FÍB Blaðið 1. tbl. 2023

Page 1

Kílómetragjald

á notkun ökutækja

Alsæl að vinna

hjá Volvo

Ljósastýringar

Öryggiskönnun

Euro NCAP

1.tbl. 2023

Háaleitisbraut

Knarrarvogi

Skúlagötu Sprengisandi

Öskjuhlíð Skeifunni

Kópavogsbraut

Kaplakrika

Hafnarfjarðarhöfn

Mosfellsbæ

Kirkjustétt Starengi

Bíldshöfða

BYKO Breidd

Búðakór

Akureyri (Glerártorgi og Baldursnesi)

Egilsstöðum Fagradalsbraut 15

Stykkishólmi Reykjanesbæ

Borgarnesi

Mosfellsbæ

Reykjavík

Hveragerði

Selfossi

Akureyri - Glerártorgi

Akureyri - Baldursnesi hjá BYKO*

Borgarnesi

Hafnarfirði - Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfirði - Kaplakrika*

Hveragerði

Kjalarnesi

Kópavogi - Búðakór

Kópavogi - Kópavogsbraut

Kópavogi - Byko Breiddinni

Mosfellsbæ

ATLANTSOLÍA FÍB

Reykjanesbæ - Stapabraut

Reykjanesbæ - Hólagata

Reykjavík - Bíldshöfða

Reykjavík - Háaleitisbraut

Reykjavík - Kirkjustétt

Reykjavík - Knarrarvogi

Reykjavík - Skeifunni

Reykjavík - Skúlagötu

Reykjavík - Sprengisandi*

Reykjavík - Starengi

Reykjavík - Öskjuhlíð

Selfossi Stykkishólmi

Egilsstöðum

FÍB félagar eru í uppáhaldi hjá okkur og fá sérlega góð kjör með dælulyklinum, eða allt að 18 krónu afslátt.

Sæktu um lykil á www.fib.is og byrjaðu að spara.

*afsláttarlaus stöð – okkar langlægsta verð.
Kjalarnesi
1 8 K R E F DÆLT er 150+ Ltr. á mánuði aFSLátTUR 1 6 Kr
ME I RA F YR I R H JÁ ATLA N TS O LÍU F Í B FÉ LAGA

Útgefandi: FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA

Ritstjóri:

Jón Kristján Sigurðsson

Ábyrgðarmaður: Runólfur Ólafsson

Höfundar efnis:

Björn Kristjánsson

Jón Kristján Sigurðsson

Runólfur Ólafsson

Prófarkalestur:

Snorri G. Bergsson

Forsíðumynd:

Marsmánuður á Laugavegi, ljósmynd Björn Kristjánsson

Umbrot:

Björn Kristjánsson

Finnbogi Kjartansson

Auglýsingar: Gunnar Bender

Prentun:

Ísafoldarprentsmiðja Upplag 18.000

FÍB-blaðið kemur út þrisvar á ári og er innifalið í árgjaldinu.

Árgjald FÍB er 9.840.-

Heimilt er að vitna í FÍB-blaðið í

öðrum fjölmiðlum sé heimilda getið

FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA

Skúlagötu 19

101 Reykjavík

Sími: 414-9999

Netfang: fib@fib.is

Veffang: www.fib.is

FÍB-blaðið

Kílómetragjald á notkun ökutækja

FÍB hefur lengi talað fyrir nýbreytni í skattlagningu á ökutæki. Orkuskipti í samgöngum á landi eru staðreynd. Kílómetragjald er ekki ný hugmynd eða óþekkt skattlagning á ökutæki.

Til ársins 2005 var innheimtur þungaskattur af dísilfólksbílum hér á landi og miðaðist hann við árlegan aflestur á akstursvegalengd skv. mæli. Í Ástralíu er innheimt kílómetragjald af raf- og tengiltvinnbílum.

Markmið FÍB er að tryggja hagsmuni bifreiðaeigenda. Á undanliðnum árum hafa kjörnir fulltrúar talað fyrir ýmsum hugmyndum varðandi nýja skatta á bifreiðaeigendur. Vegtollar hafa verið boðaðir á höfuðborgarsvæðinu, í jarðgöngum og í tengslum við svokölluð samvinnuverkefni, m.a. væntanlega brú yfir Ölfusá, nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót og fyrirhugaðar vegabætur um Öxi úr Berufjarðarbotni að Skriðdals- og Breiðdalsvegi.

Stjórn FÍB ákvað að hefja vinnu við faglega úttekt á mögulegum skatta- og gjaldabreytingum vegna notkunar ökutækja með það markmið að hanna sanngjarnt og gegnsætt kerfi í stað núverandi tekjuöflunarkerfis ríkisins og hugmynda um vegtolla. Grunnviðmiðið er að notendur borgi sem noti og með lágmarks innheimtukostnaði.

Afrakstur hugmyndavinnu FÍB um nýsköpun varðandi skattlagningu ökutækja var nýlega kynntur fulltrúum stjórnvalda og almenningi. Niðurstaðan var tillaga um gjald á hvern ekinn kílómetra út frá losun koltvísýrings og þyngd bíls. Gjaldið á að endurspegla áhrif bílsins á umhverfið og álag hans á vegakerfið. Kílómetragjaldið komi í stað núverandi eldsneytisskatta og bifreiðagjalds.

Með slíku gjaldi munu rafmagnsbílar einnig borga fyrir afnot af vegakerfinu. Kílómetragjald gerir ríkinu kleift að hætta við áform um afar óhagkvæma innheimtu vegtolla og jarðgangagjalda.

Núverandi tekjustofnar ríkisins af notkun ökutækja eru að mestu skattar á jarðefnaeldsneyti, þar á meðal vörugjöld af bensíni, kolefnisgjald, olíugjald af dísilolíu og virðisaukaskattur. Álögur ríkisins á hvern lítra af bensíni og dísilolíu nema nú frá 106 til 119 krónum. Engir skattar eru lagðir á afnot rafknúinna bíla af vegakerfinu. Tvisvar á ári er innheimt bifreiðagjald af öllum bílum þar sem lágmarksgjaldið er tæplega 32 þúsund krónur fyrir árið. Þessi gjöld geta öll fallið inn í kílómetragjaldið. Verð á bensíni og dísilolíu myndi lækka á móti og bifreiðagjaldið yrði aflagt.

Hugmyndin er að kílómetragjaldið innheimtist miðað við áætlaðan meðalakstur og með álestri af akstursmæli líkt og þekkist varðandi rafmagns- og heitavatnsnotkun. Álestur getur farið fram við árlega skoðun, á verkstæðum, sem eigin álestur (myndataka af mælaborði), við skyndiskoðun, við kaup og sölu, í tjónstilkynningum og jafnvel sjálfvirkt eftir því sem tækninni fleygir fram. Einnig væri reitur við skráð ökutæki í skattframtali þar sem bíleigandi færði árlega inn kílómetrastöðu sinna ökutækja. Skatturinn annaðist innheimtu, til dæmis með mánaðarlegri kröfu.

Kílómetragjald gerir neytendum kleift að átta sig betur á kostnaði við akstursnotkun og væri þar með hvati til að kaupa umhverfisvænni og léttari bíla. Meiri meðvitund um kostnað dregur einnig úr óþarfa notkun heimilisbílsins og léttir á umferð.

Búið er að setja aðgengilega reiknivél inn á vefsíðu FÍB og þar geta bíleigendur séð upphæð mögulegs kílómetragjalds fyrir sitt ökutæki miðað við áætlaðan akstur.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB

4

Nú er einnig hægt að fá

FÍB skírteinið í símann!

Nánar á FÍB.is eða

Efnisyfirlit:

Gríðarlegur ávinningur vinnst með ljósastýringum

Ökumenn sem keyra um á höfuðborgarsvæðinu verða í sífellt meira mæli varir við aukinn umferðarþunga og miklar umferðarteppur. Þeir sem koma úr efri byggðum kannast við hvernig hægist á umferðinni á leið til vinnu á morgnana og eins þegar farið er heim síðdegis. Ástandið í þessum efnum hafa aðeins versnað með árunum, bílaeign hefur aukist og íbúum á höfuðborgarsvæðinu öllu hefur fjölgað mikið.

Þessir þættir hafa allir áhrif á umferðina og gera hana ótvírætt erfiðari og þyngri á allan hátt ef ekkert er að gert. Hvað er til ráða og hafa stjórnvöld sofið á verðinum í þessum efnum? Getur verið að uppbygging og almenn skipulagning í umferðarmálum hafi verið ábótavant og umferðarflæði súpi seyðið af því í dag eins og gögn virðast sýna fram á.

Á höfuðborgarsvæðinu jókst umferð í nýliðnum febrúar um 12% miðað við sama mánuð á síðasta ári. Þessi aukning varð til þess að gamla umferðarmetið frá árinu 2019 var slegið um 0,1%. Mest jókst umferð um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku eða rúmlega 13%. Þessar tölur tala sínu máli.

Tæplega 9 milljónum klukkustunda var sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar á árinu 2019 eða um 40 klukkustundum á hvern íbúa höfuðborgarinnar samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins. Hefur sú tala hækkað verulega á síðustu árum en ferðatími á annatíma hefur lengst um hátt í 50% á fáeinum árum. Fáar ef nokkrar nýfjárfestingar í vegasamgöngum hafa litið dagsins ljós í borginni þrátt fyrir verulega aukningu umferðar og aukna hlutdeild einkabílsins í ferðamátavali.

Krafan um vegabætur verður sífellt háværari en skv. könnun sem gerð var 2019 vilja 43% borgarbúa að stofnbrautakerfið á höfuðborgarsvæðinu verði bætt samanborið við 27% árið 2014. Með skilvirkri ljósastýringu er tryggt að umferðin gangi betur fyrir sig innan þeirra samgöngumannvirkja sem eru til staðar.

Bent er á að arðsemi ljósastýringa á höfuðborgarsvæðinu gæti verið töluverð en það er mat Samtaka iðnaðarins að 15% minnkun í umferðartöfum í höfuðborginni með ljósastýringu muni skila um 80 mö.kr. í ábata fyrir fyrirtæki og heimili á líftíma fjárfestingarinnar. Stofnkostnaður framkvæmdarinnar er 1,5 ma.kr. til samanburðar. Með ljósastýringu má þannig auka lífsgæði borgarbúa og framleiðni fyrirtækja innan borgarmarkanna og byggja stoðir undir hagvöxt framtíðarinnar.

Öllum er ljóst að bættar ljósastýringar geta aukið umferðarflæði og um leið bætt umferðaröryggi til muna. Aðilar sem koma að þessum málum verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma þessum málum í viðunandi ástand, öllum til heilla. Umræðan um bættar ljósastýringar hefur lengi verið í deiglunni. Nú er mál að linni og stjórnvöld verða nú að láta verkin tala.

6 FÍB-blaðið
FÍB kynnir kílómetragjald .............
Ísland bætir stöðu sína......
Ljósastýringar mikilvægar ......... 12 Mercedes Benz stórhuga ............ 14 KIA framleiðandi ársins ............. 15 Avenger bíll ársins í Evrópu ....... 16 Öryggiskönnun Euro NCAP ........ 18 Frábært að vinna hjá Volvo. ....... 20 Ný skoðunarhandbók................. 24 Breytingar á umferðarlögum ..... 26 Stefnumótandi efling hjá FIA .... 28 Uppbygging vetnsstöðva .......... 29 Tesla þarf að breyta .................... 30 Umferðarfræðsla í skólum ......... 31 Vetrarrannsókn á drægni ........... 32 Reynsluakstur Seres ................... 34 Reynsluakstur MG ...................... 38 Fornbíllinn hefur gildi.............. .. 44 Tvöföldun Reykjanesbrautar ..... 46 Gæði og öryggi í öndvegi........... 47
8
......... 10
Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri

Hvaða topptjald hentar þínu ævintýri?

Reykjavík Bíldshöfði 10
6
4
www.stilling.is/thule � Sími: 520 8000 � stilling@stilling.is
Hafnarfjörður Bæjarhraun
Akureyri Baldursnes
Selfoss Hrísmýri 2a

FÍB kynnir formúlu fyrir kílómetragjald á notkun ökutækja

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, leggur til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með kílómetragjaldi myndu rafmagnsbílar byrja að borga fyrir afnot af vegakerfinu. Það gerir ríkisvaldinu kleift að hætta við áform um afar óhagkvæma innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Þetta kom fram á kynningarfundi sem FÍB efndi til með blaða- og fréttamönnum og haldinn var í húsakynnum félagsins nýlega.

Hugmyndirnar felast í að gjald verði tekið á hvern ekinn kílómetra eftir losun koltvísýrings og þyngd viðkomandi bíls. Þannig endurspegli gjaldið áhrif bílsins á umhverfið og álag hans á vegakerfið.

Á vefsíðu FÍB geta bíleigendur séð útreikning kílómetragjaldsins fyrir ökutæki sín miðað við áætlaðan akstur.

Formúlan fyrir kílómetragjaldinu

Grunnforsendur formúlunnar byggjast á veginni meðallosun koltvísýrings (CO2) allra ökutækja á Íslandi, sem er 152,2 g/km og á veginni heildarþyngd allra ökutækja, sem er 2.870 kg. Tölurnar byggja á upplýsingum frá Samgöngustofu. Með þessum grunnforsendum og ákveðnum margföldunarstuðlum verður til kílómetragjald sem FÍB telur að endurspegli með sanngjörnum hætti raunveruleg áhrif af notkun viðkomandi bíls á umhverfið og vegakerfið.

Reikniformúlan miðast við að kílómetragjaldið skili sömu tekjum í ríkissjóð af notkun ökutækja og áformuð eru í fjárlögum fyrir 2023 eða um 50 milljörðum króna.

Til að reikna kílómetragjaldið er annars vegar deilt með 152,2 í CO2 losun viðkomandi bíls og útkoman margfölduð með sex til að finna út umhverfisgjald. Hins vegar er deilt með 2.870 í heildarþyngd viðkomandi bíls og margfaldað með 5 í til að finna út álagsgjald.

Samanlagt mynda umhverfisgjaldið og álagsgjaldið kílómetragjaldið. Reikniformúlan gerir bíleigendum kleift með einföldum hætti að reikna út gjaldið miðað við ekna kílómetra, enda eru upplýsingar um CO2 losun og heildarþyngd bíla aðgengilegar hjá Samgöngustofu.

Fyrir 10 þúsund kílómetra á ári yrði kílómetragjald Ford Focus-bílsins 88.000 kr., eða 7.333 kr. á mánuði. Fyrir 15 þúsund kílómetra akstur yrði kílómetragjaldið 132.000 kr., eða 11.000 kr. á mánuði. Á móti lækkar eldsneytiskostnaður og bifreiðagjald fellur niður.

Núverandi tekjustofnar ríkisins af notkun ökutækja

Núverandi tekjustofnar ríkisins af notkun ökutækja eru að mestu skattar á jarðefnaeldsneyti. Þar á meðal má nefna vörugjöld af bensíni, kolefnisgjald, olíugjald af dísilolíu og virðisaukaskatt. Bifreiðagjald er lagt á alla bíla og innheimt tvisvar á ári. Þessi gjöld geta öll fallið inn í kílómetragjaldið. Verð á bensíni og dísilolíu myndi lækka á móti. Á lítra af bensíni og dísilolíu nema álögur ríkisins nú tæpum 100 krónum.

Losun koltvísýrings og þyngd ökutækis ráði kílómetragjaldinu

• Kílómetragjald að tillögu FÍB er hugsað sem hvati til orkuskipta í samgöngum. Losun koltvísýrings (CO2) frá ökutækjum er því áhrifaþáttur í gjaldinu. Engin eða lítil losun þýðir lægra gjald og meiri losun hærra gjald.

• Þyngd ökutækja hefur mest að segja um slit vegakerfisins og tekur gjaldið því einnig mið af þeim þætti.

• Kostnaður af því að nota bílinn yrði lítið breyttur fyrir langflesta bíleigendur því að skattar á eldsneyti og bifreiðagjald myndu falla niður við upptöku kílómetragjalds. Þeim sem taka þátt í kostnaði við vegasamgöngur mun hins vegar fjölga.

• FÍB leggur til að Skatturinn sjái um innheimtu gjaldsins hjá eigendum ökutækja, ýmist í samræmi við áætlun eða álestur af kílómetramæli. Innheimta verði með svipuðu móti og fyrir rafmagn og hita.

8 FÍB-blaðið

Engir skattar eru lagðir á afnot rafknúinna bíla af vegakerfinu og er orkukostnaður þeirra mun lægri.

Á árinu 2023 gerir ríkið ráð fyrir 10,2 milljarða króna tekjum af vörugjaldi af innflutningi nýrra ökutækja. FÍB leggur ekki til að vörugjaldið verði hluti af kílómetragjaldinu.

Kílómetragjaldið fjármagni vegaframkvæmdir

Uppi eru áform um tugmilljarða króna nauðsynlegar nýframkvæmdir í vegakerfinu víða um land á næstu árum. FÍB telur að fjármögnun

þessara framkvæmda geti að mestu farið fram um kílómetragjaldið og komið í stað hugmynda um afar kostnaðarsama innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda.

Útfærsla

og innheimta

Kílómetragjaldið verði innheimt miðað við áætlun/álestur, ekki ósvipað og fyrir rafmagn og hita. Bíleigendum verði boðið að gera áætlun sem er leiðrétt við álestur. Álestur getur farið fram við árlega skoðun, á verkstæðum, sem eigin álestur (myndataka af mælaborði), við skyndiskoðun, við kaup og sölu, í tjónstilkynningum og jafnvel sjálfvirkt eftir því sem tækninni fleygir fram. Þá væri bíleigendum einnig boðið að skrá kílómetrastöðu um áramót á skattframtal.

Eigandi ökutækis fengi bankakröfu frá Skattinum, til dæmis mánaðarlega.

Tölur um ökutæki og umferð

Forsendur í þessum útreikningum miðast við fjölda ökutækja og akstur árið 2021 samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu.

Fjöldi ökutækja í umferð var 321.232, þar af voru fólksbílar 85%.

Heildarakstur var 4.230.363 þúsund km og meðalakstur yfir alla línuna 13.169 km.

• Gjaldið endurspeglar umhverfisáhrif viðkomandi ökutækis og álag þess á vegakerfið. Gjaldið mætir þannig fjölmörgum markmiðum sem ekki nást með núverandi og fyrirhuguðum innheimtuaðferðum (vegatollum) af notkun ökutækja.

• Eigendur bíla sem ganga fyrir rafmagni taka þá virkan þátt í kostnaði við vegakerfið en halda eftir sem áður hvatanum til að nota hreinorkugjafa vegna lægra gjalds.

• Kílómetragjald kemur í veg fyrir þörfina á dýrri og umdeildri uppsetningu tollahliða og innheimtu í jarðgöngum. Innheimtukostnaður kílómetragjalds nemur aðeins broti af kostnaði við þau áform.

Bíleigendur fá betri tilfinningu fyrir aksturskostnaði.

• Kílómetragjald stuðlar að ákveðnum jöfnuði í gjaldtöku af umferðinni og eyðir þörf fyrir sértæka og óhagkvæma innheimtu af þeim sem nota ein umferðarmannvirki umfram önnur, einkum á fáfarnari stöðum.

• Sú reikniformúla sem FÍB leggur til skapar mikinn sveigjanleika til að ná fram markmiðum tekjuöflunar ríkissjóðs í samræmi við þróun bílaflotans næstu ár og áratugi. Þannig má gera ráð fyrir að vægi umhverfisþáttar kílómetragjaldsins minnki eftir því sem rafknúnum bílum fjölgar og þá eykst vægi álagsþáttarins, þ.e. að þyngd bílsins hafi meira að segja um kílómetragjaldið.

Formaður samgöngunefndar tekur vel í tillögu FÍB um kílómetragjald

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar, tekur vel í tillögu Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) um kílómetragjald. Hann segir að gjaldið sé góður grunnur að fjármögnun vegakerfisins. FÍB kynnti á dögunum á blaða- og fréttafundi tillögu um kílómetragjald sem komi í stað núverandi tekjuöflunar ríkissjóðs af eldsneyti á ökutæki. FÍB hefur þróað reikniformúlu fyrir kílómetragjald sem endurspeglar raunveruleg afnot allra ökutækja af vegakerfinu en mætir um leið þörf fyrir orkuskipti í samgöngum.

Kílómetragjaldið geti jafnframt komið í stað kostnaðarsamra áforma um sérstaka gjaldtöku vegna nýframkvæmda. Á vefsíðu FÍB er reiknivél sem gerir bíleigendum kleift að sjá hvernig kílómetragjald kemur út.

,,Mér líst mjög vel á þessar hugmyndir frá FÍB og fagna þeim. Vonandi getum við tekið höndum saman og innleitt

þetta sem fyrst, jafnvel um næstu áramót. Það er líka fagnaðarefni að svona tillaga komi frá fagaðila eins og FÍB. Ég tek vel í það að við einföldun gjaldtöku í umferð í eitt kílómetragjald og ég held að það skipti máli að við vinnum hratt í því að innleiða þessar tillögur eða eitthvað í takt við þær,“ segir Vilhjálmur.

Kílómetragjald sanngjörn leið til að fjármagna uppbyggingu og rekstur vegakerfisins

Vilhjálmur segir enn fremur að hann telji kílómetragjald gæti orðið sanngjörn leið til að fjármagna uppbyggingu og rekstur vegakerfisins. Það sé nauðsynlegt að finna leiðir til að fjármagna vegakerfið og brýnt að það sé einfalt og gagnsætt kerfi. Honum finnst þó að enn megi hafa vegtolla til sértækrar gjaldtöku. Á einstökum stöðum myndi þá vera gjaldtaka til þess að fjármagna ákveðnar framkvæmdir. Hann segist jafnvel ímynda sér að einkaaðilar geti komið að framkvæmdunum.

9 FÍB-blaðið
FÍB telur vera ótvíræðan ávinning af upptöku kílómetragjalds

Ísland bætir stöðu sína í umferðaröryggi

Samkvæmt nýjum bráðabirgðatölum Evrópusambandsins hefur Ísland bætt stöðu sína í umferðaröryggi, þ.e. yfir fjölda látinna í umferðinni, miðað við höfðatölu í ríkjum Evrópu. Þar er Ísland í þriðja sæti á eftir Norðmönnum og Svíum með fæst banaslys árið 2022. Samkvæmt meðaltali áranna 2018–2022 er Ísland í fjórða sæti yfir þær þjóðir þar sem fæstir látast í umferðinni miðað við höfðatölu. Aðeins Norðmenn, Svíar og Bretar standa sig betur á fimm ára tímabilinu.

Þar sem fjöldi slysa á Íslandi er breytilegur milli ára hefur þótt rétt að tengja markmið við fimm ára meðaltal í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Sé næsta fimm ára tímabil á undan skoðað var Ísland í 9. sæti.

„Eitt af yfirmarkmiðum gildandi samgönguáætlunar og umferðaröryggisáætlunar er að Ísland sé í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða þar sem fæstir látast í umferðinni. Þetta markmið hefur nú náðst og það verður áskorun næstu ára að halda okkur á þessum stað í alþjóðlegum samanburði. Hvert banaslys er þó alltaf einu of mikið og við þurfum áfram að vinna að því hörðum höndum að uppræta þá vá sem banaslys í umferðinni eru,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.

Fjölmargir áhrifavaldar

Fjölmargir þættir stuðla að þessari jákvæðu þróun: ökutæki eru orðin öruggari, vegir betri og ökumenn standa sig betur. Fræðsla og forvarnir, ekki hvað síst til erlendra ökumanna, hafa skilað sér vel og sömuleiðis hvatning um að við bætum hegðun okkar í umferðinni.

„Samkvæmt þessum tölum er umferðaröryggi á Íslandi með því besta sem gerist í Evrópu. Árangurinn er ekki sjálfsagður og er afrakstur áralangs samstarfs fjölmargra aðila sem koma að málaflokki umferðaröryggis. Fjölmargir geta tekið þennan árangur til sín og vonandi verður

hann okkur öllum hvatning til að gera enn betur,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu.

FÍB hefur alla tíð lagt þunga áherslu á að efla umferðaröryggi í landinu ásamt innviðaráðuneytinu, Samgöngustofu, Vegagerðinni, lögreglu, Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, sveitarfélögum, fjölmiðlum, tryggingafélögum, ökuskólum og ökukennurum. Auk þess sinnir fjöldi félagasamtaka og einstaklinga ómetanlegu starfi í þágu umferðaröryggis.

Endanlegar tölur Evrópusambandsins um fjölda látinna í umferðinni fyrir árið 2022 verða birtar seinni hluta ársins.

10 Ekki gleyma að sýna skírteinið! FÍB afslættir um allt land. Nánar á FÍB.is Afsláttarnetið á fib.is

ÞREFÖLD ÞJÓNUSTA EFTIR TJÓN

Til viðbótar við hefðbundnar tryggingar léttir Toyota þér lí ð með lausnamiðaðri þjónustu. Eftirfarandi er innifalið í kaskótryggðu tjóni hjá Toyota tryggingum:

AFNOT AF BÍLALEIGUBÍL

TOYOTA BÍLALEIGUBÍLL

- Við viljum að þú komist ferða þinna á meðan við gerum við bílinn þinn. Sama hversu langan tíma það tekur.

VIÐURKENNDIR TOYOTA

VARAHLUTIR

TOYOTA VARAHLUTIR

- Við notum eingöngu varahluti frá Toyota sem passa í bílinn þinn.

BÍLAÞVOTTUR

TOYOTA BÍLAÞVOTTUR

- Við skilum þér bílnum þínum skínandi hreinum eftir viðgerð.

ÞAÐ ER EINFALT AÐ TRYGGJA Á

TOYOTATRYGGINGAR.IS

Kynntu þér málið á toyotatryggingar.is.

Þetta er eins einfalt og það getur orðið.

Það er Toyota tjónustu þjónusta.

11 FÍB-blaðið

Ljósastýringar

Misvísandi upplýsingar eru á kreiki um framgang ljósastýringa á höfuðborgarsvæðinu. Öllum er ljóst að hér er á ferð afar brýnt mál. Með skilvirkri ljósastýringu er tryggt að umferðin gangi betur fyrir sig innan þeirra samgöngumannvirkja sem eru til staðar. Arðsemi ljósastýringa á höfuðborgarsvæðinu gæti því verið töluverð eins rannsóknir hafa sýnt fram á.

Okkur lék forvitni á að vita hvernig staðan er á þessum málum í dag?

Eins hvað er búið að framkvæma í þessum efnum?

Hafa komið upp hnökrar í framkvæmdinni?

Við leituðum til Þorsteins R. Hermannsonar hjá Betri samgöngum og inntum hann svara við spurningunum hér að framan.

Þorsteinn upplýsti að eitt af verkefnum í samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga væri „að ráðast í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu“. Til að fá yfirsýn yfir stöðu mála var sænska verkfræðistofan Sweco fengin til að gera óháða úttekt á umferðarljósabúnaði á höfuðborgarsvæðinu og utanumhaldi og umsýslu hans. Staða umferðarljósastýringa var greind með aðferðarfræði bandarísku vegagerðarinnar og jafnframt borin saman við stöðuna í fjórum öðrum evrópskum borgum. Niðurstaða greiningar Swecos er að tæknilausnir og búnaður sem fjárfest hefur verið í síðastliðin ár er góður og styður við snjallar lausnir í umferðarljósastýringu. Því er talin ástæða til að skipta honum út og Sweco leggur til að haldið verði áfram á sömu braut við frekari fjárfestingar í umferðarljósabúnaði og tæknilausnum.

Skýrslan frá Sweco benti á nokkur tækifæri til úrbóta sem snéru einna helst að rekstri, að nýta betur þá möguleika sem núverandi kerfi og tæknilausnir hafa upp á að bjóða og að efla samvinnu veghaldara á höfuðborgarsvæðinu.

Til að bregðast við þeim ábendingum var stofnaður samstarfshópur um umferðarljósastýringar en í honum sitja fulltrúar veghaldara á höfuðborgarsvæðinu þ.e. frá Vegagerðinni og sveitarfélögunum. Á þessum vettvangi hefur verið unnið markvist að sameiginlegri stefnumótun og áherslum í málaflokknum og í apríl 2021 gaf starfshópurinn út 5 ára aðgerðaáætlun sem unnið er eftir. Hópurinn hefur m.a. skoðað áfram hvaða áætlanir aðrar borgir gera í umferðarljósastýringum, innkaupum á tæknilausnum, rekstri þeirra o.fl. Auk þess er verið á skerpa á samstarfi mismunandi veghaldara hér um umferðarljósastýringar og skoða það með markmið og þróun í málaflokknum í huga.

Hluti af aðgerðaáætlun snýr að kaupum á umferðarljósabúnaði og tæknilausnum. Eldri ljósabúnaður á höfuðborgarsvæðinu styður snjallar lausnir að takmörkuðu leyti og hefur verið unnið að því að skipta honum út undanfarin ár. Nokkur útboð hafa farið fram um kaup á nýjum ljósabúnaði síðan Samgöngusáttmálinn var undirritaður en reyndin er að það hefur verið fjárfest minna en til stóð þar sem innkaupaferlin hafa dregist á langinn vegna ítrekaðra kærumála. Árið 2020 var fjárfest fyrir um 80 m.kr. í nýjum búnaði og fyrir um 10 m.kr. árið 2021. Önnur innkaup hafa ekki gengið eftir vegna kærumála en úrskurðað var í þeim í desember síðastliðnum og stefnt á frekari búnaðarútboð á næstu mánuðum.

Upplýsingasíðu um umferðarljósastýringar er að finna hér: https://reykjavik.is/midlaeg-styring-umferdarljosa

Þar má m.a. sjá á korti hvaða umferðarljós á höfuðborgarsvæðinu eru tengd við miðlæga stýritölvu í dag og eins hvar finna má eldri umferðarljósabúnað.

Eins er þarna að finna upplýsingar um mismunandi stjórnsvæði (TASS-svæði), grænar bylgjur umferðarljósa og forgangskerfi fyrir neyðarumferð og strætisvagna.

12 FÍB-blaðið

100% RAFKNÚINN JEEP® AVENGER

TRYGGÐU ÞÉR BÍL ÁRSINS Í FORSÖLU

100% RAFKNÚINN JEEP® AVENGER ER BÍLL ÁRSINS Í EVRÓPU

Tryggðu þér þitt eintak af þessum einstaka verðlaunabíl í forsölu.

400 km meðaldrægni og allt að 550 km í innanbæjarakstri.*

Sendið tölvupóst á avenger@isband.is eða hringið í síma 590 2300.

*Samkvæmt WLTP-staðli

FORSALAN ER HAFIN

13 FÍB-blaðið
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 • ISBAND.IS • JEEP.IS OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16

Meira en áratug eftir að Tesla opnaði fyrstu ofurhleðslustöð sína í því sem nú er stærsta hraðhleðslukerfi heims fyrir rafbíla hefur Mercedes-Benz ákveðið að gera eitthvað svipað. Í fyrirlestri á CES-vörusýningunni sem haldin var í Las Vegas talaði sænski forstjórinn Ola Källenius um áætlanir fyrirtækisins um að byggja upp alþjóðlegt net 10.000 hraðhleðslutækja sem verða knúin endurnýjanlegri orku.

Fyrstu hleðslustöðvarnar verða settar upp í Bandaríkjunum og Kanada á næsta ári, áður en netið stækkar til Evrópu, Asíu og annarra mikilvægra markaða til loka áratugarins. Hleðslutækin verða opin fyrir rafbíla frá öllum tegundum strax í upphafi, lofar Källenius. Þetta aðgreinir þá frá Tesla, en hleðslunet þess fyrirtækis var lengi eingöngu fyrir eigin bíla þess áður en það opnaði að hluta fyrir öðrum vörumerkjum.

,,Viðskiptavinir okkar eiga skilið sannfærandi hleðsluupplifun sem auðveldar rafbílaeign og langar ferðir. Við munum ekki bara bíða eftir því að það gerist,“ segir Ola Källenius.

Mercedes mun leggja meira en einn milljarð evra í verkefnið – peninga sem Källenius telur að fyrirtækið muni geta fengið til baka þegar

14 FÍB-blaðið
er stjarna í bílrúðuNNi? Við leysum vandaNN þér að kostnaðarlausu Bílrúður - Bílalakk Stórhöfða 37 bilrudur.is Mercedes-Benz stórhuga í uppbyggingu hraðhleðslukerfa

framleiðandi ársins hjá Top Gear

Kia var valinn Framleiðandi ársins 2022 á TopGear.com verðlaunahátíðinni og lýkur bílaframleiðandinn þannig árinu á sannkölluðum hápunkti. Þetta er annað árið í röð sem Kia fer með sigur af hólmi á TopGear.com verðlaununum, en í fyrra var EV6 hlutskarpastur í sínum flokki.

Kia hefur á þessu ári komið m.a. með á markað fimmtu kynslóð Sportage og nýjan Niro, tvær söluhæstu gerðir Kia í Evrópu. Báðar gerðirnar buðu upp á miklar betrumbætur á ýmsum sviðum, þar á meðal hvað varðar hönnun ytra byrðis og innanrýmis, tækniframfarir og sjálfbærnivottanir.

„Kia hefur verið á ótrúlegri siglingu upp á síðkastið. Þrátt fyrir fordæmalausan mótvind virðist ekkert lát vera á uppsveiflunni.

Þvert á móti virðist hugrekkið færast í aukana. Nýjasti Sportage er framúrskarandi fjölskyldubíll sem slær helstu keppinautum sínum ref fyrir rass. Nýi Niro er glæsilegur í útliti og býðst í bæði hybrid- og rafmagnsútfærslum, og Kia virðist ganga vel í umskiptunum yfir í algjörlega rafknúna bíla. EV6 GT býður upp á 577 ha útfærslu með

ótrúlegri skriðstillingu," segir Jack Rix, ritstjóri BBC Top Gear Magazine.

Áætlun fyrirtækisins lýsir markmiðum þess um sjálfbærni, þar á meðal um 14 algjörlega rafknúnar gerðir árið 2027. Næsta gerðin verður Kia EV9, sem kemur á markað í Evrópu á þessu ári.

SERES 3

Luxury Rafmagnsbíllinn býður upp á ríkulegan staðalbúnað og frágang í hæsta gæðaflokki!

Verð 5.350.000,Við auglýsum svo sannarlega ekki “verð frá”.

Helluhraun sími 565

Helluhraun 4 220 Hafnarfirði Sími 565 2727 & 892 7502

15 FÍB-blaðið
VIÐ
„VERÐ
ALDREI
VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ”
www.rag.is

Jeep Avenger bíll ársins í Evrópu 2023

Jeep Avenger er bíll ársins í Evrópu 2023 en valið var kunngert á bílasýningu sem sem haldin var í Brussel.

Valið stóð á milli sjö bíla en Jeep Avenger er fyrsti bandaríski bíllinn til að hljóta titilinn í langan tíma. Bíllinn er reyndar hannaður með Evrópumarkað í huga en Avenger vann með nokkuð góðum mun, en hann hlaut 328 stig í valinu.

Í öðru sæti var Volkswagen ID.Buzz sem fékk 241 stig en þriðji var Nissan Ariya sem hlaut 211 stig. Næstir komu Kia Niro með slétt 200 stig, Renault Austral með 163 stig, Peugeot 408 með 149 stig og Toyota bZ4X/Subaru Solterra hlaut 133 stig.

Þetta er í sextugasta skiptið sem Bíll ársins í Evrópu er valinn en níu stór

bílablöð standa að valinu. Vegna þess að blaðamenn frá Rússlandi tóku ekki þátt að þessu sinni voru blaðamennirnir sem sáu um stigagjöfina 57 í stað 61 í fyrra. Hver blaðamaður mátti gefa 25 stig í valinu og hver bíll mátti mest fá 10 stig.

FÍB

Rafmagn

Ef bíllinn er straumlaus þá mætum við á staðinn og gefum rafmagn.

AÐSTOÐ ALLAN SÓLARHRINGINN 365 DAGA ÁRSINS Í SÍMA 5 112 112

Bensín

Verði bíllinn eldsneytislaus komum við með 5 lítra af eldsneyti. Greiða þarf fyrir eldsneytið.

Dekk

Ef dekk springur og eða dekkjaskipti eru vandamál, t.d ef vantar tjakk eða felgulykil kemur aðstoðin til hjálpar við að skipta.

Dráttarbíll

Stoppi bíll vegna bilunar þá flytjum við bílinn á næsta verkstæði félagsmanni að kostnaðarlausu.

Hleðsluflutningur

Orkulaus rafbíll er ekkert vandamál þar sem félagsmenn fá frían flutning heim eða á næstu hleðslustöð.

FÉLAGSMENN HAFA AÐGANG
FÍB

Er bíllinn klár í ferðalagið?

Ferðabox, skíðafestingar, hjólafestingar og margt fleira

Þriggja hjóla festing á krók Burðargeta 60 kg, hallanleg

Skíðafesting á topp

4 skíði eða 2 snjóbretti

Verð 24.890 kr

320 ltr, Mania, svart

Verð 44.990 kr.

Reiðhjólafesting á topp

Burðargeta 15 kg

Verð 18.900 kr.

Ál þverboga sett

Leopard, L, svart, burðargeta 75 kg

Verð 29.990 kr.

Þriggja hjóla festing á krók

Burðargeta 60 kg, hallanleg, hraðfest

Verð 110.000 kr.

Kajakfesting á topp

Burðargeta 50 kg

Verð 28.990 kr.

Kíktu inn á vefverslun Heklu sem er alltaf opin www.hekla.is

Bílar frá Asíu og Bandaríkjunum komu best út úr öryggiskönnunum Euro NCAP

Evrópska öryggisstofnunin, Euro NCAP sem er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu, hefur sett fram lista yfir öruggustu bíla sem prófaðir voru árið 2022. Athygli vekur að ekki er þar að finna bíl sem framleiddur er í Evrópu. Þeir bílar sem komu best út úr öryggisprófunum koma frá Asíu og Bandaríkjunum.

Euro NCAP gefur út á hverju ári út lista yfir öruggustu bílana innan hvers flokks. Krafan er að bílarnir þurfa að skora hátt í öllum flokkum. Öryggi fyrir fullorðna, öryggi fyrir börn, öryggi fyrir viðkvæma vegfarendur og rafræn hjálpartæki þurfa að vera fyrir hendi til að komast á blað. Þegar þetta er haft til hliðsjónar mun það líklega koma mörgum á óvart að evrópskar bílagerðir eru ekki í fremstu röð hvað þessa öryggisþætti áhrærir. Aftur móti koma tvær lítt þekktar kínverskar bílategundir mjög vel út úr prófunum og bandarískir bílar.

Þegar litið er á niðurstöðurnar sigraði Hyundai Ioniq 6 í flokki stórra fjölskyldubíla. Í flokki lítilla fjölskyldubíla er hinn kínverski Ora Funky Cat efstur á palli. Þessi tegund hefur lítið haslað sér völl á evrópskum markaði en niðurstaða árekstrarprófsins gæti orðið til þess að einhver bílaumboð hefji innflutning á þessari tegund bíla.

Tesla er efst í tveimur flokkum – Model S er best í flokki Executive Cars en Model Y er besti lítill torfærubíllinn. Kínverska bílategundi Wey Coffee 01 tekur efstu sætin sem sigurvegari stórra bíla í torfæruflokknum.

Fyrstu árekstrarpróf Euro NCAP voru framkvæmd fyrir 26 árum síðan. Á þessum árum hefur Euro NCAP gefið út og birt yfir eitt þúsund öryggisúttektir og árekstrarprófað á þriðja þúsund bíla. Áætlað er að varið hefur verið hátt í 200 milljónum evra í verkefnið með það að markmið að auka öryggi bifreiða í umferð. Sannarlega hafa öryggisúttektir Euro NCAP stóraukið öryggi vegfarenda og áætlað er að yfir 80.000 mannslíf hafi bjargast vegna öryggisþróunar ökutækja á liðnum 26 árum.

Fyrstu árekstrarprófin leiddu í ljós alvarlega öryggisbresti í söluhæstu fjölskyldubílum Evrópu. Þessar niðurstöður höfðu fljótlega veruleg áhrif á markaðinn. Bílaframleiðendur voru þvingaðir til að fara í grundvallarnaflaskoðun á hönnun ökutækja með öryggi og björgun mannslífa í fyrirrúmi. Markmiðið var og er að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum. Í dag eru 9 af hverjum 10 nýjum bílum á Evrópumarkaði árekstrarprófaðir og með öryggiseinkunn frá Euro NCAP.

18 FÍB-blaðið

Mesta rafbílaúrvalið er á bl.is

ENNEMM / SÍA / NM015421 BL Rafbílaúrvalið 200x277 F B mars

Ég er í draumastarfinu núna

„Ég lagði stund á nám í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands og eftir að því lauk vildi ég fara út í framhaldsnám. Úr varð að ég settist á skólabekk við Chalmers-tækniháskólann í Gautaborg árið 2013 og hóf að læra aðfangakeðjustjórnun. Eftir útskrift sótti ég um starf í þróunardeild hjá Volvo í ýmsum flæðum til verksmiðjurnar. Ég var svo heppin að fá vinnuna og hef verið hjá Volvo Trucks frá árinu 2015. Ég vinn í deild sem framleiðir þunga vörubíla og er það mjög spennandi í alla staði,“ segir Auður Ýr Bjarnadóttir Hjarðar í viðtali við FÍB-blaðið. Volvo er risastórt fyrirtæki með yfir 100 þúsund manns í vinnu í yfir 90 löndum á því sviði sem snýr að vörubíla- og bátaframleiðslu, mótorum í vinnuvélar og strætisvagna svo að eitthvað sé nefnt og þá er sjálf bílaframleiðslan ekki tekin með.

Volvo Trucks selur framleiðslu sína til yfir 190 landa um allan heim

Volvo Trucks selur framleiðslu sína til yfir 190 landa um allan heim og árlega á fjórða hundrað þúsund vörubíla í Svíþjóð einni. Stærstu verksmiðjurnar eru í Gautaborg og í Ghent í Belgíu, einnig eru aðrar út um allan heim. Stórar verksmiðjur eru í Bandaríkjunum, Brasilíu, S-Afríku og Ástralíu svo að dæmi séu nefnd.

Auður Ýr Bjarnadóttir unir hag sínum vel hjá Volvo Trucks í Gautaborg.

Auður Ýr segist í sjálfu sér ekki hafa haft áhuga á bílum í upphafi heldur miklu frekar dregist að fyrirtækinu sem slíku. Mjög áhugavert og spennandi sé hvernig maður getur haft áhrif á heilu kerfin með flutninga um allan heim og gert það á sem bestan hátt. Hún segir að vinnuumhverfið sé ofsalega spennandi og merkilegt hvernig hafa megi áhrif á framtíðina. Hún hafi síðan lært smám saman hvernig væri að vinna í þessum geira. Við smíðum vörubíla og skrúfum þá saman á hverjum degi, segir hún. Verkfræðingar koma að hönnun flæða að vörum inni í verksmiðjunni og draga saman 15 þúsund hluti sem þarf að setja saman. Hún sagðist hafa óbein áhrif á það hvernig hlutirnir eru byggðir og einnig fengið tækifæri til að skrúfa saman. Það hefði gengið vel en annars koma sérfræðingar hver á sínu sviði að framleiðslunni. Starfsmenn Volvo Trucks í Gautaborg eru um þrjú þúsund talsins.

Fyrstir í heimi til hefja framleiðslu á 100% rafbílum í vörubílaflokki

Auður Ýr segir að Volvo Trucks hafi verið fyrsta fyrirtækið í heimi til hefja framleiðslu á 100% rafbílum í vörubílaflokki. Félagið hefur smíðað minni gerðir vörubíla frá árinu 2019 í Frakklandi en hóf fyrst framleiðslu

á þungum rafvörubílum sl. haust.

Á sömu línu eru framleiddir dísil-,

rafmagns- og gasvörubílar eftir þörfum viðskiptavina.

Þróunin hröð á öllum sviðum

Sérðu fyrir þér að starfa áfram hjá Volvo í framtíðinni?

„Já, mér finnst frábært að fá tækifæri að vinna hjá svona stóru fyrirtæki eins og Volvo. Afskapleg gefandi er að geta haft áhrif á kerfin og koma að því að byggja upp framtíðina er ofsalega spennandi. Tækninni fleytir svo fram með rafmagnsbíla og hverjum hefði dottið í hug fyrir nokkrum árum að fram kæmu stórir rafmagnsknúnir flutningabílar. Þetta er staðreynd. Þessi þróun er að gerast hraðar en maður óraði fyrir. Allir leggjast á eitt og vinna saman til að láta nýjar vörur koma inn á markaðinn.

Ekki er annað að heyra en þú sért alsæl að vinna hjá Volvo í Gautaborg. „Já, ég er það. Segi það fullum fetum.“

Rafmagnsbílum fjölgar jafnt og þétt.

Er ekki sama þróun að eiga sér stað í Svíþjóð?

„Jú, alveg rétt. Þessi þróun er í fullum gangi hér. Rafmagn er dýrt sem stendur en það breytir engu. Þróunin er öll í eina átt. Nú fjölgar sérbýlum og fjölbýlishúsum með heimahleðslustöðvar og mun

einfaldara er að hlaða en áður. Það gildir jafnvel fyrir vörubíla en víða eru komnar upp hleðslustöðvar sem taka batterí þeirra sem eru miklu stærri en í fólksbílunum. Volvo er almennt þekkt fyrir skemmtilega vöruhönnun og -þróun þegar kemur að rafmagnsbílum. Að mínu áliti er björt framtíð fyrir rafmagnsbíla og aðra nýorkubíla. Hjá Volvo Group er markmiðið að fyrir árið 2050 gangi engir bílar fyrir jarðefnaeldsneyti. Breytingin er hafin og ekki aftur snúið.

Mikil áhersla á manneskjuna hjá Volvo

Heldurðu því fram að þú sért í draumastarfinu?

„Já, ég er í draumastarfinu núna. Maður getur þó alltaf sett sér háleit markmið, að geta haft meiri áhrif, fá að víkka reynsluna og sjóndeildarhringinn samhliða. Mér finnst ég vera á réttum stað í dag. Mér hefði kannski aldrei dottið í hug þegar ég var yngri að ég ætti eftir að vinna hjá bílaframleiðanda, heldur ekki að ganga um í stáltámskóm og endurskinsvesti alla daga. Í náminu sjálfu bjóst ég aldrei við að vinna í verksmiðju. Afar gott er að vinna hjá Volvo, mikil áhersla er á manneskjurnar sem þar vinna og starfsmennirnir byggja upp framtíðina.

Maður upplifir eitthvað nýtt á hverjum degi

Hún segir venjulegan vinnudag líða mjög fljótt. Hún sé mætt klukkan hálf sjö og degi hallar um fjögurleytið.

„Vöruþróunin í vöruflutningabílum er þó ekki eins hröð og í fólksbílunum. Það koma ekki ný módel á hverju ári en mjög hraðar bætingar eru gerðar. Verið er að laga og gera minni breytingar án þess að breyta öllu. Spennandi tímar eru framundan í vörubílaframleiðslu og er verið að fara úr þessu hefðbundna í það nýja sem rafbíllinn er,“ segir Auður Ýr Bjarnadóttir Hjarðar, verkfræðingur hjá Volvo Trucks, í spjallinu við FÍB-blaðið.

Auður Ýr ásamt eiginmanninum Jóni Ásbergi Sigurðssyni og litla syninum Ara.

Bílaframleiðsla heldur áfram að dragast saman

Bílaframleiðsla á Bretlandseyjum heldur áfram að dragast saman. Á síðasta ári voru framleiddir um 775 þúsund bílar sem er um 10% samdráttur frá árinu 2021. Alls voru framleiddir um 860 þúsundir bílar í Bretlandi 2021. Framleiðsla á bílum þar í landi hefur ekki verið minni frá 1956.

Ýmsir þættir valda þessum samdrætti og má þar nefna stríðið í Úkraínu, heimsfaraldur, verðbólgu og efnahagsþrengingar, ekki bara í Bretlandi heldur um heim allan. Skortur á íhlutum hafa ennfremur leitt til þess að bílaframleiðendur hafa dregið mjög úr framleiðslunni.

Fram kemur í tölum að eftirspurn eftir nýorkubílum hefur aukist en framboðið er af skornum skammti sökum skorts á íhlutum og öðru til framleiðslu.

Rafbílar stækka hlutdeild sína

Þegar tölur er teknar saman fyrir árið 2022 kemur í ljós að rafbílum á vegum fjölgar jafnt og þétt í Evrópu. Ívilnanir stjórnvalda og sívaxandi tegundaúrval hefur orðið til þess að margir bíleigendur hafa skipt út brunavélinni.

Mike Hawes, forstjóri Félag bílaframleiðenda og verslunarmann, SMMT, segir að þrátt fyrir vaxandi verðbólgu og aukinn kostnað sem bitnaði á breskum neytendum væri hann hæfilega bjartsýnn á framhaldið. Þó mætti sjá teikn á lofti um að ástandið muni breytast til betri vegar á seinni hluta þessa árs.

Noregur sker sig nokkuð úr því að þar í landi eru rafbílar með 16% hlutdeild í bílaflotanum. Það kemur ekki á óvart því norsk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir herferð í þágu rabíla og vega þar þyngst fjárhagslegar ívilnanir.

Í Ósló er hlutdeild rafbíla nú 33,2 prósent en mun minni á landsbyggðinni, eða um rúm 4%. Um hálf milljón rafbíla er nú á götum í Noregi.

Ísland kemur í öðru sæti með 4,6% og Holland þar á eftir með 2,8%. Í næstu sætum koma Danmörk með 2,4% og Svíþjóð með 2,2%. Nokkur lönd í Suður- og AusturEvrópu eru eftirbátar í rafbílaþróuninni. Þessi lönd eru einnig með elsta bílaflota í Evrópu.

Til dæmis má nefna að á sænska markaðnum voru rafbílar tæplega einn af hverjum þremur nýskráðum bílum á síðasta ári. Sé miðað við heildarbílaflotann eru rafbílar enn aðeins með 2,2 prósent þar í landi.

Vefverslun FÍB.is opin allan sólarhringinn

FÍB sjúkrataska aðeins

2.100 kr. fyrir FÍB félaga

Fullt verð 3.500 kr.

Ný skoðunarhandbók ökutækja

Ný skoðunarhandbók ökutækja tók gildi þann 1. mars sl. Handbókin leysir af hólmi núverandi skoðunarhandbók sem tók gildi 1. maí 2017. Sú nýja er að langstærstu leyti sambærileg þeirri eldri hvað varðar skoðunaratriði, skoðunaraðferðir, tækjabúnað og dæmingar.

Þó má finna áherslubreytingar, ný skoðunaratriði og nýja uppsetningu. Skoðunarhandbókin er byggð á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021 og á tilskipun Evrópusambandsins nr. 2014/45, með síðari breytingum.

Meðal þeirra atriða sem breytast með nýrri skoðunarhandbók þann 1. mars eru:

• Viðmið um virkni stöðuhemla á öllum ökutækjum eru hert þannig að það sem áður var lagfæring verður nú endurskoðun.

• Óvirkir stöðuhemlar á stærri ökutækjum (bílum og vögnum) valda því nú að notkun þeirra verður bönnuð en var áður endurskoðun.

• Eitthvað er um strangari dæmingar á ljósabúnaði, fá þá endurskoðun í stað lagfæringar áður. Á þetta við um flest ljósker (háljós, stöðuljós, hliðarljós, breiddarljós og þokuljós). Tiltölulega auðvelt er fyrir umráðamenn ökutækja að ganga úr skugga um að ljós virki áður en farið er í skoðun. Við þessa breytingu á handbókinni er því ástæða til að hvetja umráðamenn til að gera það.

• Algjörlega óvirk hemlaljósker (engin hemlaljós virka) verður nú akstursbann (var endurskoðun áður).

• Eitthvað er um hertar dæmingar á hjólbarða, alvarlegar skemmdir eða sprungur valda nú notkunarbanni en var endurskoðun áður, og mikið slit á hjólbörðum stærri ökutækja er alltaf endurskoðun (en gat verið lagfæring í einhverjum tilvikum áður).

• Í nýrri handbók verða betri upplýsingar fyrir skoðunarmenn af ýmsu tagi sem auka munu möguleika þeirra til að standa faglega að skoðun einstakra hluta ökutækisins.

• Verklagi skoðunarstofanna við meðhöndlun breytinga á ökutækjum hefur verið breytt. Breyting þarf nú að vera bæði leyfileg og helst fullfrágengin til að hljóta samþykki skoðunarstofu.

• Áréttaðar eru skyldur skoðunarmanna um að kynna niðurstöðu skoðunar vel fyrir eiganda (umráðamanni), sérstaklega þegar athugasemdir hafa verið gerðar við ástand ökutækisins.

24 FÍB-blaðið

Öruggari leið

25 FÍB-blaðið
Reykjavík Akureyri Seyðisfjörður í gegnum Vaðlaheiðargöng 464 1790 veggjald@veggjald.is Akureyri Víkurskarð 28 km Vaðlaheiðargöng 8 km Eyjafjörður 607 734

Breytinga að vænta í umferðarlögum um smáfarartæki og öryggi þeirra

Innviðaráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi til breytinga á umferðarlögum frá 2019 (nr. 77/2019).

Í frumvarpinu eru m.a. tillögur um smáfarartæki og öryggi þeirra, virðisaukaívilnun vegna reiðhjóla, heimild ríkisaðila til að setja reglur um notkun og gjaldtöku á stöðureitum í sinni eigu og loks innleiðingu á Evrópusambandsreglum.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem byggja á tillögum

starfshóps um smáfarartæki sem kynntar voru í fyrra. Markmið þeirra er að auka umferðaröryggi smáfarartækja án þess að standa í vegi fyrir frekari framþróun fjölbreyttari ferðamáta.

Vinsældir rafhlaupahjóla hafa verið miklar og notkun þeirra margfaldast á undanförnum árum. Þeim vinsældum hafa þó fylgt áskoranir og meðal þess sem greinir í niðurstöðum starfshópsins er að slys eru hlutfallslega tíð miðað við umferð. Fram kom í gögnum

starfshópsins að mörg börn slasast á rafhlaupahjólum en þau voru 45% þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna slíkra slysa.

Reglur um stöðureiti og virðisaukaskattsívilnun vegna reiðhjóla

Í frumvarpinu eru lagðar til tvær breytingar sem tengjast hvorki innleiðingu evrópskra reglan né tillögum starfshóps um smáfarartæki. Annars vegar er lagt til að ríkisaðila verði með samþykki ráðherra

Frumvarpið felur í sér allar tillögur starfshópsins sem vörðuðu breytingar á umferðarlögum.

Tillögurnar sem starfshópurinn lagði til eru þessar:

• Nýr ökutækjaflokkur smáfarartækja verði innleiddur í umferðarlög. Miðað yrði við að smáfarartæki væru ekki hönnuð til hraðari aksturs en 25 km á klst. og að hjól yfir þeim mörkum væru óheimil í umferð.

• Hlutlægt viðmið um áfengismagn í blóði ökumanna smáfarartækja.

• Ökumenn smáfarartækja skyldu að lágmarki hafa náð 13 ára aldri og að yngri en 16 ára yrði gert skylt að nota hjálm.

• Almennt bann lagt við því að breyta hraðastillingum aflknúinna smáfarartækja, léttra bifhjóla og rafmagnsreiðhjóla.

• Akstur smáfarartækja í almennri umferð verði leyfður á vegum þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klst. að því gefnu að tillögur um ölvunarakstur og aldursmörk nái fram að ganga enda geti veghaldari lagt bann við umferð smáfarartækja á einstökum vegum eða vegarköflum þyki ástæða til þess.

26 FÍB-blaðið

heimilað að setja reglur um notkun stöðureita og gjaldtöku á eigin landi. Um er að ræða viðbót við fyrri heimildir til að sjá um innheimtu fyrir notkun stöðureita sem ríkisaðili hefur umsjón með.

Hins vegar er lögð til breyting á bráðabirgðaákvæði í virðisaukaskattslögum í samvinnu

við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Með henni er lagt til að sérstök virðisaukaskattsívilnun vegna reiðhjóla verði áfram í gildi. Breytingar vegna innleiðingar Evrópureglna

Með frumvarpinu er ætlunin að tryggja lagastoð til innleiðingar fjögurra reglugerða Evrópuþingsins

og ráðsins og einnar tilskipunar. Í þeim er m.a. lagt til að Húsnæðisog mannvirkjastofnun verði falið markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum, eftirvögnum og fleiru en Samgöngustofa fer með leyfi og viðurkenningar. Þá eru lagðar til tilteknar breytingar á reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna í farþega- og farmflutningum.

Alþjóðaaksturssambandið, FIA, stóð fyrir þjálfunarráðstefnu í höfuðstöðvum þess í Genf í Sviss nýverið þar sem unnin var stefnumótandi vinna í eflingu á störfum innan sambandsins. Stefnumótunin ber heitið HPP, sem er háþróað forrit þar sem lögð meiri áhersla á leiðtogahæfni, jafnrétti, aðlögun og fjölbreyttni í störfum enn áður. HPP er enn fremur hluti af víðtækari viðleitni FIA til að umbreyta og nútímavæða starfsemi sína til að auka gagnsæi, EDI og þátttöku í akstursíþróttum á heimsvísu. Að auki er HPP hannað til að bæta gæði í íþróttareglum og leggja áherslu á jafnrétti, fjölbreytni og þátttöku innan FIA eins og áður sagði.

Á ráðstefnunni tóku þátt 24 nemendur og leiðbeinendur frá fimm heimsálfum. Þátttakendurnir munu njóta góðs af þjálfun og leiðsögn FIA sérfræðinga og leiðbeinenda allt árið 2023 þar sem þeir taka fyrstu skref sín á HPP

þróunarleiðinni. Ráðstefnan var haldin að tilstuðlan Mohammeds Bens Sulayems forseta FIA.

Á ráðstefnunni voru auk þess tekin fyrir mál sem lúta að Formúlu 1 og var þar stuðst við greiningar og gögn sem upp hafa komið í keppninni. Keppnisstjórar í Formúlu 1 og aðrir sögðu frá reynslu sinni sem var mjög upplýsandi og fróðlegt fyrir þátttakendur.

,,Þegar ég tók við embætti forseta FIA í lok ársins 2021 var ég ákveðinn í að mæta ýmsum áskorunum. Eitt af því var að efla okkur inn á við svo við verðum enn betur í stakk búinn að vinnan að góðum málum á næstu árum. Nýta þannig um leið styrk okkar sem við eigum til framtíðar. Hágæðaáætlun hefur verið kynnt til að bera kennsl á að skapa samfellu og samkvæmni og tryggja að við komum að skynsemi og bestu starfshættina við stjórnun íþróttarinnar,“ sagði Mohammed Ben Sulayem forseti FIA.

VEFVERSLUN FÍB.IS ER OPIN

ALLAN SÓLARHRINGINN

Framlegningarspeglar

– Fljótlegt að festa vel og örugglega á upprunalegan spegil bílsins

– Stillanlegt á breidd eftir stærð kerru

– 39 cm löng gúmmíól til að festa spegil

– Upprunalegi spegill bílsins nýtist einnig samt sem áður

– Í pakkanum eru tveir speglar í hlífðarpokum sem auðveldar geymslu

FÍB verð 10.400 kr. - Fullt verð 13.000 kr.

28 FÍB-blaðið
FIA umbreytir og nútímavæðir starfsemi sína til að auka gagnsæi
Mohammed Ben Sulayem forseti FIA

Hugmyndir um að byggja upp vetnisstöðvar hringinn í kringum landið

Franska fyrirtækið Qair hefur keypt 50% hlut Orkunnar í Íslenska vetnisfélaginu. Hugmyndin er að byggja upp vetnisstöðvar umhverfis Ísland. Íslenska vetnisfélagið er dótturfélag Orkunnar. Vetnisframleiðsla mun fara fram á Grundartanga. Ætlunin er að fjölga vetnisstöðvum félagsins úr tveimur í sex. Verður þá hægt að fylla á vetnisbíla um allt land en um 30 vetnisbílar eru á suðvestur horninu í dag.

Margir bílaframleiðendur hafa sýnt vetnistækninni áhuga og er von á fjölda nýrra gerða vetnisbíla á komandi árum. Ætti vetnið m.a. að henta vel sem orkugjafi fyrir vöruflutninga þar sem vetnistækin þyngja ekki flutningabílana og stuttan tíma tekur að fylla tankinn. Rafgreinir verður settur upp á Grundartanga til að framleiða meira vetni fyrir íslenska markaðinn.

Mikill áhugi er fyrir þessum græna valmöguleika, sérstaklega þegar kemur að þungaflutningum þar sem ökutækin munu draga verulega úr kolefnisspori og er því áætlað að vetnisbílum fjölgi hratt þegar innviðir styrkjast, bæði fólks- og flutningabílar.

Hvað er vetni? Til upplýsinga þá er vetni lofttegund sem er til staðar í miklu magni í alheiminum en á jörðinni fyrir finnst hún að mestu leyti í vatni og lífrænum efnasamböndum. Nýta má vetni til að knýja bíla en þá þarf það að vera hreint. Ein leið til að framleiða vetni er með rafgreiningu vatns sem skilur að vetni og súrefni úr vatnssameindunum. Rafgreining er orkufrek og byggir á raforkunotkun, en að loknu framleiðsluferlinu er vetninu safnað saman og geymt á þrýstihylkjum sem er orkuberi rafmagns í sama skilningi og rafhlöður. Þar sem rafmagn á Íslandi er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum þá er vetni framleitt hér einnig endurnýjanlegt.

Smíðum bíllykla

Tímapantanir óþarfar 510-8888 – Skemmuvegur 4 - 200 Kópavogi
Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla

Tesla þarf að breyta hinu umdeilda eftirlitskerfi Sentry Mode

Eftir gagnrýni þarf Tesla að breyta stillingum hins umdeilda eftirlitskerfis, Sentry Mode. Nú er það á ábyrgð bifreiðaeigenda að fylgt sé reglum um eftirlit. Það er ekki í lagi þegar Tesla-bílar geta tekið upp á myndband þegar einstaklingur kemur nálægt bílnum án þess að hann viti að því. Því verður bandaríski bílaframleiðandinn nú að breyta eftirlitskerfi sínu, Sentry Mode, í grundvallaratriðum.

Kerfið, sem er einkum hugsað sem aðgerð gegn þjófnaði og skemmdarverkum, hefur hingað til byrjað að mynda umhverfið sjálfkrafa með myndavélum bílsins þegar vegfarendur hafa komið of nálægt bílnum, til dæmis með því að ganga framhjá á götunni. Neytendur, stofnanir að hluta til og yfirvöld hafa að hluta gagnrýnt Tesla fyrir að brjóta friðhelgi einkalífsins og einnig efast um lögmæti Sentry Mode.

Á síðasta ári leiddi það meðal annars til þess að danska persónuverndarstofnunin leitaði til

hollenskra gagnayfirvalda, Autoriteit Persoonsgegevens (Persónuvernd Hollands, DPA), þar sem Tesla í Evrópu sem er skráð í Hollandi. Eftir að DPA kom inn í málið og rannsakaði ýmsar aðgerðir Sentry Mode hefur Tesla nú tilkynnt að fyrirtækið muni breyta uppsetningu eftirlitskerfisins.

Þetta þýðir að í framtíðinni muni Tesla aðeins taka upp efni ef bílarnir verða snertir en ekki þegar vegfarandur ganga eða hjóla hjá. Og aðeins eftir að hafa varað bíleigandann við í gegn um farsímann, sem getur þá kveikt á Sentry Mode. Jafnframt blikka ljós bílsins þegar hann er í upptöku, rétt eins og það kemur fram á stórum snertiskjá bílsins að bíllinn sé að taka upp. Allt er þetta gert til að gefa umhverfinu skýrt til kynna að tökur fari fram.

Að lokum mun Sentry Mode frá Tesla aðeins vista síðustu mínútuna af myndefni án sérstakra stillinga.

Tesla sleppur vel

Breyting Tesla í Sentry Mode þýðir að DPA hefur ekki fundið ástæðu til að gefa út sekt eða önnur viðurlög gegn félaginu. Rannsóknin hefur einnig leitt í ljós að bíleigandur bera lagalega ábyrgð en ekki Tesla sem framleiðandi, sem ber lagalega ábyrgð á því að upptökur séu í samræmi við gildandi lög í viðkomandi landi.

„Með breytingunum eru allir sem ganga framhjá Tesla betur verndaðir. Á sama tíma hefur fyrirtækið dregið úr hættunni á að einstakur bíleigandi brjóti lög,“ segir Katja Mur hjá DPA.

Tesla vill ekki að Félag danskra bifreiðaeigenda (FDM) greini nánar frá breytingum sínum á Sentry Mode eða viðræðum við hollenska gagnaeftirlitið, en tekur fram að það sé nú þegar í uppfærslu á bílunum. Þetta mun gerast stöðugt í gegnum svokallaða loftuppfærslu (OTA).

30 FÍB-blaðið

Ábyrgð bifreiðaeigenda að fara að lögum

Félag danskra bifreiðaeigenda, FDM, er meðal þeirra sem hefur áður lýst gagnrýni á Sentry Mode Tesla og sýndi í myndbandi hvernig eftirlitið getur farið fram.

,,Það jákvætt að hollenska gagnaeftirlitið með rannsóknum sínum hafi gert alla aðila meðvitaðri um hvenær eigi að hreyfa sig innan rammans og að Tesla sé nú að leiðrétta Sentry Mode,“ segir yfirráðgjafi FDM, Dennis Lange.

„Það er samt sem áður mjög mikilvægt að þú sem bíleigandi hafir í huga að það er að lokum á þína eigin ábyrgð að fara eftir reglum um upptökur. Þarna myndum við vilja sjá Tesla, og aðra bílaframleiðendur þess efnis, axla ábyrgð og sjá til þess að þær vörur sem seldar eru megi einungis nota löglega útskýrir hann.“

Samgöngustofa

með

umferðarfræðslu

í framhaldsskólum

Í janúar fór Samgöngustofa aftur af stað með umferðarfræðslu

í framhaldsskólum eftir langt hlé vegna Covid. Nú þegar hafa

starfsmenn stofnunarinnar farið

í FÁ, Kvennó og MH og fleiri

fyrirlestrar hafa verið bókaðir

á næstu vikum. Í fræðslunni er farið yfir bílprófið, sektir og punkta og umferðaröryggi.

Sérstök áhersla er lögð á að vera ekki í símanum undir

stýri, beltanotkun og að keyra ekki undir áhrifum. Vel hefur verið tekið á móti starfsfólki

Samgöngustofu og ungmennin verið einstaklega áhugasöm um viðfagsefnið.

31 FÍB-blaðið

Vetrarbílarannsókn á drægni rafbíla

Vetrarbílarannsókn Félags norskra bifreiðaeigenda (NAF) og félagstímaritsins Motors á rafbílum var framkvæmd í Osló í febrúar. FÍB var aðili að rannsókninni og aðstoðaði við framkvæmd hennar. NAF-rafbílarannsóknin er sú viðamesta í heimunum og var nú framkvæmd í fjórða sinn. Í henni eru gerðar vandaðar prófanir á drægni og úttektir á rafbílum bæði við sumar- og vetraraðstæður.

Að rannsókninni komu fagmenn hver á sínu sviði og bíða áhugamenn um bifreiðar og framleiðendur þeirra spenntir eftir niðurstöðunni enda eru Norðmenn í fremstu röð í heiminum þegar kemur að rafbílavæðingu. Í prófuninni var raundrægni 29 rafbíla skoðuð í vetraraðstæðum og enn fremur hvernig bílarnir brugðust við þegar rafhlaðan var að tæmast. Enginn af nýjum rafbílum í vetrarprófuninni var nálægt WLPT-staðlinum um orkunotkun bifreiða og raundrægni í akstri.

Heldur kaldara var í ár en það síðasta

Aðstæður í þessari nýju vetrarkönnun voru í stórum dráttum þær að veðurfar og færð var breytileg, yfirborð vega var ýmist autt, þurrt, blautt og ís á köflum. Hitafar á meðan prófunum stóð var frá frostmarki niður í allt að 19 gráðu í mínus á fjöllum. Í könnuninni í fyrra var hitinn á bilinu 0 til mínus tíu stig en í ár var heldur kaldara.

Prófanir fóru fram bæði á láglendi og á fjallvegum. Tveir voru í hverjum bíl, ökumaður og aðstoðarökumaður. Marianne Borgen borgarstjóri Oslóar og Stig Skjöstad framkvæmdastjóri NAF ræstu keppendur frá Aker Bryggehverfinu í miðborginni og þaðan var bílunum ekið tæpa 250 km á þjóðvegum í norður til Frya. Þaðan var ekið rúmlega 230 km hring um fjallvegi þar sem hver einstakur bíll þurfti að halda áfram uns hann varð rafmagnslaus. Þá fyrst var kílómetrafjöldi skráður. Eftir þetta þurftu prófunarteymin 29 að bíða eftir að vegaaðstoð NAF kæmi á staðinn og flytti orkulaus ökutækin að prófunar- og hleðslustað.

32 FÍB-blaðið
32 FÍB-blaðið

Veðrið var að mestu bjart og lítill vindur. Fyrsti kafli leiðarinnar var þéttbýlisakstur í Osló og þaðan var verið mest á þjóðvegum með hámarkshraða frá 60 upp í 110 km hraða á klukkustund. Á síðasta kaflanum var töluverður stígandi upp miklar brekkur sem voru allt að kílómetra hæð yfir sjávarmáli.

Bílarnir hófu prófanir með fullhlaðna rafhlöðu án forhitunar. Bílategundir geta haft mismunandi prófunargildi samkvæmt WLTP-staðlinum, allt eftir búnaðarstigi og hjólastærð.

Miðað var við það WLTP-gildi sem söluumboðið eða framleiðandinn gaf upp á bílana sem tóku þátt.

Að meðaltali var um 25% samdráttur í akstursdrægni

Eins og vænta mátti að vetrarlagi náðu rafhlöður bílanna 29 ekki sömu nýtni og afköstum og í sumarakstri. Orkunotkunin var að meðaltali yfir 10 prósent meiri en uppgefin eyðsla var samkvæmt WLTP-staðlinum.

Bílarnir töpuðu að meðaltali um 25% af akstursdrægninni á leiðinni. Af þátttökubílunum voru 12 kínverskir frá sjö mismunandi framleiðendum. Sumir þeirra hafa ekki áður verið í boði á evrópskum markaði. Árangur þeirra var misjafn. Maxus Euniq6 náði mjög góðum árangri en á hinum endanum var Hongqi E-HS9 með næstversta drægnirhlutfallið.

Met slegið í akstursdrægni

Met var slegið varðandi hversu langt rafbíll ók að vetrarlagi í drægnisprófi.

Þar átti í hlut Tesla Model S sem ók 530 kílómetra í köldu vetrarveðri. Það er 16,40% frávik frá drægni samkvæmt WLTP sem gefur upp

634 km. Þótt Tesla S hafi ekið lengst komst ódýrari bíll næst uppgefnu drægi, Maxus Euniq6 með 10,45% frávik. Bíllinn fór 317 km en uppgefin drægni hans var 354 km.

Þetta er fjórða vetrarprófið sem NAF og Motor standa fyrir. Sagan sýnir frávik á bilinu fjögur til yfir 35%. Í prófun þessa árs stóðu fjórir bílar sig verr en það sem hingað til hefur verið mesta frávikið í drægni: Mercedes

EQE 300, Skoda Enyaq Coupe RS, Hongqi e-HS9 og Toyota bZ4x 2WD

en bílar þessir voru með meira en 33% styttri drægni í prófunum. Toyota dró bZ4x 4WD bílinn sinn út úr keppninni nokkrum dögum áður en prófanir hófust en héldu eindrifsbílnum inni. BZ4X var með lökustu hlutfallsniðurstöðuna af öllum þátttökubílunum eða -35,79%.

Á meðfylgjandi töflu eru niðurstöður, yfirlit yfir bílana í prófinu með uppgefnu WLTP-staðalgildi, stöðvunartölum og frávikum frá WLTP. Orkueyðslutölur eru kWh/100 km.

Sheet1

33 FÍB-blaðið Myndir: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM
Tegund Uppgefin drægni Ekin vegalengd Mismunur Tesla Model S Standard 634 530 −16.40% Tesla Model X Plaid 543 444 −18.23% BMW i4 eDrive40 565 434 −23.19% NINE ET7 580 434 −25.17% BMW i7 xDrive60 595 424 −28.74% Mercedes EQE 300 614 409 −33.39% Bid Han 521 406 −22.07% Nissan Ariya 2WD 533 400 −24.95% Voyage Free 501 391 −21.96% Hongqi E-HS9 prototype 120 kWt 515 389 −24.47% Volkswagen ID.5 Pro 526 378 −28.14% MG ZS LR 440 352 −20.00% Kia EV6 GT 424 349 −17.69% Hyundai Ioniq 5 4WD 454 345 −24.01% Kia Niro EV 460 343 −25.43% MG 4 425 338 −20.47% Skoda Enyaq Coupe RS 510 338 −33.73% BMW iX1 428 337 −21.26% Tesla Model Y 2WD 455 337 −25.93% Mercedes EQB 250 452 334 −26.11% JAC e-JS4 433 323 −25.40% Toyota BZ4X 2WD 503 323 −35.79% Renault Megane 428 318 −25.70% Maxus Euniq6 354 317 −10.45% MG 5 380 313 −17.63% BYD Atto 3 420 311 −25.95% Volkswagen ID Buzz 408 310 −24.02% MG Marvel R 370 308 −16.76% Hongqi E-HS9 465 303 −34.84%
33 FÍB-blaðið

Reynsluakstur Seres 3

Sumarið 2022 kom kínverski rafbíllinn Seres 3 á markað hér á landi, enn ein nýjungin sem bílaáhugamönnum stendur til boða. Kínverskir rafbílar hafa í auknum mæli komið inn á markað í Evrópu og hlutdeild þeirra vex jafnt og þétt. Í metsölulandinu Noregi hefur Seres 3 verið vel tekið og selst hann með ágætum. RAG ehf. að Helluhrauni 4 í Hafnarfirði er umboðsaðili bílsins á Íslandi. Starfsemi fyrirtækisins hefur þróast og breyst undanfarin ár og er nú er inn- og útflutningur stór þáttur í rekstri þess.

Aflið var ekki nægjanlegt

Mjög spennandi var að setjast undir stýri á Seres 3 og sjá hvað þessi bíll hefur upp á að bjóða. Margir virtir og reyndir hönnuðir og tæknifræðingar komu að smíði bílsins. Reynsluaksturinn fór fram við misjafnar aðstæður innan borgarmarkanna og eins á malarvegum utanbæjar. Þar kom fljótlega í ljós að aflið var ekki nægjanlegt þó að einhverjum kynni að þykja það ásættanlegt. Fjöðrunin var nokkuð stíf en þó alls ekki

óþægileg, stýrið reyndist þægilegt og létt með auknum hraða. Það má hækka og lækka en ekki draga að bílstjóra.

Fjöðrunin stendur fyrir sínu

Á malarköflum í grennd við Hafravatn kom vel í ljós hve fjöðrunin var góð. Bílar með mjúka fjöðrun hafa hneigingu til að gefa eftir en svo var ekki. Beygjuradíus bílsins var góður og það gefur honum ákveðinn stimpil.

Seres 3 er framdrifinn bíll með einum rafmótor sem gefur um 163 hestöfl og togar 300 Nm. Uppgefin drægni, samkvæmt WLTP-staðlinum, er um 420 km en er í raun varla meiri en 300 km. Í heimahleðslustöð getur Seres 3 tekið við allt að 6,6 kW á klukkustund. Rafhlaðan tekur um 52 kWst. og þarf um 45 mínútur til að hlaða bílinn í hraðhleðslustöð sem gefur innan við 50 kW á klukkustund.

Allar aðgerðir eru auðveldar og miðstöðinni er sjálfstætt stjórnað

Bílar af Asíumarkaði hafa haft orð á sér fyrir að vera með slæmar miðstöðvar. Í Seres 3 er hún aftur á móti mjög góð. Allar aðgerðir eru auðveldar og miðstöðinni er sjálfstætt stjórnað.

Hljóðeinangrun í bílnum mætti vera betri en þegar farið var yfir 80 km/ klst var svolítill vindgnýr en vindur á köflum var um 10–12 metrar á sekúndu. Hlaðbremsan er ekki nógu öflug og efnisval í bílnum mætti vera betra á sumum sviðum. Einnig er vert að hafa í huga að ekkert

Android Auto eða Apple Carplay er í þessum bíl því að nálgast má allt í snjallsímanum með því að spegla hann á skjá bílsins eða nota bluetooth.

Engu að síður býr bíllinn býr yfir mörgum góðum kostum. Viðbragð í snertiskjá er gott og í raun mun betra en við mátti búast. Útsýnið er þægilegt og því er auðvelt að átta sig á umhverfinu. Ágætlega fer um ökumann og farþega í framsæti. Rýmið mætti þó vera meira í aftursætum.

Gott verð

Upp úr stendur eftir þennan reynsluakstur að kaupandinn fær mikið fyrir peningana. Í samanburði við marga aðra bíla í þessum flokki staldra eflaust margir við og hugsa næstu skref þegar verðið á bílnum er haft í huga. Markmið framleiðandans var að bjóða bíl með gott öryggi, góða aksturseiginleika og á viðráðanlegu veðri. Þetta virðist hafa gengið eftir.

35 FÍB-blaðið

Um framleiðandann

Seres (áður nefnt SF Motors, Chongqing Jinkang New Energy Automobile) er rafbíla- og íhlutaframleiðandi með höfuðstöðvar í Santa Clara í Kaliforníu. Fyrirtækið, sem er dótturfyrirtæki Chongqing Sokon Industry Group, hefur komið á fót rannsóknar- og þróunaraðstöðu víða og er í ferli við að hanna og framleiða rafbílalínu í Bandaríkjunum. Fyrirtækið er í samstarfi við fjölda bíla- og tæknibirgja.

Seres var stofnað undir heitinu SF Motors í Santa Clara í janúar 2016 og ætlaði að einbeita sér að framleiðslu rafbíla. Snemma næsta árs fékk móðurfélag þess, Sokon Industry Group, framleiðsluleyfi frá kínverskum stjórnvöldum fyrir rafbíla.

Fyrirtækið rekur rannsóknar- og þróunaraðstöðu á sjö stöðum í fjórum löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Kína, Þýskalandi og Japan. Seres er einnig í samstarfi við Mcity-nýsköpunarmiðstöð háskólans

36 FÍB-blaðið

í Michigan en hún er tileinkuð því að leiða umbreytingu yfir í tengd og sjálfvirk farartæki. Öll rannsóknarog þróunaraðstaða Seres mun einbeita sér að snjallri rafrænni aflrásartækni, ökutækjaverkfræði, snjöllu aksturskerfi, næstu kynslóð rafhlöðutækni og léttri hönnun.

Árið 2017 lauk SF Motors kaupum

á AM General Commercial

Assembly Plant í Mishawaka í Indíana-ríki og hefur frá þeim tíma verið eina rafbílafyrirtækið til að hafa framleiðsluaðstöðu bæði í Bandaríkjunum og Kína. Þetta verður fyrsta verksmiðjan í Bandaríkjunum sem er alfarið í eigu SF Motors.

Kaupin fela í sér að félagið hefur nú 430 verksmiðjustarfsmenn sem áður hjálpuðu til við að smíða farartæki fyrir bæði Mercedes-Benz og Hummer.

Seres3

Verð: 5.350.000

Vél: Rafmótor 120 kW (163 hestöfl, 300 NM

Drif: Framdrif

L/B/H mm: 4385x1850x1650

Veghæð: 180 mm

Farangursrými, lengd í mm: 800-1600

Rúmmál farangursrými: 385 lítrar

Þynd óhlaðinn: 1765 kg

Leyfð heildarþyngd: 2065 kg

Sæti: 5

Dekkjastærð: 225/55 R18

Hjólhaf mm: 2655

Sportvídd framan/aftan í mm: 1580/1582

Akstursprógröm: Eco/Normal/Sport

Stærð drifrafhlöðu: 53,61 kWh

Drægni (uppgefið): 400 km

Koltvísýringslosun: 0 g/km

Orkunýtni: A+

Aksturseiginleikar

Útlit - Stjórntæki

Rými - Sætisstaða Geymslurými

37 FÍB-blaðið

MG4

Þegar bílasagan er skoðuð hér heima kemur í ljós að ríkt hefur ákveðinn stöðugleiki varðandi framboð bíltegunda. Með reglulegu millibili hafa komið inn á markaðinn ný og óþekkt merki sem hafa annaðhvort náð fótfestu eða horfið hljóðlega á braut. Þá getur það verið þrautin þyngri að sannfæra væntanlega kaupendur um ágæti þess óþekkta og sérstaklega þegar kemur að kaupum sem telur í milljónum króna.

Ljósdíóðuframljósin eru mjög björt og góð til aksturs úti á landi. Sjálfvirk hæðastilling á ljósunum hefði gert upplifunina enn betri.

Með nýrri tækni koma ný tækifæri

Aukin áhersla og eftirspurn eftir rafbílum hefur jafnað leikinn svo um munar í bílgeiranum og lækkað þröskuldinn inn á bílamarkaðinn. Reynsla og auðlindirnar sem stóru framleiðendurnir bjuggu yfir reyndist ekki ávísun á forskot á rafbílamarkaðnum. Þessi endurræsing opnaði á tækifæri fyrir fjölmarga bílaframleiðendur til að komast inn á evrópskan markað og eru kínverskir framleiðendur þar fyrirferðarmiklir. Ekki má heldur gleyma því að á bakvið

nýtt og framandi merki hér á vesturhveli jarðar geta verið gríðarlega stórir framleiðendur með áratugareynslu af smíði á ýmiss konar tækjum til samgangna ásamt framleiðslu á íhlutum fyrir sig og aðra bílaframleiðendur. Í þessu sambandi má nefna að í nýjustu rafbílaprófununum sem fóru fram í Noregi í byrjun árs voru 29 rafbílar skráðir til leiks og af þeim voru 13 bílar frá kínverskum framleiðendum sem fæstir höfðu heyrt af fyrir 10 árum. Þessar tölur eru aðeins brot af því sem koma skal og því eru spennandi tímar fram undan.

SAIC MG

MG-bílaframleiðandinn er mörgum kunnugur og var í breskri eigu frá 1924 til 2006 þegar hann var keyptur af kínverska framleiðandanum Saic Motor.

SAIC-motor er gríðarlega stór kínversk samsteypa með fjölmörg undirmerki sem framleiða nær allt sem snýr að ökutækjum. Til dæmis framleiddi hún tæplega 5,5 milljón bíla árið 2021 og starfa yfir 200 þúsund manns hjá henni.

39 FÍB-blaðið
Afturljósin eru hönnuð eins og neðri vindkljúfur með skemmtilegu ljósamunstri. Engin afturrúðuþurrka er á bílnum en það ætti ekki að koma að sök.

MG á Íslandi

Bílaumboðið BL kynnti MG fyrst til leiks um mitt ár 2020 og virðist salan ganga vel sé horft í tölfræði seinustu ára en alls var búið að skrá 436 eintök á götuna í lok árs 2022. Þetta eru aðallega 100% rafbílar í bland við tengiltvinnbílinn MG EHS. Í júní á síðasta ári kom fyrsti MG-rafbíllinn sem var byggður á nýjum MSP (e. Modular Scalable Platform) grunni sem fékk nafnið Nebula, með 50/50 þyngdardreifingu og skalanleika allt frá 2,650 til 3,100 mm hjólhafs.

Bílnum fylgdu því tækifæri fyrir ýmsar stærðir og útgáfur af yfirbyggingum. Þá er gert ráð fyrir stærri rafhlöðum og drifi á öllum hjólum.

Útlit

Á Íslandi er MG4 er eingöngu í boði sem „luxury“ útfærsla sem er sú dýrasta frá MG. Ekki kom ekki á

óvart að bíllinn, sem var fenginn til prufunar, var appelsínugulur að lit enda hafa nær allar kynningamyndir sem birst hafa af bílnum í tímans rás verið í flötum appelsínugulum lit. Svo bjartur litur á bíl er mögulega ekki allra en hann ber litinn vel og er hann brotinn upp með svörtum listum neðst á hurðum og svörtu þaki. Útlitslega er bíllinn vel heppnaður, framendinn er hvass með stóru svörtu grilli undir nefinu. Í grillinu eru rafdrifnar lokur sem stýra loftflæði til kælingar á rafhlöðu og öðrum búnaði bílsins og segja MG-menn að stýring á kælingu geti sparað orku um allt að 10%. Svartir plastlistar eru síðan neðst á hurðum og aftur fyrir bílinn þar sem silfurgrátt plast tekur við með sportlegu útliti. Afturljósin einkenna mjög bílinn og þekkist hann vel úr fjarlægð. Til hliðanna leitar ljósalínan bæði upp og niður en tengist síðan saman í óbrotna línu þvert yfir afturhlera

og niður á hinum endanum. Þá eru ljósin einnig nýtt sem eins konar vindkljúfur undir afturrúðunni. Greinilegt var að hönnuðum þótti eitthvað vanta upp á í ljósadeildinni og bætt var við upplýstum línum ofan á ljósasamstæðuna og skarast þessar línur á hvor við aðra. Nánar má sjá útfærsluna á meðfylgjandi mynd. Fyrir ofan afturrúðuna hvílir veglegur vindljúfur sem er klofinn í tvennt. Samkvæmt mælingum er þessi kjúfur meira til skrauts en annað enda er hann eingöngu fáanlegur í dýrustu útgáfunni. Eins og áður segir er þakið í flötum svörtum lit og kemur einungis í „luxury“ útfærslunni. Bíllinn kemur á 18“ álfelgum með svörtum og silfruðum hjólkoppum sem draga úr loftmótstöðu.

Innra rými

Í raun er bíllinn minni en hann virðist á auglýsingamyndum. Innstigið í

40 FÍB-blaðið

bílinn vekur fyrst athygli en það er fremur langt, þ.e. að breiddin á sílsinum er óvenjumikil miðað það sem maður hefur vanist og er það líklegast tilkomið vegna hönnunar á botninum sem geymir allar rafhlöður bílsins. Sætin í bílnum halda vel að líkamanum og eru með svörtu leðurlíki á köntum og bláum saumum. Innrétting er fremur dökk með svörtu háglansplasti inni á milli. Einnig er hægt að panta bílinn með ljósgrárri innréttingu fyrir 100.000 krónur aukalega.

Fyrir framan ökumann er 7“ skjár sem sýnir allar helstu upplýsingar eins og hraða ásamt því að geta fengið upplýsingar frá hljómtæki og hraðastilli. Á miðju mælaborðinu hvílir 10,25“ snertiskjár, skjárinn var ágætlega kvikur við snertingu en gera mætti betur varðandi viðbragð og vinnslu til að kalla fram upplýsingar. Undir skjánum eru sex

41 FÍB-blaðið
Loftið er fremur lágt og lítill stuðningur er við læri á hærri ökumönnum sem leiðir til þreytu í lengri ferðum.

takkar sem ná meðal annars nota til að stjórna hljóðstyrk og hita í rúðum. Í allri þeirri tækni sem flæðir yfir okkur í nýjum bílum þykir miður hversu áður einfaldar aðgerðir eru orðnar flóknar. Til dæmis er miðstöð eingöngu stýrt um snertiskjá en að auki er hægt að hafa stillingarnar í stýri en þær eru frekar óþjálar í notkun og ekki allra að venjast. Einnig getur verið erfitt að komast að öðrum einföldum grunnstillingum umsnertiskjáinn og mætti einfalda notendaviðmót á ýmsan hátt.

Ágætt pláss er fyrir farþega í framog aftursætum en eins og vill gerast í mörgum rafbílum hefur rafhlaðan tekið sinn toll og gólfið er grunnt.

Því var sætisstaða fyrir ökumann ekki ákjósanleg þegar ekið er um langan veg þar sem stuðning skortir undir læri og þreyta í löppum gerir vart við sig.

Geymslupláss í framhurðum og milli framsæta er gott og farþegar í aftursætum eru með hólf í hurðum og vasi er á baki framsætis ásamt litlum vasa ofarlega á bakinu fyrir snjallsíma. Tilfinnanlega vantar ljós fyrir aftursætisfarþega þar sem rúður er skyggðar og innrétting mjög dökk.

Skottið er þokkalegt á tveimur hæðum og getur tekið allt að 363 lítra, ekki er boðið upp á geymslu undir vélarhlífinni sem er miður þar sem nóg virðist af plássi.

Akstur

Eins og segir í inngangi greinarinnar er þetta fyrsti bíllinn sem byggir á Nebula-rafbílagrunninum frá MG og er þyngdardreifingin jöfn að framan og aftan 50/50, ekki mörg ár frá því að menn gátu einungis látið sig dreyma um slíka uppbyggingu

í fjölskyldubíl og þá sérstaklega í þessum verðflokki.

Veggnýr var fremur lágur, ökumaður er með góða tilfinningu fyrir veginum og stýrið þétt í akstri jafn í borgar- og þjóðvegaakstri. Framljósin eru með ljósdíóðum og reyndust þau mjög vel en sjálfvirkur hæðarstillir hefði gert þau enn betri. Einnig hefði verið gott að hafa sjálfvirkar rúðuþurrkur og einhverjir munu einnig setja fyrir sig að engin rúðuþurrkan er á afturrúðunni.

Mótorinn er 204 hestöfl og skila þau bílnum upp í 100 km/h á 7,7 sekúndum. Áhugavert er að sjá að ódýrari MG4, með 20% minni rafhlöðu og 33 hestöflum kraftminni, er 0,2 sekúndum hraðari í 100 en toppútgáfan. Enn um sinn er MG4 eingöngu í boði með drifi að aftan en rætt hefur verið um fjórhjóladrifna

42 FÍB-blaðið

ofurútgáfu af bílnum með stærri rafhlöðu og 443 hestöfl.

Ein af fjölmörgum spurningum sem FÍB fær frá félagsmönnum er hvort afturhjóladrif sé vænlegt í íslenskum aðstæðum. Stutta svarið er já, það er vel hægt að komast af eingöngu á afturhjóladrifnum bíl. Sú reynsla sem flestir hafa af afturhjóladrifnum bílum er að þeir séu mun léttari að aftan og missi auðveldlega grip þar til búið sé að setja nokkrar hellur eða sandpoka í skottið. En í dag er þyngardreifingin orðin jöfn yfir allan bílinn og því mun auðveldara að ná gripi. Þá eru skrið-, spól- og hemlavarnir orðnar mjög öflugar og geta rafmótora til að bregðast við og slá af mun meiri en eldsneytismótor sem þarf að flytja aflið frá framenda bílsins og alla leið aftur í gegnum drifskaft.

Þessi þáttur var skoðaður vel í reynsluakstrinum og töluverður akstur fór fram á þjóðvegum við vetraraðstæður. Bíllinn var á grófum ónegldum vetrardekkjum og náði bíllinn ávallt að bregðast við áður allt fór á versta veg, sama hvernig aksturslagið var.

Rafhlaða

Luxury útgáfan er einnig skráð með lengri drægni (e. long range). Uppgefin drægni er allt að 435 km WLTP á 64 kWst rafhlöðu (61,7 kWst nothæf). MG4 er hægt að hlaða á allt að 135 kW sem er nokkuð gott miðað við samkeppnisaðilanna og er fræðilega hægt að ná hleðslu úr 10% í 80% á 35 mínútum. Einnig getur bifreiðin veitt frá sér 220v rafmagn VTL (w. Vehicle To Load) og þannig má knýja áfram

lítil rafmagnstæki. Ekki er ljóst hversu mikil not eru fyrir þetta en hugmyndin er góð.

Öryggi

MG4 er vel búinn öryggisbúnaði og skoraði 5 stjörnur í árekstrarprófunum. Meðalstaðalbúnaðar er MG Pilot sem samanstendur af neyðarhemlun, skynvæddum hraðastilli, akgreinastýringu og viðvörun um athygli ökumanns. Þá er bíllinn með ágætis 360 gráðu myndavélakerfi sem kemur að góðum notum þar sem útsýni út um afturrúður gæti verið betra.

Niðurstaða

MG4 hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur víða um heim en þar spilar sérstaklega inn í lágt verð með tilliti búnaðar og drægni. Einnig er vert að minnast á að öllum MG fylgir 7 ára ábyrgð og ætti það að veita hugaró fyrir þá kaupendur sem eru á báðum áttum með nýtt merki sem enn er að sanna sig á íslenskum markaði. Þetta er mikill bíll fyrir peninginn en stærðin á honum er mögulega ekki allra enda eru margir búnir að venjast hærri jepplingum. MG4 er skemmtilegur akstursbíll á góðu verði og vel þess virði að prófa hann áður en næsti bíll er keyptur á heimilið.

MG 4 Luxury

Verð: 5.490.000 kr.

Afl: 203 hestöfl

Tog: 330 / 660 nm

Drægni WLTP: 474 - 542 km

Eyðsla bl. ak: 16,0 kWh/100 km

Farangursrými: 363 lítrar / 1177 lítrar

L/B/H: 4287/1836/1504 mm

Hjólhaf: 2705 mm

Eigin þyngd: 1785 kg

Dráttargeta: 500 kg.

Verð - útlit - akstur

Rými - stjórntæki

43 FÍB-blaðið

Fornbíllinn hefur mikið gildi

Bílaklúbbur Akureyrar var stofnaður 27. maí 1974 og er eitt elsta akstursíþróttafélag landsins. Klúbburinn setti fljótt mark sitt á akstursíþróttasögu og bílamenningu landans með tíðum keppnum og öðrum viðburðum. Stóðu þar framan af upp úr árlega 17. júní bílasýningin og torfæru- og sandspyrnukeppnir.

Klúbburinn hefur verið með félagsheimili á Óseyri í Frostagötu 6b og frá 2012 á núverandi svæði að Hliðarfjallsvegi 13. Um langa hríð hefur hann staðið fyrir ótrúlega fjölbreyttum viðburðum en þar má nefna bílasýningar, torfæru- og sandspyrnukeppnir, rally-cross, götuspyrnur, auto-x, go-kart, mótorhjóla- og vélsleðaspyrnur, reykspól- og græjukeppnir og eflaust ýmislegt annað.

Klúbburinn hefur ötullega unnið frá fyrstu tíð að því að koma upp svæði með aðstöðu til keppna og til að vinna að bættri umferðarmenningu á Akureyri. Eftir nokkurra áratuga baráttu eignaðist hann svo núverandi svæði, þar sem unnið hefur verið ötullega að uppbyggingu. Á svæðinu er félagsheimili klúbbsins, ökugerði og keppnissvæði. Keppnissvæðið hýsir götuspyrnur, sandspyrnur, torfærukeppnir, auto-x, go-kart og annað. Síðustu ár hafa Bíladagar verið aðalviðburðir klúbbsins.

Innan klúbbsins er rekin fornbíladeild sem hefur vakið mikla aðdáun bæjarbúa og eins þeirra sem sækja bæinn heim. Áki Áskelsson hefur lengi starfað í henni og er þar meðstjórnandi. Áki segir að stofnun deildarinnar og tilgangur hafi verið fyrir bílasýningar. Hún hafi á þessum tíma eignast gamlan vörubíl, fornbíl Ford AA frá 1931 og hefur séð um hann og gert hann upp. Bíllinn kom 1986 inn í klúbbinn svo að þetta er búið að taka langan tíma. Áki segir bílinn vera kominn á ágætan rekspöl núna en margir einstaklingar hefðu komið að þessari vinnu. Einn þeirra eru Eiríkur Ingvar Ingvarsson frá Færeyjum ásamt sonum sínum. Faðir Eiríks átti þennan bíl lengst af en þeir feðgar hafa gert mikinn skurk í því að smíða pall á bílinn. Þetta hefur lengi verið svona vetrarverkefni hjá okkur og þótt afar gefandi.

Klúbburinn hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg

„Fornbílaklúbbnum hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg. Ég kom ekki að þessu í upphafi en félagarnir byrjuðu fyrir einum tuttugu árum síðan að safnast saman á Ráðhústorginu einu sinni í viku, komu á bílunum sínum og tóku rúntinn. Sex okkur stjórnuðu einna mest í fornbíladeildinni, gömlu jálkarnir ég, Þorgeir Sævarsson, Jón Rúnar Rafnsson og Hjalti Jóhannesson. Einnig eru

44 FÍB-blaðið
44 FÍB-blaðið

tveir ungir, Andri Þorgeirsson og Stefán Waage, sem eru smám saman að taka við þessu.

Við fórum loks í samstarf við Akureyrarstofu sem sér um alla viðburði á vegum bæjarins og kynningu fyrir ferðamenn og menningarfélag Akureyrar sem rekur Hof og þar hittumst við á hverjum miðvikudegi. Við hefjum þar sýningar í maí á vorin erum þar fram á haust og stundum lengur. Það er alltaf ágæt mæting og frá Hofi keyrum við inn í bæinn og til baka þar sem við stillum bílunum upp. Sýningarnar hafa verið að vaxa stöðugt, bílarnir oftast verið um 35 en stundum farið upp í 50. Þetta er orðinn fastur punktur í bæjarlífinu sem bæjarbúar og ferðamenn eru duglegir að sækja,“ segir Áki.

Áki segir að yfir veturinn hittist félagsmenn alltaf á miðvikudögum í félagsheimilinu við kvartmílubrautina. Þar tökum við kaffispjall en ákveðinn kjarni hefur verið duglegur að mæta. Enn fremur erum við duglegir að fara í heimsóknir yfir vetrartímann.

Allir félagsmenn í fornbílaklúbbnum eru í Bílaklúbbi Akureyrar og taldist Áka til að þeir væru um um þúsund manns. Á listanum fyrir miðvikudagsfundina í fornbílaklúbbnum eru um 450 manns, Áki segir þetta afskaplega skemmtilegan félagsskap sem fer vaxandi. Alls 30 manns fóru í heimsókn á Ystafell á dögunum.

Akureyringar hafa verið þekktir fyrir að fara vel með bílana sína

Bílaáhugi á Akureyri hefur alltaf verið mikill, ekki satt?

„Svo má segja. Það helgast af því að lítið salt er hjá okkur og bílar hafa enst betur hér en víða annars staðar. Þegar menn sáu á sínum tíma að eitthvað var hægt að gera úr þessum gömlu bílum voru miklu fleiri bílar hér en annars staðar. Þegar bíll var orðinn 20 ára gamall og þar yfir var ekki svo vitlaust að gera eitthvað fyrir hann. Þetta byrjaði fyrir alvöru um 1980. Akureyringar hafa verið þekktir fyrir að fara vel með bílana

sína, bónað og þvegið þá mikið, segir Áki. Aðspurður um fjölda fornbíla

á Akureyri sagðist hann ekki hafa alveg tölu um þá. Margir bílar eru í bílskúrum en það kæmi honum ekki á óvart þó að bílarnir væru um eitt þúsund talsins.

Áki vildi koma á framfæri góðum frændskap við fornbílavini í Skagafirði og í Þingeyjarsýslu en gott samstarf er við félög annars staðar. Við sækjum til þeirra og þeir koma til okkar á sýningar. Við höfum verið með sýningar á Mærudögum á Húsavík og heimsótt Skagafjörðinn og þar er alltaf tekið vel á móti okkur.

Brýnt er að fá unga fólkið með okkur í starfið

Hvernig sjáið til framtíðina fyrir ykkur?

„Við munum halda áfram á sömu braut en höfum rætt það á milli okkar að brýnt sé að fá unga fólkið til okkar. Því miður hefur það ekki mikinn áhuga, hvað sem veldur, en við gömlu refirnir reynum hvað við getum að halda merkjum klúbbsins á lofti og halda áfram með bílasýningar sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Árleg sýning bílaklúbbsins í heild

á Akureyri 17. júní verður alltaf á sínum stað. Við höfum verið mjög sýnilegir um verslunarmannahelgar á Siglufirði og á Hjalteyri og eins

á Fiskideginum mikla. Oft er farið á Reyðarfjörð og stofnaður hefur verið fornbílaklúbbur Austurlands,“ segir Áki. Áki bætti við að hann teldi fornbíla hafa mikið gildi. Hann ætti þrjá fornbíla sjálfur, tvo á götunni og einn sem væri í uppgerð. Hann

á Jaguar Arthur tólf síletra SJS 86-módelið og Skoda Felexia með blæjum, 64-módelið. Áki sagði hann alltaf vekja óskipta athygli hjá öldnum og ungum, einkum hjá börnum. Bíllinn sem er í uppgerð er af gerðinni Taunus, 74-módelið.

45 FÍB-blaðið
Áki Áskellsson meðstjórnandi í Fornbílaklúbbi Akureyrar

Tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns

komin í útboð

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í tvöföldun

Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er inni í verkinu smíði fimm brúarmannvirkja og einna undirganga úr stáli.

Verk þetta er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna.

Á Reykjanesbraut verða gerð mislæg gatnamót við Rauðamel til að greiða leið að nýjum framtíðarbyggingarsvæðum Hafnarfjarðar. Sömuleiðis verða mislægu gatnamótin við Straumsvík stækkuð og bætt við tengingu að iðnaðarsvæði Hafnarfjarðar við Álhellu en tilboð verða opnuð 4. apríl.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og eru verklok áætluð í júní 2026.

46 FÍB-blaðið

Gæði og öryggi eiga að vera í öndvegi

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem kynnt var í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, kemur fram að taka verði fastari tökum á stefnumörkun Vegagerðinnar og kröfur um gæði og öryggi eigi að vera í öndvegi.

Tryggja þarf virka notkun gæðastjórnunarkerfis og að ferlar sem varða öryggisstjórnun séu virkir og uppfærðir reglulega.

Alþingi samþykkti fyrir tveimur árum skýrslubeiðni frá ríkisendurskoðanda um úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar.

Í greinargerð með skýrslubeiðninni er sagt að hlutverk Vegagerðarinnar sé veigamikið í íslensku samfélagi en að misserin þar á undan hafi verið

Skýrslan var kynnt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og eru helstu niðurstöður þessar:

• Taka verði stefnumörkun Vegagerðarinnar fastari tökum og hafa kröfur um gæði og öryggi í öndvegi. Mikilvægt sé að Vegagerðin efli ráðstafanir sínar varðandi öryggisstjórnun með innleiðingu faggilts eftirlits með framkvæmdum.

• Tryggja verði rekjanleika fjárhagsupplýsinga niður í tiltekin verk.

• Fylgja þurfi eftir úrbótum á innri endurskoðun, forstjóri Vegagerðarinnar verði að hlúa að starfsumhverfi innri endurskoðanda og sjá til þess að brugðist verði við ábendingum og niðurstöðum hennar.

• Tryggja þurfi virka notkun gæðastjórnunarkerfis og að þeir ferlar sem varða öryggisstjórnun

nokkur umræða um hana í kjölfar mála þar sem ófullkominn frágangur vega leiddi til tjóns og jafnvel dauða vegfarenda.

séu í virkri notkun, séu yfirfarnir og uppfærðir reglulega.

• Þá telur Ríkisendurskoðun mikilvægt að Vegagerðin fylgi stefnumótun sinni markvisst eftir og haldi áfram að þróa hana í samræmi við góða og viðurkennda starfshætti.

Ekki gleyma
FÍB afslættir um allt land. Nánar á FÍB.is Afsláttarnetið á fib.is 47 FÍB-blaðið
að sýna skírteinið!

Komdu með tjónið til okkar

Vönduð viðgerð á vottuðu verkstæði

Förum varlega í hálkunni

Erfið akstursskilyrði hafa oft í för með sér óvenju mörg tjón á bílum. Ef þú átt bíl frá BL og lendir í óhappi hvetjum við þig til að koma með hann til okkar því við notum réttu aðferðirnar, efnin og tæknina til að gera hann eins og nýjan.

Láttu okkur þjónusta bílinn, við þekkjum hann

Reglubundin þjónustuskoðun viðheldur framleiðsluábyrgð bílsins og heldur honum í eins öruggu ástandi og kostur er til vetraraksturs. Komdu með hann til okkar, við erum sérfræðingar í bílunum sem við seljum og þjónustum.

Við metum tjón og sinnum viðgerðum fyrir öll tryggingafélögin á einu fullkomnasta réttingaog málningarverkstæði landsins.

Eitt fullkomnasta réttinga- og málningarverkstæði landsins

Verkstæðið okkar er það eina á landinu sem vottað er af framleiðendum BMW, MINI og Jaguar Land Rover og tryggir þannig bestu mögulegu viðgerðina. Hafðu samband og pantaðu tíma í tjónaskoðun eða viðgerð.

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is ENNEMM / SÍA / NM015420 BL Þjónusta 200x277 F B mars Söludeild nýrra bíla: Mán. 10-18, þri.–fim. 9-18, fös. 9-17, lau. 12-16 OPNUNARTÍMI Verkstæði: Mán.–fim. 7:45-18, fös. 7:45-17 Varahlutir: Mán.–fim. 8-18, fös. 8-17
BL ÞJÓNUSTA
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.