4 minute read

Viðtal við Taccini

Next Article
Punta Cana

Punta Cana

Hvað ertu gamall? Tuttugu og sexy.

Hvar býrðu?

Í Köpen.

Hvað skrifaru/graffaru/teiknaru?

Tacc / taccini /.

Hvað ertu búinn að vera lengi að graffa?

Líklegast síðan ég var 10–12 ára.

Hver er ástæðan fyrir því að þú gerir það?

Fyrst og fremst vesenið, ég elska líka að ögra öðrum.

Hvað er það hættulegasta sem þú hefur lent í þegar þú ert að graffa?

Örugglega að vera hótað með hníf af litlum Nørrebro gangsterum. Þeir eru hrifnir af því að stinga fólk.

Hver er munurinn á graff menningunni hérna á Íslandi og í Danmörku?

Fyrst og fremst er senan talsvert meira lifandi í Köpen. Fólk kemur alls staðar að úr heiminum til þess að mála klassísku rauðu DSB lestarnar. Mín kenning er sú að það leiðir til meiri samkeppni og þar að leiðandi verða gæðin meiri. Senan í Köpen er miklu meira framúrstefnuleg. Þeir sem ég fylgist með leggja mikið uppúr því að vera original, koma með eitthvað nýtt og ferskt.

Hvað færðu út úr því að graffa?

Það er útrásin, hvort sem ég er að mála stöðum þar sem maður fær næði til þess að taka sér sinn tíma eða að eitt/tvö tögg þegar maður er fullur á leiðinni heim af barnum. Það kemur út á því sama fyrir mér.

Hvað finnst þér mikilvægt í graffi?

Að vera orginal, númer eitt tvö og þrjú. Það getur líka túlkast á það að vera útum allt, hvaða staði sem þú velur til þess að skrifa á.

Hvers þarf maður að gæta þegar maður fer út að graffa?

Ekki láta ná þér.

Eftir ár í háskóla kemst ég að því að góður félagi og bekkjarbróðir er graffari sem ég er búinn að vera að fylgjast með í nokkur ár. Hann passar mjög vel upp á að aðeins fólk sem hann treystir fullkomlega viti hvað hann skrifar, alvöru Nørrebro karakter. Við tengdumst fyrst í gegnum það að eiga báðir mjög erfitt með vera mættir aftur í skóla þurfa að vera undirgefnir prófessornum. Hann til dæmis kallaði það að þurfa að mæta á studio fundi klukkan 9:00 „morgun fasisma“.

Ári seinna förum við saman í skólaferð til Porto, mig minnir haustið 2018. Við höfðum málað einu sinni saman áður, ég átti mjög erfitt með að aðlagast hugmyndafræðinni hans. Hann er búinn að vera mjög aktívur

lengi, og ég reikna með því að með tímanum og á skalanum sem hann er á þá verður maður mjög vænusjúkur. En í Danmörku er umhverfið allt öðruvísi, hér, annað en á Íslandi, er deild innan lögrelugnar sem einbeitir sér einungis að því að taka niður graffara.

Í Porto ákveðum við að fara út að mála eina nóttina. Hann var nokkra „spots“ í huga. Hann vill hittast áður en við leggjum af stað upp í íbúð og fara yfir stöðuna, hvernig við förum að „spottinum“ og hvert við flýjum ef eitthvað kemur uppá. Hann var með Google earth loftmynd prentaða út. Hann fer eftir öllum reglum; engir símar með, gríma, hanskar, öll fingraför þrifin af brúsunum og brúsar hristir áður en það er lagt af stað. Allt hlutir sem ég hefði ekki látið mér detta í hug að gera og ekki heldur núna. Markmið næturinnar var að mála að að minnsta kosti þrjá panela sem liggja að Metro lestarteinunum miðsvæðis í Porto. Við þurftum að byrja á því að klifra yfir tveggja metra háann vegg til þess að komast í gegnum bakgarð á íbúðar húsnæði. Í raun og veru vissum við ekki 100 prósent hvað var fyrir aftan vegginn. Ég ákveð að klifra á undan og fæ að kynnast alvöru „ghetto fixi“. Þegar ég gríp upp á vegginn fæ ég glerbrot á kaf í báða lófana. Að steypa glerbrot ofan á svona veggi er víst gert mikið í austur- og suður Evrópu til þess að passa að fólk eins og við komumst ekki inn á lóðirnar þeirra.

Ég entist bara í einn panel því það fossaði úr báðum lófunum á mér allan tímann og ég var á góðri leið með að missa aðeins of mikið af blóði.

Fyndin nótt.

- TACCINI

Björn Heiðar

Ég kom út árið 1994 sama ár og margar bestu kvikmyndirnar eins og Lion King, Forest Gump, Ace Ventura, The Mask og Natural Born Killers.

Mitt helsta áhugamál er tónlist þó svo að ég spili ekki á neitt hljóðfæri nýt ég þess mikið að hlusta á og grafa eftir góðum lögum. Mest hlusta ég á hús tónlist enda er ég stundum kenndur við húsbóndann.

Ég er útskrifaðist af textíl og fatahönnunarbraut frá FB með stúdentsprófi árið 2016.

Síðan lauk ég námi í prentiðn árið 2019 en eftir útskrift fór ég hins vegar ekki á samning vegna kreppu í bransanum á þeim tíma, því ákvað ég að bæta núna við mig grafískri miðlun og hér er ég og sé ekki eftir því. Gott nám sem einkennist af góðum kennurum.

Ég hef heyrt menn tala um að þetta sé jafnvel betra nám en grafíska hönnun í Listaháskólanum en ég get ekki svarað fyrir það því ég er ekki grafískur hönnuður.

This article is from: