 1

2

CONTINENTAL VIKING CONTACT 7

Hraða- og burðarþol: 94 T Hörkustig (Slitflötur): 53 Framleiðsludags: Vika 43, 2022 Framleiðsluland: Þýskaland Söluaðili: BJB Pústþjón. Verð á eitt dekk: 48.905 kr.

89

GOODYEAR ULTRAGRIP ICE3

Hraða- og burðarþol: 94T Hörkustig (Slitflötur): 56 Framleiðsludags: Vika 50, 2022 Framleiðsluland: Pólland Söluaðili: Klettur Verð á eitt dekk:

STIG

Þetta dekk er enn það besta í flokki ónegldra dekkja, þrátt fyrir að vera ein elsta hönnuninn á markaðnum. Það heldur gripi þrátt fyrir krefjandi beygjur á ísilagðri braut. Sömuleiðis lætur það vel að stjórn í snjó þar sem afturendi bílsins helst stöðugur og er laus við skrið. Frábærir eiginleikar í snjó skila sér einnig þegar komið er á auðan veg. Góð tilfinning er upp í stýri á malbiki, niðurstöðurnar eru einnig einstaklega góðar við svig og hemlun á þurru og blautu yfirborði. Dekkið er í einu af þremur efstu sætunum í öllum prófunum og verðskuldar því fyrsta sætið. Frábært dekk fyrir fjölbreyttar vetraraðstæður. Kostir: Auðkeyrt undir álagi við allar aðstæður, skorar jafnt í öllum prófnum. Ókostir: Engir.

3

Þriðja kynslóð af UltraGrip Ice frá Goodyear var ein af stærstu dekkjafréttum ársins. Forverinn stóð sig sérstaklega vel á blautum vegi og hefur hæfnin haldist vel á milli kynslóða og um leið hefur grip í vetraraðstæðum batnað. Dekkið nær góðum árangri hvað varðar upptak og hemlun í snjó ásamt gripi í beygjum. Grip á ís er ágætt en þó ekki í flokki þeirra bestu. Allra bestu einleikarnir koma fram á malbiki, sérstaklega í bleytu. Tilfinning upp í stýri og stöðugleiki í svigakstri skila toppeinkunn. Sama á við um hæfni til að takast á við flot og hemla á blautu yfirborði. Þetta dekk er besti kosturinn fyrir þá sem aka mikið á auðum vegi. Kostir: Yfirburðir á malbiki, hemlun á snjó og ís. Ókostir: Aðeins slakara grip í beygjum á ís en samkeppnisdekkin.

4

NOKIAN HAKKAPELITTA R5

Hraða- og burðarþol: 94 T Hörkustig (Slitflötur): 52 Framleiðsludags: Vika 46, 2022 Framleiðsluland: Finnland Söluaðili: Max1 Verð á eitt dekk: 43.990

84

MICHELIN X-ICE SNOW

Hraða- og burðarþol: 94 H Hörkustig (Slitflötur): 57 Framleiðsludags: Vika 30, 2022 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: N1 / Costco Verð á eitt dekk: 42.990 / -- kr.

STIG

Nýjasta óneglda dekkið frá Nokian fær flest stig þegar kemur að akstri í snjó og á ís. Það lætur vel að stjórn og heldur góðu gripi í beygjum. Það er kvikt og hentar vel í virkan og krefjandi akstur, þrátt fyrir að vera fremur mjúkt dekk . Aftur á móti getur ökumönnum, sem leita eftir þægilegu dekki fyrir rólegan akstur, þótt það full ákaft til að fara í skrið. Í svigakstri á malbiki kemur dekkið vel út en vantar aðeins upp á nákvæmni upp í stýri. Eiginleikar á blautu yfirborði eru ívið slakari í samanburði við önnur dekk. Viðnám er með lægsta móti. Nokian R5 hentar best fyrir þá sem leggja megináherslu á góða eiginleika við akstur í vetraraðstæðum. Kostir: Framúrskarandi vetrargrip. Ókostir: Hemlun á blautu yfirborði, tilfinning í stýri og veggnýr. 44

FÍB-blaðið

87 STIG

83 STIG

Franska dekkið stendur sig mjög vel í vetrarakstri í beinni aksturstefnu, þ.e. í upptaki og við hemlun. Aftur á móti erfiðar það í beygjum og bregst illa við skyndilegum stefnubreytingum en það endurspeglast í undirstýringu. Á auðum vegi er dekkið stöðugt og veitir góða tilfinningu upp í stýri. Undirstýringin er þó handan við hornið, sértaklega undir álagi í bleytu. Michelin leggur megináherslu á stutta hemlunarvegalengd og akstursánægju umfram bestu getu til að takast á við krappar beygjur. Kostir: Hemlun við vetraraðstæður. Tilfinning á auðum vegi. Ókostir: Viðnám, undirstýring.


Ónegld dekk 5

6

BRIDGESTONE BLIZZAK ICE

Hraða- og burðarþol: 91 S Hörkustig (Slitflötur): 57 Framleiðsludags: Vika 30, 2022 Framleiðsluland: Japan Söluaðili: Betra Grip Verð á eitt dekk: 55.239

73

PIRELLI ICEZERO ASIMMETRICO

Hraða- og burðarþol: 94 H Hörkustig (Slitflötur): 57 Framleiðsludags: Vika 44, 2022 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: Nesdekk Verð á eitt dekk:

71

STIG

Japanski framleiðandinn Bridgestone vinnur með ósamhverft mynstur með upplýsingum um hvað mynstur sé að innan og utan. Þetta heimilar dekkinu til að takast betur á við beygjur en missir marks þegar kemur að blautu yfirborði. Blizzak Ice hefur mýkstu gúmmíblönduna (49 gráður) en það þýðir frábært grip í svigakstri á snjó og ís. Á hinn bóginn er það ekki jafn auðstýrt þegar komið er að þolmörkum eins og hjá bestu dekkjunum. Mýktin skilar góðum niðurstöðum við hemlun á þurru yfirborði ásamt því að vera hljóðlátt. Aftur á móti skortir stöðugleika í svigakstri og hemlun í bleytu er ein sú slakasta í þessum prófunum. Dekkið hafnar í fimmta sæti án þess að skara sérstaklega fram úr á neinu sviði. Kostir: Akstursöryggi í snjó og á ís, veggnýr. Ókostir: Flot, hemlun í bleytu, akstureiginleikar á malbiki.

7

Nýtt dekk var hannað undir nafninu Asimmetrico þegar ítalski framleiðandinn Pirelli gat ekki lengur haldið áfram framleiðslu sinni á naglalausa dekkinu Icezero FR í Rússlandi og framleiðslan var flutt til Asíu. Eins og nafnið segir til um er dekkið ósamhverft með ólíkt mynstur á innri og ytri brún. Þá er dekkið ívið stífara en hin. Hemlun á snjó og ís er í meðallagi góð, í beygjum bregst dekkið vel við stýringu en getur skyndilega misst grip þegar komið er að þolmörkum. Aksturánægja kemur best fram á þurru malbiki en því miður er hemlun á þurru og blautu yfirborði sú slakasta og endurspeglast það í lágum stigafjölda. Kostir: Gott viðbragð, stöðugleiki á malbiki, gott grip í snjó. Ókostir: Hemlun á þurru og blautu yfirborði, grip á ís.

8

TRIANGLE SNOWLINK PL01

Hraða- og burðarþol: 94 R Hörkustig (Slitflötur): 65 Framleiðsludags: Vika 14, 2022 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: Dekkjahöllin Verð á eitt dekk: 18.990 kr.

STIG

51

SAMANBURÐARDEKK FRÁ 2015

Hraða- og burðarþol: 94 R Hörkustig (Slitflötur): 62 Framleiðsludags: Vika 35, 2015 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: -Verð á eitt dekk: --

51

STIG

PL01 er óvenjuhart og grípur illa í vetrarakstri þrátt fyrir yfirlýsingar kínverska framleiðandans um að dekkið hafi verið þróað á finnskri grundu. Í ísilögðum beygjum missir dekkið skyndilega grip að framan og bíllinn rennur stjórnlaust út úr beygju án þess að ökumaður geti nokkuð að gert. Gripið í vetraraðstæðum er nánast á pari við notaða samanburðardekkið sem er átta ára gamalt. Þegar kemur að akstri á auðum vegi eru niðurstöðurnar aðeins betri en aldrei það góðar að dekkið nái að vinna sig upp í efri sætin. Hár veggnýr innsiglar síðan neðsta sæti í flokki nýrra vetrardekkja. Staðreyndin er sú að því tekst í raun ekki að skáka gamla samanburðardekkinu. Kostir: Hemlun á þurru malbiki Ókostir: Grip í beygju við vetraraðstæður, hemlun í bleytu, veggnýr.

STIG

Nokian R2 var sigurvegarinn í prófunum þegar það koma á markað 2015. Nú er það orðið átta ára gamalt með 6 mm mynstur og harðara gúmmí. Þegar í byrjun kemur í ljós hversu mikið hefur dregið úr gripi í samanburði við bestu dekkin en það stenst samanburð við nýja kínverska dekkið í þessu prófi. Í raun tekur R2 vinninginn þegar kemur að gripi í beygjum. Grynnra mynstur vinnur með dekkinu þegar kemur að hemlun og viðnámi á malbiki. Aftur á móti hefur það lágan flothraða og aukið kantslit á framdekkjunum skilar slakara gripi í beygjum. Tekið skal fram að ný dekk eru ávallt öruggari en notuð svo fremur að þau séu góð. Kostir: Viðbragð við stýringu, auðkeyrt í vetraraðstæðum. Ókostir: Flot, grip í bleytu, hemlun á ís. FÍB-blaðið

45


Stig alls

Continental

Goodyear

Nokian

Michelin

Bridgestone

Pirelli

Triangle

Notað dekk

Ónegld dekk

Hröðun á ís

5

4

3

5

5

4

2

1

1

Hemlað á ís

15

15

12

15

15

9

9

6

6

Akstur á ís

15

15

12

15

9

15

12

6

6

Stig á ís

35

34

27

35

29

28

23

13

13

Hröðun í snjó

5

4

5

4

4

4

5

3

4

Hemlun í snjó

10

8

10

8

10

8

10

8

8

Aksur í snjó

10

10

8

10

8

8

8

4

4

Stig í snjó

25

22

23

22

22

20

23

15

16

Hemlað í vætu

10

8

10

6

10

6

4

4

6

Ekið í vætu

5

4

5

4

3

2

2

3

2

Uppflotun

5

4

5

3

5

2

3

3

1

Stig í bleytu

20

16

20

13

18

10

9

10

9

Hemlað á þurru

5

5

4

4

4

5

3

5

5

Akstur á þurru

5

4

5

3

4

2

5

3

2

Stig á þurru

10

9

9

7

8

7

8

8

7

Orkueyðsla

5

4

5

5

3

3

4

4

5

Veggnýr

5

4

3

2

3

5

4

1

1

Stig alls

100

89

87

84

83

73

71

51

51

1

2

3

4

5

6

7

7

Sæti

46

FÍB-blaðið

Mynd: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM


HRÖÐUN Á ÍS

HEMLUN Á ÍS

Hröðun frá 5-25 km/h mælt í sekúndum

AKSTUR Á ÍS

Brautarakstur mælt í sekúndum

ABS hemlun úr 25 - 5 km/h mælt metrum

Michelin

7,32

Michelin

12,09

Continental

44,52

Nokian

7,52

Continental

12,32

Nokian

44,69

Continental

7,82

Nokian

12,49

Bridgestone

44,90

Bridgestone

8,05

Goodyear

13,00

Pirelli

46,01

Goodyear

8,43

Pirelli

13,23

Goodyear

46,71

Pirelli

8,97

Bridgestone

13,30

Michelin

47,07

Triangle

9,17

Triangle

13,93

Triangle

48,63

Notað dekk

3,73

Notað dekk

14,04

Notað dekk

48,98

Hröðun frá 5 til 25 km/klst. Meðaltal úr 12 hröðunum í tveimur lotum á hvert dekk. Michelin og Nokian taka vinninginn á ísnum. Fast á eftir koma Bridgestone og Goodyear. Triangle vermir neðsta sætið í flokki nýrra dekkja en notaða dekkið rekur lestina. Pirelli stóð sig ekki heldur nægjanlega vel.

HRÖÐUN Í SNJÓ

ABS hemlun frá 25 til 5 km/h klst. Meðaltal 48 hemlana í tveimur lotum. Michelin sýnir aftur fram á bestu hæfni á ís. Einnig skila Continental og Nokian góðum niðurstöðum. Á botninum er annars vegar kínverska dekkið Triangle og notaða Nokian dekkið.

HEMLUN Í SNJÓ

Hröðun frá 5-35 km/h mælt í sekúndum

Ekið á íslilagðri braut. Brautartímar eru meðaltal þriggja tilrauna í tveimur umferðum. Continental ræður ræður einstaklega vel við krappar beygjur á miklum hraða. Bridgestone og Nokian koma þar á eftir með þægileg og léttkeyrð dekk. Notaða dekkið á erfitt með að halda gripi í beygjum. Þá er Triangle líklegegt til að missa skyndilega girp án viðvörunnar.

AKSTUR Í SNJÓ

ABS hemlun úr 35 - 5 km/h mælt í sekúndum

Brautarakstur mælt í sekúndum

Goodyear

4,44

Goodyear

12,19

Nokian

75,50

Pirelli

4,49

Michelin

12,21

Continental

75,74

Continental

4,55

Pirelli

12,27

Goodyear

75,91

Michelin

4,57

Continental

12,34

Pirelli

76,44

Nokian

4,57

Nokian

12,52

Bridgestone

76,61

Bridgestone

4,59

Triangle

12,52

Michelin

76,67

Notað dekk

4,60

Notað dekk

12,73

Triangle

79,75

Triangle

4,68

Bridgestone

12,77

Notað dekk

80,65

Hröðun 5-35 km/h. Meðaltal 12 tilrauna í tvemur lotum. Eins og oft áður þá er lítill munur á milli dekkja þegar hröðun í snjó er mæld. Með bestu hröðunina eru Goodyear og Pirelli. Aðrir á listanum er með svipaða tíma en neðst er Triangle sem náði ekki nægjanlega góðu gripi.

HEMLUN Í BLEYTU

ABS hemlun frá 35 til 5 km/klst. Meðaltal 12 nauðhemlana í tveimur lotum. Jafnvel við hemlun í snjó er lítið sem aðskilur dekkin. Öll dekkin ná mjög góðum niðurstöðum og eingöngu um hálfur meter sem skilur að besta og versta dekkið. Best standa sig Goodyear, Michelin og Pirelli.

FLOT

HEMLUN Í ÞURRU

Hemlun úr 80 - 5 km/h

Meðaltími sex umferða um akstursbraut í tveimur lotum. Það eru skörpu beygjurnar sem skilja að bestu og verstu dekkin. Nokian og Continental standa sig best og fylgir Goodyear fast á eftir. Það var auðveldara að hafa stjórn á notaða dekkinu en Triangle þrátt fyrir að Triangle hafði betra grip í beygjum.

Hemlun úr 80 - 5 km/h

Mældur hraði við flot

Goodyear

37,55

Notað dekk

29,23

Goodyear

66,0

Michelin

38,40

Bridgestone

30,03

Michelin

65,0

Continental

39,31

Continental

30,32

Continental

62,7

Nokian

40,28

Triangle

30,37

Nokian

61,4

Bridgestone

40,74

Nokian

30,65

Triangle

61,0

Notað dekk

40,88

Goodyear

30,90

Pirelli

60,5

Triangle

42,19

Michelin

30,96

Bridgestone

59,8

Pirelli

43,34

Pirelli

31,46

Notað dekk

56,6

Hemlað frá 80-5 km/klst. Það var Goodyear sem náði að stöða bílinn á aðeins 37,55 metrum. Michelin skilaði einnig góðum árangri. Önnur dekk náðu að mun betri árangri en Triangle og Pirelli. Pirelli fór 1- 2 metrum umfram hin dekkin áður en það hafði stöðvað bílinn.

Hemlað frá 80-5 km/klst. Eftir því sem mynstursdýpt minnkar eykst hemlunarhæfni á þurru malbiki. Því var það notaða dekkið sem hafði vinninginn í þessum prófunum með tæplega meter í vinning. Mjúka gúmmíið í Bridgestone dekkinu skilaði bestri niðurstöðu af nýju dekkjunum. Pirelli átti í mesta basli og endaði á botninum.

Hér er sýndur hraðinn þegar dekk flýtur upp (planar) í 7 mm djúpu vatni. Þetta er gert við hröðun og kannað er á hvaða hraða það er þegar það missir veggripið og byrjar að spóla og snúast 15% hraðar en það ætti að gera miðað við hraða bílsins. Naglalaus dekk eru yfirleitt slakari en þau negldu í þessum prófnum. En Micheline og Goodyear náðu ágætis árangri að þessu sinni. Á botninum sat notaða dekkið ásamt Bridgestone.

FÍB-blaðið

47


Nú er einnig hægt að fá FÍB skírteinið í símann!

Nánar á FÍB.is eða 48

FÍB-blaðið


E Y J A F J Ö R Ð U R

Víkurskarð

Akureyri

fækkun umferðaslysa

eftir að göngin opnuðu Öruggari leið í gegnum Vaðlaheiðargöng

2015 - 2018 22 umferðaslys þar af 4 alvarleg* 2019 - 2022 4 umferðaslys*

*Heimild: Slysakort Samgöngustofu

FÍB-blaðið

49


Reynsluakstur:

Smart #1 Nýverið hóf bifreiðaumboðið Askja sölu á nýja rafmagnsbílnum Smart#1. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem vörumerkið er að hluta til í eigu Mercedes-Benz AG. Lítið hefur farið fyrir því á síðustu árum en 2019 keypti kínverski framleiðandinn Geely sig inn félagið en hann var þá aðallega þekktur í Evrópu sem kaupandi að Volvo árið 2010. Í millitíðinni hefur eignasafnið stækkað og hafa merki eins og Lotus og Lynk&Co komið þar inn. Fyrsta hugsunin þegar minnst er á Smart bíl er örsmár borgarbíll með pláss fyrir einn farþega og lítra af mjólk. Því var mikil spenna í bílaheiminum að sjá nýjustu afurð framleiðandans á meðalstórum rafknúnum fjölskyldubíl. Nýi bíllinn ber einfalda nafnið Smart #1 með tilvísun í fyrstu afurð af samstarfi milli Mercedes and Geely. Samkvæmt framleiðenda er bíllinn skilgreindur sem smærri jepplingur (e. Small SUV). Þessi stærðarflokkur fer ört stækkandi og verður sívinsælli meðal kaupenda. Þetta eru frekar smáir en háir bílar sem eru auðveldir í umgengni, t.d. með því að fara inn og út. Þá er aukin veghægð góður kostur.

Fram- og afturljósin mynda eina heild eða einskonar gleraugu.

50

FÍB-blaðið


Útlit Við hönnun á nýja Smart-bílnum var farið nýjar leiðir og seint er sagt að hann týnist meðal annarra bíla. Þó er útlitið ekki svo framúrstefnulegt að það ætti að fæla kaupendur frá enda segir Smart í auglýsingu að „óþarfi er að vera eins og allir hinir“. Það sem einkennir bílinn eru mjúkar línur hvar sem á hann er litið. Fram- og afturljósin mynda eina heild eða einskonar gleraugu. Hönnuðir lögðu mikið upp úr að ná sem lægstri vindmótstöðu og er stuðullinn einungis 0,29 sem er lægsta viðnámið í þessum flokk. Meðal aðferða til að draga úr viðnámi er að fella hurðarhúna inn í hurðar. Þetta er ekki óþekkt aðferð og mismunandi hvernig tekst til, sérstaklega þegar horft er til notkunar. Því miður var Smart ekki alveg með þetta á hreinu en húnarnir koma út þegar lyklahafi gengur að bílnum og auðveldar það opnun. Sé von á öðrum farþegum síðar geta þeir átt í basli með að ná húninum út til að toga í hann. Ein leið til að losna við þetta er að ökumaður ýti á aflæsingartakka inni í bílnum til að virkja þá. Reynsluakstursbíllinn var Pulse-útgáfan sem er búin drifmótorum að framan og aftan og skila samtals 428 hestöflum. Einnig er hægt að fá Pro+ útgáfu sem er ódýrust með 272 hestafla drifi að aftan. Nýjasta viðbótin og sú dýrasta er Brabus-útgáfan sem er með sömu drifrás og Pulse en hefur aukin búnað með betri hröðun. Í öllum útgáfum koma bílarnir á 19 tommu felgum og dekkjum sem eru 235/45. Bíllinn virðist kalla á stærri felgur eða dekk til að fylla út í hjólboganna og myndi hann samsvara sér betur fyrir vikið. Hægt er að velja um fjölbreytt úrval af litum en nær allir bílarnir koma með svörtu þak nema í undantekningartilfellum. Innar rými

Meðal aðferða til að draga úr viðnámi er að fella hurðarhúna inn í hurðar.

Allur frágangur og efnisval í innréttingum er til fyrirmyndar og fer vel um ökumann og farþega. Stokkur á milli framsæta tekur heldur mikið pláss af fótarými og hvílir hnéð oftar en ekki á stokknum. Mikið hefur verið lagt upp úr að hafa gott rými fyrir alla farþega og er því einnig mjög gott rými í aftursætum og efnisval og frágangur ekki síðri en í framsætunum. Fórnarkostnaður við aukið pláss í aftursætum kemur síðan niður á skottplássi sem er einungis 273 lítrar. Á móti er afturbekkurinn tvískiptur og hægt að færa hann fram og auka rýmið upp í 411 lítra. Að framan er einnig 15 lítra hólf sem virkar ágætlega til að geyma í hleðslukapal eða annað smálegt.

Að innan er bíllinn mjög bjartur og „smart“ með einfaldleika og mjúkar línur að leiðarljósi. Hár stokkur er á milli framsætanna með nokkrum hólfum sem hægt er að loka þegar þau eru ekki í notkun. 12,8“ upplýsingaskjár er fyrir miðju mælaborðsins og annar 9,2“ fyrir ökumann. Einnig kemur Pulse-útgáfan með 10“ upplýsingavarpa í framrúðu (e. HUD) sem var sérstaklega skýr. Það er hönnuðum mikið kappsmál að sýna fram á að þessi bíll sé ekki bara nytjahlutur heldur lífsstíll. Búið er að setja ljós á hina ýmsu staði með fjölbreytilegum litum. T.d. er hægt að velja litaþemu fyrir ljós sem eru staðsett um mælaborðið og aftur í bílinn. Einnig kemur Pulse-útgáfan með viðbótarlýsingu í merki á stýri, vörpun af merki úr hliðarspeglum, upplýst hurðarföls og handföng. Viðbragð í skjá er mjög gott og viðmótið litríkt í teiknimyndastíl.

FÍB-blaðið

51


Stjórnkerfi bílsins er ágætt þegar ökumaður hefur náð tökum á því. Viðbragð í skjá er mjög gott og viðmótið litríkt í teiknimyndastíl. Erfitt getur verið að átta sig á tökkum í stýri þar sem merkingar sjást illa nema þegar baklýsing er virk að kvöldi og næturlagi. Eins og með marga aðra nýrri bíla er eingöngu hægt að stjórna miðstöðinni um snertiskjá og virtist miðstöðin eiga í smá basli með að halda réttum hita í farþegarýminu þegar hún er á sjálfvirkri stillingu. Hljóðkerfi bílsins olli vonbrigðum, á lægri stillingu var hljómurinn ágætur með góða fyllingu en þegar á reyndi í tónlistarhlustun vantaði allan botn. Í Brabus-útgáfu bílsins hefur verið bætt úr þessu með uppfærslu upp í hljóðkerfi frá Beats. Akstur Smart #1 er auðkeyrður og þægilegur í notkun. Bíllinn er sá fyrsti til að notast við nýjan undirvagn úr verksmiðju Geelys. Nýi vagninn ber

Stokkur á milli framsæta tekur heldur mikið pláss af fótarými.

heitið SEA (e. Sustainable Experience Architecture) og er hannaður með fjölbreytni í huga. Þannig geta framleiðendur keypt framleiðslurétt á honum og einbeitt sér frekar að hönnun yfirbyggingar. Því ætti ekki að koma á óvart að næsti rafbíll frá Volvo EX30, sem er í eigu Geelys, muni vera byggður á sama grunni.

4,5 sekúndur. Bíllinn liggur mjög vel og fjöðrun er góð. Þegar komið var í þjóðvegaakstur var hins vegar fínn titringur sem fannst í stýri og farþegarými. Við nánari skoðun kom í ljós að ójafn og of mikill loftþrýstingur var í dekkjum bílsins sem mögulega gæti valdið þessu. Þá hjálpa stíf dekk með lágum banna ekki til.

Fjórhjóladrifsútgáfan er mjög öflug (428 hö) og hröðun í 100 er aðeins

Drifrafhlaðan í bílnum er 66 kWst. og kemur hún í öllum útgáfum.

Mjúkar línur einkenna bílinn hvar sem á hann er litið.

52

FÍB-blaðið


Fórnarkostnaður við aukið pláss í aftursætum kemur síðan niður á skottplássi.

Uppgefin drægni er 400 km á fjórhjóladrifsútgáfunni en 420 km á þeirri afturhjóladrifnu. Ekki er ósennilegt að munurinn sé minni á milli bíla þar sem ódýrasta útgáfan kemur ekki með varmadælu. Hleðslubremsan í bílnum er ágæt og einnig hægt að stilla á einsfetilsakstur (e. One-pedal drive) þar sem bíllinn stöðvast alveg sé inngjöf sleppt. Ekki er algilt að þessi búnaður sé til staðar í rafbílum og hafa útfærslurnar verið misgóðar. Smart hefur ekki alveg náð tökum á þessu en aksturinn var ekki nægjanlega línulegur þar sem hemlun og upptak voru frekar skrikkjótt.

Annað

Niðurstaða

Í grunnútgáfu er hleðslugeta á AC allt að 7,4 kW en fer upp í 22 kW í Pulse- og Brabus-útgáfunni. Hraðhleðsla er allt að 150 kW óháð útgáfu.

Hér er á ferðinni ferskur og áhugaverður rafbíll sem er vel þess virði að skoða. Með vandaðar innréttingar, góða aksturseiginleika á samkeppnishæfu verði er Pulseútgáfan líklegast besti kosturinn með tilliti til búnaðar og verðs. Þar vegur mest fjórhjóladrif, aukið afl, varmadæla og 22 kw hleðsla þungt.

Hægt er að stjórna ýmsum aðgerðum um smáforrit sem er tengt bílnum. Þetta eru aðgerðir eins og að forhita bílinn, sjá stöðu á hleðslu og fleiri gagnlegar upplýsingar. Allir bílarnir koma með 5 ára ábyrgð óháð akstri. Hægt er að fá bílinn með krók og er dráttargetan allt að 1600 kg. Smart #1 skoraði fullt hús stiga með fimm stjörnur í árekstrarprófunum Euro NCAP. Allir bílarnir koma hlaðnir hjálparkerfum til að auka á öryggi. Þá er 360° myndavél ásamt fjarlægðaskynjara að framan og aftan.

Aðrir bílar í svipuðum flokk væru meðal annar Kia Niro, BYD Atto, Hyundai Kona, MG ZS, Peugeot 2008 og Jeep Avenger. Björn Kristjánsson

Smart #1 Verð frá: 5.990.000 kr. Afl: 272 - 428 hestöfl Rafhlaða: 66 kWst. Drægni allt að: 420 km. Hleðsla: AC 7,4-22 kW / DC 150kW Farangursrými: 273 - 411 lítrar L/B/H: 4270/1822/1636 mm Hjólhaf: 2750 mm Eigin þyngd: 1788 - 1900 kg Dráttargeta hemlað: 1600 kg. Aksturseiginleikar, afl Skottpláss, hljómkerfi

Gott rými er í aftursætum og efnisval og frágangur ekki síðri en í framsætunum.


Sáttmáli um samstarf gegn misnotkun og hatursorðræðu á netinu Alþjóðasamtök bifreiðaeigenda, FIA, og Alþjóða mótorhjólasambandið, FIM, undirrituðu um helgina sáttmála um samstarf í íþróttum sem hluta af alþjóðlegu bandalagi til að vinna gegn íþróttatengdri misnotkun og hatursorðræðu á netinu. Herferðin byggir á umfangsmikilli rannsóknaráætlun með sex alþjóðlegum styrkjum. Samningurinn var undirritaður af Mohammed Ben Sulayem, forseta FIA, og starfs-bróður hans hjá FIM, Jorge Viegas. Margir hagsmunaaðilar í íþróttum, þar á meðal í-þróttamenn, sjálfboðaliðar, embættismenn, aðdáendur, íþróttastofnanir, netvettvangar, tæknifyrirtæki, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir, hafa

mikilvægu hlutverki að gegna í þessu alþjóðlegu bandalagi til að stöðva hatursorðræðu í íþróttum. Samkvæmt sáttmálanum munu FIA og FIM leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn í-þróttatengdri hatursorðræðu á netinu sem er brýn áskorun fyrir samfélagið. Sáttmálinn er meginstoð FIAherferðarinnar United Against Online Abuse – samstarfs-verkefni ríkisstjórna, eftirlitsstofnana og annarra íþróttastofnana með það markmið að byggja upp alþjóðlegt samstarf innan vistkerfis íþrótta. FIA er í viðræðum við Alþjóða ólympíusambandið, IOC, og Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, auk

fulltrúa frá stjórnum samtaka í frjálsum íþróttum, ruðningi, og fjölda annarra viðkomandi samtaka um samstarf á þessu vettvangi. Mohammed Ben Sulayem sagði eftir undirritunina að markmið samningsins væri að byggja upp alþjóðlegt bandalag til að stöðva ÍHN. Við erum þakklát fyrir stuðninginn frá Jorge Viegas og teymi hans þegar við gerum ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á netinu sem hefur skaðað allar íþróttir. „Saman verðum við að gera allt sem unnt er til að stuðla að gagnsæu, jákvæðu íþróttaumhverfi til að breyta viðhorfum og takast á við íþróttatengdri hatursorðræðu og net-misnotkun,“ sagði Jorge Viegas.

Áskorunin inniheldur eftirfarandi: • Halda skal uppi og stuðla að bestu starfsvenjum í tengslum við forvarnir, útbreiðslu og fjarlægingu íþróttatengdri hatursorðræðu á netinu (ÍHN), í öllum sínum myndum. • Halda skal opnu samtali við hagsmunaaðila, þar á meðal íþróttamenn, sjálfboða-liða, embættismenn, aðdáendur, netkerfi, tæknifyrirtæki, stjórnvöld og eftirlits-stofnanir í herferð okkar til að fjarlægja ÍHN. • Deila skal þekkingu og rannsóknum á ÍHN til að hjálpa til við að uppræta skað-leg áhrif hennar. • Hlúa skal að samstarfsnálgun íþróttastofnana, netkerfa, tæknifyrirtækja, stjórn-valda og eftirlitsstofnana til að stuðla að gagnsæju íþróttaumhverfi sem hjálpar til við að vinna gegn áhrifum ÍHN með jákvæðum hætti. Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA og Jorge Viegas, forseti FIM.

Ekki gleyma að sýna skírteinið! FÍB afslættir um allt land. Nánar á FÍB.is

54

FÍB-blaðið

Afsláttarnetið á fib.is


Reykingabann í bifreiðum og sektir við slíku í gildi víða um lönd Reykingabann í bifreiðum og sektir við slíku hefur nú þegar tekið gildi í nokkrum löndum. Fleiri þjóðir munu á næstunni fylgja í kjölfarið. Í Frakklandi, Ítalíu, Austurríki og í nokkrum öðru löndum hefur verið lagt á bann við reykingum í bílum. Samsvarandi bann hefur einnig verið til umræðu í Þýskalandi í nokkurn tíma. Í sumum tilfellum er refsað fyrir brot með háum sektum. Markmiðið er í grunninn að vernda ólögráða börn sem eru farþegar í bílunum. Reykingar í bílum eru almennt ekki bannaðar í Þýskalandi en það gæti breyst á næstunni. Sums staðar á Norðurlöndunum, í Hollandi og Póllandi er rætt um að taka alfarið upp bann við reykingum í bílum. Slík umræða fer einnig fram utan Evrópu en til dæmis hefur bann við reykingum þegar tekið gildi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í Kanada, Ástralíu og Suður-Afríku,. Reykingabann á opinberum stöðum á Íslandi gekk í gildi árið 2007. Almenn umræða um bann við slíku framferði í bílum hér á landi hefur ekki komist á skrið enn sem komið er. Aldrei er að vita nema það gerist í kjölfar breytinga sem nú eiga sér stað víða um lönd.

Eftirfarandi lönd hafa lagt bann við reykingum í bílum: Belgía

Írland

Skotlandi

Í Belgíu er bann við reykingum í ökutækjum ef fólk undir 18 ára er í þeim. Brot geta varðað við sektum frá 130 evrum.

Á Írlandi er ekki lengur leyfilegt að reykja í bíl ef einstaklingur undir 18 ára er í bílnum. Fyrir brot er refsað með sekt upp á 100 evrur eða meira.

Í Skotlandi er ekki lengur leyfilegt að reykja í bílum ef fólk undir 18 ára er um borð. Reykingabannið gildir bæði fyrir ökumann og farþega, hvort sem gluggar eða sóllúga eru opin. Sá sem brýtur gegn þessu á yfir höfði sér 100 punda sekt. Rafsígarettur eru ekki bannaðar.

England og Wales Í Englandi og Wales eru reykingar bannaðar í ökutækjum ef farþegar yngri en 18 ára eru í bílnum. Brot við þessum reglum geta numið allt að 50 pundum. Finnlandi Í Finnlandi er bannað að reykja í bíl ef börn yngri en 15 ára eru í bílnum. Frakklandi Í Frakklandi er einnig bannað að reykja í bílum í viðurvist barna yngri en 18 ára. Brot gegn banninu falla í svokallaðan sektarflokk 4 og er refsingin 135 evrur. Grikkland Í Grikklandi eru reykingar bannaðar í bílum ef börn yngri en 12 ára eru farþegar. Reglugerðin gildir um einkabíla, leigubíla og almenningsvagna. Brot við þessu getur varðað allt að 1.500 evrum. Reyki einstaklingur í almenningssamgöngum (ökumaður eða farþegi) á viðkomandi yfir höfði sér allt að 3.000 evra sekt og eins mánaðar akstursbann ef börn yngri en tólf ára eru í ökutækinu.

Ítalíu Á Ítalíu er óheimilt að reykja í bílnum ef óléttar konur eða börn eru í bílnum. Sektin í slíkum tilfellum er á bilinu 50 til 500 evrur en frá 25 til 250 evrur ef börn á aldrinum 12 til 17 ára eru farþegar. Lúxemborg Reykingar eru bannaðar í einkabílum ef börn yngri en 12 ára eru í bílnum. Fyrir brot er refsað með sektum á bilinu 25 til 250 evrur. Austurríki Í Austurríki er bann við reykingum í ökutækjum ef það er að minnsta kosti einn einstaklingur undir 18 ára aldri í þeim. Brot geta varðað stjórnvaldssektum allt að 100 evrum og endurteknum brotum allt að 1.000 evrum. Slóvenía Í Slóveníu eru reykingar í bílum bannaðar í viðurvist fólks undir 18 ára aldri. Sektin getur numið 250 evrum.

Tékkland Ekki er almennt bann við reykingum í bílum í Tékklandi. Hins vegar er slíkt bann í öllum einbreiðum ökutækjum. Bifhjóla- og hjólreiðamönnum er óheimilt að reykja við akstur. Kýpur Á Kýpur eru reykingar bannaðar þegar börn yngri en 16 ára eru í ökutækinu. Brot geta varð að allt að 85 evrum. (Til glöggvunar má nefna að í lok október 2023 fást rúmar 147 krónur fyrir eina evru).


Mesta rafbílaúrvalið er á bl.is ENNEMM / SÍA /

N M 0 1 6 6 9 4 B L R a f b í l a ú r v a l i ð 2 0 0 x 2 7 7 F Í B j ú n í


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.