4 minute read

Ég er í draumastarfinu núna

„Ég lagði stund á nám í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands og eftir að því lauk vildi ég fara út í framhaldsnám. Úr varð að ég settist á skólabekk við Chalmers-tækniháskólann í Gautaborg árið 2013 og hóf að læra aðfangakeðjustjórnun. Eftir útskrift sótti ég um starf í þróunardeild hjá Volvo í ýmsum flæðum til verksmiðjurnar. Ég var svo heppin að fá vinnuna og hef verið hjá Volvo Trucks frá árinu 2015. Ég vinn í deild sem framleiðir þunga vörubíla og er það mjög spennandi í alla staði,“ segir Auður Ýr Bjarnadóttir Hjarðar í viðtali við FÍB-blaðið. Volvo er risastórt fyrirtæki með yfir 100 þúsund manns í vinnu í yfir 90 löndum á því sviði sem snýr að vörubíla- og bátaframleiðslu, mótorum í vinnuvélar og strætisvagna svo að eitthvað sé nefnt og þá er sjálf bílaframleiðslan ekki tekin með.

Volvo Trucks selur framleiðslu sína til yfir 190 landa um allan heim

Volvo Trucks selur framleiðslu sína til yfir 190 landa um allan heim og árlega á fjórða hundrað þúsund vörubíla í Svíþjóð einni. Stærstu verksmiðjurnar eru í Gautaborg og í Ghent í Belgíu, einnig eru aðrar út um allan heim.

Stórar verksmiðjur eru í Bandaríkjunum, Brasilíu, S-Afríku og Ástralíu svo að dæmi séu nefnd.

Auður Ýr segist í sjálfu sér ekki hafa haft áhuga á bílum í upphafi heldur miklu frekar dregist að fyrirtækinu sem slíku. Mjög áhugavert og spennandi sé hvernig maður getur haft áhrif á heilu kerfin með flutninga um allan heim og gert það á sem bestan hátt. Hún segir að vinnuumhverfið sé ofsalega spennandi og merkilegt hvernig hafa megi áhrif á framtíðina. Hún hafi síðan lært smám saman hvernig væri að vinna í þessum geira. Við smíðum vörubíla og skrúfum þá saman á hverjum degi, segir hún. Verkfræðingar koma að hönnun flæða að vörum inni í verksmiðjunni og draga saman 15 þúsund hluti sem þarf að setja saman. Hún sagðist hafa óbein áhrif á það hvernig hlutirnir eru byggðir og einnig fengið tækifæri til að skrúfa saman. Það hefði gengið vel en annars koma sérfræðingar hver á sínu sviði að framleiðslunni.

Starfsmenn Volvo Trucks í Gautaborg eru um þrjú þúsund talsins.

Fyrstir í heimi til hefja framleiðslu á 100% rafbílum í vörubílaflokki

Auður Ýr segir að Volvo Trucks hafi verið fyrsta fyrirtækið í heimi til hefja framleiðslu á 100% rafbílum í vörubílaflokki. Félagið hefur smíðað minni gerðir vörubíla frá árinu 2019 í Frakklandi en hóf fyrst framleiðslu á þungum rafvörubílum sl. haust.

Á sömu línu eru framleiddir dísil-, einfaldara er að hlaða en áður. Það gildir jafnvel fyrir vörubíla en víða eru komnar upp hleðslustöðvar sem taka batterí þeirra sem eru miklu stærri en í fólksbílunum. Volvo er almennt þekkt fyrir skemmtilega vöruhönnun og -þróun þegar kemur að rafmagnsbílum. Að mínu áliti er björt framtíð fyrir rafmagnsbíla og aðra nýorkubíla. Hjá Volvo Group er markmiðið að fyrir árið 2050 gangi engir bílar fyrir jarðefnaeldsneyti. Breytingin er hafin og ekki aftur snúið.

Mikil áhersla á manneskjuna hjá Volvo

Heldurðu því fram að þú sért í draumastarfinu?

Volvo í framtíðinni?

„Já, mér finnst frábært að fá tækifæri að vinna hjá svona stóru fyrirtæki eins og Volvo. Afskapleg gefandi er að geta haft áhrif á kerfin og koma að því að byggja upp framtíðina er ofsalega spennandi. Tækninni fleytir svo fram með rafmagnsbíla og hverjum hefði dottið í hug fyrir nokkrum árum að fram kæmu stórir rafmagnsknúnir flutningabílar. Þetta er staðreynd. Þessi þróun er að gerast hraðar en maður óraði fyrir. Allir leggjast á eitt og vinna saman til að láta nýjar vörur koma inn á markaðinn.

Ekki er annað að heyra en þú sért alsæl að vinna hjá Volvo í Gautaborg. „Já, ég er það. Segi það fullum fetum.“

Rafmagnsbílum fjölgar jafnt og þétt.

Er ekki sama þróun að eiga sér stað í Svíþjóð?

„Jú, alveg rétt. Þessi þróun er í fullum gangi hér. Rafmagn er dýrt sem stendur en það breytir engu.

Þróunin er öll í eina átt. Nú fjölgar sérbýlum og fjölbýlishúsum með heimahleðslustöðvar og mun

„Já, ég er í draumastarfinu núna. Maður getur þó alltaf sett sér háleit markmið, að geta haft meiri áhrif, fá að víkka reynsluna og sjóndeildarhringinn samhliða. Mér finnst ég vera á réttum stað í dag. Mér hefði kannski aldrei dottið í hug þegar ég var yngri að ég ætti eftir að vinna hjá bílaframleiðanda, heldur ekki að ganga um í stáltámskóm og endurskinsvesti alla daga. Í náminu sjálfu bjóst ég aldrei við að vinna í verksmiðju. Afar gott er að vinna hjá Volvo, mikil áhersla er á manneskjurnar sem þar vinna og starfsmennirnir byggja upp framtíðina.

Maður upplifir eitthvað nýtt á hverjum degi

Hún segir venjulegan vinnudag líða mjög fljótt. Hún sé mætt klukkan hálf sjö og degi hallar um fjögurleytið.

„Vöruþróunin í vöruflutningabílum er þó ekki eins hröð og í fólksbílunum. Það koma ekki ný módel á hverju ári en mjög hraðar bætingar eru gerðar. Verið er að laga og gera minni breytingar án þess að breyta öllu. Spennandi tímar eru framundan í vörubílaframleiðslu og er verið að fara úr þessu hefðbundna í það nýja sem rafbíllinn er,“ segir Auður Ýr Bjarnadóttir Hjarðar, verkfræðingur hjá Volvo Trucks, í spjallinu við FÍB-blaðið.

Bílaframleiðsla heldur áfram að dragast saman

Bílaframleiðsla á Bretlandseyjum heldur áfram að dragast saman. Á síðasta ári voru framleiddir um 775 þúsund bílar sem er um 10% samdráttur frá árinu 2021. Alls voru framleiddir um 860 þúsundir bílar í Bretlandi 2021. Framleiðsla á bílum þar í landi hefur ekki verið minni frá 1956.

Ýmsir þættir valda þessum samdrætti og má þar nefna stríðið í Úkraínu, heimsfaraldur, verðbólgu og efnahagsþrengingar, ekki bara í Bretlandi heldur um heim allan. Skortur á íhlutum hafa ennfremur leitt til þess að bílaframleiðendur hafa dregið mjög úr framleiðslunni.

Fram kemur í tölum að eftirspurn eftir nýorkubílum hefur aukist en framboðið er af skornum skammti sökum skorts á íhlutum og öðru til framleiðslu.

Rafbílar stækka hlutdeild sína

Þegar tölur er teknar saman fyrir árið 2022 kemur í ljós að rafbílum á vegum fjölgar jafnt og þétt í Evrópu. Ívilnanir stjórnvalda og sívaxandi tegundaúrval hefur orðið til þess að margir bíleigendur hafa skipt út brunavélinni.

verðbólgu og aukinn kostnað sem bitnaði á breskum neytendum væri hann hæfilega bjartsýnn á framhaldið. Þó mætti sjá teikn á lofti um að ástandið muni breytast til betri vegar á seinni hluta þessa árs.

Noregur sker sig nokkuð úr því að þar í landi eru rafbílar með 16% hlutdeild í bílaflotanum. Það kemur ekki á óvart því norsk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir herferð í þágu rabíla og vega þar þyngst fjárhagslegar ívilnanir.

Í Ósló er hlutdeild rafbíla nú 33,2 prósent en mun minni á landsbyggðinni, eða um rúm 4%. Um hálf milljón rafbíla er nú á götum í Noregi.

Ísland kemur í öðru sæti með 4,6% og Holland þar á eftir með 2,8%. Í næstu sætum koma Danmörk með 2,4% og Svíþjóð með 2,2%. Nokkur lönd í Suður- og AusturEvrópu eru eftirbátar í rafbílaþróuninni. Þessi lönd eru einnig með elsta bílaflota í Evrópu.

Til dæmis má nefna að á sænska markaðnum voru rafbílar tæplega einn af hverjum þremur nýskráðum bílum á síðasta ári. Sé miðað við heildarbílaflotann eru rafbílar enn aðeins með 2,2 prósent þar í landi.