
2 minute read
Skrítnar staðreyndir
from ASKUR - Haust 2022
by Tækniskólinn
Geimfari: Ljósmynd: Pixels
Fiskar sem skipta um kyn
Þegar þú hendir getnaðarvarnarpillu í niðurfall eða snyrtivörum hefur það þau áhrif á karlkyns fiskinn að hann skiptir um kyn.
Rannsókn á ferskvatnsfiskum í Bretlandi leiddi í ljós að fimmtungur karldýra sýnir nú kvenlega eiginleika – þar á meðal að framleiða egg, minnkaðan sæðisfrumufjölda og minni árásargirni – vegna kynbeygjanlegra efna sem finnast í getnaðarvarnarpillunni, hreinsiefnum, plasti og snyrtivörum.

Fiskur: Ljósmynd: Pixels
Stjörnur
Vissir þú að stjörnur eru sólir sem eru bara lengra frá okkur.
Þau ríku á Íslandi
Vissir þú að ríkustu 10% Íslendinga eiga meira af hreinum eignum en hinn hluti þjóðarinnar, sem eru 90% landsmanna.
Hunda bann
Vissir þú að fram til ársins 1984 voru hundar bannaðir í Reykjavík. Þá var lögunum breytt og mátti vera með hunda sum staðar. Það var ekki fyrr en 2006 sem að banninu var alveg aflétt.
Klósett
Vissir þú að fólk eyði heilu ári á klósettinu yfir ævina.
Húð
Vissir þú að yfirborð húðarinnar á mannslíkamanum endurnýjar sig á mánaðarfresti.

Ský: Ljósmynd: Pixels
Ský
Vissir þú að ský virðast vera mjög létt og fljótandi. En vissir þú að meðal þyngd á skýi eru um fimm hundruð kíló. Það er eins og þyngsta þota jarðar stútfull af farþegum.
Tyggigúmmí
Vissir þú að það er ólöglegt að selja tyggigúmmí í Singapore.
Bjór á Íslandi
Vissir þú að bjór var ólöglegur á Íslandi til 1. mars 1989. Menn bjuggust við því að hér færi allt á annan endann við lögleiðingu á bjór að fólk yrði hreinlega óvinnufært vegna stöðugra drykkju.
Göngugarpur
Á heili ævi gengur meðalmaður fimm sinnum um allan heiminn. Meðal virkur einstaklingur tekur um 7.500 skref á dag. Ef þú heldur þessu daglega og lifir til 80 ára aldurs muntu hafa gengið um 216.262.500 skref á ævinni. sem jafngildir því að ganga um 5 sinnum í kringum jörðina.
Grænlandshákarl
Grænlandshákarl er hákarl sem lifir á Íslandi og Grænlandi og er getur orðið 400 ára gamall og er því langlífasta hryggdýr jarðar.
Steypireyður
Steypireyður líka kallaður bláhvalur er stærsta spendýr jarðar og stærsta dýrategund sem hefur lifað á jörðinni. Fullvaxnir geta steypireyðir orðið rúmlega 30 metrar að lengd. Þeir geta orðið allt að 150 tonn á þyngd, kvenkynið verður allt að 200 tonn með afkvæmi. Hjarta hvalsins er eins og lítill bíll á stærð.
Konur
Konur finna lykt betur en karlmenn. Talið er að konur séu með þróaðra og næmara þefskyn en karlar.
Börn eru sterkari en naut
Börn eru mjög sterk miðað við þyngd og stærð. Einnig eru þau hlutfallslega sterkari en naut miðað við styrk per kíló. Ef börn myndu halda þessum styrk hlutfallslega myndu þau auðveldlega geta lyft húsbíl.
Hættulegasta dýrið í heiminum
Hættulegasta dýrið í heiminum drepur um það bil 200 milljón dýra á dag og mengar heiminn hvað mest. Þetta dýr er auðvitað mannveran.

Jörð: Ljósmynd: Pixels