1 minute read

Mesta rafbílaúrvalið er á bl.is

Tesla er efst í tveimur flokkum – Model S er best í flokki Executive Cars en Model Y er besti lítill torfærubíllinn.

Kínverska bílategundi Wey Coffee 01 tekur efstu sætin sem sigurvegari stórra bíla í torfæruflokknum.

Fyrstu árekstrarpróf Euro NCAP voru framkvæmd fyrir 26 árum síðan. Á þessum árum hefur Euro NCAP gefið út og birt yfir eitt þúsund öryggisúttektir og árekstrarprófað á þriðja þúsund bíla. Áætlað er að varið hefur verið hátt í 200 milljónum evra í verkefnið með það að markmið að auka öryggi bifreiða í umferð. Sannarlega hafa öryggisúttektir Euro NCAP stóraukið öryggi vegfarenda og áætlað er að yfir 80.000 mannslíf hafi bjargast vegna öryggisþróunar ökutækja á liðnum 26 árum.

Fyrstu árekstrarprófin leiddu í ljós alvarlega öryggisbresti í söluhæstu fjölskyldubílum Evrópu. Þessar niðurstöður höfðu fljótlega veruleg áhrif á markaðinn.

Bílaframleiðendur voru þvingaðir til að fara í grundvallarnaflaskoðun á hönnun ökutækja með öryggi og björgun mannslífa í fyrirrúmi. Markmiðið var og er að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum. Í dag eru 9 af hverjum 10 nýjum bílum á Evrópumarkaði árekstrarprófaðir og með öryggiseinkunn frá Euro NCAP.