4 minute read

Breytinga að vænta í umferðarlögum um smáfarartæki og öryggi þeirra

Innviðaráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi til breytinga á umferðarlögum frá 2019 (nr. 77/2019).

Í frumvarpinu eru m.a. tillögur um smáfarartæki og öryggi þeirra, virðisaukaívilnun vegna reiðhjóla, heimild ríkisaðila til að setja reglur um notkun og gjaldtöku á stöðureitum í sinni eigu og loks innleiðingu á Evrópusambandsreglum.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem byggja á tillögum starfshóps um smáfarartæki sem kynntar voru í fyrra. Markmið þeirra er að auka umferðaröryggi smáfarartækja án þess að standa í vegi fyrir frekari framþróun fjölbreyttari ferðamáta.

Vinsældir rafhlaupahjóla hafa verið miklar og notkun þeirra margfaldast á undanförnum árum. Þeim vinsældum hafa þó fylgt áskoranir og meðal þess sem greinir í niðurstöðum starfshópsins er að slys eru hlutfallslega tíð miðað við umferð. Fram kom í gögnum starfshópsins að mörg börn slasast á rafhlaupahjólum en þau voru 45% þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna slíkra slysa.

Reglur um stöðureiti og virðisaukaskattsívilnun vegna reiðhjóla

Í frumvarpinu eru lagðar til tvær breytingar sem tengjast hvorki innleiðingu evrópskra reglan né tillögum starfshóps um smáfarartæki.

Annars vegar er lagt til að ríkisaðila verði með samþykki ráðherra

Frumvarpið felur í sér allar tillögur starfshópsins sem vörðuðu breytingar á umferðarlögum. Tillögurnar sem starfshópurinn lagði til eru þessar: heimilað að setja reglur um notkun stöðureita og gjaldtöku á eigin landi. Um er að ræða viðbót við fyrri heimildir til að sjá um innheimtu fyrir notkun stöðureita sem ríkisaðili hefur umsjón með.

• Nýr ökutækjaflokkur smáfarartækja verði innleiddur í umferðarlög. Miðað yrði við að smáfarartæki væru ekki hönnuð til hraðari aksturs en 25 km á klst. og að hjól yfir þeim mörkum væru óheimil í umferð.

• Hlutlægt viðmið um áfengismagn í blóði ökumanna smáfarartækja.

• Ökumenn smáfarartækja skyldu að lágmarki hafa náð 13 ára aldri og að yngri en 16 ára yrði gert skylt að nota hjálm.

• Almennt bann lagt við því að breyta hraðastillingum aflknúinna smáfarartækja, léttra bifhjóla og rafmagnsreiðhjóla.

• Akstur smáfarartækja í almennri umferð verði leyfður á vegum þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klst. að því gefnu að tillögur um ölvunarakstur og aldursmörk nái fram að ganga enda geti veghaldari lagt bann við umferð smáfarartækja á einstökum vegum eða vegarköflum þyki ástæða til þess.

Hins vegar er lögð til breyting á bráðabirgðaákvæði í virðisaukaskattslögum í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Með henni er lagt til að sérstök virðisaukaskattsívilnun vegna reiðhjóla verði áfram í gildi. Breytingar vegna innleiðingar

Evrópureglna

Með frumvarpinu er ætlunin að tryggja lagastoð til innleiðingar fjögurra reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins og einnar tilskipunar. Í þeim er m.a. lagt til að Húsnæðisog mannvirkjastofnun verði falið markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum, eftirvögnum og fleiru en Samgöngustofa fer með leyfi og viðurkenningar. Þá eru lagðar til tilteknar breytingar á reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna í farþega- og farmflutningum.

FIA umbreytir og nútímavæðir starfsemi sína til að auka gagnsæi

Alþjóðaaksturssambandið, FIA, stóð fyrir þjálfunarráðstefnu í höfuðstöðvum þess í Genf í Sviss nýverið þar sem unnin var stefnumótandi vinna í eflingu á störfum innan sambandsins. Stefnumótunin ber heitið HPP, sem er háþróað forrit þar sem lögð meiri áhersla á leiðtogahæfni, jafnrétti, aðlögun og fjölbreyttni í störfum enn áður. HPP er enn fremur hluti af víðtækari viðleitni FIA til að umbreyta og nútímavæða starfsemi sína til að auka gagnsæi, EDI og þátttöku í akstursíþróttum á heimsvísu. Að auki er HPP hannað til að bæta gæði í íþróttareglum og leggja áherslu á jafnrétti, fjölbreytni og þátttöku innan FIA eins og áður sagði.

Á ráðstefnunni tóku þátt 24 nemendur og leiðbeinendur frá fimm heimsálfum. Þátttakendurnir munu njóta góðs af þjálfun og leiðsögn FIA sérfræðinga og leiðbeinenda allt árið 2023 þar sem þeir taka fyrstu skref sín á HPP

Á ráðstefnunni voru auk þess tekin fyrir mál sem lúta að Formúlu 1 og var þar stuðst við greiningar og gögn sem upp hafa komið í keppninni. Keppnisstjórar í Formúlu 1 og aðrir sögðu frá reynslu sinni sem var mjög upplýsandi og fróðlegt fyrir þátttakendur.

,,Þegar ég tók við embætti forseta FIA í lok ársins 2021 var ég ákveðinn í að mæta ýmsum áskorunum. Eitt af því var að efla okkur inn á við svo við verðum enn betur í stakk búinn að vinnan að góðum málum á næstu árum. Nýta þannig um leið styrk okkar sem við eigum til framtíðar. Hágæðaáætlun hefur verið kynnt til að bera kennsl á að skapa samfellu og samkvæmni og tryggja að við komum að skynsemi og bestu starfshættina við stjórnun íþróttarinnar,“ sagði Mohammed Ben Sulayem forseti FIA.

VEFVERSLUN FÍB.IS ER OPIN

ALLAN SÓLARHRINGINN

Framlegningarspeglar

– Fljótlegt að festa vel og örugglega á upprunalegan spegil bílsins

– Stillanlegt á breidd eftir stærð kerru

– 39 cm löng gúmmíól til að festa spegil

– Upprunalegi spegill bílsins nýtist einnig samt sem áður

– Í pakkanum eru tveir speglar í hlífðarpokum sem auðveldar geymslu

Hugmyndir um að byggja upp vetnisstöðvar hringinn í kringum landið

Franska fyrirtækið Qair hefur keypt 50% hlut Orkunnar í Íslenska vetnisfélaginu. Hugmyndin er að byggja upp vetnisstöðvar umhverfis Ísland. Íslenska vetnisfélagið er dótturfélag Orkunnar. Vetnisframleiðsla mun fara fram á Grundartanga. Ætlunin er að fjölga vetnisstöðvum félagsins úr tveimur í sex. Verður þá hægt að fylla á vetnisbíla um allt land en um 30 vetnisbílar eru á suðvestur horninu í dag.

Margir bílaframleiðendur hafa sýnt vetnistækninni áhuga og er von á fjölda nýrra gerða vetnisbíla á komandi árum. Ætti vetnið m.a. að henta vel sem orkugjafi fyrir vöruflutninga þar sem vetnistækin þyngja ekki flutningabílana og stuttan tíma tekur að fylla tankinn. Rafgreinir verður settur upp á Grundartanga til að framleiða meira vetni fyrir íslenska markaðinn.

Mikill áhugi er fyrir þessum græna valmöguleika, sérstaklega þegar kemur að þungaflutningum þar sem ökutækin munu draga verulega úr kolefnisspori og er því áætlað að vetnisbílum fjölgi hratt þegar innviðir styrkjast, bæði fólks- og flutningabílar.

Hvað er vetni? Til upplýsinga þá er vetni lofttegund sem er til staðar í miklu magni í alheiminum en á jörðinni fyrir finnst hún að mestu leyti í vatni og lífrænum efnasamböndum. Nýta má vetni til að knýja bíla en þá þarf það að vera hreint. Ein leið til að framleiða vetni er með rafgreiningu vatns sem skilur að vetni og súrefni úr vatnssameindunum. Rafgreining er orkufrek og byggir á raforkunotkun, en að loknu framleiðsluferlinu er vetninu safnað saman og geymt á þrýstihylkjum sem er orkuberi rafmagns í sama skilningi og rafhlöður. Þar sem rafmagn á Íslandi er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum þá er vetni framleitt hér einnig endurnýjanlegt.