
3 minute read
Fjallaskíði
from ASKUR - Haust 2022
by Tækniskólinn
Texti: Tómas Arnar. Myndir:Unsplash myndabankinn

Hugtakið fjallaskíði (e. ski touring) eða að skinna, vísar til skíðaiðkunar sem eru stunduð utan hefðbundinna skíðasvæða þar sem leiðir eru merktar og eru undir eftirliti. Til að að komast á toppinn er ekki notast við skíðalyftur né annars konar flutning, líkt og er gert í „backcountry skiing“.
Það má segja að fjallaskíði sameini þætti frá fjallamennsku, alpagreinum, norrænum skíðagreinum (gönguskíðum) og Telemark. Eitt af því sem einkennir fjallaskíði er að hælar skíðamannsins eru „frjálsir“, þ.e. að skíðaskórnir eru ekki bundnir við skíðin. Með því að hafa hælana frjálsa verða svifhreyfingar eðlilegri þegar er farið yfir landslag sem er allt frá því að vera flatlendi og yfir í þverbrattar hlíðar.
Á undanförnum árum hefur iðkun á fjallaskíðum átt í auknum vinsældum meðal skíðafólks. Hluti af þessum auknum vinsældum má rekja til þess að skíðafólk reynir að finna svæði þar sem er nýfallinn snjór. Þeir sem stunda fjallaskíðamennsku, þurfa að hafa góða leiðsögukunnáttu og þekkingu til að greina t.a.m. hvar séu mögulegar snjóflóðahættur, sem er sambærileg þekking og þarf að búa að þegar stunduð er hefðbundin vetrar fjallamennska.
Skíði og snjóbretti
Sá skíðabúnaður sem reynist best í ótroðnum snjó, eru skíði eða snjóbretti sem eru frekar létt og breið en einnig stillt fyrir langar göngur upp í mót. Snjóbrettafólk nota oft snjóbretti sem eru kölluð splitboards. Þessum brettum hægt að skipta í tvo helminga, þannig að þau líta út eins og breið skíði og hægt er að setja undir þau skinn svo hægt sé að ganga á þeim upp brekkur. Sé ekki notast við splitboards, notast margt snjóbrettafólk við snjóþrúgur. Í raun er tæknilega hægt að nota flest skíði við ótroðnar aðstæður, en þeir sem stunda fjallaskíðamennsku velja frekar skíði sem eru létt til að minnka áreynslu við að labba á þeim. Einnig eru breiðari skíði betri í púðursnjó þar sem þau fljóta ofan á snjónum.
Skinn
Til að geta gengið á skíðum upp í mót eru svokölluð skinn sett undir þau. Skinnin eru oftast gerð úr nylon eða mohair efni sem er hannað til að líkja eftir selskinni og leyfa skíðunum að renna fram og upp á við, en ekki aftur á bak eða niður. Gerviskinnin grípa venjulega betur, á meðan mohairskinn úr Angora geitahári renna betur. Í flestum tilfellum eru skinnin fest á skíði eða splitboard með lykkju sem smeygt er yfir tána á skíðunum, þau límast síðan föst við botn þeirra með margnota lími og er svo klemma fest við hinn enda þeirra.
Bindingar
Bindingarnar fyrir fjallaskíði eru örlítið frábrugðn ari hefðbundnum bindingum þar sem þær eru búnar þeim eiginleika að hægt er að vera með hælana laus þegar er gengið upp í mót. Nútíma fjallaskíðabindingar eða „A.T.“ bindingarnar koma í tveimur mismunandi útfærslum, þ.e. tæknibindingar eða rammabindingar. Þegar talað er um tæknibindingar, þá er verið að tala um svokallaðar pinnabindingar sem nota svokallað pinna tækni sem læsist við tána á fjallaskíðaskóm. Þegar notaðar eru rammabindingar þá er hægt að nota hvaða alpaskíðaskó sem er því þær læsast utan um skóinn. Tæknibindingar eru léttari og hannaðar með þægindi í huga, á meðan rammabindingar eru hannaðar fyrir meira hnjask.




Skíðaskór (klossar)
Það sem gerir fjallaskíðaskó frábrugðna frá alpaskíðaskóm, er fyrst og fremst að þeir eru með göngu og skíðastillingu. Göngustillingin gerir skíðafólki kleift að beygja ökklana á meðan skíðastillingin læsir hælnum á skónum svo hægt sé að skíða niður brekkur.
Öryggisbúnaður
Við iðkun vetraríþrótta skal ávallt nota hjálm til að verja eitt mikilvægast líffærið okkar, höfuðið. Þeir sem stunda vetrarfjallamennsku og sér í lagi þeir sem stunda að skíða í óbyggðum ber skylda að vera með á sér hinu heilögu þrenningu, þ.e. snjóflóðaýlir, skófla og snjóflóðastöng. Þetta er nauðsynlegur búnaður þar sem fólk getur átt á hættu að bæði setja af stað snjóflóð og sömuleiðis lenti í þeim. Það er mikilvægt að fólk kunni að lesa í aðstæður til að geta metið hvort það sé öruggt að halda för áfram. Slíka þekkingu er hægt að sækja á sérstökum snjóflóða námskeiðum hjá ferðafélögum eða björgunarsveitum. Alltaf áður en lagt er á stað í ferðir á fjöll í vetraraðstæðum þarf að fylgjast með veðurspánni og sérstaklega með snjóflóðaspánni hjá www.vedur.is
Snjóflóðaýlar eru notaðir til að staðsetja grafin einstaling í snjóflóði sem að ber á sér ýli
Snjóflóðastöng er notuð til að finna manneskjuna
Skóflur úr áli eru notaðar vegna þess hversu léttar þær eru