2 minute read

Gufunes

Next Article
Punta Cana

Punta Cana

Gufunes er nes austarlega í Reykjavík á milli Elliðaárvogs og Eiðsvíkur.

Í Gufunesi var kirkja og einnig spítali sem Skúli Magnússon lagði til að færa frá Viðey þegar hann reisir Viðeyjarstofu. Spítalinn sem stofnaður var af Kristjáni II Danakonungi var þá færður til Gufuness. Sennilega var þarna líka kaupstaður en Gufunes er kennt við Ketil gufu landnámsmann. Árið 1795 er spítalinn lagður niður og selur þá konungur Gufunes fyrir 150 ríkisdali og varð jörðin þá bændaeign.

Ýmisleg hefur verið í Gufunesi síðan, þar var reist stuttbylgjustöð árið 1934 og var henni ætlað að vera varaskeytasamband fyrir sæsímann og annast talsamband við útlönd og afgreiðslu við skip á höfum í kringum Ísland og afla og senda út veðurfréttir.

Þorgeir Jónsson bóndi og glímukóngur stóð þar fyrir kappreiðum í Gufunesi á árunum 1949w–1952.

Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var vígð 22. maí 1954 og framleiddi hún köfnunarefnisáburð sem fékk nafnið Kjarni. Mengun var af framleiðslunni og lýstu Grafarvogsbúar yfir áhyggjum á staðsetningu verksmiðjunnar að hún væri of nálægt íbúðarhverfi. Borgarráð samþykkti árið 1990 að krefjast þess á rekstri verksmiðjunnar yrði hætt. 2001 varð öflug sprenging í verksmiðjunni. Árið 2002 gekk það í gegn framleiðslan var stöðvuð2 og keypti Reykjavíkurborg fasteignir og aðstöðu fyrirtækisins á 1.280 milljónir króna. 2010 dæmdi Hæstiréttur Íslands konu sem bjó skammt frá áburðarverksmiðjunni 4,2 milljónir kr. í skaðabætur fyrir líkamstjón og örorku vegna mengunar frá verksmiðjunni. Áburðarverksmiðjan hafði starfsleyfi til ársins 2019 og var lóðin sem áburðar verksmiðjan leigði þá af borginni 20 hektarar. Í aðalskipulagi Reykjavíkur var gert ráð fyrir íbúðarbyggð í framtíðinni á þessu svæði og landfyllingum út í sjó.

Árið 2005 var gerður leigusamningur án útboðs við Íslenska gámafélagið. Í maí 2016 var samningnum sagt upp og borgin seldi í kjölfarið umræddar eignir á Gufunessvæðinu til kvikmyndavers.

Reykjavík Stúdíó

Borgarráð samþykkti kaupsamning við RVKstudios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, kaup á fjórum fasteignum sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi 26. maí 2016 og greiddi rúma 301 milljón fyrir fasteignirnar. Markmið RVKstudios er að byggja upp svo kallað menningar og/eða kvikmyndaþorp en framleiðslufyrirtækið óskaði eftir því sumarið 2015 að ganga til viðræðna við Reykjavíkurborg um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi.

Ventill fyrir ungt fólk

Í Greinargerð deiliskipulags Gufuness segir „6.15 Útlitshönnun bygginga á uppbyggingarsvæðinu eru gerðar kröfur um vandaða hönnun bygginga. Gufunes er jafnframt fríríki frumkvöðla og því eru hönnuðir hvattir til að skapa nýstárlegar íbúðargerðir og tilheyrandi útlit“.

Fyrsti hluti uppbyggingar á Gufunesi hefur verið ákveðin, Arkitektar stofan jvantspijker + Felixx fengu fyrstu verðlaun með tillögu sinni að Gufunesi sem farin er að stað í framkvæmd. Í tillögu stofnunnarinnar segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Í Gufunesi á að verða blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur.“

This article is from: