2 minute read

Exodus

Next Article
Punta Cana

Punta Cana

Exodus 1999

Exodus var og er goðsagnakennd verslun. Nína Sigríður Geirsdóttir, myndlistarkona og Orville Pennant eiginmaður hennar voru eigendur verslunarinnar Exodus við Hverfisgötu. Nína opnaði verslunina „Jónas á milli“ á Laugavegi árið 1992. Árið 1999 flutti hún búðina niður á Hverfisgötu og breytti nafninu í Exodus eftir vinsælu lagi með Bob Marley.

Mamma allra íslenskra skoppara

Í Exodus var einstakt andrúmsloft og var aðall verslunarinnar alltaf skopparaföt og hiphop-tíska. Þegar hiphoppið náði vinsældum hér á landi voru ungir strákar tíðir gestir í búðinni. Exodus seldi ekki bara föt og fylgihluti heldur líka sprey brúsa og penna af öllum stærðum og gerðum. Allir graffarar Íslands gerðu sér einhvern tímann ferð

Úrvalið af spreybrúsum Ljósm.: Exodus í Exodus til þess að kaupa sér brúsa fyrir næsta verk. Nína tók alltaf einstaklega vel á móti manni og var hún til að mynda kölluð „mamma allra íslenskra skoppara“. Það ríkti alltaf mikil virðing inn í Exodus og Nína sá alltaf það góða í okkur sem sumir kölluðu vandræða unglinga. Hún kom alltaf fram við mann eins og jafningja og hlustaði þegar maður talaði við hana.

Óskrifuð regla

Það voru ekki aðeins vörurnar sem fólk sóttist í hjá Nínu heldur félagsskapurinn og spjallið við hana um daginn og veginn. Það ríkti óskrifuð regla innan Exodus og hún var sú að það mætti alls ekki stela, sá sem datt það í hug að stela í Exodus myndi vera bannaður í búðinni og mjög illa séður meðal alla þeirra sem sóttu búðina.

Skissubækurnar

Ég var ennþá í grunnskóla þegar ég og vinir mínir fóru þangað. Um leið og skólinn kláraðist var förinni heitið niður í bæ á hjólabrettunum okkar. Fórum í Exodus til að hitta Nínu, gullfiskana og

kíkja í skissubækurnar sem voru opnar öllum þeim sem vildu spreyta sig. Þarna fengum við mikinn innblástur þegar það kom að list og graffi. Síðan keypti maður sér penna til þess að taka með sér í skólann daginn eftir til að krota í stílabækurnar sínar samhliða því að „læra”.

Reykjavíkurborg & aðkast

Það var ekki alltaf auðvelt fyrir Exodus þar sem þau seldu sprey brúsa og penna. Nína sagðist hafa orðið fyrir ofsóknum af hálfu embættismanna fyrir það eitt að selja sprey brúsa. Það gildu reglur hjá Exodus sem miðuðu að því að koma í veg fyrir að brúsarnir lentu í höndunum á skemmdarvörgum. Flestir sem keyptu brúsana notuðu þá í listrænum tilgangi. Hún hafði orðið fyrir aðkasti frá almenningi og áður höfðu fulltrúar Reykjavíkurborgar meðal annars hótað að sturta rusli fyrir framan verslunina til að koma í veg fyrir að kúnnar kæmust inn í hana.

Menningin

Í Exodus kynntust ótal margir með sama áhugamál sem var hip-hop og teygði það anga sína í margar áttir eins og graff, rapp, dj-a, pródúsera og breikara svo eitthvað sé nefnt. Nína vildi alltaf styðja við menninguna á Íslandi og langaði hana að þessi menning dafnaði á Íslandi og lifði góðu lífi.

Flísarnar sem settu svip á Exodus Ljósm.: Exodus

This article is from: