4 minute read

Viðspyrna

Next Article
Punta Cana

Punta Cana

Viðspyrna við erfiðu efnahagsástandi

Á vef Reykjavíkurborgar segir að „Borgarráð staðfesti í 1. október 2020 44 leigusamninga á 11 þúsund fermetra húsnæðis. Ákveðið var að nýta húsnæði borgarinnar til að skapa viðspyrnu í erfiðu efnahagsástandi eftir að Covid-faraldurinn kom upp. Við ráðstöfun húsnæðisins var sérstaklega horft til þess að það nýttist skapandi greinum, nýsköpun, sprota starfsemi og samfélagslegum verkefnum. Húsnæðið sem um ræðir er ýmist ekki í notkun eða er að losna. Ástand þess er með ýmsu móti og gert er ráð fyrir að leigjendur lagi það að eigin þörfum. Horft var til hagstæðari leigukjara í þessu ljósi“.

Listamenn fengu því að leigja gömlu ruslageymslurnar fyrir lítið en áttu að gera allt sjálf.

Lítur út fyrir að Reykjavíkurborg munu styðja list.

„Ég verð landnemi í Gufunesi“

„Ég hlakka til því þetta verður magnað samfélag að starfa í“. Segir Guðmundur Oddur kallaður Goddur árið 2019. „Lífræn sköpunarstarfsemi í miðbænum dó fyrir nokkrum árum. Listamenn leita að húsnæði þar sem eru ódýr pláss en þegar túrisminn hélt innreið sína voru allar fasteignir keyptar upp í miðbænum af fasteignafélögum. Skapandi fólk flykktist þá út á Granda og í austurborgina en nú er allt orðið of dýrt þar líka,það líti út fyrir að Reykjavíkurborg munu styðja list samfélagið í Gufunesi. Nú hefur túrisminn náð allsherjar völdum á miðbæ Reykjavíkur og hvert fyrirtækið flýr þaðan af fótum annara og brátt mun ekkert standa í miðborginni nema lundabúðir og veitingahús. Menningin og sköpunargleðin mun brátt falla öll frá miðborginni.“ „Þetta er stórt svæði þar sem um árabil var starfsemi sem nú hefur verið færð um fet eða lögð niður og nú er byrjað að byggja blandaða byggð með list menntun og skapandi iðnaði“.

GEGGJUÐ ÞJÓNUSTA OG BANASTUÐ

Gerðu þér ferð í dekkjaskipti á Höfn það má nú aðeins leyfa sér

Skannaðu kóðann followaðu okkur á Instagram kauptu dekk og þú hefur möguleika á að vinna Vatnajökull Dekk derhúfu

Fúsk Gufunes

Á Patreon söfnunarsíðu Fúsks segir: Fúsk er 1200 m² listamiðstöð í Gufunesi. Verkefnið snýst um að stofna gámahverfi að erlendri fyrirmynd. Skapa frjóan og faglegan jarðveg fyrir einstaklinga og samtök. Auðvelda og efla menningarstarfsemi og stuðla að þverfaglegu samstarfi innan listheimsins. Sameina listræna sköpunargáfu, viðskipti, opinbera umræðu og samfélagslega menntun. Verkefnið er rannsóknarstofa fyrir tilraunaþéttbýli þar sem frumkvæði fær að blómstra í kraftmiklu andrúmslofti.

Verkefnið er hugsað sem stökkpallur fyrir frumkvöðla, fólk fær tíma og rými til að þróa og vinna hugmyndir og verkefni sem svo færast út í samfélagið. Fúskið er einnig hentugt til styttri verkefna líkt og ljósmyndatökur, kvikmyndaverkefni, tónleika og sýningar.

Við ætlum ekki að finna upp hjólið. Í Árósum, Amsterdam og Berlín hafa tilraunasamfélög blómstrað og orðið ómissandi partur af borgarmyndinni. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Institut for X í Árósum sem er eitt virtasta smágámasamfélag í Evrópu.

1. maí 2022

Fúsk Gufunes setur á samfélagsmiðla „Baráttukveðjur til allra Fúskara“.

Rusl Fest

Rusl festival / listahátíð var haldin í Gufunesi 27.–1. júlí 2022 og var þar fjölbreytt dagskrá tónleika og vinnustofa með áherslu endurnýtingu efniviðs í hönnun myndlist og nýtingu á matvælum sem annars væri hennt en einnig fræðsla villtra matvæla sem vaxa á Íslandi og hvernig hægt er að nýta það sem vex hér á landi.

Fríríki listamanna

Mun Gufunesið fá að halda sínum sjarma sem fríríki listamanna og munu listamenn og frumkvöðlar hafa möguleika á ódýrum rýmum þar til framtíðar eða er þetta gert til þess að skapa menningu sem mun svo þurfa að víkja fyrir komandi hlutum deiliskipulags og uppbyggingu á Gufunesi er þess ekki að vænta að túrisminn nái einnig völdum á Gufunesi líkt og hann hefur lagt yfir sig Reykjavíkurborg nei ég bara spyr?

Heimsókn í Gufunes

Ég lagði leið mína í Gufunesið að hitta góðan vin minn Ýmir Grönvold sem lærði myndlist í Hollandi og Listaháskóla Íslands. Hann er fluttur í Gufunesið og vinnur hörðum höndum við að byggja upp stúdíó kaffihús, og margt fleira.

Gufunes 20 partur af hluta Baltasars Kormáks. Að utan að sjá er eins og að það sé ekki mikið líf nema iðnaður og miklar framkvæmdir á hlutanum við hliðina á. Þar gerast hlutirnir með hraða öll skemman var tekin í gegn og lagður hiti í gólf og ég veit ekki hvað og hvað. Ég gekk inn um litla hurð á hliðarríminu sem Baltasar leyfði syni sínum að sjá um sem listastúdíó og hefur hann fengið þar inn listamenn sem vanta aðstöðu til sköpunar. Þar inni er stór vinnustofa þar sem Ýmir ásamt fleirum hafa fengið að vera í og nýta til sköpunar. Þar er góð vinnuaðstaða, myndlistarstúdíó, smíðaverkstæði, Gufunes Radio og fleira.

Ýmir er að vinna í því að skipta ríminu niður með ótrúlegustu kúnst. Veggirnir rísa og skemman tekur á sig mynd sem mismunandi vinnurými til allskyns sköpunar. Allt hér inni er byggt úr endurnýttum efnivið sem annars átti að henda.

Það er skítakuldi hérna inni og ég er kominn með gæsahúð af kulda, þá spyr Ýmir mig hissa hvort að ég sé ekki í föðurlandi sem ég var ekki svo hann teygir sig í par og gefur mér. Föðurland er staðalbúnaður sérstaklega eftir að skrúfað var fyrir heita vatnið vegna framkvæmda í skemmunni við hliðina á. Það er ekkert hægt að hringja til að fá hitann á húsið svo það nýjasta nýtt er kamína til að kynda vinnustofuna svo að það verður vonandi hægt að halda stúdíóinu heitu í vetur.

This article is from: