3 minute read

ryðvörn er mikilvægasti

Ttur

Vi Haldi Og Endingu

B Lsins

„Rétt ryðvörn gefur betri endingu og endursöluverð á notuðum bílum, að því tilskildu að þeir komi reglulega í ástandsskoðun en þannig má halda honum eins ryðlausum og hægt er. Oft er sagt að bílar komi með verksmiðjuryðvörn en hún er aðeins málningin sem er undir bílum. Þó er til að sumir bílar sem eru með vax inni í burðarbitum. Allir bílar ryðga en spurningin hvar hann er á landinu þeir eru. Bílar sem eru í miðborg Reykjavíkur og fara Suðurnesin, út á Keflavíkurflugvöll, fara verst að mínu mati,“ segir Smári Hólm Kristófersson, stofnandi og eigandi fyrirtækisins Prolan bílaryðvörn.

Óeðlilega mikil endurnýjun er á bremsubúnaði og öllum slitbúnaði undir bílum. Ryð getur farið illa með þá. Að lokum nær það að vinna sig inn um stálið og brjótast út með tilheyrandi vanda og kostnaði. Ryðvandamál er eitt af helstu ágreiningsefnum vegna kaupa á notuðum bílum. Því er mikilvægt að skoða bíla vel áður en gengið er frá kaupum.

Traust er þó að sjá miða í honum með merki Prolan bílaryðvarnar hjá Smára Hólm.

Ein algengasta athugasemdin við skoðun á notuðum bílum er tæring eða ryð í undirvagni. Þetta kemur niður á endursöluverði bílsins enda er gott að vera með hann í reglulegri ástandsskoðun hjá Smára Hólm sem er fagmannleg fyrir endingu bílsins. Á Íslandi er salti og pækli dreift á göturnar yfir vetrartímann en það stórskemmir bíla.

Grindur og kramið fara mjög illa þegar þessir hlutar eru ekki ryðvarðir Það er margbúið að sanna sig að ryðvörn er mikilvægur þáttur í umhirðu og rekstri bílsins á allan hátt. Bílar sem ekki fara í rétta ryðvörn munu ryðga fyrr en hinir. Nokkur umboð láta þó ryðverja alla bíla og láta ekki verksmiðjuryðvörnina duga. Að kaupa bíl fyrir fleiri milljónir en spara sér ryðvörnina er bara fáranlegt. Margir sérfræðingur eru sammála um að verksmiðjuryðvörnin virkar ekki hér á Íslandi,“ segir Smári Hólm í viðtali við FÍB-blaðið.

FÍB FÉLAGSMENN HAFA AÐGANG AÐ FÍB AÐSTOÐ ALLAN

SÓLARHRINGINN 365 DAGA ÁRSINS Í SÍMA 5 112 112

Rafmagn

Ef bíllinn er straumlaus þá mætum við á staðinn og gefum rafmagn.

Bensín Verði bíllinn eldsneytislaus komum við með 5 lítra af eldsneyti. Greiða þarf fyrir eldsneytið.

Dekk

Ef dekk springur og eða dekkjaskipti eru vandamál, t.d ef vantar tjakk eða felgulykil kemur aðstoðin til hjálpar við að skipta.

Dráttarbíll

Stoppi bíll vegna bilunar þá flytjum við bílinn á næsta verkstæði félagsmanni að kostnaðarlausu.

Hleðsluflutningur

Orkulaus rafbíll er ekkert vandamál þar sem félagsmenn fá frían flutning heim eða á næstu hleðslustöð.

Rússar framleiða rafbíla

Rússneski bílaframleiðandinn MotorInvest ætlar að hefja framleiðslu á þremur nýjum gerðum af rússneskum rafbílum undir vörumerkinu Evolute á öðrum ársfjórðungi 2023 samkvæmt upplýsingum frá rússnesku fréttastofunni TASS.

Rafknúinn krossbíll Evolute i-Jet og rafknúinn smábíll Evolute i-Van eru meðal nýrra gerða. Nafnið á einum crossover í viðbót hefur ekki enn verið gefið upp af fyrirtækinu. Verksmiðja Motorinvests er í Lipetsk, borg um miðja vegu milli Moskvu og Maríupol við Svartahafið.

Athygli vekur að þessi framleiðsla fari fram um þessar mundir þegar efnahagur í Rússlandi stendur illa. Hundruð erlendra fyrirtækja hafa hætt starfsemi í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Bílaframleiðandinn er aftur á móti mjög bjartsýnn á framhaldið og þegar hefur verið tilkynnt um þrjár nýjar gerðir á markaðnum á þessu ári. Árið 2022 var sala Evolute í Rússlandi alls 452 bifreiðar en fyrirtækið hóf sölu undir lok ársins. Framleiðsla síðasta árs nam alls 1.700 bílum. Spár fyrir þetta ár gera ráð fyrir að fyrirtækið muni selja 6.000 bíla, 12.000 bíla á því næsta og 15–18.000 bíla árið 2025. Nú þegar eru tvær gerðir rafbíla framleiddar í verksmiðjunni, Evolute i-Pro fólksbíllinn og i-Joy crossover. Báðar gerðirnar eru einungis seldar á rússneska markaðnum.

Bílasala 12% meiri en á sama tíma í fyrra

Bílasala hefur verið með ágætum það sem af er þessu ári. Fyrstu 22 vikur ársins voru alls 8.453 nýskráningar fólksbifreiða. Á sama tíma í fyrra voru þær 7.571 svo að aukningin nemur 12%. Hlutdeild bílaleigubíla er 52,9% en til almennra notkunar 46,5% og hefur þessi munur lítið sem ekkert breyst á milli ára. Rafbílar eru langvinsælastir, samtals nærri 40 prósent af seldum bílum, og er hlutfall nýrra rafmagns-, tvinn- og tengiltvinnbíla 78%.

Þegar sala yfir einstaka mánuði er skoðuð rauk sala nýrra bíla upp í maí, miðað við sama mánuð í fyrra. Salan jókst þá um nærri fimmtán prósent. Aukningin er enn meiri í sölu til einstaklinga. Alls voru keyptir 695 nýir bílar í maí, samanborið við 511 í fyrra. Það er rúmlega 36 prósenta aukning.

Fyrstu 22 vikur ársins seldust alls 3.263 hreinir rafmagnsbílar en yfir sama tímabil á síðasta ári voru þeir 2.153. Hlutdeild þeirra í heildarsölunni nemur tæp 40%. Hybrid-bílar koma í öðru sæti en alls seldust slíkir 1.821 bílar fyrstu 22 vikur ársins. Bensínbílar koma næstir með 1.231 nýskráningar og hefur aðeins aukist á milli ára. Alls hafa 1.186 dísilbílar selst það sem af er árinu og 950 tengiltvinnbílar.

Flestar nýskráningar eru í Toyota, alls 1.683 sem gerir um 19,9% hlutdeild á markaðnum. Tesla er í öðru sæti með 1.179 bíla og Kia með 1.133. Framangreind bílamerki skera sig nokkuð úr því Dacia kemur í fjórða sæti með 611 bíla.

Fróðlegt verður að fylgjast hvernig markaðurinn þróast á næstu mánuðum en margir sjá fyrir sér að hægja muni á sölunni þegar inn í sumarið er komið. Merki um það voru farin að sjást strax fyrstu dagana í júní. Háir vextir og verðbólga hafa töluverð áhrif á þá sem eru að kaupa ökutæki á lánum, þó að þau hafi ekki sést á tölum yfir bílasölur í maímánuði.