
2 minute read
Minningarorð um Nínu
from ASKUR - Haust 2022
by Tækniskólinn
MINNINGARORÐ UM NÍNU MINNINGARORÐ UM NÍNU
„Ég kynntist Nínu í gegnum syni mína Valdimar Kristján Pardo og Roberto Andrés Pardo. Ég held að þeir hafi verið 10 og 12 ára þegar þeir drógu mig í búðina æðislegu til að kaupa föt fyrir skóla byrjun. Ég var sjálf með saumastofu og verslun í miðbænum Blanco y Negro. Þegar ég lokaði minni búð fór ég að sauma fyrir Nínu. Velourbuxur með rönd í hliðinni. Þetta seldist eins og heitar lummar og var búbót upp í lélegu kennaralaunin. Saumaði alla vikuna eftir vinnu og skilaði á sunnudögum.
Við Nína áttum margar góðar spjallstundir. Yndisleg manneskja með stórt hjarta. Og það var alveg stórkostlegt að hlusta á hana tala við unga fólkið. Alltaf sá hún jákvæðu hliðarnar og hvatti til sköpunar. Hún var frumkvöðull, stóð upp fyrir graffity og lét ekki deigan síga þó borgin væri endalaust að bögga hana.“
‑ Rannveig Pálsdóttir Pardo
„Nína var eiginlega eins og fóstur‑mamma mín. Kalla hana Mamma Exodus. Ég fór fyrst að kaupa föt þarna þegar ég var 14–15 ára sem er sirka árið 1999–2000 þangað til að búðinni var lokað.
Ég hékk stundum þarna allan daginn til hitta fólk í hiphop menningunni og mínu helsta hobbíi sem varð svo minn lífsstíl sem er graffiti. Svo fór ég að hjálpa Nínu við hitt og þetta í búðinni þangað til ég fékk vinnu þarna aðallega við að raða sprey brúsunum og bara afgreiðslu maður, ég raðaði litaröðinni upp í hillu þegar Belton kom fyrst í búðina og sú röð var alltaf uppi eftir það.
Ég og Nína urðum mjög góðir vinir, hún vissi alltaf hvaða föt pössuðu á mig og var byrjuð að gefa mér föt og svo fór ég að gefa henni listaverk eftir sjálfan mig. Exodus var búð með hjarta og sál.
Orvill maðurinn hennar bjargaði lífi mínu einu sinni við vera ekki stunginn og laminn af 20 manns, útaf graffiti beef deilum. Ég hefði viljað vera í útför hjá Nínu að segja bless en hún var í kyrrþey og ekki opin öllum. R.i.p. Nína.“
‑ Anton Lyngdal a.k.a opes_vs_vato
„Þessi staður var stór og mikilvægur partur af mínum unglingsárum eins og hjá mörgum. Nína tók alltaf á móti manni með brosi og opnum örmum. Það sem maður gat eytt tíma þarna inni að skoða öll fötin, brúsa, penna, hjólabrettaplötur, hakkísakk bolta, húfur og spjallað við Nínu á meðan. Stundum kom maður bara við til þess að heilsa upp á því að maður átti leið hjá. Exodus og Jónas á milli var kjarni sem færði fólk og listamenn saman úr öllum undirflokkum íslenskrar hip hop menningar, hvort sem það var rapp, dj, breakdans eða graffiti og einnig hjólabretti. Þessi staður mun alltaf vera ógleymanlegur partur af sögu og kjarna íslenskrar hip hop menningar.
Hvíl í friði elsku Nína.“
‑ Valdimar Kristján Pardo
RIP MAMMA EXODUS Verk eftir.: @opesvsvato