
1 minute read
Komdu að kenna
Umsóknarfrestur um grunnnám er til 5. júní.
Labbitúrar eru kannski ekki svo slæmir
Advertisement
" Agnes Ósk Ægisdóttir
Labbitúrar eru kannski ekki svo slæmir. Það er mögulega einhver sannleikur í því, nei það er reyndar mikill sannleikur í því. Fætur þínir eða hjól halda þér á ferð og um leið fer hugurinn líka af stað, hann fer eiginlega í göngutúr líka. Með því að fara út með hundinn ertu líka að leyfa huginn þinn að anda, hugur þinn er ekki fastur í einu herbergi. Þú ræður þannig séð öllu í göngutúr - það hljómar kannski langsótt en það gæti hjálpað við að ná áttum eða ná stjórn á sér. Þú ræður hvað þú sérð á þann hátt þú ræður hvert þú labbar, þú veist ef þú ferð til hægri labbar þú framhjá auðum fótboltavelli sem er ekki mjög spennandi. Ef þú ferð til vinstri átt þú leið hjá tjörninni og það er sjaldan ófögur sjón. Þú ræður hvað þú heyrir að vissu marki. Góð heyrnartól geta einangrað þig frá hávaðanum og óþægindum sem má búast við frá umheiminum. Það er þitt að velja hvort þú hlustar á tónlist eður ei, þú mátt upplifa heiminn og það sem gerist í honum í rauntíma í nær umhverfi þínu og það getur verið skringilega ferskandi upplifun. Ég myndi nú ekki ráðleggja þér að fara í göngutúr í vondu veðri en eins og oft hefur verið áður nefnt, þú ræður. Þú ræður hvort þú ferð út í rigningu, í roki, í sólskini, í þoku eða einhverri blöndu af öllu þessu saman. Ferskt andrúmsloft gerir gott, ekki bara fyrir skynfærin heldur líka fyrir líffærin. Göngutúrar eru lífsbætandi bæði fyrir sál og líkama. Um leið og líkaminn fær nauðsynlega hreyfingu fær heilinn að njóta sér burt frá flest öllu sem skertir heilsu hans. Labbitúrar eru engan veginn slæmir, það er sannleikurinn.