
3 minute read
Fríríki listamanna
from ASKUR - Haust 2022
by Tækniskólinn
Peningaöflin
Listamönnum sagt upp samningum og peningaöflin koma inn í þetta segir Goddur „Þegar að búið er að losa sig við gámafélagið og lyktin farin og kvikmyndabransinn að blómstra með stórum verkefnum þá koma peningaöflin inn í þetta og fara að kaupa upp húsin og listamönnum eru sagðir upp samningar. Búið er að segja öllum upp nema í einu húsi sem er samt vesen.
Allt í einu er viðhald og eigna deild borgarinnar farin að stjórna þessu og það er ekki lengur umsóknar ferill líkt og var áður heldur er kominn einhver biðlisti sem að enginn veit hvaðan kemur. Um leið og það er búið að mála skipta um glugga og gera fínt þá er kominn einhver biðlisti sem að er ekki á vegum borgarinnar eða menningarsviðs borgarinnar heldur eignar og viðhaldssviðið sem fyrirlítur listamenn.
Mótmælaaðgerð
„Þá er eitt sem gerist sem er svona eiginlega mótmælaaðgerð það er fríríkið þar að segja að menn fara að setja niður hérna ólöglega sumarhús, byggja kofa, gróðurhús og souna þetta er allt saman fullkomlega ólöglegt og í óþökk yfirsjórn Reykjavíkurborgar og sérstaklega umhverfis og skipulagssviðs sem talar um þetta sem skemmdarverk og landtaka. Þetta er það sem að þetta hefur gengið út á.“ „Það er bara eitt hús sem að er í einkaeigu sá sem að á það er búinn að standa í endalausum deilum sem að eru komir fyrir dómstóla um allskyns gögn sem að eignaskrifstofa borgarinnar gerir.
Aukin umferð
Ýmir hefur tekið eftir aukinni umferð um svæðið fólk er byrjað að sýna þessu áhuga fasteignarverð hækkar og fólk í jakkafötum spyr „er ekki hægt að virkja þetta einhvern veginn?“
Landnám
Ýmir segir „eitt sem er að eiga sér stað hérna sem er svo áhugavert að hér er að myndast byggðarlag fólk að flytja inn og landnema, hér er að myndast samfélag.“ Ymir talar um hvað það sé geggjað hvað það hafi fengið að vera í friði lengi. „Svo erum við bara að gera allt sjálf byggja kamínu til að hita upp við erum ekkert að biðja borgina um neitt við búum þetta bara til sjálf ég ætla ekki einu sinni að reyna það gerist ekki neitt.“
Blönduð byggð
Ég vona innilega að jarðýturnar fletji ekki út það menningarlega og listræna sem að hefur átt sér stað og það fái að standa í Gufunesi þá ættu allir að geta verið ánægðir! Blönduð byggð í Gufunesi fríríki listamanna.




Glódís Ýr Jóhannsdóttir
Ég heiti Glódís Ýr Jóhannsdóttir og er fædd 1996 í Danmörku þar sem pabbi minn stundaði nám. Ég flutti sex ára til Akureyrar og er að mestu alin upp þar. Ég byrjaði nám mitt í Verkmenntaskólanum á Akureyri en fór svo í Fjölbraut Ármúla og útskrifaðist þaðan árið 2019. Ég hef mikinn áhuga á tónlist og plötusnúða öðru hvoru sem mér finnst rosalega skemmtilegt að gera en hef því miður lítið haft tíma fyrir það eftir Covid. Ég hef líka gaman af því að fara á kaffihús og lesa blöðin sérstaklega umfjöllun um tísku. Ég hef alltaf haft gaman af list og að teikna enda fékk ég mjög listrænt uppeldi og margir listamenn í ættinni minni. Þess vegna datt mér í hug að grafísk miðlun myndi mögulega henta mér og árið 2020 í Covid faraldrinum var ég á krossgötum og velti því fyrir mér hvort ég ætti að fara í Listaháskólann að læra fatahönnun eða skrá mig í grafíska miðlun. Árið 2021 skráði ég mig í nám í grafískri miðlun og sé alls ekki eftir því. Ég hlakka til að fá fleiri tækifæri er tengjast náminu og kannski að mennta mig meira.