Framhaldsskólablaðið: tb.3 2022-2023

Page 1

Himinhátt - myndaþáttur

Hversu þreytandi ertu?

Skólameistari Hússtjórnarskólan (Á veðurviðvaranaskalanum)

Framhaldsskólablaðið

Universiteit van Amsterdam

Viðtal við þær Geiru Sól Magdal Kristinsdóttur og Ásgerði Helgu Bjarnadóttur sem læra ýmist félagseða mannfræði við Háskólann í Amsterdam.

Síða 10

2. tölublað skólaárið 2022-2023 • Gefið út af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema • Dreift frítt í alla framhaldsskóla landsins MARS 2023 Bls. 8
Bls. 4
Bls. 12
Luleå eða Lýðháskóli?
Bls. 14

Sæl og heil, kæru lesendur

Þetta blað er tileinkað Háskóladeginum. Og bara háskólum almennt, lífinu eftir útskrift og þeim endalausu möguleikum sem þið standið frammi fyrir. Vonandi hjálpar það ykkur að finna ykkar farveg, gefa ykkur hugmyndir um hvað hægt er að taka sér fyrir hendur eða bara skemmta ykkur í leiðinni.

5 umstaðreyndir íslenska háskóla

1. Á Íslandi starfa nú 7 háskólar, um 4 eru ríkisreknir en 3 eru sjálfseignarstofnanir

2. Háskóli Íslands var stofnaður árið 1912 og voru tímar kenndir í Alþingishúsinu við Austurvöll fram til 1940 en flutti þá í Aðalbyggingu Háskólans.

3. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ráðherra háskólamála en einnig nýsköpunar- og iðnaðarráðherra.

4. Háskólinn á Hólum fékk fullt leyfi sem háskóli árið 2003 en sá þróaðist frá Búnaðarskólanum, stofnaður 1882. Á Hólum starfaði þó skóli frá 1106 til 1806 en fluttist Gamli Hólaskóli á endanum Akureyrar (sem í dag er Menntaskólinn á Akureyri).

5. Háskólinn á Bifröst var stofnaður af Jónasi frá Hriflu, stjórnmálamanni

3. tölublað, skólaárið 2022/23

Hvernig

á að halda ró sinni í rifrildi

" Agnes Ósk Ægisdóttir

Óæskilegir hlutir í samræðum koma fyrir og það er allt í lagi. Lendir þú í ósætti eða deilu við félaga? Kannski samnemenda eða einhvern fjölskyldumeðlim? Það kemur fyrir! Það getur verið leiðinlegt jafnvel óþægilegt þegar hin manneskjan í samtalinu fer að hækka róminn og vera óþarfa dónalegur. Þá fer ósættið milli ykkar að breytast í rifrildi. Það er ekki gaman. Ef þetta er málefni sem er þér mjög kært er skiljanlegt að þú viljir taka í lurginn á aðilanum og tala yfir hausamótunum á honum en eina almennilega leiðin til þess að sigra rifrildi er með því að halda ró sinni. Það er

ekki miðað við hver sigrar með því hver öskrar hærra eða móðgar hinn aðilan mest. Einnig ef þér tekst að halda ró þinni í gegnum allt rifrildið mun hinn aðilinn að öllum líkindum algjörlega missa sig og gefast upp. Svo hvernig fer maður að því?

Númer eitt, tvö og þrjú er að anda, anda, anda. Það er smá klisja en það er alltaf einhver sannleikur í klisjum.

Það gæti einnig virst léttara sagt en gert en þetta virkar, í alvöru talað. Það er ekki flóknara en það. Það er mikilvægt þegar maður er í deilu við einhvern að vera með opin hug, upp að vissu marki. Reyndu að vera skilningsrík/ur/t fyrir því sem manneskjan er að segja og sjá hennar hlið. Skyldi rifrildið snúast um eitthvað sem þér þykir mjög vænt um þá er það nánast sjálfgefið að þú skulir vilja láta hinn aðilann fá að heyra það en það gerir ekkert gagn. Reyndu að fá útrás annars staðar með því að til dæmis kreppa

hnefann, passaðu þig bara ef þú ert með langar neglur, markmiðið er að dreifa reiðinni, ekki meiða sig. Annað sem er hægt að gera er að detta aðeins út. Það getur verið mjög þreytandi og krefjandi að reyna að fylgjast með og meðtaka það sem einhver er að öskra yfir þig.

Hugsaðu um staðreyndina um að þegar fólk öskrar eða æsir sig þá herpist rassgatið í takt. Mögulega ferð þú að hlæja af þeirri tilhugsun og það gæti gert hinn aðilann brjálaðan sem gæti orðið ljótt en gæti einnig lokið rifrildinu snögglega. Þetta hjálpar líka til að þú vilt ekki gefa aðilanum tækifærið til þess að hugsa það sama um þig.

Vonandi þarftu ekki að nota þetta ráð oft eða bráðlega en gott að hafa það bak við eyrað.

Afmæliskveðjafyrireldrimann

Þór Breiðfjörð

2 | Framhaldsskólablaðið M ARS 2 023
Elís Þór Traustason Ritstjóri Embla Waage Ritstjóri Agnes Ósk Ægisdóttir Helga Sif Gunnarsdóttir Ávarp ritstjórnar Fólkið á bak við blaðið Útgefandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema Útgáfustjóri: Sólrún Freyja Sen Umbrot og hönnun: Jónas Unnarsson Prentun: Landsprent. Framhaldsskólablaðið Gabriella Sif Bjarnadóttir Víf Ásdísar Svansbur Ingveldur Þóra Samúelsdóttir
Ári bætt við æviskeið, orðin þætti löng og breið. Ekki þjóta á þeysireið þessa skjótu jarðarleið.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ
Náttúrulega framúrskarandi háskóli EKKERT ER STÆRRA EN NÁTTÚRAN WWW.LBHI.IS / Sími 433 5000 BÚFRÆÐI NORÐURSLÓÐAFRÆÐI SKÓGFRÆÐI BÚVÍSINDI NÁTTÚRU- & UMHVERFISFRÆÐI SKIPULAGSFRÆÐI HESTAFRÆÐI LANDSLAGSARKITEKTÚR FRAMHALDSNÁM & RANNSÓKNIR
Ruth Phoebe Tchana Wandji Doktorsnemi lífræðilegur fjölbreytileiki, vistfræði og þróun
LBHÍ

Luleå eða Lýðháskóli?

Þetta reddast!

Viðtal við Elísabetu Kristínu Kolbeinsdóttur Kvaran og Margréti Líf Jóhannesdóttur sem leituðu báðar til Norðurlanda að loknu framhaldsskólanámi.

Febrúar er grimmur mánuður. Þrátt fyrir bolludag, öskudag og afmælisdag Steve Irwin er fátt að hlakka til annað en sumarsins. Þrotlaus óveður og appelsínugular viðvaranir hrjá landsmenn alla. Það eina sem heldur ungum framhaldsskólanemum gangandi er hughreystandi setning (það mætti jafnvel kalla það möntru): ,,að minnsta kosti bý ég ekki í Danmörku. Guð, hvað þá Luleå!” Því miður fyrirfinnst fólk sem getur ekki leitað til möntrurnar góðu. Fólk sem neyðist til að líta inn á við og finna innri styrk. Elísabet Kristín Kolbeinsdóttir Kvaran og Margrét Líf Jóhannesdóttir eru meðal þeirra manna. Eftir að hafa útskrifast úr framhaldsskóla síðastliðið vor beið þeirra nám erlendis. Margrét útskrifast úr hönnunar- og nýsköpunarbraut í Tækniskólanum og leitaði svo til Nordjyllands Idrætshøjskole í Danmörku. Elísabet stundar aftur á móti nám við Luleå tekniska universitet eftir að hafa lokið hugvísindabraut við Kvennaskólan í Reykjavík. Þær eru vinkonur til margra ára og viðhalda þessa stundina fjarsambandi með aðstoð samfélagsmiðla.

Heimskt er heimaalið barn…

,,Ég held að maður verður eiginlega bara mjög þreyttur á því að búa á Íslandi,” segir Elísabet. Ákvörðunin að flytja til Svíþjóðar var skyndileg. ,,Ég vildi bara prófa eitthvað nýtt.” Margrét nefnir aftur á móti að skólaganga hennar í Danmörku hafi verið eins konar pása frá lífinu. ,,Andlega heilsan mín var ekki á mjög góðum stað og í ég vildi bara byrja upp á nýtt í rauninni,” bætir hún við. Hún var bjartsýn að námið myndi gera hana að sjálfstæðari og öruggari einstaklingi og var sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Elísabet

hafði hins vegar engan tíma til þess að mynda væntingar, enda hlaut hún skólavist í júlí - nokkrum mánuðum áður en skólinn byrjaði. ,,Ég veit ekki einu sinni hvernig þetta gerðist.” Hún minnist þess að hafa fundið skólan fyrir tilviljun í júní. Um það leyti hafði hún lenti í vandræðum með skólaumsókn í öðrum skóla og hafi sótt um hjá Luleå í flýti. ,,Og ég komst inn! Þau taka bara inn 100 manns eða eitthvað [...] Ég komst inn eftir að hafa sótt um svo seint, ég var í smá sjokki yfir því.” Elísabet hlær, enda er ótrúlegt hvað lífið geta breyst hratt. Margrét minnist þess að hafa sótt um skólavist tveimur árum áður en hún steig fæti í skólabygginguna. ,,Þetta er bara fyrsti kemur, fyrsti fær.” Systir Margrétar hafði leitað til NIH árið 2019, þannig hún þekkti umsóknarferlið vel.

Vinkonurnar eru sammála að þótt Norðurlöndin séu ekki fjarri Íslandi, eru skólasystkyni þeirra heldur öðruvísi en þær eru vanar. ,,Krakkarnir eru mjög, mjög, mjög öðruvísi,” segir Elísabet. ,,Það er erfitt að lýsa því, [...] veðrið er ekki mikið öðruvísi og menningin ekki heldur. Það er aðallega bara fólkið.” Elísabet umgengst helst Svía, enda er námið kennt á sænsku. Þótt hún þekki tungumálið vel hefur það stundum reynst erfitt. ,,Það er búið að vera áhugavert,” segir hún, ögn hikandi. Að því sögðu hún tekur upp farsímann sinn og sýnir okkur lista með fyrirsögninni ‘hlutir í svíþjóð sem mér finnst spes’. ,,Hann er orðin svolítið langur finnst mér,” bætir hún við. Eitt af fyrstu atriðunum á listanum er:

,,Svíum finnst þeir betri en allir aðrir.”

Margrét skilur þetta vel og skýtur inn:

,,Danir eru eins! [...] Þeir eru mjög stoltir af því að vera Danir.” Auk þess kom Elísabetu á óvart hvað stundvísi þykir eðlileg í Svíþjóð og þá sérstaklega í samkvæmum. ,,Það er líka ekki boðið upp á neitt að borða í partýum.

Ekkert snakk eða nammi eða neitt.”

Því mælum við með því að taka nesti

næst þegar sænski félagi þinn býður þér í heimahús.

„Þau segja ekki alla stafina!“ Margrét tengir við margt sem Elísabet lýsir úr sinni skólagöngu. Að miklu leyti virðast dönsk og sænsk skólasystkini lík. Þó segir Margrét að dönskukennslan hafi nýtts henni illa í Danmörku. ,,Málið er að þetta er allt öðruvísi. Ég get 100% lesið á dönsku.

Ef ég les dönsku mun ég alveg skilja það. En, um leið og fólk fer að tala hana er það allt öðruvísi [...] Þau segja ekki alla stafina!” Þetta gat til dæmis orðið til vandræða í hópspjöllum á samfélagsmiðlum. Þegar skilaboðin flugu á milli var lítið mál fyrir Margréti að skilja hvað væri um að vera. Hins vegar hafi það gengið erfilega þegar

Nám á þínum forsendum?

" Elís Þór Traustason

Til hvers ertu í námi? Ertu í námi fyrir foreldrana? Var þér sagt að þú kæmist hvergi í lífinu án þess að klára námi í framhaldsskóla? Eða fylgdirðu vinum þínum í vinsælasta skólann? Þessar spurningar fóru kannski í gegnum huga þinn á meðan þú varst að íhuga val á framhaldsskóla. Mögulega vissirðu alltaf hvert förinni væri heitið? Eða kannski áttirðu aldrei val? Eða kannski ertu enn óviss(t) um hvort þú hafir valið réttan skóla?

Á Íslandi er mikið lagt upp úr framhaldsskólum. „Hvert fórstu í menntaskóla?“ er spurning sem þú munt mögulega ekki losna við það sem eftir er ævi þinnar. Að mínu mati er of mikið lagt upp úr menntaskólum á Íslandi. 15-20 ára er of ungur aldur til að merkja fólk eftir menntaskólum, þó að framhaldsskóli sé valkvæðari á Íslandi heldur en í mörgum öðrum löndum, þar sem ætlast er til þess að hver og einn fari í sinn hverfisskóla á þessu stigi (að ríkum krökkum undanteknum, þeir virðast

alltaf geta fengið sér díl hvað varðar nám, hvar svo sem maður er staddur í heiminum).

En í raun og veru skiptir það ekki máli. Menntaskólar eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir, eins svipaðir og þeir eru fáir, allir kenna þér eitthvað og í öllum kynnistu alls konar ólíku fólki. Hver einasti skóli gefur þér eitthvað sem enginn annar getur fært þér og hver einasti skóli færi þér það nákvæmlega sama og allir aðrir. Meira máli skiptir að gera það á þínum forsendum. Að stunda námið sem þú vilt, eins og þú vilt, með þeim sem þú vilt, þar sem þú vilt og fyrir þínar ástæður, á þinn hátt. Eða sleppa því að stunda nám, gera eitthvað allt annað, svo lengi sem þú gerir það á þínum forsendum.

Að vísu hjálpar að þessi menntaskólarígur hverfur í háskóla og því lengur sem frá líður. Finndu einfaldlega það sem þér hentar. Og ef þú fannst þú ekki hafa tækifærið til þess við val á menntaskóla, hefurðu tækifæri til þegar þú útskrifast.

einhverjum datt í hug að senda hljóðupptöku. ,,Ég lærði samt mjög mikið af dönsku,” bætir hún við.

Dagur í lífi háskólanema

Eitt sinn voru þessar dömur með sömu stundaskrá. Þær fóru í hádegismat, frímínútur og íslensku. Nú er stundaskráin þeirra ansi mismunandi. Elísabet lýsir sínum degi: ,,Í dag vaknaði ég og mætti í tíma klukkan 8:15 [...] Kannski er þetta bara svona í háskóla, en tímarnir eru allt í einu einn og hálfur tími [...] Mér finnst það mjög langur tími!” Hún nefnir að oft fari hún á bókasafnið eftir tíma og hefjist handa við lærdóminn. Auk þess hrósar hún mötuneyti skólans sem hún notfærir sér stundum í hádeginu. ,,Yfirleitt fer ég í einn til þrjá tíma á dag [...] En þetta er

mikið sjálfsnám. Þú lærir mikið bara heima.” Margrét lýsir því að dagurinn hófst á þrifum í NIH. ,,Það voru alltaf morgunþrif klukkan sjö og svo var morgunmatur.” Venjulegur dagur gat þó verið ansi fjölbreyttur. Oft beið nemendum blanda af íþróttatímum, skemmtunum og leikjum.

Það er einstaklega áhugavert að lang versti og mest spennandi hlutinn við að útskrifast úr framhaldsskóla er sami hluturinn: hvað skal gera næst? Á ég að hætta í námi og gerast frumkvöðull? Á ég að sækja um á Bifröst eða í HÍ? Á ég að ferðast um heiminn? Á ég að hanna fatalínu eða skrifa handrit. Hvort bíður mín Luleå eða lýðháskóli? Eitt er víst, þetta reddast!

VIÐTAL M ARS 2 023
" Embla Waage

Inntökupróf

Tannlæknadeildar og Læknadeildar

SKRÁNINGU LÝKUR 20. MAÍ

Breyting er á inntöku nemenda í tannlæknisfræði við Tannlæknadeild HÍ sem gildir frá og með skólaárinu 2023 - 2024.

Breytingin felst í því að nemendum sem sækja um nám í tannlæknisfræði er gert að þreyta sama inntökupróf og nemendur sem sækja um nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun (Inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar) Prófið fer fram í júní

Þeim 40 nemendum sem ná bestum árangri í prófinu verður boðið að hefja nám í tannlæknisfræði að hausti Í desember fara svo fram samkeppnispróf eins og áður og átta (8) nemendum verður boðið að hefja nám á vorönn

Skráning í inntökupróf er strangt og nákvæmt ferli og mikilvægt að umsækjendur uppfylli öll skilyrði og virði tímafrest sem settur er við mismunandi liði til að þeir öðlist rétt til að þreyta prófið.

Um inntökuprófið

Rafræn skráning með umsókn í tannlæknisfræði, læknisfræði eða sjúkraþjálfunarfræði á hi is Skráningu lýkur 20 maí

Próftökugjald er 35 000 kr

Prófið er staðpróf og lagt fyrir rafrænt hi is/laeknadeild/inntokuprof Fimmtudaginn 8. júní og föstudaginn 9. júní 2023

Læknagarði, 1 hæð Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík

Sími: 525 48711 Netfang: givars@hi is

Framhaldsskólablaðið | 5 M ARS 2023

Á ég að þora að fara í háskóla erlendis?

Hvað á að hafa í huga og hvernig á að undirbúa sig - í mjög stuttu máli.

" Agnes Ósk Ægisdóttir

Sama hvort þú ert á fyrsta ári í framhaldsskóla eða á því sjötta þá er góður möguleiki að hugmyndin um að sinna háskólanámi hafi hvarflað að þér. Skyldi það vera eitthvað sem þú hrífst af þá eru einhverjar líkur að þú hafir einnig spáð í háskólanámi erlendis. Það getur reynst skelfileg tilhugsun, að fara að heiman í óákveðinn tíma til lands sem þú hefur mögulega aldrei heimsótt áður með töluvert fleira fólki en maður er vanur hér á landi. En á sama tíma gríðarlega spennandi og eitthvað sem maður getur orðið spenntur fyrir. Fullt af tækifærum opnast fyrir manni þegar maður fer að stunda nám erlendis og gleymum ekki allar upplifanirnar. Allt það nýja það sem landið mun kynna fyrir þér sem maður hefur kannski aldrei hugsað út í hérna á litla Íslandi. Það er ekki hægt að segja frá hverju landi eða háskóla sem eru víð og dreif um heiminn i þessari grein. En það er svo spennandi tilhugsun að kynnast nýrri menningu og nýju fólk og það er alveg ofboðslega gefandi og skemmtilegt. Einnig það að þurfa mögulega læra nýtt tungumál, skyldir þú þurfa þess, er það rosalega hollt fyrir þig og að til halda heilanum skörpum.

Það eru margir plúsar við að fara í nám erlendis og margt meira sem gerir tilhugsinina mjög spennandi og þá virðist það vera bara augljóst að maður ætti að fara, en það eru nokkrar

staðreyndir sem maður þarf að hafa í huga. Til dæmis að þetta er risastór ákvörðun, sem blasir auðvitað við en gott að virkilega meðtaka það. Ef þú hefur aldrei búið eitt eða aldrei þurft að sjá um þig alveg sjálft, þá er það risa stökk frá því að hafa einhvern annan til þess að aðstoða þig við þvottinn, innkaup og fleira og í það að þurfa að sjá um allt saman og að læra. Það væri

kannski fínt að undirbúa sig þannig með því að taka meiri þátt í húsverkunum heima ef þú ert ekki að því nú þegar. Ef þér líst prýðilega vel á það að fara erlendis til þess að læra er gott að kynna sér menninguna fyrirfram, hvaða tungumál er helst talað þarna o.s.frv. Þetta er einnig risa kostnaður og ef þú ert ekki með neinn til þess að

Nýsköpun í tungumáli?

" Elís Þór Traustason

Hvað er nýsköpun

Nýsköpun er vinsælt orð í dag. Ný sköpun. Við elskum að skapa og við elskum nýtt. Ekki furða að stjórnmálafólk skuli elska orðið nýsköpun.

En hvað er nýsköpun? Þótt orðið sé mjög vítt (allt sem er skapað og nýtt gæti þess vegna talist nýsköpun) er merking þess búin að þrengjast niður í ákveðna tegund af nýsköpun: fyrirtæki og tæknilausnir.

Flest ykkar sem heyrið orðið „nýsköpun“ hugsið um start-up fyrirtæki eða tæknilausnir. Nokkuð með skýran kostnað sem skilar peningum í kassann. Þau eru að sjálfsögðu mikilvæg tegund nýsköpunar. En nýsköpun er meira en bara það sem passar inn í einfalt Excel-skjal sem skilar sér í beinum gróða til stofnenda (og svo skatti til ríkisstjórnarinnar).

Nýsköpun í tungumáli

Tungumálið er grunnurinn að öllum samskiptum okkar. Meira að segja nýskapaðir miðlar, t.d. samfélagsmiðlar, myndbönd, hlaðvörp, eru fyrst og fremst nýttir til að miðla tungumálinu áfram, með mismiklum stuðningi annarra tjáskiptamáta (sjónræns máls, tónlistar o.s.frv.) Án tungumáls gætum við ekki unnið saman til þess að skapa eða búa til. Tungumálið þarf að geta tjáð allt sem við þurfum eða viljum segja. Og það er ekki lítið verk.

Tungumálið þarf að vera í stöðugri þróun og þarfnast virkrar nýsköpunar. Sú þróun getur komið frá sérfræðingum sem vinna í háskólum eða í málnefndum, en líka frá áhugafólki eða bara venjulegu fólki, þeim sem nota tungumálið. Mannverur búa yfir tungumálasköpun sem getur búið til óendanlega margar setningar úr takmörkuðum orðafjölda með lokuðu kerfi reglna. Þó við séum flest góð í að nota tungumálið. Þó við séum flest góð í að nota tungumálið fyrir okkar hversdagslegu þarfir erum við misgóð í að beita tungumálinu til að hreyfa við fólki, koma nýjum hugmyndum til skila, gera reynsluheim okkar sýnilegan öðrum eða bara fá fólk til að hlæja að einhverju heimskulegu.

Besta leiðin til að þjálfa þessa notkun og beitingu er menntun, tími og tækifæri til að spreyta sig undir leiðsögn, aðgengi að

orðabókum, hjálpargögnum eins og BÍN og villuleitarforritum, til að málið geti aðlagast breyttum heimi í tækni. Nýir kennsluhættir, ný hjálpargögn og aukið aðgengi eru allt nýsköpun sem smitar út frá sér til samfélagsins alls.

Tungumálið er jafnréttismál

Nú búa um 60 þúsund erlendir ríkisborgarar

á Íslandi eða rúm 15% þjóðarinnar. Margir innflytjendur eiga erfitt með læra íslensku,

styðja þig fjárhagslega séð þar sem þú ert að fara að læra eða hérlendis þarftu væntanlega að fá þér vinnu. Það getur verið mikið og jafnvel of mikið álag á suma fyrir að vinna, sjá um sig sjálft og húsnæði og að læra allt það sem þú þarft að læra, og síðasta en ekki síst að nefna félagslífið, sem er mjög aðlaðandi hluti af því að læra erlendis. Það er engu að síður mjög gefandi

og lærdómsríkt að stunda háskólanám erlendis og mikill heiður og forréttindi að geta gert það. Því er það alveg augljóst að hefur þú möguleikan til þess, er það bara einfalt já. En mundu það að ef þú hættir við eða eftir að hafa lesið þessa grein áttar þú þig á að þig langar ekki að fara erlendis, að það er fjölbreytt úrval af góðum háskólum að finna hérlendis.

ekki vegna þess að íslenskan sé mikið erfiðara mál en flest önnur, heldur vegna þess að kennslugögn vantar. Nýlega fór í loftið Icelandic Online, vefsíða sem býður upp á ókeypis íslenskukennslu á ensku. Það er mikil framför en skilar sér ekki í beinum peningum.

En ágóðinn er að fólk geti komist leiðar sinnar í íslensku samfélagi, fengið sömu menntunarog atvinnutækifæri, tekið þátt í nærumhverfi sínu, geti skilið annað fólk og verið skilið sjálft af öðrum.

Málfræðingar og máltæknifræðingar sinna því starfi að setja upplýsingar um málið á netið, svo sem orðabækur, og önnur hjálpargögn eins og BÍN (sem höfundur hefur notað óspart). Einnig hefur orðið mikil þróun í vélþýðingum og villuleitarforritum, að miklu leyti komin frá Þetta er bein nýsköpun.

Tungumálið fyrir aðgerðarsinna

Nýlega var orðið „rótfesting“ kynnt til sögunnar í stað hugtaksins „aðlögun“ þegar talað er um mál innflytjenda á Íslandi. Rótfesting gefur til kynna annað markmið en aðlögun.

Rótfesting snýst um að festa rætur, að fólk fái tækifæri til að setjast að, gefa af sér og verða rótgróinn hluti af nærumhverfi sínu. Aðlögun gefur til kynna að fólk þurfi að laga sig að íslenskri menningu og verða eins og við Íslendingar, eins mikið og hægt er. Rótfesting býður upp á að fólk geti haldið í sína menningu og ræktað hana, frekar en að skilyrði þess að búa hérna sé að láta eins mikið af henni frá sér og hægt er.

Breytingar á orðanotkun eru litlar og einfaldar, þær geta hins vegar haft áhrif víða þegar margir hugar tala sama tungumálið.

Nýsköpun verðmæta

Verðmæti eru ekki bara peningur (eða eignir eða hlutabréf). Það er nýleg hugsun að hugsa um vöxt í samfélagi sem einfaldlega aukningu á hagvexti eða beinum peningagróða. Verðmæti er meira en það sem við neytum Verðmæti er þekking, þó hún nýtist ekki í starfi. Verðmæti er list þó hún sé ekki seld. Verðmæti er að geta tjáð sig og skilið fólkið í kringum sig. Nýsköpun er alls staðar, hún nær utan um meira en

6 | Framhaldsskólablaðið M ARS 2 023

Rose Bruford CollegeLeiklistarnám í

Brighton

Viðtal við Iðunni Ósk Jónsdóttur, leiklistarnema í Rose Bruford College í Brighton.

Það er margt verra en að dagdreyma um framtíðina og allt sem hún ber í skauti sér.

Ef til vill leitar hugur þinn til stóra sviðsins, skólastofunnar eða til framandi borga. Iðunn Ósk Jónsdóttir þekkir það vel. Hún er 19 ára og alin upp í sveit, en upprunalega kemur hún úr Ásum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Eftir að grunnskólagöngunni lauk hóf hún tungumálanám við Menntaskólann í Reykjavík þar sem hún útskrifaðist síðastliðið vor. Undanfarna fjóra mánuði hefur hún verið búsett í borginni Brighton í Englandi. Þar tekst hún á við sex

mánaða leiklistarkúrs við Rose Bruford College. Þessi ákvörðun hefur reynst henni gríðarlega vel.

Mikil samkeppni fyrir örfá

sæti

Kúrsinn er hugsaður sem eins konar grunnur fyrir BA nám og er því góð undirstaða fyrir áframhaldandi nám.

„Það er gott að fólk viti að ef þú vilt

fara út að læra leiklist er það ótrúlega dýrt,“ varar Iðunn við. Hún nefnir að grunnkúrs sé tækifæri til þess að átta sig á því hvort þú brennir í raun fyrir leiklistinni. „Kannski hentar hún þér alls ekki. Þá er gott ef þú ert ekki að fara að eyða 10 milljónum í þetta.“

Sem betur fer komst Iðunn að því að leiklistin er svo sannarlega fyrir hana.

Þessa stundina er hún að leggja lokahönd á umsóknir fyrir áframhaldandi námi í Bretlandi.

Að komast út var samt engin dans á rósum. „Það er rosaleg samkeppni, sérstaklega ef þú ætlar út til Bretlands,“ segir Iðunn, „Bretland er þekkt fyrir leiklist, þeir gera þetta mjög vel. Þeir áttu auðvitað William Shakespeare [...] Þannig, þar eru margir skólar og margt í boði.“ Þótt framboðið sé mikið, getur eftirspurnin skapað stressandi samkeppnisumhverfi. „Margir skólarnir fá í kringum 3000 umsóknir á ári og taka síðan inn 28 nemendur.“

„Þarna prófa þeir hvort þeir geti komið þér út af laginu“

Iðunn sótti um skólavist í miðjum Covid-19 faraldrinum og var því beðin

Hversu þreytandi ertu?

(Á veðurviðvaranaskalanum)

Veldurðu truflunum í lífi annarra? Veldurðu öðrum einstaka ónotum eða ertu bara algert skaðræði? Þarf helst að loka dyrum og festa alla lausamuni þegar þú gengur framhjá? Hvaða litur á veðurviðvörun jafnast á við þig?

Hvað gerirðu sem truflar fólkið í kringum þig mest?

A. Er ekki með silent á notifications

B. Fæ vini mína til að gera heimaverkefnin mín

C. Skila ekki hlutum/peningum sem ég fæ lánað

D. Horfi á YouTube í strætó án þess að nota heyrnartól

Finnst þér gaman að leggja kennara í einelti?

A. Nei, þau eru gott fólk

B. Neinei, ég er bara að grínast í þeim

C. Ég hræðist kennara

D. Kennarar hræðast mig

Hvernig nesti tekurðu með þér í skólann?

A. Skyr/jógúst

B. Samloku

C. Grillsamloku sem brennur í grillinu

D. Hákarl og hrútspunga

Tefurðu vini þína vísvitandi á leiðinni eitthvert?

A. Aldrei

B. Stundum, ef ég er sein/n/t

C. Kemur fyrir

D. Alltaf

Hvernig ferðu í skólann á morgnanna?

E. Gangandi, það er alltaf næs

A. Tek strætó eða hjóla

B. Keyri alltaf í skólann

C. Hvaða skóla? **háværar sprengingar í fjarska**

Hatarðu strætó?

A. Neinei

B. Þúst, jájá

C. Hata strætó mest

D. Strætó klessti á mig

Elskarðu strætó?

A. Jájá

B. Þúst, nei?

C. Ég keyri allt á 4x drifnum fjallajeppa

D. Ég klessti á strætó

Fílarðu snjó?

A. Ekkert sérstaklega

B. Fíla nýfallin jólasnjó

C. Fíla bara slabb

D. Ég er að slabba slabba slabba

E. Því ég er bensínlaus, ég er bensínslaus

Hver er uppáhaldsárstíðin þín?

A. Vor

B. Sumar

C. Haust

D. Vetur

Mætirðu margnota poka í Bónus?

A. Já, alltaf með margnota

B. Gleymi stundum

C. Nei, nota alltaf nýjan poka.

D. Mæti með plastpoka. Einnota.

Þarf fólk að festa lausamuni og loka gluggum þegar þú gengur framhjá?

A. Nei, hvað meinarðu?

B. Nei, hvað heldurðu að ég sé

C. Já

D. Já

Hvert færirðu með vinunum í frí (á Íslandi)?

A. Sumarbústað út á land

B. Skíðaferð

C. Fjallakofa á Hornströndum

D. Fjallgöngu yfir Hálendið

Flest a)

Engin viðvörun

Þú ert vinaleg og þægileg týpa sem fólk vill gjarnan vera í kringum. Ég hef aldrei hitt þig en myndi örugglega treysta þér fyrir lífi mínu. Þú ert alltaf með heyrnartól í strætó, gengur eins mikið og þú getur og passar að flokka ruslið. Þú ert samt rútínumanneskja en gæti vantað smá tilbreytingu og spennu annað slagið. Ég er hins vegar ekki að hvetja til glundroða eða annarra glæpsamlegra athafna! Ég vil halda þér í venjulegu grunnástandi.

Flest b)

Gul viðvörun

Fólki finnst gaman að vera í kringum þig en þarf reglulegar pásur. Þú ert vinurinn í hópnum sem býr til drama þegar þér leiðist. Þeir vinir skapa endalaust slúður, sem er gaman þangað til maður lendir í því sjálfur. Þú þarft að finna aðferðir til að beina þessari orku í eitthvað uppbyggilegra.

Flest c)

Appelsínugul viðvörun

Þú getur verið erfið týpa í samskiptum. Þú ert almennt fín týpa inn á milli. Stundum áttu til að mæta í partí til að geta snúið öllu á hvolf og hringt á lögguna á leiðinni út. Þar sem þú ert, þar er vesen, þó þú komir ekki alltaf út úr aðstæðum sem augljós sökudólgur. Þú gætir þurft að vinna í þínum málum, ekki þín heldur vina þinna vegna.

Flest D)

Rauð viðvörun

Fólki er varað við þér áður en það hittir þig. Það festir lausamuni og læsir hurðum þegar þú ert í sama bæjarfélagi. Þú mætir ekki í partí nema húsið endi með sprungið þak og helst nokkrum á slysó. Þú ert gangandi rautt flagg í samskiptum. Þú skilur eftir þig eyðileggingu hvert sem þú ferð og fólk hræðist þig. Ekki á góðan hátt. Þú þarft að vinna í þínum málum áður, okkar allra vegna. Nýttu þetta kaos í eitthvað uppbyggilegt, þú gæti allavega stofnað gott metal-band eða eitthvað.

VIÐTAL M ARS 2 023
" Embla Waage
" Elís Þór

um að senda inn myndabandsupptöku í stað þess að mæta í áheyrnarprufu. Í upptökunni las hún upp staka einræðu eftir William Shakespeare og aðra úr nútímaleikriti. „Þú sendir inn myndband og það er round eitt,“ útskýrir Iðunn. „Ef þú kemst í gegnum það ferli bíða þín oft um eitt til tvö round í viðbót.“ Hún minnist þess að komast í gegnum fyrstu lotuna hjá öðrum leiklistaskóla í Bretlandi. „Ég fór til dæmis til Oxford þar sem að ég fékk recall [...] Ég er síðan ekki í Oxford núna, en þeir buðu mér út.“ Í ferðinni fékk Iðunn að kynnast skólanum og umhverfinu þar um kring. Þar að auki fékk hún að taka þátt í stuttu námskeiði. „Þú þarft alltaf að borga fyrir að sækja um. Þú þarft að borga alveg í kringum 40-50 pund bara fyrir umsóknina. Þannig það er eins gott að þú fáir eitthvað í staðin.“

Í Oxford fór Iðunn aftur yfir ræðurnar úr myndbandsupptökunni, en í þetta skiptið var það með óhefðbundnu sniði. Hún lýsir fyrirmælunum sem hún fékk í prufunni: „Þetta var mjög flott, prófaðu núna að fara yfir ræðuna eins og þú sért að tala við 5 ára barn.“ Þótt þetta virðist kannski kjánalegt, er tilgangur með þessari fyrirskipun. „Þarna prófa þeir hvort þeir geti komið þér út af laginu; hvort þeir geti komið þér á óvart og hvað þú gerir þá.“ Þótt prufan hafi gengið nokkuð vel bíður ungum leikara erilsamt flug. „Svo ferð þú bara heim til þín og bíður eftir tölvupósti eða símhringingu.“ Iðunn komst því miður ekki inn í Oxford þrátt fyrir stritið og ferðalagið sem fór í umsóknarferlið. Hún komst aftur að móti inn í Rose Bruford College.

Iðunni þótti umsóknarferlið þar ögn mannúðlegra. Hún senti aftur inn myndbandsupptöku og leyst skólanum vel á prufuna. Stuttu eftir það var henni boðið í fjarviðtal. „Ég sagði auðvitað bara já, takk fyrir!“ Í viðtalinu var kúrsin stuttlega kynntur fyrir Iðunni. Þar var einnig fjallað um borgina sjálfa, Brighton, sem hún viðurkennir að hafa þekkt lítið. Auk þess fór hún enn einu sinni yfir einræðurnar. Daginn eftir

biðu hennar miklar gleðifregnir. „Þetta var mjög eftirminnileg minning, að fá þann tölvupóst. Ég fékk hann á síðasta deginum mínum í MR, daginn fyrir Dimmisjón.“ Iðunn opnaði póstinn í íslenskutíma, umkringd fagnandi bekkjarsystkynum. „Þetta var mjög góð leið til þess að enda menntaskólagönguna mína, að vita að það væri eitthvað sem biði mín eftir útskrift.“

Skert tækifæri í framhaldsskóla Iðunn minnist á það að Covid-19 faraldurinn hafi gert henni erfitt að taka þátt í leiklistinni í framhaldsskóla. „Á öðru árinu mínu komst ég inn í Frúardag og við vorum byrjuð að gera eitthvað,“ Iðunn minnist þess að þurfa að hætta vegna sóttvarnaaðgerða. „Það varð ekkert úr því.“ Hún telur þó að

menntaskólagangan hafi undirbúið hana undir leiklistarnámið að mörgu leyti. Fyrst og fremst kynntist hún mátti þrautseigjunnar. Það er sjaldan róleg stund í Brighton og skólinn ætlast til mikils af nemendum sínum.

„Að gefa sjálfa þig í hlutverk er rosalega lýjandi. Að þykjast vera einhver annar en þú ert í allt að 10 tíma á dag er lýjandi. MR hefur gefið mér þrautseigjuna til þess að gera þetta.“

Auk þess borgaði það sig að fara á málabraut, en tungumálakunnátann nýtist vel úti. „Enskan mín er góð, þó ég segi sjálf frá. Ég á ekki í vandræðum með að tjá mig á ensku.“ Hún segir að íslenski hreimurinn skemmi ekki fyrir, heldur sé skemmtilegur ábóti. „Ég er með íslenskan hreim og næ ekkert að flýja hann [...] Hann er bara partur af mér.“ Til að mynda er hreimur Iðunnar gjarnan tekin sem dæmi í raddkennslu.

Dagur í lífi leiklistarnema

Iðunn greinir frá venjulegum degi í Rose Bruford College: „Ég er yfirleitt í tveimur til þremur tímum á dag. Fyrir hádegi er ég kannski að læra um Meisner, sem er ákveðin hugmyndafræði í leiklist.“ Hún útskýrir að almennt væri hún í svoleiðis tíma í um einn og hálfan tíma, tæki svo pásu, og tæki svo einn og hálfan tíma í viðbót. „Svo fer ég kannski í mat og læri svo um Stanislavski í 3 tíma.“ Iðunn greinir frá kenningum Stanislavski, en hann er stundum kallaður „faðir nútíma leiklistar“. „Stanislavski var the one and only,“ segir Iðunn og glottir. Í náminu lærir hún einnig að hreyfa sig, eins og leikari. „Það hefur verið mjög áhugavert.“ Þar komst hún að því að hún gæti gert margt fleira en henni hafði grunað. Í þessum tímum skiptir liðleiki, hreyfigeta og traust miklu máli, þar sem æf-

ingarnar geta reynt á, bæði líkamlega og andlega. Í tímum fara þau meðal annars yfir hugmyndafræði Laban, en hún greinir frá því hvernig hvert hlutverk hefur sinn gang og takt. Auk þess lærir Iðunn söng. „Ég get ekki undirstrikað hvað ég hef lært mikið um röddina,“ segir hún alvarlega.

„[...] Að ég hafi komist inn finnst mér magnað!“

„Það sem ég hef lært hér á undanförnum mánuðum er meira en mig hefði nokkur sinni grunað að ég myndi geta lært,“ segir Iðunn. „Ef ég hugsa út í það hvað ég vissi lítið þegar ég sótti um; að ég hafi komist inn finnst mér magnað!“ Hún fer inn í nýtt inntökutímabilið með töluvert meira öryggi en hún var með fyrir fjórum mánuðum. Þetta er þó einungis upphafið á ævintýrum Iðunnar. „Ég hlakka til að, vonandi, læra miklu meira í þrjú ár í viðbót,” segir hún.

við erum til staðar fyrir þig!

Ný og spennandi tilboð í hverri viku og alltaf girnilegt Combo tilboð sem þú getur gripið með.

Framhaldsskólablaðið | VIÐTAL | 9 M ARS 2023
Opnum snemma lokum
seint
Á morgnana, í hádeginu, á hraðferð heim eða í kvöldsnar lið...

Universiteit van Amsterdam

Oftar en ekki virðist rigningin ofsækja íbúa Amsterdam. Þegnarnir ýmist spretta eftir lestinni eða sætta sig við blautar gallabuxurnar á meðan þau hjóla á áfangastað. Á þessum fallega sunnudegi skein sólin aftur á móti inn um glugga á lítilli stúdíóíbúð, staðsett í vesturhluta borgarinnar. Þar sátu þær Geira Sól Magdal Kristinsdóttir og Ásgerður Helga Bjarnadóttir og ræddu um lífið sitt í borginni votu. Undanfarna fimm mánuði hafa þær lagt stund á háskólanám við Universiteit van Amsterdam, eða Háskólann í Amsterdam. Geira lærir félagsfræði en Ásgerður, eða Ása, lærir mannfræði.

bara kýldi á það!”

Ferðalag Ásu út var heldur stutt, en hún lauk framhaldsskólagöngu sinni í alþjóðlegum skóla í Belgíu. Geira fékk aftur á móti stúdentsskírtenið sitt frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Sjálf hafði hún verið búsett á Spáni í um sjö ár sem barn og þekkir því tilfinninguna að vera Íslendingur í útlöndum.

Þrátt fyrir að vera ansi alþjóðlegar, viðurkenna þær að vinkonur þeirra hafi fyrst sýnt frumkvæði í flutningum til Amsterdam. ,,Ég fór aðallega bara vegna þess að vinkona mín var búin að skoða þennan háskóla og ég var ekki alveg viss hvað ég vildi gera. Svo kíkti ég á hvað væri í boði og mér leist mjög vel á félagsfræðina [...] Svo finnst mér Holland frekar cool land og Amsterdam bara skemmtileg borg. Þannig ég bara kýldi á það!” Þetta segir Geira þegar hún er spurð hvers vegna hún kaus Háskólann í Amsterdam. Ása segist einnig hafa fallið fyrir borginni, en að vinkona hennar hafi sótt um skólavist fyrst og hvatt hana með. ,,Ég hlýddi bara,” segir hún og hlær.

Það kom Geiru verulega á óvart hvað inntökuferlið gekk þæginlega

fyrir sig. Hún bendir á að flest allar upplýsingar fundust á heimasíðu skólans. ,,Svo þarft þú að gera svona matching [...] Þú þarft að gá hvort þetta nám henti þér.” Í tilfelli Geiru var ‘matching’ verkefni sem hún leysti til þess að átta sig á því hvort námið væri fyrir sig. ,,Mér fannst það ógeðslega skemmtilegt. Þá fattaði ég svona, [...] að þetta væri mitt nám.” Ása er sammála skoðunum Geiru: ,,Mér fannst vera svona svipað og inntökuferlið í háskólum á Íslandi. Ekkert eitthvað rosa mikið stress, þú bara sækir um.” Hún tekur þó fram að hugsanlega tengist það námsvali hvernig umsóknarferli gengur fyrir sig. En, sama hvaða námsgrein þú sækir um þarf að votta enskukunnáttu þína. Geira tók til að mynda TOEFL iBT próf. ,,Ég hafði aldrei verið í svona löngu prófi áður,” segir hún. Þó telur hún að íslenskir framhaldsskólanemar ættu ekki að eiga í vandræðum með prófið. ,,Ég kíkti á eitthvað svona mock exam deginum fyrr og bara eitthvað: ,,okay, ég redda þessu bara!” [...] Mér fannst það ekkert mál samt [...] Þetta er eitthvað sem allir gætu gert, allan daginn!”

Námið skipulagt og álagið viðráðanlegt

Bæði Geiru og Ásu þykir háskólanámið viðráðanlegt og þægilegt.

,,Námið sem ég er í núna, það er alveg krefjandi, en miklu minna stress en ég er vön,” segir Ása. Hér ber hún saman mannfræðina í Amsterdam við alþjóðaskólann í Belgíu. ,,Það er auðveldara að halda utan um það sem ég þarf að klára og ég klára allt á réttum tíma. Framhaldsskóli, eða allavega IB, var algjört stresskast.” Geira tekur undir Ásu, en henni finnst hún einnig vel undirbúin fyrir háskólanámið. ,,Þetta eru mikið dæmatímar. Maður er kannski í tveimur til þremur áföngum á önn. Þetta er mjög svona, mjög auðvelt að halda utan um.” Í háskólanum er skipt önnunum í spannir, sem hentar bæði Geiru og Ásu vel. Auk þess finnst þeim geðslegt að geta mikið lært á eigin hraða. ,,Maður er í einhverjum tveimur til þremur tímum á viku og svo síðan bara einhverjum dæmatímum,” segir Geira, ,,auðvitað krefjandi, en ekki svona stressandi.”

Nóg að gera - ekki bara lærdómur!

Þrátt fyrir að vera sterkir námsmenn finna þær báðar tíma til þess að vinna, hreyfa sig og njóta félagslífsins. ,,Félagslífið er geggjað!” segir Ása. Nemendafélögin eru einstaklega virk að mati stúlknanna. ,,Í hverri viku er bjórkvöld, “ bætir Geira við. Félögin skipuleggja einnig alls konar viðburði og jafnvel utanlandsferðir. ,,Já, síðan eru bara allir svo skemmtilegir, “ segir Ása, ,,sérstaklega í svona alþjóðlegu umhverfi.” Amsterdam er mikil námsmannaborg, sem skemmir svo sannarlega ekki fyrir ungum Íslendingum.

,,Það er svo mikið af nemendum hérna.

Það eru alltaf allir til í að gera eitthvað.

Það er alltaf eitthvað í gangi.”

Þó Amsterdam opni fjölmargar dyr og sé ákaflega spennandi borg, finnst óhreint mjöl í pokahorninu. Húsnæðismarkaðurinn er gríðarlega erill og vinsælt umræðuefni meðal íbúa. ,,Ég fann ekki húsnæði,” segir Geira þegar hún er spurð út í ferlið. ,,Skólinn byrj-

aði í byrjun september og um miðjan ágúst var ég ekki komin með húsnæði.”

Hún greinir frá því að hafa orðið fyrir

miklum vonbrigðum, enda hélt hún að annað pásuár væri í vændum. Á allra síðustu stundu leysist það vandamál, sem betur fer. ,,Viku áður [en skólastarf hófst] keypti ég miðan út, borgaði skólagjöldin og borgaði deposit og pakkaði og kvaddi alla [...] Þetta gerðist bara svo ógeðslega hratt!” Hún býr nú í úthverfi Amsterdam, en segir að það sé mjög algengt meðal námsmanna. Ása segir að húsnæðisleitin hafi einnig reynt á hennar innri styrk. ,,Ég bara brotnaði niður oft í sumar af því að ég hélt að þetta væri ekki að ganga upp. En, ég varð síðan geggjað heppin og fékk húsnæði í gegnum skólann.” Ása varar þó nemendum við að ganga út frá því vísu, enda er það alls ekki algengt. ,,Þannig ég var ógeðslega heppin með það.” Auk þess gilda húsnæðissamningar námsmanna sjaldan lengur en ár. ,,En, einhvern vegin á endanum reddast þetta alltaf!” segir Geira, bjartsýn.

Já, það er sannarlega mikið brasað í Amsterdam. Á milli námsins, félagslífsins, vina og fjandmanna mætti halda að lítill tími fyndist í nokkuð annað. Þó létu Geira og Ása sjá sig í örstutt viðtal til þess að deila vitneskju sinni með lesendum Framhaldsskólablaðsins. Kæri lesandi, hvort sem þú hjólar í rigningunni eða berst við snjóinn næsta haust, vona ég að þú hugsar til borgarinnar votu. Einhvers staðar í fjarska situr nemandi í tíma. Hann er í blautum sokkum og hárið fellur meðfram andlitinu líkt og blaut moppa. Hann skælbrosir. Hann er í Amsterdam.

Lesendum býðst tækifæri til þess að hlusta á viðtalið í fullri lengd í Hlaðvarpi Framhaldsskólablaðsins á Spotify! Skannaðu kóðann sem leiðir til hlaðvarpsins.

10 | Framhaldsskólablaðið M ARS 2 023
" Embla Waage
,,Ég
Viðtal við Geiru Sól Magdal Kristinsdóttur og Ásgerði Helgu Bjarnadóttur sem báðar stunda nám við Háskólann í Amsterdam.
Framhaldsskólablaðið | 11 M ARS 2023

Himinhátt

MYNDIR M ARS 2 023
Víf Ásdísar Svansbur
Framhaldsskólablaðið | MYNDIR | 13 M ARS 2023
höfum kennt lögfræði
Nútímalegt, gagnlegt og vel skipulagt nám
Við
síðan 1911

Skólameistari

Hússtjórnarskólans

„Til þess að svoleiðis stofnun haldi velli í nútímanum að þá þarf stofnunin auðvitað að aðlagast nútímanum“

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík er án efa einn nettasti skólinn á landinu. Staðsettur í einu fallegasta húsi á höfuðborgarsvæðinu við Sólvallagötu 12, býður skólinn upp á nám í ýmsum hannyrðum, matargerð og almennum kúnstum fyrir lífið. Skólinn er nú rekinn af skólameistaranum Mörtu Maríu Arnardóttur, sem sagði mér aðeins frá skólanum.

„Við erum með matreiðslu og það er auðvitað eldamennska og bakstur. Og þá erum við bæði að læra einmitt svona heimilismatreiðslu fyrir svona daglegt heimilislíf, en líka að halda stórar veislur og boð og svoleiðis. Síðan erum við með vefnað, útsaum, fatasaum, hekl og prjón og vörufræði, ræstingu og næringarfræði. Þetta eru svona námsfögin hjá okkur. Já, þetta er nánast eiginlega allt verkleg kennsla sem er skemmtilegt“.

Marta segir að sé mest pláss fyrir 24 nemendur í skólanum hverja önn. „Oft eru það kannski rétt svona í kringum 20, eða þá að við náum upp í 24.“ Kynjahlutfall í skólanum hefur alltaf verið að meirihluta konur, þó skólinn sé opinn öllum kynjum. „Það hljómar kannski ekki mikið að það séu einn eða tveir eða þrír strákar hérna með öllum hinum stelpunum, en þetta er mikil aukning frá því sem var. Þannig að við tökum því fagnandi af því að við vitum að við erum með smá svona kvenlegan stimpil á okkur.“ Skólinn hét einmitt líka Húsmæðraskólinn upp að árinu 1975. Jú, breyttir tímar kalla á breytt vinnubrögð. Marta segir eitt það helsta sem hana langaði að taka upp á eftir að hún byrjaði, að veita betri innsýn í námið og skólann sjálfann. Hún gerir þetta með því að reka Instagram síðu skólans, halda opið hús og sýningar. Hún segir fólk oft hafa svolitlar ranghugmyndir um námið og um það hvað fari fram innanhúss. „Það heldur oft að þetta sé mjög gamanldags og bara eitthvað skrýtið sem við erum að kenna.“ Fólk spyr hana gjarnan hvort þau séu ekki alltaf að taka slátur (búa til lifrapylsu eða blóðmör), en það er eitt af hinum hefðbundnu greinum sem tekin eru fyrir í skólanum. „Við lærum þær aðferðir. En það er ekki eins og við séum bara eitthvað alla morgna að taka slátur, eða skilurðu. Við erum náttúrulega bara að kenna alla almenna matreiðslu.“

Marta hefur einnig haft það fyrir stefnu að innleiða ýmis atriði sem gagnast manneskju til að takast á við lífið, að búa og að vera sjálfstæð manneskja. Þetta eru atriði svo sem að bora með borvél, hengja upp myndir, mæla fyrir myndum, brýna hnífa, tálga, skipta um vatnslás og fleiri svona praktísk lítil atriði. Hún segir þetta vera hluti sem hún þekki af sinni eigin reynslu að fólk hringi alltaf í pabba sinn um eða mann. „Bara af hverju? Af hverju getur maður ekki bara lært þetta sjálfur? Og gert þetta sjálfur. Oft bara gleymist að kenna þessa hluti.“ Hennar stefna er að maður eigi að reyna að vera sem sjálfstæðastur inni á sínu eigin heimili. Marta vill þó ekki kollvarpa gömlu góðu gildum skólans, hún gerir aðeins viðbætur og lagfæringar innan skólans.

„Til þess að líka svona kannski gamall skóli með sögu og sál og svona, til þess að svoleiðis stofnun haldi velli í nútímanum að þá þarf stofnunin auðvitað að aðlagast nútímanum og það er í rauninni ótrúlega auðvelt. Þú veist ég er auðvitað

bara orðin virk á samfélagsmiðlum sem kannski eldri skólameistarar hefðu ekki eins góð tök á, bara svona eðlilega.“

Þrátt fyrir þessar nýju breytingar í námi vita ekki allir að þessum umbreytingum. Þegar spurð hvort skólinn fái athugasemdir um að vera gamaldags segir Marta það bara stundum vera í undirtóni hjá fólki. „Þú veist þegar að fólk er ekkert að meina það neitt illa en maður er kannski bara að fá það svona sem skot.“ Almennt segir hún þó viðmótið mjög jákvætt gagnvart skólanum. „Ég hef ekki heyrt neitt neikvætt umtal einhvernveginn í samfélaginu eða neitt svoleiðis, eða í samfélagsmiðlum, aldrei. Alltaf bara þvílík jákvæð viðbrögð og auðvitað mjög margir sem vita nákvæmlega fyrir hvað við stöndum.“ Helstu gildi skólans eru einmitt sjálfbærni, nýtni, núvitund og fleira sem margt fólk í samfélaginu hefur nú aftur fengið áhuga á. „Þannig að á einhvern furðulegan hátt að þá er allt þetta gamaldags sem er búið að vera að kenna hérna í 80 ár, það er bara í tísku.“

Námið í Hússtjórnarskólanum er einingabært á framhaldsskólastigi og skólinn opinn öllum 16 ára og eldri. Fólk kemur ýmist beint eftir menntaskóla, með framhaldsskóla eða seinna á lífsleiðinni. Marta segir flesta nemendur vera í kringjum tvítugsaldurinn, eða á bilinu 18-25 ára. Hún segir marga kjósa að taka sér pásu frá hefðbundu námi með því að koma í Hússtjórnarskólann, sérstaklega eftir styttingu framhaldsskólanna. Námið í Hússtjórnarskólanum er einnar annar langt (hálft ár) og því tilvalin lengd á pásu frá akademísku námi. En nemendur koma einmitt þangað af mismunandi forsendum. „Það eru líka nemendur sem koma hérna sem eru ekki búnir að klára framhaldsskólana og kannski hafa geymt allar valeiningarnar sínar í framhaldsskóla.

Koma síðan til okkar í eina önn og útskrifast síðan úr framhaldsskólanum sem þau voru í og svoleiðis.“ En skólaganga er ekki bundin við unglingsaldurinn. „Svo eru aðrir sem koma hérna kannski á þrítugsaldrinum eða fertugsaldrinum og bara kannski langaði alltaf að koma og eru bara hérna algjörlega fyrir sjálfa sig og ekki til þess að fá neinar einingar eða neitt svoleiðis.“

Fólk sækir skólann ýmst til að styrkja áhugamál sitt og til að nýta námið í framhaldsnám tengt greinunum. „Þá eins og er farið í fatahönnun eða klæðskerann eða matreiðslu.“ Námið getur því nýst mjög vel í lífinu. Marta nefnir einnig að það að vera Hússtjórnarskólagenginn veiti nánast öllum stöðum launahækkun á vinnumarkaðnum.

„Þetta er alveg ótrúlega vel metið svo einhvernveginn, rosa góður gæðastimpill. Og ég er búin að heyra, ég veit ekki, svo fjölbreytt störf þar sem að nemendur hafa verið að fá launahækkun eftir námið hérna.“

Aldur er engin fyrirstaða í Hússtjórnarskólanum, þar sem að fólk myndar tengingar út frá sameiginlegum áhugamálum. Marta er sjálf 26 ára, á sama aldri og sumir nemendur eða þar um bil. Hún segir það frekar vera kost en galla, þar sem að hún hefur betri tengingu við nemendur og hefur ferskt minni um skólagöngu sína og reynslu í Hússtjórnarskólanum. „Ég held að það hafi líka verið þess vegna sem ég var ráðin inn í þetta starf [...] Það var einmitt að þá nær maður svo vel til nemenda.“ Marta gekk í skólann fyrir

8 árum síðan. Þrátt fyrir aldur hefur hún mikla

starfsreynslu þar sem að hún var umsjónakennari í 5 ár og svo verkefnastjóri á heilsugæslunni í gegnum covid tímabilið.

Í skólanum myndast mjög góð stemning þar sem að kennslan er meira og minna verkleg og byggist meira og minna á að eiga samskipti þannig að nemendur mynda fljótt tengingar. Einnig kjósa flestir að dvelja á vistinni og kynnast þar af leiðandi hratt og vel. „Það sem sagt er öllum velkomið í rauninni að sækja um að vera á vistinni ekki bara nemendum af landsbyggðinni en hérna ef vistin er full að þá auðvitað fá þeir nemendur forgang á vistina.“ Vistin í Hússtjórnarskólanum er hrein snilld þar sem að hún veitir góða reynslu af því að búa sjálfstætt, sem nemendur eru einmitt oft að upplifa í fyrsta sinn. Að flytja út yfir í Hússtjórnarskólanum er svakalega mjúk og næs lending þar sem að maður býr með vinum sínum og í miðbæ Reykjavíkur, svo ekki langt fyrir marga að skreppa heim ef þau svo kjósa. Áður fyrr voru þó strangari reglur og útivistartími. „Þú veist verður að vera kominn inn klukkan 11. Annars varstu læstur úti, eitthvað svona sem er ekki í dag [...] Á laugardögum að þá máttu nemendur fara út í svona marga klukkutíma þá var líka skylda fyrir alla nemendur að vera á vistinni.“ Nú mega nemendur hins vegar ráða því hvort þeir vilji dvelja á vistinni eða ekki og engar útivistatakmarkanir gilda. Nú er það hins vegar þannig að allir nemendur fá lykla og mega ganga inn og út eins og þau vilja. Í húsnæðinu dvelur einnig húsvörður. „Hún býr hérna og gætir þess bara svona rétt á kvöldin auðvitað bara að setja kerfið á og að allt sé lokað og læst, að allt sé komið bara í ró, svona nokkurn veginn að allt sé í góðu.“ Einhverjar reglur verða þó að gilda, til dæmis má náttúrulega ekki halda teiti

eða drykkjukvöld í skólanum. „Við erum á framhaldsskólastigi þannig að það eru svona sömu reglur sem gilda um okkur og aðra framhaldsskóla eins og að drykkja er ekki leyfileg í húsinu eða á skólalóð og en við svona alveg hömrum það alveg inn. Þó svo að við auðvitað styðjum það ekki og hvetjum ekki svoleiðis en þá hérna, ef nemendur fara hérna um helgar niður í bæ að djamma að þá kemur þú heim til þín í húsó sama hvort þú hafir verið búinn að drekka eða ekki. Þú ert ekki að fara að finna þér bara einhverja gistingu úti í bæ af því að þau þora ekki að koma aftur í skólann. Þú veist þetta er heimilið ykkar þessa önn, þannig að það er svona allt annar tími en var þannig að engar útivistarreglur.“

Skólagjöld nemenda ná utanum allan matar og efniskostnað. Maturinn er bæði notaður í matreiðslutíma og svo borðaður af nemendum þar sem að nemendurnir búa nánast í skólanum þá önnina. „Innifalið í því gjaldi er fullt fæði, þeir mega ganga hérna í allan mat og frystikistur og elda sér og allt svoleiðis.“ Skólinn er ríkisrekinn svo húsnæðið er í eigu ríkisins. Nemendur eru því ekki rukkaðir um nein gjöld sem eiga að standa undir húsnæðiskostnaði þar sem að skólinn vill hafa skólagjöldin eins lág og mögulegt er, þannig að þau standi samt undir sér. „Þetta er náttúrulega bara geggjað húsnæði, bara eins og að vera í lítilli höll.“

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík er eini hússtjórnarskólinn sem eftir er á landinu. Sá næstsíðasti var Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað, en hann er nú kominn upp á háskólastig og byggður upp sem masterclassar. Einnig er hægt að fara ýmis námskeið í báðum skólum og hægt er að finna betri upplýsingar um námskeiðin á heimasíðum skólanna.

VIÐTAL M ARS 2 023
Viðtal við skólameistara Hússtjórnarskólans, Mörtu Maríu Arnardóttur. " Gabriella Sif Bjarnadóttir Vefmiðlar Hússtjórnarskólans í Reykjavík: Instagram: @husstjornarskolinn & @husstjornarskolinn_nemendur www.husstjornarskolinn.is

LÁTTU LJÓS ÞITT SKÍNA

LÆRÐU KVIKMYNDAGERÐ

Tökum við umsóknum á haustmisseri sem hefst 17. ágúst

Meðlimur í CILECT alþjóðasamtökum kvikmyndaháskóla síðan 2011

Framhaldsskólablaðið | 15 M ARS 2023

Vinir!

Langar þig til að vinna með fólki að velferð þess?

MYNDIR M ARS 2 023
Kynntu þér grunnnám í félagsráðgjöf FÉLAGSRÁÐGJAFARDEILD NÁNAR Á HI.IS/FELAGSRADGJOF
Embla
Waage

Nám erlendis opnar þér nýjan heim, að heiman.

Embla Waage

Háskó l anám erlend i s

á sviði skapandi greina

Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Kanada og í Bandaríkjunum. Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar

Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

MYNDIR M ARS 2 023 OPIÐ fyrir umsóknir
1-10

STJÖRNUSPÁ

Hrútur (21. mars - 19. apríl)

Þú átt erfiðan mánuð framundan, miklir umskiptingatímar í þínu rómantíska lífi (ef eitthvað er) en algjör stöðnun í námi. Það er í góðu lagi að liggja í leti, þú átt það skilið eftir annasaman tíma. Finndu þér nýjan þátt á Netflix til að sökkva þér í og þá ertu í góðum málum.

Naut (20. apríl - 20. maí)

Ég vorkenni þér að eiga afmæli á páska- og prófatímabilinu. Gerðu eitthvað skemmtilegt á móti, haltu fyrirfram afmæli til að bæta þér upp fyrir það. Hvort sem þú ert í prófum eða ekki. Go wild.

Tvíburar (21. maí - 21. júní)

Æ, þú litli hvirfilbylur. Þú skilur eftir kaos hvert sem þú ferð, á góðan hátt sem slæman. Þetta jafnvægi gæti farið úr skorðum á næstu dögum, passaðu þig! Það er í lagi að rugga bátnum, sérstaklega í samböndunum í lífi þínu, en ekki ganga of langt. Og varastu kaktusa! Það gæti endað í stórslysi.

Krabbi (22. júní - 22. júlí)

Þú ert sumarbarn og væbið þitt fylgir því. Njóttu þess að lífga upp á tilveru annarra, sérstaklega Hrúta og Nauta, þau þurfa á þér að halda. En haltu þig frá Steingeitum. Bara almennt. Þeim er ekki treystandi.

Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Næsti mánuður verður umbrotatími í lífi þínu. Þú heyrir nýjar fréttir sem munu bylta lífi þínu, á góðan eða slæman hátt. Líf þitt verður aldrei eins og það var. En ekki kvíða því, breytingar geta verið af hinu góða. Þær eru það samt sjaldnast. Gangi þér vel!

Meyja (23. ágúst - 22. september)

Þú ert róleg týpa og þráir festu í líf þitt. Þú kvíðir kannski framtíðinni, en þá mæli ég með að tékka á Háskóladeginum. Það hjálpar að sjá með eigin augum hvaða möguleikar eru í boði eftir útskrift, þótt þú sért ekki endilega á seinasta ári. Og forðastu stiga, slæmir hlutir gerast í stigum. Vertu frekar bara á neðri hæðinni.

Vog (23. september - 22. október)

Vog, þú ert æðisleg. Vertu þú, aldrei breytast eða láta segja þér fyrir verkum. Lífið mun leika við þig næsta mánuðinn, allavega fram að næsta tölublaði ef ekki bara alla ævina.***

Sporðdreki (23. október - 21. nóvember)

Sporðdreki, þú hefur mikið skap en ert líka smá kelirófa í þér. Hafðu það í huga, næsti mánuður mun bjóða þér óendanleg tækifæri en mun einnig reyna á þig. Taktu því rólega eins þegar þú hefur tækifæri til. Ekkert booze, bara knús, ást og friður.

Bogmaður (22. nóvember - 21. desember)

Þú litli stríðnispúki. Farðu og gabbaðu vini þína með hrekkjum og gríni. Dreifðu gleði í hug og hjörtu, bægðu frá öllu því skammdegisþunglyndi sem þú sérð. Næstu 7 ár munu færa þér lukku. En passaðu þig á Smitten og öðrum stefnumótaöppum, heppnin mun ekki fylgja þér í ástum.

Steingeit (22. desember - 19. janúar) Stony goat, til hamingju með að vera í sama stjörnumerki og Jesús. En samhryggist að þú skulir hafa fæðst í leiðinlegustu árstíðinni. Gerðu eitthvað huggulegt fyrir þig og njóttu kyrrðarinnar sem fylgir febrúar- og marsmánuði. Nema þú sért að fá þér bílpróf með þeim fyrstu í árganginum. Að monta þig af því mun færa þér ólukku á bílprófinu! Ekki klessa á, keyrðu varlega.

Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar)

Þú elskar uppátæki og vitleysu. Næsti mánuður mun færa þér gleði og gæfu en hún mun ekki vara að eilífu. Passaðu að gefa af þér til baka. Gerðu góðverk eða heyrðu í gömlum vini, fólk mun kunna að meta það og man eftir því. Og varastu ketti, það gæti endað illa!

Fiskar (19. febrúar - 20. mars)

Þú ert flókin sál, þú ert skapandi en líka mikil tilfinningavera. Passaðu að láta ekki stjórnast af skoðunum annarra, haltu í þinn innri kjarna og láttu engan vaða yfir þig. Það gæti reynst erfitt í fyrstu en það venst fyrr en þú heldur, þú munt þurfa á því að halda í þessum mánuði. Og varastu fiskabúr, af augljósum ástæðum.

" Elís Þór Traustason ***Stjörnuspekingur þessarar greinar er alveg 100% ekki Vog, bara svo ég taki það fram. Engin special treatment, neinei.

Hvaða 2022 Skandall Ert Þú? Króníska Netverja Útgáfan

" Embla Waage

Þar sem þetta blað markar fyrsta tölublað ársins 2023 er viðeigandi að líta aftur á líðandi ár. Hverjir voru kostirnir? Hverjir voru sigrarnir? Þó er auðvitað mikilvægast að hefja nýja árið á neikvæðni. Svaraðu eftirfarandi spurningum að bestu getu og finndu út úr því hvaða 2022 skandall lýsir þér best!

Einhver notar Covid-19 sem afsökun fyrir því að gera ekki sinn hlut í hópverkefninu, hvað gerir þú?

A. Segist skilja þau fullkomlega, en geri svo grín af þeim inn á bekkjarspjallinu.

B. Það fer svolítið eftir því hver þetta er.

C. Stari á þau með vanþóknunarsvip og stroka svo óvart yfir nafnið þeirra áður en verkefninu er skilað.

D. Nota það alltaf sem afsökun, öllum er sama.

Þú liggur heima með flensu, hvernig styttir þú stundirnar?

A. Horfi á 30 ára gamlar kvikmyndir frá Bandaríkjunum og vona að einhver sé að fylgjast með Letterboxd.

B. Reyni að smita fólk svo ég hafi eitthvað að gera.

C. Forðast spegla.

D. Geri eitthvað glæpsamlegt og hryllilega ljótt.

3. Það slær út öllu interneti á landinu, hvað bitnar verst á þér?

A. Ég missti af viðburðinum sem ég vildi sjá ‘live’.

B. Er ekki með eitt einasta lag hlaðað niður.

C. Að missa öll samskipti við umheimin.

D. Það var mér að kenna.

Flest A: Will Smith veitir Chris Rock kinnhest

4. Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?

A. ,,Hvað, erum við fimm ára?”

B. Það var ég.

C. Það var ég sem stal kökunni úr krúsinni í gær.

D. Ég stal krúsinni.

5. Það er ekki mikið til heima og veskið tómt fram að mánaðarmótum. Hvert af eftirfarandi tekur þú í nesti?

A. Appelsínusafa

B. Piparmintur

C. Hálfa gulrót

D. Eplasafa

6. Hvaða svar vilt þú helst fá?

A. Kim Kardashian og Marilyn Monroe kjólinn

B. Will Smith veitir Chris Rock kinnhest

C. Adam Levine heldur framhjá eiginkonu sinni

D. Elon Musk

Vinir þínir hafa ekki alltaf rétt fyrir sér, ekki taka sjálfkrafa afstöðu með þeim. Nýársheitið þitt ætti að vera að mynda sjálfstæðar skoðanir, svona einu sinni á ævi þinni. Til þess að æfa þig ættir þú að horfa á YouTube myndband án þess að lesa athugasemdirnar, bara til þess að sjá hvort þú sért í raun og veru sammála þeim. Gerðu þetta eins oft og þarf.

Flest B:

Adam Levine gæti þurft að líta á afturenda þinn

Við þekkjum þetta mörg, ef ekki flest. Unglingsárin eru ruglingsleg, og án þess að hljóma eins og móðir þín, þá vantar ekki hórmónana í þig þessa stundina. Reyndu samt að halda ekki framhjá óléttu eiginkonu þinni, ef þú kemst hjá því.

Flest C: Kim Kardashian og Marilyn Monroe kjólinn

Komdu betur fram við kennarana þína! Hættu þessu rugli og hlustaðu á fagmenn sem hafa hitt 300 krakkaskíta sem eru nákvæmlega eins og þú. Gerðu heimavinnuna þína, mættu í tíma og í guðanna bænum skilaðu verkefnunum þínum. Ef þú gerir þessa hluti þegar, legg ég til að þú hættir að vera svona mikil kennarasleikja.

Flest D) Elon Musk Jæks.

20 | Framhaldsskólablaðið M ARS 2 023

Námsmannaíbúðir til leigu

Byggingafélag Námsmanna hefur til leigu einstaklings-, par- og fjölskylduíbúðir í Reykjavík og Hafnarfirði, fyrir námsmenn. Stærðir íbúða eru á bilinu 40-70 fermetrar. Hagstætt leiguverð og góð þjónusta umsjónarmanna sem unnt er að kalla til ef eitthvað þarf að laga.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.bn.is eða á skrifstofu félagsins að Skeifunni 19, 4.hæð, s. 570-6600. Opið frá 10.00 – 14.00 alla virka daga.

Lárétt

4. Einstaklega öflugur „,gafall“ i eigu Posídons

7. Egils Malt og ...

7. Besti vinur Bangsímons

9. Landið sem heldur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árid 2023

Lóðrétt

1. Höfuðborg Kýpur

2. Reikistjarna, mánuður og súkkulaðistykki

3. Stærsti fuglinn

5. Tónlistakonan með flest Grammy verðlaun

8. Flytjandi „Super Bowl halftime show“ árið 2023

Kvikmyndarýni

Glass Onion

Your Creative Future Starts Here

á sviði skapandi greina

Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla víða um lönd; Á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum.

Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar

Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

" Elís Þór Traustason

Glass Onion er heimsk mynd. Og hún nýtur sín best sem heimsk mynd. Það er greinilegt að Daniel Graig nýtur sín vel í hlutverki Benoit Blanc, tískuelskandi einkaspæjarans með óþarflega lélegan suðurbandarískan hreim. Hann er allt sem James Bond er ekki og hann elskar það. Myndin sjálf er svo gagnrýni á ofurríkt fólk og tæknirisa, á borð við Zuckerberg og Elon Musk, og alla þá hugmyndafræðilegu ímyndasköpun. Miles Bron var byggður upp sem snillingur, einstaklega gáfaður og flókin karakter, sem seinna reynist vera algjör vitleysingur sem hefur einn hæfileika: stjórna öðru fólki með öllum mögulegum ráðum. Þetta er skýr gagnrýni á heiminn sem við búum í, þar sem einstaklingar eins og Elon Musk voru hylltir sem bjargvættir framtíðar og hugsuðir, þar til hulunni var flett af þeim og undir feldinum voru sorglegir og gráðugir narsissistar. Hún spyr hvers

vegna við gefum þeim svona mikið vægi sem hugsuðir en leggur einnig í efa að ríkum milljarðamæringum sé treystandi fyrir þeim völdum sem þeir hafa yfir okkur. Að vera ríkur er ekki endilega að vera klár og klókur, stundum er nóg að vita hvaða fólk má nýta sér.

Glass Onion er einföld mynd og ætlar sér ekki að vera annað. Hún er að mörgu leyti góð tilbreyting. Flestar myndir í dag eru ofurhetjumyndir, sem segja mjög fátt í neinni alvöru áhættu og höfða til sem flestra, eða listrænar Cannes-verðlaunamyndir, sem segja mjög margt á flókinn hátt, höfða til fárra og eru stimplaðar sem hrokafullar og tilgerðarlegar, hvort sem það teldist sanngjarnt mat eður ei.

Glass Onion er einföld en snjöll háðsádeila sem segir það sem hún vill segja og nýtur sín best í allri sinni klisjukenndu væmni. Að auki, skemmtilegur viðsnúningur í þriðja hluta sögunnar, þó ég vilji spilla sem minnstu fyrir lesendum. Góð mynd, 3,5 stjörnur af 5.

22 | Framhaldsskólablaðið M ARS 2 023 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Krossgáta
OPIÐ fyrir umsóknir

Ritstjórn mælir með …

Háskóla Íslands

Háskóli Íslands er stærsti háskóli landsins og með fjölbreyttasta námsframboð landsins. Heimsklassa mennta- og rannsóknastofnun í sérflokki hér á landi.

Háskólanum á Akureyri

Háskólinn á Akureyri er eini háskóli í stóru byggðarlagi (utan Reykjavíkur) en leggur mikla áherslu á sveigjanlegt nám og stundar mikla rannsóknarvinnu.

Eftirtaldir styrktu útgáfuna

Háskólanum á Hólum

Sjarmerandi háskóli með langa sögu á besta stað í íslenskri náttúru, sérhæft og faglegt nám.

Háskólanum í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík er heimsklassaskóli í Öskjuhlíðinni og býður upp á nýjar og framsæknar leiðir í námi sem nýtast þér út lífið.

Háskólanum á Bifröst

Framsækinn háskóli með einstakt háskólaþorp sem býður upp á hentuga fjarnámsvalmöguleika í félagsvísindum.

Landbúnaðarháskóla Íslands

Framsækinn og fjölbreyttur háskóli með sjálfbærni samfélaga að leiðarljósi.

Listaháskóla Íslands

Ein besta listamenntun á Íslandi og býður upp á fjölbreytt nám á sviði hinna fjölmörgu lista.

Arkís

Árskóli

Baugsbót ehf

Bíla og vélaverkstæði Nethamar

Bókasafn Reykjanesbæjar

Bókráð Bókhaldstofa

DMM Lausnir

Eldhestar

Endurskoðun Vestfjarða

Fjölbrautarskóli Norðurlands

Fossvélar hf

Hafrás rafstöðvar

Ice Group

Stofnun Árna Magnússonar

Verslunartækni Geiri

Kleppsvegi 152 105 Reykjavík

Box 60 550 Sauðárkrókur

Frostagötu 13 600 Akureyri

Garðavegi 15 900 Vestmannaeyjar

Hafnargötu 57 230 Keflavík

Miðvangi 2-6 700 Egilsstaðir

Iðavöllum 96 230 Keflavík

Völlum 810 Hveragerði

Aðalstræti 19 415 Bolungarvík

Sæmundarhlíð 550 Sauðárkrókur

Hellismýri 7 800 Selfoss

Rauðhellu 220 Hafnarfjörður

Iðavöllum 7a 230 Keflavík

Suðurgötu 102 Reykjavík

Draghálsi 4 110 Reykjavík

Framhaldsskólablaðið | 23 M ARS 2023
Grettistak Lægra verð – léttari innkaup

Hopp verður með sérstakt tilboð

á ferðum milli skólanna á meðan á deginum stendur.

Kynning á öllu háskólanámi

á Íslandi. Nemendur, kennarar og starfsfólk allra háskóla landsins verða tilbúin til að taka á móti ykkur og spjalla um námið og þjónustu skólanna. Finndu allar upplýsingar um daginn og hvaða nám hentar þér með leitarvél háskólanna á haskoladagurinn.is

Háskólinn á Akureyri

kynnir nám sitt í Grósku hugmyndahúsi.

Háskólinn á Hólum kynnir nám sitt í Grósku hugmyndahúsi.

Háskólinn á Bifröst kynnir nám sitt á Háskólatorgi Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Landbúnaðarháskóli Íslands kynnir nám sitt í Grósku hugmyndahúsi, Listaháskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Háskóli Íslands kynnir nám sitt á Háskólatorgi, Grósku hugmyndahúsi, Öskju og Aðalbyggingu.

4. mars kl. 12–15

Háskólinn í Reykjavík

kynnir nám sitt í Háskólanum í Reykjavík og Háskólatorgi Háskóla Íslands.

Listaháskóli Íslands

kynnir nám sitt í Listaháskólanum, Háskólatorgi Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Háskóladagurinn á Akureyri. Allir háskólar landsins kynna nám sitt í Háskólanum á Akureyri 9. mars milli kl. 11 og 14.

Veistu hvað þú vilt? Haskoladagurinn.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.