Framhaldsskólablaðið: tb.2 2022-2023

Page 1

Framhaldsskólablaðið

2. tölublað skólaárið 2022-2023 • Gefið út af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema • Dreift frítt í alla framhaldsskóla landsins NÓVEMBER 2022 Bls. 22 Bls. 12 Bls. 14 Bls. 8 Sýrugrein allra sýrugreina ReykjavíkMyndaþáttur Þín eigin útskriftarferð
PulchraMyndaþáttur Myndaserían Grallaraskapur kannar fegurð hversdagsleikans með ýmsu móti Síða 18

Sælt veri fólkið!

Nú styttist í jólin, jólaprófin og jólastressið. Sem betur fer getur þú loks nælt þér í brakandi ferskt eintak af nýjasta tölublaði Framhaldsskólablaðsins! Komdu þér makindalega fyrir og slepptu tökum á áhyggjum hversdagsleikans. Hér finnst sannarlega eitthvað fyrir alla. Lestu um íslenskt pönk, ráð til þess að læra með ADHD og Kópa Bois. Hugsanlega viltu frekar glugga í myndaseríur eða leysa krossgátu í friði. Hvernig sem stendur á því óskum við þér ánægjulegs lesturs og kynnum með stolti 2. tölublað skólaársins!

10 staðreyndir um jólin

1. Jólin er kristin hátíð sem fagnar fæðingu Jesú Krists en á sér líka heiðnar rætur.

2. Orðið „jól“ var nafn yfir heiðið blót sem var haldið á svipuðum tíma nálægt vetrarsólstöðum. Þá var dýrum fórnað til guðanna og fólk fagnaði komu bjartari tíma.

3. Christmas á ensku merkir Kristsmessa, Navidad á spænsku og Noël á frönsku tengjast fæðingu og Weihnachten á þýsku þýðir heilög nótt.

4. Við vitum ekki hvenær á árinu Jesús fæddist. Kristnir til forna héldu bara upp á jólin á sama tíma og Rómverjar héldu upp á Satúrnalíu, sem var stórhátíð í Róm frá 17. til 23. desember.

5. Enginn veit af hverju 25. desember var sérstaklega valinn sem fæðingardagur Jesú.

6. Rómverjar gáfu hverjir öðrum Satúrnalíu til forna

7. Jólin eru ýmist í kringum 25. desember en sumir halda það 7. janúar. Það var vegna skiptingarinnar frá júlíanska yfir í gregoríska tímatalið, þar sem hoppa þurfti yfir 13 daga. Sumir héldu sig við 25. desember en aðrir héldu 13 dögum seinna eins og eftir gamla tímatalinu.

8. Þrettándinn er séríslenskur en á sér hliðstæður erlendis. 5. janúar er oft talinn seinasti dagur jóla, því 12 dögum eftir fæðingu átti Jósef að hafa fengið skilaboð frá engli í draumi. Af hverju Íslendingar fagna þrettánda degi jóla er ekki alveg ljóst.

9. Jólatré koma frá Eystrasaltsríkjunum og dreifðust út um allan heim vegna Þjóðverja.

10. Jólasveinarnir eru oft sagði þrettán en þeir eru fleiri. Lummusníkir, Faldafeykir, Flautuþyrill,, Froðusleikir, Litli-Pungur og Þorlákur eru allt nöfn yfir jólasveina.

Allt

Sniglum til varnar

Sniglar eru slímug kvikindi sem eyðileggja vísvitandi eignir manna. Þeim finnst gaman að narta illúðlega í sólblómin sem þú ert búin að rækta í sjö mánuði. Þeir leita uppi sníkjudýr og grátbiðja þau um að saurga skrokk sinn til þess eins að hefna sín á mannfólki. Finnst þér þetta hljóma eins og staðreyndir eða hreinn og beinn áróður? Vissulega eru til sníkjudýr sem geta stjórnað ferðum lindýra (Simon M., 2014). En fyrir utan að ofþorna sökum salts er ekki till grimmari dauðdagi fyrir sniglana vænu. Um er að ræða herferð gegn sniglum sem hefur gersamlega eyðilagt orðspor þeirra. Þetta eru klárlega ærumeiðingar sem særa bæði stolt og velferð sniglanna. Eftirfarandi eru skemmtilegar staðreyndir um þessu ljúfu dýr sem ef till vill styrkir skoðun þína á þeim. Samkvæmt Guinness World Records er stærsti snigilinn um 39 cm langur og hét Gee Geronimo. Eigandi snigilsins hét Christoper Hudson. Því miður var hann einstætt foreldri snigilsins. Eiginkona Hudsons fór frá honum sökum þess að hann átti of marga snigla. Sennilega hjálpaði ekki að hann geymdi nokkra þeirra undir rúminu þeirra.

Framhaldsskólablaðið

2. tölublað, skólaárið 2022/23

Útgefandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema Útgáfustjóri: Sólrún Freyja

Margar sniglategundir eru með bæði kvenkyns og karlkyns æxlunarfrumur. Þeir þurfa því ekki maka til þess að fjölga sér og leggja oftast um 80 egg í einu.

Þeir eru með betra minni þegar þeir hafa innbyrt eiturlyfið ‘meth’. Þótt þeir myndi ekki minningar líkt og mörg önnur dýr geta þeir lært af lífsreynslu sinni. Sniglar sem hafa innbyrt ‘meth’ læra einfaldlega hraðar (Handwerk B., 2010).

Samtals eru til um 40.000 tegundir af sniglum (Okafor J., 2022). Þessar tegundir skiptast þó í landsnigla, sjávarsnigla og ferskvatnssnigla og eru þær ansi fjölbreyttar.

Af þessum tegundum eru um þúsund í útrýmingarhættu. Sem betur fer fyrirfinnst gott fólk sem leggur á sig gríðarlega nákvæmisvinnu til þess að koma þeim til bjargar (Whang O., 2022)

Í stuttu máli er lífið of stutt til þess að hata snigla. Í stað þess að bölva eða veina undan þessum gullmolum legg ég til að þú njótir tilvist þeirra. Hvernig væri heimurinn ef það væru ekki lítil bitför á laufblöðum? Hvernig væri heimurinn ef sniglarnir yfirgæfu okkur algjörlega? Hvað myndi Christoper Hudson gera við því? Hvað myndir þú gera við því?

2 | Framhaldsskólablaðið N ÓVEMBER 2 022
Elís Þór Traustason Ritstjóri Embla Waage Ritstjóri Agnes Ósk Ægisdóttir Helga Sif Gunnarsdóttir Alex Líf Kristinsson Víf Ásdísar Svansbur Ingveldur. Þóra Samúelsdóttir Ávarp ritstjórnar Fólkið á bak við blaðið Sen Umbrot og hönnun: Jónas Unnarsson Prentun: Landsprent. Gabriella Sif Bjarnadóttir " Elís Þór Traustason
" Embla Waage
sem þú ættir að vita um snigla

Aldur

„Ég er ekki tilbúinn að eldast,“ sagði tvítugur maður með sígarettu í munnviki „Því lífið er svo stutt.“

Svo harmaði hann lífið eins og tvítugum er hollt, og reykti sína stuttu ævi.

Elís Þór Traustason

Krossgáta

Stundum væri ég betri ef ég væri krossgáta í Fréttablaðinu

einfaldar vísbendingar, svörin fyrir neðan á hvolfi

Og eina sem ég þarf ef ég (svo ólíklega vill til) lendi í veseni sný ég blaðinu við. Þór Breiðfjörð

Ritstjórn skrifar:

Vertu með í SÍF

SÍF (eða Samband íslenskra framhaldsskólanema) er stofnun sem heldur utan um réttindabaráttu framhaldsskólanema og sér um eða kemurr að skipulagningu félagslífs fyrir framhaldsskólanema, t.d. Söngvakeppni framhaldsskólanna, MORFÍs og þessu blaði. SÍF býður því upp á alls kyns skemmtileg störf en er fyrst og fremst hagsmunastofnun. Hún er rekin með ungt fólk í huga, fyrir ungt fólk og jafnvel af ungu fólki. SÍF á sér mörg systrafélög úti í heimi og sinnir fjölbreyttu alþjóðastarfi. SÍF á sér marga fulltrúa í stjórnum og nefndum sem tengjast námi og réttindum ungs fólks. Félagið byggist á þátttöku ungs fólks í framhaldsskóla og beinu lýðræði, enda væri fáránlegt að aðrir en framhaldsskólanemar ákvæðu hvað væri best fyrir okkur.

Ef þú vilt hafa áhrif á réttindabaráttu stúdent eða hafa gaman við að láta hluti verða að veruleika er SÍF einn besti vettvangurinn til þess.

SÍF á ferð og flugi

mjög virkt upp á síðkastið og hafa fulltrúar stjórnar sótt fjórar ráðstefnur í þremur löndum á fjórum vikum. Andrea forseti SÍF sótti ráðstefnu í Brussel og tók þar þátt í umræðum með Mariya Gabriel, fulltrúa Evrópuráðsins sem er yfir nýsköpun, menningu, menntun og ungmennum. Ráðstefnan fór fram í höfuðstöðvum Evrópuráðsinns sem heitir Berleymont. Þar fengum við að kynnast betur starfi Evrópusambandsins og ræða við ráðherra um framhald á sviði menntunar og nýsköpunar í Evrópu. Ráðstefnan var haldin í tengslum við „European Year of Youth“, eða hið svokallaða ungmennaár Evrópu sem er titill ársins 2022 hjá Evrópuþinginu.

Andrea, forseti og Aníta, varaforseti sóttu ráðstefnu í Osló á vegum Nordic Welfare Center. Á ráðstefnunni komu saman ungmenni og fagaðilar til að ræða um þátttöku barna og ungmenna á krísutímum. Lögð var mikil áhersla á það hversu mikilvægt að það sé að hlusta á börn og ungmenni og hvað þau hafa að segja um málefni sem tengjast þeim og hafa áhrif á þeirra líf. Þetta var mjög flottur vettvangur til að kynnast því hvað við í SÍF getum gert betur til að koma rödd framhaldsskólanema á framfæri og láta í okkur heyra þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa bein áhrif á okkur og okkar líf.

Stefán Ingi, alþjóðafulltrúi, og Bartosz, formaður eftirlitsnefndar, sóttu ráðstefnu í Brussel helgina 27-31. október. Ráðstefnan hét „LevelUp!“ og var viðburður fyrir ungmenni á aldrinum 18-30 ára og söfnuðust saman meira en 1.300 ungmenni víðsvegar frá Evrópu að í Evrópuþinghúsinu í Brussel. Ráðstefnan hafði það að meginmarkmiði að veita ungmennum tækifæri til að þróa færni sem ungir aktivistar þurfa til að flýta fyrir breytingum í nærsamfélagi sínu. Þátttakendum gafst kostur á að auka tengslanet sitt, fræðast um ýmis konar málefni og læra hvernig þeir geta eflt áhrif sín í samfélaginu. Viðburðurinn var stærsti viðburður hins áðurnefnda ungmennaárs Evrópu. Ráðstefnan var skipulögð sem samstarfsverkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Evrópuþingsins og European Youth Forum.

Meirihluti stjórnar sótti svo ungmennaþing í Runö, Svíþjóð sem hét “The Youth Thing”. Þingið er haldið

af NUBF sem samanstendur af landssamböndum ungmennafélaga á norðurlöndunum. Á þinginu komu ungmenni frá, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Finnlandi. Samtals voru rúmlega 100 manns á þinginu, 12 frá Íslandi og þar af 7 á vegum SÍF. Heimsmarkmiðin voru stór hluti af þinginu og gátu þátttakendur skipt sér niður í hópa með eitt markmið sem þema og áttu að koma upp með hugmynd sem myndi hjálpa markmiðinu. Fulltrúar stjórnar skiptu sér niður á þrjú markmið sem voru: Líf á landi/ Líf í sjó, Jafnrétti kynjanna og Samvinna um markmiðin. Við hlökkum til að sjá þessi verkefni taka af stað og verða að veruleika, ungu fólki víða um heim til mikillar hagsbóta.

4 | Framhaldsskólablaðið N ÓVEMBER 2 022
" Stefán Ingi Víðisson, Alþjóðafulltrúi SÍF
Alþjóðastarf SÍF hefur verið

Pönk pönk pönk hvað er pönk?

Hávært, ákveðið fólk með ákveðnar skoðanir. Ljót og sjúskuð föt. Litríkt og oft flókið; túberað og spreyjað hár. Það eru orð sem hægt er að nota til að lýsa pönkurum. Hvað þau gera nákvæmlega er nú misjafnt. Hver og einn er sérstakur en mikilvægt er að vita að pönk eða að vera pönkari er frekar hugtak heldur en fatastíll. Tónlistarsmekkur er einnig lykill partur af því að hvað það er að vera pönk. Nælur eru einnig einkennandi á klæðaburði þeirra. En boðskapurinn er í senn að vera þú sjálfur, styðja minnihlutahópa og afnema skaðlegar venjur í samfélaginu. Þetta hefur oft með sér í för hatur á kapítalisma. Væntanlega koma slæmir eiginleikar með og þar sem pönkarar eru oft að gagnrýna samfélagið og í tilraun til þess að gefa því fokk puttan fara þau að gera allskonar hluti sem maður á ekkert að vera gera. Sumt er að mestu leyti saklaust en annað er skaðlegt og oft fer almúginn að lýsa slæmu hlutunum frekar en þeim góðu og stimplar pönkara sem eitthvað af slæmum toga eða eitthvað sem á ekki að vera; án efa vegna þess að þau þola ekki að það sé verið að gagnrýna normið sem þeim líður best í. Þau norm og venjur geta verið skaðleg öllum, en fólk vill bara ekki breyta hlutum sem þau eru vön. Svo eru það mótþróaseggir og/eða ungmenni sem eiga erfitt að finna sig að sækjast í pönkið vegna þess að þau finna fyrir skaðlegum venjum samfélagsins. Eldra fólkið sem er vel sett finnst óþarfi að breyta hlutum af því að þau hafa það þægilegt og þá er litið niður á pönkara sem heild. Maður sér ekki svona dæmigerða pönkara oft nú til dags, að

minnsta kosti ekki hérlendis. Ísland getur verið talið mjög ríkt af mismunandi menningum og hver menningarhópur einstakur fyrir sig. Alveg frá Bítlatímabilinu að hnökkunum og skinkunum og jafnvel í kringum 2000. En án efa er mest þekkta eða eftirminnilegasta tímabilið: pönkararnir í kringum 1980.

Upphaf pönks á Íslandi

Fólk veltir því fyrir sér: ,,hvernig komst pönkið á þessa litla eyju í miðju Norður-Atlantshafinu? Hver kom með allan hávaðan? Ekki voru það bændurnir og mjaltarkonurnar? Vissulega ekki.” Þegar erlendir hermenn hernumdu Ísland kynntu þeir fyrir þjóðinni sínar eigin tónlistarstefnur, eins og rokkið og poppið, og kom það sér ágætlega fyrir í íslenskri menningu sem þróaðist vel. Þó að stríðinu væri lokið var ekki langt í næsta, sem var þá kalda stríðið. Kanarnir settu upp útvarpsstöð um leið og herstöð og þá fengu ungir íslendingar góða kynningu á þeirra ameríska rokk og þau fengu ekki nóg. Úr poppinu varð til rokk í kringum 1950 og naut það sér vel hérlendis með frægum listamönnum eins og Ragga Bjarna, Ellý Vilhjálms og Hauki Morthens. En þá var það einungis vægt blús rokk, ekkert pönk. Rokk kom sér þó vel fyrir hérlendis og komu nú heimsfrægar hljómsveitir í heimsókn til okkar. Það voru The Kinks árið 1965 sem komu og gjörsamlega trylltu svæðið og var Ísland vel þyrst í meira gott rokk. Fimm árum síðar komu engir aðrir en Led Zeppelin og spiluðu í Laugardalshöll. Ísland fór að nema innblástur frá þessum tónlistarsnillingum og

fóru að verða snillingar sjálfir. Frægar rokkhljómsveitir af þessu tímabili eru meðal annars Trúbrot, Mánar, Svanfríður og Náttúra bara svo að dæmi sé nefnd. Þjóðin kunni að meta þessa tónlistarmenn og aðrir íslenskir tónlistarmenn áttuðu sig á því að til þess að geta komast að í bransanum urðu þau að spila það sem var þá vinsælt og dans vænni tónlist og léttari en þunga - hippa rokkið. Um það bil 1975 voru það hljómsveitir eins og Brimkló og Ðe Lónlí blú bojs sem voru vinsælastar með létta popptónlist og spiluðu víða á sveitaböllum.

Það var ekki fyrr en 1978 þegar pönk komst til Íslands, það var sennilega þegar hljómsveitin The Stranglers komu og trylltu upp Laugardalshöllina sama ár og tæplega 2% þjóðarinnar þá mættu. Þetta var fyrsta almennilega kynningin á alvöru pönki hérlendis.

Það sannar hversu mikla áhrif þessir tónleikar höfðu því sama árið kom með þeim þekktustum íslenskum pönk hljómsveitum fyrst fram. Fræbbblarnir mynduðust í Kópavoginum af Valgarði Guðjónssyni og Stefáni Karl Guðjónssyni en þeir voru búnir að vera hlusta á pönk í einhver ár. Í sannum pönk anda stofnuðu þeir hljómsveitina í gríni til þess að pirra skólameistarann þeirra og hræra aðeins upp - sem tókst. Þó þeir byrjuðu hljómsveitina sem eitthvað grín héldu þeir áfram að spila og fóru að semja.

Þeir spiluðu víða en fólk virtist ekki kunna að meta þá, þó það var eflaust einhverjir sem fundu sig í pönkinu þökk sé þeim. En allt popp kjaftæðið var orðið yfirgnæfandi og Fræbbblarnir nutu ekki almenna vinsældir líkt og þessar popphljómsveitir. Þá kom riddari í hvítum klæðum, Ásbjörn Kristinsson Morthens, sem kom með pönkið í sviðsljósið.

Hápunktur pönksins

Án efa var það rokk kóngurinn sjálfur, Bubbi Kristinsson Morthens sem var ímynd íslenska pönksins. Það ætti að vera óþarfi að kynna honum fyrir en eftir að hann hafi samið lög í verbúðum og vera aðeins sóló fór hann í pönkið, með hljómsveitinni Utangarðsmenn. 1980 er án efa ár íslenska pönksins, það naut sig vel það ár og nokkrum árum eftir það. Fræbbblarnir sem voru loksins komnir með ágætt fylgni héldu tónleika þar sem þeir fengu ýmiss fólk til að hita upp fyrir þá. Þar á meðal voru Utangarðsmenn. Þegar piltarnir í Utangarðsmönnum, Mike og Danny Pollock, Magnús, Rúnar og Bubbi, stigu á stokkinn var ekki aftur snúið. Áhorfendurnir höfðu aldrei séð neitt slíkt, það var alvöru pönk læti. Sérstaklega þegar Mike braut rándýran Fender Telecaster. Þökk sé Fræbbblana sprungu Utangarðsmenn út. Það var ekki spurning hvort þeir höfðu náð vinsældum þegar þeir hituðu upp fyrir The Clash í Höllinni í júní 1980 eftir að hafa hitað upp fyrir Fræbbblana um páskana sama ár. Í kjölfar þessara pönk hljómsveita spruttu upp margar aðrar í viðbót. Landsmenn um land allt nutu pönksins og var spilað allstaðar sem rafmagn náði. Aðal staðarnir voru samt Kópavogsbíó, Hafnarbíó og Hótel Borg bara svo fá dæmi séu nefnd. Það er ógleymanlegt og aðdáendarvert þegar Fræbbblarnir mótmæltu bjórleysið með laginu þeirra “Bjór” sem gagnrýnir Ríkið harkarlega. Það er í essinu sínu alveg hrikalega pönk. Einnig þegar fólk í Háskólanum gagnrýndu textagerð Bubba Morthens og hann sem sannur pönkari einfandlega fór og gerði nákvæmlega ekkert í þeim málum, annað en að ögra þau. Rokk í Reykjavík er eflaust besta eða mest “almennilega” heimild sem við

höfum um íslenskt pönk þótt myndin sjálf sé mjög subbuleg sem er bara heiður til pönksins. Myndin var frumsýnd 1982, þá var pönk tímabilið búið að vera framandi hérlendis í nokkur ár. Pönkið hafði hertekið um land allt og sást mjög oft til pönkara á Hlemmi, oft þekktir sem einfaldlega “Hlemm-pönkarar”. Þetta voru aðeins krakkar sem skrópuðu í skólanum til þess að hanga á Hlemm og pönkast með vinum sínum og sniffa það sem hægt var að sniffa.

Staðan í dag

Pönk senan hér á landi er lítil sem enginn nú í dag. Hún er án efa ekki mikið áberandi. Nýlega, árið 2016, var opnað Pönk safn í hjarta Reykjavíkur og var það Johnny Rotten (sem var í einni af mestu þekktu pönk hljómsveitum veraldar, The Sex Pistols) sem opnaði það. Safnið kennir manni margt og koma þar fram upplýsingar sem koma mann á óvart. Mikilvægt er að hafa það þar til minningar um þetta tímabil og er það skemmtilegt og fræðandi. Ferðamenn og Íslendingar sækja þangað til að fá tryllta & fræðandi upplifun. Tónlistarstefnan er þó ávallt til staðar víða um heim, ekki bara hérlendis. Þó maður sjái sjaldan algjöra pönkara í myndskreyttum leðurjökkum með hanakamb, er ómögulegt að vita hvort maðurinn í jakkafötum á Austurstræti sé með hrátt pönk í eyrunum eða hvort honum dreymir um að rokka. Pönkið er ávallt og má aldrei gleymast né týna sér í poppinu.

Ég vil fá að þakka Gunnari Lárusi Hjálmarssyni, betur þekktur sem Dr. Gunni, fyrir leyfi á notkun texta hans sem má finna á Pönk safninu og starfsmönnum Pönk safns Íslands fyrir að vera til.

Framhaldsskólablaðið | 5 N ÓVEMBER 2022
" Agnes Ósk Ægisdóttir

Hvaða Lorde albúm ert þú?

" Penni: Embla Waage

Lorde er konan sem birtir albúm á nákvæmlega fjögurra ára fresti. Þessi albúm eru einstaklega fjölbreytt en áhorfendahópurinn er þeim tryggur. Deildu uppáhalds Lorde lögunum þínum og ég mun segja þér hvaða Lorde albúm þú ert!

Hvert af eftirfarandi lögum er þitt uppáhalds?

A. Team

B. Ribs

C. Royals

En af þessum?

A. Supercut

B. Liability

C. Green Light

Hvað með þessi?

A. Dominoes

B. Stoned at the Nail Salon

C. Mood Ring

Eeeeen núna?

A. Still Sane

B. A World Alone

C. 400 Lux

Hmmmmmmm?

A. The Path

B. Fallen Fruit

C. California

Og svo í lokin.

A. The Louvre

B. Sober II (Melodrama)

C. Homemade Dynamite

Flest A: Pure Heroine

Hugsanlega hélst þú einnig að titilinn væri í raun „Pure Heroin“ og fannst það ekkert skrítið. Kannski vissir þú fullvel að hér væri um hetju að ræða. Hvernig sem þú stendur í þessum málum er eitt víst: þú ert eins töfrandi og fólk getur orðið! Rétt eins og Lorde tókst að sjarma alheiminn með hennar fyrsta albúmi, hefur þér tekist að lokka fólk á þitt lið frá örófi alda. Haltu áfram að vera frábær, en passaðu þig að notfæra þér ekki gott fólk.

Flest B: Melodrama

„Þú ert afskaplega róleg og friðsæl mannvera… eða hvað? Þrátt fyrir að vera lágvær í eðli þínu gengur margt á innra með þér. Þú vinnur markvisst í átt að toppnum á bakvið tjöldin.“ Hugsanlega segir þú þessi orð við sjálft þig til þess að sofna á kvöldin. Einhvern vegin þarf að réttlæta það hvernig lífið skríður fram hjá okkur öllum. „Ég er að vinna í því,“ segir þú og nagar á þér neglurnar.

Flest C: Solar Power

Ef þú værir með slagorð væri það „fresh, happy, mex“. Njóttu alheimsins, kæra sólarljós. Núna er nóvember og það er eins gott að halda sér á jákvæðum nótum. Í fjarska heyrast léttir gítarstrengir og svalandi regn skellir á lygnu hafi.

Takk fyrir SÍF

Fyrir ári síðan mætti ég á Aðalþing Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema (SÍF) sem forseti nemendafélagsins í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Á þeim tíma vissi ég ekki alveg hvað SÍF væri en ég var tilbúin að læra og gleypti allar upplýsingar sem í boði voru. Allt þingið var fyrri stjórn að biðla til allra að bjóða sig fram, það vantaði framboð og þar með fólk til að taka þátt. Ég var búin að ákveða að bjóða mig ekki fram, að ég myndi ekki hafa tíma og til að vera hreinskilin hafði ég ekki trú á sjálfri mér, að ég gæti gert eitthvað af viti í stjórn SÍF. Kvíðinn var alveg að gleypa mig. En ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og bjóða mig fram á síðustu stundu. Ég stóð fyrir framan fullan sal af fólki og átti að segja nokkur orð. Ég var engan veginn undirbúin, en kom þarna nokkrum orðum út og náði jafnvel nokkrum hlátrasköllum frá viðstöddum. Eitthvað hef ég náð til fólksins því kosin var ég í stöðu meðstjórnanda ásamt tveimur öðrum. Ég var mjög spennt, en einnig mjög hrædd. Síðan ég man eftir mér hefur nýtt verið erfitt, jafnvel ógnvekjandi. Breytingar líkt og að fljúga út í geim. Standa fyrir framan fólk og tala líkt og að klífa Everest, aftur og aftur. Ég vissi ekki hvað myndi taka við, nýtt fólk til að kynnast, nýjar reglur að læra. Það

Kópa Bois:

sem tók við var svo miklu betra en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér. En þarna var ég, gat ekki flúið og neitaði að gefast upp. Ég var kjörin og starfsárið myndi ég sitja.

Í fyrstu var erfitt að læra allar nýju reglurnar og muna eftir að fylgja þeim, þegar mætt var á fundi. Í hvert skipti sem ég skildi ekki eða kunni ekki, spurði ég og fékk ávallt svar með bros á vör frá stjórnarmeðlimunum sem sátu með mér í stjórn, frá vinum mínum. Hópurinn varð fljótt náinn og þarna með byrjaði eitt besta ár sem ég hef upplifað.

Ásamt því að eignast fullt af vinum í

gegnum stjórn SÍF, vinnu við Stuðningsbankann og öllum þeim ferðalögum sem við fórum í, fékk ég tækifæri til að nýta rödd mína sem hafði verið kæfð of lengi. Ég fékk tækifæri til að aðstoða við gerð Stuðningsbankans sem mun auðvelda aðgengi nemenda að framhaldsskólum til muna. Ég fékk líka tækifæri til að sitja í hóp á vegum Barna- og menntamálaráðuneytisins þar sem við ræddum snemmbæran stuðning, hvað væri hægt að gera til að stuðla að vellíðan og velgengni nemenda í íslenska námskerfinu, hvaða breytingar þyrfti að gera og hvað væri raunhæft að gera. Þar gat rödd mín loks notið sín þar sem ég var ein af þeim nemendum sem passaði ekki inn í íslenska menntakerfið og var ávallt að ganga á veggi sem barn. Ferðalög okkar voru einnig rosalega áhrifarík, fá að læra um samheldni, stöðu mála annarsstaðar í Evrópu og kynnast fullt af fólki alls staðar að.

SÍF veitti mér tækifæri til að hafa áhrif, þroskast og takast á við kvíðann minn. Litla brotna barnið innra með mér hefur lengi byggt upp stóran vegg til að halda fólki úti en veggurinn er fallinn.

Hér er ég og ég er tilbúin að takast á við heiminn.

Takk fyrir, SÍF

Fyrirmyndir rappsins

Mörg ykkar þekkja eflaust til rapparans og tónlistamannsins Herra Hnetusmjörs. Þessi 26 ára maður á ansi farsælan feril að baki. Til að mynda var hann tilnefndur bæjarlistamaður Kópavogs árið 2020 og stofnaði auk þess fyrirtækið Kóp Bois Entertainment ásamt félögum sínum. Til dæmis eiga bæði Joe Frazier og Birnir þátt í þessu fyrirkomulagi. Sumir halda því fram að nafn fyrirtækisins megi rekja til uppvaxtar í Kópavogi. Aðrir kjósa að hugsa út fyrir kassann og líta fram hjá hinu augljósa. Hvað ef Kóp Bois eru i raun og veru að votta virðingu sína? Hvað ef þeir eru að benda okkur á upphaflegu fyrirmyndir sínar, nefnilega kópana.

Það eru til margar stórskemmtilegar staðreyndir um seli (og þar að leiðandi kópa). Þetta er einstaklega sjálfstæðar verur. Kópunum er hvorki kennt að fanga né éta fisk. Mæður þeirra leyfa þeim að læra þeir þetta alveg sjálfir. Margir þeirra grennast á yngri árum en flestir lifa þetta ferli af (Seals, life and facts: Ecomare Texel, 2019). Í lagi sem Herra Hnetusmjör á þátt í má sjá dæmi um þetta ferli frá sjónarhorni selsmóður.

„Á engan hest í þessu hlaupi svo ég legg ekkert undir Ég veiti ykkur ekki fóstur nema það þóknist mér“ (Já ég veit) Herra Hnetusmjör & Birnir - 2017 Hér fjallar Herra Hnetusmjör hugsanlega um það hvernig selsmæðurnar fjarlægjast ungviði sína og sleppa strax tökum á þeim. Kaldi veggurinn sem aðskilur barn og foreldri er dregin fram með þessari óþyrmlegu myndhverfingu. Hún er grimm, en hún er þörf. Margir þekkja engan vegin tilveru sela.

Það eru til um 32 tegundir sela (Halldórsson J.M., 2007) og eru þær margbreytilegar og fjölbreyttar. Til að mynda eru sæfílar með hæsta blóðmagn af öllum dýrum í þeirra stærð. Önnur skemmtileg staðreynd um sæfíla er að blóð þeirra inniheldur svipað magn af koltvíoxíði og hjá fólki sem reykir um 40 sígarettur á dag (Tift M. S., 2014). Hugsanlega hefur Herra Hnetusmjör ákveðið að tjá sig um þetta málefni með viðeigandi hætti.

„Reykti inni

Plastpoki yfir reykskynjaran

Haha“ (Vitleysan eins) Þormóður Eiríksson, Ásgeir Kristján Karlsson & Herra Hnetusmjör - 2019

Þetta mætti túlka sem grófri lýsingu á blóð-

starfsemi sæfíla. Sökum þess að selirnir halda andanum sínum um 75% ævi sinnar mætti lýsa líkamsstarfsemi þeirra sem plastpoka yfir reykskynjara. Auk þess bætir hann við ,,Haha” sem bendir til þess hvað sæfílarnir eru svalir.

Þrátt fyrir þetta gríðarlega magn koltvíoxíðs í blóðrásinni verður meðal kvenkyns sæfíll um 19 ára gamall (Northern Elephant Seal, 2022). Almennt eldast selir býsna vel. Selir eins og við þekkjum þá á Íslandi geta orðið allt að 35 ára gamlir.

Hugsanlega hefur þú rekist á einn, tvo seli um ævina. Veltu því fyrir þér, var selurinn einn eða í hóp? Sannleikurinn er sá að sumir selir njóta einverunnar á meðan aðrir ferðast um í hópum. Þeir hafa þó flest allir verið gjörsamlega sjálfstæðir á einhverjum tímapunkti ævinnar. Eins og tekið var fram hér fyrir ofan þurfa selir í raun að þroskast á eigin fótum. Margar selsmæður fæða helst kópana á landi og skilja þá þar eftir tímabundið (FAQ about seals, 2021). Félagslyndir selir hljóta því að fagna hæstánægðir að fá loksins félagsskap. Hugsanlega það ánægðir að þeir bresta í söng. ,,Vinir mínir eru góðir Upp til hópa, upp til hópa” (Upp til Hópa) Ingi Bauer & Herra Hnetusmjör - 2018 Hér gæti verið að vitna í fyrrnefndu hamingju selanna að eignast loksins vini. Sumar selstegundir hópa sig saman í litla hópa, á meðan aðrar flokkast í þúsunda sela tali. En, það skiptir þó meira máli að eiga góða vini en marga. Sem betur fer eru selir býsna mildir og örlátir, sem er frábrugðið mörgum öðrum sjávardýrum (höfrungum).

„Vinir mínir eru ekki dópi

Upp til hópa, upp til hópa“ (Upp til Hópa) Ingi Bauer & Herra Hnetusmjör - 2018 Ólíkt ‚Navy SEALS‘ eru selir ekki í dópi (The Navy Seals’ Training has a Drug Problem, 2022). Sér til skemtunar finnst selum best að leggja sig, helst í sólinni. Hér hefur textanum tekist að draga fram fegurðina sem felst í félagsskap sela.

Já, selir eru margslungnir og dáfallegir. Það eru Kóp Bois sannarlega líka. Það fyrirfinnst margt sameiginlegt milli veröld selanna og veröld Kóp Bois. Þó, stangast þessir heimar einnig á.

„Nóg af fiskum í sjónum og ég er hákarl“ (Jámahr) Ingi Bauer, Joe Frazier & Herra Hnetusmjör - 2015

Þessi lína Joe Fraziers hefur vissulega áhrif á þessa merku rannsókn. Gæti upprunalega fyrirmyndin hafa verið hákarl? Það er í raun nánast jafn trúverðugt og selirnir. Í mörgum tilvikum er erfitt að finna sönnun fyrir tilveru sjávardýra almennt. Því meira sem maður les og rýnir í textana virðast svörin benda á sama stað - Kópavog.

Hefur þessi rannsókn leitt til einskis? Það fer í raun eftir því hvernig við lítum á upplýsingarnar sem standa frammi fyrir okkur. Þótt margt bendir til þess að textarnir eftir Kóp Bois byggjast á reynsluheim sela; bendir margt á annað. Sem betur fer má lesa í list eins og manni sýnist. Ef þér finnst lögin fjalla um listamenn frá Kópavogi ætla ég engan vegin að standa í vegi fyrir þínum sannleika. Hins vegar er mun skemmtilegra að hugsa til sæfílanna í sólbaði.

6 | Framhaldsskólablaðið N ÓVEMBER 2 022
" Embla Waage
" Rakel Jóna Ásbjörnsdóttir

Ertu gömul sál?

" Penni: Elís Þór Traustason

Hefur þér alltaf liðið vel innan um mikið eldra og mikið yngra fólk?

Hefur þér verið sagt að þú sért þroskuð/þroskað(ur) miðað við aldur? Klæðirðu þig gamaldags? Fæddistu hundrað ára í ungum líkama? Eða ertu bara furðuleg týpa?

Hvernig klæðirðu þig?

A. Bara venjulega

B. Eins og pabbi minn/mamma mín

C. Eins og afi minn/amma mín

D. Eins og bóndi í torfkofa

Lestu grískar goðsagnir?

A. Nei, oj

B. Stundum

C. Oft

D. Í óheilbrigðu magni

Hvernig færðu þér kaffið þitt?

A. Drekk bara Nocco

B. Drekk bara svart

C. Drekk latté

D. Borða óristaðar kaffibaunir Reykirðu?

A. Lumma og veipa

B. Hvorugt, ég sýni ábyrgð

C. Reyki sígarettu

D. Reyki pípu

Flest A) Venjuleg týpa

Þú ert hvorki ung né gömul sál, þú ert bara sálarlaus. Nei djók. Kannski ertu bara mjög sátt(ur) með líf þitt og hvernig þú ert, kannski smá bara boring týpa en að minnstu kosti veistu það og líður vel þannig. Ef þú vinnur fyrir efa og sjálfsóvissu, hættu þá að fylgja stefnum og straumum, það mun ekki fylla upp í tómið innra með þér. Vertu öðruvísi og einstök/einstakt/einstakur. Sýndu smá frumleika og ímyndunarafl. Eða kauptu bara filmumyndavél eða eitthvað.

Ertu í MH eða Kvennó?

A. Nei

B. Kannski

C. Já

D. Hvernig vissurðu?

Ertu í MR eða MA?

A. Nei

B. Nei

C. Nei

D. Já

Hvernig myndir áttu af vinum þínum?

A. Tek myndir á símann, er eitthvað að þér?

B. Langar að nota filmumyndavél

C. Nota filmuvél

D. Tek mynd af þeim með huganum *klikk*

Flest

Þú ert ekki gömul sál, þú ert miðaldra sál. Þú vilt prjóna og horfa á fréttirnar á föstudögum, þú fylgir þinni rútínu, þú gerir þitt eigið nesti og siglir nokkuð örugglega í gegnum lífið. Krossgátan er þinn förunautur til Tenerife. Þú ert heimakær(t) og átt fáa en góða vini. Þú ert almennt stabíl týpa en mættir skapa meiri óvissu í þínu lífi.

Flest C) Gömul sál

Þú ert sannarlega gömul sál. Þér líður best innan um gamla hluti, bækur, skran og list sem minnir þig á þitt nýliðna fyrra líf á síðustu öld. Þú hlustar á alls kyns gamla tónlist, byggir fatastíl þinn á ákveðnum áratug og ert almennt sátt(ur) við þig eins og þú ert. Ef þú fékkst bara C) ertu annaðhvort lífsglöð manneskja eða þarft að hitta sálfræðing.

Flest D) Eldgömul sál

Þú ert elsta sálin. Þú ert torfkofabóndi, viðskila þínu náttúrulega umhverfi í heiðardölum landsins. Þú saknar sauðfjár og sullaveikinnar en getur aðeins tjáð það í harmþrungnum, hálfeygum vísum sem enda beint í skúffunni. Þér sárnar þegar vinir þínir vilja ekki smakka hrútspunganestið þitt eða dansa með þér færeyska hringdansa í teitum og gleðskap. Alveg sama hvað þú lest Njálu og þjóðsögurnar fyrir svefninn muntu aldrei fylla upp í burstabæjarlaga gatið í hjarta þínu. It‘s time to move on, eins og skáldið sagði.

við erum til staðar fyrir þig!

Ný og spennandi tilboð í hverri viku og alltaf girnilegt Combo tilboð sem þú getur gripið með.

Opnum snemma

seint

Framhaldsskólablaðið | 7 N ÓVEMBER 2022
lokum
Á morgnana, í hádeginu, á hraðferð heim eða í kvöldsnar lið...
B) Miðaldra sál

Reykjavík

Helga Sif Gunnarsdóttir

MYNDIR N ÓVEMBER 2 022

Foccaccia brauðs uppskrift

Þrátt fyrir að Covid sé formlega lokið (svona eiginlega) og áhugamál útdauð fyrir vikið, legg ég til að þú skellir á þig bökunarhanskana! Nú stefnir í tímabilið milli hrekkjavöku og jóla. Hvað áttu að baka? Ekki getur þú skreytt kökur með litlum graskerum eða bakað jólasmákökur. Sem betur fer er grátt og viðbjóðslegt fyrir utan lokaða glugga og luktar dyr. Því er kjörið tækifæri til þess að búa til bragðlausar súpur og gómsætt brauð. Njótið haustsins með þessari frumsömdu foccaccia brauðs uppskrift!

Eins og allar uppskriftir hefjum við baksturinn á sögu sem tengist brauði engan vegin. Um daginn fór ég á listasýningu sem frænka mín skipulagði. Ég mætti í ljósblárri kápu og vonaði innilega að listrænn einstaklingur myndi taka eftir mér og gera mig að músu sinni. Ég hefði betur mátt mæta í úlpu. Sýningin stóðst engan vegin væntingar og það hefði verið afskaplega notalegt að leggja sig í mjúkri dúnúlpu. Þessi sýning var óhefðbundin að því leyti að listmálararnir mættu tómum strigum. Áhorfendurnir stara á málarana strita í nokkra klukkutíma. Sekúnduna sem listmálarinn skrifar nafn sitt á verkið slást áhorfendur um það.

Þetta gerðist að sjálfsögðu ekki, en væri vissulega áhugaverð upplifun!

En, aftur að foccaccia brauðinu! Hráfenin eru af einföldum toga og finnast í skápnum þínum! Því miður vildi ég ekki ræna bakara uppskrifum sem þau birtu á netinu. Í anda bloggaranna hef ég því ákveðið að skapa mína eigin uppskrift! Vonandi reynir fólk á þessar uppskriftir þótt ég viti augljóslega ekkert hvað ég er að tala um! Njótið Covid brauðsins!

7 graskersfræ

5 g af valfrjálsum hnetum

60 hampfræ

2 tsk af lífrænum sætuefnum

1 egg

3 ger pakkar

Vatn (magn eftir smekk)

1 tár úr drekaávexti (helst ekkju)

Þú blandar þurrefnunum í litla skál og lætur gerið malla einhvers staðar (helst í vatni). Síðan blandar þú þessu saman í einn graut. Loks hendir þú þessu í ofnin á 250 gráðum celcius í 45 mínútur. Á meðan brauðið mallar skalt þú blanda saman eggjunum, sætuefninu og drekatárinu.

Dreifðu glassúrnum yfir brauðið um leið og þú tekur það úr ofninum. Ef þú átt rósmarín getur þú stráð því yfir.

Bon appetit!

Framhaldsskólablaðið | FÓLK | 9 N ÓVEMBER 2022
" Embla Waage

Evrópa í október 1. hluti

MYNDIR N ÓVEMBER 2 022

Kúmen Brauð

" Agnes Ósk Ægisdóttir

Nú þegar líður á haustið er fátt betra en að koma sér fyrir í hlýjuna, mögulega eftir að hafa verið að stússast úti í kuldanum. Koma sér þægilega fyrir, kannski undir hlýju teppi, með heitan drykk og mögulega eitthvað snarl til að narta í. Hver og einn er með sinn smekk um hvað skal narta í en ekki má neita því að góð, heit brauðsneið með smjör og osti eða hvaða álegg sem er, er með því besta sem maður fær sér. Hér fyrir neðan má finna einfalda og þægilega uppskrift að kúmen brauði sem hægt er að baka í einu vappi og síðan njóta.

Þurrefni sem þú munt þurfa: 10gr þurrger

500gr hveiti

1tsk salt

1teskeið sykur

Mælt með 2 til 3 teskeiðar af kúmeni en best er að fara eftir hvað hjartað segir.

Blautefni sem þú munt þurfa:

250ml af heitu vatni ( um það bil 40 gráður ) ¼ dl olía

Nú þegar þú ert komið með allt sem þú þarft fyrir brauðið skalt þú hella vatninu í valfrjálsa skál og setja gerið út í. Látið gerið leysast upp í smá stund svo það verði svolítið slepjulegt. Síðan setur þú þurrefnin í en ekki allt hveitið í einu, það er betra að bæta meira hveiti ef deigið er of þunnt. Þú lætur svo deigið hefast í skálinni og skilur það eftir á stað í stofuhita og bíður þangað til deigið hefur tvöfaldast. Þá bætir þú kúmenið við og lagar það til í eitthvað form af þínu vali.

Þá lætur hefast aftur í smá stund. Eftir biðina penslar þú deigið með eggi sem er búið að píska saman. Hér er oft gott að setja smá meira kúmen ofan á brauðið. Þá setur þú það inn í ofn á 200°c og í u.þ.b. hálftíma.

Framhaldsskólablaðið | FÓLK | 11 N ÓVEMBER 2022

Pulchra

Víf Ásdísar Svansbur

MYNDIR N ÓVEMBER 2 022
Framhaldsskólablaðið | FÓLK | 13 N ÓVEMBER 2022

Þetta er þitt merki að fara

þína eigin útskriftarferð

Útskriftarferðir eru æðislegar. Eftir stúdentinn áttu svo 100% skilið frí og skemmtilegheit. En ertu með mjög niche áhugasvið og fílar ekki sveittu stemninguna sem útskriftarferðir hafa upp á að bjóða? Engar áhyggjur, því þú getur bara farið í þína eigin útskriftarferð.

Hjá mér sjálfri stóð til boða að fara í 10 daga djamm ferð til Krítar, mig langaði hins vegar að fara í 17 daga menningar ferð til Ítalíu, Grikklands oog Krítar. Ég ákvað að plata pabba með af því að við erum alveg fellar og hann fílar líka sögu, menningu og hann kann að keyra um á evrópskum hraðbrautum. Ég er svo ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun og ráðleggi öllum sem hafa áhuga á slíku að gera hið sama. Hitinn er líka bærilegur í október og lítið af fólki á túristastöðunum. Eftirfarandi er smá innsýn í Evrópuflakk á þessum árstíma.

Dagur 1: Kæra dagbók. Ítalir keyra eins og algjörir fávitar, þeir komast samt upp með það með því að bremsa skyndilega ef fólk leyfir þeim ekki að glannast um og þá eru þeir, kyrrstæðir, í rétti. Ávaxtabásar eru um allar götur og geggjað næs og safaríkir.

Dagur 2: Það var glampandi sól og hlýtt úti. Hótelin eru svo krúttleg hálftíma frá Rómarborg þar sem að margar ítalskar fjölskyldur voru þar í morgunmatasalnum í helgarferðum svona eins og íslendingar fara í bústað. Við skoðuðum Colosseum. Algjörlega frábært. Svo fylgdi aðgangseyrir að Forum Romanum, rústirnar af gamla markaðstorginu hliðina á Colosseum, með en við fundum ekki innganginn svo við löbbuðum bara í kring þar sem að allt sést hvort eð er þaðan. Ég fatta núna að inngangurinn hefur verið staður undir nafninu Archaeological site, en það er bara þannig. Þá á maður bara eitthvað eftir.

Dagur 3: Ég passaði mig að klæðast fötum þar sem að hné og axlir voru hulin vegna þess að í dag átti að skoða Vatíkanið. Inni sá ég marga með berar axlir en þorði samt ekki að fara úr gallajakkanum mínum. Vatikan safnið er risa stórt. Ég áttaði mig ekki á því í byrjun en það tók alveg 5 tíma að skoða þetta allt afþví að við dúlluðum okkur bara við að skoða í byrjun. Safnið leiðir mann í gegnum mismunandi byggingar: ein er með höggmyndum, önnur fornminjum, önnur stór með veggmyndum Raffaellos, svo inn í kristnar veggmyndir og svo í gegn um sixtínsku kapelluna með frægu Michelangelo loftmyndinni. Þrátt fyrir lofið sem loftmyndin hefur hlotið fannst

mér skemmtilegast að sjá School of Athens myndina eftir Raffaello. Ég keypti líka plakat með þeirri mynd sem ég braut svo saman þegar að kom að því að fljúga. Eftir allt þetta þann dag ákváðum við að skella okkur í meira og fórum að sjá Trevi gosbrunninn í setjandi sólarljósi og fengum okkur ís og súkkulaði í uppáhalds súkkulaðibúðinni minni: Venchi.

Dagur 4: Keyrslan niður til Amalfi er hafin. Við stoppuðum til að baða okkur á strönd á leiðinni þar sem að við keyrðum niðureftir meðfram strandveginum. Ég hugsaði með mér að það stopp hafi meira að segja verið menningarlegur tími vel nýttur þar sem að goðsagnaveran Aeneas á að hafa komið að landi á þeirri sömu strandlengju. Að lokum komum við til Amalfi sem var klikkaðslega nettur staður. Við fundum ódýrt hótel og hótelstjórinn var svo fyndinn og næs gæji.

Dagur 5: Nú sá maður Amalfi í dagsljósi. Ji minn almáttugur. Húsin voru bara lóðrétt í fjallshlíðinni og götur þröngar. Það var samt hellingur af rútum en þær flautuðu bara fyrir horn til að láta vita af sér. Allir bílar voru rispaðir en svoleiðis er það bara. Mæli með að kaupa alltaf fulla tryggingu á bílaleigubílinn. Við klikkuðum pínu á því hér. Eins og næsti bílaleigukall myndi svo segja við okkur: ,,þú

ert besti bílstjóri í heimi en það koma samt rispur útaf hinum í umferðinni.” Við komum svo að Pompeii sem er frekar nálægt Amalfi. Ég sé dálítið eftir því að hafa ekki pantað guide við Pompeii en reyndi að hengja mig við hópa þegar að guide-arnir héldu ræðurnar sínar á ýmsum svæðum og herbergjum. Ég varð líka mjög áttavillt þrátt fyrir að vera með kort. Ég fattaði ekki hvað svæðið var stórt og tæki marga daga að labba út um allt en var ánægðust með að sjá „Varastu hundinn“ (Cave canem) mosaic gólfið, baðhúsin, dálítið fornt graffiti og gleðihúsið fræga. Amphiteater-ið var ekkert sérstakt, dálítið langt frá aðal götunum og svo var fullt af nútímatækjum og græjum inni af því að einhver hljómsveit átti að fara að spila það kvöld. Við keyrðum aftur til Rómar og ég bókaði óvart lélegt gistihús á leiðinni.

Dagur 6: Morgunflug gefur gull í mund. Nú færum við til Krítar. Ég horfði á meira Office í fluginu. Við fundum næs hótel rétt hjá flugvellinum. Fórum að borða á grill stað sem varð svo bara uppáhaldsstaðurinn okkar á Krít.

Dagur 7: Stóri Knossos dagurinn. Knossos stendur upp úr sem ágætt uppáhald þegar aftur er litið. Ég held það hafi líka eitthvað með það að

14 | Framhaldsskólablaðið N ÓVEMBER 2 022
" Gabriella Sif Bjarnadóttir
í
Myndir/Gabriella Sif Bjarnadóttir

gera að við prófuðum að bóka guide. Hún hét Akrivi og hún er svo ótrúlega klár. Ég dáist af henni. Hún fór í guide skóla og alles. Túrinn var ánægjulegur og ekki of langur heldur, oft hafði ég eytt svo miklum tíma í að ráfa um og finna hvað væri merkt að skoða og hvað ekki. Þó þetta hafi verið fljótara fékk maður svo margfalt meira af upplýsingum sem ég hefði ekki vitað sjálf. Ég hefði t.d. ekki tekið eftir Selenít berginu sem var notað á neðri hæð byggingarinnar, fyrir bruna á það að hafa glampað ennþá meira og verið svolítið glærara, þ.a.l. lítandi út fyrir það að Knossos hafi svifið í lausu lofti. Það var svo mikið svona dót, ég var alveg gapandi. Ég hafði ekki búist við að læra svona mikið af nýju. Mæli 1000% með að vera með guide. Um kvöldið fórum við svo á Herakleion safnið (opið til 20 sem er frekar nett). Það er ekki stórt safn en upphaflegu veggmyndirnar frá Knossos eru varðveittar þar. Ég eyddi mjög löngum tíma í því fresco herbergi.

Dagur 8: Við keyrðum að Helli Seifs sem er lengst uppi í fjöllunum í miðju landi, samt tók það bara rúman klukkutíma að keyra. Það var gaman að sjá meira af Krít. Þetta minnti á eyðimörk en var samt sem áður tópógrafísk og úr ljósu bergi. Hellirinn var alveg magnaður. Það er 20 mín fjallganga upp að honum og svo er maður bara 10 mín að labba í gegn en ferðin var samt sem áður æðisleg upplifun. Í hellinum líður manni eins og maður sé á annarri plánetu. Allt er upplýst (samt ekki grænu ljósi, veit ekki afhverju það verður allt svo grænt á myndum). Allavega, þessi hellir er jarðfræðilegt meistaraverk og ótrúlegt að fornaldarfólk hafi í alvörunni prílað niður skrýtna bergið þegar að engar tröppur voru til staðar til þess að tilbiðja. Á leiðinni tilbaka keyrðum við um Maliu og Hersonissos. Satt að segja þá er öll Krít frekar subbuleg fyrir utan Hersonissos. Það var eini bærinn á öllum hluta Krítar sem við skoðuðum sem var eitthvað álitlegur, ferðaskrifstofur hafa bara fundið þennan eina álitlega bæ og ákveðið að fara bara með hópa þangað. Við komum aftur á hótelið okkar í Heraklion (sem er líka subbulegur bær en hótelið okkar var gott).

Við vorum líka búin að finna þennan eina góða veitingarstað í 2 mín göngufjarlægð frá hótelinu svo við borðuðum bara alltaf þar.

Dagur 9: Flugdagur. Mæli með bílaleigunni: Centauro. Þetta var bílaleigan sem var mjög chill með rispurnar af því að við höfðum beðið um fulla tryggingu. Þau voru ódýr og millifærðu strax aftur inn á mann (það er alltaf tekið ákveðna upphæð af kortinu í byrjun til að tryggja að maður komi með tankinn fullan tilbaka). Ég sullaði á mig kaffi á flugvellinum. Pro tip: ekki nota sjálfsala á erlendu tungumáli. Hann mun borða peninginn þinn. Ég fann hostel í Aþenu beint undir Akropolis. Gæti ekki verið meira miðsvæðis. Við tókum lest að hostelinu. Hostel er ekki fyrir mig, það var frekar óþægilegt en maður þoldi það af því að staðsetningin var svo frábær. Ég borðaði grillaðan kolkrabba það kvöld. Gef honum 7 í einkunn.

Dagur 10: Ég elska götuna okkar. Þetta eru eintómar túrista- skartgripabúðir og veitingastaðir, iðandi af lífi. Við fengum okkur alltaf morgunmat á veitingastöðunum fyrir neðan. Í dag skyldum við skoða Akropolis, hæð með nokkrum hofum, þ.á.m. hið fræga meyjarhof: Parthenon. Meyjarhofið fær mesta lofið en mér fannst persónulega skemmtilegast að skoða leikhússviðið og -bekkina á leiðinni upp að hofunum. Á þessum sama stað voru sýnd leikritin sem ég eyði lífinu mínu í að nördast yfir.

Dagur 11: Við skoðuðum helling. Ég hafði keypt vikupassa sem hafði veitt aðgang að Akropolis og fullt af öðrum stöðum í kring. Við skoðuðum forna Rómverska markaðstorgið, rústir bókasafns Hadríanusar, forna Aþenska markaðstorgið og nútíma Aþenska markaðstorg og götuna: Monastiraki. Um kvöldið fórum við á útileikhús sýningu. Sýningin var byggð á brotum frá ýmsum fornum verkum svo sem Odysseifskviðu, Medeu, Þingkonunum, Plutusi, ofl. Þetta var virkilega skemmtilegt þar sem að mér fannst þau ná aulahúmornum úr comedíunum mjög vel og þau notuðu alvöru grímur og alles. Þessi sýning var líkust mínum skilningi á fornu leikritum.

Dagur 12: Við tókum lestina aftur upp á flugvöll til að leigja okkur bíl. Svo keyrðum við til Delphi. Við komum þangað um kvöld svo fornleifasvæðið sjálft var lokað. Bærinn var samt svo sætur lítill fjallabær og við fundum geggjað hótel með útsýni yfir bæinn. Hótelstjórinn var líka algjör king. Hann rak tvö hótel sitt hvoru megin við götuna. Like, hversu mikill meistari. Við borðuðum líka á stað með geggjuðu útsýni. Ég fékk besta baklava sem

Nú sá maður Amalfi í dagsljósi. Ji minn almáttugur. Húsin voru bara lóðrétt í fjallshlíðinni og götur þröngar. Það var samt hellingur af rútum en þær flautuðu bara fyrir horn til að láta vita af sér. Allir bílar voru rispaðir en svoleiðis er það bara. Mæli með að kaupa alltaf fulla tryggingu á bílaleigubílinn. Við klikkuðum pínu á því hér. Eins og næsti bílaleigukall myndi svo segja við okkur: „þú ert besti bílstjóri í heimi en það koma samt rispur útaf hinum í umferðinni.“

ég hef smakkað og það var í boði hússins??

Dagur 13: Þá skoðuðum við Delphi rústirnar. Þetta var líka þokkaleg fjallganga. Ég get staðfest það að gangi maður um rústirnar fari maður ekki í gasvímu. Gasið hefur greinilega verið sterkara í fornöld. Ég prófaði audioguide við þessar rústir sem var mjög gaman. Göngustígurinn fór í sikksakk upp fjallið meðfram rústunum. Það var gaman að geta horft niður og séð allt sem maður hafði skoðað koma saman inn á eina mynd. Safnið við Delphi var líka mjög flott. Því næst keyrðum við alla leið til Ólympíu og lentum í geitaskógi á leiðinni. Ég fann svo ágætt hótel í Ólympíu um kvöldið.

Dagur 14: Við vöknuðum við allskonar gól og læti úr kirkjunni við hliðina á hótelinu. Kom í ljós að í dag var þjóðhátíðardagur Grikkja sem hélt upp á frelsun frá yfirvaldi Mussolini. Í tilefni dagsins var frítt inn á allar rústir í landinu. Þetta voru góðar fréttir því við ætluðum einmitt að fara að skoða Ólympíu rústirnar þar sem að hinir fornu Ólympíuleikar voru haldnir (þeir hættu í mjög langan tíma og voru svo aftur teknir upp á 19. öld). Ég ákvað að prófa að leigja ,,virtual reality” gleraugu. Tour dómar: Eftir að hafa núna prófað þó nokkrar týpur af túrum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að guided er bestur (hægt að panta í litlum hóp, ekki svo dýrt). Í öðru sæti finnst mér audioguide. VR gleraugun eru

í þriðja sæti. Þetta er mjög góð hugmynd en tæknin er ekki alveg komin á þann stað ennþá. Stærsti gallinn er að það vantar innbyggðan áttavita af því að gleraugun sýna byggingarnar eins og þau telja að þær hafi litið út en ekki á réttum stað miðað við það sem að maður stendur fyrir framan. Í síðasta sæti er að labba bara um á eigin vegum. Það er samt eiginlega á borð við VR gleraugun en þau bæta kannski örlitu við upplifunina. Það er samt alls ekki slæmt að labba bara um á eigin vegum og oft getur maður hlustað inn á ræður guide-a í kring. Við keyrðum svo aftur til Aþenu. Það var mjög erfitt og stressandi að finna stæði en pabbi fann stæði á ská í beygju, á meðal mótorhjóla og hliðina á heimilislausum og vingjarnlegum skota.

Dagur 15: Við byrjuðum á morgunmat á uppáhalds morgunmatastaðnum okkar. Við vorum orðnir eiginlegir fastagestir. Ég kann svo vel við mig í Aþenu. Allt er gott og göfugt, hvort sem það er kalimera eða kalispera nú eða bara kalos ávextir. Tungumálið er líka ekki það flókið þegar að maður kemst yfir letrið. Ég gæti alveg séð fyrir mér að búa á Grikklandi. Það er líka alls ekki eins subbulegt og á Krít. Við ákváðum að kíkja á suðurhluta Attikuskaga. Við stoppuðum á strönd á leiðinni suður. Vatnið var frekar kalt þannig ég lúllaði bara á sandinum í góðan klukkutíma, svo héldum við áfram. Við sáum hof Poseidons, á syðsta hluta Attikuskaga, rétt fyrir sólsetur (um 17 leytið). Sólin var svo falleg af því við náðum því á tíma sem kallast ,,golden hour”.

Framhaldsskólablaðið | 15 N ÓVEMBER 2022

" Elís Þór

„Djöfull er athyglisbrestur leiðinlegt dæmi,“ segi ég upphátt við sjálfan mig nokkrum sinnum á dag og pirra þar með í leiðinni alla í kringum mig.

„Skipulegðu þig þá betur!“

„Notaðu Pomodoro-dæmið!“

„Af hverju gerirðu allt á síðustu stundu?“

„Geturðu ekki bara farið á Þjóbó og lært? Mér finnst sko geðveikt að læra þar.“

„Ég byrja bara alltaf á því mikilvægasta svo ég geti klárað það skemmtilega eftir á.“

Þetta fólk meinar vel. En það hefur kannski ekki mikinn skilning fyrir því að flest með athyglisbrest þurfa oft að nota aðrar aðferðir til að læra heima. Athyglisbrestur er brestur í því hvernig við gerum hluti. Það er ekki endilega auðvelt að breyta því hvernig við gerum hluti með því að gera hlutina bara öðruvísi. Ef svo væri, þá væri athyglisbrestur ekki vandamál. Engin þörf fyrir greiningu sem aðskilur okkur frá hinum eða lyfjum til að laga heilastarfsemina í okkur.

Eitt af því erfiðasta við ADHD er að reyna endurtekið að gera hlutina eins og allt annað fólk og klúðra því í hvert einasta skipti, aftur og aftur og aftur. Ekki hjálpar að flest ráð sem við

fáum kemur frá þeim sem hafa enga persónulega reynslu af ADHD og eru miskunnug þessu ástandi. Þess vegna er gott að hlusta á sjálfan sig og annað ADHD-fólk, finna út úr því fyrir sig hvað hentar manni best og læra á eigin forsendum. Fagaðilar eru oft góðir og nauðsynlegir en vantar oft þessa persónulegu innsýn. Aðrir athyglisbrestungar (hvað er orðið yfir einstaklinga með ADHD?) geta veitt hver öðrum ráð og stuðning út frá reynslu, sem er gríðarlega mikilvægt. Og að málinu sjálfu:

5 góð ráð fyrir fólk með Athyglisbrest (sem ég nota)

Disclaimer!: Það sem virkar fyrir einn virkar ekki endilega fyrir annan. Fólk með athyglisbrest er eins margt og mismunandi og fólk án þess. Þetta eru ráð sem ég hef aðallega fengið frá öðrum með ADHD en ég og aðrir nota í okkar daglega lífi.

1. Læra á hávaðasömum stað Stutta svarið: Background noise er næs

Aðferð: Finndu hávaðasaman stað og hafðu ekki of rólegt í kringum þig. Kaffihús, matsalir, nemendarými, frammi á gangi í skólanum eða sumir lestrarsalir eru góðir í einmitt þetta. Bak-

grunnshljóðin verður að vera nóg til að drekkja hvert öðru þannig þú heyrir ekki hvað sagt er eða getur ekki truflast af einu hljóði. Það má heldur ekki vera of mikið þannig það verði yfirþyrmandi eða þreytandi. Finndu hvað hentar fyrir þig og hvort eða hvaða bakgrunnsáreiti hentar þér.

Fyrir mig er það kaffihús. Ekki á háannatíma, ekki rétt fyrir lokun. Ef það er enginn nema einn hópur að tala get ég ekki einbeitt mér. Ef margir hópar tala svo það heyrist ekki orðaskil, þá get ég frekar einbeitt mér.

Útskýring:

Þar sem hávaði truflar marga athyglisbrestunga hljómar það kannski undarlega að læra á hávaðasömum stað. Að læra í algerri þögn er dásamlegt, en það þýðir yfirleitt að það sé ekkert annað fólk. Málið er að ég get sjaldan verið algerlega einn að læra. hef ekki beint aðgang að hljóðeinangrandi rými (og ekki beint hægt að gera þá kröfu). Hljóðlátir, en ekki alveg þöglir, staðir eru verstir. Að sitja á bókasafni í þrúgandi þögn, með ekkert nema lyklaborðapikkið á borðinu við hliðina, hvísl og pískur úti í horni og annað slagið hóstar einhver og hnerrar. Martröð. Það er sjaldan þægileg þögn innan um annað fólk. Flestir geta hunsað lítil hljóð og smávægilegar truflanir, ólíkt mörgum með ADHD

16 | Framhaldsskólablaðið N ÓVEMBER 2 022
Traustason
5 góð ráð til að læra fyrir ADHD
ásamt alltof löngum útskýringum

sem þurfa oft algjöra eða ágætlega mikið bakgrunnsáreiti.

2. Nammi/tónlist með lærdóm Stutta svarið: Sykur/matur/tónlist veitir dópamín sem ADHD-fólk skortir

Aðferð 1: Sykur gefur litla smáskammta af dópamíni svo okkur leiðist ekki jafn mikið. Þarf ekki að vera nammi, má vera vínber, kex, eða eiginlega hvaða matur sem er, bara ef það virkar fyrir ykkur. Það gerir lærdóm ánægjulegri og gefur kannski nóg dópamín í grunninn.

Aðferð 2:

Tónlist virkar betur fyrir aðra. Hún klárast ekki, lokar út önnur hljóð og gerir næstum hvað sem er ánægjulegt. Maður hlustar líka á „jafnt magn“ af tónlist, persónulega á ég til að klára nammið á fyrstu fimm mínútunum. Nammi og tónlist eru auðveld dæmi en allt er leyfilegt. Svo lengi sem það truflar ekki eða dregur athyglina frá því sem þarf að gera, þá skiptir dæmið sjálft engu máli.

Útskýring:

Dópamín er geðveikt stöff. Það verðlaunar heilann okkar þegar við gerum ánægjulega hluti eða klárum erfið ver-

5 ráð til að læra betur með ADHD

stutta útgáfan

" Elís Þór Traustason

1. Lærðu þar sem er smá áreiti Finndu stað þar sem er ekki of mikill og ekki of lítill hávaði. Gott ef þú getur ekki fundið rólegan stað í algjörri þögn. Kaffihús, matsalir, nemendarými. Bakgrunnsáreitið getur verið næs ef það er í réttu magni.

2. Borðaðu nammi og hlustaðu á tónlist meðan þú lærir Nammi og tónlist gefa manni dópamín svo manni leiðist ekki. Má vera hvað sem er en þetta eru tvö algeng og auðveld dæmi.

3. Búðu til tímapressu Aðferð 1: Stilltu klukkuna á 10 mínútur og láttu hringja. Kláraðu eins mikið og þú getur. Ef þú ert í stuði, haltu áfram aðrar tíu mínútur, annars tekurðu 10 mínútna pásu. Haltu svo áfram eins lengi og þú þarft. Aðferð 2: Settu playlista í gang. Reyndu að klára eitthvað áður en lagið er búið. Haltu áfram eins mörg lög og þú getur. Eftir það taktu 1 lags pásu og haltu áfram.

4. Dundaðu á meðan Það er í góðu lagi að dunda á meðan. Teiknaðu, krotaðu, stimmaðu, trommaðu pennanum í borðuð, hvað sem er. Það má svo lengi sem það tekur ekki dregur ekki athyglina að sér of lengi.

5. Fáðu manneskju til að fylgjast með þér læra Finndu þér vin, foreldri eða samnemanda til að læra með þér eða fylgjast með þér læra. Fyrir suma er nóg pressa að vera innan um aðra og að aðrir sjái mann slóra. Fyrir hina þarf manneskjan að fylgjast með manni og passa að maður sé að læra.

Þetta virkar fyrir suma en ekki alla. Endilega prófaðu og lagaðu að þínum þörfum.

geta leiðrétt dópamínkerfið í heilanum á okkur en tónlist/nammi/kaffi/alls konar geta hjálpað til.

3. 10 mínútna pressa Stutta svarið: Stilltu klukkuna í 10 mínútur og lærðu. Taktu 10 mín pásu eða endurtaktu þangað til þú getur ekki meir.

EÐA: Hlustaðu á playlista. Reyndu að klára X áður en lagið klárast.

kefni. Í miklu magni finnum við fyrir því, þessari sigur- og stoltstilfinningu sem fylgir því að afreka eitthvað. Heilinn lærir að tengja saman minningar og dópamín og sækist í sífellu eftir að næra sína óseðjandi dópamínþörf. Heilinn hugsar: „Næs, ég kláraði þetta verkefni og leið vel“ og tengir þá minningu við athöfnina. Seinna getur hann pínt sjálfan sig til að gera leiðinlegustu hluti því hann veit af dópamínflóðinu þegar hann klárar. Í litlu magni leiðist okkur, verðum eirðarlaus, missum athygli og líður óþægilega. Heilinn öskrar á okkur: „Gerðu eitthvað annað! Þetta er ekki þess virði, finndu dópamínið annars staðar.“

Verst að ójafnvægi á dópamíni veldur ADHD (ofureinföldun). Fólk án ADHD hefur ákveðið grunnmagn af dópamíni sem ADHD-fólk hefur ekki (ofureinföldun en virkar fyrir þessa pælingu). Þetta grunnmagn er nokkuð stöðugt og flestir hafa það með því einu að vera til. Því geta flestir neytt sig í gegnum leiðinlegustu verk á meðan grunnmagnið er enn til staðar.

Þetta grunnmagn er ekki til staðar í ADHD-fólki (aftur, ofureinföldun). Okkar eðlilega ástand er að leiðast og finnast við þurfa að gera eitthvað annað til að uppfylla þessa dópamínþörf.

Þess vegna leiðumst við út í að gera allt annað en það sem á að gera. Lyf

Aðferð 1: Stilltu klukkuna á 10 mínútur. Þú þarft að klára ákveðið dæmi, lesa ákveðinn orðafjölda eða komast eins langt og hægt er. Svo ertu búinn! Haltu áfram aðrar 10 mínútur eða taktu pásu í 10 mínútur. Byrjaðu svo upp á nýtt. Haltu áfram eins lengi og þú vilt. Þessi aðferð er svipuð Pomodoro-aðferðinni. En 25 mínútur var of langur tími og ég hataði að neyðast til að taka pásu þegar ég var kominn í af stað.

Betra að brjóta niður í minni einingar ef ég er ekki með athygli en leyfa mér samt að vinna eins lengi og þarf þegar ég get.

Þessi 10 mínútna aðferð býr til skýran tímaramma en getur líka skapað tímapress. I-have-to-do-this-now-or-there-will-be-consequences stressið er stundum eina leiðin til að gera eitthvað. Frekar vil ég búa til stress á eigin forsendum, ekki láta það hellast yfir mann klukkutíma í skil.

Aðferð 2:

Í staðinn fyrir klukku má hlusta á tónlist. Þá verður maður að klára eitthvað dæmi (t.d. 50 orð eða heila greinargerð í ritgerð) áður en lagið klárast. Það skapar enn meiri pressu því lög eru mislöng og allt er skemmtilegra með tónlist

Útskýring:

Þegar dópamínið skortir þarf að keyra sig áfram á annan hátt. Þá er algengt að fólk, með eða án ADHD, noti skömm, reiði, pirring, kvíða, samviskubit eða stress til að klára hluti á réttum tíma. Allar þessar tilfinningar eru eðlilegar í litlum skömmtum og réttum aðstæð-

um. Að nota þær of oft er óheilbrigt og skemmandi. Fólk með ADHD notar þessar tilfinningar sem eldsneyti meir en annað fólk. Fyrst við getum ekki keyrt okkur áfram venjulega þá neyðum við okkur til að gera það. Stress, I-have-to-do-this-now-or-there-will-be-consequences tilfinningin, er algengasta og skásta neikvæða tilfinningin sem neyðir okkur til að gera leiðinlega hluti. Þess vegna situr stærðfræðidæmið óhreyft á borðinu þangað til tveimur tímum fyrir skil eða herbergið er alltaf í rusli þangað til við bjóðum of miklu fólki í partí. Þá kikkar inn stressið og við klárum stærðfræðidæmið eða göngum frá í herberginu á methraða og krafti sem aðeins varnarkerfi líkamans býr yfir.

4. Dundaðu þér á meðan Stutta svarið: Dundaðu þér á meðan. Það er í lagi dreifa athyglinni aðeins.

Aðferð: Finna eitthvað heilalaust til að gera á meðan, t.d. handfjatla eitthvað dót, teikna í tímum, ganga um að lesa, skrifa eitthvað bull á auðu plássin á verkefninu, o.s.frv. Þetta er líklega opnasti flokkurinn af þeim öllum. Fyrir mig hjálpar að hafa alltaf litla stílabók við höndina. Það er til að koma hugsun í orð, skrifa niður til að muna síðar eða bara krota því stundum er það næs. Ég ríf úr þær síður sem ég vil geyma og hendi hinu.

Útskýring:

Þetta er kannski það ráð sem flest fólk með ADHD fattar sjálft og gerir í sínu daglega lífi. Langflestir gera þetta að einhverju leyti. Inn á milli er fólk sem neitar sér um þetta, oftast sama fólkið sem greindist seint eða fékk litla meðferð. Því er sagt mjög snemma að gera einn hlut í einu, að það sé dónaskapur að fylgjast ekki með eða að hætta að dunda á meðan. Ef við höfum ekki 100% athygli og sýnum það með öllum líkamanum þá túlkar fólk það oft þannig að við séum ekki á staðnum. Fólk lærir þá að þykjast að einbeita sér og fókusinn fer á það, frekar en að

leyfa sér að einbeita sér 60% og dunda við annað á meðan. Svo lengi sem þú skilar af þér þínu þá skiptir engu máli hvernig þú ferð að því.

5. Finndu þér lífvörð (body double) Stutta svarið: Hafðu manneskju með þér sem passar að þú lærir.

Aðferð 1: Finndu manneskju til að vera lífvörður (body double). Lífvörður á að vera í kringum þig eða tékka á þér reglulega meðan þú lærir. Getur verið samnemandi, vinur, foreldri, hver sem er. Stundum er það nóg að vera í kringum annað fólk en stundum þarf lífvörðurinn að fylgjast með manni og halda manni við efnið.

Aðferð 2: Fyrir sumum er þetta truflun, ég á sjálfur erfitt með að læra með öðru fólki eða láta fólk píska mig áfram. Í staðinn fer ég einn á annasaman stað og passa að aðrir sjái á tölvuskjáinn minn og hvað ég er að gera. Ókunnugir geta dæmt mig í staðinn fyrir lífvörð og það virkar glimrandi vel.

Útskýring: Fólk með ADHD á oft auðveldara með að læra undir pressu. Ef önnur manneskja er með manni í herberginu og fylgist með manni þá lærir maður frekar. Það þarf ekki endilega að fá vin eða foreldri til að standa yfir manni, einfaldlega að vera í kringum annað fólk fær mann til að vinna meira og betur.

Aðferðirnar sjálfar skipta engu máli í sjálfu sér, þeim má breyta og útfæra á alls kyns hátt. Útskýringarnar að baki skipta meira máli, þær sýna hverju við erum að leitast eftir. Svo er undir okkur að finna út hvernig við getum notað þær. Enn og aftur, ADHD er fjölbreytt og ein lausn hentar ekki endilega öllum. Takið og hafnið eins og ykkur hentar, prófið ykkur áfram og deilið því sem virkar fyrir ykkur.

Framhaldsskólablaðið | 17 N ÓVEMBER 2022
MYNDIR N ÓVEMBER 2 022
Framhaldsskólablaðið | FÓLK | 19 N ÓVEMBER 2022
Grallaraskapur
Embla Waage

Evrópa í október 2.

Gabriella Sif Bjarndadóttir

MYNDIR N ÓVEMBER 2 022
hluti
Framhaldsskólablaðið | FÓLK | 21 N ÓVEMBER 2022

Krossgáta

Lárétt

3. Eyjar milli Sikileyja og Afríku.

4. Uppáhalds forritunarforrit Salazar Slytherins

7. Seinasta kvikmyndin sem Taylor Swift lék í

8. Háskólinn sem veitir Pulitzer verðlaunin

Lóðrétt

1. Mest streymdi söngvari allra tíma á Spotify

2. Fyrirtæki sem skapar ofurhetjumyndir og þætti

5. Stærstu dýr á jörðinni

6. HM í fótbolta 2022 verður haldið í...

Sýrugrein allra sýrugreina

" Elís Þór Traustason

Your Creative Future Starts Here

á sviði skapandi greina

Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla víða um lönd; Á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum.

Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar

Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

Basically, hvað er sýrugrein? Sýrugrein er listform, einstakt og órætt. Þetta er eina listformið sem þróaðist eingöngu eftir miðnætti og verður bara til undir pressu. Ekki er hægt að feika sýrugreinar, þær einfaldlega verða. Þær einfaldlega eru. En hvað nákvæmlega er sýrugrein?

Ef ég vissi svarið við því mætti allt eins gefa mér doktorsgráðu í bókmenntafræði og útgáfusamning hjá öllum helstu forlögum landsins samstundis. Og ég vildi að ég vissi svarið, en einfaldlega hef ég ekki nógu háa greindarvísitölu til að skilja form sem bæði er einfalt og flókið, heimskt og snjallt, súr og sætt allt í enn.

Til að byrja með varð það til út frá pressu. Sýran er hæfileiki. Hún blundar í okkur öllum, brýst fram við óviðráðanlegar andstæður og hverfur um leið og maður þykist skilja hana. Hún er ekki til, hún er ósnertanleg og framandi. Um leið og hendur manns grípa um hana rennur hún eins og sandur milli fingranna. En sýra, í stuttu máli, er það sem þú þarft að hún sé. Hún er uppfylling, ádeila á þversagnir samtímans og meiningarlaus ómenning, allt eftir þörfin. Sveigjanleg, teygjanleg og beygjanleg furðuverk. Í mínu tilviki er hún uppfylling. Hún segir það sem hún þarf að segja án þess að segja nokkuð. Hún fyllir upp í orða-

fjölda með meiningarlausum orðum, hún andar án lífs, hún lætur mann hlæja án gríns. Einfaldlega með absúrdískri tilvist sinni tekst henni að gleðja, græta, hrinda frá og soga til sín. Hún er allt það góða við bókmenntir og rit í sínu versta formi.

Hér sit ég að skrifa mína síðustu (eða hvað?) sýrugrein. Þetta örþrifaráð hefur fundið sinn farveg og sá farvegur er veglaus, uppurinn og týndur í skógi skrifa og hugmynda. Sýran er ekkert og því ekkert til að syrgja. Lifðu, sýrðu og vertu súr(t), því sýran er nákvæmlega það sem hún er, það sem hún þarf að vera og það sem þú vilt að hún sé.

22 | Framhaldsskólablaðið N ÓVEMBER 2 022 1 2 3 4 5 6 7 8
OPIÐ fyrir umsóknir

Ritstjórn mælir með …

Hvor kragerne vender (Persona Non Grata)

Kvikmynd

Leikstjóri: Lisa Jespersen

Ungi rithöfundurinn Irina, sem eitt sinn hét

Laura, snýr aftur til heimabæjar síns fyrir brúðkaup bróður síns. Hins vegar kemst hún að því að unnusta bróður, Katrine, er sú sama Katrine og lagði hana í harkalegt einelti í barnæsku. Mun hún leggja fortíðina til hliðar fyrir fjölskylduna?

Vann til verðlauna í Danmörku. Hvar er hægt að horfa?: Bíó Paradís og Viaplay.

Eftirtaldir styrktu útgáfuna

Dómsdagur

Hlaðvarp

Vinirnir Baldur, Haukur, Eddi, Bára og fleiri ræða málefni sem annars væru aldrei rædd og dæma með stjörnum. Léttur húmor, skemmtileg vinasamtöl og smá dómharka

hefja þetta einfalda hlaðvarp á hærra stig.

Aðeins sannir vitleysingar kunna að meta.

Hvar er hægt að hlusta?: Spotify, Apple Podcasts

Off the Wall

Albúm

Útgáfuár: 1979

Michael Jackson tókst að búa til fullkomið albúm fyrir eldamennsku! Kveiktu á ofninum og hátalaranum ef þú vilt upplifa alvöru skemmtun. Nokkur þekktustu lögin eru ‘Don’t Stop ‘Til You Get Enough’, ‘Rock with You’ og ‘Off the Wall’.

Bettering Myself

Smásaga

Höfundur: Ottessa Moshfegh

Margir þekkja til bóka hinnar hæfileikaríku

Moshfegh, en smásögurnar hennar eru engu síðri! ‘Bettering Myself’ fjallar um kaþólskan stærðfræðikennara með drykkjuvandamál. Þessi þrítuga kona á margt eftir ógert og sparar ekki kaldhæðnina.

Hægt er að nálgast söguna á The Paris Review.

Verdens verste menneske

Kvikmynd

Leikstjóri: Joachim Trier

Julie er ung kona að feta sig áfram í lífinu. Í gegnum fjögurra ára ferli fylgjumst við með henni takast á við nám, atvinnu, ástir og fjölskylduvandamál. Myndin er einstök að því leyti að Julie neyðist til að líta harkalega inn á við. Er hún versta manneskjan í heiminum?

Hægt er að nálgast myndina á Hulu.

Hjaltalín

Hljómsveit

Þekkt lög: Halo (cover), Þú komst við hjartað í mér (cover), Ethereal, Baronesse, We Will Live for Ages, Stay by You, Crack in a Stone, Love from ‘99.

Þekkt albúm: Sleepdrunk Sessions (2007), Hjaltalín (2020) og Enter 4 (2012).

Arkís

Bílasmiðurinn

Björn Harðarson

Blikkrás ehf

Bókasafn Reykjanesbæjar

Bókhaldsstofa Stemma

Bókráð bókhaldsstofa

DMM Lausnir

Eldhestar

Fjölbrautarskóli Norðurlands

Fjölbrautarskóli Snæfellinga

Fjölbrautarskóli Suðurlands

Fossvélar

Framhaldsskólinn á Húsavík

Gleraugnaverslunin Ég C

Hafrás rafstöðvar

Ice Group

Ís og Ævintýri

Norðurpóll

Promes Dalvík

Rúnar Óskarsson

Samhentir

Samstaða Stéttarfélag

Stoðtækni

Glæðir blómaáburður

Sólrún

Grettista k

Kleppsvegi 152 Reykjavík

Bíldshöfða 16 Reykjavík

Holti 1 Selfoss

Óseyri 16 Akureyri

Hafnargötu 57 Keflavík

Sundaborg 3 Reykjavík

Miðvangi Egilsstaðir

Iðavöllum 96 Keflavík

Völlum Hveragerði

Sæmundarhlíð Sauðárkrókur

Snæfellsnesi Grundarfjörður

Tryggvagötu 25 Selfoss

Hellismýri 7 Selfoss

Stóragerði 10 Húsavík

Hamraborg 10 Kópavogur

Rauðhellu 9 Hafnarfjörður

Iðavöllum 7a Hafnarfjörður

Vagnsstöðum Höfn í Hornafirði

Laugabrekku Laugar

Gunnarsbraut 1 Dalvík

Hrísateig Húsavík

Austurhhrauni 7 Garðabær

Þverbraut 1 Blönduós

Lækjarbergi 34 Hafnarfjörður

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Suðurgötu 2 Reykjavík

Útfarastofa Rúnars

Verslunartækni og Geiri

Þverholti 30 Reykjavík

Draghálsi 4 Reykjavík

Framhaldsskólablaðið | 23 N ÓVEMBER 2022
Bifreiðaverkstæði Egilsstöðum

HUGSAÐU VEL UM TANNHEILSUNA

FYRIR HREINAR OG FRÍSKAR TENNUR

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.