Vetrardekkjakönnun 2025

Page 1


2025 VETRARDEKKJA KÖNNUN

Vetrardekkjakönnun 2025

Vetrardekkjakönnunin er framkvæmd af Félagi norskra bifreiðaeigenda (NAF), sem er systurfélag FÍB í Noregi. Það kemur glöggt fram núna eins og áður í könnununum sem þessum að mestu skiptir að velja stundum gæði fram yfir verð. Það gæti borgað sig til skemmri og lengri tíma litið. Lagt er mikið kapp á að könnunin gefi ítarlegar upplýsingar um mismundandi dekk og eiginleika þeirra. Sérfræðingar hver á sínu sviði kom að könnuninni og voru margvíslegir eiginleikar dekkjanna skoðaðir í mismunandi vetraraðstæðum í Svíþjóð og Finnlandi.

Hafa skal í huga að dekkið sem skorar hæst hverju sinni þarf ekki að vera besti kosturinn. Mælt er eindregið með því að ekki sé horft á heildareinkunnina, því að gott getur verið að skoða niðurstöður í hverjum lið fyrir sig. Upplýsingarnar ættu að glöggva ökumenn um val á dekkjum fyrir komandi vetur.

Ónegld vetrardekk

Continental VikingContact8

Goodyear Ultra Grip Ice 3

Hankook Winter i*cept IZ3 X – nyhet

Maxtrek M7 Plus

Michelin X-Ice Snow SUV

Nokian Hakkapeliitta R5 SUV

Nordman North RS3 SUV

Pirelli Ice Friction

Negld vetrardekk

Continental IceContact3

Goodride IceMaster Spike Z-506

Goodyear Ultra Grip Arctic 2 SUV

Nexen WinGuard WinSpike 3

Michelin X-Ice North 4 SUV

Nokian Hakkapeliitta 10 SUV

Pirelli Scorpion IceZero 2

Triangle IceLynk TI501

Myndir í vetrardekkjakönnun: Fredrik Diits Vikström

Hvernig eru dekkin prófuð?

Akstursprófanir á ís og snjó voru gerðar með fjórhjóladrifnum Volvo XC60 B4 AWD á sérstakri prófunarbraut í Älvsbyn í Svíþjóð í lok febrúar. Akstursaðstoð eins og hemlalæsivörn (ABS) og stöðugleikastýring (ESP) var virkjuð, en ESP var stillt á sportstillingu til að leyfa aðeins meiri snúning og skrið. Þetta var gert til að meta aksturseiginleika dekkjanna betur.

Hemlunar- og hröðunarprófanir á snjó og ís hófust og enduðu við 5 km/klst í stað kyrrstöðu. Þetta var gert til að draga úr villum frá kerfum bílsins (eins og ABS og spólvörn).

Prófanirnar á þurru og blautu malbiki voru gerðar á sömu prófunarbraut í Älvsbyn um miðjan maí með Volvo XC60. Hljóðmælingar voru gerðar á almennum vegi utan Älvsbyn með rafbílnum Volvo EX30. Aðrar prófanir eins og viðnám og annað voru framkvæmdar í Tammerfors í Finnlandi, með VW Tiguan.

Á meðan á allri prófuninni stóð var viðmiðunardekk keyrt reglulega. Þetta dekk var ekki með í sjálfu matinu, heldur þjónaði það sem mælipunktur fyrir breytingar á yfirborðinu. Allar mælingarniðurstöður voru síðan leiðréttar út frá frammistöðu viðmiðunardekksins.

Stærð dekkjanna var 235/60 R18. Hraðastaðallinn var H (210 km/klst.), T (190 km/klst.), S (180 km/klst.) eða R (170 km/klst.).

Bestu nagladekkin – gripið skiptir öllu máli

Þegar við prófum nagladekk fyrir stóra og þunga jeppa finnum við meiri mun en venjulega. Nýir bílar verða stöðugt stærri og þyngri, sérstaklega jeppar. Þetta neyðir dekkjaframleiðendur til málamiðlanna. Með bæði hærri þyngdarpunkt og hliðar á dekkjum eru miklar kröfur gerðar til stöðugleika þeirra á miklum hraða, en á sama tíma vilja skandinavískir bíleigendur enn hafa mjúkt og viðeigandi dekk á hálum vetrarvegum.

Til að sjá hvaða dekkjaframleiðendur hafa unnið heimavinnuna sína höfum við í ár valið að prófa 18 tommu dekk fyrir söluhæsta bílinn Volvo XC60.

Stærðin 235/60 R18 passar einnig undir Audi Q5, Mercedes GLC, Honda CR-V, Mazda CX-60, Hyundai Ioniq 5 svo fátt eitt sé nefnt.

Nokian Hakkapelitta 10 SUV hreppti fyrsta sætið með 85 stig. Einu stigi á eftir lenti Goodyear Ultra Grip Arctic 2 SUV með 84 stig og Continental IceContact3 í þriðja sætinu 82. Eins og í ónegldu dekkjunum gat munurinn varla orðið minni.

Þekkt vörumerki en Brigdestone ekki með

Í dekkjakönnuninni eru nokkur þekkt vörumerki eins og Continental, Goodyear, Michelin, Nokian og Pirelli. Þó vantar eitt þekkt vörumerki vantar, Bridgestone, sem tók annað sætið í nagladekkjaprófuninni 2024 með Spike 3. Fyrir prófunina í árs voru engin slík dekk að finna hjá söluaðilum.

Þrátt fyrir að Bridgestone hafi fengið góða stöðu í prófun í fyrra fengu dekkin þaðan gagnrýni fyrir slæleg

vinnubrögð með nöglunum. Þeir stefndu í mismunandi áttir og duttu úr. Skömmu síðar hætti Bridgestone framleiðslu á nagladekkjum sínum og það ríkir óvissa um framboð á Spike 3 fyrir vetrartímann 2025/2026.

Þekktir framleiðendur fá nú einhverja samkeppni frá ódýrari valkostum. Í miðlungsflokki kemur suður-kóreska fyrirtækið Nexen. Við fyrstu sýn líkist munstrið nagladekkjum Michelin og á helmingi lægra verði. Enn ódýrari eru nagladekkin frá kínversku framleiðendunum Goodride og Triangle.

Lágt verð er sérstaklega freistandi fyrir eigendur stærri bíla, þar sem dekkjakostnaður eykst í takt við stærð bílsins. En ekki gleyma því að mikilvægi góðra dekkja eykst með þyngd bílsins.

Gullni meðalvegurinn

Í prófunum sem þessum er stundum erfitt að finna rétt jafnvægi á milli góðs stöðugleika á þurru malbiki og góðs grips á ís og snjó. Mismunurinn á niðurstöðunum er verulega meiri með þessari stærð á Volvo XC60 en því sem við höfum séð með minni fólksbíladekk.

Í fjórhjóladrifnum bíl er auðvelt að dæma rangt um yfirborðið og verða fyrst hissa á hálu yfirborðinu þegar það er orðið of seint. Jafnvel léleg dekk ná góðri hröðun þar sem drifkrafturinn dreifist á öll fjögur dekkin en einkum tvö dekk sjá um hemlun og stýringu. Þess vegna er auðvelt að láta gott upptak blekkja sig varðandi ástand dekkjanna.

Verum því varkár. Aldrei höfum við þurft að fá hjálp úr snjóskafli eins oft og í ár. Til allrar hamingju höfum við þann munað að framkvæma prófanir á lokuðum brautum án umferðar. Þann munað hefur þú ekki. Veldu því dekk af kostgæfni. Mundu: Að með þyngri bílum fylgir aukin ábyrgð.

Stórir bílar, stór dekk, stórir verðmiðar.

Það er auðvelt að láta sig freista af ódýrum dekkjum, sérstaklega sem jeppaeigandi. En sennilega eru engin fjárútlát vegna rekstrar bílsins mikilvægari en kaup á góðum dekkjum.

Kannski ertu tilbúinn að gera málamiðlanir með eigið öryggi, en mundu að þú berð einnig ábyrgð gagnvart öðrum í umferðinni. Þegar við prófum dekk fyrir þyngri bíla sjáum við að munurinn er meiri en nokkru sinni fyrr. Þú þarft ekki endilega að velja sigurvegara prófunarinnar, en vertu virkur neytandi og leitaðu að góðum tilboðum á bestu dekkjunum.

Nagladekk

1

NOKIAN HAKKAPELITTA 10

Fjöldi nagla: 222

Hörkustig (Slitflötur): 55

Hraða- og burðarþol: 107 T

Framleiðsludags: Vika 41, 2024

Framleiðsluland: Finnland

Söluaðili: Max 1

Verð per. dekk: 49.900 kr.

Besta vetrargripið

Finnski dekkjaframleiðandinn Nokian leggur megináherslu á framleiðslu vetrardekkja. Góður árangur í prófunum á slíkum dekkjum kemur því varla á óvart og að þessu sinni skilaði dekkið bestu einkunn á ís. Nokian-dekkið hefur bestu hröðunina og stystu hemlunarvegalengdina þar sem gripið er ófyrirsjáanlegt. Umfram allt hefur Nokian bestu aksturseiginleikana í beygjum – bæði á ís og þjöppuðum snjó. Stýringin er snörp og áreynslulaust og veitir ökumanni góða stjórn. Kostnaður við gott vetrargrip kemur í ljós á blautum vegi, þar sem Nokian hefur lengri hemlunarvegalengd en þau bestu og fer fyrst á flot. Stýringin á malbiki mætti vera nákvæmari en þó stöðugt undir álagi við svigakstur.

Besta vetrargripið tryggir fyrsta sæti í prófununum.

Kostir:

Besta vetrargripið í sínum flokki, mjög gott hliðargrip.

Ókostir:

Flýtur snemma upp, slök hemlun á blautum vegi, örlítið óstöðugt á beinni línu.

3

Fjöldi nagla: 209

Hörkustig (Slitflötur): 57

Hraða- og burðarþol: 107T

Framleiðsludags: Vika 48, 2024

Framleiðsluland: Þýskaland

Söluaðili: Dekkjahöllin

Verð per. dekk: 62.990 kr.

Gott í snjó og á malbiki

Þrátt fyrir nafnið skilar Continental-dekkið ekki jafngóðum árangri á ís og undanfarin ár. Þó að gripið sé nokkuð betra þegar dekkin eru orðin stærri er ísinn enn aðal akkilesarhællinn.

Á hinn bóginn eru aksturseiginleikarnir stórgóðir: Dekkið gefur góðan fyrirvara þegar hámarksgripi er náð og það er auðkeyrt undir álagi með lítilsháttar undirstýringu.

Grip í snjó er gott og á malbiki er Continental eitt það stöðugasta. Það höndlar svigakstur mjög vel og er með lægsta viðnámið í prófununum.

Þrátt fyrir slakt grip á ís skila aðrir styrkleikar því í þriðja sæti.

Kostir:

Rólegt og fyrirsjáanlegt, góður stöðugleiki á malbiki.

Ókostir:

Slakt grip á ís.

2

Fjöldi nagla: 220

Hörkustig (Slitflötur): 58

Hraða- og burðarþol: 107 T

Framleiðsludags: Vika 34, 2024

Framleiðsluland: Þýskaland

Söluaðili: Klettur

Verð per. dekk:

Gott grip á öllu undirlagi

Goodyear er sá framleiðandi sem kemst næst Nokian í vetrargreinunum.

Hröðun og hemlun jafnast á við Nokian en í beygjum er dekkið ekki jafnstöðugt. Með því er erfiðara að staðsetja bílinn og stýring er ónákvæmari.

Goodyear höndlar blautan veg vel, er með háan flothraða og stuttar hemlunarvegalengdir. Þó skortir því nokkuð á nákvæmni þegar komið er á malbik og viðnám dekksins er hærra en meðaltalið.

Gott jafnvægi milli grips á ís og í bleytu landar því öðru sæti, rétt á eftir Nokian.

Kostir:

Jafnt og gott grip á öllu undirlagi, góðar hemlar á ís.

Ókostir: Ónákvæmni við stýringu, hátt viðnám.

4

Fjöldi nagla: 296

Hörkustig (Slitflötur): 56

Hraða- og burðarþol: 107 T

Framleiðsludags: Vika 20, 2024

Framleiðsluland: Pólland

Söluaðili: N1 / Costco

Verð per. dekk: 52.990/----

Góð hemlun í vetraraðstæðum.

Nagladekk Michelin hafa lengi verið í uppáhaldi sérfræðinga vegna stuttrar hemlunarvegalengdar á ís og í snjó, lágs veggnýs og góðrar stýringar á malbiki.

Þetta á enn við í stærri útgáfu. Hemlun í vetrarfærð er mjög góð en hliðargripið í beygjum er nokkuð lakara. Það á sérstaklega við þegar mikið liggur við en þá fer dekkið að verða óstöðugt.

Undir álagi á malbiki er greinileg undirstýring en þó heldur það yfirvegun í svigakstri.

Stærsti veikleikinn kemur fram á blautum vegi – lélegur stöðugleiki í beygjum og lengsta hemlunarvegalengd prófsins skila dekkinu einungis í fjórða sæti.

Kostir:

Stutt hemlunarvegalengd á ís og snjó, lágur veggnýr og viðnám.

Ókostir:

Hált í bleytu, slakt hliðargrip.

Nagladekk

5

PIRELLI SCORPION ICEZERO 2

Fjöldi nagla: 196

Hörkustig (Slitflötur): 61

Hraða- og burðarþol: 107 T

Framleiðsludags: Vika 40, 2024

Framleiðsluland: Rúmenía

Söluaðili: Nesdekk

Verð per. dekk: 49.995 kr.

Best á malbiki

Pirelli hefur ákveðið að aðgreina jepplingastærðina af IceZero 2-dekkinu með því að bæta „Scorpion“ heitinu við en bæði munstur og eiginleikar eru eins og áður.

Grip á ís er ekki það besta í prófununum og vart verður við yfirstýringu þegar ekið er í vetrarfærð. Þannig fer afturhluti bílsins á ferð en þó með fyrirvara.

Pirelli nýtur sín hins vegar best á malbiki: besta svörun og hraðast í svigakstri. Það hefur einnig háan flothraða og með hæsta aksturshraða í gegnum beygjur á blautum vegi.

Þó mælist dekkið með mestan veggný í prófinu og léleg frammistaða í vetrarfærð dregur niður stigafjölda.

Kostir:

Frábært í bleytu, stýrissvörun og eiginleikar á malbiki.

Ókostir:

Slakt grip á ís, óstöðugt í vetrarakstri, hár veggnýr.

7

TRIANGLE ICELYNK TI501

Fjöldi nagla: 224

Hörkustig (Slitflötur): 59

Hraða- og burðarþol: 107 T

Framleiðsludags: Vika 25, 2024

Framleiðsluland: Kína

Söluaðili: Dekkjahöllin

Verð per. dekk:

Hemlar vel á malbiki.

IceLynk frá kínverska framleiðandanum Triangle er sérkennilegt dekk. Það er nagladekk án þess að grípa á ís.

Hemlunarvegalengdin á ís er meira en tvöfalt lengri en hjá þeim bestu og í raun verri en hjá mörgum ónegldum dekkjum.

Á snjó gengur ágætlega eins lengi og þú keyrir beint áfram en í beygjum missir Triangle gripið.

Aftur á móti er það með bestu hemlunarvegalengd prófsins á blautu malbiki og er auk þess með lágan veggný. Engu að síður líður það fyrir mikla undirstýringu.

Góð hemlun á malbiki og lágur vegnýr bjarga Triangle frá algjöru botnsætinu.

Kostir:

Stutt hemlunarvegalengd á malbiki, lágur veggnýr.

Ókostir:

Afleitt grip á ís, erfitt að stýra.

6

NEXEN WINGUARD WINSPIKE 3

Fjöldi nagla: 196

Hörkustig (Slitflötur): 66

Hraða- og burðarþol: 107 T

Framleiðsludags: Vika 32, 2023

Framleiðsluland: Suður-Kórea

Söluaðili: Klettur

Verð per. dekk:

Gott á blautum vegum

Nexen er með hörðustu gúmmíblönduna í prófinu og á í miklum erfiðleikum með vetrargrip – sérstaklega á snjó.

Á því er greinileg undirstýring þar sem framhjólin sem missa gripið fyrst – skyndilega og án fyrirvara.

Á malbiki er það skárra. Dekkið hefur góðan flothraða og stutta hemlunarvegalengd, sérstaklega á blautu undirlagi. En veggnýr of mikill.

Lélegt vetrargrip og mikill veggnýr skilar Nexen í sjötta sætið – langt á eftir gæðadekkjunum.

Kostir:

Góð frammistaða á malbiki.

Ókostir:

Hár veggnýr, lélegt grip á snjó og ís.

8

GOODRIDE ICEMASTER SPIKE Z-506

Fjöldi nagla: 202

Hörkustig (Slitflötur): 64

Hraða- og burðarþol: 107 T

Framleiðsludags: Vika 35, 2024

Framleiðsluland: Kína

Söluaðili: Nesdekk

Verð per. dekk:

Ásættanlegt á malbiki

Kínverska dekkið frá Goodride stenst ekki kröfur þrátt fyrir yfirlýsingar um að það sé þróað í Finnlandi.

Í samanburði við Triangle hefur Goodride færri slæma kosti en það skortir styrkleika.

Stíf dekkið og hart gúmmí gera það ásættanlegt á malbiki en í vetrarhlutunum veldur það vonbrigðum –lítið grip og skrikar auðveldlega.

Goodride endar meðal þeirra lélegustu í öllum flokkum og hafnar neðst.

Kostir:

Stutt hemlunarvegalengd á malbiki, ásættanlegt grip í bleytu.

Ókostir:

Lélegt grip á ís og snjó, hár veggnýr, óstöðugt.

ÖRYGGI Í AKSTRI MEÐ GOODYEAR

GÓÐ ENDING AUKIÐ ÖRYGGI

Fæst á öllum helstu hjólbarðaverkstæðum landsins

Nagladekk

Kauptu Nokian gæðadekk með ábyrgð!

Hakka ábyrgð® veitir viðskiptavinum sem kaupa ný Nokian

Hakkapelitta dekk hjá MAX1 nýtt samsvarandi dekk án endurgjalds ef upprunalega dekkið verður fyrir óhappi.

KYNNTU ÞÉR HAKKA TRYGGINGU® Á MAX1.IS

Skannaðu QR kóðann

og skoðaðu úrval

Nokian gæðadekkja

Sláðu inn bílnúmerið og þú finnur réttu stærðina á MAX1.is

Hröðun 5–25 km/klst, meðaltal úr þremur umferðum með tólf ræsingum á hvert dekk.

Triangle hefur nánast ekkert grip. Ef við hefðum getað gefið núll stig hefði það samt verið of mikið. Besta gripið við ræsingu á ís hefur Nokian, þar á eftir koma Goodyear og Michelin. Síðan kemur greinilegt gap yfir í hin dekkin.

Meðaltal úr samtals tólf hemlunum í þremur umferðum.

Nokian hefur besta hemlunargripið, þar á eftir kemur Goodyear. Michelin stendur sig líka vel. Triangle hefur tekist að framleiða nagladekk sem nær ekki gripi á ís – eitthvað sem við höfum ekki séð lengi.

Meðaltal úr sex umferðum í tveimur lotum. Einnig er tekið tillit til aksturseiginleika.

Nokian hefur besta hliðargripið og breytir hratt um stefnu án þess að missa stjórn. Continental hefur aðeins minna hliðargrip en tryggir öruggan akstur. Goodride getur skyndilega misst grip og byrjað að skrika.

Meðaltal úr fimm umferðum með tólf skiptum á hvert dekk.

Í snjó grípur gróft vetrarmunstrið vel í snjóinn. Þess vegna er munurinn minni hér en á ís. Nexen á í mestum vandræðum með gripið.

Meðaltal úr fimm umferðum með tólf hemlunum.

Óverulegur munur. Continental stendur sig betur á snjó en ís og það sama gildir um Pirelli. Mjúkur snjórinn dregur úr mikilvægi þess hve langt naglarnir standa út. Nexen sker sig úr á neikvæðan hátt.

Meðaltími úr þremur umferðum. Einnig er aksturseiginleikum gefin einkunn.

Nokian ræður best við hálar beygjur og veitir mikla akstursánægju. Continental gefur góða tilfinningu fyrir veggripi. Triangle hefur slaka stýrissvörun og Goodride missir oft grip.

Stöðvun úr 100 km/klst. á malbiki með 1 mm vatnsfilmu.

Veggrip í bleytu og veggrip á ís eru tvennt ólíkt. Nokian og Michelin eiga í mestum vandræðum á meðan Triangle skarar þar fram úr. Goodride stendur sig illa bæði á ís og í bleytu.

Stöðvun úr 100 km/klst. á þurru malbiki. Meðaltal úr sex hemlunum á hvert dekk.

Triangle hemlar best jafnt á þurru sem blautu malbiki. Nexen og Pirelli fylgja fast á eftir. Goodyear og Michelin þurfa einn metra í viðbót til að stöðva.

Stundin þar sem drifhjólin byrja að missa grip í 6 mm vatnslagi. Meðaltal úr þremur umferðum.

Pirelli og Nexen ráða best við vatnið, þar á eftir kemur Goodyear. Nokian á í mestu erfiðleikum vegna þéttrar munsturhönnunar.

flot
Hemlun úr 100 - 5 km/h mælt í metrum

Bestu naglalausu dekkin árið 2025

Stigin á bestu naglalausu dekkjunum í dekkjaprófun vetrarins eru óvenjulega há en mestu skiptir að þau henti fyrir þín vetrarakstursskilyrði. Á meðan lítið er um nýjungar á sviði nagladekkja hafa nokkrar nýjungar og traustar uppfærslur hækkað gæðastigið á naglalausu dekkjunum. Bornir voru saman átta valkostir í 13 undirprófunum á fjórum mismunandi undirlögum.

Fjórir framleiðendur berjast um sigurinn

Stærstu nýjungarnar í ár koma frá suður-kóreska framleiðandanum Hankook og þeim ítalska, Pirelli. Að auki er finnska fyrirtækið Nokian með tromp í erminni, nýja gúmmíblöndu sem veitir betra grip á blautu undirlagi. Frá Nordman, ódýrara vörumerkið hjá Nokian, sjáum við dekk í nýjum búningi. Fyrri kynslóð Nokian R3 er komin aftur sem Nordman North RS3.

Continental VikingContact8 stóð sig best í könnuninni með 91 stig. Vart mátti á milli sjá því Pirelli Ice Friction kom í öðru sæti með 90 stig. Goodyear Ultra Grip Ice 3 lenti síðan í þriðja sæti með 87 stig.

Rafmagn

Ef bíllinn er straumlaus þá mætum við á staðinn og gefum rafmagn.

Bensín

Verði bíllinn eldsneytislaus komum við með 5 lítra af eldsneyti. Greiða þarf fyrir eldsneytið.

Dekk

Ef dekk springur og eða dekkjaskipti eru vandamál, t.d ef vantar tjakk eða felgulykil kemur aðstoðin til hjálpar við að skipta.

5 112 112

Dráttarbíll

Stoppi bíll vegna bilunar þá flytjum við bílinn á næsta verkstæði félagsmanni að kostnaðarlausu.

Hleðsluflutningur

Orkulaus rafbíll er ekkert vandamál þar sem félagsmenn fá frían flutning heim eða á næstu hleðslustöð.

Þeir sem stefna að kaupum á naglalausum vetrardekkjum ættu að hafa í huga hvernig vetrardekk flokkast.

• Heilsársdekk eru þróuð fyrir sumarakstur en með aðeins mýkra gúmmíi og grófara munstri til að standast ákveðna vetrardaga, einnig á snjó. En þau henta ekki fyrir ís.

• Evrópsk dekk eru þróuð fyrir blautar hraðbrautir í Evrópu, með áherslu á mikinn hraða og stöðugleika. Þau hafa viðunandi grip í snjó og krapa en duga síður á ís og harðan snjó.

• Naglalaus dekk fyrir norrænar slóðir eru mjúk og með gott grip þegar mikill kuld er en á sama tíma hafa þau traust festi á ís og í hörðum snjó.

Því hafa öll dekk í prófunum komið úr síðasta flokknum, þ.e. vetrardekk fyrir norrænar slóðir. Stærðin sem var unnið með er 235/60 R18 – en hún er algeng undir jepplinga og þar á meðal er Volvo XC60, sem einnig var prófunarbíll að þessu sinni.

Góðir möguleikar af sterkum dekkjum

Auk nýliðanna Hankook og Pirelli, hafa Continental og Goodyear nýlega sent frá sér dekk sem skila sannarlega sínu. Goodyear bar sigur úr bítum í fyrra en Continental fylgdi fast á eftir.

Formúlan var þá jafneinföld og hún er góð. Framleiðendurnir gerðu úrbætur á veikleikum án þess að það komi niður á sterkustu hliðum dekkjanna.

Aðrir ódýrari valkostir voru meðal annars Hankook og Nordman og komu dekkin inn rétt á eftir dýrari gæðadekkjunum og langt á undan ódýrasta kostinum, Maxtrek. Og það er einmitt hæfileikinn til að skora hátt í mörgum flokkum sem aðgreinir gæðadekkin frá þeim ódýrari. Hankook-dekkið getur verið góður kostur fyrir á sem aka á blautu malbiki mestallan veturinn, en gripið á ís er aðeins veikt. Hjá Nordman er það öfugt. Það hentar vel fyrir klassískar vetraraðstæður á Norðurlöndum, en skorar lægra á blautu malbiki.

Fjórir í forystu – með mismunandi styrkleika Þegar við leggjum saman niðurstöður úr 13 undirprófunum er óvenjulega hörð samkeppni á milli Continental, Goodyear, Nokian og Pirelli.

Öll fjögur dekkin fá góða dóma en þau hafa aðeins mismunandi áherslur. Sum eru best á ís, önnur á þurru malbiki. Best er að kynna sér niðurstöðurnar úr hverju prófi fyrir sig til að fá betri mynd af því hvað hentar fyrir bílinn.

Í ár var ánægja með hvernig framleiðendum hefur tekist að bæta veiku hliðar dekkjanna, og þar með náð betra jafnvægi á milli aksturs í vetrarfæri og á blautu malbiki. Enn eru mismunandi áherslur hjá framleiðendum en munurinn er minni en áður.

Það þýðir að bifreiðaeigendur fá meira fyrir sinn snúð og staðfest er að naglalaus vetrardekk eru komin mjög langt hvað varðar þróun og öryggi.

1

CONTINENTAL VIKINGCONTACT 8

Hraða- og burðarþol: 107 T

Hörkustig (Slitflötur): 53

Framleiðsludags: Vika 2, 2025

Framleiðsluland: Þýskaland

Söluaðili: Dekkjahöllin

Verð á eitt dekk: 56.990 kr.

Besta ísgrípið

Engin önnur dekk fá jafn háa einkunn í öllum prófunum og VikingContact 8.

Það hefur besta ísgrípið í allri prófuninni, þolir meiri beygjuhraða en keppinautarnir og hegðar sér á öruggan og fyrirsjáanlegan hátt með lítilsháttar undirstýringu.

Það sem stendur upp úr: Continental stendur sig bæði best á ís og mjög vel á blautu malbiki – ekki síst hafa eiginleikar gegn vatnsfloti batnað eftir því sem dekkið varð stærra.

Á þurru malbiki er stöðugleikinn góður og veggnýr lágur. Eini ókostur er að viðbragð í stýri er ívið lakara en hjá þeim bestu.

Verðugur sigurvegari – án verulegra veikleika.

Kostir:

Besta gripið á ís, auðvelt að stjórna í öllum aðstæðum.

Ókostir:

Ívið meira viðnám.

3

GOODYEAR

Hraða- og burðarþol: 107 T

Hörkustig (Slitflötur): 57

Framleiðsludags: Vika 42, 2024

Framleiðsluland: Þýskaland

Söluaðili: Klettur

Verð á eitt dekk:

Einstaklega gott beygjugrip

Sigurvegari síðasta árs stendur sig enn vel, sérstaklega á auðu malbiki.

Aðeins Pirelli jafnast á við þetta dekk hvað varðar svörun í stýri og stöðugleika.

Hemlunarvegalengdirnar eru þó aðeins lengri en hjá þeim bestu. Vetrarveggripið er ennþá sterkt og beygjugripið í snjó er gott.

Í beygjum á ís stendur það sig vel með lítilsháttar undirstýringu og engum skyndilegum uppákomum.

Goodyear-dekkið er með lægsta veggnýinn í prófuninni og er nánast fullkomið vetrardekk.

Því nær það verðskulduðu þriðja sæti.

Kostir:

Gott vetrargrip, lágur veggnýr, gott grip í beygjum.

Ókostir:

Nokkuð lengri hemlunarvegalengd en hjá toppdekkjunum.

2

PIRELLI ICE FRICTION

Hraða- og burðarþol: 107H

Hörkustig (Slitflötur): 55

Framleiðsludags: Vika 49, 2024

Framleiðsluland: Kína

Söluaðili: Nesdekk

Verð á eitt dekk:

Best við flot.

Pirelli hefur náð sérstaklega góðum árangri í blautum aðstæðum.

Dekkið er meðal nýliðanna í vetrarprófuninni og hið nýþróaða Ice Friction er mikil framför frá forvera sínum, Asimmetrico.

Það er stendur sig best, fær toppeinkunn bæði fyrir hemlun og beygjur í bleytu og er best á þurru malbiki með nákvæma stýringu og akstursánægju.

Einnig í snjó stendur Pirelli sig frábærlega og á ís er það ekki langt á eftir þeim bestu. Afturendi bílsins fylgir vel eftir og það veitir mikinn stöðugleika í beygjum.

Í heildina stendur Pirelli sig mjög vel á öllum gerðum undirlags, með sérstaklega háa einkunn á auðum vegi.

Kostir:

Stýring á malbiki, flothraði, grip í snjó og á ís.

Ókostir:

Miðlungs veggnýr.

4

Hraða- og burðarþol: 107 R

Hörkustig (Slitflötur): 52

Framleiðsludags: Vika 2, 2025

Framleiðsluland: Finnland

Söluaðili: Max1

Verð á eitt dekk: 61.015 kr.

Besta hemlunin í bleytu

Nokian hefur áður fengið gagnrýni fyrir slakt veggrip í bleytu, en nú hefur gúmmíblandan verið uppfærð í nýju R5-útgáfunni.

Það leiðir til mun betri frammistöðu á blautu malbiki.

R5 er best í prófuninni við hemlun í bleytu, en á sama tíma missir það smá skerpu á ís, sérstaklega í beygjum. Gripið er ennþá gott, en ófyrirsjáanleg hegðun gerir það erfiðara þegar ekið er undir fullu álagi. Jafnvægið er þó betra en áður þegar á heildina er litið.

Þrátt fyrir harða samkeppni snýr Nokian snýr aftur með glæsibrag.

Kostir:

Best í hemlun í bleytu, traust grip á ís og í snjó.

Ókostir:

Minna grip á ís og slakari svörun í stýri en hjá þeim bestu.

5

MICHELIN X-ICE SNOW SUV

Hraða- og burðarþol: 107 T

Hörkustig (Slitflötur): 56

Framleiðsludags: Vika 27, 2024

Framleiðsluland: Pólland

Söluaðili: N1/Costco

Verð á eitt dekk: 49.990/----

Besta hemlun á ís

Þrátt fyrir að vera með elstu hönnunina hefur Michelin engu að síður besta hemlunargripið á ís.

Þó skortir nokkuð grip í beygjum.

Á malbiki er hemlunarvegalengdin nokkuð lengri en hjá

þeim bestu og stýrissvörunin er hæg með greinilegri undirstýringu. Þægindin eru þó góð og stöðugleikinn í beinum akstri veitir öryggi.

Góður og öruggur kostur, en nær þó ekki jafn háum einkunum í öllum prófunum eins og nýjustu toppdekkin.

Kostir:

Stutt hemlunarvegalengd á ís og snjó, þægindi.

Ókostir:

Meðalgott á blautu yfirborði og í beygjum.

7

HANKOOK WINTER I*CEPT IZ3 X

Hraða- og burðarþol: 107 T

Hörkustig (Slitflötur): 55

Framleiðsludags: Vika 26, 2024

Framleiðsluland: Suður-Kórea

Söluaðili: Klettur

Verð á eitt dekk:

Jákvæð bæting

Nýja jeppadekkið frá Hankook, IZ3 (arftaki IZ2), hefur bætt ísgripið verulega, sérstaklega í hemlunarprófunum.

En það á til að losa afturhjólin fyrst og missa grip undir álagi.

Á malbiki er stýringin eðlileg og það stendur sig vel í svigakstri. Því miður er veggnýr meiri en í forveranum.

Hankook hefur greinilega tekið jákvæðum breytingum með þessari nýjung, en það er ekki alveg á pari við toppdekkin.

Kostir:

Góð hemlun á öllum yfirborðum, góð stýrissvörun.

Ókostir:

Hár veggnýr, veikt hliðargrip á ís og snjó.

6

NORDMAN NORTH RS3 SUV

Hraða- og burðarþol: 107 R

Hörkustig (Slitflötur): 56

Framleiðsludags: Vika 1, 2025

Framleiðsluland: Finnland

Söluaðili: Max1

Verð á eitt dekk: 45.389 kr.

Góðir vetrareiginleikar.

Nordman er þekkt sem ódýrari útgáfa af eldri Nokian dekkjum.

RS3 hefur sama mynstur og gamla R3 – þar sem þekktir styrkleikar og veikleikar eru áberandi.

Mikið vetrargrip og er í raun betra en Nokian þegar kemur að hemlun á ís ásamt því að hafa jafnari aksturseiginleika. Á blautu malbiki er það þó langt á eftir, með verri hemlunargetu og hliðargrip.

Stýring á auðu undirlagi er einnig ójöfn. Dekk með skýra áherslu á vetrarakstur.

Kostir:

Mikið vetrargrip, auðvelt að stjórna á ís.

Ókostir

Slakt á blautu yfirborði og ójöfn stýring.

8

MAXTREK TREK M7 PLUS

Hraða- og burðarþol: 107 S

Hörkustig (Slitflötur): 58

Framleiðsludags: Vika 31, 2024

Framleiðsluland: Kína

Söluaðili: Klettur

Verð á eitt dekk:

Klárt botnsæti

Forðast skal að kaupa þetta dekk. Maxtrek er ódýrasti kosturinn í prófuninni og kemur það skýrt fram í niðurstöðum.

Í 10 af 13 prófunum lendir það í síðasta eða næstsíðasta sæti, oft með miklum mun á keppinautana.

Ljósi punkturinn er hröðun og hemlun á snjó, þar sem grófmynstraða dekkið er með góðu gripi. En í beygjum, á ís og malbiki á það í miklum erfiðleikum – sérstaklega með hliðargrip og stjórn.

Á auðum vegi er stýrissvörun nánast engin.

Klár „tapari“ prófunarinnar.

Kostir:

Hröðun og hemlun á snjó.

Ókostir:

Veikt hliðargrip og hemlun á ís og malbiki.

ERT ÞÚ KOMIN/N MEÐ

SKÍRTEINIÐ Í SÍMANN?

Meðaltal úr fimm umferðum með tólf ræsingum á hvern hjólbarða. Ræsingargrip er prófað bæði á fjórhjóladrifnum XC60 og framhjóladrifnum Volkswagen Tiguan. Þekktu vörumerkin standa jöfn að vígi en Maxtrek á í erfiðleikum með að ná gripi.

Meðaltal úr samtals tólf hemlunum í fimm umferðum. Á spegilsléttri ísingu eru það Michelin og Continental sem hemla allra best. Mörg dekk standa sig vel en Hankook dregst aftur úr. Maxtrek er slakast með 14,7 metra hemlunarvegalengd.

Meðaltal úr átta hringjum í tveimur umferðum. Aksturseiginleikar eru einnig metnir.

Continental hefur besta hliðargripið í beygjum og er auðvelt að leiðrétta bílinn þrátt fyrir að missi grip að aftan. Nordman er fyrirsjáanlegra og lætur betur að stjórn en stóri bróðir Nokian.

Meðaltal úr tveimur umferðum með tólf ræsingum á hvert dekk.

Öll ónegldu vetrardekk standa sig vel í snjóakstir þar sem gróft mynstrið veitir gott grip. Óverulegur munur er á milli dekkjanna.

Meðaltal úr tveimur umferðum með tólf hemlunum.

Öll dekkin hafa góða hemlunargetu í snjó. Bestu mælingum ná Pirelli, Maxtrek og Nokian. Önnur dekk skila fullkomlega viðunandi niðurstöðum.

Meðaltími úr sex umferðum í tveimur prófunarlotum. Aksturseiginleikar eru einnig metnir.

Continental er rólegt og stöðugt undir álagi. Nokian bregst hratt við en getur skyndilega misst veggrip í beygjum. Hankook á það til að missa grip til að aftan á meðan Maxtrek skortir hliðargrip.

Stöðvun úr 100 km/klst. á malbiki í 1 mm. vatni. Meðaltal úr tveimur prófunarlotum.

Nokian hefur bætt veggrip í bleytu verulega og er nú best, með Pirelli fast á hæla sér. Maxtrek lendir í síðasta sæti – með næstum 15 prósent lengri hemlunarvegalengd en Nokian.

Stöðvun úr 100 km/klst. á þurru malbiki. Meðaltal sex hemlana á hvert dekk.

Munurinn er minni en á blautum vegi. Pirelli og Continental hemla best. Maxtrek er aftur með lengri hemlunarvegalengd en önnur dekk í prófununum.

Punkturinn þar sem drifhjólin byrja að spóla í 6 mm. vatnslagi. Meðaltal úr þremur umferðum.

Pirelli þolir vatnsflot best. Nokian ræður betur við vatnselg í þessari prófun en áður. Michelin og Nordman eiga í mestum erfiðleikum.

Hemlun

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.