
2 minute read
Vélknúnar rafskútur 1915
Vélknúnar rafskútur vöktu óskipta athygli í upphafi síðustu aldar
Rafskútur hafa heldur betur rutt sér til rúms í heiminum á síðustu árum enda kjörin ferðamáti í borgum og bæjum. Hér á landi hefur notkun á þessum fararskjóta aukist til muna. Margir hafa fjárfest í slíku tæki og enn aðrir nýta sér að leigja kræjuna. Vélknúnar skútur aftur á móti voru farnar að sjást á götum í stórborgum Evrópu upp úr 1915. Í London mátti á þeim tíma sjá slík gæti á götum Lundúnaborgar. Aðgerðarsinninn og félagshyggjukonan Florance Priscilla vakti óskipta athygli á götum Lundúna á slíku farartæki sem hún fékk í gjöf frá eiginmanni sínum. Priscilla fetaði meðal annars í fótspor móður sinnar sem barðist fyrir kosningarétti kvenna á þessum tímum. Priscilla notaði skútuna til að ferðast til skrifstofu sinnar í miðborg Lundúna. Vélknúnu skúturnar voru framleiddar í Bandaríkjunum og Þýskalandi af fyrirtækinu Krupps. Bandaríska póstþjónustan nýtti sér skutlurnar í hraðflutningum og seinna tók póstþjónustan í Bretlandi skutlur í þjónustu sína. Í upphafi þóttu þær óstöðugar og erfiðar í meðförum en eftir því sem fram liðu stundir urðu þær betri og öruggari á allan hátt. Af mörgum voru skutlurnar kallaðar „bíll á tveimur hjólum“.
Volvo í efsta sæti hvað öryggi varðar
Í bandarískri könnun sem J.D. Power, gagnagreiningar- og neytendagreiningarfyrirtækið, vann og birti nýverið kemur í ljós hversu góðir bílaframleiðendur eru að innleiða nýsköpunartækni inn á bílamarkaðinn sem lítur meðal annars að rafbílum og öryggi svo að eitthvað sé nefnt. Fáum kemur á óvart að þar trónir Volvo í efsta sæti en sænski bílaframleðandinn hefur vermt það sæti um langt skeið. Það sem vakti athygli í könnuninni, hvað almennar bílategundir áhrærir, er hversu Hyundai fer hægt og bítandi upp listann. Bílar framleðandans verða sífellt öryggari og tæknivæddari. Fram kemur enn fremur í könnunni að neytendur eru einna ánægðastir með þróunina í nýsköpun á bakkmyndavélum og annars konar myndavélatækni sem eykur öryggi og bætir sýn ökumanna. Aftur á móti bera ökumenn ekki enn fullt traust til sjálfkeyrandi ökutækja. Þeir eru þó vissir um að með bættum búnaði og aukinni fræðslu muni sjálfvirkandi þáttur bifreiðarinnar fá aukið traust með tímanum. Volvo skoraði hæst í könnunni með 617 stig, BMW var í öðru sæti með 583 stig og Cadillac í þriðja sætinu með 577. Í næstum sætum komu Genesis, Mercedes Bens og Hyundai. Jeep, Porsche og Mini höfnuðu í neðstu sætunum.


ALTERNATORAR & STARTARAR
Í FÓLKSBÍLA, JEPPA, VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR


✔ Bíldshöfði 14, 110 Reykjavík ✔ Sími: 553 1244 ✔ ljosboginn@ljosboginn.is ✔ www.ljosboginn.is



Á að aka erlendis?
Ekki gleyma alþjóðlega ökuskírteininu. Afgreitt samdægurs. Nánari upplýsingar á FÍB.is



