
2 minute read
Tónlist
from ASKUR - Haust 2022
by Tækniskólinn
Gufunes Radio
Í Gufunesi er aðstaða fyrir upprennandi jafnt sem lengra komna plötusnúða og til að iðka sína list á græjunum með möguleika á að taka upp taktana við að blanda saman tónlist, úr mörgum áttum og eða eigin tónlist og taka upp á miðil með möguleika á birtingu á Soundcloud síðu Gufunes Radio. Stórir hlutir í væntum, þetta er hugsað sem einskonar stökkpallur fyrir plötusnúða að koma sér á framfari en einnig frábært æfingarhúsnæði. Það er aldrei of oft sagt að æfingin skapar meistarann það að læra að þeyta skífum er langhlaup en ekki spretthlaup. Munið að langhlaup krefst úthalds. Mikilvægt er að sinna blöndunarörvun reglulega. Ég hvet alla til þess að fylgja Gufunes Radio á Soundcloud.
Íbúi í Gufunesi
Mig langaði að hitta Guðmund Odd íbúa Gufunesi. Hann hlakkaði mikið til að flytja þegar að viðtal var tekið við hann árið 2019 og byrt í helgarblaði fréttablaðsins. Mig langar að heyra í honum hljóðið núna vita hvort hans sýn á Gufunes samfélagið væri á réttri leið og hvort þetta hafi gengið eftir hjá borginni. Ýmir gerði sér lítið fyrir og tók upp tólið og hringdi í nágranna sinn. Við vorum velkomnir í heimsókn. Hann býr í gamalli skemmu sem búið er að gera upp innrétta og breyta í fallegt heimili með mikilli lofthæð. Tíkin hans er nýbúin að eignast hvolpa svo að það mikið líf í þessari áður ónýttu og illa förnu skemmu.
Ég segi honum hvað ég er að gera og spyr hann hvernig þetta hefur allt gengið og hver hanns framtíðar sýn sé á Gufunesið og skapandi menningu þess og pælingar mínar um það hvort menningin og listamenn þurfi brátt að víkja fyrir komandi hlutum deiliskipulags uppbyggingar á Gufunesi og hvort þess sé að vænta að túrisminn taki völdin hér á Gufunesinu líkt og annarsstaðar. Ég þurfti ekki að segja mikið þar til Goddur tók við orðinu
Átti að vera fríríki listamanna
„Þetta fer af stað þegar að Besti flokkurinn er í stjórn borgarinnar Björn Blöndal er formaður borgarráðs og Jón Gnarr er borgarstjóri. Björn Blöndal er í hljómsveitinni Ham og í henni er líka Sigurjón Kjartansson sem þá var nánasti samstarfsmaður Baltasar Kormák þá fer þetta af stað. Síðan er voða erfitt ástandið hérna. Það var svo mikil lykt hérna að það var ekki verandi hérna vegna lyktar af rotnandi hey inni í heyrúlluplasti og umferðar á stórum sorpbílum og bara ógeðslegt. Síðan fara þeir en eru þó ekki farnir algjörlega“.
