
1 minute read
Bíó Paradís
from ASKUR - Haust 2022
by Tækniskólinn
Opnaði 15. september 2010
Bíó Paradís er kvikmyndahús við Hverfisgötu 54 í miðborg Reykjavíkur. Áður var þar kvikmyndahúsið Regnboginn sem var fyrsta fjölsala kvikmyndahús í Reykjavík. Bíó Paradís sýnir einkum myndir sem almenn kvikmyndahús taka ekki til sýninga, eins og heimildarmyndir og myndir á öðrum málum en ensku, auk þess sem það hýsir kvikmynda viðburði eins og Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík og Alþjóðlega barnakvikmyndahátíð í Reykjavík. Húsið var opnað 15. september 2010 með sýningu heimildarmyndarinnar Backyard eftir Árna Sveinsson. Rekstraraðili kvikmyndahússins er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna sem ýmis fagfélög kvikmyndagerðafólks standa að. Kvikmyndahúsið er aðili að samstarfsneti evrópskra kvikmyndahúsa, Europa Cinemas.
Kósí fílingur í forgangi
Bíó Paradís er ekki aðeins kvikmyndahús heldur menningarhús okkar Íslendinga sem allir ættu að kynna sér. Andrúmsloftið er alltaf hlýtt og huggulegt að mínu mati. Það sem stendur út þegar þú labbar inn er mjúk lýsing, kertaljós, retró húsgögn og mögulega dj að spila góða og rólega tónlist (fer eftir dögum). Húsgögnin sem prýða í Bíó Paradís heilla mig svakalega og eru ekki af verri endanum, hrikaleg falleg hönnun og kósí fílingur í forgangi. Barinn hefur verið nýlega breytt frá þessum klassíska sölubar sem má finna í

Fallegi barinn sem er nýuppgerður Ljósm.: Bíó Paradís Fallega hönnun tekur á móti þér í Bío Paradís

Ljósm.: Bío Paradís
öðrum bíóhúsum yfir í vandaðan og flottan viðar bar. Sjálfur fer ég þarna oft þó að ég sé ekki að fara á sýningu í bíó, ég fæ mér kaffibolla eða bjór á happyhour og les Reykjavík Grapevine eða teikna aðeins í skissubókina.
Mikið úrval af vínum
Bíó Paradís eru einnig dugleg að halda sérstök kvöld fyrir sérstakar sýningar líkt og svartir sunnu‑ dagar eða föstudagspartísýningar. Þá sýna þau nostalgíu myndir eins og Pulp Fiction, Se7en, Wayne‘s World og Alien svo eitthvað sé nefnt. Það sem skilur Bíó Paradís frá öðrum bíóhúsum er að það er staðsett í miðbænum og þá myndast alltaf öðruvísi stemning en í hefðbundnum bíóhúsum. Þau eru með mikla flóru af vínum, kokteilum, bjórum, kaffi og jú auðvitað popp og nammi.
Hvernig finnst þér úrvalið af myndum í Bío Paradís? Gott Sæmilegt Lélegt
Sunneva Friðþjófsdóttir x Victor Páll Sigurðsson
Hekla Sörensen
x
Gabríel Gauti Einarsson x