6 minute read

MG4

Þegar bílasagan er skoðuð hér heima kemur í ljós að ríkt hefur ákveðinn stöðugleiki varðandi framboð bíltegunda. Með reglulegu millibili hafa komið inn á markaðinn ný og óþekkt merki sem hafa annaðhvort náð fótfestu eða horfið hljóðlega á braut. Þá getur það verið þrautin þyngri að sannfæra væntanlega kaupendur um ágæti þess óþekkta og sérstaklega þegar kemur að kaupum sem telur í milljónum króna.

Með nýrri tækni koma ný tækifæri

Aukin áhersla og eftirspurn eftir rafbílum hefur jafnað leikinn svo um munar í bílgeiranum og lækkað þröskuldinn inn á bílamarkaðinn. Reynsla og auðlindirnar sem stóru framleiðendurnir bjuggu yfir reyndist ekki ávísun á forskot á rafbílamarkaðnum. Þessi endurræsing opnaði á tækifæri fyrir fjölmarga bílaframleiðendur til að komast inn á evrópskan markað og eru kínverskir framleiðendur þar fyrirferðarmiklir. Ekki má nýtt og framandi merki hér á vesturhveli jarðar geta verið gríðarlega stórir framleiðendur með áratugareynslu af smíði á ýmiss konar tækjum til samgangna ásamt framleiðslu á íhlutum fyrir sig og aðra bílaframleiðendur. Í þessu sambandi má nefna að í nýjustu rafbílaprófununum sem fóru fram í Noregi í byrjun árs voru 29 rafbílar skráðir til leiks og af þeim voru 13 bílar frá kínverskum framleiðendum sem fæstir höfðu heyrt af fyrir 10 árum. Þessar tölur eru aðeins brot af því sem koma skal og því eru

Saic Mg

MG-bílaframleiðandinn er mörgum kunnugur og var í breskri eigu frá 1924 til 2006 þegar hann var keyptur af kínverska framleiðandanum Saic Motor.

SAIC-motor er gríðarlega stór kínversk samsteypa með fjölmörg undirmerki sem framleiða nær allt sem snýr að ökutækjum. Til dæmis framleiddi hún tæplega 5,5 milljón bíla árið 2021 og starfa yfir 200 þúsund manns hjá henni.

MG á Íslandi

Bílaumboðið BL kynnti MG fyrst til leiks um mitt ár 2020 og virðist salan ganga vel sé horft í tölfræði seinustu ára en alls var búið að skrá 436 eintök á götuna í lok árs 2022. Þetta eru aðallega 100% rafbílar í bland við tengiltvinnbílinn MG EHS. Í júní á síðasta ári kom fyrsti MG-rafbíllinn sem var byggður á nýjum MSP (e. Modular Scalable Platform) grunni sem fékk nafnið Nebula, með 50/50 þyngdardreifingu og skalanleika allt frá 2,650 til 3,100 mm hjólhafs. Bílnum fylgdu því tækifæri fyrir ýmsar stærðir og útgáfur af yfirbyggingum. Þá er gert ráð fyrir stærri rafhlöðum og drifi á öllum hjólum.

Útlit

Á Íslandi er MG4 er eingöngu í boði sem „luxury“ útfærsla sem er sú dýrasta frá MG. Ekki kom ekki á óvart að bíllinn, sem var fenginn til prufunar, var appelsínugulur að lit enda hafa nær allar kynningamyndir sem birst hafa af bílnum í tímans rás verið í flötum appelsínugulum lit. Svo bjartur litur á bíl er mögulega ekki allra en hann ber litinn vel og er hann brotinn upp með svörtum listum neðst á hurðum og svörtu þaki. Útlitslega er bíllinn vel heppnaður, framendinn er hvass með stóru svörtu grilli undir nefinu. Í grillinu eru rafdrifnar lokur sem stýra loftflæði til kælingar á rafhlöðu og öðrum búnaði bílsins og segja

MG-menn að stýring á kælingu geti sparað orku um allt að 10%. Svartir plastlistar eru síðan neðst á hurðum og aftur fyrir bílinn þar sem silfurgrátt plast tekur við með sportlegu útliti.

Afturljósin einkenna mjög bílinn og þekkist hann vel úr fjarlægð. Til hliðanna leitar ljósalínan bæði upp og niður en tengist síðan saman í óbrotna línu þvert yfir afturhlera og niður á hinum endanum. Þá eru ljósin einnig nýtt sem eins konar vindkljúfur undir afturrúðunni. Greinilegt var að hönnuðum þótti eitthvað vanta upp á í ljósadeildinni og bætt var við upplýstum línum ofan á ljósasamstæðuna og skarast þessar línur á hvor við aðra. Nánar má sjá útfærsluna á meðfylgjandi mynd. Fyrir ofan afturrúðuna hvílir veglegur vindljúfur sem er klofinn í tvennt. Samkvæmt mælingum er þessi kjúfur meira til skrauts en annað enda er hann eingöngu fáanlegur í dýrustu útgáfunni. Eins og áður segir er þakið í flötum svörtum lit og kemur einungis í „luxury“ útfærslunni. Bíllinn kemur á 18“ álfelgum með svörtum og silfruðum hjólkoppum sem draga úr loftmótstöðu.

Innra rými

Í raun er bíllinn minni en hann virðist á auglýsingamyndum. Innstigið í bílinn vekur fyrst athygli en það er fremur langt, þ.e. að breiddin á sílsinum er óvenjumikil miðað það sem maður hefur vanist og er það líklegast tilkomið vegna hönnunar á botninum sem geymir allar rafhlöður bílsins. Sætin í bílnum halda vel að líkamanum og eru með svörtu leðurlíki á köntum og bláum saumum. Innrétting er fremur dökk með svörtu háglansplasti inni á milli. Einnig er hægt að panta bílinn með ljósgrárri innréttingu fyrir 100.000 krónur aukalega.

Fyrir framan ökumann er 7“ skjár sem sýnir allar helstu upplýsingar eins og hraða ásamt því að geta fengið upplýsingar frá hljómtæki og hraðastilli. Á miðju mælaborðinu hvílir 10,25“ snertiskjár, skjárinn var ágætlega kvikur við snertingu en gera mætti betur varðandi viðbragð og vinnslu til að kalla fram upplýsingar. Undir skjánum eru sex takkar sem ná meðal annars nota til að stjórna hljóðstyrk og hita í rúðum. Í allri þeirri tækni sem flæðir yfir okkur í nýjum bílum þykir miður hversu áður einfaldar aðgerðir eru orðnar flóknar. Til dæmis er miðstöð eingöngu stýrt um snertiskjá en að auki er hægt að hafa stillingarnar í stýri en þær eru frekar óþjálar í notkun og ekki allra að venjast.

Einnig getur verið erfitt að komast að öðrum einföldum grunnstillingum umsnertiskjáinn og mætti einfalda notendaviðmót á ýmsan hátt.

Ágætt pláss er fyrir farþega í framog aftursætum en eins og vill gerast í mörgum rafbílum hefur rafhlaðan tekið sinn toll og gólfið er grunnt.

Því var sætisstaða fyrir ökumann ekki ákjósanleg þegar ekið er um langan veg þar sem stuðning skortir undir læri og þreyta í löppum gerir vart við sig.

Geymslupláss í framhurðum og milli framsæta er gott og farþegar í aftursætum eru með hólf í hurðum og vasi er á baki framsætis ásamt litlum vasa ofarlega á bakinu fyrir snjallsíma. Tilfinnanlega vantar ljós fyrir aftursætisfarþega þar sem rúður er skyggðar og innrétting mjög dökk.

Skottið er þokkalegt á tveimur hæðum og getur tekið allt að 363 lítra, ekki er boðið upp á geymslu undir vélarhlífinni sem er miður þar sem nóg virðist af plássi.

Akstur

Eins og segir í inngangi greinarinnar er þetta fyrsti bíllinn sem byggir á Nebula-rafbílagrunninum frá MG og er þyngdardreifingin jöfn að framan og aftan 50/50, ekki mörg ár frá því að menn gátu einungis látið sig dreyma um slíka uppbyggingu í fjölskyldubíl og þá sérstaklega í þessum verðflokki.

Veggnýr var fremur lágur, ökumaður er með góða tilfinningu fyrir veginum og stýrið þétt í akstri jafn í borgar- og þjóðvegaakstri. Framljósin eru með ljósdíóðum og reyndust þau mjög vel en sjálfvirkur hæðarstillir hefði gert þau enn betri. Einnig hefði verið gott að hafa sjálfvirkar rúðuþurrkur og einhverjir munu einnig setja fyrir sig að engin rúðuþurrkan er á afturrúðunni.

Mótorinn er 204 hestöfl og skila þau bílnum upp í 100 km/h á 7,7 sekúndum. Áhugavert er að sjá að ódýrari MG4, með 20% minni rafhlöðu og 33 hestöflum kraftminni, er 0,2 sekúndum hraðari í 100 en toppútgáfan. Enn um sinn er MG4 eingöngu í boði með drifi að aftan en rætt hefur verið um fjórhjóladrifna ofurútgáfu af bílnum með stærri rafhlöðu og 443 hestöfl. lítil rafmagnstæki. Ekki er ljóst hversu mikil not eru fyrir þetta en hugmyndin er góð.

Ein af fjölmörgum spurningum sem FÍB fær frá félagsmönnum er hvort afturhjóladrif sé vænlegt í íslenskum aðstæðum. Stutta svarið er já, það er vel hægt að komast af eingöngu á afturhjóladrifnum bíl. Sú reynsla sem flestir hafa af afturhjóladrifnum bílum er að þeir séu mun léttari að aftan og missi auðveldlega grip þar til búið sé að setja nokkrar hellur eða sandpoka í skottið. En í dag er þyngardreifingin orðin jöfn yfir allan bílinn og því mun auðveldara að ná gripi. Þá eru skrið-, spól- og hemlavarnir orðnar mjög öflugar og geta rafmótora til að bregðast við og slá af mun meiri en eldsneytismótor sem þarf að flytja aflið frá framenda bílsins og alla leið aftur í gegnum drifskaft.

Öryggi

MG4 er vel búinn öryggisbúnaði og skoraði 5 stjörnur í árekstrarprófunum. Meðalstaðalbúnaðar er MG Pilot sem samanstendur af neyðarhemlun, skynvæddum hraðastilli, akgreinastýringu og viðvörun um athygli ökumanns. Þá er bíllinn með ágætis 360 gráðu myndavélakerfi sem kemur að góðum notum þar sem útsýni út um afturrúður gæti verið betra.

Niðurstaða

MG4 hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur víða um heim en þar spilar sérstaklega inn í lágt verð með tilliti búnaðar og drægni. Einnig er vert að minnast á að öllum MG fylgir 7 ára ábyrgð og ætti það að veita hugaró fyrir þá kaupendur sem eru á báðum áttum með nýtt merki sem enn er að sanna sig á íslenskum markaði. Þetta er mikill bíll fyrir peninginn en stærðin á honum er mögulega ekki allra enda eru margir búnir að venjast hærri jepplingum. MG4 er skemmtilegur akstursbíll á góðu verði og vel þess virði að prófa hann áður en næsti bíll er keyptur á heimilið.

Þessi þáttur var skoðaður vel í reynsluakstrinum og töluverður akstur fór fram á þjóðvegum við vetraraðstæður. Bíllinn var á grófum ónegldum vetrardekkjum og náði bíllinn ávallt að bregðast við áður allt fór á versta veg, sama hvernig aksturslagið var.

Rafhlaða

Luxury útgáfan er einnig skráð með lengri drægni (e. long range). Uppgefin drægni er allt að 435 km WLTP á 64 kWst rafhlöðu (61,7 kWst nothæf). MG4 er hægt að hlaða á allt að 135 kW sem er nokkuð gott miðað við samkeppnisaðilanna og er fræðilega hægt að ná hleðslu úr 10% í 80% á 35 mínútum.

Einnig getur bifreiðin veitt frá sér 220v rafmagn VTL (w. Vehicle To Load) og þannig má knýja áfram

MG 4 Luxury

Verð: 5.490.000 kr.

Afl: 203 hestöfl

Tog: 330 / 660 nm

Drægni WLTP: 474 - 542 km

Eyðsla bl. ak: 16,0 kWh/100 km

Farangursrými: 363 lítrar / 1177 lítrar

L/B/H: 4287/1836/1504 mm

Hjólhaf: 2705 mm

Eigin þyngd: 1785 kg

Dráttargeta: 500 kg.

Verð - útlit - akstur

Rými - stjórntæki