3 minute read

Hyggja á frekari stuðning við framleiðslu vetnisbíla

hraðakstur eða kappakstur), notaði bíllinn rafmagn sem nam að meðaltali um 20 kílówattstundum á hverja 100 kílómetra. Það reiknast mér vera nokkuð nærri uppgefnu eyðslutölunni. Geymarnir voru langt í frá fullhlaðnir þegar tekið var við bílnum hjá innflytjandanum; Öskju síðdegis og tiltölulega fljótt gekk á orkuforðann það sem eftir lifði dagsins. Að byrja ekki á fullhlöðnum geymunum var reyndar hluti af prófuninni. Til stóð nefnilega að líkja sem mest eftir venjulegu snatti um höfuðborgarsvæðið en skjótast líka fáeinar lengri akstursleiðir. M.a. Var komið við í Ikea og bílnum stungið í samband við eina af hleðslustöðvum verslunarinnar sem að vísu var ekki hraðhleðslustöð. Eftir um eina og hálfa klukkustund hafði orkustaðan batnað nokkuð og var komin upp undir 50% þegar aftur var lagt af stað. Eftir talsverðan akstur hafði staðan lækkað umtalsvert og nú varð að skyggnast eftir hraðhleðslustöð og sú við hús Orkuveitunnar uppi í Árbæjarhverfi reyndist vera sú sem næst var. Þegar þangað kom voru tveir bílar í hleðslu og einir þrír biðu eftir að komast að. Því var horfið frá og ekið nokkuð enn, eða þangað til einungis örfá prósent voru eftir á rafhlöðunum. Enn var því ekið að Orkuveituhúsinu en þar var enn nokkurnveginn sama staðan; tveir í hleðslu og aðrir tveir biðu. Þá benti einhver á að næsta hraðhleðslustöð væri við BL bílaumboðið við Sævarhöfða. Þar var ung kona að ljúka við að hraðhlaða sinn bíl þegar þangað var komið og enginn beið. Þar sem geymarnir voru nú nærri því að tæmast þegar þarna var komið sögu þá mátti búast við allt að hálftíma bið eftir því að hraðhleðslustöðin næði að koma orkustöðu bílsins upp undir ca 80% hleðslu. Því gekk skrifari inn í BL og hitti þar fyrir gamlan kunningja sem þar hefur starfað lengi. Eftir ca 20 mínútna samtal við kunningjann og um fimm mínútum lengri hleðslutíma vitjaði ég aftur um Honduna og viti menn. Orkustaðan var komin upp í 80% sem dugði fyllilega í það sem eftir var – skottúr upp á Esjumela og síðan að skila bílnum aftur til Öskju enda klukkan að verða fimm.

Þéttara hleðslustöðvanet

Lærdómurinn af þessum eltingaleik við viðbótarstraum er sá að ef alvara er á bakvið orkuskiptin og það að fjölga rafbílum og útrýma að mestu brunahreyfilsbílum á allra næstu árum, þá er eins gott að hefjast handa strax. Bara miðað við núverandi fjölda hreinna rafbíla er hleðslustöðvanetið á höfuðborgarsvæðinu og hvarvetna um landið allt of gisið og staðsetning stöðvanna á stundum hálf furðuleg. Ekki hafði þessi reynsluökumaður sem hér skrifar, hugmynd um að hraðhleðslustöð væri að finna undir húsvegg inni á bílastæði BL við Sævarhöfða. Ekki hafði hann heldur Honda-e

Grunnverð: 4.390.000 Hestöfl: 136 - 154 Tog: 315 Newtonmetrar 0–100 km/klst: 9 - 8,3 sekúndur Hámarkshraði: 145 km/klst. Rafhlaðan: 35,5 kWst Drægi: 220 km L/B/H: 3.894/1.752/1.512 mm Hjólhaf: 2.530 mm Farangursrými: 171 lítrar Eigin þyngd: 1.518 kg.

Snerpa, umgengni, tæknibúnaður

Verð, farangursrými

hugmynd um það fyrirfram að Tesla hraðhleðslustöðvarnar væru ónothæfar fyrir aðrar tegundir rafbíla nema með einhverjum sérstökum millistykkjum. Og ekki vissi hann heldur fyrirfram að hver hraðhleðslustöð getur einungis annað einum bíl í einu. En fyrirfram vissi hann þó að það að hlaða næstum tóman rafmagnsbíl tekur miklu lengri tíma en að fylla á tankinn á brunahreyfilsbíl. Dæling á bensíni eða dísilolíu á fólksbíl tekur 2-4 mínútur en hraðhleðslan 20-30 mínútur og hæghleðsla eins og hjá IKEA sem vissulega er góðra gjalda verð, tekur miklu lengri tíma – allt frá ca klukkustund til að geta örugglega náð heim heim eða að næstu hraðhleðslustöð. Í hæghleðslustöð eins og hjá IKEA gæti það tekið allt upp í 20 klst. að fullhlaða tóma geymana. Vissulega hafa orðið stórstígar framfarir í framleiðslu rafhlaðanna og hleðslutími þeirra hefur styst mjög í áranna rás auk þess sem von er á nýjum, miklu afkastameiri og fljóthlaðnari rafhlöðum innan skamms tíma. En er ekki rétt að hefjast handa strax að þétta orkunetið fyrir rafbílana? Það hlýtur að vera nauðsynlegt þar sem rafbílum mun fjölga mikið á næstu fáum árum. Þeir eiga nefnilega framtíðina fyrir sér. Stefán Ásgrímsson

This article is from: