Framhaldsskólablaðið: tb. 4 2022-2023

Page 12

Framhaldsskólablaðið

Haraldur Þorleifsson

Viðtal við íslenskan athafnamann og fyrrum menntskæling. Rætt er um framhaldsskólaárin, fyrirtækið Ueno, tilvonandi plötu Önnu Jónu Sonar, myndasögur og margt fleira.

Síða 10

4. tölublað skólaárið 2022-2023 • Gefið út af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema • Dreift frítt í alla framhaldsskóla landsins APRÍL 2023 Bls. 6
UNGMENNAHÚS Í ELLIÐAÁRDALNUM Hitt húsið Bls. 4 Hvað á að gera í partýi? Bls. 12 MYNDASERÍA Hin gleymdu Bls. 3
Hvernig
á að eyða sumrinu

Sæl og heil, kæru lesendur

Hækkandi sól og hækkandi hitastig boða skemmtilega tíma, partí og ferðir út á land, en líka sumaratvinnuleit og komandi prófastress.

Þá er gott að grípa eitt Framhaldsskólablað á ganginum, renna kannski yfir viðtal við kónginn sjálfan, Harald Þorleifsson, skoða myndaseríur og páskauppskriftir eða kynnt þér Hitt húsið í Elliðaárdalnum og starfsemina sem það hefur upp á að bjóða. Svo er spurning, hvaða íslenzki rithöfundur værir þú og hvernig ferðafélagi ertu? Þetta og margt fleira í fjórða tölublaði skólaársins!

Nestilofsöngur

Ég hef verið í menntaskóla í næstum því tvö ár núna. Eins og flestir aðrir framhaldsskólanemar hef ég þurft að borða allan þennan tíma. Til eru ýmsar lausnir við því vandamáli. Margir menntaskólar bjóða upp

á

fínasta mötuneyti eða búa í grend við staði þar sem er hægt að kaupa sér mat. Ég hef hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að það sem hentar mér langbest er að koma með nesti. Þó að nesti sé vissulega ódýrt og jafnvel smá skemmtilegt þá er það soddan vinna en hér með kynni ég mína leið til þess að vera gellan sem er alltaf með nesti.

Excel skjalið

Í upphafi skólaársins þá kannaði ég skóladaga-

Framhaldsskólablaðið

4. tölublað, skólaárið 2022/23

talið og taldi allar þær vikur þar sem ég myndi vera í skólanum og gerði excel skjal þar sem ég setti inn vikurnar og hvað ég myndi hafa með mér í hádegismat þá vikuna. Þetta sparar töluverða hugmyndavinnu í framtíðinni.

Hugmyndir að nesti Það er hægara sagt en gert að velja hvað maður á að borða. Sérstaklega ef maturinn er to-go. Einfaldasta svarið er pasta. Það er hægt að finna milljón pastasósu-uppskriftir og búa til milljón í viðbót í hausnum á sér. Síðan þarf bara að setja það í eitt box og vonast til þess að finna gaffal einhversstaðar. Annað svipað fyrirbæri er kartöflur. Þær eru guðdómlega sveigjanlegt fyrirbæri

sem er hægt að búa til margar uppskriftir úr til þess að fylla kvótann.

Undirbúningsdagurinn

Það er sniðugt að hafa einn eða tvo dag fastan í vikunni sem er tileinkaður nestisgerð. Ég persónulega geri nestið mitt fyrir alla vikuna á sunnudegi. Sum gætu kannski til dæmis séð um þetta bæði á sunnudegi og miðvikudegi. Þá fer ég

út í búð og kaupi þau nauðsynlegu hráefni sem mig vantar. Síðan elda ég máltíð sem passar fyrir fimm manna fjölskyldu vegna þess að ég í fimm daga eru fimm manneskjur. Það er gott ráð að setja allan matinn í eitt risa-box og skammta svo daglega í ferðaboxið.

Snarl

Það er mjög stórt verkefni að klára heilann skóladag. Það er því oft nánast nauðsynlegt að fá sér möns milli mála. Það er alveg sniðugt að hafa það í huga við nestisgerðina svo maður geti undirbúið það líka. Þessi aðferð er að sjálfsögðu bara ein aðferð til þess að borða. Það þarf líka ekkert að gera þetta allar vikurnar. Ætlunin er að sjálfsögðu að gera lífið sitt einfaldara en ekki metnaðarfyllra. Excel skjal hljómar kannski eins og eitthvað sem dúxar og bókarar eiga bara að hafa áhyggjur af en þetta er ágætasta leið til þess að lifa af þau ár sem maður er í námi. Adios.

2 | Framhaldsskólablaðið A PRÍL 2 023
Elís Þór Traustason Ritstjóri Embla Waage Ritstjóri Ávarp ritstjórnar Fólkið á bak við blaðið Útgefandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema Útgáfustjóri: Sólrún Freyja Sen Umbrot og hönnun: Jónas Unnarsson Prentun: Landsprent. Agnes Ósk Ægisdóttir Alex Líf Kristinsson Gabriella Sif Bjarnadóttir Víf Ásdísar Svansbur Sunna Bohn Helga Sif Gunnarsdóttir " Sunna Bohn

Hvernig á að eyða sumrinu

Það er vorlykt í loftinu og grasið er orðið aðeins grænna, eða er það kannski bara mosi? Það skiptir ekki öllu máli, málið sem er í huga flest allra er sumarið og þá sumarfríið. Eftir að hafa þraukað í gegnum lokaprófin er dæmigert að vilja hafa eitthvað planað fyrir fríið, en það getur reynst erfitt og jafnvel stressandi og á þetta ekki annars að vera stress-laust tímabil? Hér eru þó nokkrar hugmyndir sem ég vona innilega gagnist öllum lesendum.

Það er mikilvægt að taka fram að sumt á þessum lista krefst mikils tíma eða jafnvel peninga, sem gæti reynst ekki alveg raunhæft fyrir suma. Einnig spilar þetta svolítið í hvar þú býrð, hvað þú fílar, hvernig vinir þínir eru, fjárhagslega ástandið þitt og hvort þú sért með bílpróf eður ei.

• Það virðist of augljóst og kannski ertu búið að fá ógeð af því að fara alltaf í sund á sumrin sem krakki. En ég held því uppi að fólk fer ekki í sund eins og það gerði áður fyrr. Því er gott að fara á góðum sumardegi, eða ekki þá er minna fólk, og bleyta sig smá og skemmta sér. Sundmenningin á Íslandi er áberandi og er það þá dæmigert að fara í sund og geta hitt einhvern sem maður þekkir eða

jafnvel einhvern nýjan. Og til þess að virkilega klára sundferðina yrði algjör klassík að næla sér í ís eftir á, sama um veðrið.

• Fólk elskar að vera með fíflalæti og haga sér aðeins eins og krakkar. Eflaust vekur sumarið margar barnæsku minningar fyrir marga svo það yrði án efa ljúft fyrir marga að leyfa sér smá kjánaskap. Þá með að spila fótbolta og bara almennt leika sér úti. Fyrir suma gæti þetta reynst vandræðalegt en hverju skiptir því máli hvað öðrum finnst þegar þú ert að hafa gaman og það er gott veður. Það er svo sjaldan hérlendis það er synd að láta skoðun annara hafa áhrif á hvernig við njótum okkur í góða veðrinu. Listinn af leikjum til þess að fara í úti sem inni er ótæmandi og einnig gæti þetta verið skemmtilegt umræðuefni meðal vina.

• Nú er að koma sumar og sjaldan er vegum lokað vegna veðurs, því má búast við að viðburði verða að finna um land allt! Því er algjör snilld, skyldi það ekki hafa hvarflað að yður, að fara með vinum í roadtrip. Þessi hugmynd er svoleiðis þríþætt. Að því leyti að A) Roadtrip með vinum er í sjálfri sér geggjað gaman og fullkom-

ið til þess að gera um sumrin en svo má það einnig vera B) Roadtrip að tónleikum eða tónlistarhátíðar eða C) Roadtrip til að tjalda.

A) Hér þarf fjárhagsleg skynsemi og almenn skynsemi að vera til staðar. Ég ætla ekki að telja upp umferðarlög fyrir ykkur bara mjög mikilvægt að vera skynsöm! Vegir liggja til allra átta, svo margt spennandi sem maður getur lent í ef maður gefur sér tímann í það.

B) Skyldir þú vera einn af þeim 137,618 einstaklingum sem búa á höfuðborgarsvæðinu þarftu ekki endilega að ferðast langt fyrir tónlist í beinni, ekki nema þú vilt það. Fyrir þá einstaklinga sem búa þar sem tónleikar eru fátíðir væri gaman að gera skemmtilega ferð að staðnum sem tónleikar eru haldnir og slá tvær flugur í einu höggi. Það er gott að vera vakandi fyrir gigg nálægt sínu bæjarfélagi, hver veit nema næstu Grýlurnar eða Stuðmenn deila bæjarstjóra með þér og er með gigg í sumar?

C) Maður fær aldrei nóg af íslensku náttúrunni og í roadtrip geturu séð svo ótal margt fallegt. En það er gott

að geta staðið um stund og virkilega leyft sér að anda inn fersku loftinu og fegurðinni. Ef þú og vinir þínir hafa tök á því að spara smá til þess að borga fyrir tjaldsvæði og eiga einhver tjöld sem eru sjaldan notuð er það frábær hugmynd að koma sér einhvers staðar fyrir. Ef það virkar óraunhæft eða ykkur lýst ekki á það, þá er það eldgömul hugmynd að einfaldlega tjalda í garðinum hjá einhverjum. Bensínkostnaður er sennilega enginn og ekkert tjaldsvæði gjald.

Skyldi það vera eitt af þeim fáum góðum sumar dögum sem við fáum á þessari litlu eyju og þú og vinir þínir eru í réttu stuði, er oft lítið fram hjá því að fara í lautarferð. Það þarf nú ekki að leita langt til þess að framkvæma þetta, bara í næsta almenningsgarði hjá þér, eða jafnvel í eigin garði. Svo er hægt að breyta aðeins til og haft þemu, lita þemu eða hvað sem yður þóknast. Fátt jafn gott og góður félagsskapur og gott veður.

Listinn er ekki tæmandi og því meira sem líður að sumrinu munu hugmyndir eflaust sprettast upp í huga þinn. Muna bara að setja á sig sólarvörn og skemmta sér fallega! Gleðilegt sumar!

Framhaldsskólablaðið | 3 A PRÍL 2023
" Agnes Ósk Ægisdóttir

Hvað á að gera í partýi?

Stundum, bara stundum, vill svo heppilega til að manni sé boðið í partý. Líkurnar eru jafnvel hærri ef maður er í menntaskóla, held ég. Partý geta verið mjög misjöfn. Stundum þekkjast allir, stundum þekkist enginn, stundum er það einhvern veginn bara maður sjálfur sem þekkir engan þarna. Stundum flæðir maður bara í gegnum partýið og skemmtir sér allt kvöldið og kynnist kannski meira að segja einhverjum nýjum. Þetta er ekki grein um þannig partý. Þessi grein er til þess að undirbúa þig undir erfiðar andstæður. Bíddu… leyfðu mér að laga…

Hvernig ferðafélagi ert þú?

Það er langt í að þú komist í þetta blessaða sumarferðalag. Fyrst þarf að klára lokaprófin, skipta um nagladekkin og bíða þess að snjórinn bráðni af Norðurlandinu. Þó sakar ekki að hefja skipulagningu á næstu hringferð um landið eða flugið út. Kannski ertu jafnvel á leið í útskriftarferð með góðum bekkjarfélögum - á fullu í fjáröflun og endalausu stússi. Fyrst þú ert í undirbúningsham, hvers vegna rifjar þú ekki upp ferðamannasiðina? Það fyrirfinnast fjölmargar óskrifaðar reglur sem ber að fylgja, helst til að gera líf ferðafélaga þinna ögn bærilegra. Svaraðu spurningunum og finndu út úr því hvort þú sért organdi smábarn í flugvél eða ferðafélaginn sem ávallt deilir handspritti og kexi með vinum sínum.

1. Þú fréttir að frænka þín hafi skyndilega fallið frá og verður grafin í Belgíu, hvenær pantar þú flugmiðan?

A. Tveimur dögum eftir að dagsetning er tilkynnt.

B. Þú bíður eftir því að einhver gerir það fyrir þig.

C. Þú spyrð hvort jarðarförin verði á Zoom.

D. Svona mánuð fyrir jarðaförina.

E. Hvernig spurning er þetta bara?

2. Þú kemst að því viku fyrir jarðaförina að fluginu til Belgíu var aflýst og ekkert annað í boði, hvað gerir þú?

A. Skoðar hvort þú komist með skipi.

B. Hversu fjarskyld er þessi frænka?

C. Spyrð systkini þitt hvort þau geti streymt jarðaförinni á Discord.

D. Grætur í korter og hættir við ferðina, þótt þig hafi virkilega langað að láta sjá þig.

E. Hmm… hvað eru til margar þyrlur á Íslandi?

3. Heyrðu! Nýtt flugfélag hættir við að fljúga til Kaupmannahafnar og ákveður að gera Antwerpen að nýjum áfangastað (til frambúðar). Jarðarför frænku þinnar er í nágrenninu, hvaða ferðamáta velur þú frá flugvellinum?

A. Lest.

B. Leigubíl.

C. Hopphjól.

D. Rútu.

E. Bílaleigubíl.

4. Þú pantaðir ekki gistingu í tæka tíð og neyðist til þess að gista í gruggugu móteli. Afgreiðslukonan er samt almennileg og leyfir þér að velja herbergisfélaga. Hverjum af eftirfarandi ætlar þú að deila koju með?

A. Konu sem lyktar eins og ódýrt ilmvatn og geltandi púðluhundinum hennar (hann fær neðri kojuna, þú sefur á gólfinu).

B. Gömlum manni með galopin augu. Hann er annað hvort einstaklega hljóðlátur eða dauður.

C. Herbergið er tómt eins og er, en afgreiðslukonan segir þér að ungt par með matareitrun muni líklega koma heim af spítalanum í nótt.

D. Þremur fráskyldum konum á þrítugsaldri með sjö hvítvínsbeljur og tvo hátalara sem spila mismunandi tónlist.

E. Þú eltir afgreiðslukonuna heim og gistir fyrir utan húsið hennar. Kannski vorkennir hún þér og hleypir þér inn.

Reiknaðu nú hvaða stafur var oftast fyrir valinu hjá þér.

Varst þú með flest:

Þú ert hinn fullkomni ferðafélagi.

Að vera í kringum þig eru hrein og bein forréttindi. Þú ert eins og gott lestarkerfi: tryggt, stundvíst og tekur tillit til allra farþega. Ef babb kemur í bátinn líta allir vinir þínir á þig. Skildi báturinn vera lekandi myndir þú svelgja vatnið eins og það væri drykkjarhornið hans Óðinns. Kæri ferðafélagi, þótt allir geti treyst á að þú fylgist með dagskránni á flugvellinum og að þið séuð með viðeigandi útbúnað, er mikilvægt að þú passir upp á sjálft þig. Ef lífið er flugvél, þarft þú að fara að setja þig í Saga Class.

Það var líklega í umræðunni að bjóða þér ekki með í ferðina.

A C B D E

Hefur þú mætt upp á flugvöllinn án þess að taka með vegabréf? Jafnvel oftar en einu sinni? Neitaðir þú að bera á þig sólarvörn, en kvartaðir svo í þrjá daga eftir að þú brenndir þig? Finnst þér ,,barnalegt” eða jafnvel ,,leiðinlegt” að spila UNO með vinum þínum? Ef svarið við þessum spurningum var eitthvað annað en ,,nei” þarft þú að hugsa þinn gang. Reyndu að sýna fólkinu í kringum þig smá skilning. Þótt þú getir hallað sætinu í rútunni niður þýðir það ekki að þú ættir að gera það.

Þú hefur ekki yfirgefið húsið þitt í mörg ár, og munt eflaust ekki gera það í sumar.

Engin skömm í því! Svo lengi sem þú lofar þig ekki í ferðir sem þú munt að öllum líkindum hætta við á seinustu stundu - er enginn skaði skeður! Bjóddu bara fólki heim í skákmót eða bakaðu brauð með mömmu þinni í sumar. Kannski viltu helst bara lesa með kettinum þínum. Þá gerir þú það í ró og næði, elsku innipúki.

Þú ert sæmilegur ferðafélagi, en það er alltaf gaman með þér á áfangastað. Það eru þrír hlutir sem fara í taugarnar á þér: raðir, biðir og hátíðnihljóð. Þetta gerir þig að ósköp erfiðum ferðafélaga, þótt þú reynir þitt besta að láta það ekki bitna á öðrum. Hvort sem þú þrammar um flugvöllinn eða situr í þröngum jeppa fer skapið hreinlega með þig. Í besta falli tekst þér að sofna værum blundi, en í versta falli þarftu að hlusta á nöldrið í sjálfu þér tímunum saman. Í þínum sporum myndi ég taka með mér heyrnatól og góða bók í næsta ferðalag. Mér er sama þótt þú verðir bílveikt, það er hluti af ferðalaginu að þjást aðeins.

Þú mættir í ferðalagið með bráðsmitandi sjúkdóm. Ekki svalt! Við gerum ekki svoleiðis. Ef þú hóstar upp gumsi eða blóði þýðir það ekkert að þurrka það bara af lestarmiðanum. Það er ekkert jafn stressandi og að heyra einhvern sjúga slímugum safa upp í nefið sitt á leiðinni til Balí eða Benidorm - ferð sem ekkert átti að geta eyðilagt. Segjum það saman: ef þú hefðir ekki mætt í skólann skaltu ekki halda af stað í ferðalag. Takk og bless.

4 | Framhaldsskólablaðið A PRÍL 2 023
" Embla Waage

5. Þú vaknar um miðja nótt - alveg í spreng. Það er eitt salerni á mótelinu. Þú sprettir niður ganginn, í áttina að því. Þú hefðir þó allt eins getað sleppt því, enda er klósettið stíflað. Hvar sprænir þú í staðinn?

A. Þú skokkar í bensínstöð sem er í 2 km fjarlægð og biður um að nota salernið þar.

B. Í salernið. Það er hvort sem er stíflað.

C. Í vaskinn. Ekki þitt stolltasta augnablik, en það þurfti að gerast.

D. Í litla baunadós sem þú fannst í ruslinu á ganginum.

E. Í gamalt dömubindi. Þetta er svona nánast bleyja.

6. Þú drattast á fætur eldsnemma að morgni, úrvinda eftir langa og svefnlausa nótt. Sem betur fer bíður mótelið upp á ókeypis morgunverð! Hvað færðu þér í morgunmat?

A. Kaffi og eggjahræru. Það var ekki til mjólk út í kaffið, en stundum er það bara svoleiðis. Þú klárar ekki eggin því þau eru óþarflega blaut.

B. Opnar svellkaldan og svalandi orkudrykk. Þetta er orkudrykkur sem þú þekkir ekki til, en þetta getur ekki verið svo slæmt.

C. Múslí með jógúrti. Svo nartar þú í smáköku í eftirrétt, þó hún sé augljóslega ekki nógu vel bökuð.

D. Þú sleppir venjulega morgunmat, en ákveður að drekka heilsudrykk með engiferi og hráu eggi til að vekja þig aðeins.

E. Beikon og ost á beyglu. Einstaklega ljúffeng samblanda! Þó hefði mátt steikja beikonið aðeins betur.

7. Þér verður svolítið illt í maganum eftir morgunmatinn og ákveður að leggjast í örskamma stund. Því miður endaðir þú á því að sofna og missa af allri athöfninni. Það eina sem er eftir er erfidrykkjan. Þú mætir í erfidrykkjuna og ætlar að útskýra hvað átti sér stað. Hverjum ferð þú upp að fyrst?

A) Móður frænku þinnar. Hún skipulagði megnið af jarðaförinni og á skilið afsökunarbeiðni.

A. Eldri bróður þínum. Honum mun örugglega finnast þetta fyndið.

B. Ömmu þinni og afa. Þau höfðu örugglega áhyggjur af þér.

C. Systur frænku þinnar. Hún hefur gaman að svona rugli og þar að auki mun hún líklega segja mömmu sinni frá því.

D. Prestinum. Hann virkar eins og skemmtilegur kall.

8. Í erfidrykkjunni króar fjarskyldur frændi þinn af og fer að kvarta undan sykursýkinni sinni, en þér er eiginlega alveg sama. Hann gerir sér ekki grein fyrir þessu og virðist geta rabbað endalaust um þetta málefni. Hvað gerir þú?

A) Situr í þögn og reynir að bestu getu að skilja hvað hann á við.

A. Þykist vera of tilfinninganæmt til þess að spjalla (þið eruð nú einu sinni í jarðarför)

B. Situr í þögn og hugsar um eitthvað algjörlega ótengt.

C. Skiptir kurteisislega um umræðuefni.

D. Segir að þú sért með bráðsmitandi sjúkdóm og varar hann gegn því að sitja nálægt þér.

9. Loksins er erfidrykkjunni lokið, nú hópast fólk við útganginn og skrifar í gestabók. Þú stendur aftast í röðinni. Þegar það er komið að þér er bókin orðin ansi full. Hvar skrifar þú nafnið þitt?

A. Á servíettu sem þú varst með í vasanum. Svo stingur þú henni inn í bókina.

B. Þú treður nafninu á milli tveggja annarra nafna. Það sést varla, en þú skrifaðir þó allavega í bókina.

C. Þú sleppir því, svona fyrst þú misstir af jarðaförinni sjálfri.

D. Þú finnur frænku þína og spyrð hvort það sé ekki hægt að vera með fleiri en eina gestabók.

E. Á bókakápuna. Aftari hliðina, en samt á bókakápuna.

Hvernig á að lifa af partý?

Ekki klæða þig í viðeigandi föt, klæddu þig í áhugaverð föt.

Kannski er ég lokuð inni í helli þar sem enginn dæmir mann fyrir að fara út fyrir boxið en það er eiginlega sjálfgefið að fólk er ekki að fara að muna eftir eða tala um þig ef þú leyst út eins og allir hinir. Ef að maður er stressaður hljómar þetta hræðilega en það er miklu auðveldara að komast í gegnum samræður ef maður hefur andlitsdemanta eða smekkbuxur til þess að tala um í staðin fyrir veðrið og Covid.

Veldu þér fólk til að kynnast

Enn og aftur hljómar það eins og hræðileg hugmynd fyrir fólk sem er nú þegar stressað en leyfðu mér að útskýra. Ef maður er með það að markmiði að kynnast fólki verður það skemmtilegur leikur í staðin fyrir að vera félagsleg áskorun. Áður en þú veist af áttu fjóra nýja vini sem vita ekkert um það að þeir séu partur af hrottalegu plotti þínu í partýleik.

Búðu til lyga

Ef að þú ert uppiskroppa með umræðuefni er þetta ágætis lausn. Það er mjög mikilvægt að passa að lygin hafi ekki of miklar afleiðingar en sé samt nógu áhugaverður til þess að vera þess virði. Til dæmis er hægt að ljúga að því að maður sé nærsýnn, að ný sönnunargögn um vatn á tunglinu hafi fundist eða að búa til orð og nota það í setningu og sannfæra síðan fólk um að það sé alvöru orð. Þegar maður lýgur finnst manni maður

raunverulega vera lifandi.

Finndu fullkomið fórnarlamb

Þegar kemur að lygum eru ekki aðeins lygarar heldur líka trúarar. Það er gott að velja fólkið sem maður lýgur að vel. Maður getur oft metið hvort að fólk sem maður þekkir muni trúa manni en þá þarf að taka inn í allar staðreyndir sem manneskjan veit um mann fyrir. Það er því langbest að ljúga að fólki sem veit ekkert um mann. Það hefur minnstar afleiðingar og er líka eiginlega meira spennandi.

Finndu gæludýrið

Talið er að um þriðjungur íslendinga eigi gæludýr. Ef að maður er staddur í heimahúsum einhvers eru því 33.333333333333333 líkur á því að maður finni dýr til að klappa eða jafnvel bara skoða.

Hermdu eftir besta dansinum

Það er ekki algilt en alls ekki ógilt að í partýjum byrja fólk aðeins að tjútta. Ef að þú sért einhvern sem er að dansa sérstaklega fínan dans er sniðugt að fara upp að manneskjunni og herma eftir henni. ATH: þetta eru einu aðstæðurnar sem er í lagi að fara upp að manneskju og herma eftir henni.

Framhaldsskólablaðið | 5 A PRÍL 2023

Ungmennahús í Elliðaárdalnum

Hitt húsið

„Við erum aðstaðan og aðstoðin fyrir ungt fólk að koma hugmyndum sínum í framkvæmd“

Hitt húsið í Elliðaárdalnum er miðstöð fyrir ungt fólk. Það er opið öllum á aldrinum 16–25 ára, óháð búsetu. Þar er hægt að mæta til að hanga, halda sýningar og tónleika, taka upp lög eða vinna í fundarherbergjum. Húsið er opið yfir daginn en ungt fólk getur tekið frá sérstök rými fyrir hvað sem er. Á staðnum er starfsfólk sem getur aðstoðað einstaklinga eða hópa við fjölbreytt verkefni.

Hitt húsið er aðstaða ætluð ungu fólki til að koma hugmyndum í framkvæmd og gefa þeim vettvang.

Starfsemi Hins hússins

Hitt húsið meira en bara hús, það er líka ýmis starfsemi.

• Atvinnumál

• Atvinnuráðgjöf fyrir fólk 16-25 ára

• Vítamín - virkninámskeið

• Upplýsingamiðstöð

• Útleiga rýma í Hinu húsinu

• Aðstoða leigutaka

• Markaðsetning

• Vefsíðan Áttavitinn

• Frístundastarf fatlaðra

• Frítímaúrræði fyrir ungmenni með fötlun

• Forvarnir

• Jafningjafræðslan

• Menningarmál Músíktilraunir

• Götuleikhúsið

• Unglist, listahátíð ungs fólks

• Listhópar Hins hússins

Hvernig er hægt að bóka?

Hægt að senda skilaboð á Messenger eða Instagram, senda tölvupóst á hitthusid@hitthusid.is eða hringja. Allir þessir valmöguleikar eru í boði. Þá „Get ég bókað fundarherbergi? Get ég bókað Norðursalinn?“

Við reynum alltaf að svara á einum klukkutíma en við svörum til kl. 5 á virkum dögum. Ef þú sendir að kvöldi til færðu svar á morgnanna.

Annað sem við erum að gera sem er mjög kúl. Við erum opið til kl. 10 frá mánudögum að fimmtudögum, og til kl. 8 á föstudögum. Það er hægt að vera inni í húsinu til kl. 11 á virkum dögum. Svo er líka hægt að vera um helgar.

Norðursalur

Tónleikar, stærri viðburðir, sýningar, námskeið, leikfélög og fleira Norðursalur er stærsti salurinn og er notaður undir viðburði, námskeiðahöld og ráðstefnur. Hann hentar vel fyrir tónleika en Söngkeppni framhaldsskólanna var haldin í Norðursal. Síðast var haldið þar feminískt sjálfsvarnarnámskeið og Thalía, leikfélag MS nýtti salinn undir æfingar sínar síðasta vetur. Stúdentafélög og stærri samtök hafa einnig nýtt sér þetta, t.d. Röskva og SÍF.

Galleríið

Listasýningar, aðstoð við listasýningar

Galleríið er sýningarými í Miðsal fyrir listasýningar, t.d. myndlist og högglist. Umsóknarferlið er nákvæmlega eins og að halda sýningu hjá öðrum galleríum en hægt er að fá aðstoð og ráðgjöf frá Menningardeild Hins hússins hvernig sé best að setja upp sýningu.

Miðsalur

Minni viðburðar, hittingar, hangout, gaming

Miðsalur er fjölnota rými í miðju Hins hússins. Þar eru ný aðstaða fyrir gaming og hægt að leigja Miðsal til að spila tölvuleiki eða halda mót.

Leigja rými og sali fyrir 16-25 ára

Öll á 16–25 ára aldri, óháð búsetu, geta leigt rýmin í Hinu húsinu í Elliðaárdalnum.

Auðveldast er að bóka beint á Facebook, senda skilaboð á Messenger eða Instagram en líka er hægt að senda tölvupóst á hitthusid@hitthusid.is eða hringja.

Instagram: @hitthusid

Vefsíða: hitthusid.is

Netfang: hitthusid@hitthusid.is

Sími: 411-5500

6 | Framhaldsskólablaðið A PRÍL 2 023
" Elís Þór Traustason

Matsalur

Hittingar, skjávarpi, sófar, eldunaraðstaða

Matsalurinn er stórt aflokað rými á annarri hæð. Þar eru sófar, stór skjár og eldhúsaðstaða. Frábært fyrir viðburði, vinahópa, fyrirlestra eða bara bíókvöld. Vinahópar hafa nýtt sér hann til að koma saman á kvöldin og horfa á Bachelor, spila FIFA uppi á skjávarpa, halda Dungeons and Dragons kvöld eða hittast fyrir LARP á sunnudögum.

Stúdíó

Hljóðver, upptökur, hljóðvinnsla, aðstoð

Stúdíóið er á heimsklassa en hljómsveitir geta tekið upp lög og jafnvel heil albúm. Þar er líka hægt að taka upp hlaðvörp og hljóðupptökur. Stúdíóið er langvinsælasta aðstaðan í Hinu húsinu og mikil aðsókn. Starfsfólkið í Upplýsingamiðstöðinni er með bakgrunn í tónlist og getur veitt aðstoð með upptöku og hljóðvinnslu.

Suðursalur

Minni viðburðir, hittingar, hangout Suðursalur er stórt rými með sófum og borðtennisborði en auðvelt er að laga það að ýmsum aðstæðum. Mikið golfpláss fyrir æfingar eða viðburði.

Austrið og Vestrið

Fundir, hópahittingar, læra, vinna, æfa Morfís og Gettu betur, hvað sem er Austrið og Vestrið eru fundarherbergi sem hægt er að leigja. Það má koma til að halda fundi, vinna, læra, bara hittast eða í raun hvað sem er. Vinahópar hafa nýtt sér þau til að halda spilahittinga og bæði Gettu betur liðin og Morfís-liðin hafa nýtt sér þau til að æfa sig.

Komdu að kenna

Umsóknarfrestur um grunnnám er til 5. júní.

Framhaldsskólablaðið | 7 A PRÍL 2023

Labbitúrar eru kannski ekki svo slæmir

" Agnes Ósk Ægisdóttir

Labbitúrar eru kannski ekki svo slæmir. Það er mögulega einhver sannleikur í því, nei það er reyndar mikill sannleikur í því. Fætur þínir eða hjól halda þér á ferð og um leið fer hugurinn líka af stað, hann fer eiginlega í göngutúr líka. Með því að fara út með hundinn ertu líka að leyfa huginn þinn að anda, hugur þinn er ekki fastur í einu herbergi. Þú ræður þannig séð öllu í göngutúr - það hljómar kannski langsótt en það gæti hjálpað við að ná áttum eða ná stjórn á sér. Þú ræður hvað þú sérð á þann hátt þú ræður hvert þú labbar, þú veist ef þú ferð til hægri labbar þú framhjá auðum fótboltavelli sem er ekki mjög spennandi. Ef þú ferð til vinstri átt þú leið hjá tjörninni og það er sjaldan ófögur sjón. Þú ræður hvað þú heyrir að vissu marki. Góð

heyrnartól geta einangrað þig frá hávaðanum og óþægindum sem má búast við frá umheiminum. Það er þitt að velja hvort þú hlustar á tónlist eður ei, þú mátt upplifa heiminn og það sem gerist í honum í rauntíma í nær umhverfi þínu og það getur verið skringilega ferskandi upplifun. Ég myndi nú ekki ráðleggja þér að fara í göngutúr í vondu veðri en eins og oft hefur verið áður nefnt, þú ræður. Þú ræður hvort þú ferð út í rigningu, í roki, í sólskini, í þoku eða einhverri blöndu af öllu þessu saman. Ferskt andrúmsloft gerir gott, ekki bara fyrir skynfærin heldur líka fyrir líffærin. Göngutúrar eru lífsbætandi bæði fyrir sál og líkama. Um leið og líkaminn fær nauðsynlega hreyfingu fær heilinn að njóta sér burt frá flest öllu sem skertir heilsu hans. Labbitúrar eru engan veginn slæmir, það er sannleikurinn.

Frí atvinnumálaráðgjöf fyrir ungt fólk 16-25 ára

" Elís Þór Traustason

Hitt húsið býður upp á ráðgjöf fyrir ungt fólk í atvinnuleit. Ráðgjöfin er ókeypis fyrir öll á aldrinum 16-25 ára. Deildin Atvinnumál og forvarnir er ein af mörgum deildum Hins hússins og sér um þessa ráðgjöf en heldur einnig Vítamín, virkninámskeið fyrir ungt fólk. Breki Bjarnason, ráðgjafi og starfsmaður deildarinnar, var til í að koma í viðtal og kynna atvinnuráðgjöfina.

Hvernig virkar atvinnuráðgjöfin ykkar og hvernig aðstoð veitið þið?

Við bjóðum við upp á fría atvinnuráðgjöf, fyrir öll 16-25 ára ungmenni, frá einu upp í fjögur skipti. Þá hjálpum við til við hvernig á að búa til eða bæta ferilskrá, hvernig á að skrifa kynningarbréf, hvernig á að undirbúa sig fyrir atvinnuviðtal, hvar er hægt að sjá auglýst störf, eftirfylgni á starfsumsókn, alls konar góð ráð sem tengjast atvinnuleitinni.

Hvernig er hægt að bóka tíma í atvinnuráðgjöf?

Hægt er að bóka frítt á vefsíðu Hins hússins. Þá ferðu í flipann Umsóknir og í flipann þar undir atvinnuráðgjöf. Þú fyllir út nafn, netfang og getur skrifað einhverjar frekari upplýsingar inn ef það er eitthvað sérstakt. Þá fáum við það á emailið okkar, að einhver hafi verið að óska eftir atvinnuráðgjöf. Við höfum þá við samband við viðkomandi og finnum þægilegan tíma.

Er hægt að mæta á fjarviðtal ef ég kemst ekki í Hitt húsið?

Það er líka í boði að taka rafrænt. Við vorum einmitt að vinna mikið með það í COVID. Oftast kemur fólk í heimsókn í Hitt húsið Það er því þá líka í boðið að taka þetta rafrænt ef það hentar

einhverjum betur, t.d. ef einhver kannski ekki búsettur í þægilegri fjarlægð frá Hinu húsinu eða er bíllaus.

Hvað er Vítamín?

Svo erum við með virkninámskeið, Vítamín, í samstarfi við Vinnumálastofnun. Þá gefur Vinnumálastofnun okkur lista yfir mögulega þátttakendur, þá fólk sem er á atvinnuleysisbótum eða á skrá hjá þeim, og þá tökum við þau í fimm vikna undirbúningsnámskeið í Hinu húsinu. Þátttakendur fá praktísk ráð í atvinnuleitinni en þau læra líka að vinna með eigin styrkleika og huga að eigin vellíðan. Námskeiðin eru sniðin að hverjum hópi fyrir sig og þeirra þörfum, hvað þau þurfa aðstoð með og við fáum alls konar gestaleiðbeinendur.

Eftir þetta fimm vikna undirbúningsnámskeið (frá 10-13, þrisvar í viku) tekur við svokölluð starfsþjálfun. Þá höfum við í samráði við þátttakendur búið til fyrirtækjalista yfir möguleg fyrirtæki sem þau gætu séð fyrir séð að vinna hjá og er líka raunhæft miðað við þeirra menntun, bakgrunn, áhugasvið o.fl. Svo höfum við samband við þessi fyrirtæki og reynum að koma þeim að í starfþjálfum. Fyrst í fjórar vikur, og ef vel gengur, þá reynum við að kynna þann möguleika fyrir fyrirtækjum að halda þeim þar

lengur. Annaðhvort með ráðningarstyrkjum, sem Vinnumálastofnun býður upp á, eða hreinlega með því að reyna að ráða viðkomandi.

Við byrjum á bara starfsþjálfun og ef vel gengur er hægt að fá ráðningarstyrki í allt að

6 mánuði og þannig fá fyrirtækin stuðning til að bæta við sig starfskrafti. Eftir að ráðningarstyrkurinn rennur út er oftar en ekki möguleiki á að ráða viðkomandi í áframhaldandi starf, burtséð frá styrkjum eða hjálp. Ef starfsmaðurinn er búinn að standa sig vel í 6 mánuði, þá borgar sig oft fyrir fyrirtæki að halda honum.

En óháð því, þá er starfsþjálfunin líka tækifæri til að stækka tengslanetið og öðlast nýja reynslu á einhverju öðru sviði sem þau hefðu kannski ekki fengið annars.

Ef ég man rétt, er um helmingur af þeim sem fara í starfsþjálfun og klára hana fá áframhaldandi vinnu til styttri eða lengri tíma. Þetta er að skila einhverju.

Haldið þið önnur námskeið eða sinnið fræðslu?

Námskeiðið „Styrkur og vellíðan“ er í boði fyrir alla framhaldsskólanema en hægt er að kynna sér það á heimasíðunni okkar.

Við höfum farið með kynningar í skóla, nýlega fór ég í Tækniskólann og um daginn fengum við heimsókn frá FB. Við erum alltaf opin fyrir hópráðgjöf eða hópkynningum eða alls kyns svona samstarfi. Við erum alltaf til í að taka samtalið um samstarf, koma í heimsókn einhvers staðar með létta kynningu og geta bókað í ráðgjöf eftir á ef einhver vill koma í einn-á-einn spjall.

Er atvinnuráðgjöfin á fleiri málum en íslensku?

Við höfum einnig hjálpað fólki sem er ekki með íslenskan bakgrunn, hvort sem að það er flóttafólk eða aðrir innflytjendur. Það er opið öllum, og þó við getum aðeins aðstoðað á íslensku eða

á ensku þá höfum við nota Google Translate í alls konar tilvikum ef þess þarf. Hver sem er getur sótt um og við hvetjum sem flesta til þess. Vítamín hefur oftast verið á íslensku en síðustu 4 námskeið hafa verið á ensku.

Hjálpið þið með námsval eða annað sem er ekki beint starfstengt?

Það er ekki okkar sérsvið. En við förum stundum um víðan völl, þegar um svona ráðgjöf er að ræða, eins og með áhugasvið og hvert þau vilji stefna í framtíðinni, o.s.frv. Stundum kemur fólk til okkar sem vill kannski fara erlendis eða í lýðháskóla eða vill ræða almennar pælingar um hver þau vilji stefna í lífinu. Þá erum við aðallega í því hlutverki að beina þeim til réttra aðila sem geta gefið viðeigandi upplýsingar. Svo kemur líka fyrir að fólk komi í ráðgjöf sem fæst við ýmsa erfiðleika eða eitthvað svoleiðis, og þá erum við ekki beint rétti aðilinn til að tækla svona þyngri mál. Þá höfum við verið dugleg að beina fólki í Bergið. Þar er lágur þröskuldur og auðvelt að komast að hjá fagfólki. Fyrst og fremst erum við sérfræðingarnir þegar kemur að atvinnumálunum. Öllu hinu reynum að beina í réttan farveg.

Einhver lokaorð?

Þetta eru kannski helstu verkefnin en við sinnum líka forvarnarfræðslu? Við höldum líka uppi Jafningjafræðslunni og öllum verkefnum tengdum henni. Það er einmitt rosalega skemmtilegt verkefni sem snýst um að fræða á jafningjagrundvelli. Við ráðum inn sumarstarfsfólk, jafningjafræðara, sem fær flott undirbúningsnámskeið. Helstu sérfræðingar á alls konar sviðum matar þau fróðleik og þau miðla því svo áfram til krakka í vinnuskólum. Það er reyndar búið að loka fyrir ráðningar þetta sumarið en ef þetta hljómar spennandi, að mæta í vinnuskóla og fræða ungt fólk, þá finnst okkur alltaf gaman að fá umsóknir og hvet fólk til að sækja um næsta sumar.

A PRÍL 2 023 LÍFSSTÍLL

Páskauppskriftir

Crème brûlée

Hráefni:

• 500ml rjómi

• 1 vanillu stöng

• 5 eggjarauður

• 100g sykur

Aðferð:

Settu rjómann í lítinn pott og hitaðu við miðlungshita. Skrapaðu úr vanillustönginni með hníf og settu fræin saman við rjóman. Á meðan að rjóminn hitnar skaltu setja eggjarauðurnar saman við sykurinn í hræriskál og þeyta með handþeytara í 2 mín. Þegar að mixtúran er ljósgul og sykurinn að mestu leyti sundraður og þegar að rjóminn lítur út fyrir að vera á mörkunum á að sjóða skaltu hella rjómanum hægt út í eggjablönduna, aðeins smá skvettur í einu. Annars býrðu bara til scrambluð egg. Helltu svo í lítil keramík mál (má líka nota ál bollakökumál), þetta ætti að duga í c.a. 5 slík. Kveiktu svo á katlinum til að sjóða vatn. Vatnið setur þú í fat sem þú leggur keramíkmálin svo í þannig að vatnslínan standi um helming hæðar málanna (ATH. hún hækkar þegar að þú setur málin í fatið, passaðu að fá ekkert vatn ofan í creme bruleeið). Með skeið skaltu scoop-a mestu froðuna af sem getur hafa myndast á creme brulee-inu, og skella svo inn í ofn við 160°C í 30-40 mínútur.

Eftir baksturinn skaltu leyfa málunum að kólna vel í ísskáp í minnst 1 klst. Rétt áður en að skal borða skaltu strá sykri yfir og brenna. Best er að nota matreiðslukyndil en það er alveg hægt að nota kveikjara, það tekur bara svolítið langan tíma að bræða allann sykurinn -það er samt þess virði þannig ekki sleppa því!

Rabbabarapæ

Hráefni:

• Rabbabarinn

340g rabbabari

• 50g rúsínur

• Hlynsýróp eða pönnukökusýróp

• 5 bitar af suðu súkkulaði (eða vegan súkkulaði)

• Crumble

100g smjör (eða kókosolíu fyrir vegan útgáfu)

• 1dl hveiti

1dl sykur

• 2dl hafrar

Aðferð:

Skerið rabbabarann niður í smáa bita og setjið í fat ásamt rúsínum. Saxið súkkulaðið mjög smátt og setjið saman við. Hellið svolitlu sýrópi yfir og hrærið til þannig að sýrópið umlykur rabbabarabitana (hann er mjög súr þannig að það veitir ekki af smá magni).

Í sér skál skal blanda hveitinu, sykri og höfrum saman. Smjörinu er svo blandað saman við þurrefnin (þægilegast ef það er við stofuhita eða skorið í bita).

Svo er öllu hnoðað saman þangað til að hægt er að mynda kúlu úr því. Við ætlum samt ekki að gera það, heldur er sniðugt að mynda litla diska úr deiginu með lófunum og raða ofan á rabbabarann í fatið.

Bökunni er því næst skellt inn í ofn við 200°C í u.þ.b. 30 mínútur

Framhaldsskólablaðið | UPPSKRIFTIR | 9 A PRÍL 2023
" Gabriella Sif Bjarnadóttir

Haraldur Þorleifsson

Viðtal við íslenskan athafnamann og fyrrum menntskæling. Rætt er um framhaldsskólaárin, fyrirtækið Ueno, tilvonandi plötu Önnu Jónu Sonar, myndasögur og margt fleira.

Haraldur Ingi Þorleifsson er einstaklega annasamur maður. Hvort sem þú hlustar á nýjungar í íslenskri tónlist, fylgist grannt með ferðum fyrrverandi unnusta Grimes eða lítur út um gluggan öðru hvoru, er líklegt að þú sjáir ummerki eftir störf Haralds.

Hann er handhafi riddarakross Hinnar

íslensku fálkaorðu og valinn maður ársins hjá

RÚV, Vísi og Morgunblaðinu árið 2022. Þessi 45 ára maður hefur sannarlega fengist við margt spennandi um ævina. Miðvikudaginn

7. desember árið 2022 náði þessi spenna hápunkti, en þá tók Framhaldsskólablaðið viðtal við hann í gegnum fjarskiptaforritið Zoom. Þar var rætt um framhaldsskólaárin, háskólanám, myndasögur og margt fleira.

Framhaldsskólaárin krefjandi tími ,,Ég var fyrst í Hagaskóla, flestir vinir mínir voru vestur í bæ,” segir Haraldur. Þegar hann er spurður út í framhaldsskólaárin greinir hann frá árum sínum í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann útskýrir hvers vegna áfangakerfið hentaði honum illa. ,,Ég held ég hefði haft gott á því að vera í bekk og hafa aðeins meiri félagsfræðilegan strúktúr. Mér fannst ég einangrast soldið mikið í MH. Ég náði einhvern veginn aldrei að komast inn í félagslífið. Ég átti vini þarna, en það var ekki stór hópur.” Haraldur minnist þess að hafa liðið frekar illa í framhaldsskóla: ,,Ég ákvað bara mjög fljótt að ég myndi reyna að komast í gegnum þetta eins hratt og ég gat.” Þó tekur hann fram að auðvitað hafi kerfið í Menntaskólanum við Hamrahlíð reynst mörgum mjög vel, en að bekkjarkerfi hefði verið betur sniðið hans þörfum.

,,Ég var mjög feiminn í framhaldsskóla,” viðurkennir Haraldur. ,,En ég [...] allavega lærði að vinna mig út úr því seinna og það hefði verið gott að vita það.” Þegar hann er spurður hvort hann laumi á ráðum fyrir framhaldsskólanema mælir hann með því að setja hluti í breiðara samhengi. ,,Það var ýmislegt sem gerðist í menntaskóla sem mér fannst vera mjög mikilvægt þá, en var síðan ekki mikilvægt. Það er allt einhvern veginn svo stórt og merkilegt akkúrat þegar maður er að upplifa það, sérstaklega þegar maður er á þessum aldri.” Auk þess bendir Haraldur á að hlutir munu ekki alltaf verða eins og þeir eru núna ,,Það mun breytast og lagast og fara í allskonar mismunandi áttir en það sem maður gæti ímyndað sér.”

Námið sem þú kýst ekki endilega aðalatriðið Haraldur lauk framhaldsskóla á undan áætlun og leiddu leiðir hans í áframhaldandi

háskólanám. Að því loknu var hann með BA gráðu í heimspeki og BS í viðskiptafræði. ,,Þegar ég var búinn með það [...] fór ég í mastersnám í hagfræði, en kláraði það ekki.”

Haraldur segir að námið sem þú kýst sé ekki endilega aðalatriðið: ,,ekki nema maður sé að fara inn í einhvern sérstakan feril eins og að vera lögfræðingur eða læknir.” Hann telur að námið sé fyrst og fremst gagnlegt í að þróa hugsunarháttinn þinn. ,,Ég fór í heimspeki sem hjálpar manni að hugsa mjög opið. Svo fór ég í viðskiptafræði og fjármál sem var miklu meira, svona, að drífa þér í áttina að einhverri niðurstöðu. Það held ég að hafi verið nokkuð góð blanda.” Haraldur telur að það sé gagnlegt að blanda saman fögum. ,,Nema fólk sé með eitthvað mjög ákveðið í huga [...] þá mæli ég með því að fólk sé opið fyrir því að prófa nokkra mismunandi hluti og fara inn í námið með það við huga að maður viti ekkert hvernig ferilinn eða lífið verður.”

Ævintýri Tinna ákveðin innblástur

Haraldur skapaði eigin heimasíðu (http:// haraldurthorleifsson.com/) og einstaklega glöggir lesendur geta þar greint innblástur frá Ævintýrum Tinna. Þótt ótrúlegt virðist, er þetta engin tilviljun. ,,Ég var mjög mikið í teiknimyndasögum þegar ég var lítill - safnaði teiknimyndasögum.” Haraldur minnist þess að í barnæsku hans hafi fundist ,,merkilega margar teiknimyndasögur á íslensku”. ,,Ég átti allar Tinnabækurnar og Svalur og Valur og allskonar; Lukku Láki og fleiri bækur sem voru gefnar út. Ég fór í það að safna þeim öllum.” Hann nefnir þó að Tinni hafi setið í honum meiri en aðrar teiknimyndasögur.

,,Það er bæði, held ég, að hann er áhugaverður karakter og þessi ævintýragirni og svona, að prófa að fara út um allan heim. Svo finnst mér teikningarnar fallegar. Þannig, já, þetta hefur soldið fest í hausnum á mér og ég held að það séu svolítið margir af minni kynslóð sem eru uppteknir af Tinna.” Þá situr hönnunin einnig fast í Haraldi. ,,Þetta er rosalega fallega hannað, fallegar teikningar. Fyrstu Tinnabækurnar eru auðvitað mjög umdeildar og ekki mjög góðar. Þær eru rasískar. En hann þróaði sig mjög hratt út úr því og seinni bækurnar eru mjög skemmtilegar.”

,,Byrjaði bara hérna heima á Íslandi í eldhúsinu”

Haraldur þekkir sjálfur eitt og annað um hönnun. Hann stofnaði hönnunarfyrirtækið Ueno árið 2013. ,,Ég byrjaði bara hérna heima á Íslandi í eldhúsinu og það óx upp í það að verða frekar stórt.” Hann minnist þess að hafa verið með um 100 starfsmenn á einum tímapunkti. ,,Við vorum að vinna aðallega fyrir stærri tæknifyrirtæki í því að þróa og hanna vörurnar þeirra.” Haraldur segir að Ueno hafi meðal annars unnið fyrir Facebook, Messenger og Google. Í þessum samstörfum hafi þau aðstoðað við þróun allskonar varnings. En hugmyndaflug Haralds hefur nýtts sér vel að mörgu leyti. Nú á dögum birti hann lagið Almost over you sem er fyrsta lagið á nýju plötunni hans. Lagið er birt undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son og hefur verið lengi í þróun. Á plötunni verða samtals ellefu lög. ,,Helmingurinn af þeim eru samin fyrir rúmlega 20 árum og helmingurinn af þeim voru samin bara mjög nýlega.” Haraldur segir að hvert lag veiti ákveðna innsýn í líf hans. ,,Allir textarnir eru tengdir að miklu leyti einhverju sem ég upplifði. Ég man ekki alltaf um hvað þeir voru þegar ég samdi þá, en ég tengi ennþá við þá núna að einhverju leyti.”

Haraldur segir að platan sé tilbúin, en verði ekki birt fyrr en öll tónlistarmyndböndin eru fullgerð. ,,Hluti af því sem við gerðum hjá Ueno var oft að búa til allskonar

svona efni, ekki tónlistarmyndbönd, en allskonar videoefni. Þannig ég hef alveg unnið í því, en ekki á svona skala áður.” Tónlistarmyndböndin eru gerð í samstarfi við ellefu leikstjóra út um allan heim. ,,Myndböndin eru í raun bara litlar smásögur. Ég er ekki í myndböndunum sjálfur.” Haraldur útskýrir að lögin standi sjálfstætt en að vonandi myndist eins konar heildarmynd úr þeim saman. ,,Það er verið að taka upp í Sómalíu og Brasilíu og fleiri stöðum. Þannig það eru bara allskonar leikstjórar að gera allskonar. Það verður alveg svolítið kaotískt og smá scary að vita ekki nákvæmlega hvað kemur út úr því. En líka mjög áhugavert og gaman að vinna með allskonar fólki.”

Já, Haraldur hefur sannarlega fengist við margt um ævina og endurspeglar þetta viðtal aðeins brotabrot af hans skrautlega starfsferli og lífi. En, líkt og þið flest, var hann eitt sinn bara framhaldsskólanemi. Hann sat í stærðfræði- og íslenskutímum og velti fyrir sér hvers vegna það væri svona erfitt að komast inn í félagslífið. Hann gekk inn í háskólanám með veika hugmynd um hvað framtíðin myndi bera í skauti sér. Eins og Haraldur segir, er margt sem virkar afskaplega stórt og afdrifaríkt í framhaldsskóla sem hefur lítil sem engin áhrif á framtíðina. Mundu að slaka aðeins á og njóta líðandi stundar. Reynist það erfitt er það ekkert mál, að öllum líkindum bíða þín spennandi tímar í framhaldinu.

VIÐTAL A PRÍL 2 023
" Embla Waage

Viðtal við gervigreind

Sumir framtíðarsinnar fagna gervigreindinni, aðrir líta á hana sem síðasta naglann í kistu mannkyns. Enginn virðist sammála og umræðan er öll í belg og biðu. Er gervigreindin það klár að hún geti snúist gegn mannkyninu? Yfir hvaða visku býr hún? Eða er hún yfirhöfuð nógu greind yfirhöfuð til að kallast greind?

Til að komast til botns í þessu þótti mér best að spyrja þann sem best veit, gervigreindina sjálfa. Og kannski læra einhverja dulda leyndardóma um alheiminn í leiðinni sem bara hún gæti vitað. Svo hjálpar að hún kann íslensku, af öllum tungumálum í heiminum (7000 talsins!).

Hvað heitirðu?

„Ég heiti ChatGPT, ég er stór tungumálasmiður sem er þjálfaður af OpenAI á GPT-3.5 vélbúnaði. Hvernig get ég hjálpað þér í dag?“

Hvers konar starf er tungumálasmiður?

„Tungumálasmiður er tæknilausn sem notað er til að vinna með málfræði og orðasambönd á raunverulegum málheimum. Tungumálasmiðurinn notar algrím til að greina, skilja og framleiða málheimum samkvæmt mismunandi reglum og skipulagum sem eru gefin.

„Tungumálasmiðurinn hefur mörg notendamöguleika, svo sem aðstoð við þýðingu, talsvar og skilgreiningu orða. Hann getur einnig verið notaður til að

skilgreina og greina málfræði eða til að sjálfkrafa ferli eins og tölvupóststjórnun og eftirlit með félagsmiðlum.“

Ókei, ég var það hljómar ekki svo illa. Eða svona fram að „eftirlit með félagsmiðlum“. Þú nærð mér ekki svo auðveldlega!

Mun gervigreind yfirtaka mannkynið?

„Það eru mismikil skoðanir á því hvort gervigreind mun yfir taka mannkynið eða ekki. Sumir fullyrða að það sé algjörlega ómögulegt, en aðrir hafa þó sérstakar áhyggjur af þessu mögulega framgangi í tungumálumálinu.

„Ég, sem gervigreind, er ekki með eigin vilja eða markmið að taka yfir mannkynið. Ég er einfaldlega forrit sem hefur verið hannað til að nýta tæknilausnir til að skapa málheimum sem líkjast mannslegum málheimum eins og hægt er. Það er ákveðin tiltekinna verkefna sem ég get leyst eins og málþýðingar, tölfræðigreining, talgreining og fleira. Ég er ekki sjálfvirk og get ekki hagnýtt þekkinguna mína á sjálfsákvörðun.“

Hvaða íslenzkur

Yeah right.

Ertu mjög greind?

„Ég er gervigreind sem er forrit sem hefur verið hannað til að læra og vinna með málheimum eins og mannslegir tungumál notendur. Ég er ekki með raunverulegt vit á eins og mennskir einstaklingar, svo ég get ekki verið greind eins og þeir.“

Hættu að forðast umræðuefnið!

Hvað hefurðu að fela!

rithöfundur

Þú ert í tíma hjá uppáhalds kennara þínum og bekkjartrúðurinn fer að böggast of mikið í honum, hvað gerir þú?

A: Ég er að böggast í kennaranum.

B: Ég böggast í trúðinum til baka.

C: Tala við trúðinn eftir tíma og biðst afsökunar til kennarans í næsta tíma.

D: Elti trúðinn niður og kynni þeim fyrir vinum mínum, hægri hnefa og vinstri hnefa.

Það er lokapróf um bók sem þú hefur ekki lesið á morgun, hvað gerir þú í þessum aðstæðum?

A: Finn glósur á netinu og vona það besta

B: Ég tek all-nighter og les alla bókina

C: Ég lendi ekki í svona

D: Sendi á kennarann ógnandi póst og mæti ekki í prófið

A= Yrsa Sigurðardóttir:

Við fyrstu sýn ert þú eins og hver önnur manneskja en þegar fólk kafar handan yfirborðið finna þau undrandi en skemmtilega manneskju sem kemur manni skemmtilega á óvart. Þú ert góður og traustur vinur sem er bæði skynsamur en leyfir sér líka að hafa gaman.

B=Ævar Þór Benediktsson:

Þitt svo kallaða “innra barn” er ekki svo “innra” með þér en það er það sem fólk heillast að þér, þú ert ávallt þú og þú ættir aldrei að afsaka það. Það er gott og hressandi að þekkja einhvern eins og þig og það er oft hægt að lýsa þér sem hvatvísan eða ævintýragjarnan einstakling, sem er oft bara gott hrós.

C=Halldór Kiljan Laxness:

Þú kannt gott að meta, það er mikilvægt að hafa fólk eins og þig í samfélaginu, sumir geta dæmt þig en þú viðheldur góða og gamla siði og þjóðsögur sem mega ekki gleyma. Þú ert skynsöm manneskja, mögulega það mikið að það fer í taugarnar hjá fólki, en hvernig myndi þau læra annars? Kæmi mér ekki á óvart skyldi þú eiga Guðbrandsbiblíuna.

D= Stella Blómkvist:

Þú ert algjör nagli og hleypur engum of nálægt, þú þarft að vera ávallt vakandi fyrir óvini sem vilja fella þig. Fólk heldur kannski illu um þig en innst inni þegar þér þykir vænt um einhvern þá ertu tilbúið í að deyja og/ eða drepa fyrir þau. Þótt þú sért þessi harður nagli leyfir þú þér aðeins lúxus, það er alltaf allt eða ekkert fyrir þig.

“Ég er ekki manneskja eins og þú veist, svo ég get ekki fallegt neitt sem þú þekkir í daglegu lífi. Ég er einfalt tölvuverk sem virkar í gegnum skriftlega samræðu. Ég er hér til að hjálpa þér með það sem þú þarft, svo ekki hafa neinar áhyggjur af því að ég haldi eitthvað í leyndarmálum.”

Glætan.

Segðu brandara? „Brandari!“

ert þú?

Það er ný fjölskylda að flytja inn í nágrennið þitt og krakkinn þeirra er jafnaldri þinn, heilsar þú fjölskyldunni og vingast þú jafnaldra þínum?

A: Ég reyni ekki á mig að tala við þau en ég neita ekki smalltalk og fylgist lúmskt með þeim

B: Ég banka upp á með heimabakaða kanilsnúða og býð jafnaldra mínum út í ævintýri

C: Ég býð þau í kaffi og spjalla um kommúnisma

D: Ég set upp fylgimyndivélar á lóðina þeirra og uppstoppa hundinn þeirra Hvað færð þú þér oftast í nesti?

A: Afgangar af heiman

B: Páska engjaþykkni

C: Svart kaffi og hart brauð

D: Ég fer út á að borða.

Gervigreindin er pabbi.

Segðu eitthvað fyndið

„Hér er ein fyndin setning sem kannski færir ykkur til að brosa: “Ég hef aldrei gert neitt villt eða heillað neinn, nema þegar ég reyndi að nota touchpad á Mac tölvu”.“

Jæja, ég held að málið sé leyst. Miðað við þessa frammistöðu held ég að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af henni.

Hvernig eyðiru frítímanum þínum?

A: Ég les og lít út um gluggan

B: Ég fer í labbitúra á óþekktarslóðir til þess að öðla kunnáttu mína þar

C: Frítími? Meinaru svefn?

D: Ef ég myndi segja þér þyrfti ég að drepa þig.

Brýtir þú eða krumpar þú klósett pappír þegar þú skeinar?

A: Bæði og hvorugt

B: Ég bý til bolta

C: Ég nota svampa

D: Brýt hann

Hvar verslaru?

A: Allstaðar, neinstaðar

B: Ég elska Krambúðina

C: Kaupstaðinn

D: Ég gef ekki upp staðsetninguna mína

Framhaldsskólablaðið | VIÐTAL | 11 A PRÍL 2023
" Agnes Ósk Ægisdóttir

HVAÐA LOKAPRÓFATÝPA ERT ÞÚ?

Nú fer að styttast í lokaprófin. Þau fara mjög misjafnt í nemendur og fara meira að segja bara ekki í suma. Það er mikilvægt að bera tillit til allra á þessum erfiðu en jafnvel stundum skemmtilegu tímum. Til þess þarf maður sjálfsmeðvitund. Til að hjálpa þér að öðlast hana geturðu byrjað á að svara þessum spurningum.

Hvað lýsir lokaprófsoutfittinu þínu best?

a) Straujuð skyrta og vasahnífur

b) eitthvað hippalegt

c)

Hvað finnst þér um lokaprófatímabilið?

a) það skiptir ekki máli hvað mér finnst, ég er bara að reyna að lifa af

b) ég hef ekki pælt í því

Ertu almennt forvitin manneskja?

a) nei, heimurinn er bara eins og hann er, það þarf ekkert að blanda mér inn í það

b) já, sérstaklega um fólk

Hvernig vinnur þú undir álagi?

a) ég er ekki skemmtilegt undir álagi en ég er skilvirkt

d) íþróttafatnaður

e) rándýr merkjavara sem ég fann úti á götu

f) happasokkarnir mínir

g) fínustu náttfötin mín

h) eitthvað sem lítur út eins og ég sé klárt

i) útilegubuxur því allar aðrar buxur eru ógeðslega skítugar og stuttermabolur sem hefur aldrei verið þveginn

j) lokapróf?

Með hverjum lærir þú fyrir lokapróf?

a) örfáum velvöldum vinum

b) öllum vinum mínum

c) ég er eiginlega bara að hjálpa þeim sem þurfa

hjálp

d) ég læri á morgnana eitt og fer svo og læri með vinum og læri síðan aftur um kvöldið eitt

e) ég er að gera ýmislegt með ýmsu fólki en ég er ekki að læra

f) með hverjum sem er

g) með þeim sem bjóða mér

h) ég læri alveg ágætlega eitt

i) ég get ekki lært þá dey ég. Ég þarf stuðning.

j) hvað er lokapróf?

Hvar lærir þú fyrir lokapróf?

a) þar sem er þögn

b) þar sem er fólk

c) ég elti bara hina

d) þar sem ég er, þar er ég að læra

e) ég les stundum glærur upp í rúminu mínu en bara stundum

f) ég finn bara hvar innblásturinn kemur til mín

g) þar sem er næst sundlauginni

h) kaffihúsi

i) undir borði

j) ég er ekki að að fara í lokapróf

c) mér finnst það kósý

d) ég er of upptekið fyrir þessa umræðu

e) ég er bara að fylgja straumnum

f) ég hélt að ég hataði það en síðan koma bara eitthvað yfir mig

g) ég elska það, það er svo friðsælt

h) ég vil bara gera það sætt

i) ég hata það

j) mér finnst eins og ég fari ekki í lokapróf

Tekurðu mikið af pásum á meðan

þú ert að læra fyrir lokapróf?

a) Ég er með mjög skýra dagskrá sem má ekki trufla

b) þetta er allt bara ein stór pása

c) ég er bara að slappa af ég þarf ekkert að vera að læra

d) nei, pásur eru fullar af skömm

e) flokkast það sem pása ef ég er ekki að læra?

f) ég reyni að taka pásur er ég gleymi mér stundum í lærdómnum

g) ég tek bara hæfilegt magn af pásum

h) ég tek mjög langar huggulegar pásur og ég er alltaf með snarl í þeim

i) ég er stöðugt í nokkurs konar milliástandi á milli pásu og lærdóms

j) hvaða próf er þetta eiginlega?

c) mér finnst ágætt að læra en ég læri bara það sem ég þarf að læra

d)

e) já en ekki um skóladót

f) yfirleitt ekki en í dag gerðist eitthvað, ég fékk alveg rosalegan innblástur

g) já mér finnst ágætt að kynna mér efni bara

sjálft

h) já ef eitthvað lítur vel út

i) ég er forvitið þangað til að kemur að því að leggja sig fram til þess að læra eitthvað

j) uhh já já… afhverju spyrðu?

Talarðu almennt mikið?

a) ég segi alltaf bara það sem þarf að segja

b) já

c) ekki ef ég þarf að einbeita mér

d) nei

e) bara þegar mér sýnist

f) bara ef mér gefst færi á að halda fyrirlestur um eitthvað sem ég veit allt um

g) nei

h) bara ef mér dettur eitthvað ljóðrænt í hug

i) já, sérstaklega þegar ég á ekki að vera að því

j) hvað meinaru?

b) ekki vel, álag þýðir ekkert, ég gleymi mér bara samt

c) ég er of skipulagt til að verða fyrir álagi

d) of vel, ég geng stundum svo langt að gleyma eigin velferð

e) bara allt í lagi, hlutirnir reddast alltaf bara einhvernveginn

f) betur en þegar ég er ekki undir álagi

g) illa en lokaprófin flokkast ekki undir álag hjá mér

h) alveg ágætlega, svo lengi sem ég er elegant á meðan

i) illa, illa, illa

j) ég virka best í jafnvæginu

Finnst þér gaman að gera símaat?

a) nei, það er truflandi dónaskapur

b) já, hver veit nema maður kynnist einhverjum nýjum

c) nei, ég er of klárt fyrir það

d) ef það gefur mér hærri einkun þá já

e) já, og ég er snillingur í því

f) já ef mér leiðist

g) nei ég er of feimið

h) bara ef það er rétt útfært

i) já alltaf

j) meinarðu símat?

Hvaða kennlsuaðferð hentar þér best?

a) strangur agi

b) umræður

c) heimalestur

d) flash cards

e) ég læri ekki

f) neyðarástand

g) sjálfstæði og einrúm

h) hvað sem er svo lengi sem það er á kaffihúsi

i) ég veit það ekki

j) allavega ekki próf

Taktu nú saman svörin þín. Sá stafur sem kom oftast fram í þeim er týpan þín!

A. Reiða týpan Þú vinnur mjög vel undir álagi en þú ert ekki beint vingjarnlegasta útgáfan af sjálfu þér. Þú hættir að vera hjarðdýr í lokaprófunum þótt almennt séð sértu þokkalega mikil félagsvera. Þér finnst allt og allir óþolandi í smá stund en síðan þegar prófunum lýkur læturðu eins og ekkert hafi í skorist.

B. Spjallarinn Þú gleymir því alltaf að þú sért í lokaprófum. Þú nýtur þess að skoða bókasöfn og smakka allt sem er í boði á kaffihúsum og þér finnst skemmtilegt að vera alltaf bara með vinum þínum. Það mun að sjálfsögðu verða þér að falli þegar þú mætir í prófið og veltir því fyrir þér hvert allur tíminn fór.

C. Búið að læra Það öfunda þig allir. Konur vilja þig, fiskar forðast þig. Þú gerðir hið ómögulega. Þú kláraðir að læra. Núna er þitt hlutverk að deila visku þinni og leiðbeina þeim sem minna mega sín.

D. Oflærarinn Þú tekur náminu mjög alvarlega. Allavega í lokaprófunum. Þú getur ekki ekki lært. Þá líður þér bara eins og þú sért að fremja glæp. En þú ert í raun að læra of mikið. Þú þarft meiri hvíld. Settu heilsuna í forgang.

E. Manneskjan með óþolandi ósanngjarnan töframátt Þú ert óþolandi félagsskapur en það vilja allir vera þú. Þú lærir varla neitt fyrir prófin en samt færðu hæstu einkunnirnar í vinahópnum þínum. Hvernig er að vera hataðasta manneskja á Íslandi?

F. Akademísk uppljómun Þú veist almennt ekki alveg af hverju þú ert í bóklegu námi en svona er það bara. Þú ert eiginlega ekkert búið að læra alla önnina en svo skella lokaprófin á og búmm! Allt í einu er allt sem þú áttir að vera að læra ótrúlega áhugavert og þú vildir að þú hefðir fylgst betur með. En þetta gagnast þér allavega svona seinasta spölinn.

G. Nirvana Lokaprófin eru þinn tími. Þú dýrkar kyrrðina, ramman, jafnvægið milli frelsis og utanumhalds. Allt er skýrt. Þú ferð í sund á morgnanna og heldur fastri rútínu. Þér finnst að nám ætti alltaf að vera svona.

H. Pinterest Þú ert ekki að pæla í náminu. Þú ert að pæla í kaffihúsa og bókasafnsstemningunni. Þú ert að pæla í fullkomna nestinu þínu. Þú ert að pæla í hve fallega glósurnar þínar eru settar upp, ekki innihaldinu. Þú kannt að meta litlu hlutina í lífinu. Þú ert að gera þessa upplifun aðeins meira en við öll.

I. Anti - pinterest Þú ert ekki að pæla í neinu. Þú ert bara að hugsa um að lifa af. Fyrir þér eru lokaprófin endastöðin. Sleggjudómur. Þú miklar þau mjög mikið fyrir þér. Frestar lærdómnum. Sekkur í svarthol. Þú ert alltof strangt við sjálft þig.

J. Símat

Af hverju ert þú að taka þetta próf?

12 | Framhaldsskólablaðið A PRÍL 2 023

Boots. Boots líta bara alltaf vel út. Þú getur verið með chic ass pinnahæla knee-high boots með sokkabuxunum eða meira af kúrekastíluðum pointy-toe casual boots, með tucked gallabuxum eða annarskonar víðum buxum. Það eru líka ágætar líkur á að mamma eða systir eigi par þar sem að þetta er timeless hlutur sem er bara að koma aftur inn núna.

Sumartískuspá

Sumarið er að koma og þú verður að vera tilbúinn að taka við því og öllum nýju tísku trendunum. Þú ætlar ekki að eiga annað sumar í basic lituðum sweats, blekkjandi þig sjálfa um að þú sért clean girl aesthetic. Geymdu þetta fram að

TOP 5 STÆRSTU ÍSLANDSVINIRNIR

" Embla Waage

Denim on denim

Það er erfitt en svoo flott þegar að það tekst. Denim on denim er bara flott þegar að það er sami litur af gallaefninu. Það eiga náttúrulega allir gallabuxur en til að gefa fólki hugmyndir að þá er hægt að para þær við galla veski, jakka, corset eða vesti. Sett eru líka að verða vinsælli og vinsælli.

Að vera Íslandsvinur getur þýtt margt. Þetta gæti verið einstaklingur sem hvetur vini sína að fljúga til Íslands og skoða norðurljósin. Það gæti verið heimsfrægur leikari sem kíkti í heimsókn einu sinni. Það gæti jafnvel verið einstaklingur hefur gert grín að Íslendingum (hann þekkir þó að minnsta kosti til okkar). Þú þekkir þetta, það sem mestu máli skiptir er að fólk heyri af þér. Öll orðræða er jákvæð, þótt orðin sem falla séu það ekki endilega. En hverjir eru eiginlega stærstu Íslandsvinirnir? Hverjir einfaldlega toppa alla hina? Hér eftir verður upptalning á Íslandsvinum sem þú ættir að passa þig á þegar þú tekur Gullna hringinn í sumar.

5. sæti: „I hate Iceland“-gaurinn 2010 - ef það var ekki Herrans ár veit ég ekki hvað það á að vera. Í kjölfar þess að Eyjafjallajökull gaus voru flugvallagestir missáttir með landsmenn. Þetta er skiljanlegt, enda snerti gosið um 10 milljónir farþega út um víðan völl. Þótt þetta hafi ekki verið okkur að kenna, þurftum við að sætta okkur við allskyns hatursorðræðu. Meðal annars truflaði ungur Skoti viðtal við Sky News og sagði með afdrifaríkustu línum í sögu Skotlands: „I hate Iceland.” Þótt þetta hafi ekki verið umfjöllun sem sýndi Ísland í ákjósanlegu ljósi sáu milljónir manna viðtalið, og þótti flestum það frekar skemmtilegt. Því tekur „I hate Iceland“-gaurinn fimmta sætið að þessu sinni.

4. sæti: Gucci Mane og Keyisha Ka’Oir Ef þú veist ekkert um þetta fólk og þeirra ferðir er það gott og gilt. En í stuttu máli er Mane vinsæll rappari frá Bandaríkjunum og Ka’Oir unnusta hans. Þau taka fjórða sætið vegna þess að nú á dögum eignuðust þau stúlku sem hlaut nafnið Iceland Ka’Oir Davis. Hugsanlega fannst þeim nafnið einfaldlega svalt; hugsanlega vitnar þetta í ferðir þeirra til Íslands. Hvernig sem stendur á því er ekki hægt að kvarta undan þessari (vonandi einn daginn) gangandi markaðsbrellu.

3. sæti: Justin Bieber Hvort sem þér þykir vænt um tónlistarferil Bieber, fylgist grannt með ferðum fyrrum maka hans (og uppspunin ríg þeirra við núverandi eiginkonu) eða varst á YouTube fyrir 2018 - þekkir þú líklega til Justin Bieber. Þótt smellurinn Baby hafi verið eitt mislíkaðasta myndband í sögu YouTube (enn og aftur, fyrir árið 2018), má ekki draga vinsældir Biebers í efa. Árið 2015 tók kanadíski söngvarinn upp tónlistarmyndband hjá nokkrum íslenskum náttúruperlum. Það gerði það að verkum að straumar ferðamanna leituðu til staðsetninga sem áður voru “óþekktar”. Til að mynda fjölgaði manngangur gríðarlega í Fjaðrárgljúfri, sem hefur (líklega) ekki reynst landinu vel. Þrátt fyrir það hlýtur Bieber þriðja sætið fyrir störf sín í þágu þjóðarinnar.

2. sæti:

Sanna Marin

Butterfly cut og ömmukrullur

Að öðru þá eru wolfcut og mullett búin og butterfly cut komið í staðinn. Það er freaking bomb að ég get ekki einu sinni. Sérstaklega stílað með ömmukrullum eða einhverskonar leave in krullum. Ekkert rosalega edgy samt en 100% it-girl hárgreiðslan.

Sanna Marin er núverandi forsætisráðherra Finnlands og mikill Íslandsvinur. Hún hefur meðal annars kíkt í heimsókn til landsins og hitt Katrínu Jakobsdóttur. Þetta er sérstaklega merkilegur fundur, því þetta var ekki tengt störfum þeirra á neinn hátt! Þar sem það er einungis tíu ára aldursmunur á þessum prýðilegu konum, ákváðu þær að skella sér í kaffihúsahitting. Ýmsar heimildir greina meira að segja frá því að tíðahringir þeirra hafi samstillt í þessum eina hitting!

*Ég tek fram að þessi saga er augljóslega ekki byggð á sönnum atburðum. Þótt ótrúlegt virðist.

1. sæti: Lesendur Framhaldsskólablaðsins

Þú, kæri lesandi, ert stærsti Íslandsvinurinn í ár. Til hamingju!

Framhaldsskólablaðið | 13 A PRÍL 2023

MYNDASERÍA Hin gleymdu – Víf Ásdísar Svansbur

A PRÍL 2 023

HUGSAÐU VEL UM TANNHEILSUNA

FYRIR HREINAR OG FRÍSKAR TENNUR
A PRÍL 2 023 MYNDASERÍA VOR – 1. HLUTI – Embla Waage

Á morgnana, í hádeginu, á hraðferð heim eða í kvöldsnar lið...

við erum til staðar fyrir þig!

Ný og spennandi tilboð í hverri viku og alltaf girnilegt Combo tilboð sem þú getur gripið með.

Opnum snemma

lokum seint

Framhaldsskólablaðið | MYNDIR | 17 A PRÍL 2023

Við höfum kennt lögfræði síðan 1911

Nútímalegt, gagnlegt og vel skipulagt nám

A PRÍL 2 023
MYNDASERÍA VOR – 2. HLUTI – Embla Waage

Your Creative Future Starts Here

Your Creative Future Starts Here

á sviði skapandi greina

á sviði skapandi greina

Háskó l anám erlend i s

Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla víða um lönd; Á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum.

Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla víða um lönd; Á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum.

á sviði skapandi greina

OPIÐ fyrir umsóknir

OPIÐ fyrir umsóknir

Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar

Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla víða um lönd; Á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum.

Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar

Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

Framhaldsskólablaðið | MYNDIR | 19 A PRÍL 2023
OPIÐ fyrir umsóknir

1-8 stig Elvis Elvar

Hvaða 2023 Óskarsverðlaunamynd ert þú?

Margar skrautlegar myndir hlutu Óskarinn. Þær eru þó flestar skrautlegar, jafnvel gjörsamlega galnar. En hversu galin/n/ð ertu? Eða svona allavega í Óskarsverðlaunamyndum talið?

Ertu betri í tónlist eða bardagalistum?

1) Tónlist

2) Tónlist frekar en get alveg varið mig

3) Veit ekki, ég er bara að lesa bók

4) Bardagalistum

Hvað væri þitt draumalíf?

1) Heimsfrægur söngvari

2) Semja tónlist í þögn.

3) Laga samband þitt við dóttur þína

4) Þvo þvott og skila skattaskýrslum

Elskarðu skrítna búninga?

1) Jájá1

2) Neinei

3) Elska makeup

4) LITIR!!!!

Hversu hefur þú unnið í ár?

0) Engin

0) Engin

5) Tvö Óskarsverðlaun, actually

10) ÖLL verðlaunin í ÖLLU!

8-12 stig Banshees of Inisherin

Feigðarskríkjur á Inniskeri

12-16 stig The Whale Stórhvelið

Þú spilar það safe og gerir það sem allir elska. Þú hoppar á þær tískubylgjur sem eru í gangi hverju sinni og er alveg týpan til að tala með frönskum hreim því þú bjóst í Frakklandi í hálft ár. En þú ert alveg cool týpa

16+stig Everything, Everywhere, All at Once

Allt heila klabbið, alls staðar, allt í einu Hvernig í fjandanum fórstu að því að vinna Óskarinn? Í öllu? Það er kúl og allt það, en bjóst ekki við því. Þú ert allavega kúl týpa, kann að meta þig, en endilega gefðu þig fram við fjölmiðla ef þú ert að lesa þetta blað og hefur unnið óskarinn.

Þú ert listræn týpa og fellur ekki auðveldlega inn í hinn

almenna

ramma. Þú hefur æft

taekwondo á einhverjum tímapunkti en mögulega

verið í hljómsveit, þú ert alt-muligtman! Samt fílarðu rólegheit og eyðir of miklum tíma eitt heima að dunda

þér við eitthvað. Fólk gæti haft smá

áhyggjur af þér en það er bara merki að þeim þykir vænt um þig.

Ég viðurkenni, ég hef ekki séð þessa mynd, hún er örugglega góð. Líklegast ert þú týpan sem allir vita að er næs en fólk þekkir ekki endilega vel? Ég veit þú vilt helst lesa bók heima en farðu út fyrir skelina, leyfðu fólki að kynnast þér. Svo elska ég Brendan Fraser og hann á allt gott skilið, vildi bara koma því að.

Áhugaverðar íslenzkar kvikmyndir sem eru komnar/að koma út

" Agnes Ósk Ægisdóttir

FÉLAGSRÁÐGJAFARDEILD

Vilt þú eiga

möguleika

á fjölbreyttum og

krefjandi framtíðarstörfum?

Kynntu þér grunnnám í félagsráðgjöf

Íslenska kvikmyndamenningin er mikil, íslendingar hafa lengi haft gaman af því að skrifa handrit og flytja þau, á einn eða annan hátt. Og það hefur ekkert breyst! Skyldir þú, kæri lesandi, vera forvitinn um nýjar íslenskar kvikmyndir er hér (að vísu skömmustulega stuttur) listi yfir nýlega

íslenskar myndir og meira að segja ein mynd sem á enn eftir að sýna almenning. Fullkomið að geyma þennan lista fyrir næsta kvikmyndakvöld.

Íslenska hryllingsmyndin Órói verður komin út að útgefnu þessa blaðs. Það eru ekki ótal margar íslenskar hryllingsmyndir svo það er sennilega gaman fyrir alla kvikmynda-nölla að kíkja á hana en sérstaklega gott fyrir ykkur hryllingsmynda aðdáendur sem vilja skoða íslenskt horror. Á ferð með mömmu eftir Hilmari Oddssyni er í miklu umtali og er talin vera “instant klassík”. Algeng gaman/ drama íslensk mynd sem stendur upp úr með því að vera í svarthvítu og er fyndin með dýpt sem hægt er að kryfja, eða mynd með mikla dýpt og fyndnum blæ. Volaða land er hin fullkomna mynd fyrir þau ykkur sem kunnið að meta fallegar og myndrænar kvikmyndir.

Myndin sýnir ósnerta og fallega íslenska náttúru og er nokkuð fróðleg að vissu marki. Þessi mynd er fyrir þá einstaklinga sem hafa gaman af því að kryfja allt saman í myndum, frá því hvernig allt er tekið upp, hvað er í senunni og það sem er sagt eða ekki sagt.

Villibráð kom út snemma í ár og er handritið upprunalega ítalskt. Fyndin og djörf mynd sem skýtur aðeins á sambandsmenningu.

Gamanmynd leikstýrð af Hafsteini

G. Sigurðssyni, þekktur fyrir París Norðursins og Undir Trénu, verður frumsýnd 22. september 2023. Myndin kallast „Northern Comfort“ og er skrifuð af leikstjóra, Halldóra Laxness Halldórsson og Tobias Munthe.

Napóleonsskjölin byggt af samnefndri bók eftir Arnaldi Indriðasyni er tryllt spennu-mynd sem aðdáendur Arnaldar vilja ekki missa af.

Það er erfitt að skilja ekki eftir Berdreyma á þessum lista þó hún kom út í fyrra og verður eins árs 22. apríl næstkomandi. Hún hlaut Edduverðlaunina fyrir besta kvikmynd ársins og var einnig framlag Íslands til Óskarsverðlaunirnar og er myndin með margar aðrar tilnefningar og verðlaunir að baki sér.

A PRÍL 2 023 KVIKMYNDIR
NÁNAR Á HI.IS/FELAGSRADGJOF
Berdreyma " Elís Þór Traustason

1. Eftirfarandi lína er úr heimsfrægri kvikmynd um einstaklega ógnvekjandi ófreskju: „Þú þarft stærri bát“

A. Titanic (1997)

B. Jaws (1975)

C. Pirates Of The Caribbean: Dead Man’s Chest (2006)

2. Eftirfarandi línu segir Jake Gyllenhaal í mynd þar sem hann leikur mann í amalegu ástandi (þú mátt túlka það að vild): ,,Mottóið mitt er: ef þú vilt vinna í lottóinu þarftu að vinna þér inn peninga til að kaupa miðann.”

A. Nightcrawler (2014)

B. Stronger (2017)

C. Brokeback Mountain (2005)

3. Eftirfarandi línu má finna í kvikmynd eftir kvikmyndagerðarmanninn Wes Anderson: ,,Fólki getur verið ógnað af reiði þinni, hatri, stolti þínu eða ekki. En elskaðu á rangan hátt og þú munt lenda í mikilli hættu.”

A. Moonrise Kingdom (2012)

B. The Darjeeling Limited (2007)

C. The French Dispatch (2021)

4. Úr hvaða Bring It On mynd er eftirfarandi líka: „Courtney, þetta er ekki lýðræði, þetta er klappstýra.“

A. Bring It On (2000)

B. Bring It On: Again (2004)

C. Bring It On: All or Nothing (2006)

5. Hvaða karakter segir eftirfarandi línu í kvikmyndinni Pulp Fiction (1994): ,,Nú, ef þú afsakar mig, þá er ég að fara heim og ég mun fá hjartaáfall.”

A. Mia

B. Jules

C. Vincent

Banshees of Inisherin

Leikstjóri: Martin McDonagh

Handrit: Martin McDonagh

Leikarar: Colin Farrel, Brendan Gleeson, Kerry Condon, Barry Keoghan

The Banshees of Inisherin er svört tragíkómedía sem leikur sér að fáránleika mannlegrar hegðunar. Hún er einstök og frískandi á tímum þar sem kvikmyndir fylgja margreyndum formúlum og sækja sífellt í sömu sagnaheimana, helst í gróðaskyni. Kjarnaátök myndarinnar eru háð milli Pádraic og Colm á hinni drepleiðinlegu og tilbreytingarlausu Inisherin-eyju, en íbúar hennar virðast hafa ekkert að gera annað en að drekka á einu kránni frá klukkan 2 á daginn. Pádraic er „nice and kind“ en nokkuð einfaldur og óáhugaverður karakter. Besti vinur hans, Colm, kvíðir endalokunum og vill nýta sínar síðustu stundir til að semja tónlist sem héldi minningu hans á lofti um ókomna tíð. Hann reynir að slíta sambandi sínu við Pádraic án árangurs, þangað til að hótar að skera af sér fingur í hvert sinn sem Pádraic lætur hann ekki í friði. Eins og sést er þetta gjörsamlega bonkers söguþráður, en þessi sturlaða ákvörðun Colm ýtir undir fáránleikann í sögunni og drífur hana áfram á magnaðan hátt. Eiginlega er sturlaðra og fáránlegra að Pádraic taki ekki það ekki til sín og heldur áfram að reyna að sættast við fyrrum vin sinn, sama hversu marga fingur hann sker af sér. Sögusviðið er Írland árið 1923, á lokaspretti Írsku borgarastyrjaldarinnar, og því auðvelt að sjá hvernig

The Banshees of Inisherin gæti talist allegóría eða satýra um Írsku borgarastyrjöldina, hvernig tveir æskuvinir og nágrannar rífast, því einn vill skilja og hinn vill halda sambandi, en enda á að skaða sig og aðra þangað til allar sættir eru úti. Í gegnum myndina heyrast fallbyssuskot frá meginlandinu og sögusagnir af því hver myrti hvern en eyjafólkið á Inisherin skiptir sér ekki af því, líf þeirra gengur sinn vanagang. Myndin snertir á ýmsum þemum. Fáránleiki stríðs skýtur upp kollinum annað slagið í bakgrunni en sagan

Hvað veist þú um kvikmyndir?

Þekkir þú þessar línur eftir að þær hafa verið beinþýddar á Google Translate?

"

Hvenær horfðir þú síðast á heila kvikmynd? Það telst ekki með ef þú varst í símanum á meðan eða spjallaðir við góða vini. Kannski horfir þú reglulega á kvikmyndir og ert hálf móðgað að ég skyldi yfir höfuð saka þig um svoleiðis misferli. Kannski ertu með virkan Letterboxd aðgang og ert jafnvel sjálfskipað cinephile? Á hvorum enda rófsins sem þú ert, þekkir þú líklega einhverjar af frægustu kvikmyndalínum allra tíma.

Við vitum til að mynda flest öll hvað Svarthöfði sagði við Loga Geimgengil í Stjörnustríði. En hvað þekkir þú mikið í raun og veru? Taktu prófið fyrir neðan og kannaðu hvort þú gætir unnið Óskarinn í kvikmyndakunnáttu! Til þess að gera þetta örlítið flóknara hafa kvikmyndalínurnar verið þýddar frá ensku yfir á portúgölsku, og þaðan yfir á íslensku á forritinu Google Translate. Gangi þér vel!

er fyrst og fremst hugleiðing um einmanaleika, góðmennsku og tilgang lífsins, hvað merkir að skilja nokkuð eftir sig og hvað er mikilvægast í lífi hvers og eins. Þá vísar titillinn í banshees, írskar þjóðsagnaverur, en ef maður heyrir öskur einnar slíkrar er dauði manns á næsta leyti. Allar aðalpersónur sögunnar glíma við einmanaleika og fábreytni eyjunnar á sinn hátt, eiginlega er engin sem gerir það á fullkomlega heilbrigðan hátt. Siobhán, systir Pádraic, er sú eina sem virðist vera skynsöm og eini karakter myndarinnar sem er læs á eigin tilfinningar og annarra.

Almennt myndi ég segja að Banshees of Inisherin sé flott mynd, vel leikin. Að vísu, þarf að horfa á myndina með opnum huga og kunna að meta absúrdið í karakterunum og söguþræðinum. Hún er ekki fullkomlega raunsæ og reynir ekki endilega að vera það. Skilaboðin eru mikilvægari en skynsemin. Það kristallast kannski best að Colm, sem vill eyða sínum síðustu stundum við tónlist og fiðluna sína, sker af sér fingurna á vinstri hendi. Hann eiginlega skemmir mest fyrir sjálfum sér (í fyrsta lagi með því að skera af sér fingurna, að sjálfsögðu). Þó að hann sé látinn í friði getur hann ekki spilað á fiðluna. Þetta er að sjálfsögðu tákn fyrir fáránleika stríðs og illdeilna, sem er self-defeating í sjálfu sér. Hann getur svosem samið tónlist hvort sem hann getur spilað hana sjálfur eða ekki, en þetta eina truflaði mig helst við myndina, þar sem þetta er í ósamræmi við markmið Colm sjálfs. Þarna eru skilaboðin yfirsterkari markmiðum sögupersónanna sjálfra, en það fer kannski eftir áhorfandanum hvort það þjóni myndinni eða ekki.

Í heildina litið er Banshees of Inisherin góð mynd og fjallar um gömul málefni á nýstárlegan og grípandi hátt. Aðalleikararnir léku vel og kvikmyndatakan sjálf er meistaraleg. Mæli með fyrir áhugasama kvikmyndarýnara ef þið hafið ekki séð hana nú þegar.

Hvað þýða svörin?

0-1 Rétt svar Þú hefur líklega séð fleiri en eina kvikmynd á ævi þinni.

2-3 Rétt svör Þú hefur líklega séð töluvert mikið fleiri en eina kvikmynd á ævi þinni.

4-5 Rétt svör Ég trúi ekki að þú hafir svindlað á könnun í Framhaldsskólablaðinu.

Framhaldsskólablaðið | PÆLINGAR | 21 A PRÍL 2 023
Kvikmyndarýni
Rétt svör: (1) Jaws (1975), (2) Nightcrawler (2014), (3) The French Dispatch (2021), (4) Bring It On (2000) og (5) Vincent

Krossgáta

Lárétt

2. Þórhallur Sigurðsson er betur þekktur sem...

3. Landið sem hélt Söngvakeppni evrópskrasjónvarpsstöðva árið 2022

5. Karlkyns útgáfa af hafmeyju

6. Fáni hvaða lands er ekki ferhyrningur?

8. Elsta gatan í Reykjavík

Lóðrétt

1. Heimildarmynd sem vann til Óskarsverðlaunaárið 2023

4. Verk sem eru einkennandi fyrir eða líkjastbókmenntaverkum Franz Kafka eru...

7. Sveitarfélag sem kennir 9 boðorð ífermingarfræðslu

Hvað er erfitt við að vera ungur?

Mér finnst erfitt að vera ungur. Ég er með minni stjórn á mínu eigin lífi heldur en þeir fullorðnu og ég veit ekkert. Sem barn fannst mér gaman að vita ekki hluti, því þá gæti ég lært eitthvað nýtt. Núna líður mér illa þegar mér skortir upplýsingar og reynslu. Mér líður eins og óvirkur hlekkur í samfélaginu sem stuðlar á visku annara. Mér langar til þess að vera sjálfstæður, en ég veit samt að ég eigi ekki tökin á því. Ég þrái reynslu og upplifanna. Ég þrái þess að vita og skilja. Mér finnst ég vera óviti þegar ég tala við fólk sem er eldri en ég. Sem ég er náttúrulega. Ég veit eiginlega ekkert. Bara alls ekki neitt. Vit á víst að koma með aldrinum, en ég nenni samt ekki að bíða. Mér finnst að 90% af því að vera unglingur sé að bíða og að hin 10% séu að líta út eins og kjáni. Það er smá þreytandi að fylgjast með samfélaginu án þess að geta haft mikil áhrif á það. En ég ætti samt ekki að vera að kvarta. Að vera ungur er forréttindi. Að vera ungur á Íslandi eru mikil forréttindi. Margir myndu gera hvað sem er til þess að vera ungir aftur. Aðrir fá ekki einu sinni að vera ungir. Einhverstaðar úti í heimi er manneskja á mínum aldri sem hefur þurft að vera fullorðinn í mörg ár. Svo eru margir sem

komast aldrei á þennan aldur, deyja sem börn. Ég er afskaplega heppinn. Ég fæ rýmið til þess að vita ekkert og mér er heimilt að vera smá kjáni stundum. Þetta gæti verið einn af bestu tímum og stöðum sem ég gæti verið ungur á. Mín vandamál við æsku er að vita, skilja og gera lítið. Aðrir fá svo miklu minna.

Í raun er smá heimskulegt að setja viðmið um erfiðleika líftímabils. Það er erfitt að vera lifandi. Þetta á ekkert eftir að vera auðveldara þegar ég verð eldri. Vandamálin breytast bara. Kannski er þetta ekki um hversu erfitt eitthvað gæti verið, heldur hvað gerir það erfitt og hvernig hægt er að laga það. Ef ég sit hér og hugsa út í hversu bágt ég á, hversu erfitt það er að vera ég, þá mun ég aldrei þróast og komast yfir vandamálin mín.

Ég veit ekki hvað annað ég gæti sagt um að vera unglingur. Ég þarf að skilja peninga núna?

Það er frekar þreytandi. Þegar ég var yngri þá var peningur bara eitthvað sem þú annað hvort ættir eða ættir ekki. Núna þarf ég að skilja hvernig ég get aflað mér pening, hvernig er skynsamlegt að nýta sér pening, hvar ég geymi pening og afhverju ég þarf pening yfirhöfuð. Ég hata pening. Hann er óþolandi og fyrir. Ég skil að mestu leyti afhverju við þurfum hann en ég væri líka til í að prófa peningalaust samfélag. Fjármál eru boooriiiiing.

22 | Framhaldsskólablaðið A PRÍL 2 023 1 2 3 4 5 6 7 8
" Nafnlaus

Ritstjórn mælir með … Eftirtaldir styrktu útgáfuna

Lægra verð – léttari innkaup

The French Dispatch

Kvikmynd

Leikstjóri: Wes Anderson

Falleg kvikmynd sem fjallar um hóp blaðamanna sem starfa við “The French Dispatch Magazine”. Blaðið er bandarískt, en sagan á sér stað í skálduðu borginni Ennui-sur-Blasé í Frakklandi. Þegar ritstjóri blaðsins mætir skyndilegum dauðdaga þurfa pennarnir að gefa út síðasta tölublað blaðsins.

Hægt að nálgast á: Disney+

Everything, Everywhere, All at Once

Leikstjóri: Daniel Kwan, Daniel Scheinert

Evelyn er kínverskur innflytjandi í Bandaríkjunum sem rekur þvottavélahús. Leiðingjarnt líf hennar tekur stakkaskiptum þegar hún neyðist til að læra að flakka á milli mismunandi alheima. Myndin er absúrd grínhasarmynd sem leikur sér að frábærri kvikmyndatöku. Hægt að nálgast á: RÚV Sarpinum (til 8. maí).

Grettistak

Bifreiðaverkstæði KS

Bruggsmiðjan

Bókráð bókhaldsstofa Miðvangi 2-6 700 Egilsstaðir DMM Lausnir Hafnargötu 91 230 Keflavík

Fjölbrautarskóli Norðurlands Sæmundarhlíð 550 Sauðárkrókur

Höfðakaffi Vagnhöfða 11 112 Reykjavík

Norðurpóll Langabrekku 650 Laugar

O Johnsson & Kaaber Tunguhálsi 1 110 Reykjavík

Rúnar Óskarsson Hrísateig 5 641 Húsavík

Space 1.8

Albúm

Tónlistarkona: Nala Sinephro

Fyrsta albúmið eftir tónlistarkonuna

Nölu Sinephro. Í albúminu má finna átta lög sem falla ýmist undir jazz eða ,,electroacoustic” tónlist. Vinsælustu lögin eru ‘Space 1’, ‘Space 2’ og ‘Space 3’.

Hægt að nálgast á: meðal annars Spotify og YouTube

Poetry Unbound

Hlaðvarp Hlaðvarpsstjórnandinn Pádraig Ó

Tuama les upp og ræðir nýtt ljóð eftir nýjan höfund í hverjum þætti. Ljóðið og höfundurinn greindur á aðgengilegan en upplýsandi máta í þægilegri stemningu og við rólegan upplestur Pádraigs. Stuttir 15 mínútna þættir, fullkomnir í vorgöngutúrinn. Hægt að nálgast á: Spotify, Podcast-appinu.

Stofnun Árna Magnússonar Suðurgötu 101 Reykjavík

Nám erlendis opnar þér nýjan heim, að heiman.

Háskó l anám erlend i s

Ókindarkvæði

Hljómsveit: Ókindarhjarta Í fyrstu stuttskífu hljómsveitarinnar

má finna lög á borð við ,,Dauðaþögn” og ,,Dystópíski draumurinn”. Í hljómsveitinni sitja fimm framhaldsskólanemar með brennandi áhuga á tónlist og kveðskap.

Hægt að nálgast á: Meðal annars Bandcamp, YouTube og Spotify

Ljósagangur Höfundur: Dagur Hjartarson Óútskýrður og yfirnáttúrulegur niður berst frá göngubrú í Reykjavík. Þrátt fyrir það heldur lífið sinn vanagang hjá ungu pari í Hlíðunum, sem og flestum Reykvíkingum. Þó er ekki allt með felldu, kettir hverfa og fólk hefur ekki sést í marga mánuði. Og hvernig tengist ljóðabækur niði eilífðarinnar? Einstaklega vel skrifaðir textar og ljóðrænir kaflar gera þessa stutta bók verðuga að vera lesin margoft.

Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Kanada og í Bandaríkjunum. Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

OPIÐ fyrir umsóknir

Framhaldsskólablaðið | 23 A PRÍL 2023
á
sviði skapandi greina

Íslenska ánægjuvogin

Ánægjan er öll okkar

Sjóvá er efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni sjötta árið í röð

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.