4 minute read

Endurnýjun björgunarskipa

Next Article
Fjallaskíði

Fjallaskíði

Texti af vef landsbjargar-

Ljósm.: Þorsteinn Sigurbjörnsson

Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur 13 stór björgunarskip sem einingar félagsins hafa ákveðið að hafa í sinni umsjá til þess að sinna útköllum á sjó á hafsvæðinu við Ísland. Félagið hefur í einni eða annarri mynd rekið björgunarskip allt frá því á árinu 1928 þegar að Slysavarnafélags Íslands er stofnað.

Undirbúningur hófst 2017

Unnið hefur verið að undirbúningi endurnýjunar björgunarskipa síðan 2017 formlega, en einingar félagsins hafa þó óformlega unnið undirbúning að því marki að endurnýja öll björgunarskipin til mun lengri tíma. Björgunarskipin 13 sinna núna á bilinu 60–100 verkefnum á ári, allt frá aðstoða við léttari bilanir til alvarlegri útkalla s.s. veikinda sjómanna, leka í skipum o.fl.

Á vordögum 2019 lauk vinnuhópur ráðuneyta við skýrslu aðgerðaráætlunar er varðar endurnýjun björgunarskipa og byggir endurnýjun skipana sem nú er hafinn á þeirri vinnu. Samkomulag var síðan gert við Dóms- og Fjármálaráðuneytið 2021 um helmings fjármögnun á 3 skipum á árunum 2021–2023, sem boðin hefur verið út og hefst smíði á nýjum skipum seint á árinu 2021.

Skipin hafa þjónað sjófarendum í 25 ár

Þau 13 björgunarskip sem nú þegar eru gerð út eru flest af Arun Class gerð sem fengust á gjafarverði frá Konunglegu Bresku Sjóbjörgunarsamtökunum (RNLI). Skipin eru smíðuð á árunum 1978 til 1990 og hafa núna í rúm 25 ár þjónað íslenskum sjófarendum dyggilega. Þessu skip eru því kominn verulega til ára sinna og þyngist viðhaldsrekstur á þeim á hverju ári, stærri bilanir gera vart við sig og þykir hvorki aðstaða né ganghraði samræmast þeim breytingum sem hafa orðið á útgerðamynstri íslenskra útgerða nútímans. Þrjú af þrettán skipum félagsins eru af annarri gerð en samt öll en 25 ára og þarfnast því líka endurnýjunar eins fljótt og auðið er. Algengt er að önnur sjóbjörgunarsamtök miði við að sýn skip verði ekki eldri en 15 ára, og ef þau eru notuð lengur en það þá sé allur tæknibúnaður endurnýjaður í þeim skipum á inna við 12–15 árum og skipin þá ekki notuð lengur en til 30 ára.

Ljósm.: Þorsteinn Sigurbjörnsson

Smíði hafin á nýjum björgunarskipum

Að loknu útboði á fyrstu þremur nýju björgunarskipunum á miðju ári 2021 var ákveðið að ganga til samninga við KewaTec finnska skipasmíðastöð sem hefur rúmlega 20 ára reynslu af smíð skipa til leitar og björgunarstarfa.

13 ný björgunarskip

Hvert skip kostar um 285 milljónir og heildarkostnaður 13 skipa verður því um 3,7 milljarðar. Ríkið leggur til 50% af fyrstu 10 skipunum sem samsvarar um 1,4 milljarð. Samtals vantar því 2,3 milljarða til að fullfjármagna öll 13 skipin.

Vel búin skip

Nýju björgunarskipin verða knúin tveimur Scania D13 551 kW, að auki verður framdrifið knúið tveimur af Hamilton jetum. Gert er ráð fyrir allt að 6 áhafnarmeðlimum í fjaðrandi sætum í neyð geta 40 skjólstæðingar rúmast inna skipsins, gera má ráð fyrir því að allt að 60 geti verið um borð í ítrustu aðstæðum. Skipin verða búin nýjustu siglingartækjum til leitar og björgunarstarfa ásamt því að vera sjálfréttandi.

Tæknileg geta:

• Dráttargeta er 4,8 tonn • 5 vatnsþétt hólf • Sjálfréttandi • Farsvið er 200 sjómílur • Vinnugangharði er 32 hnútar (u.þ.b. 60 km/h) • Hámarksganghraði er 36 hnútar (u.þ.b. 66.7 km/h) • 16.9 metra heildarleng en 14.99 skráningarlengd • 4.7 metrar á breidd

Hönnun og skipulag:

• Pláss fyrir allt að 6 áhafnarmeðlimi • Pláss fyrir 36 aðila í neyð með skipið áfram sjálfréttandi • 2x bekkir fyrir sjúklinga liggjandi í brú • Svefnpláss fyrir þrjá í messa • Dacon björgunarnet til að bjarga fólki úr sjó • Hífibúnaður til bjarga fólki úr sjó • Pláss fyrir Zodiac 3.3 metrar á afturdekki

Vélabúnaður og tæki:

• Aðalvélar 2x Scania D13 12,7 lítra 551kW/ 751 hö • Framdrifsbúnaður 2x Hamilton HJ403 JET • Hamilton AVX snjallstjórnunarkerfi • Gír 2x ZF 400 Supershift 2 • Flapsar Humphree Active control • Eldsneytismagn 2x900 lítrar

• Ljósavél 16,5 kW • Hitaðar rúður í brú • Siglingartæki frá Furuno, Sailor og MaxSea • 3x VHF talstöðvar • 1x MF/HF talstöð • 2x tetra talstöðvar með gáttunar möguleika • Hitamyndavél frá FLIR • 2x leitarljós luminell SL2 • Brunadæla 400L/min með föstum brunastút á stefni • 2x lausar brunadælur ætlaðar til að dæla úr skipum í neyð • 2x smáljósavélar til að keyra brunadælur og/eða verkfæri til að flytja á milli skipa Svo mun hver og ein sveit setja búnað sem að þær telja nauðsynlegan fyrir sína björgunarsveit.

Ljósm.: Þorsteinn Sigurbjörnsson

Þór í Vestmannaeyjum

Núna þann 1. október 2022 síðastliðinn fengu Vestmannaeyingar fyrsta björgunarskipið af 3 en 13 í heildina. Vestmanneyingar gáfu nýja björgunarskipinu nafnið Þór sem er það sama og forveri hans, sem var orðinn 29 ára gamall. Þetta er fyrsti liður í stærra verkefni er snýr að endurnýjun allra þrettán björgunarskipa félagsins og er áætlað að með nýjum skipum styttist viðbragðstími Landsbjargar á sjó um allt að helming. Síðan á næsta ári munu næstu tvö skip koma til landsins, næsta skip fer þá til Siglufjarðar vorið 2023 ef allt gengur eftir og síðan þriðja skipið og það síðasta í fyrsta fasa endurnýjun björgunarskipanna kemur síðan til Reykjavíkur sumarið 2023.

This article is from: