2 minute read

Hvernig ferðafélagi ert þú?

Það er langt í að þú komist í þetta blessaða sumarferðalag. Fyrst þarf að klára lokaprófin, skipta um nagladekkin og bíða þess að snjórinn bráðni af Norðurlandinu. Þó sakar ekki að hefja skipulagningu á næstu hringferð um landið eða flugið út. Kannski ertu jafnvel á leið í útskriftarferð með góðum bekkjarfélögum - á fullu í fjáröflun og endalausu stússi. Fyrst þú ert í undirbúningsham, hvers vegna rifjar þú ekki upp ferðamannasiðina? Það fyrirfinnast fjölmargar óskrifaðar reglur sem ber að fylgja, helst til að gera líf ferðafélaga þinna ögn bærilegra. Svaraðu spurningunum og finndu út úr því hvort þú sért organdi smábarn í flugvél eða ferðafélaginn sem ávallt deilir handspritti og kexi með vinum sínum.

1. Þú fréttir að frænka þín hafi skyndilega fallið frá og verður grafin í Belgíu, hvenær pantar þú flugmiðan?

Advertisement

A. Tveimur dögum eftir að dagsetning er tilkynnt.

B. Þú bíður eftir því að einhver gerir það fyrir þig.

C. Þú spyrð hvort jarðarförin verði á Zoom.

D. Svona mánuð fyrir jarðaförina.

E. Hvernig spurning er þetta bara?

2. Þú kemst að því viku fyrir jarðaförina að fluginu til Belgíu var aflýst og ekkert annað í boði, hvað gerir þú?

A. Skoðar hvort þú komist með skipi.

B. Hversu fjarskyld er þessi frænka?

C. Spyrð systkini þitt hvort þau geti streymt jarðaförinni á Discord.

D. Grætur í korter og hættir við ferðina, þótt þig hafi virkilega langað að láta sjá þig.

E. Hmm… hvað eru til margar þyrlur á Íslandi?

3. Heyrðu! Nýtt flugfélag hættir við að fljúga til Kaupmannahafnar og ákveður að gera Antwerpen að nýjum áfangastað (til frambúðar). Jarðarför frænku þinnar er í nágrenninu, hvaða ferðamáta velur þú frá flugvellinum?

A. Lest.

B. Leigubíl.

C. Hopphjól.

D. Rútu.

E. Bílaleigubíl.

4. Þú pantaðir ekki gistingu í tæka tíð og neyðist til þess að gista í gruggugu móteli. Afgreiðslukonan er samt almennileg og leyfir þér að velja herbergisfélaga. Hverjum af eftirfarandi ætlar þú að deila koju með?

A. Konu sem lyktar eins og ódýrt ilmvatn og geltandi púðluhundinum hennar (hann fær neðri kojuna, þú sefur á gólfinu).

B. Gömlum manni með galopin augu. Hann er annað hvort einstaklega hljóðlátur eða dauður.

C. Herbergið er tómt eins og er, en afgreiðslukonan segir þér að ungt par með matareitrun muni líklega koma heim af spítalanum í nótt.

D. Þremur fráskyldum konum á þrítugsaldri með sjö hvítvínsbeljur og tvo hátalara sem spila mismunandi tónlist.

E. Þú eltir afgreiðslukonuna heim og gistir fyrir utan húsið hennar. Kannski vorkennir hún þér og hleypir þér inn.

Reiknaðu nú hvaða stafur var oftast fyrir valinu hjá þér.

Varst þú með flest:

Þú ert hinn fullkomni ferðafélagi.

Að vera í kringum þig eru hrein og bein forréttindi. Þú ert eins og gott lestarkerfi: tryggt, stundvíst og tekur tillit til allra farþega. Ef babb kemur í bátinn líta allir vinir þínir á þig. Skildi báturinn vera lekandi myndir þú svelgja vatnið eins og það væri drykkjarhornið hans Óðinns. Kæri ferðafélagi, þótt allir geti treyst á að þú fylgist með dagskránni á flugvellinum og að þið séuð með viðeigandi útbúnað, er mikilvægt að þú passir upp á sjálft þig. Ef lífið er flugvél, þarft þú að fara að setja þig í Saga Class.

Það var líklega í umræðunni að bjóða þér ekki með í ferðina.

This article is from: