
10 minute read
Norðurlandakönnun á bílatryggingum
Ólafur Hauksson almannatengill
Hvers vegna kemur það ekki á óvart? Óheyrilega mikill munur er á iðgjöldum bílatrygginga milli Íslands og hinna Norðurlandanna
Laun eru ívið lægri í Svíþjóð en á Íslandi og bílar ódýrari. Varla getur það þó skýrt muninn á 85 þúsund króna iðgjaldi bílatrygginga í Stokkhólmi og 153 til 192 þúsund króna iðgjaldi á sams konar tryggingum í Reykjavík? Íslensku iðgjöldin eru í þessu dæmi 80–125% hærri en þau sænsku.
Dönsk laun eru svipuð og hér á landi. Bílar eru aftur á móti töluvert dýrari í Danmörku. Samkvæmt því mætti ætla að iðgjöld bílatrygginga væru á svipuðu róli. Svo er þó ekki. Danskt tryggingafélag innheimtir rúmlega 97 þúsund króna iðgjald á móti 153 til 192 þúsund króna iðgjaldi íslensku félaganna. Iðgjöldin eru 57–97% hærri á Íslandi en í Danmörku.
Norðurlandasamanburður FÍB
Í október síðastliðnum gerði FÍB könnun á iðgjöldum bílatrygginga hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Til að fá sem nákvæmastan samanburð var miðað við sams konar bíla og fjölskyldustærðir í öllum löndunum. FÍB aflaði upplýsinganna hérlendis og bíleigendafélögin á hinum Norðurlöndunum öfluðu upplýsinga þaðan fyrir FÍB. Leitað var eftir iðgjöldum ábyrgðartrygginga og kaskótrygginga og var haft samband við stærstu tryggingafélögin í hverju landi. Könnuð voru iðgjöld í fjórum stórborgum og svo Reykjavík. Einnig voru könnuð áhrif þess á iðgjöldin að vera með fleiri tryggingar hjá viðkomandi félagi og fá afslátt út á það. Tryggingafélögin vilja klæðskerasníða iðgjöld fyrir hvern og einn tryggingataka og vega þar og meta fjölmörg atriði sem geta haft áhrif á áhættumatið. Þar á meðal er búseta, aldur, fjölskyldustærð og aldur fjölskyldumeðlima, bíltegund, notkun, viðskiptasaga og tjónareynsla. Starfsfólk FÍB og systurfélaga þess á Norðurlöndunum þurftu því að viðhafa nokkra útsjónarsemi til að fá uppgefin iðgjöld til að geta borið þau saman.
Samanburðardæmin
Leitað var upplýsinga um iðgjöld miðað við eftirfarandi forsendur: VW Golf eTSI 150, árgerð 2020. Skráður eigandi 40 ára karlmaður, giftur og með tvö börn undir 17 ára
aldri á heimilinu. Akstur 15 þús. km. á ári. Tryggingataki og maki tjónslaus sl. 10 ár. Toyota RAV GX AWD Hybrid, árgerð 2019. Skráður eigandi 50 ára kona, gift og með börn 15 og 19 ára á heimilinu. Akstur 20 þús. km. á ári. Tryggingataki og maki tjónlaus sl. 7 ár. Þetta eru algengar bílategundir á öllum Norðurlöndunum. Karlmaður og kona öfluðu upplýsinga og tilboða frá fjórum íslenskum tryggingafélögum í þessa pakka. Óskað var upplýsinga um iðgjöld ábyrgðartrygginga og kaskótrygginga, annars vegar iðgjöld án annarra viðskipta og hins vegar afsláttarkjör miðað við að hafa aðrar tryggingar heimilisins einnig hjá tryggingafélaginu. Alla jafna gefa tryggingafélögin afslátt af bílatryggingum ef fleiri tryggingar eru keyptar í sama pakka. Nokkuð kom á óvart að upphæðirnar voru ekki alltaf þær sömu eftir því hvort karlinn eða konan óskaði eftir tilboði, þó að aðstæður væru að öðru leyti sambærilegar. Hjá TM og VÍS var Verðmunur bílatrygginga á Norðurlöndunum 153.156 til 192.668 kr

200 Sjóvá
180 160 140 120 105.500 kr
100 80 60 20
VÍS, Vörður
TM 85.300 kr

40 112.500 kr
97.500 kr

Helstu forsendur: Ábyrgðartryggingar og kaskó í eitt ár fyrir VW Golf

Grafið sýnir verðmunin í öðru af tveimur dæmunum sem FÍB lagði fyrir tryggingafélögin á Norðurlöndunum, ábyrgðar- og kaskótryggingu fyrir VW Golf eTSI 150 í eigu hjóna með tvö börn.
lítill munur en hjá Verði var munurinn mjög mikill, konunni í óhag. Hjá Sjóvá voru iðgjöldin óhagstæðari konunni þegar aðeins var spurt um iðgjöld Ísland 193 Svíþjóð 85 Danmörk 97 Noregur 105 Finnland 112 bílatrygginga án annarra viðskipta en óhagstæðari karlinum þegar afsláttarkjörin voru komin inn í spilið vegna kaupa á fleiri tryggingum.
Iðgjöld á Norðurlöndunum Íslenskar krónur TM Vörður VÍS Sjóvá Svíþjóð/Gautaborg Danmörk/Kaupmannahöfn Noregur/Osló Finnland/Helsinki
VW Golf eTSI 150 Ábyrgð og kaskó 153.156 177.352 180.825 192.668 85.300 97.500 105.500 112.500 Eigináhætta í kaskótryggingu 100.000 96.100 109.900 104.700 95.000 95.000 95.000 82.000
Iðgjöldin
Lítill munur er eftir löndum á því hvað innifalið er í tryggingunum. Ábyrgðartryggingin tekur fyrst og fremst til tjóns sem tryggingatakinn veldur; á munum, öðrum ökutækjum og fólki. Rúðutrygging og lögfræðiaðstoð er alla jafna hluti af ábyrgðartryggingunni. Athygli vekur í samanburðinum milli landanna að þrátt fyrir mikinn mun á iðgjöldum, þá er mjög lítill munur á eigináhættu kaskótryggingar. Það gefur til kynna að í raun ætti svipaður munur að vera á iðgjöldunum sjálfum – en svo er ekki eins og tölurnar sýna.
Er mikill munur á bótum og skilmálum milli landanna?
Bílatryggingar eru að flestu leyti sambærilegar milli Norðurlandanna. Ábyrgðatryggingin bætir tjón sem ökutækið veldur öðrum og kaskótryggingin bætir tjón á ökutæki sem er í órétti og ýmislegt annað tjón sem verður á því. Ábyrgðartrygging er skylda, en kaskó valkvætt. Á hinum Norðurlöndunum er alla jafna meiri vernd innifalin í tryggingunni en hér á landi, t.d. flutningur á verkstæði hvaðan sem er. Hinn víðfrægi iðgjaldafrumskógur vex af jafn miklum krafti hjá frændum vorum og hér á landi. Tryggingafélögin horfa til margra þátta þegar þau reikna út iðgjöldin, aðallega til að ákveða áhættuna sem felst í því að tryggja viðkomandi. Fyrir vikið er ekkert til sem heitir eitt iðgjald trygginga. Til að fá samanburð iðgjalda milli landa þarf því að nota eitt og sama dæmið, eins og gert er í þessari úttekt. Við útreikning iðgjalda er gengið svo langt í Danmörku að ekki aðeins er miðað við búsetu í póstnúmeri, heldur í götu. Þar er einnig tekið mið af því hversu lengi viðkomandi hefur verið bíleigandi. Tryggingafélög taka öll meira eða minna mið af tegund og árgerð ökutækja, aldri eigenda, tjónareynslu og hvort ungir ökumenn eru í fjölskyldunni. Stundum er miðað við heildarakstur. Flest gefa tryggingafélögin einhvern afslátt þegar keyptar eru fleiri tryggingar saman og þegar tjónareynsla er góð. Að sama skapi hækka félögin iðgjöld þegar tjónareynslan er slæm. TM áskilur sér t.d. rétt til að innheimta tífalt iðgjald af vafasömum tryggingatökum.
Iðgjöld á Norðurlöndunum Íslenskar krónur TM Vörður VÍS Sjóvá Svíþjóð/Gautaborg Danmörk/Kaupmannahöfn Noregur/Osló Finnland/Helsinki Toyota RAV GX Hybrid Ábyrgð og kaskó 156.516 187.202 195.232 215.296 91.300 119.536 148.295 136.752 Eigináhætta í kaskótryggingu 100.000 96.100 109.900 104.700 95.000 95.000 95.000 82.000
Afsláttur út á meiri viðskipti
Flestöll norrænu tryggingafélögin bjóða lækkun á iðgjöldum bílatrygginga ef tryggingataki er einnig með aðrar tryggingar hjá þeim, t.d. fjölskyldutryggingar, innbústryggingar og húseigendatryggingar. Vegna aðferða tryggingafélaganna við að reikna út iðgjöld getur verið mjög erfitt að fá upplýsingar um þennan afslátt. Þannig tókst FÍB ekki að fá upplýsingar um afslætti á hinum Norðurlöndunum og er iðgjaldasamanburðurinn því alfarið miðaður við að tryggja aðeins viðkomandi ökutæki. Í þessari könnun buðu tvö íslensku félaganna, TM og Vörður, engan afslátt á móti auknum viðskiptum. VÍS bauð 5% og Sjóvá bauð 10% afslátt. Með 10% afslættinum var iðgjald bílatrygginganna orðið lægra hjá Sjóvá en Verði. Hér sannast líkt og fyrri daginn að það borgar sig að kanna alla möguleika og gera samanburð þegar keyptar eru tryggingar.
Er hægt að skýra þennan mikla verðmun?
FÍB hefur löngum gagnrýnt tryggingafélögin fyrir okur á bíleigendum. Samanburðurinn við Norðurlöndin staðfestir enn og aftur að íslenskir bíleigendur eru látnir standa undir miklu meiru en einungis að tryggja tjón. Innlendu tryggingafélögin komast upp með 50–100% hærri iðgjöld en í nágrannalöndunum vegna þess að engin samkeppni ríkir á milli þeirra. Í raun má tala um þegjandi samráð. Í þeim efnum njóta þau stuðnings Fjármálaeftirlits Seðlabankans, sem beinlínis hvetur félögin til að hafa sem hæst iðgjöld til að ávaxta þá gríðarlegu sjóði sem þau hafa sankað að sér. Sjóðirnir samanstanda af eigin fé og skuldum. Eigið fé tryggingafélaganna er um 120 milljarðar króna. Svokallaðar vátryggingaskuldir nema rúmlega 100 milljörðum. Þessar „skuldir“ eru oftekin iðgjöld sem tryggingafélögin þykjast skulda tryggingatökum en peningarnir liggja í sjóðum hjá félögunum. Mestum „skuldum“ hafa þau safnað með okri á ábyrgðartryggingum ökutækja, 48 milljörðum króna. Venjulegt fólk kannast við þessar „skuldir“ sem bótasjóði tryggingafélaganna, þ.e. peninga sem ætlaðir eru til að bæta tjón. Tjónin eru þó aldrei nema brot af þessum sjóðum og tryggingafélögin ávaxta þá sjálfum sér til hagsbóta og borga enga skatta af þeirri ávöxtun. Sífellt bætist svo í sjóðina því
að ekki linnir oftöku iðgjalda. Alla þessa fjármuni þarf að ávaxta. Ávöxtunin gengur þó upp og niður, sum árin er hún góð, önnur ekki. Vasar viðskiptavina hafa því alla tíð þótt öruggasta „ávöxtunarleiðin,“ þangað seilast tryggingafélögin og komast upp með það.

Þetta á bara eftir að versna
Í greiningu Jakobsson Capital, sem fjallað var um í Markaði Fréttablaðsins í október síðastliðnum, sagði að vegna lækkunar stýrivaxta gætu tryggingafélögin ekki lengur treyst á góðar fjárfestingatekjur líkt og undanfarin ár. Þau þyrftu því að treysta á tryggingarekstur til að halda uppi arðinum. „Tryggingafélög sem hafa ekki arðbæran tryggingarekstur geta lent í vanda,“ segir Jakobsson Capital. Greiningarfyrirtækið er í raun að segja að tryggingafélögin þurfi að halda iðgjöldum háum eða hækka þau. Þessi umræða er auðvitað galin, því að hin leiðin til að skila arði er að draga úr sjóðunum, þ.e. lækka eigin fé og skuldir. Þá þarf ekki að hækka iðgjöld, heldur má þvert á móti lækka þau. Tryggingafélögin þurfa ekki rúmlega tvö hundruð milljarða króna sjóði til að standa undir tjónum enda eru stærstu áhætturnar endurtryggðar erlendis. Vegna þess hve sjóðir tryggingafélaga eru miklir um sig þurfa þau miklu fleiri krónur til að arðurinn teljist viðunandi heldur en ef sjóðirnir væru minni. Það kallar aðeins á að kafa dýpra í vasann hjá viðskiptavinum. Sjóðir tryggingafélaganna eru eins og skrímsli sem fitna og fitna og heimta stöðugt meira að éta.
Tryggingafélögin hafa alfarið í hendi sér að hætta þessari óþörfu sjóðasöfnun. en það sýnist
hér á landi.
Nöfn fjárfestanna segja alla söguna
Þrjú tryggingafélög, VÍS, TM og Sjóvá, eru á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar (NasdaqOMX). Vörður er í eigu Arion banka. Viðræður standa yfir um sameiningu TM og Kviku banka. Bankarnir hafa alltaf haft áhuga á nánu samstarfi við tryggingafélögin eða að eiga þau, enda liggja félögin á feitum sjóðum sem bankarnir vilja sýsla með. Fyrir bankahrunið 2008 voru þrjú tryggingafélög ýmist í eigu banka eða í afar nánu viðskiptasambandi við þá. Lífeyrissjóðir landsmanna eiga meirihluta í tryggingafélögunum sem eru á hlutabréfamarkaði. Það eignarhald segir mikilvæga sögu. Lífeyrissjóðirnir vilja nefnilega helst ekkert eiga nema það gefi örugga ávöxtun ár eftir ár. Lífeyrissjóðirnir vita að öruggasta ávöxtunin fæst hjá fyrirtækjum sem fólk kemst ekki hjá því að eiga mikil viðskipti við og raunveruleg verðsamkeppni er ekki fyrir hendi. Þar á meðal eru tryggingafélög, bankar, olíufélögin, fasteignafélög og verslunarkeðjur.
Hvað geta bíleigendur gert til að verja sig?
Reynslan hefur sýnt að tryggingafélögin kunna ekki að meta trygglynda viðskiptavini. Margsinnis hefur komið í ljós að tryggir viðskiptavinir borga alla jafna hærri iðgjöld en nýir viðskiptavinir. Reynsla félaga í FÍB sýnir að áhrifaríkasta leiðin til að fá lækkun iðgjalda er að óska reglulega eftir tilboðum í tryggingar frá öllum tryggingafélögunum og taka ávallt lægsta tilboðinu. Ekki ætti að gera þetta sjaldnar en á
Sænska iðgjaldið er í raun lægra
Þó svo að iðgjald bílatrygginga sé lægst í Svíþjóð í þessum samanburði FÍB gefur það ekki alveg rétta mynd af hinu raunverulega sænska iðgjaldi. Svíar innheimta nefnilega 32% skatt af iðgjöldum ábyrgðartrygginga. Skattur er ekki lagður á iðgjöld trygginga tveggja ára fresti.
Miðað við að 65% af iðgjaldi VW Golf bílsins í Svíþjóð sé vegna ábyrgðartrygginga, þá fara um 13.000 krónur af heildargreiðslunni til sænska ríkisins. Tryggingafélagið fær þá 72.300 krónur. Það þýðir að TM tekur t.d. um 81 þúsund krónum meira en sænska tryggingafélagið til að tryggja Golfinn og Sjóvá tekur 114 þúsund krónum meira.
Umferðarslys 24% færri en iðgjöld hækka um 9% á sama tíma
Árið 2019 og það sem af er árinu 2020 hefur slösuðum í umferðinni fækkað verulega frá fyrri árum. Bílum í umferð hefur einnig fækkað og umferð almennt. Taflan sýnir fjölda látinna og slasaðra fyrstu átta mánuði hvers árs samkvæmt skráningum Samgöngustofu. Sjá má að slösuðum hefur fækkað um 24% frá 2016. Á sama tíma hefur vísitala ábyrgðartrygginga ökutækja hækkað um 20% en neysluverðsvísitala aðeins um 11%. Ökutækjatryggingar hafa því hækkað um 9% að raungildi frá 2016 til 2020 á meðan slysum hefur fækkað um áðurnefnd 24%.
Þörf upprifjun
Efist einhver um hvað drífur tryggingafélögin áfram er ágætt að rifja upp áform Sjóvár og VÍS vorið 2016 um miklar arðgreiðslur út úr bótasjóðunum. Tryggingafélögin ætluðu að hirða fé úr bótasjóðum (vátryggingaskuld) til að greiða út arð sem var margfaldur hagnaður þeirra. FÍB hvatti ráðherra til að beita sér gagnvart stjórn Fjármálaeftirlitsins til að stöðva ránið. FÍB benti á að vegna breyttra reikningsskila gætu tryggingafélögin losað fé sem þau höfðu notað til að byggja upp bótasjóði með ofteknum iðgjöldum, aðallega í lögboðnum ökutækjatryggingum. Til að mynda var 3,7 milljörðum króna af bótasjóðunum hjá VÍS breytt í eigið fé vegna þessara breyttu reikningsskila. Þessa fjármuni ætluðu hluthafar fyrirtækisins að taka út sem milljarða króna arðgreiðslur. Mikil alda andúðar reis í þjóðfélaginu gagnvart þessum fyrirhugaða þjófnaði og voru bæði Sjóvá og VÍS rekin til baka með arðgreiðslurnar.