ASKUR - Haust 2022

Page 1

MIÐLUN 2. TBL. 11. ÁRG.

HAUST 2022
GRAFÍSK
Vatnagarðar 20 | 104 Reykjavík | Sími 590 6400 Netfang idan@idan.is | Veffang www.idan.is Ekki koma af fjöllum! Komdu til okkar og fáðu uppfærslu, við kennum þér á allt það nýjasta. Hjá okkur eru sérfræðingar á mörgum sviðum iðngreina – Prent- og miðlunargreinar – Nýsköpun – Bílgreinar – Stjórnun og rekstur – Tölvuteikning og hönnun – Matvæla- og veitingagreinar – Bygginga- og mannvirkjagreinar – Málm- og véltæknigreinar Kynntu þér málið og skannaðu QR-kóðann

Eftir erfiðisvinnu, mikla þolinmæði og þrautseigju síðustu mánuði getum við sagt að tímaritið Askur sé loksins tilbúið!

Askur er sameiginlegt tímarit okkar nemenda í grafískri miðlun og jafnframt hluti af lokaverkefni okkar. Von okkar er að hönnun efnis og texta fangi augað og hrífi hugann. Blaðið endurspeglar ólíka persónuleika með fjölbreytt áhugamál sem varpar ljósi á hvert og eitt okkar. Öll saman myndum við eina heild.

Undir leiðsögn yndislegra kennara höfum við öðlast þá þekkingu og kunnáttu sem nauðsynleg er til að vaxa og dafna sem grafískir miðlarar. Vonandi skilar það sér til ykkar kæru lesendur.

Umbrot og hönnun

Nemendur haustannar 2022

Samsetning tímarits Tómas Arnar Erlingsson

Forsíða Tómas Arnar Erlingsson Nemendamyndir Nemendur á ljósmyndasviði

Auglýsingar

Iðan–Tómas Arnar Erlingsson Litlaprent–Margrét Lóa Björnsdóttir Grafía–Margrét Lóa Björnsdóttir

Útgefandi Tækniskólinn

Prentun Upplýsingatækniskólinn

Letur í meginmáli

Univers 45 Light 9/13 55 Roman 9/13 65 Bold 9/13

Pappír

UPM DiGi 130g m² UPM DiGi 250g m²

Andrea Þórðardóttir 6 „Digital nomad“ ferðalag 8 Tæland 10 Fiskur í rauðri karrýsósu 11 Sir Lewis Hamilton Auðunn Breki Auðunsson 16 Exodus 18 Minningarorð um Nínu 19 Bíó Paradís 20 Graff & götulist 22 Viðtal við Taccini Björn Heiðar Pálsson 26 Gufunes 27 Viðspyrna 29 Tónlist 30 Draumasýni 31 Fríríki listamanna Glódís Ýr Jóhannsdóttir 34 Viðtal við listakonuna Brynhildi Kristinsdóttur 36 Skrítnar staðreyndir 38 Frá því að vera heimilislaus í að skapa stórveldi 40 Týnda prinsessan frá Dubai Guðbjörg Amelía Jónsdóttir 44 Tónlist 45 Gullmolar 20. aldar 46 Atburðir 20. aldar 50 Tíska 20. aldar SÍÐ A SÍÐA SÍÐA SÍÐA EFNISYFIRLIT
Margrét Lóa Björnsdóttir 54 Íslenski fjárhundurinn 56 Hestaferðir 60 Uppskriftir 61 Föndur Tómas Arnar Erlingsson 64 Fjallaskíði 66 Endurnýjun björgunarskipa 68 Hnútar og brögð 70 Hnúta tafla Veronika Evey Ævarsdóttir 74 Iris Van Herpen 76 Folkmore 78 British rock 80 Moominvalley Yolanda Sanchez Acosta 84 Coffee 87 Juan Luis Guerra 89 Punta Cana 90 Dominican Republic Þakkir SÍÐA SÍÐA SÍÐ A SÍÐ A SÍÐA
4 | Askur

Ég heiti Andrea Þórðardóttir og er 23 ára gömul, fædd og uppalin í Reykjavík með stuttu stoppi í Stokkhólmi. Frá því að ég man eftir mér hef ég haft áhuga á hönnun og sköpun en þrátt fyrir það ákvað ég að fara á náttúruvísindabraut í Kvennaskólanum í Reykjavík þar sem ég útskrifaðist með stúdentspróf vorið 2018.

Ég vissi að ég gæti alveg skráð mig í nærri hvaða nám sem er í háskólanum og klárað það. Ég gat bara ekki ímyndað mér að vinna við neitt þeirra alla ævi. Þá fór ég að skoða hvað annað væri í boði og vann á leikskóla á meðan. Haustið 2019 skráði ég mig á nám

skeið hjá NTV í grafískri hönnun og í byrjun árs 2020 fór ég í förðunarfræði í Reykjavík Makeup School. Þá var mér orðið frekar ljóst að ég vildi fara í einhverskonar listrænt nám og prófaði að sækja um í grafíska hönnun í Listaháskólanum en komst ekki inn. Eftir það fór ég að leita að námi sem gæti virkað sem grunnur fyrir Listaháskólann og skráði mig í grafíska miðlun í Tækniskólanum án þess að vita nákvæmlega hvað það væri. Upphaflega var planið að nýta námið til þess að safna í portfolio en svo líkaði mér það svo vel að hér er ég í dag, tveimur og hálfu ári seinna, að gera lokaverkefni á sérsviði í grafískri miðlun.

Askur | 5

„Digital nomad“ ferðalag

Hvað heitið þið?

Sigurlaug Þórðardóttir, 27 ára og Einar Brandsson, 29 ára.

Hver er menntun ykkar og starf?

Einar: Ég kláraði BSc Tölvunarfræði frá Háskóla Íslands vorið 2017 og vinn að sjálfvirknivæðingu ferla hjá Sjóvá eða með einfaldari orðum þá bý ég til róbóta sem einfalda ýmis verkefni innan fyrirtækisins.

Sigurlaug: Ég kláraði BSc Hugbúnaðar verkfræði frá HÍ ári seinna, vorið 2018 og starfa hjá Five Degrees við hugbúnaðarþróun á fjármálalausnum.

Hvað kom til að þið fóruð í „digital nomad“ ferðalag?

Sigurlaug: Ég var alltaf með plan að flytja erlendis og fara í meistaranám. Í miðju covid ástandinu sóttum við um nám í Þýskalandi. Þegar það gekk svo ekki upp fengum við þá flugu í hausinn að fara til Tælands í staðin en við eins og margir aðrir vorum orðin þreytt á íbúðinni okkar og covid hversdagsleikanum.

Voru þið lengi að safna fyrir ferðinni?

Einar: Já og nei, við höfðum verið að safna fyrir mastersnáminu í um 2 ár svo við áttum ágætis sparnað en svo vorum við að vinna í 50% fjarvinnu í sömu störfum og áður sem leyfði okkur að lifa nokkuð þægilega.

Var erfitt að fá leyfi til að vinna í fjarvinnu frá fyrirtækjunum?

Sigurlaug: Í raun ekki þar sem ágætis reynsla er á mínum vinnustað að starfsfólk flytji erlendis og haldi starfinu þó það sé ekki nákvæmlega það sem við gerðum.

Einar: Í mínu tilviki þurfti fyrirtækið að taka að eins meiri áhættu en þökk sé covid var það orðið eðlilegra að starfsfólk væri ekki að vinna á skrif stofunni.

Sigurlaug: Við fórum reyndar líka til Tenerife um jólin 2020–2021 með fjölskyldunni minni þar sem við þurftum að vinna aðeins í fjarvinnu og sýndun að við gætum alveg gert það.

Hvað voruði lengi á ferðalagi? Við lögðum af stað 2. september 2021 og komum aftur heim 30. ágúst 2022. Svo við vorum í 362 daga á ferðalagi og ferðuðumst til þrettán landa í Evrópu og Asíu.

Hvernig gekk að vinna? Einar: Það gekk misvel eftir löndum og aðstöð unni sem við gátum sett upp á hverjum stað en heilt yfir var þetta frekar auðvelt og alls ekki ósvipað því að vinna heima í covid nema aðeins betra útsýni.

Hvernig vinnuaðstöðu höfðu þið? Sigurlaug: Í Evrópu vorum við með mánaðar legan áskriftarsamning við Regus en í gegnum það gátum við bókað skrifstofurými nánast hvar sem er í heiminum og unnið þar til kl. 17–18 á daginn. Þegar við komum svo til Asíu gekk það ekki vegna tímamismunar og gerðum við þá lang tímasamning við Regus í Chiang Mai og Bangkok þar sem við áttum ákveðna skrifstofu sem við höfðum aðgang að allan sólarhringinn. Á öðrum stöðum, þar sem við vorum í of stuttan tíma til að geta gert svoleiðis samning reyndum við að finna AirBnB íbúðir sem voru með nægilegu borðplássi til að setja um 2 vinnustöðvar.

Ljósmyndari: Sigurlaug Þórðardóttir

Askur | 7 Fallegar og vandaðar vörur fyrir heimilið Skoðaðu úrvalið á munir.is /munir Faxafen 11 www.munir.is

Tæland

Tæland er staðsett í Suðaustur-Asíu og hefur landamæri að Kambódíu, Laos, Malasíu og Mjanmar. Íbúar Tælands eru um 66 milljónir og er flatarmál landsins um 5 sinnum stærra en Ísland eða um 513.120 km2. Árið 2019 ferðuðust um 40 milljónir ferðamanna til Tælands en árið 2021 ferðuðust aðeins 427 þúsund ferðamanna til landsins þar sem landið var lokað fyrir ferða mönn um meirihlutann af árinu og opnaði í nóvember.

Ég fór til Tælands með fjölskyldunni minni yfir síðustu jól og áramót og var þá í gildi svokallað „SandBox program“. En Því fylgdu ýmsar kvaðir sem þurfti að uppfylla til þess að fá að ferðast til landsins. Áður en lagt var af stað þurftum við að sýna fram á bólusetningarvottorð, niðurstöður úr PCR prófi fyrir brottför, covid tryggingu, upp lýsingar um flug, sækja um og fá Thailand PASS, vera með bókaða nótt á SHA+ vottuðu hóteli og fyrirfram greitt PCR próf við komuna til landsins.

Þegar öll skjöl voru tilbúin og samþykkt var komið að ferðinni til Tælands. Ferðalagið út tók um 25 klukkustundir og flugum frá Keflavík til Amsterdam, svo til Istanbúl og þaðan til Bangkok. Í Bangkok tókum við PCR próf og fórum í sóttkví á SHA+ vottuðu hóteli þar sem við biðum eftir niðurstöðu prófsins. Það tók tæpan sólarhring sem hentaði vel því við áttum flug daginn eftir til Phuket.

Phuket

Phuket er eyja í suður Tælandi og einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Þar eru íbúar rúmlega 416 þúsund og árið 2019 voru um 10 milljónir ferðamanna sem heimsóttu eyjuna.

Eitt af því sem var mest heillandi við Phuket voru strendurnar en við fórum á nokkrar þeirra og þær eru ólíkar öllum öðrum ströndum sem ég hef komið á. Fyrst og fremst er sjórinn í alvörunni heitur og það var aldrei kalt að fara ofaní eða uppúr honum og svo var sandurinn á ströndinni svo mjúkur og alltaf falleg útsýni. Fyrsta ströndin sem við fórum á heitir „Nai Harn“ en hún var mín uppáhalds því hún var frekar lítil og var aðeins út fyrir stærstu bæina á eyjunni svo það voru mjög fáir ferðamenn. Einnig fórum við á „Kata“ ströndina en þar sá ég fallegasta sólsetur sem ég hef nokkurn tímann séð þar sem að himininn varð alveg appelsínugulur. Við fórum líka á Patong ströndina sem er líklegast þekktasta ströndin á Phuket þar sem eru mikið af hótelum, verslunum og næturklúbbum.

Á Phuket eru 29 búdda hof og merkilegast þeirra er Wat Chalong sem er tileinkað tveim ur virðulegum munkum, Luang Pho Chaem og Luang Pho Chuang. Þeir leiddu íbúa Chalong í baráttunni gegn kínversku uppreisninni árið 1876 og hjálpuðu slösuðum með jurtalækning um. Við fórum að skoða hofið og var magnað að sjá byggingarnar á svæðinu, þær voru ótrúlega fallegar í gylltum, hvítum og rauðum tónum. Það er líka magnað að hugsa til þess að þessi hof með öllum litlu smáatriðunum voru byggð snemma á 19 öld þegar að meirihluti Íslendinga bjó enn í torfbæjum.

Suður og austur af Phuket eru fullt af eyjum sem er skemmtilegt að skoða og er mikið úrval af allskyns bátsferðum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við fórum í tvær báts ferðir þar sem við sigldum á milli nokkurra eyja. Í fyrri bátsferðinni skoðuðum eyjarnar Phi Phi Don og Phi Phi Leh, en á þeirri síðarnefndu er Maya Bay sem er þekktast fyrir að hafa verið tökustað ur kvikmyndarinnar „The Beach“ með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki sem kom út árið 2000. Á

8 | Askur
Ljósm.: Andrea Þórðard. Ljósm.: Andrea Þórðard.

en við lögðum af stað til baka til Phuket fórum við á Khai eyjuna sem er aðeins 255 metra löng og tæplega 200 metra breið en þar var lítill bar þar sem var hægt að fá sér drykki og narsl og njóta útsýnisins.

Í seinni bátsferðinni fórum við að skoða Ko Panyee sem er sjávarþorp byggt á stöplum af malasískum fiskimönnum. Þar búa um 360 fjöl skyldur sem eru afkomendur tveggja múslima ætta frá Indónesíu. Það var magnað að sjá hvernig þorpið var byggt og menninguna. Ég upplifði í raun að þetta væri ein stór fjölskylda sem hjálpaðist að í einu og öllu í lífinu. Við skoðuðum einnig Khao Phing Kan sem er betur þekkt sem James Bond eyjan en þar var tekið upp frægt atriði í James Bond kvikmyndinni „The man with the golden gun“.

Á Þorláksmessu fór ég á matreiðslunámskeið á veitingastaðnum Blue elephant. Við byrjuðum á að fara á matarmarkað að kaupa í réttina sem við vorum að fara elda. Það var ótrúlega skemmtilegt að byrja á markaðnum og sjá hvaðan hráefnin komu og læra um allskonar grænmeti og jurtir sem finnast ekki á Íslandi og varla í Evrópu. Af réttunum fjórum sem við elduðum var fiskurinn í rauðu karrýsósunni minn uppáhalds og er upp skriftin af honum á næstu síðu.

bogans litum standa við. Á markaðnum voru básar með allskonar mat, t.d. sushi, lítil lasagne, grilluð skordýr á priki, Dragon´s Breath puffs sem búið er til með því að hella fljótandi köfnunarefni yfir morgunkorn. Þessi næturmarkaður var ótrúlega skemmtileg upplifun og ég myndi mæla með fyrir alla sem fara til Phuket að kíkja á hann.

Bangkok

Síðustu dögunum í Tælandi eyddum við í Bangkok sem er eins ólík Phuket og hægt er. Bangkok er höfuðborg Tælands og fjölmennasta borg lands ins með tæplega 11 milljónir íbúa. Ef ég ætti að lýsa Bangkok í einföldu máli er hún samansafn af húsum, bílum, götum og lestum á frekar litlu svæði miðað við fjölda íbúa. Ástæðan fyrir því er líklega sú að á 20 ára tímabili fjölgaði íbúum í borginni um átta milljónir.

Við vorum á hóteli í Pathum Wan hverfinu sem er eitt af fimmtíu hverfuf í Bangkok og tókum það an lestir eða Tuk-Tuk á staðina sem okkur langaði til þess að skoða þar sem það er frekar erfitt að ganga á milli staða í borginni. Við vorum í Bangkok yfir áramótin og á gamlársdag fórum við að skoða konungshöllina og hofin við hana. Eftir það fórum við yfir Chao Phraya ánna og skoðuðum Wat Arun hofið sem dregur nafn sitt af hindúaguðinum Aruna sem er kenndur við upprisu sólar. Wat Arun er meðal þekktustu kennileita Tælands og líklega fallegasta hofið sem ég skoðaði í Tælandi. Við enduðum árið með flugeldasýningu á 18. hæð hótelsins en fjöldi þeirra var aðeins örlítið brot af því sem er venjan á Íslandi. Á nýársdag skoðuðum við okkur meira um og enduðum daginn á bátsferð með kvöldverði á Chao Phraya ánni og nutum ótrúlega fallegs útsýnis.

Einn af mínum uppáhalds dögum í Phuket var þegar við fórum á næturmarkað í gamla bænum. Markaðurinn er settur upp á 350 metra langri götu sem gömul kínversk-portúgölsk hús í öllum regn

Þá var komið að heimferð til Íslands sem endaði með 50 klukkutíma ferðalagi sem er efni í aðra grein en var samt klárlega þess virði fyrir geggjaða ferð til Tælands.

Khao Phing Kan Ljósm.: Andrea Þórðard. Markaður í Phuket Ljósm.: Andrea Þórðard.

Fiskur í rauðri karrýsósu

Skammtur fyrir 1

Hráefni

1 msk. grænmetisolía

1 msk. rautt karrýpaste 70 ml kókosmjólk

0,5 msk. þurrkaðar rækjur 10 blöð sæt basilíka

1 msk. kókosrjómi

2 blöð kaffir lime lauf, fínt saxað

1 stk. stór rauður chili 80 gr hvítur fiskur, t.d. þorskur

Marinering

1 msk. sykur

1 msk. fiskisósa

Skraut

2 blöð kaffir lime lauf 5 blöð sæt basilíka

Aðferð

1. Myljið þurrkaðar rækjur með morteli.

2. Hitið olíu á wok pönnu, bætið rauðu karrýmauki út í og hrærið í 2 mínútur.

3. Bætið kókosmjólk út í og látið suðuna koma upp.

4. Bætið þurrkuð rækjum, sykri og fiskisósu út í. Hrærið í 5 sekúndur.

5. Blanaið 1 kaffir lime laufi og sætri basilíku vel saman við, takið af hitanum.

6. Gufusjóðið fiskinn í 1 mínútu.

7. Setjið fiskinn í skál og hellið karrýsósunni yfir.

8. Hellið kókosrjóma yfir og stráið restinni af kaffir lime laufi og sætri basilíku yfir .

Sir Lewis Hamilton

Margfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 kappakstri, Sir Lewis Carl Davidson Hamilton fæddist þann 7. janúar árið 1985 í Stevenage, rólegum bæ norður af London í Englandi.

Hamilton kom sér á kortið í Formúlu 1 heiminum þegar hann kynnti sig fyir McLaren liðsstjóranum Ron Dennis á verðlaunaafhendingu árið 1995. Ha milton var þá 9 ára gamall og bað Dennis um eigin handaráritun og sagði „Hæ, ég er Lewis Hamilton. Ég vann breska meistaratitilinn og einn daginn vil ég keppa á bílnum þínum.“ Dennis sagði honum að hringja í sig eftir 9 ár og þá mynda hann redda því. En það var aðeins 3 árum seinna sem hann skrifaði undir samning við breska kappakstursliðið og hóf að vinna keppnir og titla.

Frumraun hans í Formúlu 1 var árið 2007 þegar hann fékk sæti í liði McLaren ásamt tvöfalda heimsmeistaranum Fernando Alonso. Á nýliðatímabilinu endaði Hamilton í öðru sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna, aðeins einu stigi á eftir Finnanum Kimi Räikönen. Hann vann 4 keppnir á tímabilinu það ár og jafnaði met Jacques Villeneuve í Formúlu 1 yfir flesta sigra á nýliða tímabili. Ári síðar, aðeins 23 ára gamall, fagnaði Hamilton sínum fyrsta heimsmeistaratitli með Ron Dennis sem liðsstjóra.

Hamilton varð fyrsti breski heimsmeistarinn síðan Damon Hill vann árið 1996. Hann er einnig fyrsti svarti ökumaðurinn til að vinna titilinn og er enn í dag sá eini sem keppt hefur í Formúlu 1.

Næsta tímabil byrjaði illa hjá McLaren liðinu og Hamilton þar sem hann var aðeins kominn með 9 stig í fyrstu 9 keppnum tímabilsins. Hamilton talaði um að bílinn væri hræðilegur og lýsti Eddie Jordan, Formúlu 1 fréttaskýrandi, bílnum sem „mögulega versta bíl sem McLaren hefur hann að“. Uppfærslur voru gerðar á bílnum og í tíundu umferð tímabilsins vann Hamilton sinn 10. sigur á ferlinum á í Ungverjalandi. Seinni hluti tímabilsins gekk vel hjá Hamilton sem endaði í fimmta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna árið 2009.

Á næstu árum hélt Hamilton áfram að vera einn sóknardjarfasti ökumaðurinn á brautinni og sigraði nokkrar keppnir en tókst ekki að vinna heimsmeistaratitilinn aftur fyrr en fjórum árum síðar. Árin 2010–2013 var það Red Bull liðið með Sebastian Vettel sem ökumann sem var best á brautinni og vann 4 heims tímabilsins til væri að hætta sem öku og væri komin með sæti hjá Mercedes á næsta tímabili.

Lewis Hamilton átti erfitt með að aðlagast bílnum á fyrsta tímabili sínu hjá Mercedes og vann aðeins eina keppni árið 2013 en náði engu að síður að enda í fjórða sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna. Miklar breytingar voru á næsta tímabili þegar að nýjar tvinnvélar voru teknar í notkun þar sem bílarnir keyrðu bæði á bensíni og raf magnsorku.

Hamilton hafði afgerandi forystu á 2014 tímabilinu þar sem hann byrjaði 7 á ráspól, vann 11 keppnir og tryggði sér í annað sinn meistaratitil öku manna. Á næsta tímabili hélt hann

Askur | 11
Lewis Hamilton í McLaren Ljósm.: Tim Wang

áfram að vinna keppnir með yfirburðum og endaði með 10 sigra og var hann þegar búinn að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil mánuð fyrir lokakeppnina. Á árunum 2014 og 2015 varð frammi staða liðsfélaganna Hamilton og Nico Rosberg til þess að Mercedes liðið vann heimsmeistara keppni bílasmiða í Formúlu 1.

Mercedes hélt áfram að vinna heimsmeistaratitla í keppni bílasmiða næstu árin en það var Rosberg sem vann heimsmeistarakeppni ökumanna árið 2016 ökumanna og Hamilton endaði í öðru sæti.

Hamilton vann sinn 4 heimsmeistaratitil öku manna árið eftir með 9 sigra á tímabilinu. Árið 2018 jafnaði Hamilton met Juan Manuel Fangio með því að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil á ferlinum. Ári seinna þegar hann vann sinn sjötta heimsmeistaratitil var hann þá aðeins einum titli frá meti Michael Schumacher sem vann sjö heimsmeistaratitla ökumanna í Formúlu 1 á árunum 1994–2004 með liðunum Benetton og Ferrari. Hamilton tókst að jafna met Schumachers með sjöunda titlinum árið 2020 og sló þá einnig met fyrir flesta sigra í Formúlu 1 kappakstri á ferlinum með 91 sigri. Sama ár var Hamilton ráðið stofnað í samstarfi við Royal Academy of Engineering til að hvetja til fjölbreytni í akstursíþróttum.

Í upphafi 2021 tímabilsins urðu Hamilton og Max Verstappen, ökumaður Red Bull, líklegir til sigurs í heimsmeistarakeppni ökumanna. Þeir skiptust á að vera í forystu allt tímabilið og fyrir síðustu keppnina sem fór fram í Abu Dhabi voru þeir jafnir stigum með 369,5 stig hvor. Keppnin endaði á dramatískan hátt með sigri Verstappen eftir að Hamilton hafði leitt nánast alla keppnina. En þrátt fyrir að Hamilton hafi ekki tekist að vinna heimsmeistarakeppni ökumanna það árið þá tókst Mercedes að næla sér í sinn áttunda heimsmeistaratitil í röð í keppni bílasmiða. Nokkrum dögum eftir lokakeppnina var Hamilton sleginn til riddara af Karli bretaprins í Windsor kastala fyrir framlag sitt til akstursíþrótta.

Síðasta tímabilið hefur ekki gengið eins vel hjá Mercedes og síðustu ár og er þetta fyrsta tímabil á ferli Hamilton í Formúlu 1 þar sem hann hefur hvorki byrjað á ráspól né unnið keppni. Í ár endaði Hamilton í fimmta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes liðið kláraði tímabilið í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni bílasmiða á eftir Red Bull og Ferrari. Næst síðasta keppni tímabilsins fór fram í Brasilíu þar sem liðsfélagi Hamilton, George Russel, náði sínum fyrsta sigri í Formúlu 1 og Hamilton lenti í öðru sæti á eftir honum. Þetta var ekki aðeins viðburðarík helgi fyrir liðið þar sem Hamilton var gerður að heiðursborgara Brasilíu um helgina og tileinkaði hann titilinn átrúnaðargoði sínum, brasilíska öku manninum Ayrton Senna sem lést í San Marinó kappakstrinum árið 1994.

Lífið utan Formúlu 1 Lewis Hamilton er þó ekki eingöngu Formúlu 1 ökumaður. Undanfarin ár hefur hann tekið þátt í ýmsum félagslegum málum og not að rödd sína til að berjast fyrir jafn rétti minnihlutahópa. Fyrir allar keppnir árið 2020 tók Hamilton hnéð til að sýna stuðning við George Floyd og „black lives matter“ hreyfinguna.

12 | Askur
Hamilton sigraði á Silverstone 2021

Tíska hefur verið stór hluti af lífi Hamilton síðustu ár. Hann var lengi eini ökumaðurinn í Formúlu 1 sem mætti um keppnishelgar í fötum beint af tískupöllunum en ekki í fötum sem voru merkt liðinu og styrktaraðilum. Hann hefur birst á for síðum margra tímarita og vonar að djarft tískuval sitt hafi góð áhrif fyrir Formúluna. Árið 2018 gaf hann út fatalínu með Tommy Hilfiger sem kallað ist TOMMYXLEWIS og í ár hefur hann gefið út fatalínur undir merkinu +44 sem er ökumanns númerið hans.

Hamilton hefur einnig talað um að gefa út plötu og er hann sagður hafa tekið upp nokkur lög í

covid þegar enginn kappakstur fóru fram. En hann rappaði stutt vers í laginu „Pipe“ með Christina Aguilera undir dulnafninu „XNDA“ árið 2018 sem hann viðurkenndi þó ekki að væri hann fyrr en árið 2020.

Fyrir nokkrum árum gerðist Hamilton vegan og fjárfesti í veganborgarakeðjunni „Neat Burger“ sem opnaði sinn fyrsta veitingastað í London 2019. Í framhaldinu seldi hann einkaþotuna sína með það að markmiði að lifa hollari og grænni stíl. Veganborgarakeðjan er aðeins eitt fyrirtæki mörgum sem hann hefur fjárfest í og lengist sá listi með árunum. Hann er meðal annars hluthafi í fyrirtækjum tengdum matvælaiðnaði eins og Zapp, Bowery farming og NotCo. Hamilton var hluti af hóp sem fjárfesti í Ameríska fótboltaliðinu Denver Broncos fyrir 4,65 milljarða dollara í ágúst á þessu ári.

Eitt af nýjustu verkefnum Hamilton er framleiðslufyrirtæki sem hann stofnaði fyrir nokkrum vikum og heitir „Dawn Apollo Films“. Hamilton hefur smá reynslu í kvikmyndabransanum en hann var einn framleiðandi myndarinnar Top Gun: Maverick sem kom út fyrr á þessu ári. Næsta verkefni hans sem framleiðandi er Formúlu 1 kvikmynd með Brad Pitt í aðalhlutverki sem verður tekin upp á á 2023 tímabilinu.

2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 McLaren x x x x x x Mercedes x x x x x x x x x x
á
4 5 2 3 3 4 1 11 10 10 9 11 11 11 8 0
Ár
Sigrar
tímabíli
2. sæti 1. sæti 5. sæti 4. sæti 5. sæti 4. sæti 4.
1.
1.
2.
1.
1.
1.
1.
2.
5.
Heimsmeistarakeppni
sæti
sæti
sæti
sæti
sæti
sæti
sæti
sæti
sæti
sæti
Ljósmyndari: Steve Etherington Emilia Romagna GP Ljósm.: Sebastian Kawka
14 | Askur

AUÐUNN BREKI AUÐUNN BREKI AUÐUNN BREKI

Ég heiti Auðunn Breki Auðunsson og fæddist ég í Reykjavík þann 10. desember 1996 og er því 25 ára gamall. Ég ólst upp í hlíðunum og gekk í Hlíðaskóla og stundaði íþróttir í Val. Allur minn vinahópur úr Hlíðaskóla fór í Menntaskólann við Hamrahlíð og var það til þess að vinahópur styrktist enn meira en hann nú þegar var. Nýir vinir eru silfur, gamlir gull.

Ég hef ávallt haft áhuga á list og hönnun af einhverju tagi. Frá því á yngri árum hef ég alltaf verið að krota og teikna á blað og fór það að aukast sérstaklega þegar ég fór að nálgast 11 ára aldurinn. Hip-Hop tískan var mjög vinsæl hjá okkur vinunum og graffið líka. Anna Flosadóttir var myndmenntakennari minn í Hlíðaskóla og leyfði hún mér að fá mikið svigrúm til að skapa og teikna, fékk ég mikinn innblástur þaðan.

Askur | 15

Exodus 1999

Exodus var og er goðsagnakennd verslun. Nína Sigríður Geirsdóttir, myndlistarkona og Orville Pennant eiginmaður hennar voru eigendur versl unarinnar Exodus við Hverfisgötu. Nína opnaði verslunina „Jónas á milli“ á Laugavegi árið 1992. Árið 1999 flutti hún búðina niður á Hverfisgötu og breytti nafninu í Exodus eftir vinsælu lagi með Bob Marley.

Mamma allra íslenskra skoppara Í Exodus var einstakt andrúmsloft og var aðall verslunarinnar alltaf skopparaföt og hiphop-tíska. Þegar hiphoppið náði vinsældum hér á landi voru ungir strákar tíðir gestir í búðinni. Exodus seldi ekki bara föt og fylgihluti heldur líka sprey brúsa og penna af öllum stærðum og gerðum. Allir graffarar Íslands gerðu sér einhvern tímann ferð

í Exodus til þess að kaupa sér brúsa fyrir næsta verk. Nína tók alltaf einstaklega vel á móti manni og var hún til að mynda kölluð „mamma allra íslenskra skoppara“. Það ríkti alltaf mikil virðing inn í Exodus og Nína sá alltaf það góða í okkur sem sumir kölluðu vandræða unglinga. Hún kom alltaf fram við mann eins og jafningja og hlustaði þegar maður talaði við hana.

Óskrifuð regla Það voru ekki aðeins vörurnar sem fólk sóttist í hjá Nínu heldur félagsskapurinn og spjallið við hana um daginn og veginn. Það ríkti óskrifuð regla innan Exodus og hún var sú að það mætti alls ekki stela, sá sem datt það í hug að stela í Exodus myndi vera bannaður í búðinni og mjög illa séður meðal alla þeirra sem sóttu búðina.

Skissubækurnar

Ég var ennþá í grunnskóla þegar ég og vinir mínir fóru þangað. Um leið og skólinn kláraðist var förinni heitið niður í bæ á hjólabrettunum okkar. Fórum í Exodus til að hitta Nínu, gullfiskana og

Úrvalið af spreybrúsum
16 | Askur
Ljósm.: Exodus

kíkja í skissubækurnar sem voru opnar öllum þeim sem vildu spreyta sig. Þarna fengum við mikinn innblástur þegar það kom að list og graffi. Síðan keypti maður sér penna til þess að taka með sér í skólann daginn eftir til að krota í stílabækurnar sínar samhliða því að „læra”.

Reykjavíkurborg & aðkast

Það var ekki alltaf auðvelt fyrir Exodus þar sem þau seldu sprey brúsa og penna. Nína sagðist hafa orðið fyrir ofsóknum af hálfu embættismanna fyrir það eitt að selja sprey brúsa. Það gildu reglur hjá Exodus sem miðuðu að því að koma í veg fyrir að brúsarnir lentu í höndunum á skemmdarvörgum. Flestir sem keyptu brúsana notuðu þá í listrænum tilgangi. Hún hafði orðið fyrir aðkasti frá almenningi og áður höfðu fulltrúar Reykjavíkurborgar meðal annars hótað að sturta rusli fyrir framan verslunina til að koma í veg fyrir að kúnnar kæmust inn í hana.

Menningin

Í Exodus kynntust ótal margir með sama áhugamál sem var hip-hop og teygði það anga sína í margar

áttir eins og graff, rapp, dj-a, pródúsera og breikara svo eitthvað sé nefnt. Nína vildi alltaf styðja við menninguna á Íslandi og langaði hana að þessi menning dafnaði á Íslandi og lifði góðu lífi.

Hamborgari, franskar og sósa á 1.590! Pósthús Mathöll | Borg 29 Mathöll | Gróðurhúsið Mathöll
Flísarnar sem settu svip á Exodus Ljósm.: Exodus

MINNINGARORÐ UM NÍNU MINNINGARORÐ UM NÍNU

Ég kynntist Nínu í gegnum syni mína Valdimar Kristján Pardo og Roberto Andrés Pardo. Ég held að þeir hafi verið 10 og 12 ára þegar þeir drógu mig í búðina æðislegu til að kaupa föt fyrir skóla byrjun. Ég var sjálf með saumastofu og verslun í miðbænum Blanco y Negro. Þegar ég lokaði minni búð fór ég að sauma fyrir Nínu. Velourbuxur með rönd í hliðinni. Þetta seldist eins og heitar lummar og var búbót upp í lélegu kennaralaunin. Saumaði alla vikuna eftir vinnu og skilaði á sunnudögum.

Við Nína áttum margar góðar spjallstundir. Yndisleg manneskja með stórt hjarta. Og það var alveg stórkostlegt að hlusta á hana tala við unga fólkið. Alltaf sá hún jákvæðu hliðarnar og hvatti til sköpunar. Hún var frumkvöðull, stóð upp fyrir graffity og lét ekki deigan síga þó borgin væri endalaust að bögga hana.“

‑ Rannveig Pálsdóttir Pardo

„Nína var eiginlega eins og fóstur mamma mín. Kalla hana Mamma Exodus. Ég fór fyrst að kaupa föt þarna þegar ég var 14–15 ára sem er sirka árið 1999–2000 þangað til að búðinni var lokað.

Ég hékk stundum þarna allan daginn til hitta fólk í hiphop menningunni og mínu helsta hobbíi sem varð svo minn lífsstíl sem er graffiti. Svo fór ég að hjálpa Nínu við hitt og þetta í búðinni þangað til ég fékk vinnu þarna aðallega við að raða sprey brúsunum og bara afgreiðslu maður, ég raðaði litaröðinni upp í hillu þegar Belton kom fyrst í búðina og sú röð var alltaf uppi eftir það.

Ég og Nína urðum mjög góðir vinir, hún vissi alltaf hvaða föt pössuðu á mig og var byrjuð að gefa mér föt og svo fór ég að gefa henni listaverk eftir sjálfan mig. Exodus var búð með hjarta og sál.

Orvill maðurinn hennar bjargaði lífi mínu einu sinni við vera ekki stunginn og laminn af 20 manns, útaf graffiti beef deilum. Ég hefði viljað vera í útför hjá Nínu að segja bless en hún var í kyrrþey og ekki opin öllum. R.i.p. Nína.“

Anton Lyngdal a.k.a opes_vs_vato

„Þessi staður var stór og mikilvægur partur af mínum unglingsárum eins og hjá mörgum. Nína tók alltaf á móti manni með brosi og opnum örmum. Það sem maður gat eytt tíma þarna inni að skoða öll fötin, brúsa, penna, hjólabrettaplötur, hakkísakk bolta, húfur og spjallað við Nínu á meðan. Stundum kom maður bara við til þess að heilsa upp á því að maður átti leið hjá. Exodus og Jónas á milli var kjarni sem færði fólk og listamenn saman úr öllum undirflokkum íslenskrar hip hop menningar, hvort sem það var rapp, dj, breakdans eða graffiti og einnig hjólabretti. Þessi staður mun alltaf vera ógleymanlegur partur af sögu og kjarna íslenskrar hip hop menningar.

Hvíl í friði elsku Nína.“

RIP MAMMA EXODUS Verk eftir.: @opesvsvato
18 | Askur

Opnaði 15. september 2010

Bíó Paradís er kvikmyndahús við Hverfisgötu 54 í miðborg Reykjavíkur. Áður var þar kvikmyndahúsið Regnboginn sem var fyrsta fjölsala kvikmyndahús í Reykjavík. Bíó Paradís sýnir einkum myndir sem almenn kvikmyndahús taka ekki til sýninga, eins og heimildarmyndir og myndir á öðrum málum en ensku, auk þess sem það hýsir kvikmynda viðburði eins og Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík og Alþjóðlega barnakvikmyndahátíð í Reykjavík. Húsið var opnað 15. september 2010 með sýningu heimildarmyndarinnar Backyard eftir Árna Sveinsson. Rekstraraðili kvikmyndahússins er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna sem ýmis fagfélög kvikmyndagerðafólks standa að. Kvikmyndahúsið er aðili að samstarfsneti evrópskra kvikmyndahúsa, Europa Cinemas.

Kósí fílingur í forgangi

Bíó Paradís er ekki aðeins kvikmyndahús heldur menningarhús okkar Íslendinga sem allir ættu að kynna sér. Andrúmsloftið er alltaf hlýtt og huggulegt að mínu mati. Það sem stendur út þegar þú labbar inn er mjúk lýsing, kertaljós, retró húsgögn og mögulega dj að spila góða og rólega tónlist (fer eftir dögum). Húsgögnin sem prýða í Bíó Paradís heilla mig svakalega og eru ekki af verri endanum, hrikaleg falleg hönnun og kósí fílingur í forgangi. Barinn hefur verið nýlega breytt frá þessum klassíska sölubar sem má finna í

öðrum bíóhúsum yfir í vandaðan og flottan viðar bar. Sjálfur fer ég þarna oft þó að ég sé ekki að fara á sýningu í bíó, ég fæ mér kaffibolla eða bjór á happyhour og les Reykjavík Grapevine eða teikna aðeins í skissubókina.

Mikið úrval af vínum

Bíó Paradís eru einnig dugleg að halda sérstök kvöld fyrir sérstakar sýningar líkt og svartir sunnu dagar eða föstudagspartísýningar. Þá sýna þau nostalgíu myndir eins og Pulp Fiction, Se7en, Wayne‘s World og Alien svo eitthvað sé nefnt. Það sem skilur Bíó Paradís frá öðrum bíóhúsum er að það er staðsett í miðbænum og þá myndast alltaf öðruvísi stemning en í hefðbundnum bíóhúsum. Þau eru með mikla flóru af vínum, kokteilum, bjórum, kaffi og jú auðvitað popp og nammi.

Hvernig finnst þér úrvalið af myndum í Bío Paradís? Gott Sæmilegt Lélegt

Sunneva Friðþjófsdóttir x

Victor Páll Sigurðsson x Hekla Sörensen

Gabríel Gauti Einarsson

Fallegi barinn sem er nýuppgerður Ljósm.: Bíó Paradís Fallega hönnun tekur á móti þér í Bío Paradís Ljósm.: Bío Paradís
x
Askur | 19
x

Graphein

Upprunalega er orðið graffítí úr latnesku. Orðið sjálft er fleirtölumynd af orðinu graffito sem þýðir ristun eða áletrun. Upphaflega var graff ristað eða áletrað á yfirborð eða undirlag. Það á þó einnig við um það þegar spreyjað er eða málað á fleti. Orðið graffito kemur þó frá gríska orðinu graphein, sem þýðir einfaldlega að skrifa.

Tögg

Graff getur verið margvíslegt. Það getur samanstaðið af myndum og orðum, mörgum litum eða fáum, mismunandi lögun og formum, og allskonar fígúrum, en allt á þetta þó það sameiginlegt að vera ritað eða spreyjað á byggingar, veggi, farartæki eins og lestar, hluti eins og ruslafötur, gangstéttar eða í raun á hvaða flöt sem er. Það eru til margar mismunandi útgáfur af

graffi eins og til dæmis „tögg”. Tagg er letur sem annað hvort er spreyjað eða tússað á einkaeignir eða á almannarými. Svo virðist vera, að algengast sé að taggið sé litið hornauga. Taggarar fá þá helst að heyra það óþvegið og er taggið kallað skemmdarverk af stórum hópi fólks. Tögg innihalda yfirleitt aðeins letur, allt frá skammstöfun eða listamannanafni taggarans til skoðana eða pólitískrar ádeilu.

Götulist Götulist í borgum líkt og Reykjavík er liststíll sem hefur tengingu við borgina og borgarlífið sjálft. Götulist sem sameinast við veggjakrot er oft notað til að draga saman allar myndlistagerðir sem verða til í þéttbýli, innblásnar af borgar arkitektúr eða borgarlífsstíl. Vegna þess að götulist einkennist að því að vera í rými sem er ætlað almenning en er oft litið á það sem skemmdarverk og eyðileggingu á almannaeign. Jafnvel þó að mörgum finnst þetta vera skemmdarverk þá líta listamennirnir ekki á sig sem skemmdarvarga. Götulist er engu að síður alþjóðlegt listform með ótakmarkað notagildi. Margir listamenn ferðast á milli borga og sýna listir sínar og tengjast þannig umheiminum.

Vaxandi athygli

Allt frá graffi, stenslum, þrykkingu og veggmyndum, málverkum, listrænum samstarfsverkefnum sem og leiklistar og myndbandslistar er mjög óhætt að segja að götulist á undanförnum árum hafi fest sig í sessi í dægurmenningu okkar

HALLÓ, nafn mitt er NORES Ljósm.:Thordis Claessen Tögg eftir Eddu
20 | Askur
Ljósm.:Thordis Claessen

JÓI

og hefur fengið vaxandi athygli á listmarkaði og listastofnunum. Verk eftir götulistamenn hafa ratað í gallerí, uppboðshús og söfn. Sumum listamönnum hefur verið gefinn kostur á að búa til umfangsmikil listaverk sem verða svo viðurkennd. Á sama tíma hefur víðtæk ljósmyndaskráning á götulistaverkum og dreifing mynda á netinu veitt listamönnum alþjóðlega þekkingu.

Náskyldar listgreinar

Graffi og götulist er oft ruglað saman, bæði er þetta lista þar sem verk eru sýnd á almannafæri frekar en í galleríum, þó að graffarar koma verkum sínum fyrir opinberlega, hafa þeir almennt ekki áhuga á að almenningur skilji verk þeirra; þeir vilja geta talað við aðra graffara, sem geta skilið verkin þeirra og kunna að meta stílinn. Götulistamenn vilja að allir skoði og hrifist af verkum sínum, þeir eru meira með yfirlýsingu. Graff og götulist eru náskyldar listgreinar, þó eru þær ólíkar hvað varðar ásettning, tækni og stíl.

Jóhann Jónmundsson, eða Jói eins og hann er kallaður, vann í undirgöngunum við Klambratún frá 1993–2005. Á þessum tíma reis hip hop menningin sem hæst hér á landi og báru veggir ganganna þess augljós merki með mikilli aukningu graffitis. Göngin voru á þessum tíma einn vinsælasti graffiti staður landsins. Á þessum tíma reis hip hop menningin sem hæst hér á landi og báru veggir ganganna þess augljós merki með mikilli aukningu graffitis. Göngin voru á þessum tíma einn vinsælasti graffiti staður landsins.

Þá, líkt og nú, var graffiti almennt bannað í Reykjavík. Þrátt fyrir það fékk Jói fljótlega áhuga á graffiti listinni eftir návígið við hana í göngunum. Jói fór til sinna yfirmanna og fékk það í gegn að undantekningin á reglunni yrði gerð í Hlíðargöngunum og graffiti leyft. Eina skilyrðið var að hann myndi þjóna hlutverki nokkurs konar listráðunautar, ofan á aðrar starfsskyldur sínar. Jói átti að gæta þess að göngin væru snyrtileg og að graffiti myndirnar samræmdust almennu velsæmi. Jói skyldi mála yfir allt krot og myndir sem að talist gætu klám eða satanískar af einhverjum toga.

Fljótlega eftir að Jói hóf störf fór hann að taka ljósmyndir af graffitiverkum ganganna í þeim tilgangi að til væru einhverjar heimildir um þessa tegund myndlistar. Hann lét prenta myndirnar út, flokkaði þær í möppur til varðveislu og bar allan kostnað af því sjálfur. Safn Jóa telur í dag um 500 ljósmyndir og er af mörgum talið ein heildstæðasta heimild um graffiti list í Reykjavík frá þessum tímum.

Fígúrur eftir Nores Ljósm.:Thordis Claessen Verk eftir Osesh
Askur | 21
Ljósm.:Thordis Claessen

Hvað ertu gamall?

Tuttugu og sexy. Hvar býrðu? Í Köpen.

Hvað skrifaru/graffaru/teiknaru? Tacc / taccini /.

Hvað ertu búinn að vera lengi að graffa? Líklegast síðan ég var 10 –12 ára.

Hver er ástæðan fyrir því að þú gerir það? Fyrst og fremst vesenið, ég elska líka að ögra öðrum.

Hvað er það hættulegasta sem þú hefur lent í þegar þú ert að graffa?

Örugglega að vera hótað með hníf af litlum Nørrebro gangsterum. Þeir eru hrifnir af því að stinga fólk.

Hver er munurinn á graff menningunni hérna á Íslandi og í Danmörku?

Fyrst og fremst er senan talsvert meira lifandi í Köpen. Fólk kemur alls staðar að úr heiminum til þess að mála klassísku rauðu DSB lestarnar. Mín kenning er sú að það leiðir til meiri samkeppni og þar að leiðandi verða gæðin meiri. Senan í Köpen er miklu meira framúrstefnuleg. Þeir sem ég fylgist með leggja mikið uppúr því að vera original, koma með eitthvað nýtt og ferskt.

Hvað færðu út úr því að graffa? Það er útrásin, hvort sem ég er að mála stöðum þar sem maður fær næði til þess að taka sér sinn tíma eða að eitt/tvö tögg þegar maður er fullur á leiðinni heim af barnum. Það kemur út á því sama fyrir mér.

Hvað finnst þér mikilvægt í graffi? Að vera orginal, númer eitt tvö og þrjú. Það getur líka túlkast á það að vera útum allt, hvaða staði sem þú velur til þess að skrifa á. Hvers þarf maður að gæta þegar maður fer út að graffa? Ekki láta ná þér.

Eftir ár í háskóla kemst ég að því að góður félagi og bekkjarbróðir er graffari sem ég er búinn að vera að fylgjast með í nokkur ár. Hann passar mjög vel upp á að aðeins fólk sem hann treystir fullkomlega viti hvað hann skrifar, alvöru Nørrebro karakter. Við tengdumst fyrst í gegnum það að eiga báðir mjög erfitt með vera mættir aftur í skóla þurfa að vera undirgefnir prófessornum. Hann til dæmis kallaði það að þurfa að mæta á studio fundi klukkan 9:00 „morgun fasisma“. Ári seinna förum við saman í skólaferð til Porto, mig minnir haustið 2018. Við höfðum málað einu sinni saman áður, ég átti mjög erfitt með að aðlagast hugmyndafræðinni hans. Hann er búinn að vera mjög aktívur

22 | Askur

lengi, og ég reikna með því að með tímanum og á skalanum sem hann er á þá verður maður mjög vænusjúkur. En í Danmörku er umhverfið allt öðruvísi, hér, annað en á Íslandi, er deild innan lögrelugnar sem einbeitir sér einungis að því að taka niður graffara.

Í Porto ákveðum við að fara út að mála eina nóttina. Hann var nokkra „spots“ í huga. Hann vill hittast áður en við leggjum af stað upp í íbúð og fara yfir stöðuna, hvernig við förum að „spottinum“ og hvert við flýjum ef eitthvað kemur uppá. Hann var með Google earth loftmynd prentaða út. Hann fer eftir öllum reglum; engir símar með, gríma, hanskar, öll fingraför þrifin af brúsunum og brúsar hristir áður en það er lagt af stað. Allt hlutir sem ég hefði ekki látið mér detta í hug að gera og ekki heldur núna. Markmið næturinnar var að mála að að minnsta kosti þrjá panela sem liggja að Metro lestarteinunum miðsvæðis í Porto. Við þurftum að byrja á því að klifra yfir tveggja metra háann vegg til þess að komast í gegnum bakgarð á íbúðar húsnæði. Í raun og veru vissum við ekki 100 prósent hvað var fyrir aftan vegginn. Ég ákveð að klifra á undan og fæ að kynnast alvöru „ghetto fixi“. Þegar ég gríp upp á vegginn fæ ég glerbrot á kaf í báða lófana. Að steypa glerbrot ofan á svona veggi er víst gert mikið í austur- og suður Evrópu til þess að passa að fólk eins og við komumst ekki inn á lóðirnar þeirra.

Ég entist bara í einn panel því það fossaði úr báðum lófunum á mér allan tímann og ég var á góðri leið með að missa aðeins of mikið af blóði.

Fyndin nótt. -TACCINI

Askur | 23
Kolagata 1 | Laugavegur 105 | skorbar.is | skorbar@skorbar.is
24 | Askur

Björn Heiðar

Ég kom út árið 1994 sama ár og margar bestu kvikmyndirnar eins og Lion King, Forest Gump, Ace Ventura, The Mask og Natural Born Killers. Mitt helsta áhugamál er tónlist þó svo að ég spili ekki á neitt hljóðfæri nýt ég þess mikið að hlusta á og grafa eftir góðum lögum. Mest hlusta ég á hús tónlist enda er ég stundum kenndur við húsbóndann.

Ég er útskrifaðist af textíl og fatahönnunar braut frá FB með stúdentsprófi árið 2016.

Síðan lauk ég námi í prentiðn árið 2019 en eftir útskrift fór ég hins vegar ekki á samning vegna kreppu í bransanum á þeim tíma, því ákvað ég að bæta núna við mig grafískri miðlun og hér er ég og sé ekki eftir því. Gott nám sem einkennist af góðum kennurum.

Ég hef heyrt menn tala um að þetta sé jafnvel betra nám en grafíska hönnun í Listaháskólanum en ég get ekki svarað fyrir það því ég er ekki grafískur hönnuður.

Askur | 25

GUFUNES

Gufunes er nes austarlega í Reykjavík á milli Elliðaárvogs og Eiðsvíkur.

Í Gufunesi var kirkja og einnig spítali sem Skúli Magnússon lagði til að færa frá Viðey þegar hann reisir Viðeyjarstofu. Spítalinn sem stofnaður var af Kristjáni II Danakonungi var þá færður til Gufuness. Sennilega var þarna líka kaupstaður en Gufunes er kennt við Ketil gufu landnámsmann. Árið 1795 er spítalinn lagður niður og selur þá konungur Gufunes fyrir 150 ríkisdali og varð jörðin þá bændaeign.

Ýmisleg hefur verið í Gufunesi síðan, þar var reist stuttbylgjustöð árið 1934 og var henni ætlað að vera varaskeytasamband fyrir sæsímann og annast talsamband við útlönd og afgreiðslu við skip á höfum í kringum Ísland og afla og senda út veðurfréttir.

Þorgeir Jónsson bóndi og glímukóngur stóð þar fyrir kappreiðum í Gufunesi á árunum 1949w–1952.

Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var vígð 22. maí 1954 og framleiddi hún köfnunarefnisáburð sem fékk nafnið Kjarni. Mengun var af framleiðslunni og lýstu Grafarvogsbúar yfir áhyggjum á staðsetningu verksmiðjunnar að hún væri of nálægt íbúðarhverfi. Borgarráð samþykkti árið 1990 að krefjast þess á rekstri verksmiðjunnar yrði hætt. 2001 varð öflug sprenging í verksmiðjunni. Árið 2002 gekk það í gegn framleiðslan var stöðvuð2 og keypti Reykjavíkurborg fasteignir og aðstöðu fyrir tækisins á 1.280 milljónir króna. 2010 dæmdi Hæstiréttur Íslands konu sem bjó skammt frá áburðarverksmiðjunni 4,2 milljónir kr. í skaða bætur fyrir líkamstjón og örorku vegna meng unar frá verksmiðjunni. Áburðarverksmiðjan hafði starfsleyfi til ársins 2019 og var lóðin sem áburðar verksmiðjan leigði þá af borginni 20 hektarar. Í aðalskipulagi Reykjavíkur var gert ráð fyrir íbúðarbyggð í framtíðinni á þessu svæði og landfyllingum út í sjó.

Árið 2005 var gerður leigusamningur án útboðs við Íslenska gámafélagið. Í maí 2016 var samningnum sagt upp og borgin seldi í kjölfarið umræddar eignir á Gufunessvæðinu til kvikmyndavers

Reykjavík Stúdíó Borgarráð samþykkti kaupsamning við RVK studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, kaup á fjórum fasteignum sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi 26. maí 2016 og greiddi rúma 301 milljón fyrir fasteignirnar. Markmið RVK studios er að byggja upp svo kallað menningar og/eða kvikmyndaþorp en framleiðslufyrirtækið óskaði eftir því sumarið 2015 að ganga til viðræðna við Reykjavíkur borg um kaup á hluta af gömlu Áburðarverk smiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi.

Ventill fyrir ungt fólk Í Greinargerð deiliskipulags Gufuness segir „6.15 Útlitshönnun bygginga á uppbyggingar svæðinu eru gerðar kröfur um vandaða hönnun bygginga. Gufunes er jafnframt fríríki frum kvöðla og því eru hönnuðir hvattir til að skapa nýstárlegar íbúðargerðir og tilheyrandi útlit“.

Fyrsti hluti uppbyggingar á Gufunesi hefur verið ákveðin, Arkitektar stofan jvantspijker + Felixx fengu fyrstu verðlaun með tillögu sinni að Gufunesi sem farin er að stað í framkvæmd. Í tillögu stofnunnarinnar segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Í Gufunesi á að verða blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur.“

26 | Askur

VIÐSPYRNA

Viðspyrna við erfiðu efnahagsástandi Á vef Reykjavíkurborgar segir að „Borgarráð stað festi í 1. október 2020 44 leigusamninga á 11 þúsund fermetra húsnæðis. Ákveðið var að nýta húsnæði borgarinnar til að skapa viðspyrnu í erfiðu efnahagsástandi eftir að Covid-faraldurinn kom upp. Við ráðstöfun húsnæðisins var sérstaklega horft til þess að það nýttist skapandi greinum, nýsköpun, sprota starfsemi og samfélagslegum verkefnum. Húsnæðið sem um ræðir er ýmist ekki í notkun eða er að losna. Ástand þess er með ýmsu móti og gert er ráð fyrir að leigjendur lagi það að eigin þörfum. Horft var til hagstæðari leigukjara í þessu ljósi“.

Listamenn fengu því að leigja gömlu rusla geymslurnar fyrir lítið en áttu að gera allt sjálf. Lítur út fyrir að Reykjavíkurborg munu styðja list.

„Ég verð landnemi í Gufunesi“

„Ég hlakka til því þetta verður magnað samfélag að starfa í“. Segir Guðmundur Oddur kallaður Goddur árið 2019. „Lífræn sköpunarstarfsemi í miðbænum dó fyrir nokkrum árum. Listamenn leita að húsnæði þar sem eru ódýr pláss en þegar túrisminn hélt innreið sína voru allar fasteignir keyptar upp í miðbænum af fasteignafélögum. Skapandi fólk flykktist þá út á Granda og í aust urborgina en nú er allt orðið of dýrt þar líka,það líti út fyrir að Reykjavíkurborg munu styðja list samfélagið í Gufunesi. Nú hefur túrisminn náð allsherjar völdum á miðbæ Reykjavíkur og hvert fyrirtækið flýr þaðan af fótum annara og brátt mun ekkert standa í miðborginni nema lundabúðir og veitingahús. Menningin og sköpunargleðin mun brátt falla öll frá miðborginni.“

„Þetta er stórt svæði þar sem um árabil var starfsemi sem nú hefur verið færð um fet eða lögð niður og nú er byrjað að byggja blandaða byggð með list menntun og skapandi iðnaði“.

Skannaðu kóðann followaðu okkur á Instagram kauptu dekk og þú hefur möguleika á að vinna Vatnajökull Dekk derhúfu

Höfn

Hornafirði,

Askur | 27
Vatnajökull Dekk ehf, Bugðuleiru 2, 780
í
sími: 839 1616 GEGGJUÐ ÞJÓNUSTA OG BANASTUÐ Gerðu þér ferð í dekkjaskipti á Höfn það má nú aðeins leyfa sér

Fúsk Gufunes

Á Patreon söfnunarsíðu Fúsks segir: Fúsk er 1200 m² listamiðstöð í Gufunesi. Verkefnið snýst um að stofna gámahverfi að erlendri fyrirmynd. Skapa frjóan og faglegan jarðveg fyrir einstaklinga og samtök. Auðvelda og efla menningarstarfsemi og stuðla að þverfaglegu samstarfi innan listheimsins. Sameina list ræna sköpunargáfu, viðskipti, opinbera um ræðu og samfélagslega menntun. Verkefnið er rannsóknarstofa fyrir tilraunaþéttbýli þar sem frumkvæði fær að blómstra í kraftmiklu andrúmslofti.

Verkefnið er hugsað sem stökkpallur fyrir frumkvöðla, fólk fær tíma og rými til að þróa og vinna hugmyndir og verkefni sem svo fær ast út í samfélagið.

Fúskið er einnig hentugt til styttri verkefna líkt og ljósmyndatökur, kvikmyndaverkefni, tónleika og sýningar.

Við ætlum ekki að finna upp hjólið. Í Árós um, Amsterdam og Berlín hafa tilraunasam félög blómstrað og orðið ómissandi partur af borgarmyndinni. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Institut for X í Árósum sem er eitt virtasta smágámasamfélag í Evrópu.

1. maí 2022

Fúsk Gufunes setur á samfélagsmiðla „Bar áttukveðjur til allra Fúskara“.

Rusl Fest

Rusl festival / listahátíð var haldin í Gufunesi 27.–1. júlí 2022 og var þar fjölbreytt dagskrá tónleika og vinnustofa með áherslu endurnýt ingu efniviðs í hönnun myndlist og nýtingu á matvælum sem annars væri hennt en einnig fræðsla villtra matvæla sem vaxa á Íslandi og hvernig hægt er að nýta það sem vex hér á landi.

Fríríki listamanna

Mun Gufunesið fá að halda sínum sjarma sem frí ríki listamanna og munu listamenn og frumkvöðlar hafa möguleika á ódýrum rýmum þar til framtíðar eða er þetta gert til þess að skapa menningu sem mun svo þurfa að víkja fyrir komandi hlutum deiliskipulags og uppbyggingu á Gufunesi er þess ekki að vænta að túrisminn nái einnig völdum á Gufunesi líkt og hann hefur lagt yfir sig Reykja víkurborg nei ég bara spyr?

Heimsókn í Gufunes Ég lagði leið mína í Gufunesið að hitta góðan vin minn Ýmir Grönvold sem lærði myndlist í Hollandi og Listaháskóla Íslands. Hann er fluttur í Gufunes ið og vinnur hörðum höndum við að byggja upp stúdíó kaffihús, og margt fleira.

Gufunes 20 partur af hluta Baltasars Kormáks. Að utan að sjá er eins og að það sé ekki mikið líf nema iðnaður og miklar framkvæmdir á hlutanum við hliðina á. Þar gerast hlutirnir með hraða öll skemman var tekin í gegn og lagður hiti í gólf og ég veit ekki hvað og hvað. Ég gekk inn um litla hurð á hliðarríminu sem Baltasar leyfði syni sínum að sjá um sem listastúdíó og hefur hann fengið þar inn listamenn sem vanta aðstöðu til sköpunar. Þar inni er stór vinnustofa þar sem Ýmir ásamt fleirum hafa fengið að vera í og nýta til sköpunar. Þar er góð vinnuaðstaða, myndlistarstúdíó, smíða verkstæði, Gufunes Radio og fleira.

Ýmir er að vinna í því að skipta ríminu niður með ótrúlegustu kúnst. Veggirnir rísa og skemman tekur á sig mynd sem mismunandi vinnurými til allskyns sköpunar. Allt hér inni er byggt úr endur nýttum efnivið sem annars átti að henda.

Það er skítakuldi hérna inni og ég er kominn með gæsahúð af kulda, þá spyr Ýmir mig hissa hvort að ég sé ekki í föðurlandi sem ég var ekki svo hann teygir sig í par og gefur mér. Föðurland er staðalbúnaður sérstaklega eftir að skrúfað var fyrir heita vatnið vegna framkvæmda í skemmunni við hliðina á. Það er ekkert hægt að hringja til að fá hitann á húsið svo það nýjasta nýtt er kamína til að kynda vinnustofuna svo að það verður vonandi hægt að halda stúdíóinu heitu í vetur.

TÓNLIST

Íbúi í Gufunesi

Gufunes Radio

Í Gufunesi er aðstaða fyrir upprennandi jafnt sem lengra komna plötusnúða og til að iðka sína list á græjunum með möguleika á að taka upp taktana við að blanda saman tónlist, úr mörgum áttum og eða eigin tónlist og taka upp á miðil með möguleika á birtingu á Soundcloud síðu Gufunes Radio. Stórir hlutir í væntum, þetta er hugsað sem einskonar stökkpallur fyrir plötusnúða að koma sér á framfari en einnig frábært æfingarhúsnæði. Það er aldrei of oft sagt að æfingin skapar meist arann það að læra að þeyta skífum er langhlaup en ekki spretthlaup. Munið að langhlaup krefst úthalds. Mikilvægt er að sinna blöndunarörvun reglulega. Ég hvet alla til þess að fylgja Gufunes Radio á Soundcloud.

Mig langaði að hitta Guðmund Odd íbúa Gufunesi. Hann hlakkaði mikið til að flytja þegar að viðtal var tekið við hann árið 2019 og byrt í helgarblaði fréttablaðsins. Mig langar að heyra í honum hljóðið núna vita hvort hans sýn á Gufunes samfélagið væri á réttri leið og hvort þetta hafi gengið eftir hjá borginni. Ýmir gerði sér lítið fyrir og tók upp tólið og hringdi í nágranna sinn. Við vorum velkomnir í heimsókn. Hann býr í gamalli skemmu sem búið er að gera upp innrétta og breyta í fallegt heimili með mikilli lofthæð. Tíkin hans er nýbúin að eignast hvolpa svo að það mikið líf í þessari áður ónýttu og illa förnu skemmu. Ég segi honum hvað ég er að gera og spyr hann hvernig þetta hefur allt gengið og hver hanns framtíðar sýn sé á Gufunesið og skapandi menn ingu þess og pælingar mínar um það hvort menn ingin og listamenn þurfi brátt að víkja fyrir komandi hlutum deiliskipulags uppbyggingar á Gufunesi og hvort þess sé að vænta að túrisminn taki völdin hér á Gufunesinu líkt og annarsstaðar. Ég þurfti ekki að segja mikið þar til Goddur tók við orðinu Átti að vera fríríki listamanna „Þetta fer af stað þegar að Besti flokkurinn er í stjórn borgarinnar Björn Blöndal er formaður borgarráðs og Jón Gnarr er borgarstjóri. Björn Blöndal er í hljómsveitinni Ham og í henni er líka Sigurjón Kjartansson sem þá var nánasti samstarfsmaður Baltasar Kormák þá fer þetta af stað. Síðan er voða erfitt ástandið hérna. Það var svo mikil lykt hérna að það var ekki verandi hérna vegna lyktar af rotnandi hey inni í heyrúlluplasti og umferðar á stórum sorpbílum og bara ógeðslegt. Síðan fara þeir en eru þó ekki farnir algjörlega“.

Askur | 29

DRAUMASÝNIN

Endurreisnin eftir faraldurinn „Í covid fer af stað hugmynd hjá meirihluta borgarstjórnar að búa til verkefni skapandi þorp sem átti ekki að vera endanlegt verkefni þetta var gert í tengslum við covid og það var sett út tilboð að taka við húsum sem ekki höfðu verið seld. Þetta átti að vera partur af endurreisn covid ástands að bjóða upp á að stöðu fyrir skapandi fólk. Menn áttu að taka við húsunum eins og þau voru og bara innrétta sjálf. Þetta var langt langt umsóknarferli að þessu og vel vandað til umsókna á sínum tíma.

„Þegar að pólitíkusarnir eru búnir að lýsa draumsýninni sinni á verkefnið, sem að allir sögðu bara já þetta er góð hugmynd, þá var þetta sett í hendurnar á eignar og viðhaldsviði borgarinnar. Þá byrjaði allt vesenið“.

Hús undir listamenn Það er eins og að eignar og viðhaldssvið borg arinnar sé sérstaklega illa við tvenn fyrirbæri. Það er annars vegar hús með sveppasótt og hins vegar hús undir listamenn og menningu. Þau þola þetta ekki og hafa ekkert innsæi.

Það var enginn sem að lagði sál sína í þetta verk efni annað en að gera samningana.“

„Í fyrsta lagi átti ekki að vera hægt að flytja inn í eitt húsið vegna vatns leka því að það vantaðiað jarðtengja rafmagnið í húsinu og það var alltaf verið að fresta því að laga það. Menn voru búnir að skrifa undir samninga og fá lyklana í hendurnar. fengu lyklana í byrjun september en fengu ekki að fara inn fyrr en í endanum á maí og byrjun júní. Það kom svo í ljós að það tók 2 klukkutíma að jarðtengja.

Í öðru húsi komst enginn inn þar vegna þess að þeir spörkaðu niður asbest plötu og þá var því mælanlegt asbest þar inni. Þá eru þeir varla fluttir inn enn í dag 3 árum síðar skilur þú?“.

Allt lokað í eitt og hálft ár Sumum gruna að viðhaldssvið borgarinnar hafi viljandi hrinnt niður asbest plötunni til þess að búa til asbest óloft þar inni en öðrum þykir það þó heldur ólíklegt.

FRÍRÍKI LISTAMANNA

Peningaöflin

Listamönnum sagt upp samningum og peningaöflin koma inn í þetta segir Goddur „Þegar að búið er að losa sig við gámafé lagið og lyktin farin og kvikmyndabransinn að blómstra með stórum verkefnum þá koma peningaöflin inn í þetta og fara að kaupa upp húsin og listamönnum eru sagðir upp samn ingar. Búið er að segja öllum upp nema í einu húsi sem er samt vesen. Allt í einu er viðhald og eigna deild borgarinnar farin að stjórna þessu og það er ekki lengur umsóknar ferill líkt og var áður held ur er kominn einhver biðlisti sem að enginn veit hvaðan kemur. Um leið og það er búið að mála skipta um glugga og gera fínt þá er kominn einhver biðlisti sem að er ekki á vegum borgarinnar eða menningarsviðs borgarinnar heldur eignar og viðhaldssviðið sem fyrirlítur listamenn.

Mótmælaaðgerð

„Þá er eitt sem gerist sem er svona eiginlega mótmælaaðgerð það er fríríkið þar að segja að menn fara að setja niður hérna ólöglega sumarhús, byggja kofa, gróðurhús og souna þetta er allt saman fullkomlega ólöglegt og í óþökk yfirsjórn Reykjavíkurborgar og sérstak lega umhverfis og skipulagssviðs sem talar um þetta sem skemmdarverk og landtaka. Þetta er það sem að þetta hefur gengið út á.“ „Það er bara eitt hús sem að er í einkaeigu sá sem að á það er búinn að standa í endalausum deilum sem að eru komir fyrir dómstóla um allskyns gögn sem að eignaskrifstofa borg arinnar gerir.

Aukin umferð Ýmir hefur tekið eftir aukinni umferð um svæðið fólk er byrjað að sýna þessu áhuga fasteignarverð hækkar og fólk í jakkafötum spyr „er ekki hægt að virkja þetta einhvern veginn?“

Landnám Ýmir segir „eitt sem er að eiga sér stað hérna sem er svo áhugavert að hér er að myndast byggðarlag fólk að flytja inn og landnema, hér er að myndast samfélag.“ Ymir talar um hvað það sé geggjað hvað það hafi fengið að vera í friði lengi. „Svo erum við bara að gera allt sjálf byggja kamínu til að hita upp við erum ekkert að biðja borgina um neitt við búum þetta bara til sjálf ég ætla ekki einu sinni að reyna það gerist ekki neitt.“

Blönduð byggð Ég vona innilega að jarðýturnar fletji ekki út það menningarlega og listræna sem að hefur átt sér stað og það fái að standa í Gufunesi þá ættu allir að geta verið ánægðir! Blönduð byggð í Gufunesi fríríki listamanna.

Glódís Ýr Jóhannsdóttir

Ég heiti Glódís Ýr Jóhannsdóttir og er fædd 1996 í Danmörku þar sem pabbi minn stundaði nám. Ég flutti sex ára til Akureyrar og er að mestu alin upp þar. Ég byrjaði nám mitt í Verkmenntaskólanum á Akureyri en fór svo í Fjölbraut Ármúla og útskrifaðist þaðan árið 2019. Ég hef mikinn áhuga á tónlist og plötusnúða öðru hvoru sem mér finnst rosalega skemmtilegt að gera en hef því miður lítið

og að teikna enda fékk ég mjög listrænt uppeldi og margir listamenn í ættinni minni. Þess vegna datt mér í hug að grafísk miðlun myndi mögulega henta mér og árið 2020 í Covid faraldrinum var ég á krossgötum og velti því fyrir mér hvort ég ætti að fara í Listaháskólann að læra fatahönnun eða skrá mig í grafíska miðlun. Árið 2021 skráði ég mig í nám í grafískri miðlun og sé alls ekki eftir

Viðtal við listakonuna Brynhildi Kristinsdóttur

Brynhildur Kristinsdóttir er myndlistakona sem hefur lengi verið hluti af listalífinu á Akureyri og haldið þar ótal sýningar, gert skúlptúra og gjörninga. Mér bauðst að taka smá viðtal við hana.

Hvaðan ertu og hefur það áhrif á listina þína í dag? Ég ólst upp á Ólafsfirði, Edinborg og Akureyri. Já sannarlega, félagslegt uppeldi, náttúran og umhverfið allt hefur áhrif á hvernig maður tjáir sig.

Hvenær vissir þú að þú vildir verða listakonan? Þegar ég var lítil stelpa. Ég hef alltaf haft sterka þörf fyrir að tjá mig í myndmáli með litum, áferð og efni. Ég var snemma hugfangin af handverki og hvernig hlutir urðu til.

Hvar lærðir þú myndlist og hefur námið hjálpað þér sem listakonan?

Ég lærði myndlist í Myndlistarskólanum á Akureyri, Mynd- og handíðaskóla Íslands og Listaháskólanum. Einnig hef ég mikið lært af öðrum listamönnum sem ég hef deilt vinnustofu með. Já öll menntun hjálpar manni að skilja og hugsa nýjar hugsanir.

Hefur stíllinn þinn breyst með tímanum?

Já það hefur hann en þó er einhver kjarni sem breytist ekki, eitthvað meðvitað sjálf sem maður byggir á.

Efnisyfirlit (um mig)
Brynhildur: Ljósmyndari: Óþekkt Málverk Ljósmyndari: óþekkt

Hvernig þróaðist listastílinn þinn eins og hann er i dag?

Listin þróast ef maður heldur sig við efnið, reynir að halda þræðinum hvað sem á dynur. Ég er svo heppin að eiga vinnustofu og þangað mæti ég næstum daglega til að vinna. Svo verður maður fyrir áhrifum af því sem hrífur mann og það mótar að einhverju leiti það sem maður fæst við.

Hefur þú verið að vinna með öðrum listamönnum þegar þú ert að skapa?

Já og mér finnst það mjög gefandi og gagnlegt.

Hvað veitir þér innblástur til að byrja að mála?

Annað fólk, ferðalög, listasöfn og sýningar. Svo getur eitthvað mjög hversdagslegt og einfalt veitt innblástur aðal málið er að vera móttækilegur.

Hvað tekur langan tíma að gera eitt stórt málverk?

Frá nokkrum klukkustundum yfir í mörg ár, mikill tími fer í að horfa og horfa en málverk getur verið lengi í vinnslu svo er eitthvað sem segir manni að nú sé verkið fullklárað en það getur verið snúið.

Hvað er það versta við að vera listakona? Það getur verið erfitt að lifa af listinni og svo getur það vissulega verið einmanalegt að vera einn á vinnustofunni dag eftir dag. En ég starfa líka sem kennari svo að einveran á vinnustofunni er bara kærkomin.

Hvernig skilgreinir þú velgengni listamanns? Að upplifa flæði, gleði, ákafa við listsköpun. Að upplifa að þú vaxir í listinni og að fólkið í kring um þig, samfélagið, meti það sem þú ert að fást við. Að fá tilboð frá söfnum um sýningar, að vera boðið að taka þátt í mismunandi listviðburðum.

Málverk Ljósmyndari: Óþekkt Skúlptúr
←Vefsíða
Ljósmyndari: Óþekkt Brynhildar

Skrítnar staðreyndir

Fiskar sem skipta um kyn Þegar þú hendir getnaðarvarnarpillu í niðurfall eða snyrtivörum hefur það þau áhrif á karlkyns fiskinn að hann skiptir um kyn.

Rannsókn á ferskvatnsfiskum í Bretlandi leiddi í ljós að fimmtungur karldýra sýnir nú kvenlega eiginleika – þar á meðal að framleiða egg, minnkaðan sæðisfrumufjölda og minni árásargirni – vegna kynbeygjanlegra efna sem finnast í getnaðarvarnarpillunni, hreinsiefnum, plasti og snyrtivörum.

Stjörnur

Vissir þú að stjörnur eru sólir sem eru bara lengra frá okkur.

Þau ríku á Íslandi

Vissir þú að ríkustu 10% Íslendinga eiga meira af hreinum eignum en hinn hluti þjóðarinnar, sem eru 90% landsmanna.

Hunda bann

Vissir þú að fram til ársins 1984 voru hundar bannaðir í Reykjavík. Þá var lögunum breytt og mátti vera með hunda sum staðar. Það var ekki fyrr en 2006 sem að banninu var alveg aflétt.

Klósett

Vissir þú að fólk eyði heilu ári á klósettinu yfir ævina.

Húð

Vissir þú að yfirborð húðarinnar á mannslíkamanum endurnýjar sig á mánaðarfresti.

www
Geimfari: Ljósmynd: Pixels Fiskur: Ljósmynd: Pixels

Ský

Vissir þú að ský virðast vera mjög létt og fljótandi. En vissir þú að meðal þyngd á skýi eru um fimm hundruð kíló. Það er eins og þyngsta þota jarðar stútfull af farþegum.

Tyggigúmmí

Vissir þú að það er ólöglegt að selja tyggigúmmí í Singapore.

Bjór á Íslandi

Vissir þú að bjór var ólöglegur á Íslandi til 1. mars 1989. Menn bjuggust við því að hér færi allt á annan endann við lögleiðingu á bjór að fólk yrði hreinlega óvinnufært vegna stöðugra drykkju.

Göngugarpur

Á heili ævi gengur meðalmaður fimm sinnum um allan heiminn. Meðal virkur einstaklingur tekur um 7.500 skref á dag. Ef þú heldur þessu daglega og lifir til 80 ára aldurs muntu hafa gengið um 216.262.500 skref á ævinni. sem jafngildir því að ganga um 5 sinnum í kringum jörðina.

Grænlandshákarl

Grænlandshákarl er hákarl sem lifir á Íslandi og Grænlandi og er getur orðið 400 ára gamall og er því langlífasta hryggdýr jarðar.

Steypireyður

Steypireyður líka kallaður bláhvalur er stærsta spendýr jarðar og stærsta dýrategund sem hefur lifað á jörðinni. Fullvaxnir geta steypireyðir orðið

rúmlega 30 metrar að lengd. Þeir geta orðið allt að 150 tonn á þyngd, kvenkynið verður allt að 200 tonn með afkvæmi. Hjarta hvalsins er eins og lítill bíll á stærð.

Konur

Konur finna lykt betur en karlmenn. Talið er að konur séu með þróaðra og næmara þefskyn en karlar.

Börn eru sterkari en naut Börn eru mjög sterk miðað við þyngd og stærð. Einnig eru þau hlutfallslega sterkari en naut miðað við styrk per kíló. Ef börn myndu halda þessum styrk hlutfallslega myndu þau auðveldlega geta lyft húsbíl.

Hættulegasta dýrið í heiminum

Hættulegasta dýrið í heiminum drepur um það bil 200 milljón dýra á dag og mengar heiminn hvað mest. Þetta dýr er auðvitað mannveran.

Jörð: Ljósmynd: Pixels Ský: Ljósmynd: Pixels

Frá því að vera heimilislaus í að skapa stórveldi

Louis Vuitton var fæddur 4. ágúst árið 1821 í Frakklandi. Pabbi hans og mamma voru bændur og hatta menn. Louis byrjaði snemma að vinna á bóndabænum en þegar hann varð tíu ára dó móðir hans. Pabbi hans var fljótur að finna sér nýja konu en því miður var sú kona eins grimm og í ævintýrunum. þegar Louis varð þrettán ára fékk hann nóg af stjúpu sinni og strauk af heiman án peninga og matar til Parísar. Þar var hann heimilislaus í dágóða stund en fékk loks vinnu við að búa til töskur. Lestar voru ný komnar til Parísar og fólk þurfti góðar töskur til að ferðast með. Louis varð fljótt mjög efnilegur töskugerðamaður enda mjög áhugasamur og duglegur og varð eftirlætis töskugerðarmaður margra í fyrirtækinu. Eftir að hafa unnið þar í ár ákvað Louis að opna sína eigin töskubúð kölluð Louis Vuitton. Louis koma fljótt með hugmyndir sem breyttu því hvernig töskur voru gerðar á þeim tíma. Töskur voru vanalega allar úr leðri og með sveigju að ofan svo þegar rigndi runnu droparnir af töskunni en það gerði töskurnar erfiðar til að stafla í lestunum. Louis datt í hug að skipta leðri út fyrir striga, strigi

er vatnsheldari léttari og endingar góður og gaf töskunum nútímalegra útlit og þá var líka hægt að sleppa sveigjunni ofan á töskunum og því auðveldara að ferðast með þær í lest. Töskurnar urðu fljótt vinsælar en Louis langaði að byrja á nýjum hlutum og fór þá að búa til handtöskur, handtöskur voru ekki mjög vinsælar á þessum tíma og þóttu ekki mjög flottar til fara. En Louis pældi ekkert í því og gerði margar hliðartöskur úr striga í mismunandi litum og urðu þær nokkuð vinsælar og þurfi þá Louis að fá hjálp frá syni sýnum George.

Taska Ljósmynd: Pixels Lest: Ljósmynd: Rawpixels

George kom með allskonar góðar hugmyndir eins og að setja lás á lestartöskurnar og var það mjög vinsælt og allt gekk vel hjá Louis Vuitton þangað til Nasista stríðið hófst í París 1870–1871 og eyðilagði það búðina hans og þá varð Louis aftur heimilislaus og þurfti hann og fjölskyldan hans að búa í flóttamannabúðum þar sem litið var um mat og þar sveltu þau næstum til dauða. Sagan hans Louis ekki öll falleg og góð en í frönsku bókinni A French Saga er talið að Louis og fjölskyldan hans hafi farið í samstarf við þýska herinn og framleitt fyrir þá vörur og grætt af því en þetta er eitthvað sem fyrirtækið Louis Vuitton hefur ekki neitað fyrir en vill helst hylma fyrir þetta og talin vera skammar blettur í sögu Louis Vuitton. Eftir stríðið og snúið var heim voru fasteignarveð mun ódýrari

og notaði Louis sparifé sitt í að kaupa búð á besta stað í bænum. Eftir að nýja búðin opnaði gekk rosa vel og byrjaði Louis að bæta við meira leðri í tösku hönnunina sýna og töskurnar urðu þekktar fyrir nútímalegt útlit og góð gæði, kóngafólk var meðal kaupanda hans og venjulegt fólk og gekk svo vel að Louis gat opnað búð í London. Louis var alla tíð rosalega duglegur og metnaðarsamur en hann dó árið 1892 sjötíu ára. Ekki er vitað úr hverju hann dó en talið er að hann hafi verið með heilakrabbamein þannig lauk sögu Louis Vuitton sem fór frá því að vera tvisvar sinnum heimilislaus í að gera eitt þekktasta lúxusmerki heims.

Louis Vuitton töskur Ljósmynd: Pixels

Týnda prinsessan frá Dubai

Týnda prinsessan Týnda prinsessan Latifa Bint, er dóttir Mo hammed bin Rashid núverandi leiðtoga og for seta Dubai og einn af ríkustu mönnum heims.

Móðir hennar er Hurriah Ahmed þau giftast 2002 hún er önnur eiginkona Mohammed svo á hann Mohammed margar aðrar óformlegar eiginkonur og samtals á hann tuttugu og sex börn og sex eiginkonur í dag. Mohammed og Hurriah eru skilin en ekki eru neinar upplýsingar hvenær skilnaðurinn var né hvar hún sé stödd í dag það hefur ekkert heyrst í henni síðan hún var gift Mohammed.

Latifa Latifa (týnda prinsessan) hún fæðist árið 1984 hún var mikil hesta kona og hafi mikinn áhuga á dýrum og er mikill fallhlífarstökkvari.

En að hennar eigin sögn voru heimilis að stæður mjög slæmar. Hún ásakaði pabba sinn um ofbeldi gegn henni og systur hennar hún segir líka frá því að hann sé morðingi.

Shamsa

Shamsa er fædd árið 1981 og á að vera fjörutíu og eins árs í dag og er Systir Latifu.

Shamsa reynir að strjúka að heiman átján

ára árið 2000 þegar fjölskyldan var í fríi í Bretlandi. Hún faldi sig hjá vinum í London en hún fannst mánuði seinna og var tekin með valdi af tveimur mönum vopnuðum byssum og var rakleiðis flogin aftur heim gegn hennar vilja að sögn hennar var hún sprautuð með efni sem gerði hana máttlausa svo hún man lítið eftir að fara heim til Dubai. Samkvæmt vinkonu Latifu var Shamsa haldið í fangelsi í átta ár en það er ekki staðfest.

Shamsa hefur ekki sést neins staðar í 22 ár.

Mohammed Bin Rashid Al Maktoum Ljósmynd: Wikimedia
40 | Askur
Dubai Ljósmynd: Pixels

Latífa strýkur í fyrsta sinn Aðeins Sextán ára gömul reynir Latífa að strjúka að heiman en en finnst stuttu seinna við landamærin. Eftir það var hún send í stofu fangelsi í þrjú ár og upplifði mikla einangrun og pyntingar.

Latífa strýkur í annað sinn Árið 2010 hittir hún Tínu og urðu þær mjög góðar vinkonur og byrja þær saman að plotta að strjúka af Dubai og árið 2018 ætlar hún að láta það verða að raunveruleika hún byrjar á að senda myndbönd á sýna nánustu vini sem þau áttu að sýna ef plan hennar mistókst og faðir hennar nær henni. Þar talar hún um heimilisaðstæður og hvernig hún hafði ætlað sér að flýja.

Þann 24 ágúst 2018 ná Tína og Latifa að keyra að snekkju þar sem þær hittu mann á sem ætlaði sigla með þær til Indlands og svo taka flug til Bandaríkjanna en þegar þær voru komnar nálægt Indlands hafinu ræðst Indverska landhelgisgæslan á snekkjuna með byssum og sprauta hana með róandi og hún rakleiðis send til Dubai. Latifa er þá send í ein angrun í þrá mánuði. Einnig má taka fram að Indverska landhelgisgæslan braut lög með því að ræna Latifu og öllum þeim sem á bátnum voru þar sem þau voru staðset á hafi sem var

ekki í eign Indlands. Einnig má taka fram að myndbandið sem Latifa sendi á vini sína fór í fjölmiðla og fólk fer að hafa áhyggjur því ekkert hefur spurst til hennar og þá fer faðir hennar að koma með yfirlýsingar hvað henni liði vel og allt er frábært og í Desember 2018 fær Mary Robinson mannréttinda sérfræðingur að tala við Latifu og gefur út yfirlýsingu að Latifa sé bara óróleg ung stúlka sem þurfi bara á geð ræni hjálp að halda sem hún er að fá í Dubai og hafi það gott í Dubai. En Mary Robinson gefur svo út aðra yfirlýsingu árið 2021 að hún hafi gert mistök og sjái ef að hafa tekið þátt í hylma yfir hvað var virkilega í gangi en hún kemur með þessa yfirlýsingu eftir að eiginkona Mohammed flýr og nær fram skilnaði kona sem hún talaði við með Latífu og Mary bað ekki um að tala við Latífu í einrúmi.

Eiginkona strýkur árið 2019 flýr önnur eiginkona Mohammed með börnin sýn tvö til Bretlands en að sögn hennar flúði hún því hún var búinn að vera lengi virkilega hrædd um eigið líf og líf barna sinna.

Mohammed reynir með miklum krafti að fá hana senda til baka en lukkulega nær hann því ekki í gegn. Eiginkona Mohamed nær fram skilnaði á þeim grundvelli að hún hafi verið neydd til giftingar í ofbeldis samband og mögulega hjálpaði myndband Latifu hennar máli sem varð opinbert eftir seinni tilraun til að strjúka. en nýjustu fréttirnar eru þær að Latifa er en týnd og talin vera í fangelsi í Dubai og systir hennar Shamsa hefur ekki neinn séð í tuttugu og tvö ár. Og þetta er í gangi á okkar rauntíma.

sem strauk með börnin sín tvö Ljósmynd: Wikimedia

Latifa Bint Mohammed Al Maktoum Ljósmynd: Wikimedia
Askur | 41
Haya
42 | Askur

JÓNSDÓTTIR

GUÐBJÖRG AMELÍA
Askur | 43

Tónlist

Hér er listi yfir vinsæl lög og plötur frá hverjum áratug 20. aldar

Scott Jolplin var amerískt tónskáld og pía nisti. Vegna frægðar sem hann fékk vegna ragtime tónverka sinna var hann kallaður The King of Ragtime

The Original Dixieland Jazz var fyrsta djass hljómsveitin til þess að taka upp plötu snemma á árinu 1917. Livery Stable Blues var þá fyrsta djassplatan sem gefin var út.

The California Ramblers, stofnað árið 1921, var amerísk djasshljómsveit sem tók upp hundruði laga á öðrum áratug 20. aldar.

The Boswell Sisters var amerísk hljómsveit skipuð þrem systrum. hljómsveitin var virk á árunum 1925–1936.

The Orioles var amerísk R&B hljómsveit frá fjórða áratugnum. Hljómsveitin var með fyrstu sönghópunum sem fundu grunnmynstrið á doo-wop hljóðinu.

Elvis Presley var amerískur söngvari sem átti, og á enn, titilinn The King of Rock and Roll. Lag ið Jailhouse Rock var gefið út árið 1957 fyrir bíómynd með sama nafni.

Abbey Road var ellefta plata sem Bítlarnir gerðu. Bítlarnir voru bresk rokkhljómsveit frá Liverpool. Hljómsveitin er talin áhrifamesta hljómsveit allra tíma.

Spotify spilunar listi

Voulez-vous er sjötta plata sænsku hljómsveit arinnar ABBA. Lagið I Have A dream var eitt af vinsælustu lögunum á þessari plötu.

Guns ‘n’ Roses er amerísk rokkhljómsveit frá Los Angeles, stofnuð árið 1985. Sweet Child O´mine er með vinsælustu lögunum af plöt unni Appetite for Destruction.

Nirvana var dáð amerísk hljómsveit stofn uð í Aberdeen, Washington árið 1987. platan Nevermind er önnur plata Nirvana, gefin út árið 1991. Lagið Smells Like Teen Spirit er með vinælustu lögunum á þeirri plötu.

00 Scott
1902 10 The Original Dixieland
1917 20 The
Ramblers Yea
(No
1925 30 The
1932 40 Presenting
1947 50 Elvis
1957 60 Bítlarnir
1969 70 Abba
Voulez-vous 1979 80 Guns
Roses
1987 90 Nirvana
1991 44 | Askur
Joplin The Entertainer
Jazz Tiger Rag
California
She Do
She Don´t
Boswell Sisters Everybody Loves My Baby
the Orioles Crying In The Chapel
Presley Jailhouse Rock Jailhouse Rock
Come Together Abbey Road
Have A Dream
‘n’
Sweet Child O‘ Mine Appetite for Destruction
Smells Like Teen Spirit Nevermind

Gullmolar 20. aldar

Martin Luther King Jr

15. janúar 1929 – 4 apríl 1968

Var einn af áhrifamestu réttindabaráttumönn um Bandaríkjanna. Ástríðufull, en ofbeldislaus mótmæli hans, hjálpuðu til við að vekja athygli á kynþáttaójöfnuði í Ameríku, sem leiddi til veru legra pólitískra breytinga. Martin Luther King var líka ræðumaður sem fangaði hjörtu fólks, bæði svartra og hvíta.

Prinsessa Diana

1. júlí 1961 – 31. ágúst 1997

Var stór fyrirmynd margra seint á 20. öld. Hún var dáð fyrir góðverk sín, einkum starf hennar með alnæmissjúklingum og stuðning við her ferðina fyrir bann við jarðsprengjum. Hún giftist Charles prinsi árið 1981 og hlaut titilinn Her Royal Highness Princess Diana of Wales. Hún er móðir Vil hjálms prins og Harry prins.

Michael Jackson

29. águst 1958 – 25. júní 2009

Var amerískur söngvari og dansari og stór á 7., 8. og 9. áratugunum sem gaf honum viður nefnið konungur pop tónlistar. Var einn frægasti maður heims eftir dauða hans 2009.

Elvis Presley

8. janúar 1935 – 16. ágúst 1977

Var frægur amerískur söngvari og leikari frá Miss issippi fylki, hann var mjög dáður á 20. öldinni fyrir söng sinn og fékk því heiður á því viðurnefnið konungur rokksins

Audrey Hepburn

4. maí 1929 – 20. janúar 1993

Var bresk leikona. Hepburn var stór Hollywood stjarna á fimmta og sjötta áratugnum og lék í klassísku myndunum Roman Holiday (1956), The Nun‘s Story (1956) og Breakfast at Tiffany‘s (1961). Audrey Hepburn hætti síðar í leiklistinni og starfaði sem sendiherra UNICEF.

Marilyn Monroe

1. júní 1926 – 4. ágúst 1962

Var módel, leikona, söngkona og án efa ein fræg asta kona 20. aldar fyrirmynd og fulltrúi frægðar og kvenlegrar fegurðar. Hún er almennt talin ein áhrifamesta persóna bandarískrar menningar.

Walt Disney

5. desember 1901 – 15. desember 1966

Var kvikmyndaframleiðandi, fjölmiðlamaður og stofnandi Walt Disney Company. Walt var fræg astur fyrir verk sín hjá Disney þar sem hann teiknaði teiknimyndir eins og Mikka mús og Andrés önd. hann hlaut 22 Óskarsverðlaunum.

Askur | 45
1914–1918 1939–1945 1918–1920

Atburðir 20. aldar

Fyrri heimsstyrjöldin

Fyrri heimsstyrjöldin hófst árið 1914, 28.júlí og endaði 11. nóvember 1918. Það sem sagt stóð í 4 ár, 3 mánuði og 14 daga. Stríðið var einnig kallað stríðið mikla og stríðið sem enda átti öll stríð. Morðið á honum Franz Ferdinand, erki hertoga og ríkisarfa Austurríkis, í Sarajevó þann

Spænska veikin

Spænska veikin var inflúensufaraldur sem spratt upp á árunum 1918 til 1920. Spænska veikin hefur valdið mesta manndauða af öllum þeim faröldrum sem hafa sprottið upp í heiminum og um 50 milljónir manna létust vegna Spænsku veikinnar. Einkenni Spænsku veikinnar voru lungnabólga, blæðing úr nösum, blæðing upp

28. júní 1914 er talið hafa byrjað stríðið. Í ágúst 1914 hófust átök og breiddust hratt út. Stríðinu lauk eftir uppgjöf Þjóðverja 11. nóvember 1918. Þjóðverjar lutu í lægra haldi á meðan bandamenn stóðu uppi sem sigurvegarar.

úr lungum, blæðing niður úr þörmum og upp úr maga. Talið er að menn hafi látist tveim dögum eftir fyrstu einkenni.

Spænska veikinn á Íslandi spratt upp í Reykja vík eftir að hafa borist frá Danmörku og Banda ríkjunum sama dag og fullveldi Íslands var sam þykkt þann 19. október 1918.

Seinni heimsstyrjöldin

Seinni heimsstyrjöldin hófst 28. júlí 1939 og lauk 2. september 1945 eftir 6 ár og 1 dag. Barist var víða um heim en mest í Evrópu, Austur-Asíu og Norður-Afríku og talið er að um 62 milljónir manna hafa látist, sem var á þeim tíma um 2,5% alls mannkyns.

Stríðið var á milli tveggja fylkinga. Önnur þeirra var bandalag Bandaríkjanna, Bretlands, Kína og Sovétríkjanna og svo margra annara þjóða sem gengu undir nafninu Bandamenn. Svo var

það bandalag Ítalíu, Japans og Þýskalands og fleiri ríkja sem gengu undir nafninu Öxulveldin eða Möndulveldin.

Sagt var að stríðið hafi byrjað vegna inn-rás ar Þjóðverja í Pólland árið 1939 en Bretar og Frakkar töldu stríðið hafa byrjað í Asíu eftir innrás Japan í Kína 1937 eða innrás þeirra í Manúsíu 1931. Bandaríkin héldu sig lengi til hlés en tóku fullan þátt í stríðinu eftir árás Japana á Perluhöfn árið 1941.

Askur | 47
1915–1984 1969 1912–1952

Alan Turing

Alan Turing var fæddur 23. júní 1912. Hann var stærðfræðingur sem er þekktastur fyrir störf sín fyrir bresku ríkisstjórnina á tímum seinni heimsstyrjaldar.

Alan Turing var þekktastur fyrir að hafa endur bætt tækni sem varð til þess að dulmálskóði Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni var leystur.

Vegna þess að Turing var samkynhneigður

viðurkenndi breska ríkið ekki afrek hans fyrr en löngu eftir dauða hans. Verk Turing og kenningar eru nú kennd í tölvunarfræði á háskólastigi um allan heim.

Alan Turing lést 7. júní árið 1954. Orsök dauða var blásýrueitrun. Almennt er talið að hann hafi framið sjálfsmorð en ekki eru allir sammála því.

Lendingin á tunglinu

Þó það sé umdeilt hvort lendingin á tunglinu sé sönn þá eru flestir á því að árið 1969 hafi Amerísku geimfararnir Neil Armstrong og Buzz Aldrin lent Apollo Lunar Module Eagle (Apollo 11) á tunglinu þann 20. júlí, klukkan 20:17. Sex klukkutímum og 39 mínútum síðar varð Arm strong þar fyrsti maðurinn til þess að stíga fæti

Ísland

á tunglið og 19 mínútum síðar steig Aldrin á tunglið og þar eyddu Armstrong og Aldrin tveim ur klukkutímum og 15 mínútum vafrandi um þar sem þeir söfnuðu um 21,5 kílói af tunglefni til þess að koma með heim til Jarðar. Á meðan Armstrong og Aldrin voru á tunglinu sat þriðji tunglfarinn, Michael Collins eftir í Apollo.

Árið 1915 fengu allar konur yfir 40 ára aldri kosningarrétt.

Árið 1920 fengu allir 25 og eldri óháð kyni kosningarétt.

Árið 1944 varð Ísland sjálfstætt ríki

Árið 1968 var aldur til kosninga lækkaður í 20 ár.

Árið 1984 var aldur til kosninga lækkaður í 18 ár.

Askur | 49

Tíska 20. aldar

1900–1920

Í byrjun aldarinnar verður fatnaður kvenna léttari að klæðast en áður. Tískan losaði sig hægt og rólega við lífstykkin og rasspúð ana. Í daglegri tísku voru konur í stífum jakka og undir honum voru þær í blúndu skyrtu með standkraga, pilsin sem voru notuð náðu niður á ökkla og voru þrengri en á árum áður. Það sama átti við um kjóla.

1930–1950

Í byrjun fjórða áratugarins varð stíllinn kvenlegri þar sem kvenlegar líkams línur fengu að njóta sín. Konur áttu að vera háar og grannar. Kjólarnir féllu að líkamanum. Árin í kringum seinni heims styrjöldina höfðu mikil áhrif á tískuna. Skortur á efnum hafði þær afleiðingar að daglegur klæðnaður kvenna varð styttri, þrengri og strangari. Dragtir mjög vinsælar því hægt var að nota þær við flest tækifæri.

1920–1930

Allar breytingar sem urðu á meðan heims styrjöldinni stóð höfðu mikil áhrif á tísk una. Tískan var orðin mestmegnis án allra þvingana. Pilsin urðu styttri og styttri, þang að til aðeins hnén voru hulin og kjólarnir beinir og sýndu ekki líkama kvenna, hvorki mitti né mjaðmir. „Kynlaust” útlit var í tísku þar sem konan var orðin hálf drengjaleg.

50 | Askur

1950–1960

Á sjötta áratugnum urðu fóru pilsin aftur niður að kálfum og voru annaðhvort víð eða níðþröng. Efri hlutinn var þröngur og mittið var sérstaklega áberandi. Áhersla var á brjóst, mitti og mjaðmir. Viðeigandi hanskar tilheyrðu, einnig hattar, skór og handtöskur. Hattarnir gátu verið litlir eða fyrirferðamiklir, flatir og áberandi. Skórnir voru þröngir með breiðum hæl. Konur urðu að eiga dragt til að vera í hversdags.

1970–1980

Áttundi áratugurinn var ekki með neitt sérstakt útlit. Gallabuxur voru vinsælar og notaðar við öll tækifæri. Nánast engar reglur voru um klæðaburð og lífsstíll fólks virt ist mótandi fyrir tískuna.

1960–1970

Um miðjan sjöunda áratuginn tók hippatískan völdin hjá ungu kyn slóðinni. Unga fólkið klæddist föt um andstætt tískuvenjum. Hippa hreyfingin breiddist út til Evrópu frá Ameríku og fatnaðurinn einnig. Brátt varð hippafatn aðurinn að söluvöru og það sem upphaflega átti að vera ádeila á tískuna varð að alþjóðlegri tísku.

1980–1990

Á níunda áratugnum voru stór ar gallabuxur og stuttir bolir eða stórir bolir (over sized look) mikið í tísku. Galla efni með gallaefni (denim on denim) eða gallabuxur og gallajakki saman var líka vinsælt á þeim tíma. Þessi tíska er byrjuð að spretta upp aftur nú til dags.

Askur | 51
52 | Askur

Margrét Lóa Björnsdóttir

Ég heiti Margrét Lóa Björnsdóttir en er kölluð Lóa. Ég fæddist 15. apríl árið 1999 en átti að fæðast í júlí, en þar sem ég er fyrirburi ákvað ég að flýta mér í heiminn. Ég er uppalin á Álftanesi sem er oft kallað sveit í borg en bý núna á Háteigsveginum með kærastanum mínum og hundinum okkar Týra. Ég útskrifaðist með stúdentspróf árið 2018 af félagsfræðibraut frá Flensborg. Eftir útskrift vissi ég ekkert hvað ég vildi gera í framhaldinu og ekkert nám vakti áhuga minn fyrr en ég uppgötvaði grafíska miðlun í Tækniskólanum.

Hestamennska er mitt helsta áhugamál og má segja að lífið mitt snýst aðallega um það. Ég er mikill dýravinur og þegar ég var yngri var ég búinn að ákveða að verða dýralæknir eða bakari þegar ég yrði stór en eitthvað hefur það nú breyst. Einnig hef ég áhuga á kvikmyndum, sjónvarpsseríum og föndri.

Nám í grafískri miðlun býður upp á fjölbreytta möguleika og er ég búinn að nýta mér það mikið í mínu daglega lífi t.d. hannaði ég nýtt lógó og bjó til bók fyrir fyrirtæki sem mamma mín rekur.

Askur | 53

Texti: Þorsteinn Thorsteinson, Deild Íslenska fjárhundsins og Gjósku hundar.

Myndir: Steinunn Guðbjörnsdóttir og Margrét Lóa

Íslenski fjárhundurinn

Talið er að Íslenski fjárhundurinn hafi boist hingað til lands með landnámsmönnum. Hundarnir aðstoðuðu við smölun fjár, nautgripa og hesta. Litlar heimildir eru til um hunda frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi. Engar lýsingar eru á fjárhundum í Íslendingasögum og þar er sömuleiðis mjög lítið að finna um hunda almennt. Þó eru til lýsingar á einstökum hundum sem skáru sig frá öðrum hundum og má þar nefna Sám hans Gunnars á Hlíðarenda en talið er að hann hafi verið Írskur úlfhundur.

Áður fyrr var algengt að hafa marga hunda á hverjum bæ enda var þörfin fyrir þá mikiil þegar fé var rekið, hvort sem það var til beitar að morgni og heim að kvöldi eða til lengri smalamennsku vor og haust. Nú til dags má einungis finna einn til tvo hunda á heimili, þar að segja þeir sem eru ekki með ræktun.

Erlend hundakyn voru flutt inn á 19. öld og um aldamótin 1900 hafði íslenskum fjárhundum fækkað mikið. Hins vegar hafa vinsældir íslenska fjárhundsins aukist á síðustu árum og þó stofninn sé ekki stór þá er tegundin ekki lengur í útrýmingarhættu. Árlega fæðast um 100 hvolpar á Íslandi og er nokkur hluti þeirra fluttur út, bæði til Evrópu og Norður Ameríku.

Á síðari hluta 19. aldar voru gerðar tilraunir með þjálfun íslenskra fjárhunda sem þjónustuhunda í

hernum í Danmörku. Hundarnir fluttu skilaboð milli herdeilda og reyndust vel þó tilraunirnar hafi lagst af og hundarnir farið til annarra eigenda. Íslenskir fjárhundar voru fyrst sýndir á hundasýningu í Tívolí í Kaupmannahöfn árið 1897 en þrír hundar voru sýndir á sýningunni. Íslenski hundurinn var viðurkenndur sem sérstakt ræktunarkyn í Danmörku árið 1898 og enska hundaræktarfélagið (English Kennel Club) ættbókfærði íslenskan hund árið 1905.

Íslenskir hundar hafa verið þjálfaðir til snjóflóðaleitar bæði hér á landi og erlendis og íslenskir fjárhundar hafa einnig verið þjálfaðir sem meðferðarhundar með einhverfum börnum. Þar til viðbótar eru íslenskir fjárhundar að sjálfsögðu enn notaðir við smalamennsku og við leit að týndu fé í fönn. Við smalamennsku nýtist þefskyn hundsins vel og í slæmu skyggni rennur hann á lykt af fé og finnur þó maðurinn sjái það ekki. Þefskyn hundsins nýtist einnig vel til eggjaleitar og íslenskum hundum hefur verið kennt að leita einungis eftir eggjum ákveðinna tegunda fugla.

Svipur íslenska hundsins er oft brosleitur og er öruggt og fjörlegt fas einkennandi fyrir íslenska fjárhundinn. Íslenski fjárhundurinn er úthaldsgóður smalahundur sem geltir og nýtast þeir eiginleikar við rekstur og smölun búfénaðar úr haga eða af fjalli. Þetta er glaður og vingjarnlegur hundur með ljúfa lund, forvitinn og óragur við vinnu. Kynið

54 | Askur

hentar vel til margra starfa en flestir hundarnir eru þó heimilishundar í dag.

Aðallitir íslenska hundsins eru gulur, leirhvítur, mórauður, grár og svartur. Litbrigði geta verið með ýmsu móti en þó skal einn aðallitur ávallt vera ríkjandi. Það er mjög algengt að aðalliturinn sé ljósari, jafnvel hvítur, frá hálsi undir kvið og aftur á skottenda.

Íslenski fjárhundurinn er mikil félagsvera og elskar að vera í kringum fólk. Hann elskar eigandann sinn og gengur á eftir manni eins og skuggi. Íslenski fjárhundurinn er glaður og vingjarnlegur hundur, forvitinn og fjörmikill með ljúfa lund, harðger og óragur.

Síðan ég fæddist hefur alltaf verið Íslenskur hundur á heimilinu og ég get ekki ímyndað mér yndislegri og vingjarnlegri hundategund til að umgangast. Margir segja að hundurinn sé besti vinur mannfólksins og það á alveg við Íslenska hundinn.

kærasti minn Hákon eigum. Hann er 2 ára gamall og svartur og hvítur á litinn. Hann er mjög kátur og elskar að hitta nýtt fólk.

Hákon var búinn að leita sér að hundi í langan tíma og þegar félagi hans fékk sér Íslenskan hund sagði hann honum frá því að hundar úr sama goti væru tilbúnir til afhendingar. Við skutumst á Selfoss að kíkja á hvolpana sem voru í boði en Hákon var búinn að sjá mynd af þeim og eiginlega alveg viss um hvern hann vildi taka. En þegar hann settist hjá hvolpunum kom Týri og settist hjá honum þá snerist Hákoni hugur og hætti við hundinn sem hann var búin að ákveða og vildi frekar Týra. Það má því segja að Týri hafi valið hann. Nokkrum vikum seinna fengum við að taka hann heim.

Askur | 55Embla | 5
Kringlan 4–12 | Sími 589 423 | www.hundaheimur.is | hundaheimar@hundaheimar.is af völdum vörum dagana 5.–11. desember Komdu og kíktu á úrvalið 50% afsláttur

Hestaferðir

Þorkelsdóttir, Jón Þór Jónasson, Steinunn Guð björnsdóttir og Svenja Au.

Ferðin hófst á Álftanesi þar sem meiri hluti hópsins var með hestana sína þar. Farið var með stóran flutningabíl með 8 hestum inn í og kerru aftan á með 4 hestum, auk þess voru 2 aðrir bílar með kerru. Keyrt var í Skagafjörð þar sem hestar og menn fengu næturstopp. Næsta dag var svo haldið áfram og endað á Langanesi. Keyrt var með hestana upp á vitanum Fonti.

þegar kemur að hestamennsku. Ég hef ferðast um landið allt á hestum síðan ég var 9 ára. Hestaferðir eru aðallega stundaðar á sumrin en geta einnig verið um haustin.

Þegar kemur að því að fara í hestaferð þarf að hafa margt í huga og undirbúningur getur verið mikill. Það þarf að ákveða hvaða leið skal fara, hvaða hestar fara með, hvaða búnað þarf maður að hafa með sér, hvar skal gista (bæði hestar og menn) hversu langa dagleið er farið, hvað skal borða, o.s.frv. Ferðir geta verið miserfiðar. Allt fer það eftir hestum, veðri, fólki og skapi en maður þarf fyrst og fremst að hugsa jákvætt og ekki vera of stressaður. Hestar eiga ólíka daga alveg eins og mannfólkið og þú veist aldrei hvað getur gerst. Það besta sem hægt er að gera er að vera vel undirbúinn og hafa góða þekkingu því svæði sem farið er á.

Mig langar að segja frá nokkrum af mínum uppáhaldsferðum í gegnum árin.

Fontur — Reykanestá Árið 2014 lagði 8 manna hópur af stað í 19 daga hestaferð þvert í gegnum Ísland. Ferðin hófst 26. júlí og endaði 14. ágúst. Í hópnum var ég, Ari Sigurðsson, Ágúst Harðarson, Hugrún

Við byrjuðum ferðina hjá vitanum Fonti sem er á langanesi. 6 knapar með 12 hesta lögðu af stað, en í ferðinni var hver knapi með 5–6 hesta, samtals voru því um 30 hestar í ferðinni. Það má segja að ferðin byrjaði ekki vel þar sem hundurinn Stjarna týnist eftir fyrsta legg ferðarinnar. Við leituðum og leituðum og nóttin var erfið en sem betur fer fengum við gleðifréttir næsta dag að Stjarna væri fundinn heil á húfi við Font. Eftir nokkra daga kom pabbi minn alla leið úr Reykjavík til að ná í hana og fara með hana heim.

Eftir þetta óhapp gekk ferðin vel fyrir sig. Við fengum nánast sól og blíðu allan tímann. Reiðleiðirnar voru allskonar, við riðum yfir hálendi, fjörur, bílvegi, moldargötur, gras og nokkrar ár. Við höfðum 2 hvíldardaga og voru þeir vel nýttir. Á fyrri hvíldardeginum voru hestar fluttir á milli staða og járnað var upp. Á seinni hvíldardeginum

56 | Askur
Frá vinstri: Hugrún, Jón, Ari, Gústi, Jörundur, Svenja, Lóa, Stjarna Ljósm: Steinunn Guðbjörnsdóttir

ákváðum við að taka því rólega og hvíla okkur. Einnig hélt Ari upp á 60 ára afmælið sitt og bauð okkur og fjölskyldu sinni upp á veglegt kaffihlaðborð sem allir nutu góðs af.

Síðasti dagur ferðarinnar var langur en allir orðnir vel spenntir. Við riðum frá Krýsuvík í Grindavík og hittum á leiðinni nokkra félaga úr hestamannafélaginu Brimfaxa sem riðu með okkur til Grindavíkur. Þar var okkur boðið upp á dýrindis kaffihlaðborð og það var einstaklega vel tekið á móti okkur. Eftir klukkutíma stopp héldum við af stað einhesta síðasta spölinn. Síðasti áfanginn var ansi drjúgur en u.þ.b. tveimur tímum síðar fögnuðum við áfanganum við Reykjanesvita. Það mátti sjá tár blika á hvarmi og það voru blendnar tilfinningar í brjóstum manna, gleði yfir að áfanganum var náð og trega yfir að ævintýrið var á enda. Efst í huga okkar er þakklæti til allra sem gerðu þessa ferð að veruleika og ekki síst til allra leiðsögumannanna okkar sem skiptu sköpum fyrir þessa ferð.

Út á Fonti fantagóð ferðumst um á hestum með sól í hjarta, sæl og rjóð í sómahópi bestum Steinunn Guðbjörnsdóttir

Þessi ferð er ógleymanleg og einstök upplifun. Ég fékk að kynnast mögnuðu fólki og hestum. Þessi ferð gerði mig að sterkari reiðmanni og ein af mörgum ástæðum af hverju mér finnst gaman að ferðast á hestum.

Dagur Áfangastaður Kílómetrar 1 Fontur –Ytra Lón 42 2 Ytra Lón – Ytra Áland 30 3 Ytra Áland –Vatnendskáli 28 4 Vatnsendaskáli –Grímsstaðir 54 5 Grímsstaðir –Reykjahlíð 46 6 Hvíldardagur 0 7 Stöng – Mýri 30,7 8 Mýri – Fossgilsmosar 37,8 9 Fossgilsmosar –Laugafell 48 10 Laugafell –Ingólfsskáli 53 11 Ingólfsskóli –Svartárbotnar 54 12 Svartárbotnar –Svínárnes 52 13 Svínárnes –Laxárgljúfur – Flúðir 58 14 Hvídardagur 0 15 Flúðir – Skálmholt 28 16 Skálmholt –Gaulverjabær 26,5 17 Gaulverjabær –Þorlákshöfn 28 18 Þorlákshöfn –Krísuvík 47 19 Krísuvík –Reykjanestá 52 Samtals 715 km Askur | 57

Texti: Margrét Lóa Björnsdóttir. Myndir: Steinunn Guðbjörnsdóttir

Tölt with Glacier View

Mamma mín er eigandi ferðaþjónustu fyrirtækisins Exploring Iceland sem selur meðal annars hestaferðir. Þar er ég að vinna á sumrin sem leiðsögumaður og aðstoðamaður í hestferðum. Við notum okkar eigin hesta í allar okkar ferðin og fer þess vegna mest allur veturinn í það að þjálfa þá upp fyrir sumarið.

Árið 2021 fór ég og mamma ásamt vini okkar Ara í 4 daga hestaferð í kringum Húsafell með 6 manna fjölskyldu frá Hollandi.

Reiðleiðin var að mest megnu góð en það kom fyrir að við þurftum að fara bílvegi. Útsýnið á leiðinni er fallegt þar sem sjá má í jökla, fossa og eldfjöll. Það má segja að þetta er fallegasta reiðleið Borgarfjarðar á Vesturlandi.

En það sem gerði þessa ferð svo einstaka var fólkið sem var með okkur. Þar sem við fáum nánast eingöngu erlenda ferðamenn í ferðirnar okkar vitum við aldrei hvernig fólki má búast við eða hvernig reynslu það hefur. Þessi fjölskylda hafði góða reynslu og hestarnir okkar pössuðu hverjum og einum. Þau voru öll mjög jákvæð og frábærir reiðmenn. Við höfum ennþá samskipti við þau í dag og sendum þeim myndir af hestunum okkar af og til.

Þessi hestaferð (Tölt with glacier view) er ein staklega falleg leið og fólkið sem bókar ferðina gistir á hóteli þannig þetta er algjör lúxus ferð. þessi ferð er ennþá vinsæl í dag og er uppbókuð fyrir næsta sumar. Það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki sem hefur áhuga á Íslenska hestinum.

Þingvellir

Ég hef oft farið í hestaferð á Þingvelli og nú til dags finnst mér það ekkert merkilegt að fara þá reiðleið en það er ein ferð á Þingvelli sem stendur uppi fyrir hinum.

Árið 2010 þegar ég var aðeins 11 ára og ekki búin að fara í margar hestaferðir fór ég með mömmu minni og Ara vini okkar í létta helgarferð. Við fengum dásemdar veður og fallegt útsýni alla leið. Á þessum tíma voru símar ekki eins góðir og þeir eru nú til dags þannig það eina sem tekið var með var lítil mynda vél sem komst í vasann og gott nesti. Síðan var það bara að njóta náttúrunnar.

Á þessum tíma átti ég ekki minn eigin hest en var alltaf á meri sem mamma átti sem hét Perla. Einnig fékk ég lánaða merina Frostrós frá Íshestum, fyrirtækið sem mamma mín var að vinna hjá. Þó ég hafi einungis verið 11 ára var ég að teyma 1 til 2 hesta sem mér fannst vera mjög fullorðinslegt en það er ekki óalgengt að fólk teymi hesta í Íslenskum hestaferðum. Þarna var ég rétt aðeins að byrja í hestaferðum og þetta var alls ekki mín síðasta ferð.

Hestaferðir á Íslandi eru æsispennandi ævintýri og ómissandi ef þú átt hesta eða hefur áhuga á hestamennsku. Það gerir ferðalagið enn betra og þú upplifir svo miklu meira af náttúru og útsýni heldur en að keyra bíl. Einnig færðu nánast alltaf skemmtilegan félagsskap hvort sem það eru Íslendingar eða erlent fólk.

Í nánast öllum hestaferðum sem ég fer í gerist eitthvað sem var ekki planað. T.d. missum við hestana úr girðingunni, einhver reiðtygi gleymist heima, það dettur skeifa undan hesti í miðri ferð o.s.frv. Það eru þessir litlu hlutir sem gera ferðirnar svo eftirminnilegar. Þó ég hef farið í margar hestaferðir og jafnvel oft á sama stað er hver og ein hestaferð aldrei eins sem gerir þær svo skemmtilegar og ævintýralegar. Ég er nokkuð viss um að ég mun ennþá ferðast á hestbaki þegar ég verð níræð.

58 | Askur
Borgarfjörður 2018 Ljósm.: Steinunn Guðbjörnsdóttir Skagafjörður 2016 Ljósm.: Steinunn Guðbjörnsdóttir Vesturland 2011 Ljósm.: Steinunn Guðbjörnsdóttir Þingvellir 2010 Ljósm.: Steinunn Guðbjörnsdóttir

Uppskriftir

Íslenskar pönnukökur

200 gr hveiti 2 msk. sykur 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. matarsódi 2 egg

1 1/2 l mjólk 1 tsk. vanilludropar 50 g brætt smjörlíki

Aðferð

Blandið sykri, salti og matarsóda saman við hveit–ið. Þeytið vel saman egg og mjólk, og hræðið helminginum af því út í hveitið og þeytið þar til deigið er kekkjalaust. Bætið afganginum af mjólkinni og vanilludropunum út í.

Bræðið smjörlíkið á pönnukökupönnunni og hellið því út í.

Hitið pönnuna. Hellið dálitlu deigi á hana, og snúið henni, svo deigið hylji pönnuna í þunnu lagi. þegar deigið er orðið ljósbrúnt, er pönnukökunni snúið við.

Hræðið öðru hverju í deiginu og þynnið það ef þarf. Leggið pönnukökurnar á fat í stafla.

Berið fram með sultu og rjóma eða einung bara sykri og rúllið upp.

Ömmukleinur

1 kg hveiti 250 gr sykur 4 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2 egg 1/2 l súrmjólk 1/2 dl. matarolia 1/2 glas kardimommudropar

Aðferð

Setjið hveitið í stóra skál eða á borðplötu og setjið þurrefnin saman við. Vætt í með eggjum, olíu, súrmjólk og kardimommudropum.

Hnoðið deigið og skerið í 4 jafnstóra parta. Fletjið út frekar þynnt, mótið kleinur með kleinuhjóli, snúið upp á þær og steikið í fitu í potti.

60 | Askur
Myndir: Margrét Lóa Björnsdóttir

Útsaumur

Það er ekki langt síðan ég byrjaði að sauma. Vinkona mín hafði lengið verið að sauma og gaf mér oft gjafir af verkum sem hún hafði gert. Einn daginn var ég að leita mér af föndri til þess að gera og fann heklusett fyrir byrjendur. Ég fann strax að þetta væri ekki fyrir mig og ákvað að prófa útsaum.

Til að byrja með var það pínu flókið en ég æfði mig reglulega og núna er þetta fislétt fyrir mér. Ég geri oftast lítil verk þar sem þau taka minni tíma og minni efni. Jólin 2020 gerði ég stóra mynd af hundi foreldra minna sem tók mig um 3 mánuði að gera. Flestur útsaumur sem ég bý til verða gjafir.

Ég finn allar mínar uppskriftir á netinu eða kaupi í föndurbúðum. Þetta áhugamál er ekki ódýrt og garnið sem þarf í þetta getur verið mikið og dýrt.

Útsaumur getur tekið langan tíma en mér finnst best að eyða kvöldunum upp í sófa, setja eitthvað í sjónvarpið og byrja að sauma. Þegar ég er í löngum hestaferðum finnst mér gaman að taka eitthvað lítið til að sauma og slaka á eftir langan dag á hestbaki.

Ég sá það ekki fyrir að verða mikil saumakona en það má segja að það rennur í blóðinu mínu. Mamma mín er mjög góð í að prjóna lopapeysur og flestar lopapeysur sem ég á eru eftir hana. Amma mín er einnig mjög góð í handavinnu og getur gert ýmislegt flott og sniðugt. Hver veit nema í framtíðinni að ég læri að prjóna lopapeysur eða reyni aftur að hekla.

Heimagerð borðspil

Eftir að ég byrjaði í grafískri miðlun hef ég gert þó nokkur verkefni þar sem ég notfæri mér þekkingu sem ég hef fengið í náminu.

Um jólin gef ég heimagerðar jólagjafir frekar en keyptar þar sem mér finnst það skemmtilegra og persónulegra. Síðustu 2 árin hef ég gefið vinkonu minni spil sem ég hef búið til. Í fyrra bjó ég til Monopoly spil sem var sérgert með stöðum sem við könnumst við. Árið eftir gerði ég Guess who spil.

Ég byrja á því að finna hugmyndir á netinu og vinn öll spilin í Illustraitor og/eða InDesign og prenta svo út. Það er svolítill tími sem fer að gera eitt spil en það er alveg þess virði fyrir góðar gjafir.

Auk þess að gera spil hef ég einnig notað þekkinguna mína til að búa til bók og lógó fyrir

MONOPOLY Shrek’s Swamp �30000 �35000 �40000 �400 �500 �1000 �50 �100 �250 �500 �500 �1500 �2000 �3500 �30000 �5000 �6500 �8500 �9000 �10500 �20000 �12000 �25000 �15000 �10000 �7000 Far Far Away Duloc Kfc Metro Keila Bíó Huppu ís Hagkaup Minigolf Tom Nook's Store Yoshi's Island Stark Tower Death Star Hogwarts Álftanes Flensborg Reykjavík Nexus Elko Kringlan Willow Creek (the Sims) �5000 Í Fangelsi Í heimsóknÍ heimsókn Gullkista Gullkista koteilar ís Gullkista Dragðu eitt spil Dragðu eitt spil Dragðu eitt spil Bensín gjald Naggar Nintendo Switch Borgaðu 3000 kr Bensín gjald Borgaðu 3000 kr Bensín gjald Borgaðu 3000 kr parkingFree Föndur www.AstraPattern.etsy.com Texti: Margrét Lóa Björnsdóttir Askur | 61
62 | Askur

Tómas Arnar Erlingsson Tómas Arnar Erlingsson

Komið þið heil og sæl. Tómas heiti ég en er stundum kallaður Tommi. Ég er 19 ára og er fæddur þann 3. október árið 2003. Það var ár geitarinnar samkvæmt kínverska dagatalinu. Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík en á ættir mínar að rekja víða um landið og út fyrir land steinana en það breytir því ekki að ég hef alltaf búið í 105 hverfinu. Vorið 2019 útskrifaðist ég úr Háteigsskóla og færði mig bara yfir götuna í Tækniskólann. Ég valdi þetta nám af því að ég hugsaði með sjálfum mér að ég hef ekkert að gera við það að vera náttúrufræðistúdent og betra að velja eitthvað sem er skemmti legt og gæti nýst mér beint eftir skólann. Ég bætti við tveimur auka önnum til að klára þá áfanga til að útskrifast sem stúdent samhliða grafískri miðlun.

Það sem kveikti áhuga minn á þessu námi í Tæknskólanum var þegar ég keypti mína fyrstu myndavél eftir fermingu. Ég fór að taka landslagsmyndir og planið var sett á að læra ljósmyndun. Í Háteigsskóla kveiknaði áhugi

hjá mér á Photoshop þegar ég fór í Photoshop áfanga og lærði margt þar. Þegar ég hóf síðan nám í Tækniskólanum ákvað ég frekar að læra grafíska miðlun en ljósmyndun þar sem ég var bara nokkuð góður í Adobe forritunum. Áhugasviðið mitt hefur hinsvegar alltaf verið íþróttir og útivist. Ég æfði fótbolta með Val í 11 ár, en ég var líka í tíma í skylmingum hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur. En eftir að ég hætti í fótbolta haustið 2019 fann ég mér bara eitthvað annað að gera og ákvað að prófa að fara í unglingadeild hjá Björgunarsveitinni Ársæli og eftir að ég var búinn í unglinga deildinni kom ekkert annað til greina en að halda áfram í starfinu. Nú eyði ég flestum kvöldum vikunnar á æfingum með sveitinni. Einnig fór ég að stunda fjallaskíði eftir að ég hætti í fótbolta en ég er búinn að vera á skíðum síðan ég var 5 ára.

Askur | 63

Fjallaskíði

Hugtakið fjallaskíði (e. ski touring) eða að skinna, vísar til skíðaiðkunar sem eru stunduð utan hefð bundinna skíðasvæða þar sem leiðir eru merktar og eru undir eftirliti. Til að að komast á toppinn er ekki notast við skíðalyftur né annars konar flutning, líkt og er gert í „backcountry skiing“.

Það má segja að fjallaskíði sameini þætti frá fjalla mennsku, alpagreinum, norrænum skíðagreinum (gönguskíðum) og Telemark. Eitt af því sem ein kennir fjallaskíði er að hælar skíðamannsins eru „frjálsir“, þ.e. að skíðaskórnir eru ekki bundnir við skíðin. Með því að hafa hælana frjálsa verða svifhreyfingar eðlilegri þegar er farið yfir lands lag sem er allt frá því að vera flatlendi og yfir í þverbrattar hlíðar.

Á undanförnum árum hefur iðkun á fjallaskíð um átt í auknum vinsældum meðal skíðafólks. Hluti af þessum auknum vinsældum má rekja til þess að skíðafólk reynir að finna svæði þar sem er nýfallinn snjór. Þeir sem stunda fjallaskíða mennsku, þurfa að hafa góða leiðsögukunnáttu og þekkingu til að greina t.a.m. hvar séu mögu legar snjóflóðahættur, sem er sambærileg þekking og þarf að búa að þegar stunduð er hefðbundin vetrar fjallamennska.

Skíði og snjóbretti Sá skíðabúnaður sem reynist best í ótroðnum snjó, eru skíði eða snjóbretti sem eru frekar létt og breið en einnig stillt fyrir langar göngur upp í mót. Snjóbrettafólk nota oft snjóbretti sem eru kölluð splitboards. Þessum brettum hægt að skipta í tvo helminga, þannig að þau líta út eins og breið skíði og hægt er að setja undir þau skinn svo hægt sé að ganga á þeim upp brekkur. Sé ekki notast við splitboards, notast margt snjóbrettafólk við snjóþrúgur. Í raun er tæknilega hægt að nota flest skíði við ótroðnar aðstæður, en þeir sem stunda fjallaskíðamennsku velja frekar skíði sem eru létt til að minnka áreynslu við að labba á þeim. Einnig eru breiðari skíði betri í púðursnjó þar sem þau fljóta ofan á snjónum.

Skinn

Til að geta gengið á skíðum upp í mót eru svoköll uð skinn sett undir þau. Skinnin eru oftast gerð úr nylon eða mohair efni sem er hannað til að líkja eftir selskinni og leyfa skíðunum að renna fram og upp á við, en ekki aftur á bak eða nið ur. Gerviskinnin grípa venjulega betur, á meðan mohairskinn úr Angora geitahári renna betur. Í flestum tilfellum eru skinnin fest á skíði eða splitboard með lykkju sem smeygt er yfir tána á skíðunum, þau límast síðan föst við botn þeirra með margnota lími og er svo klemma fest við hinn enda þeirra.

Bindingar

Bindingarnar fyrir fjallaskíði eru örlítið frábrugðnari hefðbundnum bindingum þar sem þær eru búnar þeim eiginleika að hægt er að vera með hælana laus þegar er gengið upp í mót. Nútíma fjallaskíðabindingar eða „A.T.“ bindingarnar koma í tveimur mismunandi útfærslum, þ.e. tækni bindingar eða ramma bindingar. Þegar talað er um tækni bindingar, þá er verið að tala um svo kallaðar pinna bindingar sem nota svokallað pinna tækni sem læsist við tána á fjallaskíðaskóm. Þegar notaðar eru ramma bindingar þá er hægt að nota hvaða alpaskíðaskó sem er því þær læsast utan um skóinn. Tækni bindingar eru léttari og hannað ar með þægindi í huga, á meðan ramma bindingar eru hannaðar fyrir meira hnjask.

64 | Askur
Texti: Tómas Arnar. Myndir:Unsplash myndabankinn

Skíðaskór (klossar)

Það sem gerir fjallaskíðaskó frábrugðna frá alpaskíðaskóm, er fyrst og fremst að þeir eru með göngu og skíðastillingu. Göngustillingin gerir skíðafólki kleift að beygja ökklana á meðan skíða stillingin læsir hælnum á skónum svo hægt sé að skíða niður brekkur.

Öryggisbúnaður

Við iðkun vetraríþrótta skal ávallt nota hjálm til að verja eitt mikilvægast líffærið okkar, höfuðið. Þeir sem stunda vetrarfjallamennsku og sér í lagi þeir sem stunda að skíða í óbyggðum ber skylda að vera með á sér hinu heilögu þrenningu, þ.e. snjóflóðaýlir, skófla og snjóflóðastöng. Þetta er nauðsynlegur búnaður þar sem fólk getur átt á hættu að bæði setja af stað snjóflóð og sömuleiðis lenti í þeim. Það er mikilvægt að fólk kunni að lesa í aðstæður til að geta metið hvort það sé öruggt að halda för áfram. Slíka þekkingu er hægt að sækja á sérstökum snjóflóða námskeiðum hjá ferðafélögum eða björgunarsveitum.

Alltaf áður en lagt er á stað í ferðir á fjöll í vetrarað stæðum þarf að fylgjast með veðurspánni og sér staklega með snjóflóðaspánni hjá www.vedur.is

Snjóflóðaýlar eru notaðir til að staðsetja grafin einstaling í snjóflóði sem að ber á sér ýli

Snjóflóðastöng er notuð til að finna manneskjuna

Skóflur úr áli eru notaðar vegna þess hversu léttar þær eru

Við erum ávalt til staðar allan ársins hring Rás 16 er neyðarrás sjófarenda og alltaf opin. Skannaðu QR-kóðann

Texti af vef landsbjargar-

Endurnýjun björgunarskipa

Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur 13 stór björgunarskip sem einingar félagsins hafa ákveðið að hafa í sinni umsjá til þess að sinna útköllum á sjó á hafsvæðinu við Ísland. Félagið hefur í einni eða annarri mynd rekið björgunarskip allt frá því á árinu 1928 þegar að Slysavarnafélags Íslands er stofnað.

Undirbúningur hófst 2017

Unnið hefur verið að undirbúningi endurnýjunar björgunarskipa síðan 2017 formlega, en einingar félagsins hafa þó óformlega unnið undirbúning að því marki að endurnýja öll björgunarskipin til mun lengri tíma. Björgunarskipin 13 sinna núna á bilinu 60–100 verkefnum á ári, allt frá aðstoða við léttari bilanir til alvarlegri útkalla s.s. veikinda sjómanna, leka í skipum o.fl.

Á vordögum 2019 lauk vinnuhópur ráðuneyta við skýrslu aðgerðaráætlunar er varðar endurnýjun björgunarskipa og byggir endurnýjun skipana sem nú er hafinn á þeirri vinnu. Samkomulag var síð an gert við Dóms- og Fjármálaráðuneytið 2021 um helmings fjármögnun á 3 skipum á árunum 2021–2023, sem boðin hefur verið út og hefst smíði á nýjum skipum seint á árinu 2021.

Skipin hafa þjónað sjófarendum í 25 ár Þau 13 björgunarskip sem nú þegar eru gerð út eru flest af Arun Class gerð sem fengust á gjafarverði frá Konunglegu Bresku Sjóbjörgunar samtökunum (RNLI). Skipin eru smíðuð á árunum 1978 til 1990 og hafa núna í rúm 25 ár þjónað íslenskum sjófarendum dyggilega. Þessu skip eru því kominn verulega til ára sinna og þyngist viðhaldsrekstur á þeim á hverju ári, stærri bilan ir gera vart við sig og þykir hvorki aðstaða né ganghraði samræmast þeim breytingum sem hafa orðið á útgerðamynstri íslenskra útgerða nútímans. Þrjú af þrettán skipum félagsins eru af annarri gerð en samt öll en 25 ára og þarfnast því líka endurnýjunar eins fljótt og auðið er.

Algengt er að önnur sjóbjörgunarsamtök miði við að sýn skip verði ekki eldri en 15 ára, og ef þau eru notuð lengur en það þá sé allur tæknibúnaður endurnýjaður í þeim skipum á inna við 12–15 árum og skipin þá ekki notuð lengur en til 30 ára.

Smíði hafin á nýjum björgunarskipum Að loknu útboði á fyrstu þremur nýju björgunar skipunum á miðju ári 2021 var ákveðið að ganga til samninga við KewaTec finnska skipasmíðastöð sem hefur rúmlega 20 ára reynslu af smíð skipa til leitar og björgunarstarfa.

13 ný björgunarskip Hvert skip kostar um 285 milljónir og heildar kostnaður 13 skipa verður því um 3,7 milljarðar. Ríkið leggur til 50% af fyrstu 10 skipunum sem samsvarar um 1,4 milljarð. Samtals vantar því 2,3 milljarða til að fullfjármagna öll 13 skipin.

Ljósm.: Þorsteinn Sigurbjörnsson
66 | Askur
Ljósm.: Þorsteinn Sigurbjörnsson

Vel búin skip

Nýju björgunarskipin verða knúin tveimur Scania D13 551 kW, að auki verður framdrifið knúið tveimur af Hamilton jetum. Gert er ráð fyrir allt að 6 áhafnarmeðlimum í fjaðrandi sætum í neyð geta 40 skjólstæðingar rúmast inna skipsins, gera má ráð fyrir því að allt að 60 geti verið um borð í ítrustu aðstæðum. Skipin verða búin nýjustu siglingartækjum til leitar og björgunarstarfa ásamt því að vera sjálfréttandi.

Tæknileg geta:

• Dráttargeta er 4,8 tonn

• 5 vatnsþétt hólf

• Sjálfréttandi

• Farsvið er 200 sjómílur

• Vinnugangharði er 32 hnútar (u.þ.b. 60 km/h)

• Hámarksganghraði er 36 hnútar (u.þ.b. 66.7 km/h)

• 16.9 metra heildarleng en 14.99 skrán ingarlengd

• 4.7 metrar á breidd

Hönnun og skipulag:

• Pláss fyrir allt að 6 áhafnarmeðlimi

• Pláss fyrir 36 aðila í neyð með skipið áfram sjálfréttandi

• 2x bekkir fyrir sjúklinga liggjandi í brú

• Svefnpláss fyrir þrjá í messa

• Dacon björgunarnet til að bjarga fólki úr sjó

• Hífibúnaður til bjarga fólki úr sjó

• Pláss fyrir Zodiac 3.3 metrar á afturdekki

Vélabúnaður og tæki:

• Aðalvélar 2x Scania D13 12,7 lítra 551kW/ 751 hö

• Framdrifsbúnaður 2x Hamilton HJ403 JET

• Hamilton AVX snjallstjórnunarkerfi

• Gír 2x ZF 400 Supershift 2

• Flapsar Humphree Active control

• Eldsneytismagn 2x900 lítrar

• Ljósavél 16,5 kW

• Hitaðar rúður í brú

• Siglingartæki frá Furuno, Sailor og MaxSea

• 3x VHF talstöðvar

• 1x MF/HF talstöð

• 2x tetra talstöðvar með gáttunar möguleika

• Hitamyndavél frá FLIR

• 2x leitarljós luminell SL2

• Brunadæla 400L/min með föstum bruna stút á stefni

• 2x lausar brunadælur ætlaðar til að dæla úr skipum í neyð

• 2x smáljósavélar til að keyra brunadælur og/eða verkfæri til að flytja á milli skipa Svo mun hver og ein sveit setja búnað sem að þær telja nauðsynlegan fyrir sína björgunarsveit.

Þór í Vestmannaeyjum

Núna þann 1. október 2022 síðastliðinn fengu Vestmannaeyingar fyrsta björg unarskipið af 3 en 13 í heildina. Vest manneyingar gáfu nýja björgunarskipinu nafnið Þór sem er það sama og forveri hans, sem var orðinn 29 ára gamall. Þetta er fyrsti liður í stærra verkefni er snýr að endurnýjun allra þrettán björgunarskipa félagsins og er áætlað að með nýjum skip um styttist viðbragðstími Landsbjargar á sjó um allt að helming. Síðan á næsta ári munu næstu tvö skip koma til landsins, næsta skip fer þá til Siglufjarðar vorið 2023 ef allt gengur eftir og síðan þriðja skipið og það síðasta í fyrsta fasa endur nýjun björgunarskipanna kemur síðan til Reykjavíkur sumarið 2023.

Askur | 67
Ljósm.: Þorsteinn Sigurbjörnsson

Hnútar og brögð

Ef ætlunin er að notast við línur í brattlendi er óumflýjanlegt að læra nokkra hnúta og brögð. Hnútar eru hnýttir á línuna þar sem þeir hafa sjálfstætt líf (dæmi: áttuhnútur, rembihnútur og pelastikk). Bragð er á hinn bóginn hnýtt með línu utan um eitthvað eins og karabínur (hestahnútur, hálfbragð), línuna sjálfa (fiskihnútur, prússikhnútur) eða beint í tryggingar eins og ísöxi eða ísskrúfu (hestahnútur). Stundum er talað um tvöfalda hnúta. Með því er ýmist átt við að hnútur sé bundinn á tvöfalda línu (sbr. tvöfaldur áttuhnútur á miðja línuna) eða að hann sé bundinn með tveimur vafningum (sbr. tvöfaldur fiskihnútur).

og temjir þér ávallt að herða uppá hnútum áður en þeir fá átak og að hnýta þá þannig að línan liggi rétt í þeim. Einnig þarf að gæta þess að lausir línuendar séu ekki of stuttir og að minnsta kosti 20 cm og best af öllu ef hægt er að ganga frá þeim með öryggishnút (fiskihnút). Þá er ekki síður mikilvægt að temja sér strax þá góðu reglu frá upphafi að yfirfara hnúta sína og samferðamanna sinna, sérstaklega rétt fyrir sig eða brölt þar sem reynt getur.

Áttuhnútur

Algeng notkun: Til að mynda fasta lykkju á enda línunnar, t.d. Stóra lykkju utan um tryggingu eða um mittið eða litla lykkju til að festa í karabínu. Áttuhnútur er ýmist bundinn fyrst einfaldur og síðan þræddur til baka eða bundinn á lykkju línunnar(tvöfaldur áttuhnútur) Algengast er að hnýta enda línunnar í beltið með þræddum áttu hnút.

Athugið: Mikilvægt er að herða vel á hnútnum eftir að hann er bundinn og áður en átak kemur á hann. Það kemur í veg fyrir að hann herðist mjög illa. Enn fremur ætti alltaf að hnýta öryggishnút á endann.

Kostir: Einfaldur hnútur sem allir fjallamenn ættu að kunna upp á tíu. Áttuhnútur veikir línuna minna en rembihnútur, þægilegra er að losa hann en t.d. rembihnút ef hann herðist illa.

Fyrir þá sem sjá aðeins svart eða fara allir í flækju þegar hnútar eru nefndir til sögunnar skal það tekið fram strax að hér verða aðeins sýndir nokkrir þeir helstu og að þeir eru bæði fáir og einfaldir. Best er að æfa sig að hnýta þá heima við góðar aðstæður því of seint er að læra hnútana þegar aðstæður til fjalla kalla skyndilega á notkun línu. Ég sting upp á að þú verðir þér úti um snæris spotta eða notir enda línunnar til að æfa hnútana

Gallar: Getur herst illa samanborið við pelastikk, flóknari en rembihnútur.

Öryggishnútur

Algeng notkun: Aukahnútur hugsaður til að ganga frá lausum enda og tryggja að hann dragist ekki í gegnum viðkomandi hnút (áttuhnút, rembi hnút, pelastikk). Öryggishnútur er ýmist hafður einfaldur eða tvöfaldur ef línuendinn er langur. Texti og teiknaðar myndir úr bókinni Fjallabókin eftri Jón Gauta Jónsson

68 | Askur

Athugið: Til að flækja þetta aðeins þá er öryggis hnútur í raun eins og einfaldur fiskihnútur sem er ekkert annað en rembihnútur bundinn utan um línu.

í gegnum hann. Því er mikilvægt að herða upp á honum áður en hann fær átak.

Pelastikk með öryggishnút

Algeng notkun: Pelastikk er aðallega notað til að búa til lykkju, t.d. í tryggingar eða utan um mitti. Mjög mikilvægt er að herða vel upp á hnútnum og hnýta öryggishnút á endann.

Kostir: Þægilegt að herða (stilla af). Til eru ýmsar útfærslur sem nota má í margvíslegum tilgangi.

Gallar: Auðvelt að hnýta á rangan hátt, getur losnað ef ekki er stöðugt átak á honum. Þarf ávallt að binda með öryggishnút.

Rembihnútur

Algeng notkun: Sama og áttuhnútur. Öfugt þræddur rembihnútur (einnig nefndur borða hnútur) er eini hnúturinn sem nota má til að hnýta saman borða (einnig nefndur lykkja eða slingur).

Kostir: Einfaldur hnútur, ekki jafn frekur á línu og áttuhnútur.

Gallar: Getur herst mikið undir álagi og er þá erfitt að losa.

Hálfbragð (ítalskt bragð)

Algeng notkun: Hálfbragð er hvorki raunveruleg ur hnútur né bragð. þar sem línan herðist ekki í hálfbragði nema haldið sé fast um dauða enda hennar. Hálfbragði er brugðið á karabínu til að mynda viðnám á línuna og hentar til að taka inn slaka í brölti (3) eða til að síga niður (3b). Til að hindra að línan renni í gegnum hálfbragðið verður alltaf að halda um dauða enda línunnar.

Kostir: Einfalt bragð sem hægt er að beita til að tryggja einhvern hvort sem brölt er upp eða sigið niður (virkar í báðar áttir). Myndar mikið viðnám en herðist ekki nema haldið sé um dauða endann.

Hestahnútur (-bragð)

Hestahnútur er í raun réttri bragð en ekki hnútur þar sem hann verður að vera bundinn um eitthvað.

Algeng notkun: Hestahnútur er helst notaður til að festa línur í karabínur sem síðan eru festar við belti eða tryggingu. Mikilvægt er að herða upp á hnútnum áður en álag er sett á hann.

Kostir: Auðvelt að stilla, losa og herða.

Gallar: Sé hann óhertur getur svolítil lína dregist

Askur | 69

Gallar: Vegna þess hve bremsuviðnám hálfbragðs er mikið ætti ekki að nota það nema tryggingin sé 100% örugg. Hálfbragð snýr mikið upp á línuna. Það skapar ekki hættu en getur verið óþægilegt ef tryggja eða síga þarf langa leið.

Kostir: Einfaldur hnútur. Auðvelt að binda með annarri hendinni og í vettlingum. Auðvelt að auka viðnámið með fleiri vafningum. Gallar: Ef ekkert átak er á hnútnum getur losnað upp á honum. Við mikið átak getur hann herst illa

Fiskihnútur

Algeng notkun: Til að binda saman tvær línur eða til að binda enda bands saman og mynda lykkju (t.d. prússikband). Mikilvægt að herða vel upp á hnútnum og hafa endana a.m.k. 10–15 cm langa. Er nær alltaf bundinn tvöfaldur. Athugið: Einfaldur fiskihnútur er sami hnútur og öryggishnútur sem áður er nefndur. Kostir: Góður hnútur sem lítið fer fyrir. Endarnir liggja samsíða línunni sem bundið er um. Hentar einnig til að tengja saman tvær missverar línur. Gallar: Flókinn hnútur sem auðveldlega má hnýta ranglega án þess að það sé augljóst.

Prússikhnútur

Algeng notkun: Tilheyrir svonefndum línu klemmuhnútum en þeir herðast utan um aðrar línur. Er jafnan bundinn með lykkju 5–7 mm prússikbands sem er a.m.k. 2–3 mm grennra en línan sem bundið er utan um. Algeng lengd á hentugu prússikbandi er 150 cm. Þegar endar þess hafa verið hnýttir saman með tvöföldum fiskihnút verður til prússiklykkja sem er bundin við fjallalínuna með prússikhnút. Prússikhnútur er notaður sem öryggishnútur við sig og hefur þann eiginleika að herðast utan um línuna við snöggt átak.

FM 592299 Sími: 535 5800 | 535 5850 info@framtak.is | blossi@blossi.is Vesturhraun 1 | 210 Garðabær
4 72 | Askur

VERONIKA

Hi there, my name is Veronika, I am 19 years old, born on September 4th 2003. When I was about two years old, my family moved to Ice land, and I have lived here ever since. I have always been drawn to creativity and making things, whether it be sewing, baking, video editing, music composition, or anything else that allows me to express my thoughts and feelings through art. What first grabbed my interest in design, in general, was apparel and merchandise. Making merchandise for musi cians, such as t-shirts or posters, sounded so cool and up my alley, definitely something I would like to do as a career in the future. My goal after graduation is to travel. I dream of moving somewhere green and warm but not too far away from home.

Askur | 73

IRIS VAN HERPEN

Iris van Herpen, a Dutch fashion designer, was born on June 5th 1984 and is well known for be ing one of the fashion industry’s most innovative thinkers. She constantly pushes the boundaries of fashion design by integrating technology with classic haute couture craftsmanship and incor porating both conventional and unconventional materials and garment construction techniques into her unique perspective. She completed her studies at the ArtEZ University of the Arts in Arnhem in 2006 and interned at Claudy Jong stra in Amsterdam and Alexander McQueen in London. In 2007, Van Herpen established her self-titled brand. At the 2007 Amsterdam Fashion Week, she unveiled her debut Couture collection, “Chemical Crows“.

“If I were to use one word to describe my work, it would be movement as one of the most in fluential things in my life has been my classical ballet practice. Through dance I learned about the seduction of movement, the transformation of the body and the evolution of shape. Those years taught me how to shift shape and were the birth of my interest in fashion. I do not think of fashion as being clothes, or a discipline. I think of it being much more. I see fashion as a dialogue between our inside and our outside. For me, fashion is a form of art that is closely related to me and my body. I see it as a very personal expression of identity combined with desire, mood and culture. Looking around me, I consider what I cannot see as much as what I can see, and that transform ative focus creates freedom in my work. Each garment and every collection is an embodiment to new understanding and discovery, on concep tual level, on the level of materiality and on the level of femininity.“ – Iris van Herpen.

74 | Askur
Fall 2018 Couture © Yannis Vlamos / Indigital.tv

Spring 2017 Couture Collection

With the use of lasers and a combination of Per spex and polyurethane, van Herpen produced a collection of 3D-printed costumes in collaboration with the Berlin artist Esther Stocker. It took six attempts to get this particular garment right be fore the designer was happy with the outcome.

Fall 2018 Couture Collection

Van Herpen drew inspiration for this collection from her prior work as a dancer and the artistry

The best for your skin Our new face cream contains powerful vitamins (B5, A, E) and organic ingredients (cucumber, aloe vera, chamomile, rose water). Suitable for all skin types. Green Tea Chamomile Night Cream
chamomil
© 2017 Team Peter Stigter © Yannis Vlamos / Indigital.tv

folkmore

Taylor Swift is known for her versatility across genres and exceptional songwriting skills. She is a storyteller who uses a range of sounds to convey a variety of tales from her life using vivid imagery, alliteration, rich symbolism, zeugmas, and clever wordplay.

Folkmore is a portmanteau of Taylor’s two surprise albums, Folklore and Evermore, both of which were released in 2020 at the height of COVID-19 when everything was under lock down. The two albums surprised everyone, even Taylor, who composed the lyrics for fun to keep herself occupied during quarantine and had no intention of turning them into actual songs.

The lyrics read like poetry with excellent use of diction and imagery, combined with soothing acoustic arrangements that flow well together. Taylor worked on the albums with producers Jack Antonoff and Aaron Dessner of The National, HAIM, and Justin Vernon of Bon Iver. The lovely piano melodies in the songs “Exile“ and “Evermore“ were composed by Joe Alwyn (credited under the pseudonym William Bowery), who also wrote the verse for “Betty.“ Both albums received widespread recognition and praise from critics and the general public. Folklore won the Grammy Award for Album of the Year in 2020.

Folklore

Folklore is Taylor’s eighth stu dio album, released on July 24th 2020 and described by Taylor as a collection of songs and stories that flow like a stream of con sciousness. William Wordsworth, one of the most well-known poets of the English Roman tic era, inspired Taylor’s approach to the album. He frequently wrote about the romanticisa tion of life and death, two recurring themes throughout Taylor’s album. In the self-written bonus track “The Lakes“, Taylor cleverly refer ences the poet with the lyric: “In heart-stop ping waves of hurt, I’ve come too far to watch some namedropping sleaze tell me what are my words worth,“

The album is a representation of spring and summer. It explores a range of emotions, such as grief, feminine rage, emotional healing, and inferiority. The lyrics weave elements of Taylor’s personal life into the stories of the fictional characters she created and even historical figures such as American socialite Rebekah Harkness. Taylor explains: “I found myself not only writing my own stories but also writing about or from the perspective of people I’ve never met.“

The songs “Cardigan“, “August“, and “Betty“ explore the unique points of view of each character involved in the fictional love triangle at various points in their lives. “Cardigan“ portrays feelings of betrayal and resentment inflicted upon Betty after learning James had cheated on her despite the history of their re lationship. “August“ is Augustine reminiscing of the summer love she hoped would last, but as days grew colder and the month of august passed, it became clear that she was nothing but a summer fling to James. “Betty“ is an apology from James to Betty in which he comes clean about his summer spent with Augustine and plans to attend Betty’s party in hopes of mending the broken relationship between them.

Evermore

Evermore was released on De cember 11th 2020, around five months after Folklore, making it Taylor’s ninth studio album. She describes Evermore as the freewheeling younger sibling of Folklore. The two albums resemble one another in several ways, but Folklore is primarily a folk album, whereas Evermore has some aspects of other genres. In contrast to Folklore, which has a song men tioning Wordsworth, Evermore includes the song “Ivy“, inspired by the nineteenth-century American poet Emily Dickinson and her rela tionship with Susan Gilbert. ”Ivy“ is regarded by many as Taylor’s most impressively written piece.

Evermore represents autumn and winter; its melodies are more melancholic than Folklore, with lyrics personal to Taylor’s life. One of the songs pays sincere homage to Taylor’s grandmother, Marjorie Finlay, and recounts the advice Taylor received from her. Taylor’s lyrics describe her sorrow for passing up the opportunity to learn more about her grand mother and wishing she had saved something to remember her by, even if it was as trivial as grocery receipts.

The song “Cowboy like me“ stands out com pared to Taylor’s usual detailed storytelling because of its vague and ambiguous lyrics, which leave the story’s ending up to interpre tation. The narrator is initially cautious and stubborn, unwilling to accept anything from the love interest, whom they describe as a cowboy like themselves, implying that they are both hustlers. The narrator keeps switching between what they once thought and believed when they first met the love interest and who they are now, shifting from stubbornness to acceptance. It is a bittersweet story about two misfits who fell for one another after seeing through the masks they put on for everyone else, and it is up to the listener to decide if this resulted in heartbreak or joy.

Askur | 77

ROCKBRITISH

The impact British rock groups had on music from the 1960s through the 1990s

British Invasion

Rock music was at its peak in the 1960s and early 1970s, resulting in the rise of numerous rock groups into the global mainstream. The fun damental elements of rock include heavy beats, blues, drums, and electric instruments. The genre has since expanded and created a range of new and unique music subgenres, such as Britpop and shoegaze. In the middle of the 1960s, American audiences began to gravitate toward British rock and pop music, eventually dominating the coun try’s music charts. Bands like the Beatles, Rolling Stones, and Kinks became the faces of rock mu sic and contributed to the cultural phenomenon known as the British Invasion. The phenomenon began in 1964 with the Beatles’ visit to New York following the release of their first-ever hit song in the United States, “I Want to Hold Your Hand.“

Beetlemania

The unwavering devotion people had for the Bea tles was known as Beetlemania. When the group came to the United States in 1964, The Ed Sulli van Show live-broadcast their performances to an estimated 73 million viewers. This was due to the group’s quickly rising fame in the United Kingdom throughout 1963. There, the Beatles immediate success established their status as global icons, dominating the national sales charts in a signifi cant number of other countries.

The Beatles arriving in New York City in 1964

Date Position Weeks Song

1964-01-25

The Beatles, „I Want to Hold Your Hand“

The Beatles, „I Saw Her Standing There“

The Beatles, „She Loves You“

1964-02-22

1964-03-21

The Beatles, „Please Please Me“ -- recorded 1962-11

The Beatles, „Twist and Shout“ -- recorded 1961

The Beatles, „Twist and Shout“ -- recorded 1961

1 14
1964-01-25 14 8
1964-02-01 1 14
3 10
2 16
1964-03-21 13 8
CHARTS
78 | Askur

Britpop Grunge, a genre of rock music, gained popu larity in the 1990s due to the American band Nirvana and dominated the charts because of its recognisable, loud, distorted sound. But its success was short-lived as a different gui tar-driven genre known as Britpop emerged from the British music scene and into the mainstream. Britpop’s source of inspiration came from the 1980s and 1990s songs by the Beatles, the Kinks and the Smiths. Opposed to grunge, Britpop utilised lighter-sounding and extremely melodic hooks and choruses, and British references and political remarks incorporated into the songs.

Start of Blur

In 1988, the English Britpop band, Blur, was formed in London, originally under the name “Seymour”. The band consists of lead singer and keyboardist Damon Albarn, guitarist Gra ham Coxon, drummer Dave Rowntree and bassist Alex James. On August 26th 1991, the band released their debut album Leisure. Al though the album got mixed reviews from the British music press, their second single, “There’s No Other Way,“ peaked at number 8 on the UK Singles charts.

Background

Polly Jean Harvey, an English singer-songwriter and rock musician, was born on October 9th 1969. She was raised on a farm in a musical environment by her music-fanatic parents, who exposed her to a variety of artists who later influ enced her work. She took guitar lessons from the musician Steve Knightley when she was a young girl and later she began learning how to play the saxophone during her teenage years. Polly was a member of four bands: Bologna, Polekats, Stoned Weaklings, and Automatic Dlamini. When she joined Automatic Dlamini in 1988, her career really took off, and it was there that she developed her skills in complex ensemble playing.

Blur: Britpop years

Creating the group’s second album, Modern Life Is Rubbish, published on May 10th 1993, Damon Albarn took charge of the project, plan ning a musical counterattack against American grunge and reinforcing the fundamentals of classic British pop/rock. The ideology, image, and music were all highly British-focused and unlike anything else at the time. Despite the album receiving harsh criticism and outrage after its release, as opposed to their commer cially successful debut album, Leisure, the abrupt musical and lyrical switch immediate ly captured people’s attention and curiosity, which helped their career take off.

The Battle of Britpop: Oasis Vs Blur Oasis, Blur, Suede, and Pulp make up the “big four“ of Britpop. However, in 1995, Blur and Oasis competed in a chart battle known as “The Battle of Britpop,“ which made them the faces of Britpop and brought it to the at tention of the British press. Initially, the two bands had mutual respect and affection, but as time passed, their tension grew and was fueled by the media, earning them the title of the greatest musical rivalry since the Beatles and the Rolling Stones.

Askur | 79
PJ HARVEY

MOOMINVALLeY

Background

The Moomins are fictional characters from a se ries written and illustrated by Finnish author and artist Tove Jansson in 1948. Tove was raised in Helsinki by her Finnish father, a sculptor, and her Swedish mother, an illustrator. During Tove’s child hood, she and her brother were by a hut discuss ing literary philosophy, which led to Tove sketching “the ugliest creature imaginable“ On the hut’s wall. Although she gave it the name “Snork“, that was the first-ever illustration of the Moomins.

Finn Family Moomintroll

Tove’s third book, Finn Family Moomintroll, was published in 1948, and in 1950, it was translated into English, marking the beginning of her world wide breakthrough. Compared to her first two books, Finn Family Moomintroll is much different. Tove wrote the book during a peaceful period after the war, making the plot less focused on disasters endangering Moominvalley and more on the characters’ relationships and what is right and wrong.

The Moomins and the Great Flood

During the 1939–1940 war between the Soviet Union and Finland (the Winter War), Tove believed she had to write a tale with a happy ending to help her cope with the horrors happening around her. Her friends encouraged her to write a chil dren’s book, so in 1939, she began writing the first Moomin book titled The Moomins and the Great Flood, Published in 1945. The plot centres on Moominmamma and Moomintroll’s search for Moominpappa, who went missing.

LGBT+ themes

Discussions of gender identity and same-sex relationships were frowned upon and considered “taboo,“ during the period the books and comics were published. However, Tove has always been open about her sexuality and has incorporated diverse gender roles and LGBT+ themes into her works. Particularly noteworthy are the two androgynous elf-like creatures Thingumy and Bob, whom she based on her former girlfriend Vivica Bandler and herself.

80 | Askur

Moomintroll

Moomintroll is the main character of the Moomin franchise. He is outgoing, enthusiastic and a good friend to all citizens of Moominvalley. He is fond of the sea and loves nature, showing an interest in collecting rocks and shells. Despite his tendency to worry, he has an adventurous and curious spirit that makes him a dreamer who longs to travel beyond the secure confines of the Moominval ley and encounter new creatures on the way. Moomintroll was overly reliant on others in the earlier comics and books but eventually learned the value of independence and not relying too heavily on others after enduring a brutal winter alone without his family.

Little My

Little My is a small mymble (a troll species creat ed by Tove) with green eyes and ginger hair tied into a ponytail resembling an onion top. She is a quick-tempered, strong-willed trickster who is often up to mischief around Moominvalley. She is a debater who uses logic and personal attacks to win arguments and finding joy in causing chaos and thriving in danger. Despite this, she is pro tective of her friends and spends most of her time with the Moomins, whom she views as her own family.

Snufkin

Snufkin, the younger half-brother of Little My and Moomintroll’s beloved friend, is a kind-hearted, philosophical adventurer admired by many in Moominvalley. Every winter, he travels south and returns to Moominvalley in the spring, where Moomintroll excitedly waits for his arrival each day. Snufkin appreciates the small things in life, like fishing, night walks and playing instruments, particularly the harmonica. He has an easygo ing personality but enjoys challenging authority figures such as parkkeepers. Although he likes Moomintroll’s company, his introverted person ality makes him prefer to be alone. Snufkin, and his relationship with Moomintroll, are based on Tove’s partner of three years, philosopher and journalist Atos Wirtanen.

ALL DENIM 25% OFF FOR A LIMITED TIME ONLY Faxafen 11 | 108 Reykjavík | Phone 599 8888 mana@mana.is | www.mana.is
82 | Askur

Hello! My name is Yolanda Sánchez Acosta, I was born on July 15, 2002 in Santo Domingo, the capital of the Dominican Republic, when I was 13 years old I moved to Iceland and at first, I was very afraid of changes, it was a different continent and another language I had to get used to and learn, but over time every day I learn more and more.

Since I arrived in Iceland I was very interested in computers, I was not in graphic design, at first, I entered Tækniskólinn in computing and after 3 semesters I told myself that this is not for me, my friends supported me, since at home I always designed for them and I think this is the best decision I have made. I love what I have learned and, in the future, I want to continue learning more.

What are my hobbies? Well, obviously computers add video games to that, when I have time I get together with

my friends and we hang out playing online, sports are something that I have always loved, since I was little I practiced volleyball until I was 16 years old, I even got to enter the Icelandic league, but unfortunately I hurt my knees and I couldn‘t continue playing, today I still enjoy watching sports like baseball, NBA and volleyball.

What will I do after graduation? Well, I plan to do several courses, these to have more knowledge for my future, when I finish I would love to travel to another country to go to university.

Thank all my teachers who helped me when the language was a barrier for me, they always made me feel like I belonged to that wonderful group.

Takk fyrir mig.

Askur | 83

COF FEE

It is known that it was discovered in the year 300, the best-known story regarding the origin of coffee, it is about an old man named Kaldi who lived in Ethiopia (Africa).

Kaldi was a goat herder who spent the whole day composing songs with his flute, every day, before the sun went down, Kaldi played his flute in a special way to call his goats, one day to his surprise, no goat paid attention to his call and as much as he played and played his flute, the goats did not reach where he was.

Therefore, he went to look for them, while he was walking, he kept playing his flute, tired of walking and playing, he finally found them, he could not believe his eyes, his goats were running, bleating, jumping, and they were all very excited.

After observing them, he realized that they were chewing the leaves and fruits of a plant that he had never seen. Kaldi also decided to try the fruits and soon after he began to feel more energy, happiness, he began to dance and sing along with his goats.

Evolution of coffee

At the beginning it was used as a food ration, then as a drink, later as a medicine and finally it became the infusion that we know today. It came to be used in wars to increase the resistance of soldiers, later in sports, in study and, ultimately, in improving any activity.

It was not until the 13th century that the grain began to be roasted. This was followed by the process of grinding it and then boiling it and drinking it liquid. Around the 16th century, the Arabs and Turks prepared special drinks from coffee, as a stimulating refreshment. The roasted coffee flour was soaked for a day and a half and then boiled; the liquid was decanted and kept in clay pots, ready for use. And the Italians finally appeared, around the year 1900. Determined to extract its essence from the bean, they compressed it, applied hot water under pressure and from its interior emerged the essence that we later called espresso coffee.

84 | Askur
Photographer: Juan Pablo Serrano Arenas Photographer: Nousnou Iwasaki

WHAT MEANS COFFEE FOR THE DOMINICANS?

What does coffee mean to Dominicans?

”A Dominican is not a Dominican if he does not drink his coffee early in the morning” this is a famous phrase in this country, since this drink is used on multiple occasions and even the people of this country find it strange if another Dominican does not he likes coffee.

Traditionally, coffee has been one of the island‘s agricultural products destined for export, along with cocoa, sugar cane and tobacco. The crops are even part of the country‘s tourist attractions, and they offer tours of the coffee plantations and demonstrations of roasting and grinding. The main export destinations for Dominican coffee are the United States, Japan, Italy and, to a lesser extent, other European countries.

Today it is estimated that there are more than 100,000 hectares of coffee plantations in the Dominican Republic, becoming one of the

main economic items in the country, from the Dominican Republic comes the coffee that satisfies the Caribbean islands, some from Europe and the United States, under the denomination of ”Dominican Coffee”.

Characteristics of Dominican coffee

Dominican coffee is mostly Arabica, with varieties including Tipica, Caturra, Bourbon, and Catuai. Its plantations are rustic crops, under shade, with a minimum use of agrochemicals, covering about 130,000 hectares in 28 of the 31 provinces of the island. It is incredible that in such a small geographical region (48,422 km²) there is such a variety of climates and optimal soils for coffee. The production of organic coffee is gaining more and more ground, of which 76% remains for domestic consumption. The export of Dominican green coffee is quite modest.

FRIÐUR FYRIR HEIMILI ÞITT! Komdu til okkar í Viðu og finndu skreytingarnar fyrir heimilið þitt, búðu til innréttingu sem endurspeglar þinn stíl, hjá okkur finnur þú allt frá ilmkertum, plöntum og ljósum. Faxafen 11 | 108 Reykjavík 999 8888 vidadecor.is vidadecor

Cafe Santo Domingo

Industrias Banilejas (INDUBAN) was born more than 75 years ago in the municipality of Baní, in the Dominican Republic. Soon after, Café Santo Domingo was born, becoming the favorite coffee in Dominican homes, one of the most consumed brands in America, and a symbol of Dominicanity around the world.

It has the combination of the best perfectly roasted coffees, which converge in a complex aroma between hazelnuts, caramel and vanilla, which when tasted, impresses the perfect balance between the natural sweetness, the soft acidity and the subtle bitterness characteristic of the coffee.

Dominican flavor that transcends borders Induban has also taken on the responsibility of internationalizing Café Santo Domingo.

For more than 10 years, this company has steadily increased the marketing of the brand‘s products abroad. In this way, currently, it is enjoyed in destinations such as the United States, Canada, Spain, Hungary, Russia, Aruba, St. Martin, Virgin Islands, among others. Cafe gran origen

”Coffee of origin” refers to a coffee produced in a specific geographical area and in this case, from a specific farm. They stand out for their unique flavor characteristics due to the geographical location in which they were grown.

Recently, this product was implemented at Café Santo Domingo, and it is a joy to sample the different toasts on offer.

For more info: www.cafesantodomingo.com induban.com

Photographer: Induban (Cafe Santo Domingo)
86 | Askur
Photographer: Induban (Cafe Santo Domingo)

Juan Luis Guerra

Juan Luis Guerra, born on June 7, 1957 in Santo Domingo, the capital of the Dominican Republic, is a musician, singer-songwriter, producer and one of the most recognized and awarded Dominican artists around the world.

After completing his studies, he returned to the Dominican Republic, where he recorded his first album, ”Soplando” (1984) with a group of local musicians and vocalists that would later become known as Juan Luis Guerra y 440. Juan Luis describes his first production as ”a fusion of traditional merengue with jazz combined with vocals in the style of the American vocal group Manhattan Transfer.”

2007 was a year of great relevance for the trajectory of his career. He edits the album ”La Llave De Mi Corazón”, possibly the most recognized after ”Bachata Rosa” which leads Guerra to win more than 20 awards, including one GRAMMY, five Latin GRAMMYs, six Casandra Awards, four Billboard Awards and two Lo Nuestro Award that gave him the award for Artistic Career, among others, a relevant point at this time was the recognition of the Latin Recording Academy, naming him Person of the Year, for his valuable contribution to Latin music and his excellent musical career.

On February 14, 2009, he arrives for the new time at the ”Félix Sánchez” Olympic Stadium in Santo Domingo, the largest stadium in the country, where he performed a completely sold-out concert for more than 60,000 people.

On May 9, 2009, he received an honorary doctorate from Berkley College of Music for his achievements, influences on music, and his contributions to Dominican culture. He was feted alongside Smokey Robinson, Linda Ronstadt and George Massenberg.

In December 2020, in the midst of a global pandemic, his production ”Privé” comes to light. An intimate work where he reviews some of his hits in jazz times and reduced format. From here come two beautiful new songs: ”Donde Nacen Tus Besos” and ”Pambiche de Novia”.

In 2021 his most recent work ”Between Sea and Palm Trees” arrives, an exquisite audiovisual document filmed completely live, on the wonderful beach of Miches, in the deep east of the Dominican Republic, directed by his son Jean Guerra, for the chain HBOMax. ”Entre Mar y Palmeras” is a review of his greatest hits, with the powerful sound of his band 4.40, set on the seashore. From this comes the self-titled album, which has generated a stir on digital platforms.

Askur | 87
Photographer: Wikimedia common
Discography Album Meaning Year Soplando Blowing 1984 Mudanza y Acarreo Moving and hauling 1985 Mientras Más Lo Pienso…Tú The More I Think About It…You 1987 Ojalá que llueva café I hope it rains coffee 1990 Bachata Rosa Pink bachata 1991 Areíto Religious party 1992 Fogaraté Spicy powder (from a plant) 1994 Ni es lo mismo ni es igual It‘s not the same 1998 Para Ti For you 2004 La llave de mi corazón The key of my heart 2007 A son de Guerra to the sound of Guerra 2010 Colección Cristiana Christian Collection 2012 Todo Tiene Su Hora Everything has its time 2014 Literal Literally 2019 Privé Intimate 2020 Entre Mar Y Palmeras Between Sea And Palm Trees 2021 JUAN LUIS GUERRA
Photographer: Wikimedia
commons
(Alex Concino)

PUNTA CANA

Located in Cabo Engaño, the easternmost area of the Dominican Republic, Punta Cana has become one of the most sought-after tourist areas due to its wide range of hotel resorts with ”all-inclusive” service. Despite what it may seem, the construction of these complexes was done in a way that, in general, they were integrated into nature, increasing the feeling of being in open spaces and enriching the experience of tropical environment.

The beach is a good example of a wonderful tropical coastline with white sands and crystalclear blue waters, lined with numerous palm trees. In these waters, you can practice all kinds of water sports, such as snorkeling and diving, being able to explore the largest coral reef on the entire island, about 30 km long. In addition, you can take a glass-bottom boat circuit where you can observe the reef.

Other very interesting activities that can be done in the area can be playing golf or horseback riding through the area of the Punta Cana ecological park. Be sure to hire an excursion through the park where you can see iguanas and many

different types of birds. in the eleven lagoons that make up the route, called ”eyes”.

Another attraction in the area is the Fun-Fun cave, which has excursions that include a horseback ride, a walk through the lush tropical forest, a 20-meter canyon descent, and a 2-kilometer walk through one of the of major caves throughout the Caribbean. The excursion also includes a refreshing swim in the underground river.

Dominican tourism continues to strengthen its recovery process and reaches record figures with the arrival of almost three million visitors in the first five months of 2022, 621,953 tourists arrived in August 2022, making it the best month of August in the history of tourism.

9
Photographer: Rachid Oucharia Photographer: Sergei Remarenko

DOMINICAN

Independence

During the Haitian occupation, Juan Pablo Duarte, from Santo Domingo, created a secret society called ”La Trinitaria” and planned a coup against the Haitian rulers. On February 27, 1844, Juan Pablo Duarte and the rest of ”La Triniatria” achieved the independence of the Dominican Republic as a sovereign state with a cannon shot from the ”Puerta del Conde”, in Santo Domingo, and raised the blue, red flag and white from the Dominican Republic.

Baseball

Baseball in the Dominican Republic is not just another sport, it is the king of sports, and for Dominicans it is a way of life. Also known as ”the ball”, baseball raises passions throughout the country, as most Dominicans play it, either professionally or as an amateur.

The origin of baseball in the country dates back to 1886, when the Cuban brothers Ignacio and Ubaldo Alomá imported it from Cuba. But it was not until 1916 when it became fully entrenched due to the intervention of the United States in the Dominican Republic.

In 1955 the Dominican Republic Baseball League was formed and joined the United States Major League Baseball.

Today, on Dominican Independence Day, locals honor their founding fathers, Juan Pablo Duarte, Ramón Matías Mella and Francisco del Rosario Sánchez, at the ”Puerta del Conde”, in Santo Domingo, where the declaration was made. Of the War of Independence. The president of the Dominican Republic also makes an annual speech on this day to pay tribute to them.

Carnival

The Dominican carnival is the most vibrant celebration of Dominican culture and identity. It is a time when Dominicans of all ages and regions of the country take to the streets, in their towns or at carnivals in nearby towns, to enjoy parades with their families and loved ones.

Every Sunday of the month of February, you will find colorful parades in the main cities and regions of the Dominican Republic, some extending until the first week of March. The carnival of La Vega is the oldest, largest and most popular of all, followed by that of Santiago.

Photographer: Wikimedia commons

Tourism in the Dominican Surrounded by the Atlantic Ocean to the North and the Caribbean Sea to the South, the Dominican Republic is proud to have more than 1,600 km of coastline and 400 km of the best beaches in the world, magnificent hotels and resorts, and endless options. In sports, entertainment, and recreation. Here you can dance to the contagious rhythm of merengue, renew yourself in our luxurious and varied hotels, explore ancient ruins, delight yourself with the best Dominican gastronomy, or live ecotourism adventures in our magnificent natural parks, mountain ranges, rivers, and beaches.

Nature

The Dominican Republic has an incredible 6,000 species of plants, of which 2,050 are endemic, meaning that they can only be found in the country. Of these, the most prized species is the exotic Pereski quisqueyana or Rosa de Bayahíbe, the country‘s national flower. It is a cactus that grows leaves, the flower is a delicate pink color and 100% native to the Bayahibe area.

Thanks to its 1,600 kilometers of coastline and offshore islands, marine mammals find paradise in the Atlantic and Caribbean waters of the Dominican Republic. Aside from Samaná‘s famous humpback whales, if you visit Samaná Bay from mid-January to mid-March, you‘ll also find manatees and turtles.

Dominicans today

Courtesy and hospitality are core values, particularly in rural areas. Helping visitors or neighbors, and sharing a plate of food, are normal activities. The family has great importance, it must be cared for and appreciated. Go to the beach or rivers on weekends, and you will discover the love of Dominicans for spending time with their loved ones, cooking outdoors and sharing laughter. Affectionate in words and actions, romance runs in the blood of Dominicans. Life must be shared and lived fully.

Askur | 91 11
Vantar þig eftirrétt fyrir viðburðinn þinn? HAFÐU SAMBAND Delicatessen by Madelyn Santos gerir sérsniðna eftirrétti fyrir hvaða tilefni sem er. madelynsantos94@gmail.com delicatessen_bymadelynsp 76817922
REPUBLIC
Photographer: Kelvin Moquete

Þúsund þakkir!

Við viljum byrja á því að þakka þér kæri lesandi fyrir að hafa gefið þér tíma til þess að lesa tímaritið okkar.

Eftir tveggja ára samveru í Upplýsingatækniskólanum skiljast leiðir okkar. Öll höfðum við það markmið að efla þekkingu okkar í grafískri miðlun og verður hún ávallt ómetanlegur hluti af lífi okkar. Við höfum fengið mikla aðstoð við vinnslu þessa tímarits og viljum þakka þeim aðilum sem hafa stutt okkur og staðið við bakið á okkur.

Leiðbeinendur og kennarar okkar eiga skilið hrós og þakkir þar sem þau studdu okkur í gegnum allt þetta nám. Takk fyrir Brynhildur, Helga, Hildur, Jón, Karl, Marinó og Svanhvít fyrir ómetanlegan stuðning. Þökk sé þeirra hjálp og þekkingu, þá erum við vel undirbúin fyrir það sem tekur við á komandi árum.

Sérstakar þakkir fá Grafía, Iðan og Litlaprent fyrir að styrkja útgáfu tímaritsins Asks með keyptum auglýsingum fyrir tímaritið. Nemendur í ljósmyndun aðstoðuðu okkur við myndatöku fyrir útskriftarmyndir og eiga þau hrós skilið fyrir það. Að lokum viljum við þakka Bíó Paradís sem bauð okkur aðstöðu fyrir myndatöku.

Árgangur haustnema 2022

Andrea Þórðardóttir, Auðunn Breki Auðunsson, Björn Heiðar Pálsson, Glódís Ýr Jóhannsdóttir, Guðbjörg Amelía Jónsdóttir, Margrét Lóa Björnsdóttir, Tómas Arnar Erlingsson, Veronika Evey Ævarsdóttir & Yolanda Sanchez Acosta.

Við óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

Útskriftarnemar í grafískri miðlun Ljósm.: Nemendur á ljósmyndasviði
er okkar fag Prentun Skemmuvegur 4 | 200 Kópavogi | Sími 540 1800 | litlaprent@litlaprent.is | www.litlaprent.is 1967 1974 1999 2000 2012 Forvinnsla – Prentun – Frágangur Ekki burðast of lengi með hugmyndina – komdu henni á blað

Að vera í rétta stéttarfélaginu skiptir máli. Kjaramál eru mikilvæg fyrir launafólk, þess vegna er Grafía með öfluga kjaradeild sem vinnur í þágu félagsfólksins.

Grafía er eitt af aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands sem þýðir sterkara og betra félag.

GRAFÍA

Stéttarfélag í prentog miðlunargreinum

Þú getur alltaf leitað til okkar Stórhöfði 31 | 110 Reykjavík | sími: 540 0100 | netfang: grafia@grafia.is | www.grafia.is
þér réttindin þín og fáðu frekari upplýsingar á heimasíðunni okkar grafia.is
Kynntu
Kjaramál Sjúkrasjóður Orlofssjóður Fræðslustyrkir Námsstyrkir Lögfræðiaðstoð

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.