4 minute read

Úrbætur

1. Skipulag orkuskiptanna

VEGASAMGÖNGUR OG STJÓRNVÖLD:

Stjórnvöld, atvinnulífið og heimilin koma öll að orkuskiptunum á einn eða annan hátt: Samræma þarf aðgerðir þessara hagaðila og tryggja að samræmi í vinnunni við orkuskiptaverkefnið og fjármagn frá hinu opinbera nýtist á skilvirkan hátt.

STJÓRNVÖLD:

Skilvirk orkuskiptastjórn: Koma þarf á skilvirkara skipulagi við orkuskiptin þar sem ábyrgð er skýr, heildstæðar aðgerðir innleiddar, markmiðum, árangursmælikvörðum og niðurstöðum er fylgt eftir og niðurstöður birtar opinberlega.

Orkuskiptastjórn skipuð: Koma á fót orkuskiptastjórn sem samanstendur af umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra auk fulltrúa atvinnugreina sem tóku þátt í loftslagsvegvísum atvinnulífsins.

2. Notkun ökutækja

VEGASAMGÖNGUR OG STJÓRNVÖLD:

Stjórnvöld, sveitafélög og atvinnulífið sem fyrirmyndir: Stjórnvöld, sveitarfélög og atvinnulífið þurfa stíga fram með öflugar kröfur sem miða að því að öll innkaup á ökutækjum og þjónustu við þau sé miðuð að hreinorkuökutækjum frá og með árinu 2025.

STJÓRNVÖLD:

Orkuskiptum hraðað í gegn um skipulagsmál sveitarfélaga: Hægt er að koma á losunarfríum svæðum innan þéttbýlis, takmarka aðgengi jarðefnaeldsneytisknúinna sé með sem hagkvæmustum hætti, á réttum tíma, í nægjanlegu magni og á samkeppnishæfu verði.

Geymsla orku: Skoða leiðir til að geyma orku við heimili og fyrirtæki sem hægt er að fylla á í lægðum en nýta á álagstímum. Kanna tækniþróun rafbíla með tvíátta hleðslutækni (e. bi-directional) og hvað nágrannalönd eru að gera til að nýta þessa tækni í samhengi við snjallmæla til að nýta bílana sem orkugeymslur og álagsjöfnun.

4. Orkuáfyllingarinnviðir fyrir hreinorkuökutæki

VEGASAMGÖNGUR OG STJÓRNVÖLD: ökutækja á ákveðnum svæðum og heimila einungis hreinorkuökutækjum að nýta flýtileiðir s.s. sérakreinar.

Öflug uppbygging orkuáfyllingarinnviða: Hraða þarf uppbyggingu öflugs nets áfyllingarinnviða um allt land með markmið ESB um áfyllingarinnviði vegna orkuskipta að leiðarljósi.

Orkuskipti í vegasamgöngum er gríðarlega umfangsmikið og flókið verkefni vegna fjölda hagaðila og fjárhags- og tæknilegra áskorana. Til þess að leysa það vel var ljóst að ramma þyrfti verkefnið vel inn og skilgreina stöðu þess til að ná heildstæðri nálgun á verkefnið áður en lagt væri af stað í að stilla upp aðgerðum. Myndin dregur saman meginviðfangsefni Loftslagsvegvísis vegasamgangna, skilyrði sem aðgerðir þurfa að uppfylla svo þær skili árangri. Að lokum hvar megináherslurnar þurfa að vera til að ná samdrætti í losun frá notkun ökutækja.

Losunarfrí svæði: Skilgreina losunarfrí svæði í lögum og reglum sem snúa að skipulagsmálum sveitarfélaga.

Endurskoðun regluverks: Uppfæra umferðarlög og skiltareglugerðir svo að hægt sé að takmarka aðgengi og stýra ákveðnum svæðum, s.s. miðbæjum og flýtileiðum.

Forgangur hreinorkuleigubíla: Tryggja aðgengi leigubíla sem ganga fyrir hreinorku fram yfir jarðefnaeldneytisökutæki að leigubílastæðum í miðborg og miðbæjum.

3. Orkuöflun, flutningur og dreifing VEGASAMGÖNGUR OG STJÓRNVÖLD:

Tryggja flutning og dreifingu á raforku: Tryggja þarf að flutningur og dreifing orkunnar frá framleiðslustað

STJÓRNVÖLD:

Uppbygging samgönguinnviða: Uppbygging vegakerfis getur verið mikilvæg loftslagsaðgerð m.a. í gegnum styttri vegalengdir, betri vegi og jafnari aksturshraða. Markmið orkuskipta að leiðarljósi: Við uppbyggingu vegakerfis er mikilvægt að horfa til markmiða orkuskipta, t.d. hvað varðar aðgengi að orkuáfyllingu, gæði vega og aðgengi á öllum árstímum.

Kortlagning áhrifa: Kortleggja þarf hvernig vegamannvirki hafa áhrif á orkuskipti og innleiða sjónarmið orkuskipta strax í hönnun vegamannvirkja. Aðlaga gjaldskrá raforku eftir tíma sólarhrings vikudögum og árstíðum, til að dreifa álagi á hleðslustöðvar og bæta nýtingu. Gjaldskrár dreifiveitna mega ekki vera hindrun við uppsetningu stórra hleðslustöðva, til að mynda vegna krafna um hærri gjöld vegna afltoppa og annað sambærilegt.

Metnaðarfull rafbílaáform Toyota til næstu ára Ódýrar drifrafhlöður og allt að 1.500 kílómetra drægni

Fyrsti rafbíll Toyota bZ4X hefur verið gagnrýndur í bílapressunni m.a. vegna ófullnægjandi drægni. Toyota hefur á liðnum misserum endurskoðað áætlanir sínar varðandi rafbílaframleiðsluna og setti fyrirtækið á laggirnar aðgerðahóp sérfræðinga til að marka og þróa stefnuna hvað það varðar. Toyota hefur á liðnum árum löngum verið stærsti bílaframleiðandi heims. Fyrirtækið ræður yfir mikilli tækniþekkingu og leggur ríka áherslu á nýsköpun, rannsóknir og tækniþróun. Það kynnti nýlega metnaðarfulla rafbílastefnumótun fyrirtækisins.

Ódýrari rafbílar Toyota eiga að vera búnir tveggja skauta líþín-járnfosfat rafhlöðum. Drægnin verður minni en í nýju litínjónarafhlöðunni en þessi rafhlaða verður 40% ódýrari en drifrafhlaðan í bZ4X rafbílunum. Önnur ný tvískautuð liþínjónarafhlaða er væntanleg síðar. Stærstu fréttirnar eru sennilega áform um tvær fastkjarnarafhlöður (e. solid state). Fyrirhugað er að markaðssetja þá fyrri á milli 2027 og 2028. Drægnin er áætluð um 1.200 kílómetrar og hleðsluhraðinn frá 10 til 80 prósent um 10 mínútur með tengingu við öfluga hleðslustöð. Næsta kynslóð af fastkjarnarafhlöðu á að koma á markað eftir 2028 og vera með allt að 1.500 km drægni samkvæmt kínversku aksturslotunni CLTC.

Þess má geta að þegar Toyota tilkynnti um jákvæða áfanga í þróun fastkjarna rafhlaðna þann 12. júní sl. þá hækkuðu hlutabréf í félaginu um 5%.

Sérfræðingar Toyota rannsóknarstofnunarinnar á Íslandi

Nýlega bauð Toyota á Íslandi, í samvinnu við Háskóla Íslands, til áhugaverðs fyrirlestrar sérfræðinga frá Toyota Recarch Institute

Næsta kynslóð af fastkjarnarafhlöðu á að koma á markað eftir 2028 og vera með allt að 1.500 km drægni samkvæmt kínversku aksturslotunni CLTC.

Ódýrari rafhlöður, lengri drægni og hraðari hleðsla

Næsta kynslóð Toyota-rafbíla á að koma fram 2026 og þá eru boðaðar miklar framfarir. Toyota er að þróa nokkrar gerðir nýrra drifrafhlaðna sem eru með mismunandi eðlis- og efnafræðilega eiginleika. Markmiðið er að geta boðið rafbíla fyrir sem flesta neytendur. Fram til ársins 2028 verða fjórar nýjar rafhlöðugerðir kynntar. Fyrst kemur næsta útgáfa af liþínjónarafhlöðu með drægni sem er tvöfalt lengri en í bZ4X rafbílnum í dag. Kostnaðurinn við rafhlöðuna á að verða 20 prósent lægri og hleðslan hraðari.

„Við erum staðráðin í að verða leiðandi á heimsvísu í rafhlöðum. Við munum þurfa mismunandi rafhlöðukosti, rétt eins og við höfum mismunandi val á vélum. Það er mikilvægt að allar þessar rafhlöður séu samhæfðar við allar undirtegundir Toyota bíla“. Hiroki Nakajima, yfirverkfræðingur Toyota.

(TRI) https://www.tri.global/ um rafhlöðutengd efni. Meðal þess sem kynnt var á fundinum voru nýjustu rannsóknir TRI á rafhlöðuframleiðslu og þörfina fyrir ný hráefni í þær. Áhugavert var að heyra nálgun sérfræðinganna um hámarksnýtingu hráefna til rafhlöðugerðar til að ná bestum árangri í því að draga úr koltvísýringslosun

Toyota mun breyta framleiðsluferlum nýrra bíla og steypa stærri einingar í einu líkt og Tesla gerir. Þetta dregur úr fjölda plötupressa og fækkar suðum. Framleiðsluhraðinn eykst verulega og kostnaður minnkar. Myndin sýnir muninn á framleiðsluaðferðinni í dag þar sem fjöldi plötupressa er soðinn saman (vinstra megin).

Eldflaugarannsóknir og innblástur frá Tesla

Nota á geimeldflaugatækni til að draga úr loftmótstöðu framtíðarrafbíla Toyota. Stefnt er að því að loftviðnámsstuðullinn komist niður fyrir 0,20 (Cd-stuðull). Til samanburðar hefur Tesla Model S Cd gildið 0,208.

Tesla er fyrirmynd

Fyrir nokkru síðan rifu verkfræðingar Toyota Tesla Model Y bíl niður í smæstu parta og lýstu í kjölfarið yfir aðdáun á mörgum verkfræðilegum lausnum Tesla-bílsins. Toyota hyggst nýta ýmsar lausnir frá Tesla til að draga úr framleiðslukostnaði. Svokölluð mega-málmsteypu- og pressutækni verður fengin að láni (e. giga casting) hjá Toyota. Steypa á fram- og afturhlutann hvorn fyrir sig í einu álstykki og setja þá saman með rafhlöðupakkann í miðjunni.

Til að draga enn frekar úr framleiðslukostnaði eiga bílarnir að keyra sjálfir á milli mismunandi framleiðslueininga innan verksmiðjunnar. Nú þegar ekur bZ4X frá síðasta þrepi framleiðslulínunnar til lokaskoðunar.

Á síðasta ári seldi Toyota færri en 25.000 rafbíla um allan heim. Árið 2030 er stefnt að því að selja 3,5 milljónir slíkra bíla.