1 minute read

Gullmolar 20. aldar

Next Article
Punta Cana

Punta Cana

Martin Luther King Jr

15. janúar 1929 – 4 apríl 1968 Var einn af áhrifamestu réttindabaráttumönnum Bandaríkjanna. Ástríðufull, en ofbeldislaus mótmæli hans, hjálpuðu til við að vekja athygli á kynþáttaójöfnuði í Ameríku, sem leiddi til verulegra pólitískra breytinga. Martin Luther King var líka ræðumaður sem fangaði hjörtu fólks, bæði svartra og hvíta.

Prinsessa Diana

1. júlí 1961 – 31. ágúst 1997 Var stór fyrirmynd margra seint á 20. öld. Hún var dáð fyrir góðverk sín, einkum starf hennar með alnæmissjúklingum og stuðning við her ferðina fyrir bann við jarðsprengjum. Hún giftist Charles prinsi árið 1981 og hlaut titilinn Her Royal Highness Princess Diana of Wales. Hún er móðir Vilhjálms prins og Harry prins.

Michael Jackson

29. águst 1958 – 25. júní 2009 Var amerískur söngvari og dansari og stór á 7., 8. og 9. áratugunum sem gaf honum viður nefnið konungur pop tónlistar. Var einn frægasti maður heims eftir dauða hans 2009.

Elvis Presley

8. janúar 1935 – 16. ágúst 1977 Var frægur amerískur söngvari og leikari frá Mississippi fylki, hann var mjög dáður á 20. öldinni fyrir söng sinn og fékk því heiður á því viðurnefnið konungur rokksins.

Audrey Hepburn

4. maí 1929 – 20. janúar 1993 Var bresk leikona. Hepburn var stór Hollywood stjarna á fimmta og sjötta áratugnum og lék í klassísku myndunum Roman Holiday (1956), The Nun‘s Story (1956) og Breakfast at Tiffany‘s (1961). Audrey Hepburn hætti síðar í leiklistinni og starfaði sem sendiherra UNICEF.

Marilyn Monroe

1. júní 1926 – 4. ágúst 1962 Var módel, leikona, söngkona og án efa ein frægasta kona 20. aldar fyrirmynd og fulltrúi frægðar og kvenlegrar fegurðar. Hún er almennt talin ein áhrifamesta persóna bandarískrar menningar.

Walt Disney

5. desember 1901 – 15. desember 1966 Var kvikmyndaframleiðandi, fjölmiðlamaður og stofnandi Walt Disney Company. Walt var fræg astur fyrir verk sín hjá Disney þar sem hann teiknaði teiknimyndir eins og Mikka mús og Andrés önd. hann hlaut 22 Óskarsverðlaunum.

This article is from: