FÍB Blaðið 3.tbl. 2020

Page 8

Norðurlandakönnun á bílatryggingum

Ólafur Hauksson almannatengill

Hvers vegna kemur það ekki á óvart?

Óheyrilega mikill munur er á iðgjöldum bílatrygginga milli Íslands og hinna Norðurlandanna Laun eru ívið lægri í Svíþjóð en á Íslandi og bílar ódýrari. Varla getur það þó skýrt muninn á 85 þúsund króna iðgjaldi bílatrygginga í Stokkhólmi og 153 til 192 þúsund króna iðgjaldi á sams konar tryggingum í Reykjavík? Íslensku iðgjöldin eru í þessu dæmi 80–125% hærri en þau sænsku. Dönsk laun eru svipuð og hér á landi. Bílar eru aftur á móti töluvert dýrari í Danmörku. Samkvæmt því mætti ætla að iðgjöld bílatrygginga væru á svipuðu róli. Svo er þó ekki. Danskt tryggingafélag innheimtir rúmlega 97 þúsund króna iðgjald á móti 153 til 192 þúsund króna iðgjaldi íslensku félaganna. Iðgjöldin eru 57–97% hærri á Íslandi en í Danmörku. 8

FÍB-blaðið

Norðurlandasamanburður FÍB Í október síðastliðnum gerði FÍB könnun á iðgjöldum bílatrygginga hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Til að fá sem nákvæmastan samanburð var miðað við sams konar bíla og fjölskyldustærðir í öllum löndunum. FÍB aflaði upplýsinganna hérlendis og bíleigendafélögin á hinum Norðurlöndunum öfluðu upplýsinga þaðan fyrir FÍB. Leitað var eftir iðgjöldum ábyrgðartrygginga og kaskótrygginga og var haft samband við stærstu tryggingafélögin í hverju landi. Könnuð voru iðgjöld í fjórum stórborgum og svo Reykjavík. Einnig voru könnuð áhrif þess á iðgjöldin að vera með fleiri tryggingar hjá viðkomandi félagi og fá afslátt út á það.

Tryggingafélögin vilja klæðskerasníða iðgjöld fyrir hvern og einn tryggingataka og vega þar og meta fjölmörg atriði sem geta haft áhrif á áhættumatið. Þar á meðal er búseta, aldur, fjölskyldustærð og aldur fjölskyldumeðlima, bíltegund, notkun, viðskiptasaga og tjónareynsla. Starfsfólk FÍB og systurfélaga þess á Norðurlöndunum þurftu því að viðhafa nokkra útsjónarsemi til að fá uppgefin iðgjöld til að geta borið þau saman.

Samanburðardæmin Leitað var upplýsinga um iðgjöld miðað við eftirfarandi forsendur: VW Golf eTSI 150, árgerð 2020. Skráður eigandi 40 ára karlmaður, giftur og með tvö börn undir 17 ára


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.