1 minute read

Tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er inni í verkinu smíði fimm brúarmannvirkja og einna undirganga úr stáli.

Verk þetta er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna.

Á Reykjanesbraut verða gerð mislæg gatnamót við Rauðamel til að greiða leið að nýjum framtíðarbyggingarsvæðum Hafnarfjarðar. Sömuleiðis verða mislægu gatnamótin við Straumsvík stækkuð og bætt við tengingu að iðnaðarsvæði Hafnarfjarðar við Álhellu en tilboð verða opnuð 4. apríl.

Gæði og öryggi eiga að vera í öndvegi

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem kynnt var í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, kemur fram að taka verði fastari tökum á stefnumörkun Vegagerðinnar og kröfur um gæði og öryggi eigi að vera í öndvegi.

Tryggja þarf virka notkun gæðastjórnunarkerfis og að ferlar sem varða öryggisstjórnun séu virkir og uppfærðir reglulega.

Alþingi samþykkti fyrir tveimur árum skýrslubeiðni frá ríkisendurskoðanda um úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar.

Í greinargerð með skýrslubeiðninni er sagt að hlutverk Vegagerðarinnar sé veigamikið í íslensku samfélagi en að misserin þar á undan hafi verið

Skýrslan var kynnt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og eru helstu niðurstöður þessar:

• Taka verði stefnumörkun Vegagerðarinnar fastari tökum og hafa kröfur um gæði og öryggi í öndvegi. Mikilvægt sé að Vegagerðin efli ráðstafanir sínar varðandi öryggisstjórnun með innleiðingu faggilts eftirlits með framkvæmdum.

• Tryggja verði rekjanleika fjárhagsupplýsinga niður í tiltekin verk.

• Fylgja þurfi eftir úrbótum á innri endurskoðun, forstjóri Vegagerðarinnar verði að hlúa að starfsumhverfi innri endurskoðanda og sjá til þess að brugðist verði við ábendingum og niðurstöðum hennar.

• Tryggja þurfi virka notkun gæðastjórnunarkerfis og að þeir ferlar sem varða öryggisstjórnun nokkur umræða um hana í kjölfar mála þar sem ófullkominn frágangur vega leiddi til tjóns og jafnvel dauða vegfarenda. séu í virkri notkun, séu yfirfarnir og uppfærðir reglulega.

• Þá telur Ríkisendurskoðun mikilvægt að Vegagerðin fylgi stefnumótun sinni markvisst eftir og haldi áfram að þróa hana í samræmi við góða og viðurkennda starfshætti.