4 minute read

Graff & götulist

Next Article
Punta Cana

Punta Cana

Graphein

Upprunalega er orðið graffítí úr latnesku. Orðið sjálft er fleirtölumynd af orðinu graffito sem þýðir ristun eða áletrun. Upphaflega var graff ristað eða áletrað á yfirborð eða undirlag. Það á þó einnig við um það þegar spreyjað er eða málað á fleti. Orðið graffito kemur þó frá gríska orðinu graphein, sem þýðir einfaldlega að skrifa.

Tögg

Graff getur verið margvíslegt. Það getur samanstaðið af myndum og orðum, mörgum litum eða fáum, mismunandi lögun og formum, og allskonar fígúrum, en allt á þetta þó það sameiginlegt að vera ritað eða spreyjað á byggingar, veggi, farartæki eins og lestar, hluti eins og ruslafötur, gangstéttar eða í raun á hvaða flöt sem er. Það eru til margar mismunandi útgáfur af

Tögg eftir Eddu Ljósm.: Thordis Claessen HALLÓ, nafn mitt er NORES Ljósm.: Thordis Claessen

graffi eins og til dæmis „tögg”. Tagg er letur sem annað hvort er spreyjað eða tússað á einkaeignir eða á almannarými. Svo virðist vera, að algengast sé að taggið sé litið hornauga. Taggarar fá þá helst að heyra það óþvegið og er taggið kallað skemmdarverk af stórum hópi fólks. Tögg innihalda yfirleitt aðeins letur, allt frá skammstöfun eða listamannanafni taggarans til skoðana eða pólitískrar ádeilu.

Götulist

Götulist í borgum líkt og Reykjavík er liststíll sem hefur tengingu við borgina og borgarlífið sjálft. Götulist sem sameinast við veggjakrot er oft notað til að draga saman allar myndlistagerðir sem verða til í þéttbýli, innblásnar af borgar arkitektúr eða borgarlífsstíl. Vegna þess að götulist einkennist að því að vera í rými sem er ætlað almenning en er oft litið á það sem skemmdarverk og eyðileggingu á almannaeign. Jafnvel þó að mörgum finnst þetta vera skemmdarverk þá líta listamennirnir ekki á sig sem skemmdarvarga. Götulist er engu að síður alþjóðlegt listform með ótakmarkað notagildi. Margir listamenn ferðast á milli borga og sýna listir sínar og tengjast þannig umheiminum.

Vaxandi athygli

Allt frá graffi, stenslum, þrykkingu og veggmyndum, málverkum, listrænum samstarfsverkefnum sem og leiklistar og myndbandslistar er mjög óhætt að segja að götulist á undanförnum árum hafi fest sig í sessi í dægurmenningu okkar

Fígúrur eftir Nores Ljósm.: Thordis Claessen

og hefur fengið vaxandi athygli á listmarkaði og listastofnunum. Verk eftir götulistamenn hafa ratað í gallerí, uppboðshús og söfn. Sumum listamönnum hefur verið gefinn kostur á að búa til umfangsmikil listaverk sem verða svo viðurkennd. Á sama tíma hefur víðtæk ljósmyndaskráning á götulistaverkum og dreifing mynda á netinu veitt listamönnum alþjóðlega þekkingu.

Náskyldar listgreinar

Graffi og götulist er oft ruglað saman, bæði er þetta lista þar sem verk eru sýnd á almannafæri frekar en í galleríum, þó að graffarar koma verkum sínum fyrir opinberlega, hafa þeir almennt ekki áhuga á að almenningur skilji verk þeirra; þeir vilja geta talað við aðra graffara, sem geta skilið verkin þeirra og kunna að meta stílinn. Götulistamenn vilja að allir skoði og hrifist af verkum sínum, þeir eru meira með yfirlýsingu. Graff og götulist eru náskyldar listgreinar, þó eru þær ólíkar hvað varðar ásettning, tækni og stíl.

JÓI

Jóhann Jónmundsson, eða Jói eins og hann er kallaður, vann í undirgöngunum við Klambratún frá 1993–2005. Á þessum tíma reis hip hop menningin sem hæst hér á landi og báru veggir ganganna þess augljós merki með mikilli aukningu graffitis. Göngin voru á þessum tíma einn vinsælasti graffiti staður landsins. Á þessum tíma reis hip hop menningin sem hæst hér á landi og báru veggir ganganna þess augljós merki með mikilli aukningu graffitis. Göngin voru á þessum tíma einn vinsælasti graffiti staður landsins.

Þá, líkt og nú, var graffiti almennt bannað í Reykjavík. Þrátt fyrir það fékk Jói fljótlega áhuga á graffiti listinni eftir návígið við hana í göngunum. Jói fór til sinna yfirmanna og fékk það í gegn að undantekningin á reglunni yrði gerð í Hlíðargöngunum og graffiti leyft. Eina skilyrðið var að hann myndi þjóna hlutverki nokkurs konar listráðunautar, ofan á aðrar starfsskyldur sínar. Jói átti að gæta þess að göngin væru snyrtileg og að graffiti myndirnar samræmdust almennu velsæmi. Jói skyldi mála yfir allt krot og myndir sem að talist gætu klám eða satanískar af einhverjum toga.

Fljótlega eftir að Jói hóf störf fór hann að taka ljósmyndir af graffitiverkum ganganna í þeim tilgangi að til væru einhverjar heimildir um þessa tegund myndlistar. Hann lét prenta myndirnar út, flokkaði þær í möppur til varðveislu og bar allan kostnað af því sjálfur. Safn Jóa telur í dag um 500 ljósmyndir og er af mörgum talið ein heildstæðasta heimild um graffiti list í Reykjavík frá þessum tímum.

This article is from: