
3 minute read
Atburðir 20. aldar
from ASKUR - Haust 2022
by Tækniskólinn
1914–1918
1918–1920


1939–1945


Atburðir 20. aldar
Fyrri heimsstyrjöldin
Fyrri heimsstyrjöldin hófst árið 1914, 28.júlí og endaði 11. nóvember 1918. Það sem sagt stóð í 4 ár, 3 mánuði og 14 daga. Stríðið var einnig kallað stríðið mikla og stríðið sem enda átti öll stríð. Morðið á honum Franz Ferdinand, erkihertoga og ríkisarfa Austurríkis, í Sarajevó þann 28. júní 1914 er talið hafa byrjað stríðið. Í ágúst 1914 hófust átök og breiddust hratt út. Stríðinu lauk eftir uppgjöf Þjóðverja 11. nóvember 1918. Þjóðverjar lutu í lægra haldi á meðan bandamenn stóðu uppi sem sigurvegarar.
Spænska veikin
Spænska veikin var inflúensufaraldur sem spratt upp á árunum 1918 til 1920. Spænska veikin hefur valdið mesta manndauða af öllum þeim faröldrum sem hafa sprottið upp í heiminum og um 50 milljónir manna létust vegna Spænsku veikinnar. Einkenni Spænsku veikinnar voru lungnabólga, blæðing úr nösum, blæðing upp úr lungum, blæðing niður úr þörmum og upp úr maga. Talið er að menn hafi látist tveim dögum eftir fyrstu einkenni.
Spænska veikinn á Íslandi spratt upp í Reykjavík eftir að hafa borist frá Danmörku og Bandaríkjunum sama dag og fullveldi Íslands var samþykkt þann 19. október 1918.
Seinni heimsstyrjöldin
Seinni heimsstyrjöldin hófst 28. júlí 1939 og lauk 2. september 1945 eftir 6 ár og 1 dag. Barist var víða um heim en mest í Evrópu, Austur-Asíu og Norður-Afríku og talið er að um 62 milljónir manna hafa látist, sem var á þeim tíma um 2,5% alls mannkyns.
Stríðið var á milli tveggja fylkinga. Önnur þeirra var bandalag Bandaríkjanna, Bretlands, Kína og Sovétríkjanna og svo margra annara þjóða sem gengu undir nafninu Bandamenn. Svo var það bandalag Ítalíu, Japans og Þýskalands og fleiri ríkja sem gengu undir nafninu Öxulveldin eða Möndulveldin.
Sagt var að stríðið hafi byrjað vegna inn-rásar Þjóðverja í Pólland árið 1939 en Bretar og Frakkar töldu stríðið hafa byrjað í Asíu eftir innrás Japan í Kína 1937 eða innrás þeirra í Manúsíu 1931. Bandaríkin héldu sig lengi til hlés en tóku fullan þátt í stríðinu eftir árás Japana á Perluhöfn árið 1941.
1912–1952


1969

1915–1984

Alan Turing
Alan Turing var fæddur 23. júní 1912.
Hann var stærðfræðingur sem er þekktastur fyrir störf sín fyrir bresku ríkisstjórnina á tímum seinni heimsstyrjaldar.
Alan Turing var þekktastur fyrir að hafa endurbætt tækni sem varð til þess að dulmálskóði Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni var leystur.
Vegna þess að Turing var samkynhneigður viðurkenndi breska ríkið ekki afrek hans fyrr en löngu eftir dauða hans. Verk Turing og kenningar eru nú kennd í tölvunarfræði á háskólastigi um allan heim.
Alan Turing lést 7. júní árið 1954. Orsök dauða var blásýrueitrun. Almennt er talið að hann hafi framið sjálfsmorð en ekki eru allir sammála því.
Lendingin á tunglinu

Þó það sé umdeilt hvort lendingin á tunglinu sé sönn þá eru flestir á því að árið 1969 hafi Amerísku geimfararnir Neil Armstrong og Buzz Aldrin lent Apollo Lunar Module Eagle (Apollo 11) á tunglinu þann 20. júlí, klukkan 20:17. Sex klukkutímum og 39 mínútum síðar varð Armstrong þar fyrsti maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið og 19 mínútum síðar steig Aldrin á tunglið og þar eyddu Armstrong og Aldrin tveimur klukkutímum og 15 mínútum vafrandi um þar sem þeir söfnuðu um 21,5 kílói af tunglefni til þess að koma með heim til Jarðar. Á meðan Armstrong og Aldrin voru á tunglinu sat þriðji tunglfarinn, Michael Collins eftir í Apollo.
Ísland
Árið 1915 fengu allar konur yfir 40 ára aldri kosningarrétt. Árið 1920 fengu allir 25 og eldri óháð kyni kosningarétt. Árið 1944 varð Ísland sjálfstætt ríki Árið 1968 var aldur til kosninga lækkaður í 20 ár. Árið 1984 var aldur til kosninga lækkaður í 18 ár.