
1 minute read
Draumasýni
from ASKUR - Haust 2022
by Tækniskólinn
DRAUMASÝNIN
Endurreisnin eftir faraldurinn
„Í covid fer af stað hugmynd hjá meirihluta borgarstjórnar að búa til verkefni skapandi þorp sem átti ekki að vera endanlegt verkefni þetta var gert í tengslum við covid og það var sett út tilboð að taka við húsum sem ekki höfðu verið seld. Þetta átti að vera partur af endurreisn covid ástands að bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi fólk. Menn áttu að taka við húsunum eins og þau voru og bara innrétta sjálf. Þetta var langt langt umsóknarferli að þessu og vel vandað til umsókna á sínum tíma. „Þegar að pólitíkusarnir eru búnir að lýsa draumsýninni sinni á verkefnið, sem að allir sögðu bara já þetta er góð hugmynd, þá var þetta sett í hendurnar á eignar og viðhaldsviði borgarinnar. Þá byrjaði allt vesenið“.
Hús undir listamenn
Það er eins og að eignar og viðhaldssvið borgarinnar sé sérstaklega illa við tvenn fyrirbæri. Það er annars vegar hús með sveppasótt og hins vegar hús undir listamenn og menningu. Þau þola þetta ekki og hafa ekkert innsæi.
Það var enginn sem að lagði sál sína í þetta verkefni annað en að gera samningana.“ „Í fyrsta lagi átti ekki að vera hægt að flytja inn í eitt húsið vegna vatns leka því að það vantaðiað jarðtengja rafmagnið í húsinu og það var alltaf verið að fresta því að laga það. Menn voru búnir að skrifa undir samninga og fá lyklana í hendurnar. fengu lyklana í byrjun september en fengu ekki að fara inn fyrr en í endanum á maí og byrjun júní. Það kom svo í ljós að það tók 2 klukkutíma að jarðtengja.
Í öðru húsi komst enginn inn þar vegna þess að þeir spörkaðu niður asbest plötu og þá var því mælanlegt asbest þar inni. Þá eru þeir varla fluttir inn enn í dag 3 árum síðar skilur þú?“.
Allt lokað í eitt og hálft ár
Sumum gruna að viðhaldssvið borgarinnar hafi viljandi hrinnt niður asbest plötunni til þess að búa til asbest óloft þar inni en öðrum þykir það þó heldur ólíklegt.