7 minute read

Sir Lewis Hamilton

Next Article
Punta Cana

Punta Cana

Margfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 kappakstri, Sir Lewis Carl Davidson Hamilton fæddist þann 7. janúar árið 1985 í Stevenage, rólegum bæ norður af London í Englandi.

Hamilton kom sér á kortið í Formúlu 1 heiminum þegar hann kynnti sig fyir McLaren liðsstjóranum Ron Dennis á verðlaunaafhendingu árið 1995. Hamilton var þá 9 ára gamall og bað Dennis um eiginhandaráritun og sagði „Hæ, ég er Lewis Hamilton. Ég vann breska meistaratitilinn og einn daginn vil ég keppa á bílnum þínum.“ Dennis sagði honum að hringja í sig eftir 9 ár og þá mynda hann redda því. En það var aðeins 3 árum seinna sem hann skrifaði undir samning við breska kappakstursliðið og hóf að vinna keppnir og titla.

Frumraun hans í Formúlu 1 var árið 2007 þegar hann fékk sæti í liði McLaren ásamt tvöfalda heimsmeistaranum Fernando Alonso. Á nýliðatímabilinu endaði Hamilton í öðru sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna, aðeins einu stigi á eftir Finnanum Kimi Räikönen. Hann vann 4 keppnir á tímabilinu það ár og jafnaði met Jacques Villeneuve í Formúlu 1 yfir flesta sigra á nýliðatímabili. Ári síðar, aðeins 23 ára gamall, fagnaði Hamilton sínum fyrsta heimsmeistaratitli með Ron Dennis sem liðsstjóra.

Hamilton varð fyrsti breski heimsmeistarinn síðan Damon Hill vann árið 1996. Hann er einnig fyrsti svarti ökumaðurinn til að vinna titilinn og er enn í dag sá eini sem keppt hefur í Formúlu 1.

Lewis Hamilton í McLaren Ljósm.: Tim Wang Næsta tímabil byrjaði illa hjá McLaren liðinu og Hamilton þar sem hann var aðeins kominn með 9 stig í fyrstu 9 keppnum tímabilsins. Hamilton talaði um að bílinn væri hræðilegur og lýsti Eddie Jordan, Formúlu 1 fréttaskýrandi, bílnum sem „mögulega versta bíl sem McLaren hefur hannað“. Uppfærslur voru gerðar á bílnum og í tíundu umferð tímabilsins vann Hamilton sinn 10. sigur á ferlinum á Hungaroring kappakstursbrautinni í Ungverjalandi. Seinni hluti tímabilsins gekk vel hjá Hamilton sem endaði í fimmta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna árið 2009.

Á næstu árum hélt Hamilton áfram að vera einn sóknardjarfasti ökumaðurinn á brautinni og sigraði nokkrar keppnir en tókst ekki að vinna heimsmeistaratitilinn aftur fyrr en fjórum árum síðar. Árin 2010–2013 var það Red Bull liðið með Sebastian Vettel sem ökumann sem var best á brautinni og vann 4 heimsmeistaratitla í röð. Í lok 2012 tímabilsins tilkynnti Hamilton að hann væri að hætta sem ökumaður McLaren og væri komin með sæti hjá Mercedes á næsta tímabili.

Lewis Hamilton átti erfitt með að aðlagast bílnum á fyrsta tímabili sínu hjá Mercedes og vann aðeins eina keppni árið 2013 en náði engu að síður að enda í fjórða sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna. Miklar breytingar voru á næsta tímabili þegar að nýjar tvinnvélar voru teknar í notkun þar sem bílarnir keyrðu bæði á bensíni og rafmagnsorku.

Hamilton hafði afgerandi forystu á 2014 tímabilinu þar sem hann byrjaði 7 sinnum á ráspól, vann 11 keppnir og tryggði sér í annað sinn meistaratitil ökumanna. Á næsta tímabili hélt hann

áfram að vinna keppnir með yfirburðum og endaði með 10 sigra og var hann þegar búinn að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil mánuð fyrir lokakeppnina. Á árunum 2014 og 2015 varð frammistaða liðsfélaganna Hamilton og Nico Rosberg til þess að Mercedes liðið vann heimsmeistarakeppni bílasmiða í Formúlu 1.

Mercedes hélt áfram að vinna heimsmeistaratitla í keppni bílasmiða næstu árin en það var Rosberg sem vann heimsmeistarakeppni ökumanna árið 2016 ökumanna og Hamilton endaði í öðru sæti.

Hamilton vann sinn 4 heimsmeistaratitil ökumanna árið eftir með 9 sigra á tímabilinu.

Árið 2018 jafnaði Hamilton met Juan Manuel Fangio með því að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil á ferlinum. Ári seinna þegar hann vann sinn sjötta heimsmeistaratitil var hann þá aðeins einum titli frá meti Michael Schumacher sem vann sjö heimsmeistaratitla ökumanna í Formúlu 1 á árunum 1994–2004 með liðunum Benetton og Ferrari. Hamilton tókst að jafna met Schumachers með sjöunda titlinum árið 2020 og sló þá einnig met fyrir flesta sigra í Formúlu 1 kappakstri á ferlinum með 91 sigri. Sama ár var Hamiltonráðið stofnað í samstarfi við Royal Academy of Engineering til að hvetja til fjölbreytni í akstursíþróttum.

Í upphafi 2021 tímabilsins urðu Hamilton og Max Verstappen, ökumaður Red Bull, líklegir til sigurs í heimsmeistarakeppni ökumanna. Þeir skiptust á að vera í forystu allt tímabilið og fyrir síðustu keppnina sem fór fram í Abu Dhabi voru þeir jafnir stigum með 369,5 stig hvor. Keppnin endaði á dramatískan hátt með sigri Verstappen eftir að Hamilton hafði leitt nánast alla keppnina. En þrátt fyrir að Hamilton hafi ekki tekist að vinna heimsmeistarakeppni ökumanna það árið þá tókst Mercedes að næla sér í sinn áttunda heimsmeistaratitil í röð í keppni bílasmiða. Nokkrum dögum eftir lokakeppnina var Hamilton sleginn til riddara af Karli bretaprins í Windsor kastala fyrir framlag sitt til akstursíþrótta. Hamilton sigraði á Silverstone 2021

Síðasta tímabilið hefur ekki gengið eins vel hjá Mercedes og síðustu ár og er þetta fyrsta tímabil á ferli Hamilton í Formúlu 1 þar sem hann hefur hvorki byrjað á ráspól né unnið keppni. Í ár endaði Hamilton í fimmta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes liðið kláraði tímabilið í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni bílasmiða á eftir Red Bull og Ferrari. Næst síðasta keppni tímabilsins fór fram í Brasilíu þar sem liðsfélagi Hamilton, George Russel, náði sínum fyrsta sigri í Formúlu 1 og Hamilton lenti í öðru sæti á eftir honum. Þetta var ekki aðeins viðburðarík helgi fyrir liðið þar sem Hamilton var gerður að heiðursborgara Brasilíu um helgina og tileinkaði hann titilinn átrúnaðargoði sínum, brasilíska ökumanninum Ayrton Senna sem lést í San Marinó kappakstrinum árið 1994.

Lífið utan Formúlu 1

Lewis Hamilton er þó ekki eingöngu Formúlu 1 ökumaður. Undanfarin ár hefur hann tekið þátt í ýmsum félagslegum málum og notað rödd sína til að berjast fyrir jafnrétti minnihlutahópa. Fyrir allar keppnir árið 2020 tók Hamilton hnéð til að sýna stuðning við George Floyd og „black lives matter“ hreyfinguna.

Emilia Romagna GP Ljósm.: Sebastian Kawka

Tíska hefur verið stór hluti af lífi Hamilton síðustu ár. Hann var lengi eini ökumaðurinn í Formúlu 1 sem mætti um keppnishelgar í fötum beint af tískupöllunum en ekki í fötum sem voru merkt liðinu og styrktaraðilum. Hann hefur birst á forsíðum margra tímarita og vonar að djarft tískuval sitt hafi góð áhrif fyrir Formúluna. Árið 2018 gaf hann út fatalínu með Tommy Hilfiger sem kallaðist TOMMYXLEWIS og í ár hefur hann gefið út fatalínur undir merkinu +44 sem er ökumannsnúmerið hans.

Hamilton hefur einnig talað um að gefa út plötu og er hann sagður hafa tekið upp nokkur lög í covid þegar enginn kappakstur fóru fram. En hann rappaði stutt vers í laginu „Pipe“ með Christina Aguilera undir dulnafninu „XNDA“ árið 2018 sem hann viðurkenndi þó ekki að væri hann fyrr en árið 2020.

Fyrir nokkrum árum gerðist Hamilton vegan og fjárfesti í veganborgarakeðjunni „Neat Burger“ sem opnaði sinn fyrsta veitingastað í London 2019. Í framhaldinu seldi hann einkaþotuna sína með það að markmiði að lifa hollari og grænni lífsstíl. Veganborgarakeðjan er aðeins eitt fyrirtæki af mörgum sem hann hefur fjárfest í og lengist sá listi með árunum. Hann er meðal annars hluthafi í fyrirtækjum tengdum matvælaiðnaði eins og Zapp, Bowery farming og NotCo. Hamilton var hluti af hóp sem fjárfesti í Ameríska fótboltaliðinu Denver Broncos fyrir 4,65 milljarða dollara í ágúst á þessu ári.

Eitt af nýjustu verkefnum Hamilton er framleiðslufyrirtæki sem hann stofnaði fyrir nokkrum vikum og heitir „Dawn Apollo Films“. Hamilton hefur smá reynslu í kvikmyndabransanum en hann var einn framleiðandi myndarinnar Top Gun: Maverick sem kom út fyrr á þessu ári. Næsta verkefni hans sem framleiðandi er Formúlu 1 kvikmynd með Brad Pitt í aðalhlutverki sem verður tekin upp á á 2023 tímabilinu.

Ár 2007 2008 2009 2010 2011 2012

McLaren x x x x x x 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022

Mercedes

Sigrar á tímabíli

Heimsmeistarakeppni x x x x x x x x x x

4 5 2 3 3 4 1 11 10 10 9 11 11 11 8 0

2. sæti 1. sæti 5. sæti 4. sæti 5. sæti 4. sæti 4. sæti 1. sæti 1. sæti 2. sæti 1. sæti 1. sæti 1. sæti 1. sæti 2. sæti 5. sæti

Ljósmyndari: Steve Etherington

BREKIBREKIBREKI

Ég heiti Auðunn Breki Auðunsson og fæddist ég í Reykjavík þann 10. desember 1996 og er því 25 ára gamall. Ég ólst upp í hlíðunum og gekk í Hlíðaskóla og stundaði íþróttir í Val. Allur minn vinahópur úr Hlíðaskóla fór í Menntaskólann við Hamrahlíð og var það til þess að vinahópur styrktist enn meira en hann nú þegar var. Nýir vinir eru silfur, gamlir gull.

Ég hef ávallt haft áhuga á list og hönnun af einhverju tagi. Frá því á yngri árum hef ég alltaf verið að krota og teikna á blað og fór það að aukast sérstaklega þegar ég fór að nálgast 11 ára aldurinn. Hip-Hop tískan var mjög vinsæl hjá okkur vinunum og graffið líka. Anna Flosadóttir var myndmenntakennari minn í Hlíðaskóla og leyfði hún mér að fá mikið svigrúm til að skapa og teikna, fékk ég mikinn innblástur þaðan.

This article is from: