
5 minute read
Týnda prinsessan frá Dubai
from ASKUR - Haust 2022
by Tækniskólinn
Dubai Ljósmynd: Pixels
Týnda prinsessan
Týnda prinsessan Latifa Bint, er dóttir Mohammed bin Rashid núverandi leiðtoga og forseta Dubai og einn af ríkustu mönnum heims.
Móðir hennar er Hurriah Ahmed þau giftast 2002 hún er önnur eiginkona Mohammed svo á hann Mohammed margar aðrar óformlegar eiginkonur og samtals á hann tuttugu og sex börn og sex eiginkonur í dag. Mohammed og Hurriah eru skilin en ekki eru neinar upplýsingar hvenær skilnaðurinn var né hvar hún sé stödd í dag það hefur ekkert heyrst í henni síðan hún var gift Mohammed.
Latifa
Latifa (týnda prinsessan) hún fæðist árið 1984 hún var mikil hesta kona og hafi mikinn áhuga á dýrum og er mikill fallhlífarstökkvari.
En að hennar eigin sögn voru heimilis aðstæður mjög slæmar. Hún ásakaði pabba sinn um ofbeldi gegn henni og systur hennar hún segir líka frá því að hann sé morðingi.
Shamsa
Shamsa er fædd árið 1981 og á að vera fjörutíu og eins árs í dag og er Systir Latifu.
Shamsa reynir að strjúka að heiman átján ára árið 2000 þegar fjölskyldan var í fríi í Bretlandi. Hún faldi sig hjá vinum í London en hún fannst mánuði seinna og var tekin með valdi af tveimur mönum vopnuðum byssum og var rakleiðis flogin aftur heim gegn hennar vilja að sögn hennar var hún sprautuð með efni sem gerði hana máttlausa svo hún man lítið eftir að fara heim til Dubai. Samkvæmt vinkonu Latifu var Shamsa haldið í fangelsi í átta ár en það er ekki staðfest.
Shamsa hefur ekki sést neins staðar í 22 ár.

Mohammed Bin Rashid Al Maktoum Ljósmynd: Wikimedia

Latifa Bint Mohammed Al Maktoum Ljósmynd: Wikimedia
Latífa strýkur í fyrsta sinn
Aðeins Sextán ára gömul reynir Latífa að strjúka að heiman en en finnst stuttu seinna við landamærin. Eftir það var hún send í stofufangelsi í þrjú ár og upplifði mikla einangrun og pyntingar.
Latífa strýkur í annað sinn
Árið 2010 hittir hún Tínu og urðu þær mjög góðar vinkonur og byrja þær saman að plotta að strjúka af Dubai og árið 2018 ætlar hún að láta það verða að raunveruleika hún byrjar á að senda myndbönd á sýna nánustu vini sem þau áttu að sýna ef plan hennar mistókst og faðir hennar nær henni. Þar talar hún um heimilisaðstæður og hvernig hún hafði ætlað sér að flýja.
Þann 24 ágúst 2018 ná Tína og Latifa að keyra að snekkju þar sem þær hittu mann á sem ætlaði sigla með þær til Indlands og svo taka flug til Bandaríkjanna en þegar þær voru komnar nálægt Indlands hafinu ræðst Indverska landhelgisgæslan á snekkjuna með byssum og sprauta hana með róandi og hún rakleiðis send til Dubai. Latifa er þá send í einangrun í þrá mánuði. Einnig má taka fram að Indverska landhelgisgæslan braut lög með því að ræna Latifu og öllum þeim sem á bátnum voru þar sem þau voru staðset á hafi sem var ekki í eign Indlands. Einnig má taka fram að myndbandið sem Latifa sendi á vini sína fór í fjölmiðla og fólk fer að hafa áhyggjur því ekkert hefur spurst til hennar og þá fer faðir hennar að koma með yfirlýsingar hvað henni liði vel og allt er frábært og í Desember 2018 fær Mary Robinson mannréttinda sérfræðingur að tala við Latifu og gefur út yfirlýsingu að Latifa sé bara óróleg ung stúlka sem þurfi bara á geðræni hjálp að halda sem hún er að fá í Dubai og hafi það gott í Dubai. En Mary Robinson gefur svo út aðra yfirlýsingu árið 2021 að hún hafi gert mistök og sjái ef að hafa tekið þátt í hylma yfir hvað var virkilega í gangi en hún kemur með þessa yfirlýsingu eftir að eiginkona Mohammed flýr og nær fram skilnaði kona sem hún talaði við með Latífu og Mary bað ekki um að tala við Latífu í einrúmi.
Eiginkona strýkur
árið 2019 flýr önnur eiginkona Mohammed með börnin sýn tvö til Bretlands en að sögn hennar flúði hún því hún var búinn að vera lengi virkilega hrædd um eigið líf og líf barna sinna.
Mohammed reynir með miklum krafti að fá hana senda til baka en lukkulega nær hann því ekki í gegn. Eiginkona Mohamed nær fram skilnaði á þeim grundvelli að hún hafi verið neydd til giftingar í ofbeldis samband og mögulega hjálpaði myndband Latifu hennar máli sem varð opinbert eftir seinni tilraun til að strjúka. en nýjustu fréttirnar eru þær að Latifa er en týnd og talin vera í fangelsi í Dubai og systir hennar Shamsa hefur ekki neinn séð í tuttugu og tvö ár. Og þetta er í gangi á okkar rauntíma.

Haya sem strauk með börnin sín tvö Ljósmynd: Wikimedia


GUÐBJÖRG AMELÍA
Hæ, ég heiti Guðbjörg Amelía Jónsdóttir og er 20 ára gömul, fædd 26. nóvember 2002 í Reykjavík og uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur. Ég á ættir mínar að rekja til Tröllaskaga og norður á Strandir.
Frá barnsaldri hef ég alltaf haft áhuga á bakstri, föndri og íþróttum. Ég æfði fótbolta í minna en mánuð, enginn áhugi þar. Fór í fimleika og æfði þá í rúm 10 ár. Flest árin æfði ég í Gróttu og fór svo yfir í Ármann þar til ég hætti árið 2018 vegna álags. Þar sem ég hafði gaman að bakstri byrjaði ég mitt menntaskólalíf í Menntaskóla Kópavogs í grunnnámi matvæla og ferðagreina þar sem ég lærði grunn í bakstri, matreiðslu, kjötiðn og þjóninum. Þar sem ég sá mig í framtíðinni sem bakara flutti ég norður á Sauðárkrók til þess að komast á samning í Sauðárkróksbakaríi og var þar í góða 4 mánuði en sá þá ekki framtíð mína sem bakari lengur og flutti aftur suður og byrjaði að vinna sem bakari í litlu lífrænu kaffihúsi yfir sumarið. Þar sem ég hef alltaf elskað að föndra og hanna, frá því ég var barn, fannst mér það bara vera skynsamlegt að sækja um nám í einhvers konar hönnun. Í þeirri leit fann ég grafíska miðlun og fannst það hljóma eins og eitthvað sem ég hefði gaman af. Ég sótti því um.
JÓNSDÓTTIR
