Framhaldsskólablaðið: tb.3 2021-2022

Page 1

Húðflúr Félagslífið við Háskóla Íslands Gísli Pálmi Hússtjórnarskólarnir
3. tölublað skólaárið 2021-2022 • Gefið út af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema • Dreift frítt í alla framhaldsskóla landsins FEBRÚAR 2022 Bls. 4 Bls. 24 Bls. 29Bls. 16
Framhaldsskólablaðið
Myrkur Games Viðtal við Halldór Snær Kristjánsson, framkvæmdastjóra og meðstofnanda Myrkur Games. Hann rekur stofnun fyrirtækisins í einstaklega metnaðarfullt hópverkefni, útskýrir störf þess og ræðir um Ísland, land tækifæranna. Bls. 6

Ávarp ritstjórnar

Kæru framhaldsskólanemendur, við óskum ykkur gleðilegs nýs árs! Febrú ar hefur runnið í hlað og með honum fylgir margt spennandi. Til allra ham ingju, er Framhaldsskólablaðið eitt af þessum ótal hlutum. Við kynnum því með stolti þriðja tölublað vetrarins! Á meðan við bíðum öll eftir Háskóladeginum, legg ég til að þið styttið stundir með þessu glæsilega tölublaði. Lestu um listamenn sem breyttu húðflúrs leikn um eða námsráð beint frá Helvíti. Hver veit, kannski muntu loksins komast að því hvaða bónusgrís þú ert, nú eða hversu mikið kjána prik þú ert? Sama hvernig þú ferð að þessu, vonum við innilega að þú njótir lestursins.

Félagslífið vaknar til lífs

" Penni: Elís Þór Traustason

Til hamingju framhaldsskólanemar! Þá er það formlegt: Allar takmarkanir á skemmt unum í framhaldsskólum hefur verið aflétt. Félagslífið snýr aftur eftir tveggja ára bið, um einu ári og ellefu mánuðum frá því að fyrstu samkomutakmarkanirnar voru lagð ar á þann 16. mars árið 2020. Biðin hefur verið löng og mörg mikilvæg mótunarár runnin í sandinn á meðan. En sá tími er liðinn. Í bili allavega.

Öllum takmörkunum var aflétt seinasta sumar, í fyrsta sinn frá upphafi Covid -faraldursins. Það entist ekki sérstaklega lengi, eins og vitað er. Covid hefur orðið partur af lífríki þeirra veira og baktería sem herja á okkur mannfólkið og valda veikindum. Kórónuveiran er ekki farin en hún er sem betur fer ekki lengur sama áhyggjuefni og áður. Ef faraldurinn hefur kennt okkur eitthvað þá er að ekkert er víst eða fyrirfram ákveðið. Það getur verið að faraldurinn snúi aftur í breyttri mynd eða að aðrar hörmungar muni dynja á okkur í nálægri framtíð. Að sama skapi þýðir ekki að vera eilíflega svartsýnn eða búast aðeins við versnandi ástandi. Í millitíðinni getum við notið þess að skemmta okkur, vaxa og kynnast sjálfum okkur og öðrum. Njótið vel, þið eigið inni uppsafnað félagslíf.

samstarf við 24.is

Miklar breytingar eru í vændum hjá Fram haldsskólablaðinu. Glæný vefsíða okkar fer í loftið bráðum sem mun virka eins og venjuleg fréttavefsíða, ásamt því að lesend ur geti sótt blöðin í heild sinni í PDF-formi. Vefsíðan er gerð í samstarfi við nýtilkom inn fréttamiðil, 24.is, sem ætlar að beita fyrir sér öflugri rannsóknarblaðamennsku og óháðri fjölmiðlun. Vefsíða Framhalds kólablaðsins verður tengd vefsíðu 24.is og mun verða auðvelt að flakka þar á milli eins og lesendum hentar. Við hvetjum einnig lesendur til að kynna sér vefsíðu 24.is og allt það efni sem þau hafa upp á að bjóða.

Framhaldsskólablaðið mun hefja fram leiðslu á hlaðvörpum í samstarfi við 24.is og eru meðlimir ritsjórarinnar þeirrar gæfu aðnjótandi að blaðamenn 24.is eru ávallt reiðubúin að hjálpa til og miðla þekkingu sinni.

Framhaldsskólablaðið heyrir enn þá undir SÍF og verður áfram málgagn fyrir framhaldsskólanema skrifað af framhalds skólanemum.

Framhaldsskólablaðið hlakkar til sam starfsins og þakkar 24.is fyrir alla hjálpina og þetta frábæra tækifæri til að stækka og vera betri fjölmiðill, afþreying og málgagn fyrir framhaldsskólanema.

Þegar þú lítur í eigin barm og sérð að þínir eigin fordómar koma út frá eigin ófullnægjandi sjálfsmynd kemstu að því að hið sama gildir um alla aðra í kringum þig.

Listin að vera drullusama um álit annarra

" Ingveldur Þóra Samúelsdóttir

Öll lendum við í því að segja eitthvað svo ótrúlega kjánalegt að okkur langar helst að hoppa upp í næstu flugvél til Puerto Rico og sjást aldrei framar meðal jafningja okkar. Stundum rekumst við á

gamlar myndir af okkur sjálfum þegar okkur fannst sjúklega töff að ganga í grænum leðurbux um á hverjum degi og förum algjörlega hjá okkur yfir því hvernig við höfum nokkurn tíman verið svo ómeðvituð um hversu asnalega við litum út. Ef þú liggur andvaka á nóttunni rífandi sjálfann þig niður um alla þessa litlu hluti þá eru þetta sérsniðin skilaboð til þín.

Fyrirbærið ,,Cringe” eða kjánahrollur er nátt úrulegt fyrirbæri sem mannsheilinn notar til þess að greina ranga hegðun frá réttri hegðun. Við fáum oft kjánahroll yfir gjörðum annara, sem er okkar leið til þess að segja við okkur sjálf ,,Ég verð aldrei svona. Ég er betri en þetta.” En hvað er að vera ,,betri” eða ,,verri” manneskja? Skiptir það einhverju máli hvernig manneskja er klædd, hvaða tónlist hún hlustar á eða hvernig hún kýs að verja sínum frítíma svo lengi sem hún er ekki viljandi að veita neinum eða neinu skaða? Þegar þú pælir í þessu þá getur verið að þér fari að líða pínu illa. Af hverju ertu að setja útá það sem þessi manneskja gerir? Reyndu að ganga í gegnum einn dag án þess að pæla í neinu sem neinn er að gera sem passar ekki í þitt box um hvernig

á að vera. Já, ég er líka að tala um ,,furries”, já ég er líka að tala um ,,skinkur”. Prófaðu svo að hrósa þeim fyrir sín áhugamál, þó þú hafir engan áhuga á þeim sjálfur. Spjallaðu við þau. Lærðu hvað það er sem kveikti á þessum áhuga. Þegar þú sérð hversu virkilega hamingjusamt þetta fólk er að fá að tala frjálst um þá hluti sem veita þeim hamingju, hættir þú að vilja setja út á það og ferð frekar að vilja fá þennan sama gljáa í augun. Þegar þú lítur í eigin barm og sérð að þínir eigin fordómar koma út frá eigin ófullnægjandi sjálfsmynd kemstu að því að hið sama gildir um alla aðra í kringum þig. Ef einhver er að dæma þig, er það vegna þess að sá hinn sami hefur ekki komist að þeirri útgáfu af sjálfum sér til að veita þeim fulla ánægju í lífinu, og / eða hafa ekki öðlast sjálfstraustið til þess að lifa daglegu lífi sem sú útgáfa. Annara manna óhamingja er ekki þín ábyrgð. Þú ert aðalpersónan í þínu lífi og þú stuðlar að þinni eigin hamingju.

Finndu fatastykkið sem er grafið lengst aftan í skápnum, sem þú varst alltaf að ,,bíða eftir rétta tækifærinu” og farðu bara í það. Farðu bara út í búð. Hvað er það versta sem myndi gerast? Einhver hundleiðinlegur beisikk Jón Jónsson að fara að hugsa hvað þú ert asnalegur? Ókei allt í góðu. Honum finnst þú asnalegur. Heldur þú að hann fari síðan heim til sín og haldi áfram að hugsa um hvað þú varst asnalegur? Ef svo er þá efast ég um að hann sé að gera mjög merkilega hluti, og hví ætti þá hans skoðun að skipta máli.

Útgefandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema Útgáfustjóri: Sólrún Freyja Sen Umbrot og hönnun: Jónas Unnarsson Prentun: Landsprent.

Þú ert ekki að fara að hitta hann aftur. Ef vandamálið eru vinir þínir eða fjölskylda þá hef ég aðeins eitt við því að segja. Ef fólkið í kringum þig getur ekki sætt sig við manneskj una sem þú ert þegar þú ert á þínum besta aldri þá á þetta fólk ekki skilið þína orku yfir höfuð. Endurtekning: Þú stuðlar að þinni eigin ham ingju. Hluti af því ferli er að umkringja sig með fólki sem tekur þér nákvæmlega eins og þú ert og lætur þér ekki líða eins og þú sért algjör asni fyrir það eitt að vera þú sjálfur. Það að geta talað og hagað sér óritskoðað með fólki sem þér þykir vænt um er með betri tilfinningum sem þú munt finna fyrir á lífsleiðinni.

Komdu fram við sjálfan þig eins og þú myndir koma fram við góðan vin. Því þú ert fastur með sjálfum þér að eilífu og það minnsta sem þú getur gert er að minnsta kosti að líka við sjálfan þig. Þú værir frekar ömurlegt að þurfa að sitja við hliðina á skúla fúla sem setti út á hvern einasta litla smáatriði sem þú sagðir og gerðir í rútu í tæplega hundrað ár. Rútan er þú sjálfur, ekki vera skúli fúli líka.

Í stuttu máli þá er lífið stutt og við erum öll of föst í okkar eigin óöryggi til að lifa því að stærstu möguleikum sínum. Þegar við tökum til innra með okkur og hendum öllum fordómum, bæði gagnvart okkur sjálfum og öðru fólki, út á stéttina verður miklu meira pláss fyrir hamingjusamar og áhyggjulausar stundir.

Elís Þór Traustason Ritstjóri Embla Waage Ritstjóri Gabriella Sif Bjarnadóttir Katrín Valgerður Gustavsdóttir Ingveldur Þóra Samúelsdóttir Salka Snæbrá Hrannarsdóttir Sif Egilsdóttir Leiðari Fólkið á bak við blaðið Ísak Hugi Einarsson
2 | Framhaldsskólablaðið F EBRÚAR 2 022
Framhaldsskólablaðið 2. tölublað, skólaárið 2022/22
Ný vefsíða og
haskoladagurinn.is Er HR þinn háskóli? Kíktu á Háskóladaginn í HR Á stafræna Háskóladeginum kynna allir háskólar landsins námsframboð sitt á vefnum haskoladagurinn.is. Hjá Háskólanum í Reykjavík gefst þér tækifæri til að: – spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu í netspjalli – horfa á fjölbreyttar og fjörugar kynningar um allt sem snýr að því að hefja nám og vera nemi við HR – horfa á viðtöl meðlima stúdentafélagsins við nemendur og kennara um námið og lífið í HR 26. FEBRÚAR KL. 12 - 15

Óðinn hefur verið mikið í myndlist frá ungum aldri og hefur þróast mikið í gegnum árin. Hann byrjaði að flúra fyrir u.þ.b. 6 árum og hefur ekki stoppað síðan. Hann er með mikla reynslu og er mjög hæfur í starfi sínu, hann passar upp á að bæði hann og kúnnarn ir eru ávallt sátt við útkomuna. Listaverkin eftir Óðinn er mikið að skapa list sem er ólíkt öllu öðru sem við erum vön að sjá, alveg frá fínum línum yfir í mikla skyggingu. Óðinn er þekktur fyrir sína hæfileika bæði sem húðflúrari og listamaður, ásamt þekktur fyrir skemmtilega persónuleikann, húmor og fagmennsku. Það er erfitt að finna húðflúrara sem setur jafn mikinn metnað og ástríðu í listina sína, alveg frá fyrsta skrefi út í enda. Óhætt er að segja að Óðinn Darri mun halda áfram að stjórna leiknum, eitt húðflúr í einu. Hægt er að hafa samband við hann og fylgjast með honum á Instagram aðgangnum @odinndarri

Listamenn sem breyttu húðflúrs leiknum

" Penni: Sif Egilsdóttir

Hæfileikaríku listamennirnir Óðinn Darri og Kristófer eru einir af þeim bestu húðflúrurum á Íslandi, með þessum einstaka stíl og frá bæru meðmæli, risu þeir hratt upp eftir að þeir opnuðu stofuna sína Streetrats Tattoo árið 2020. Stofan er staðsett í hjarta Reykjavíkur á Hverfisgötu 37.
4 | Framhaldsskólablaðið F EBRÚAR 2 022
Óðinn Kristófer Kristófer (betur þekktur sem Sleepofer Tattoo) er eitt af verðmæt ustu húðflúrurum á Íslandi. Hann er þekktur víða fyrir flúrin sín þar sem þau hefðbundin, lífleg og engu öðru líkt, þrátt fyrir það þá er hann með fjölbreyttan stíl og er hæfur í flestum gerðum af flúr um. Kristófer hefur verið í húðflúrun lengi og hann heldur áfram að þróast og deila hæfileikunum sínum með heiminum, hann er ávallt til í að taka að sér skemmtileg verkefni og er alltaf að vinna í einhverju nýju. Kristófer er sérfræðingur í því sem hann gerir og mun ekki valda neinum vonbrigðum. Hægt er að fylgjast með honum á Instagram aðgangnum @sleepofertattoo

Sölvi

ölvi

t.d.

beinagrindum úr dýralífinu sem ekki

að dást að. Sölvi er með góða reynslu í húðflúrun og hefur gert mörg mögnuð flúr í gegnum árin. Hann er einstakur maður með jákvæða orku í kringum sig sem gefur að eins gott frá sér. Hann er með skemmtilegan og ákveðin stíl sem má ekki missa af! Hægt er að skoða verkin hans nánar á Instagram aðgangnum @ sleeplessinrvk.

Sölvi er í hljómsveitinni Skrattar sem er íslensk væg rokk/pönk hljóm sveit sem er alveg búin að slá í gegn síðustu mánuði. Þeir eru ekki bara að skapa nýja spennandi tónlist sem hefur ekki verið gerð áður, þeir eru líka að framleiða vönduð tónlistarmyndbönd með lögunum. Hægt er að hlusta á tónlistina í gegnum flesta miðla og nánari upplýsingar um Skratta er hægt að finna á Instagram aðgangnum @skrattavaktin

Kynntu þér grunnnám í félagsráðgjöf NÁNAR Á HI.IS/FELAGSRADGJOF FÉLAGSRÁÐGJAFARDEILD
Framhaldsskólablaðið | 5F EBRÚAR 2022 NÁNAR Á HI.IS/LOGFRAEDI Við höfum kennt lögfræði síðan 1911 Nútímalegt, gagnlegt og vel skipulagt nám Vilt þú eiga möguleika á fjölbreyttum og krefjandi framtíðarstörfum?
S
Magnússon er ekki bara söngvari í hljómsveitinni Skrattar, heldur er hann líka hæfur húðflúrari! Hann býður upp á einstakar hannanir sem standa út á marga mismunandi vegu og hvergi séð annarstaðar,
hefur hann verið að gera mikið af fíngerðum
er erfitt

Myrkur Games

Klukkan er rétt að ganga 16:00

þegar við Halldór Snær Krist jánsson settumst niður yfir kaffibolla. Fundarstaðurinn að þessu sinni eru höfuðstöðvar Myrk ur Games á Granda.

Sauðkræklingur í stórborginni

Halldór er framkvæmdastjóri og game director hjá Myrkur Games. Að vera game director felur í sér ýmis hlut verk. Til dæmis sér Halldór um ver kefnastjórnun yfir tölvuleiknum og leiðbeinir í raun starfshópnum í þá átt sem þau vilja stefna. Hann stofn aði auk þess fyrirtækið ásamt Daníel Arnari Sigurðssyni og Friðriki Aðal steini Friðrikssyni á svipuðum tíma og þeir útskrifast úr háskólanámi.

,,En aðeins um minn bakgrunn, ég kem sem sagt frá Sauðárkróki, og er Sauðkræklingur,” segir Halldór. Hann útskýrir að eðlisfræðinám við Verzl unarskóli Íslands hafi dregið hann til Reykjavíkur. Þaðan lá leið hans í tölvunarfræðinám við Háskólann í Reykjavík. Upp úr því stofna þeir fé lagarnir fyrirtækið. Halldór segir frá því að hann hafi farið út í meistara nám: ,,ég tek fyrstu önnina og klára hana, en hætti svo eiginlega út af fyr irtækinu. Þá lá ljóst að við værum að fara að gera eitthvað og ég gat ekki verið að ‘juggla’ námi og því á sama tíma.”

En ofan á þetta tók hann nám er lendis í tvívíðar og þrívíðar list sem miðaðist sérstaklega við tölvuleiki. Þetta kallast tölvulist. Þar lærði hann einnig teikningu, módeleringu, text ileringu: og í allt sem fer í það að búa til tölvuleiki.

Rætur fyrirtækisins má rekja til einstaklega metnaðarfulls hópverkefnis

Halldór rifjar upp fyrstu kynni stofn endanna. ,,Við vorum í leikjaráfanga í HR sem heitir Hönnun og Þróun Tölvuleikja (e. Game Design and Development).” En þetta er þriggja vikna áfangi í lok annar í HR. Halldór tekur fram að hann hafi í raun ekki verið skráður í þennan áfanga og það munaði litlu að hann kæmist ekki inn.

,,Ástæðan fyrir því að ég var næst um því ekki kominn inn í þennan áfanga var að ég var að fara að leigja mér skrifstofu til þess að vinna mín eigin verkefni […] Ég er næstum því búinn að missa af áfanganum því kennarinn segir ,,þú verður að mæta í dag, ef þú ætlar að mæta í þennan áfanga”, en ég ætlaði að skoða þessa skrifstofu!”

Það vildi svo heppilega til að hann kaus að mæta í áfangann. Í áfangan um tóku allir nemendur könnun, og þeim var raðað í hópa eftir styrkleikum og áhugasviðum. Þar endar Halldór

í hópi með Daníel og Friðriki, sem hann þekkir ekki til.

Halldór ávarpar nýja hópinn: ,,sæl ir og blessaðir, ég var að byrja að leigja skrifstofu. Langar ykkur að vinna öll verkefnin þar?” Halldór segir frá því að honum hafi tekist að sannfæra bæði hópfélaga sína og kennara að mega vinna á skrifstofunni.

Á þessum þriggja vikna áfanga tekst þeim að búa til sinn fyrsta tölvuleik saman. Það var ekki lítið verkefni, enda eyða þeir um 18 klukkustund um á dag á skrifstofunni. Hann segir að þetta sé eins konar eldskírn. Þeir félagarnir kynnast hver öðrum, og komast að þeirri niðurstöðu að þeir geta unnið býsna vel saman. Þó tek ur hann fram að þetta sé gott dæmi um hvað eigi ekki að gera: að vinna fáránlega vinnutíma til þess að klára einstaklega metnaðarfullt hópverkefni.

Þeir vinna saman að lokaverkefni Halldórs í HR, sem snýst um að þróa heillíkama sýndartækni. Þeir klára þetta á einu sumri og stofna fyrir tækið til þess að sækja um styrk fyrir verkefninu. En þá hét það Myrkur Software.

Þeir setjast saman, hæstánægðir með verkefnið, en ákveða að næstu 10 árin vilji þeir frekar gera tölvuleiki. Þótt þeir hafi þurft að leita inn á við, var þetta ekki erfið ákvörðun fyr ir Halldór sem reyndi að sækja um hjá tölvuleikjafyrirtæki aðeins 12 ára gamall. ,,Ég var í alvörunni á netinu að reyna að sækja um atvinnu 12 ára í Frakklandi. Mamma var bara eitt hvað: ,,heyrðu, þú verður samt að klára grunnskóla”.”

,,Þegar við erum að fá þessa hug mynd þá halda auðvitað allir að við séum eitthvað klikkaðir.”

Í dag er Myrkur Games leikjafyr irtæki. Nánar tiltekið, þá er það fyr irtæki sem er að þróa einn risavaxinn leik. Ævintýraleikir, eða hágæða ‘AAA Games’, eins og Myrkur er að þróa, eru mun umfangsmeiri en fólk gerir sig oft grein fyrir.

,,Þegar við erum að fá þessa hug mynd þá halda auðvitað allir að við séum eitthvað klikkaðir.” Þeir hefja verkefnið nýútskrifaðir, með enga reynslu og ekkert nema ástríðu og drif til að gera þetta. Halldór lýsir þessu eins og að ,,velja ‘hardest difficulty’ í tölvuleikjum.”

..Það er klárlega auðveldara að stofna fyrirtæki þegar þú ert búinn að vinna við eitthvað í 5 ár. Þegar þú ert búinn að mynda tengingar, eða ekki nýbúinn að útskrifast úr háskóla; eða minnsta kosti búinn að flytja að heiman […] Það er alltaf hægt að stofna fyrirtæki, og raunverulega ekk ert mál að fá kennitölu fyrir fyrirtæki.

En það er allt annað að byggja upp fyrirtæki og láta það ganga.”

En, verkefnisnafnið á leiknum

sem Myrkur er að vinna að kallast Echoes of the End. Þetta er sögu drifinn ævintýraleikur sem er gefin út fyrir borðtölvur og leikjavélar (svo sem Playstation 5, Xbox S og Xbox X). Þetta er gríðarstór saga með fjöl mörgum persónum. Þú ferð í gegnum orrustur, lærir að vinna með þeim sem eru með þér í þessum heimi og fylgir vegferð aðalsöguhetjunnar Ryn (sem er leikin af Aldísi Amah Hamilton). Leikir í sama holli og Echoes of the End, varðandi markhópa og annað, væru til dæmis God of War, Star Wars: Jedi Fallen Order eða Last of Us.

Ísland er frábært fyrir nýtækifæri

Þessa stundina er Myrkur Games að stækka teymið sitt. Halldór tekur

fram að 3 nýir starfsmenn hafi bæst í teymið á einum mánuði. Margir hafa eflaust heyrt allskyns hryllingssög ur úr tölvuleikjaiðnaðinum erlend is. Samkeppnin, vinnutímarnir og hrottaskapurinn lokka ekki. Halldór tekur fram að staðan sé engan veg in sambærileg hérlendis. ,,Þetta er ekki tölvuleikjaiðnaðurinn, þetta eru yfirleitt löndin.” Á Íslandi erum við með góð stéttarfélög, og auk þess er tölvuleikjaiðnaðurinn hérlendis með gott orðspor varðandi tekjur, stuðn ing og vellíðan starfsmanna. ,,Þetta er svo mikið maraþon, það þýðir ekki að hugsa í skammtímalausnum.” Hall dór tekur fram að það finnast ótrúlega fjölbreytt störf í iðnaðinum. Margir sjá eflaust fyrir sér teymi af forriturum sem skapa leik frá upphafi til enda.

En í Myrkur starfar fólk við að hanna föt eða skapa motion capture; aðrir eru í viðskiptum eða bókhaldi. Það er svo ótrúlega mikið hægt að koma að tölvuleikjum ,,Akkúrat núna, á Íslandi, ef fólk ætlar að elta sín eigin tækifæri, hvort sem það er að koma beint úr fram haldsskóla eða háskóla, hefur aldrei nokkurn tímann verið betri tími að gera það.” Halldór tekur fram að það sé ekkert að því að prófa, og ekkert að því að mistakast. Það er gott umhverfi og stuðningsnet á Íslandi. Það er til dæmis hægt að sækja um bæði fjárhagslega styrki og kynningafundi. Hann hvet ur alla að sækja í það sem þeir hafa ástríðu fyrir. Hver veit, kannski verða bernskudraumarnir þínir að veruleika?

6 | Framhaldsskólablaðið F EBRÚAR 2 022

Nema hax

Framhaldsskólaaldurinn er mjög viðburðarríkur tími í lífi margra. Þetta er oft skemmtilegasta tímabil ævinnar. Maður upplifir svo margt og þroskast. Líf flestra framhaldsskólanema snýst aðallega um lærdóm, peningaleysi og djamm (þar sem er að sjálfsögðu aðeins drukkið óáfengt þar sem að við erum strangheiðarlegir framhaldsskólanemar). Ég er á þriðja ári í framhaldsskóla og hef því lært sitt á hvað af hinu og þessu. Ég er hér með nokkur góð ráð.

1) Active Recall.

Þessi aðferð hefur hjálpað mér óendan lega mikið við námið. Aðferðin er sem sagt að draga hluti upp úr heilanum frekar en að reyna að kremja einhverju inn í hann með því að marglesa texta. Spurðu þig spurningar. Þetta er besta nýtingin á heilanum fyrir próf. Það sparar bæði tíma og er árangursrík ara. Það reynir að vísu meira á heilann en að lesa bara, en þú getur nýtt heil ann svona og tekið pásur. Quizlet og minniskort er geggjuð leið til að nýta active recall. Einnig hef ég mikið verið að glósa í spurningum (t.d. í Excel með hvítt-letrað svar við hliðina). Bonus hack: Excel og Quizlet virka líka mjög vel saman þar sem að maður getur gert import og export.

2) Bættu það sem gengur illa í náminu.

Það breytir svo litlu máli fyrir heildar einkunina þína að hækka einhverja 9 upp í 10. Finndu út hvaða fag eða efni það er sem þér gengur verst í og einblíndu þér á það. Þessi aðferð mun skila mestum árangri upp á meðal einkunnina þína.

3) Núðlur.

Nema að þú viljir borða 2 banana eru núðlur ódýrasti hádegismaturinn. Þær eru fljót redding og bragðgóðar. Full komið fyrir þá daga *hóst-alls-ekki-alla

-hóst* sem maður rýkur út með engan tíma til að undirbúa nesti vegna þess að maður er að verða seinn. Núðlur eru líka svolítið einkennandi nema-matur, sumir segja meira að segja að maður sé ekki alvöru nemandi ef maður á það ekki til að borða núðlur í hádegismat. Ekki ræða óhollustu við mig, sem fram haldskólanemi værir þú hvort eð er að eyða peningum þínum í rúnskykki og nammipoka, hvað þá koffínneyslu.

4) Passaðu orkudrykkja fjöldann.

Koffínmagnið í orkudrykkjum er allt of, allt of, allt of mikið. Þegar þú hættir því mun svefninn þinn verða betri og þar að leiðandi líðan og allt lífið. Jú, jú, ég get alveg viðurkennt það að mér finnist kaffibollinn góður, passaðu bara upp á koffínmagnið. Gerðu það. #prayforsvefngæði #ekkerthjartaáfall

5) Barna og strætómiðar.ungmenna

Í strætóappinu sést ekki hvort þú sýnir bílstjóranum fullorðinsmiðaskjá eða barnamiðaskjá. Ég er að sjálfsögðu bara að þylja upp staðreyndir og alls ekki að mæla með neinu. Eins mæli ég eindregið gegn því að nota sama miðaskjá fyrir vin þinn (miðann sem þú ert nýbúin/n/ð að sýna bílstjóran um og snúa að þér eins og þú sért að kaupa nýjann).

6) Matarklipp.

Date-nights eru must. Það er samt alveg dálítið erfitt þar sem að maður er alltaf blankur. Matarklipp í Nova appinu kemur þar til bjargar. Þegar kemur að því að maður þarf aðeins að dekra við sig er hægt að fara á geggjað næs staði svo sem á Hamborgarafa brikkuna, Blackbox, Saffran, Amer ican Style, Shake&Pizza og Pítuna. Máltíðin kostar þá aðeins 1498 kr.!!

Maður kaupir 4 máltíðir í einu á 5.990 kr., svo áttu þessar 4 máltíðarinneignir í nova appinu og getur notað hvenær sem er (innan opnunartíma veitinga staðanna).

7) Tilboð fátæka mannsins á Deig.

Ég. Elska. DEIG. Þetta tilboð er allt sem er gott í lífinu. Tilboð fátæka mannsins innifelur geggjaðar smurðar beyglur, ekta þykka kleinuhringi og drykk á 1100 kall. Maður er líka alveg saddur eftir matinn. Ég mæli með rauðpestó rjómaostinum á beygluna og kanilkleinuhringnum með kaffi bolla. :Þ Ókostirnir eru að Deig lokar kl 16 og er langt frá öllum skólum nema MR. Deig er samt tilvalið fyrir alla sem vilja fara á kaffidate um helgar.

8) Barnamáltíðir. Matsölustaðurinn sem ég vann á í

sumar mun drepa mig fyrir að segja þetta en reyndu að panta þér barna máltíð. Það er mjög ódýrt og passlegur hádegismatur. Það versta sem þau geta sagt er nei. Oft virkar þetta líka á nýjum matsölustöðum (virkaði hjá mér á Plan B Burger um daginn). Eldri staðir eru oft þreyttir á spurningunni og líklega með skrifað á töfluna hjá sér „Barnamáltíðir eru aðeins fyrir 12 ára og yngri,“ eða eitthvað álíka.

9) Afslættir

Kíktu á afsláttavefsíður eða öpp áður en að þú ferð út að borða, sérstaklega ef það er um miðjan dag svo sem eftir skóla, þá eru bestar líkur á afslætti. Vefsíðan 2fyrir1.is sýnir þér tilboð á matsölustöðum o.fl. Maður stofnar fríann reikning og getur svo virkt til boðin. Einnig er sniðugt að nota Nova appið. Þú smellir á 2F1 og skoðar þar tilboðin. Tekið skal fram að þetta eru ekki aðeins 2 fyrir 1 tilboð, það eru allskonar tilboð í boði. Appið Icelandic Coupons er líka sniðugt en til þess að nota það þarf maður að hafa fengið lykilorð.

10) Appyhour. Þetta er app sem sýnir manni hvar happy hour er og hvar sé hægt að fá ódýrasta bjórinn eða vínglasið. Að sjálfsögðu mæli ég ekki með því að kaupa hann þar sem að við erum

strangheiðarlegir framhaldsskólanem ar. Verð eru oft á bilinu 500-1000 kall. Einnig er hægt að nota vefsíðuna 2fyrir1.is.

11) Fanny-pack á djamminu. Þú vilt ekki skilja veskið eftir í ein hverri úlpuhrúgu á sófa á Dub. Ég lenti í því um daginn að einhver fór óvart í úlpuna mína í stað þeirra (á strangheiðarlegri samkundu), heppi lega var manneskjan ekki farin út og ég skipti við hana á úlpum. Skiptu veskinu út fyrir ófrítt en praktískt fanny-pack og verndaðu eigur þínar. Þú getur þá verið með húslykilinn, símann og hleðslukubb á þér.

Að lokum vil ég segja að í neyð hjálpar löggan. Ekki misnota aðstoð hennar en ef maður er í algjöru veseni: síminn dauður, maður ölvaður (af sykruðum ávaxtasafa), klukkan er margt og kalt úti, þá er löggan þarna til þess að hjálpa. Hún tekur þig ekkert niður á stöð heldur keyrir hún þig heim. Löggan er þarna til að hjálpa. Frekar en að lenda í einhverju veseni og húkka far hjá einverjum ókunn ugum, röltu þá bara niður á stöð eða finndu löggu í grenndinni.

Stay safe baby bud.

Framhaldsskólablaðið | 7F EBRÚAR 2022 Opnum snemma lokum seint Á morgnana, í hádeginu, á hraðferð heim eða í kvöldsnar lið... við erum til staðar fyrir þig! Ný og spennandi tilboð í hverri viku og alltaf girnilegt Combo tilboð sem þú getur gripið með.

Hvaða Bónusgrís ert þú?

Flest A): Gamli grísinn

Þú ert gömul sál. Þú átt erfitt með breytingar og óttast það að vera skipt út fyrir yngri, bleikari og fallegri grís. Þú ert líka dópisti og dáldið hellaður á því en ég dæmi ekki. Öllum þykir þú skemmtilegur grís og þín verður sárt saknað.

Táknmál

skólum

" Elís Þór Traustason

Hver hefur ekki lent í því að þurfa að öskra í eyrað á vini sínum inni á háværum stað eða að þurfa að hvísla í kennslustund til að trufla ekki hina. Það var bylting þegar manneskjur lærðu að skrifa og lesa, svo varð önnur bylting þegar við fórum að geta sent skilaboð á netinu og sent myndbönd til hvers annars. Þetta eru aðrir miðlunarhættir tungumáls okkar en hugsið ykkur ef við gætum opnað á glænýjan miðlunarhátt sem þegar er til: táknmál.

Ólíkt því sem margir halda þá er táknmál óháð raddmálum (eins og talaðri íslensku). Þau búa yfir fullbúnu málkerfi með sína eigin málfræði, orð flokka, setningargerð og „hljóðfræði.“ Táknmál eru líka mörg, t.d. geta íslenskir táknmálstalendur ekki skilið breska táknmálið. Íslenskt táknmál (oft skammstafað ÍTM) er talað af um 300 manns að móðurmáli og er eitt af tveimur viðurkenndum tungumálum Íslands (hitt er auðvitað íslenska).

Að læra táknmál myndi ekki að eins bæta líf þeirra sem nota táknmál að móðurmáli heldur væri það líka frábær hæfileiki að læra tungumál sem er í grunninn gerólíkt því sem fólk þekkir almennt. Auk þess þá er mikið gagn í því að geta tjáð sig sjónrænt með líkamanum en ekki bara með hljóðum og stöfum. Þetta væri bylting í samskiptum fólks ef heil þjóð gæti tjáð sig með táknmáli. Ef það gengi vel gætu aðrar þjóðir fylgt eftir.

Nokkrir framhaldsskólar bjóða upp á kennslu í ÍTM en flestir á byrj endastigi og allavega einn skóli býður upp á táknmál fyrir nemendur. Aðeins einn skóli kennir fyrst og fremst á táknmáli, aðallega fyrir heyrnarskerta nemendur.

Í þessari nýju táknmálsframtíð myndu börn byrja að læra táknmál á yngsta stigi grunnskóla, aðallega með því að hvetja þau til þess að nota það. Börn læra mál best með því að lifa í ákveðnu málumhverfi, frekar en að lesa þurrar málfræðibækur í 7. bekk eða í framhaldsskóla.

Þetta yrði gífurleg breyting hjá einstaklingum sem nota táknmál í sínu daglega lífi ef öll þjóðin gæti skilið þá og svarað á þeirra máli, í stað þess að einstaklingar með mikla heyrnar skerðingu neyðist sífellt til að laga sig að miðlunarhætti sem þeir hafa takmarkaðan aðgang að.

Flest B) Nýi grísinn

Þú ert ungur grís í anda. Þú vilt vera í tísku og vinsæll eins og hamborgarahryggur á jólum. Fólk tók ekki vel í þig til að byrja með en þau munu koma til með að elska þig jafn mikið. Þú þarft að vinna í þér og standa með sjálfum þér, ekki öllum þarf að líka vel við þig og það er allt í lagi. Sumt fólk mun halda áfram að versla í Krónunni og það er allt í lagi.

Flest C) Blikkandi grísinn

Þú ert óviðeigandi og óþarfur. Þú ert með of sterka sjálfsmynd, mitt markmið er að brjóta þessa sjálfs mynd niður. Þú ferð yfir mörk allra sem stíga saklausum fæti inn fyrir dyr Bónus, ég þarf ekki að láta áreita mig meðan ég kaupi samlokurnar mínar. Vík frá mér, greddupadda.

Flest D) 3D grísinn

Þú ert uppruni martraða minna. Þú ert óheilagt brot gegn náttúrulög málum eðlisfræðinnar. Tilurð þín er gapandi svarthol í siðferði skapara þíns. Þú ert ástæðan fyrir nauðsyn þess að hafa gjaldfrjálsa sálfræði þjónustu. Vík frá mér, óskapnað arsvín!

Hversu mikið kjánaprik ertu?

Taktu prófið og sjáðu hvar þú stendur á kjánapriks-rófinu

" Ingveldur Þóra Samúelsdóttir

Áhverjum degi greinast 3 Íslendingar á kjánapriks -rófinu. Það að vera kjánaprik getur hamlað möguleikum sjúklingsins á ýmsa vegu. Þó er þetta fyrirbyggjanlegt ástand og fyrsta skrefið til að bregðast við þessum faraldri er að líta inn á við og finna einkennin í sjálfum þér. Taktu prófið hér fyrir neðan og finndu út í dag hvort þú sýnir kjánapriks einkenni.

1. Gefðu þér 5 stig ef þú hefur nokkurntíman haldið því fram að fólk sé svo viðkvæmt í dag og það megi ekkert grínast lengur.

2. Gefðu þér 2 stig ef þú hefur einhvern tímann sagt fyrirgefðu við dauðan hlut eftir að hafa rekist í hann.

3. Gefðu þér 5 stig ef þú hefur einhvern tímann sagt „þetta er vandræðarlegt“ í vandræðalegum aðstæðum og þannig gert aðstæðurnar tíu sinnum vandræðalegri

4. Gefðu þér 3 stig ef þú býrð í Grafarvoginum, og 1 aukastig ef þú ert stolt/ur af því að búa í Grafarvog inum.

5. Gefðu þér 5 stig ef þú pantar túnfiskbát á subway.

6. Gefðu þér 3 stig ef þú hefur oftar en einu sinni hringt þig inn veika/n í vinnu eða skóla því þú varst of þunn/ur til að mæta.

7. Gefðu þér 2 stig ef þú hefur einhvern tímann kom ist að því í lok dags að þú varst í öfugum bol allan daginn.

8. Gefðu þér 5 stig ef þú hefur einhvern tímann stíflað klósett heima hjá einhverjum öðrum, 1 aukastig ef þetta var í fyrsta skiptið sem þið hittust heima hjá einstaklingnum og annað 1 aukastig ef þetta var á fyrsta stefnumóti.

9. Gefðu þér 1 stig fyrir hvert skipti sem þú þurftir að endurtaka bóklega bílprófið.

10. Gefðu þér 1 stig ef þú ert virkur Reddit notandi.

11. Gefðu þér 1 stig fyrir hvern áfanga sem þú hefur fallið í oftar en einu sinni.

12.

Gefðu þér 5 stig ef þú nýtir ekki kosningaréttinn þinn.

13. Gefðu þér 1 stig ef þú drekkur pepsi max lime.

14. Gefðu þér 1 stig fyrir hvert skipti sem þú hefur farið til útlanda í heimsfaraldri.

15.

Gefðu þér 2 stig ef þú færð þér döðlur á pizzu.

0-10

" Elís
8 | Framhaldsskólablaðið F EBRÚAR 2 022
Penni:
Þór Traustason Bónusgrísinn er án efa frægasti grís landsins og eitt þekktasta vörumerki íslenskra verslana. Það vakti mikla athygli þegar honum var breytt seinasta haust og umskiptin hafa farið misvel í fólk. En þráir þú að vita hvaða grís lýsir þér best? Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér? A. Gömul sál B. Alltaf í tísku C. Sexý bitch D. Ég á enga vini Hvenær lokar búðin þín? A. Kl. 19 B. Kl. 20 C. Opið allan sólarhringinn <3 D. Opnar aldrei Er ódýrt að versla hjá þér? A. Já B. Heldur betur C. You know it D. Nei Á ég að óttast þig? A. Smá B. Pínu C. 100% D. Hlauptu! Ertu með latt auga? A. Já B. Nei C. Blikk D. ER ÉG MEÐ AUGU?!?!? Er tilvist mín réttlætanleg? A. Já B. Umdeilt C. Nei D. Vík frá mér, SATAN! Nota ég gras? A. Já, auðvitað B. Nei, hvað meinarðu C. Nei, en væri til í það D. Hvað hef ég ekki notað Hef ég komið til Færeyja A. Já B. Nei C. Ekki enn þá D. Eg eri føroyskur
í
stig: Þú ert með allt upp um þig þú þarna fröken fullkomin. Flott hjá þér! Medalían þín verður send í pósti við fyrsta tækifæri og ætti að koma eftir 2-3 virka daga. 10-20 stig: Þú sýnir væg einkenni kjána priksleika og er mælt með að þú grípur sem fyrst inn í áður en ekki er aftur snúið 20-30 stig: Þú hefur rétt á að skilgreina þig sem kjánaprik. Berðu titilinn með stolti. 30-40 stig: Þú ert að nálg ast hættustig kjánapriksleika. Skoðaðu lífið þitt og ákvarðanir vel og vandlega 40 stigeðafleiri: Þúertsvomik iðkjánaprikað þúertorðinn hættulegursamfé laginuogsjálfum þér. Niðurstöður
að velja hollara
Iseyskyr.is Einfalt
Hentugt millimál Ísey skyr í hentugum umbúðum til að grípa með sér á ferðinni, eftir æfingu eða sem nesti fyrir fólk á öllum aldri. ENG i N SKE i Ð -ekkert vesen

Hvað á ég að læra í háskólaNámshjól Háskóla Íslands

Stefnir þú á að fara í háskóla en veist ekki hvað þig langar að læra? Viltu vita um námsleiðir sem henta þínum áhugasviðum?

Námshjólið er einfalt tól sem Háskóli Íslands hefur þróað til þess að hjálpa nemend um við námsval og minnka brottfall úr skóla. Háskóli Íslands er stærsti skóli landsins og býður upp á flestar námsleiðir og því að vissu leyti auðveldast fyrir íslenska nemendur að sækja þangað. Námshjólið er miðað við námsleiðaval HÍ. Þó má auðvitað nota hjólið til að átta sig á því hvaða svið henti best við hvaða skóla sem er, hérlendis eða á heimsvísu.

Hægt er að finna Námshjólið á vef slóðinni https://www.hi.is/namsvals hjol og skoða það betur þar, enda gert fyrir tölvu og bæði skemmtilegra og notendavænna heldur en á pappír. Svo er alltaf hægt að heyra í námsog starfsráðgjöf við HÍ fyrir frekari upplýsingar.

Hvernig virkar Námshjólið

1. Finndu viðfangsefni sem þér þykir áhugavert (t.d. Stjórnmál og samfélag)

2. Finndu viðeigandi kassa 3. Skoðaðu allt að 9 dæmi um námsleiðir sem passa við viðfangsefnið (á vefsíðunni eru þær oftast miklu fleiri og langt í frá tæmandi).

Sömu námsleiðirnar eiga það til að koma fyrir í mörgum flokkum, t.d. á hagfræði vel við flokkinn Stjórnmál og samfélag en líka Efnahag, rekstur og lög. Á vefsíðunni eru miklu fleiri fög í hverjum kassa og ég mæli með því að tékka á því. Þar geturðu líka smellt á námsleiðirnar til að fá meiri upplýsingar um hverja og eina fyrir sig. Stjórnmál og samfélag Nám í þessum flokki byggist á samspili einstaklings og samfélags. Áhersla er lögð á málefni einstaklingsins og fé lagsleg tengsl hans, bæði innan sama samfélags og í alþjóðlegu samhengi. Námsleiðir sem falla vel að við fangsefninu:

• Lögfræði

• Sagnfræði

• Hagfræði

• Heimspeki

• Kynjafræði

• Mannfræði

• Stjórnmálafræði

• Sálfræði

• Uppeldis- og menntunarfræði

Efnahagur, lög og rekstur: Áherslur námsins í þessum flokki er meðal annars um hvernig samfélagið er byggt upp út frá lögum og reglum. Auk þess er áhersla lögð á efnahags mál og fjársýslu ýmis konar, viðskipti og rekstur fyrirtækja og opinberra stofnanna.

Námsleiðir sem falla vel að við fangsefninu:

• Hagfræði

• Stjórnmálafræði

• Iðnaðarverkfræði

• Lögfræði

• Stærðfræði

• Viðskiptafræði Hagnýt stærðfræði

• Stjórnmálafræði

Kennsla, siðfræði og mannleg hegðun Námið fjallar um hvernig fólk hugsar, hegðar sér, lærir og þróast. Í ákveðnum námsleiðum er tekist á við mismun andi skynjun á lífinu í mismunandi menningarlegu samhengi. Í öðrum námsleiðum er áhersla á að mennta og kenna börnum og fullorðnum og þau samskipti sem eiga sér stað milli fólks.

Námsleiðir sem henta vel að við fangsefninu:

• Menntunarfræði

• Félagsfræði

• Félagsráðgjöf

• Grunnskólakennarafræði

• Hjúkrunarfræði

• Íþrótta- og heilsufræði

• Þroskaþjálfunarfræði Heilsuefling og heimilisfræði

• Leikskólakennarafræði

Fjölmiðlar, upplýsingatækni og miðlun

Námsleiðirnar fjalla um mismun andi þætti samskipta, miðlun efnis og upplýsinga. Áhersla er á ýmis konar fjölmiðlun, upplýsingaog samskiptatækni og þróun hugbúnaðar.

Námsleiðir sem falla vel að viðfangsefninu Almenn bók menntafræði

• Safnafræði

• Fjölmiðlafræði

• Stjórnmálafræði

• Táknmálsfræði og -túlkun

• Safnafræði

• Tölvunarfræði

• Kvikmyndafræði

• Hugbúnaðarverk fræði

Saga, menning, listir og trú Námsleiðirnar í þessum flokki fjalla til dæmis um skapandi og fagurfræðileg fyrirbæri og tjáningu í samfélagi okkar, listum og menningu. Auk þess fjallar námið í flokknum um það hvað mannfólkið gerir og hefur gert. Áhersla er á rökhugsun, heim speki, og ýmiss konar menningarlega tjáningu, svo sem trú, bókmenntir og hugmyndir í nútíð, fortíð og framtíð.

Námsleiðir sem falla vel að við fangsefninu:

• Almenn bókmenntafræði

• Kínversk fræði

• Mið-Austurlandafræði

• Fornleifafræði

• Skandinavísk fræði

• Kvikmyndafræði

• Sagnfræði

• Guðfræði

• Enska

Tungumál og málvísindi Nám í þessum flokki fjallar um tungu mál á mismunandi vegu. Nemendur læra um uppbyggingu tungumála og tungumálagerðir. Í sumum námsleið um er áherslan á nútíma tungumál, bókmenntir, menningu og sögu ákveðins lands. Í öðrum leiðum er áherslan á klassísk tungumál sem tengjast fyrri menningu.

Námsleiðir sem falla vel að við fangsefninu:

• Almenn málvísindi

• Íslenska Klassísk fræði

• Akademísk enska

• Austur-Asíufræði

• Ritlist

• Táknmálsfræði

• Frönsk fræði

• Samfélagstúlkun

Líftækni og lyf Námsleiðirnar fjalla um þróun og rannsóknir á sviði efnafræði og líf fræði. Til dæmis er í þessum flokki að finna námsleiðir sem fjalla um þróun lyfja og lífefnafræðilegra afurða. Auk þess eru námsleiðir sem fjalla um líf verur, sjúkdóma og sjúkdómsaðferðir.

Námsleiðir sem falla vel að við fangsefninu:

• Efnafræði Lyfjafræði

• Efnaverkfræði

• Geislafræði

• Læknisfræð

• Sjúkraþjálfunarfræði

• Líffræði

Heilsa, líkami og líðan Í þessum flokki eru heilsutengd mál efni, bæði sem meðferð og forvarn ir. Í námsleiðum flokksins er fjallað um líkamsstarfsemi, næringarþörf einstaklinga og hvað þarf til að vera heilbrigður. Í þessum flokki er bæði að finna námsleiðir fyrir þá sem vilja vinna beint með fólki, til dæmis við meðferð sjúklinga en einnig fyrir þá sem vilja greina gögn tengd heilsu einstaklinga og samfélags. Auk þess er að finna námsleiðir þar sem áhersla er lögð á heilsutengd málefni út frá íþróttum, næringu og hreyfingu.

Námsleiðir sem falla vel að við fangsefninu:

• Félagsfræði Félagsráðgjöf

• Geislafræði

• Lyfjafræði

• Læknisfræði

• Sálfræði

• Íþrótta- og heilsufræði

• Næringarfræði

• Sjúkraþjálfunarfræði Verkfræði, raunvísindi, tækni og tölur

Í flokknum er að finna fjölbreyttar námsleiðir sem eiga það sameiginlegt að unnið er með tölur og stærðfræði lega útreikninga á einhverju formi. Námsleiðirnar fjalla um stærðfræðileg líkön og leiðir til að útskýra eða spá fyrir um fyrirbæri auk þess að fjalla um eðli og samhengi efnis, orku, tíma og rúms. Viðfangsefni námsins snúa meðal annars að því að þróa og hanna lausnir tengdar uppbyggingu og rekstri í nútímaþjóðfélagi.

Námsleiðir sem falla vel að við fangsefninu:

• Eðlisfræði

• Efnafræði

• Rafmagns- og tölvunarverk fræði

• Vélaverkfræði

• Hagnýt stærðfræði

• Umhverfis- og byggingaverk fræði

• Lífeindafræði

• Hugbúnaðarverkfræði

• Grunnskólakennsla með

áherslu á náttúrugreinar

Lífríki, umhverfi ogauðlindir Námsleiðirnar í þessum flokki fjalla um umhverfið eða náttúruna sem umlykur okkur og efnin í náttúrunni.

Áhersla er lögð á byggingareiningar lífsins, svo sem sameindir og frum ur, auk þess að fjalla um lífverurnar og samsetningu lífríkisins. Í sumum námsleiðum flokksins er jafnframt áhersla á jörðina og náttúruauðlindir og nýtingu mannsins á umhverfinu.

Námsleiðir sem falla vel að við fangsefninu:

• Ferðamálafræði Matvælafræði

• Líffræði

• Jarðeðlisfræði

• Landfræði

• Umhverfis- og byggingaverk fræði

• Fornleifafræði

• Næringarfræði

• Lífefna- og sameindalíffræði Náms- og starfsráðgjöfHáskóla Íslands

• Bókaðu staðviðtal í síma 5254315

• Símaviðtal milli 12 og 15 virka daga

• Netspjall milli 10 og 12 virka daga

• Tölvupóst á radgjof@hi.is

Skannaðu kóðann til að skoða námshjólið. Svo er alltaf hægt að heyra í náms- og starfsráðgjöf við HÍ fyrir frekari upplýsingar.

• Tannlæknisfræði • Matvælafræði
10 | Framhaldsskólablaðið F EBRÚAR 2 022
Framhaldsskólablaðið | 11F EBRÚAR 2022 LÁTTU LJÓS ÞITT SKÍNA LÆRÐU KVIKMYNDAGERÐ 30 ÁRA REYNSLA Í KVIKMYNDAKENNSLU Tökum við umsóknum á haustmisseri sem hefst 18. ágúst

Hvað (hálflesna) bók (á náttborðinu) ert þú?

Mörg ykkar þekkja þetta. Þú tekur upp bók, lest fimm blaðsíður, leggur hana frá þér. Þú gerir þetta tvo daga í röð. Þú hefur agan. Þú hefur metnaðinn. Eftir sex vikur finnur þú aðra bók. Með þessu móti hefur náttborðinu tekist að sanka að sér ansi veglegu safni. Náttborðið má gorta sig, en bara smá, enda er þetta fjölbreyttur listi. Eitthvað fyrir alla!

" Náttborð(ið)

Svaraðu könnuninni, og finndu hvaða hálflesna bók þú ert!

1. Þú vaknar og það var stormur í nótt. Því miður var rifa á glugganum þínum sem hleypti kulda og raka inn til þín. Þú finnur fyrir kvefeinkennum. Hvað gerir þú?

A. skráir þig veika/veikan/veikt

skólann

klæðir þig vel og tekur gremju þína út á umferðinni

C. sofnar aftur óvart og mætir seint í fyrsta tíma

2. Það er hádegismatur, en allir vinir þínir eru í sóttkví. Þau voru víst í einhverju partýi sem þér

ekki boðið í. Þvílík heppni! Hvað gerir þú?

A. kaupir mat í krónunni og borðar það inn á baði

B. þú situr í þögn og fylgist með bekkjarsystkinum þínum. Þú veltir fyrir þér hvað þessi skrípaleikur snýst um.

C.

3.

kemur til baka hafði einhver óvart tekið svörtu úlpuna þína. Hvað gerir þú?

A. fellur í óstöðvandi ekka. Húsvörðurinn þykist ekki taka eftir því.

B. hringir í yfirvöld. Hér er klárlega um glæpagengi að ræða.

C. tekur bara næstu svörtu úlpu sem þú sért #yolo

4. Þú færð senda aur-rukkun frá litla systkini þínu. Hvað gerir þú?

A. borgar það þegjandi

B. sendir tvöfalt hærri aur-rukkun á þau. Að vera níu ára er engin afsökun fyrir hroka C. lætur það bara eiga sig

5. Mamma þín er ósátt með frammistöðuna þína á seinasta enskuprófi. Hvað gerir þú?

A. útskýrir hvað það var erfitt fyrir þig þegar lang-afi dó fyrir sjö árum

B. segir að þú vildir óska þess að Silvía Nótt væri mamma þín í staðin

C. svarar henni ekki. Þú hefur ekki yrt í hennar átt síðan þú byrjaðir á kynþroska.

Flest A: Morality for Beautiful Girls e. Alexander McCall Smith

Þessi bók er búin að liggja á náttborðinu í að minnsta kosti tvö ár.

Amma lánaði þér hana um jólin í þeirri von að þið gætuð spjallað um hana. Þú last rúmlegan þriðjung bókarinnar. Þú gætir hugsað: ,,kæri penni, hvers vegna mistnotar þú ömmu þína með þessum hætti? Hví skilar þú ekki bara bókinni?” En sannleikurinn er sá, að aðeins óhugnuður bíður á þeim enda. Þú hefur þrjá valmöguleika:

Þú getur skilað bókinni. Þú getur sagt ömmu þinni að þú hafir sérstaklega fýlað myndhverfingarnar um óréttlæti og dauða. En hún mun líklega spyrja þig út í bókina. Lygaturninn mun molna. Auk þess þarftu að lifa með þeirri staðreynd að þú laugst að yndislegri konu sem lánaði þér bókina sína.

Þú getur skilað bókinni. Þú getur sagt ömmu þinni að þú hafir ekki klárað bókina. Hún getur spurt þig hvernig þú hefur ennþá ekki lesið tvö hundruð blaðsíðna bók. Þú hefur enga afsökun. Þú skammast þín.

Þú getur sagt að þú sért með sjálfgreinda lesblindu.

Því miður gengur lífið ekki svona fyrir sig. Við getum ekki bara frestað hlutum endalaust. Þú, kæri lesandi, getur ekki flúið. Þú ert líklega með gyllinæð, og þarft að fara til læknis. Stúdentsprófin munu renna í garð, og þú þarft að læra. Myglan inn á baði mun ekki skána, þú þarft að rífa vegginn. Bókin hennar ömmu klárar sig ekki sjálf, þú þarft að lesa hana. En hvað veit ég? Ég er bara náttborð.

Flest B:

Louder Than Words e. Joe Navarro

Á einhverjum tímapunkti birtist þessi bók í líf þitt.

Þú ert nánast búin/búinn/búið með þessa bók. Þér er eigin lega sama hvort hún sé þvæla eða heilagur sannleikur, því hún er að minnsta kosti grípandi! Eftirlaunaður FBI njósnari dritar niður vanmetin samskiptahæfileika: líkamstjáningu. Í hvert skipti sem þú sest á fund eða kaffihúsahitting er staðan eins. Þú horfir á fætur þeirra: snúa þau sér í átt að þér eða útganginum? Þú horfir á hendurnar þeirra: eru þau að hylja hnakka sinn eða liggja þær makindalega í kjöltu þeirra, eins og sofandi köttur. Þú horfir á svipbrigði þeirra. Þú horfir á að hvernig þau yfirgefa herbergi; hvort þau séu bein í baki eða hokin. Þú veltir fyrir þér svo ósköp miklu, að þú gleymir að hlusta á þau.

Rétt eins og innihald bókarinnar, áttu erfitt með að treysta fólki. Þú átt erfitt með að hleypa fólki inn í líf þitt og kýst fremur einveruna. Ég legg til þess að þú hættir að vera svona upptekin/upptekinn/upptekið af öðru fólki og farir að líta inn á við. Hvenær gastu síðast tekið þátt í samræðum án þess að biðjast afsökunar fyrir óhóflega fótakippi? En hvað veit ég? Ég er bara náttborð.

Flest C:

Into The Water e. Paula Hawkins

Þessi bók lyktar eins og botninn á lego-kassanum á tannlæknastofunni.

Þú last Girl on The Train og hugsaðir: ,,þessi bók er meist araverk! Næsta hálfa árið verður hún uppáhaldsbókin mín! Í hvert skiptið sem einhver minnist á hana mun ég þvinga alla viðstadda að hlusta á mig ekki spoila henni, en vera hættulega nálægt því.” Síðan gleymdir þú að bókin væri til. Fyrir ári sástu gefins bækur í kassa á Hrísey, sem þú gramsaðir góðlátlega í. Aðallega svo allir gætu séð hvað þú ert klár/klárt og leyndar dómsfull/leyndardómsfullur/leyndardómsfullt. Þú tekur eina bók með þér heim. Titilinn Into The Water grípur ekki, og þú mundir ekkert hver Paula Hawkings var. En á botninum stendur í kunnulegu letri New York Times-Bestselling Author of The Girl on The Train. Allar minningarnar hellast yfir þig líkt og alkóhólisminn helltist yfir Rachel. Þú ert ekki tilbúin/ tilbúinn/tilbúið að horfast í augu við þá staðreynd að þetta sé toppurinn.

Þú lest svona þrjá kafla og kemst að þeirri niðurstöðu að bækurnar séu engan vegin sambærilegar.

Rétt eins og þessi bók, hefur lífið ekki staðist væntingar þín ar. Taktu þig til! Við skulum skapa morgundaginn í þeirri trú að hann verði að minnsta kosti áhugaverður. Kæri lesandi, ég legg til að þú farir í þessa ferð til útlanda. Borðaðu kex upp í rúmi (hjá bróður þínum, auðvitað). Ég legg til þess að þú sækir um í háskólanum sem enginn kemst inn í. Talaðu við stelpuna sem þú þorir ekki að tala við. En hvað veit ég? Ég er bara náttborð.

Ljóðin á veggnum

"

The Hunter, e. Odger Nash

The hunter crouches in his blind

‘Neath camouflage of every kind

And conjures up a quacking noise

To lend allure to his decoys

This grown-up man, with pluck and luck is hoping to outwit a duck

To a Mouse, e. Robert Burns

On Turning her up in her Nest, with the Plough, November 1785.

Wee, sleeket, cowran, tim’rous beastie, O, what a panic’s in thy breastie!

Thou need na start awa sae hasty, Wi’ bickerin brattle!

,,Hver setur ljóð upp á vegg?” Ég skil þessa hugsun. Við unga fólkið erum ekki þekkt fyrir svefnherbergi sem rúma marga fermetra. Auk þess er sjaldséð að sjá ungmenni njóta listar sem ekki er kaldhæðin (skiljan lega).

En svona er mál með vexti. Á fyrsta ári í mennta skóla sagði kennari okkur að best væri að hengja glósur á vegginn. Með þessu móti leiðist þér aldrei, og þú munt líklega aldrei sofna án þess að lesa yfir söguglós ur.

Sagan á bak við ljóðin er einfaldlega sú að á öðru ári beið okkar enskupróf. Ljóðin sem urðu eftir á veggnum voru þau sem mér fór að þykja vænt um. Þessi grein er alls ekki áróður, heldur tilviljunarkennt samansafn af tveimur sniðugum ljóðum.

Mér er innilega sama hvað öllum finnst. Þetta er eina manngerða meistaraverkið. Hnitmiðað og sniðugt; fullkomið og skondið. Það er ekkert rökræða eða rífast um. Þetta er einfaldlega góðlátlegt grín af veiðimönnum, sem ég kann líka að meta.

I wad be laith to rin an’ chase thee Wi’ murd’ring pattle!

I’m truly sorry Man’s dominion

Has broken Nature’s social union, An’ justifies that ill opinion, Which makes thee startle, At me, thy poor, earth-born companion, An’ fellow-mortal!

I doubt na, whyles, but thou may thieve; What then? poor beastie, thou maun live!

A daimen-icker in a thrave ’S a sma’ request:

I’ll get a blessin wi’ the lave, An’ never miss ’t!

Kannski má ekki segja svona, en skoska er fyndin. Þetta eru bara fyrstu þrjú erindi ljóðsins, en þau duga vel. Jafnvel fyrsta er indið væri nóg til þess að sanna mikilvægi ljóðsins í morgunrútínu minni. Hvernig er hægt að lesa ,,O, what a panic’s in thy bre astie” og enda ekki í góðu skapi? Ímyndum okkur bara að sögumaðurinn hafi ekki verið að eyðileggja heimili músarinnar fyrir vet urinn. Ímyndum okkur að þetta ,,pani’c” sé fyndið, en ekki músin að óttast fyrir líf sitt á meðan sögumaður semur rímur um þennan harmleik. Hann er með fyndin hreim!

12 | Framhaldsskólablaðið F EBRÚAR 2 022
í
B.
var
Hvers vegna er allt svona yfirborðskennt? Þú gnístir tönnum og bælir þörfinni að kasta fartölvunni þinni á gólfið.
þú sest hjá hinum vinum þínum, því þú ert ekki í 8.bekk
Þú ferð á íshokkí æfinguna þína. Þegar þú
Penni: Embla Waage

FERSK

UPPLIFUN

Jafnrétti… og svo hvað?

Hverjar eru helstu áskoranir hinsegin ungmenna? Könnun á vegum Samtakanna 78’ sem fjallaði um upplifun hinsegin ungmenna í skólakerfinu hér á landi leiddi það í ljós að um þriðjungur nemenda finni til óöryggis í skól anum vegna kynhneigðar sinnar og um fimmtungur vegna kyntjáningar. Þetta óöryggi er ekki að ástæðulausu en þessi ungmenni höfðu mörg lent í munnlegu áreiti og jafnvel líkamlegu ofbeldi vegna kynheigðar eða kyntján ingar þeirra.

En af hverju er þetta svona? Af hverju upplifir svona stór hluti ung menna svona mikla fordóma í hinseg in paradísinni Íslandi? Við höldum hinsegin daga og gleðigöngu svo erum við sko alltaf með regnbogafána í glugganum í ágúst, það eru ein hjú skaparlög og hommar mega meira að segja bráðum gefa blóð! Hvers vegna er þetta ekki nóg? Þarf virkilega að vera eitthvað að pæla í þessu lengra, mega ekki bara allir vera eins og þeir eru? Þrátt fyrir að stórir sigrar hafi verið unnir undanfarin ár, t.d þegar að ein hjúskaparlög voru samþykkt, lög um ættleiðingu samkynja para eða lög um kynrænt sjálfstæði, þýðir það ekki að hómófóbía sé ekki lengur til. Hún er bara ekki jafn kerfisbundin. Það er ennþá mismunað gegn hinseg in fólki í kerfinu, t.d þurfti transfólk að borga fyrir breytta kynskráningu í þjóðskrá, þegar flestar skráningar eru fríar. Samfélagið okkar er ennþá ekki laust við gagnkynhneigð og sískynja viðmið, sem gera ráð fyrir því að allir séu einmitt það, gagnkynhneigðir og sískynja. Þessi viðmið gera hinsegin fólki mjög erfitt fyrir, meira að segja eftir að það kemur út, því það þarf alltaf að koma út upp á nýtt þegar það kemur á nýja staði, sem er ótrú lega þreytandi. Fordómarnir eru líka ekki jafn sýnilegir og áður fyrr, þeir birtast oft í daglegum athöfnum sem athugasemdir eða umhverfisþættir, sem eru ekkert endilega úthugsaðir til þess að ýta undir jaðarsetningu eða staðalmyndir. Þetta kallast öráreitni og byggir oft á staðalmyndum hinsegin fólks, t.d hrós um að fólk líti ekki út fyrir að vera trans, kynjaskipt salerni fyrir karla og konur en ekki kynseg in fólk, að nota orðið “gay” eða að

eitthvað sé hommalegt á neikvæðan og niðrandi máta eða að finnast það móðgandi að einhver haldi að maður sé hinsegin.

Saga hinsegin Íslendinga er fram að seinni hluta 20. aldar er mjög hul in en eftir stofnun Samtakanna ‘78, hagsmunasamtaka hinsegin fólks og vitundarvakningar meðal fólks hefur sýnileikinn aukist. Samt höfum við alltaf verið hérna. Brennu-Njálssaga sýnir mögulega fyrstu hinsegin Ís lendingana sem við vitum af, Njál og Gunnar á Hlíðarenda, sem elskuðu og studdu hvorn annan, meira að segja þegar það hentaði ekki. Það er skoðun sumra að allri réttindabaráttu sé í raun lokið og þeir sem eru ennþá á móti hinsegin fólki eða hafi fordóma gegn þeim séu það fáir að það hafi ekki áhrif á hinsegin samfélagið lengur. Í byrjun síðustu aldar vorum við ekki til, allt var ömurlegt og erfitt, margir dóu úr alnæmi rétt fyrir aldamót en svo tók fólk nokkra slagi og núna er Ísland alveg svaka frjálslynt og allir búa í sátt og samlyndi. Þessi skoðun gengur ekki út frá hlutunum eins og þeir eru í dag, gerir ekki nógu góða grein fyrir því hvernig hlutirnir voru og gerir í raun lítið úr baráttunni sem

hefur átt sér stað. Þessi skoðun ýtir öllum óþægindum í burt. Hún neyðir fólk til þess að líta ekki í eigin barm svo það hugsi sig um hvort það hafi tekið þátt í kúgun hinsegin fólks. Þetta gerir það að verkum að okkur finnst vandamálin vera fjarlæg, bæði í tíma og í staðsetningu. Því allt þetta slæma er bara að gerast í útlöndum eða bara alls ekki á þessari öld, aumingja fólkið í Rússlandi og fólkið í gamla daga. Það eru allir vinir á tuttugustu og fyrstu öldinni á Íslandi. Margt hinsegin fólk tekur undir þessa skoðun, sem er al veg skiljanlegt. Það er þreytandi að standa í eilífri baráttu við samfélagið í kringum sig.

Þó að við séum vissulega komin lengra en aðrir er það ekki sjálfgef ið. Réttindin sem hafa áunnist eftir margra ára baráttu geta verið tekin í burtu á svipstundu. Ísland er svoköll uð “jafnréttisparadís” sem trónir hátt, ef ekki efst, á listum yfir jafnrétti, en af hverju mismunar þá dómskerfið gegn þolendum ofbeldis? Af hverju er börnum sem fæddust á Íslandi og óléttum einstaklingum vísað úr landi? Af hverju fá ekki allir að lifa við öryggi?

Sá hópur innan hinsegin samfé lagsins sem líður hvað verst í skólum

Öskudagsbúningar

Öskudagurinn er væntanlegur. Ég veit. Þú vilt sko ekki vera eina manneskjan í skólanum sem er ekki í búningi. Engar áhyggjur, því ég er sko með nokkrar pottþéttar búningahugmyndir fyrir þig. Hér skal ég segja þér hvað þú þarft og hvernig þú setur þá saman.

" Penni: Gabriella Sif Bjarnadóttir

Covid prófs pinni

Til þess að klæðast þessum búningi þarftu eftirfarandi: Hvítan bol, hvítar buxur og fluffy hvíta lamb húshettu.

Aðferð: Þú klæðist bolnum. Þú klæðist buxunum. Þú setur á þig lambhús hettuna.

Voila, þú ert covid prófs pinni. Nú getur þú farið að bora í nefið á fólki.

Gúnn/Gýna/Gúnt

Þú munt þurfa: húfu, of stóra peysu, buxur sem síga, að leiðrétta fallbeyg ingu allra.

Aðferð: Klæddu þig í þetta.

Smartypants

Þú munt þurfa: Buxur, próf sem bera góða einkunn (frá þér eða klára vini þínum) og heftara.

Aðferð: þú heftar prófin við buxurn ar. Þú klæðist buxunum.

Bátur

Í þennan búning munt þurfa eftir farandi: Pappakassa, skæri/hníf, límband, málningu, 2 bönd, bláann bol, bláar sokkabuxur.

Aðferð: Límdu saman lok og botn kassans og skerðu ferhyrnt gat í miðju bátsins. Þetta er gatið sem líkaminn þinn verður í. Hlutinn sem þú skilur eftir myndar skut bátsins. Notaðu pappann sem er skorinn til þess að mynda framhlið bátsins með því að beygla horn á pappann. Límdu papp ann við bátinn. Málaðu nú bátinn og öldur á hann. Bittu nú bönd á bátinn sem liggja svo á öxlum þínum. Klæddu þig nú bláu fötunum og skelltu þér ánei, í bátinn!

Life

Til þess að klæðast þessum búningi þarft þú: sítrónur, nafnspjald og penna.

Aðferð: þú skrifar á nafnspjaldið: „Hi my name is LIFE,“ þú festir nafn spjaldið á bolinn þinn, þú gengur um og gefur fólki sítrónur.

Brauðrist (hópbúningur)

Aðilar 1 & 3 munu þurfa: 2 pappa kassa, skæri/hníf, band og silfurlit aða málningu.

Aðili 2 mun þurfa: að breyta sér í risað brauð

Aðferð: Aðilar 1 & 3 skera hluta af kössunum sínum líkt og í bátabúningn um. Ristaða brauðið kemur sér fyrir á milli kassanna. Aðilar 1 & 3 nota þessa pappahluta til þess að framlengja hliðar sínar í átt að miðju og umlykja þannig ristaða brauðið.

Diogenes

Þú munt þurfa: tunnu

Aðferð: farðu í tunnuna þína

Mammaþín

Þú munt þurfa: mammaþín

Aðferð: mammaþín

Slutty spörvi

Þú munt þurfa: sokkabönd, corset, fjaðrapels

Aðferð: Þú klæðist þessu og ferð að narta í fingurgóma fólks

landsins eru nemendur sem tilheyra trans-regnhlífinni. Þetta eru nemendur sem skilgreina sig sem kynsegin eða eru með kynvitund sem samræmist ekki kyninu sem því var úthlutað við fæðingu. Það besta sem er hægt að gera til að láta þessum einstaklingum líða betur er að fræða. Ef fólk er nógu upplýst og frætt verður allt svo miklu auðveldara. Það eru oft litlir hlutir sem skipta máli, eins og að fara fornafna hring þegar maður kemur á nýjan stað, að setja fornafnið eða fornöfnin sem maður notar í bio á twitter eða instagram og að hafa ókynjuð klósett. Það er líka hægt að æfa sig að nota kynhlutlaust mál, eins og að ávarpa hóp af fólki sem fólk, gesti eða vini í staðinn fyrir “dömur og herrar”, spyrja hvort að öll séu tilbúin en ekki allir og að vera með opinn hug. Þetta er ekkert svakalega flókið. Nýlega hafa nokkur ný fornöfn rutt sér til rúms í tungumálinu, m.a hán, hé og hín. Rannsóknir sýna fram á það að það eitt að nota rétt fornöfn hefur góð áhrif á sjálfsöryggi, sjálfsmynd og geðheilsu og dregið úr vanlíðan einstaklinga. Það getur alveg verið ruglandi að byrja að nota ný fornöfn, það er alveg venjulegt að finnast eitthvað skrýtið og erfitt að

bæta við, en það þarf bara að æfa sig. Með opnara samfélagi, meiri fræðslu og tíma verður þetta einfaldara og einfaldara.

Það eru margir hinsegin unglingar og börn sem eiga ekki öruggan stað til að vera þau sjálf, en þess vegna er mikilvægt að skólakerfið taki við þeim með opnum örmum og geti sýnt þeim að það sé í lagi að vera þau sjálf. Hinsegin unglingar eru í mun meiri hættu á að skaða sjálfa sig eða að vera beittir líkamlegu og andlegu ofbeldi vegna kynhneigðar sinnar eða kynvit undar en gagnkynhneigðir og sískynja jafnaldrar þeirra, sem er mjög sorgleg staðreynd, sérstaklega á Íslandi, miðað við hve langt við erum komin í sam anburði við önnur lönd.

Það sem skiptir mestu máli er að þó að það taki tíma, þá eru hlutirnir að breytast. Það er byrjað að sjást hve fljótt fólk getur verið að taka á móti því sem er nýtt og óþekkt, læra á það og halda svo áfram með þá vitneskju. Breytingar taka vissulega tíma en svo lengi sem þær eru að eiga sér stað og við komum öll fram við hvort annað með virðingu og samkennd erum við á réttri leið.

French kiss

Í þennann búning munt þú þurfa: röndóttan bol, rauðan hálsklút, betet húfu og andlitsmálningu

Aðferð: þú ferð í bolinn. Þú bindur hálsklútinn um hálsinn. Þú setur beret húfuna á hausinn á þér. Þú googlar kiss makeup og málar þig svoleiðis.

Caesar Þú þarft: lak

Aðferð: bittu hnút

Íslenska sauðkindin

Til þess að klæðast þessum búningi munt þú þurfa: gærur frá IKEA og

svartar sokkabuxur Aðferð: Þú saumar gærurnar saman. Þú setur sokkabuxurnar á hausinn á þér. Voila

Deginum er bjargað. Verði þér að góðu.

Þó að við séum vissulega komin lengra en aðrir er það ekki sjálfgefið.
" Penni: Salka Snæbrá Hrannarsdóttir
14 | Framhaldsskólablaðið F EBRÚAR 2 022
Námsmannaíbúðir til leigu Byggingafélag Námsmanna hefur til leigu einstaklings-, par- og fjölskylduíbúðir í Reykjavík og Hafnarfirði, fyrir námsmenn. Stærðir íbúða eru á bilinu 40-70 fermetrar. Hagstætt leiguverð og góð þjónusta umsjónarmanna sem unnt er að kalla til ef eitthvað þarf að laga. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.bn.is eða á skrifstofu félagsins að Skeifunni 19, 4.hæð, s. 570-6600. Opið frá 10.00 – 14.00 alla virka daga.

Félagslífið við Háskóla Íslands

Meira er talað um félagslíf í framhaldsskóla en

Nemendafélög við Háskóla Íslands

Hver námsleið innan HÍ hefur sitt eigið nemendafélag, t.d. Orator – félag lögfræði nema eða Anima – félag hjúkrunarnema í grunnnámi. Stundum deila nokkrar námsleiðir sama nemendafélagi, eins og nemendafélagið Linguae sem er opið öllum sem læra erlend tungumál við HÍ.

Nöfn nemendafélaganna eru stundum vísun í námsefnið sjálft (Kuml – fornleifa fræðinemar), í goðafræði (Mímir – íslenskuog málvísindanemar), á latínu (Orator – lögfræðinemar) eða ófrumlegar lýsingar á félaginu (Félag læknanema). Hægt er að finna öll nemendafélög á vefsíðu Stúdentaráðs, student.is eða á vefslóðinni https://student.is/nemendafelog/

Nemendafélög bjóða upp á alls kyns við burði fyrir félagsmeðlimi sína, eins og vísinda ferðir og árshátíðir með það að markmiði að hrista saman fólk í sama námi og halda uppi góðu félagslífi.

Vísindaferðir

Vísindaferðir byrjuðu hjá náttúruvísinda greinunum (þess vegna heitir það vísindaferð) en öll nemendafélög skipuleggja vísindaferðir til stofnanna og fyrirtækja. Þá bjóða fyrir tæki og stofnanir nemum til sín til að kynna starfsemi sína og í staðinn fá nemar smá bjór og vín.

Oftast er tenging milli námsins og fyrirtæk isins/stofnunarinnar sem býður (t.d. Bókafor lög bjóða frekar bókmennta- og íslenskunem um heldur en verkfræðinemum). Vísindaferðir eiga að kynna starfsmöguleika eftir nám og gefa nemum afsökun til að þamba frítt áfengi.

Stúdentakjallarinn

Stúdentakjallarinn er veitingastaður og bar á háskólasvæðinu. Þar býðst öllum fínn matur og

drykkur á góðu verði. Á staðnum eru reglulegir viðburðir haldnir og stöðug dagskrá í boði.

Stúdentaráðið, nefndir og stúdentapólitík

Stúdentaráð Háskóla Íslands eða SHÍ berst fyrir og stendur vörð um réttindi stúdenta við HÍ auk þess sem það skipuleggur skemmtilega viðburði og heldur uppi ýmis konar starfsemi.

Það er því nokkurs konar yfirnemendafélag.

Í því sitja 17 fulltrúar sem eru kosnir á hverju ári. Stúdentaráð starfrækir ýmsar nefndir, t.d. Félagslífs- og menningarnefnd, Alþjóðanefnd og Jafnréttisnefnd, sem halda uppi alls kyns þjónustu fyrir nema og fólk getur leitað til.

Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og staðið að baki helstu framförum, stórum sem smáum, í þágu stúdenta við HÍ, allt frá mötuneyti til byggingu Stúdentagarða. SHÍ hefur einnig stutt almenna réttindabaráttu.

Röskva og Vaka

Frá því að leynilegar listakosningar voru fyrst haldnar voru stofnuð ýmis kosningabandalög (ekki ólíkt stjórnmálaflokkum). Þau saman standa af stúdentum sem aðhyllast svipaðar skoðanir og hafa sömu áherslur í réttindabar áttu sinni.

Vaka – hagsmunafélag stúdenta (stofnað 1935) er elsta enn starfandi kosningabandalag ið í sögu SHÍ. Framboðslitur þeirra er gulur.

Röskva – stúdentahreyfing (stofnuð 1988)

varð til við samruna tveggja hreyfinga, Félagi vinstri manna og Umbótasinna. Framboðslitur þeirra er rauður.

Félagsstofnun stúdenta og stúdentagarðar Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignarstofnun sem sér um að halda utan um og veita nemum Háskóla Íslands ýmsa þjónustu. Stofnunin sér m.a. um Hámu, mötuneyti stúdenta, Stúdenta kjallarann, Bóksölu stúdenta og Stúdentagarð ana. Aðild að stofnunninni eiga allir nemar við HÍ, Stúdentaráð, Háskóli Íslands og Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmálaráðuneytið. Í stjórn FS sitja fimm fulltrúar: þrír eru tilnefndir af Stúdentaráði, einn af HÍ og einn af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála ráðuneytinu.

16 | Framhaldsskólablaðið F EBRÚAR 2 022 Námsráð beint frá Helvíti

1. Mættu í tíma

Ég veit, það er snjór úti og niðamyrkur og þig langar helst að skríða aftur upp í rúm og sofa fram að jólum. Það eina að finna innri vilja styrk og dröslast upp í skóla, þó að þú rotist fram á skólaborðið áður en að fimm mínútur eru liðnar af tímanum er sigur. Þú ert sterkari en þú heldur, ætlaru að sofa þangað til að þú drepst? Nei. Hélt ekki, þú ætlar að vakna á hverjum einasta degi.

2. Mættu í próf Þó að þú skítir bókstaflega upp á bak, þá er betra að mæta heldur en að skrópa í próf. Í versta falli veistu við hverju þú átt að búast þegar þú tekur áfangan í annað/þriðja skipti.

3. Ekki taka öllu of alvarlega Okei, ekki vera algjör tossi en í fullustu alvöru ekki vera með of háar kröfur til sjálfs þíns. Þú munt fokka upp og þér mun líða hræðilega. Til þess að líða aðeins minna hræðilega er best að taka þessu bara ekki alveg svona alvarlega.

4. Sumt er hræðilega leiðinlegt

Sumt af námsefninu er svo drep leiðinlegt að þú óskar af öllum þínum lífs og sálar kröftum að þú værir frekar einhverstaðar á suður landi að grafa skurð með matskeið. Í alvöru ég myndi frekar borða gler en að læra á excel aftur. En lífið er erfitt og ósanngjarnt og við sættum okkur við það.

5. Lærðu að sníkja glósur eins og þú eigir lífið að leysa Það er væntanlega best að gera sínar eigin glósur en stundum er einfaldlega ekki tími til staðar eða námsefnið er svo torskilið að mað ur myndi skilja morskóða betur. Þá er gott að

vera lúmskur í því að sníkja glósur svo maður gangi inn í prófið með allavega háft vitið í kollinum.

6. Stundum þarf maður að „worksmart not hard“

Það er best að vera alltaf sniðugastur/ust/ast frekar en klárust/astur/ast, finna vefsíður til að hjálpa þér með námsefnið og próf frekar að vinna eins og asni og svo fattaru að þú hefðir

geta eytt helmingi minni

varst að gera.

Maryland-kex

er eiginlega

Í TVÖFÖLDUM ENSKUTÍMA ANSKOTINN HAFI ÞAÐ? Svo líður það yfir, þú nærð að anda eðlilega og lærir ekkert af reynslunni.

10. Hefuru verið í Menntaskóla ef þú hefur ekki fengið 3,9 á prófi sem þú lærðir í tvo daga fyrir?

Nei. Það er bara eitt svar. Þér mun ganga illa einhvern tíman, best að sætta sig við það strax. Þú munt efast um eigin gáfur í smá stund en svo kemstu yfir það, já það sökkar en svo gerir flest líka.

11. Forgangsröðun er fyrir aumingja Forgangsröðun blablablabla, ég nenni ekki að heyra þetta lengur. Ef ég vil taka all-nighter aðra hverja viku þá geri ég það bara. Mun það gera eitthvað gott? Nei. En ég neita að gera nokkurn hlut sem einhver hefur sagt mér að gera.

" Penni: Elís Þór Traustason
tíma í það sem þú
7.
og tilboð fátæka mannsins eru bestu vinir þínir Þú munt eyða svo viðurstyggilega miklum pening í mat þegar þú byrjar í menntaskóla það
ekki fyndið. Maryland-kex kostar svona 80kr og tilboð fátæka mannsins á deig sem er beygla, sætabrauð og drykkur kostar 1000 kr. Verði þér að góðu. 8. SVEFN ER LÍFSNAUÐSYN EKKI ÁHUGAMÁL SEM SKAL VANRÆKJA Er sjálf sek um þetta ætla ekki að ljúga en í guðanna bænum, farið að sofa á ásættanlegum tíma það gerir lífið ögn auðveldara. 9. Stundum er klukkan 9 á miðvikudagsmorgni og þú ert hársbreidd frá hjartaáfalli sökum koffín ofneyslu Til að vera raunsæ, það fer enginn eftir ráði 8. þannig að venjist þessu bara. Kemur fyrir á bestu bæjum: maður er búinn að þamba tvo nocco og hálfan monster og allt í einu finnur maður fyrir hjartslættinum í hálsinum og þú getur ekki haldið á blýanti vegna handa þinna sem skjálfa. Ó nei, er þetta endirinn? Mun ég deyja svona?
félagslíf í háskóla þótt félagslífið í háskólum geti verið jafn spennandi. Háskóli Íslands býður upp á virkt og fjölbreytt félagslíf og þjónustu fyrir háskólanema.
Þar sem að ég er (vonandi) að fara ljúka menntaskólagöngu minni í vor er ég nú margs vísari en ég var fyrir aðeins minna en þrem árum. Ég hef lært margt tilgangslaust og tilgangslausara. Auk þess hef ég lært að redda mér í gegnum ýmsu andskota og hvernig skal koma sér út úr leiðilegustu verkefnum. Hér ætla ég að deila nokkrum ráðum sem ég hef notað óspart á göngu minni um menntaveginn.

Valentínusardagurinn

…fyrir alla

Valentínusardagurinn er hefð sem rekja má langt aftur.

Margir hyggjast taka heiðurinn á þessum merka degi.

Kaþólska kirkjan bendir til dæmis á þrjá mismunandi dýrlinga sem allir heita ýmist Valentine eða Valentin us. Sumar sögurnar greina frá manni sem aðstoðaði rómverska hermenn að giftast í leyni. Þetta var nauðsyn þegar keisarinn Claudius II ákvað að einhleypir hermenn kæmu meiru í verk en þeir giftu. Aðrar lýsa manni sem aðstoðaði kristna menn að flýja óblíða fangelsisvist Rómverja. Ein önnur greinir frá fyrsta valentínusarkortinu, en það á Valentínus sjálfur að hafa sent dóttur fangavarðarins í fyrrnefnda fangelsinu.

Síðan fyrirfinnast auðvitað þeir sem telja að kristnir menn hafi stolið hefðinni frá heiðnum mönnum. En það væri að sjálfsögðu algjörlega úr karakter fyrir kristna menn.

Í dag einkennist dagurinn af kvíða, ást, greddu og óhóflegri neyslu. Ef þú ert ráðalaus hvað gera skal á þessum merka degiengar áhyggjur! Við höfum undirbúið lista af nauðsynjum sem allir geta nýtt sér, sama hver hjúskaparstaða og tilfinningalegur stöðugleiki þinn er.

…fyrir þig sem ert andsnúin/andsnúinn/ andsnúið kapítalískum hefðum: Embla: Farðu heim til þín og starðu á vegg í fjóra klukkutíma. Það eina sem þú mátt hugsa um er hvað kapítalismi er ósann gjarn.

…fyrir þig sem grætur þig í svefn Katrín: Pov: Þú vaknar og bölvar umheiminum fyrir nýjan dag. Þú nuddar stírurnar úr augunum og telur í þig kjarkinn til að rúlla þér fram úr rúminu og niður á gólf. Þá rennur það upp fyrir þér: Í dag er dagur heilags Valentínusar. Nú verður það ekki svartara. -Ef þetta er eitthvað

lesendur þið megið endilega senda góða playlista sem fá mann til að vilja öskra og grenja á [eitthvað netfang. -inserta netfangi hingað idk].

Æji veistu hvað þú ert örugglega allt í lagi

A. Hætt´essu væli bby. Það er í lagi með þig, þetta getur ekki verið svo slæmt. Sumir hafa það bara betra en aðrir og við verðum bara að sætta okkur við það, c´est la vie!!***

*ég er að bulla þetta upp á staðnum

**þetta er allt della og ekki taka neinu af þessu alvarlega

***franska er viðurstyggilegt mál og ég neita að snara þessu

…fyrir þig sem ert (því miður) með maka: Embla: Ögn tvírætt, ég viðurkenni það fúslega. En fyrir marga er Valentínusardagurinn eins konar skriftun hjá ströngum presti. Það sem fylgir er ekki syndaaflausn, heldur eilíf þjáning í helvíti. Tökum Véstein sem dæmi!

Fyrir nákvæmlega einu ári fór dagskrá hans semeftirfarandi:

er að leita sér að gistingu. Stóra systir hans vill húsið mannlaust, því hún ætlar að bjóða kærustunni sinni í kvöldmat. Þá fattar Vésteinn að það sé 14. febrúar. Hann mundi eftir skilaboðinu frá Vigdísi, og leit á það: elsku bóndinn minn, hjartagull, ljós lífs míns<3 ég elska þig út af lífinu. þú hefur gjörsamlega og algjörlega breytt sýn minni á ást þessar sex vikur, þær hafa verið þær bestu á minni ævi<333 ángríns skilur ekki, fyrst þegar við kynntumst…. Það stóð margt fleira en Vésteinn nennti ekki að lesa það. Hann svaraði með klassískum .

11:03 Vigdís hringdi

11:05 Vigdís hringdi

11:06 Vigdís hringdi

11:10 Vésteinn losnaði úr tíma. Hann þorði ekki að hringja í Vigdísi. Hann frétti að Anna og Halldór myndu kannski hætta saman. Þannig, það mætti enginn vita að Vésteinn væri á föstu.

14:30 Vésteinn skrópaði í spænsku til þess að skutlast með blóm til Vigdísar. Þegar hún kæmi heim myndi hún vera hæstánægð. Hann kunni alveg á stelpur. Hann var reyndastur af vinum sínum, með 5 fyrrverandi kærustur (8 ef grunnskóli telst með). Á árshátíðinni í 10. bekk fékk hann titilinn ,,Kvennagull”. Þessi borði hékk ennþá á veggnum hans.

16:15 Vésteini var boðið í spilakvöld hjá Halldóri. Hann segist ætla að mæta.

16:15 Vigdís hringdi.

17:19 Vigdís hringdi

17:57 Vigdís hringir, Vésteinn svarar. Vigdís sannfærði pabba sinn að bóka borð á einhverjum veitingastað í Garða bæ. Vésteinn sagði að hann kæmist ekki, að hann væri á leið í partý.

21:30 Vésteinn fer í spilakvöldið. Hann mætir í sömu fötunum og í skólann, en núna setur hann á sig svita lyktareyði.

22:43 Vigdís hringir.

22:44 Vigdís sendir mynd. Vésteinn kíkir. Þetta er skjá skot af einhverri mynd sem hann á að hafa ‘lækað’ á Instagram í morgun. Vésteinn segist ekki kannast við það og skilur ekki hvers vegna þetta er vandamál.

grein fyrir því að þú sért stak í mengi þeirra sem gráta sig í svefn má einnig gera ráð fyrir því að þú sért einhleyp/ur/t. (Samkvæmt reglu almennar skynsemi 1.1)

B. Samt sem áður vil ég minna á að ef þú verður myrt/ur þá er líklegast að makinn þinn standi á bak við það af öllum í lífi þínu, þannig að ólíklegra að þú verður myrt/ur i guess.

Þú ert örugglega með persónuleika:)

A. Þar sem að þú eyðir stundum þínum í að vera vesæl ingur ætla ég rétt að vona að þú hafir úthlutað þér smá persónutöfrum fyrir tilstilli þjáninga þinnar, ef ekki þá ertu virkilega vesæl/l/t.

Þú ert með góðan tónlistarsmekk

A. Þetta er einfaldlega staðreynd: ef þú grætur þig nógu oft í svefn þá ertu með góða sjálfsvorkunnar playlista. Kæru

6:30 Vésteinn teygir sig að brotna símanum sínum og gerir sig líklegan til þess að ‘snooza’. Hann sér að kærastan, Vigdís, hafi sent á hann skilaboð. Hann dregur þá ályktun að þetta sé ekkert mikilvægt (annars hefði hún bara hringt).

6:45 Klukkan hringir aftur. Vésteinn kíkir á Instagram, ‘lækar’ nokkrar færslur.

7:10 Vésteinn fer á fætur. Hann býr í Grafarvogi, og vill helst ná á undan trafíkinni. Hann stekkur í hvítu Nike íþróttasokkanna sem hann fann á gólfinu og tínir saman útbúnað fyrir daginn. Hann þarf ekki skóla tösku, hann mun örugglega rífa kjaft við kennarana og trufla samnemendur sína í stað þess að fylgjast með í tíma.

7:30 Vésteinn stekkur í rafmagnsbílinn sem foreldrar hans keyptu fyrir hann.

8:10 Vésteinn rétt nær í verklega líffræðitímann. Hann var fastur á bak við bíl með fjórum unglingsstúlkum sem keyrðu eins og þær væru á leið í tannréttingar, og voru að vonast til þess að lenda í bílslysi.

9:30 Vésteinn endar á spjalli við bekkjarbróður sinn, sem

23:02 Vigdís hringir aftur. Halldór tekur eftir því og spyr hann út í það. Vésteinn hefði, undir venjulegum kringumstæðum, ypt öxlum. En hann var nýbúinn að setja í sig sterkt bagg og ekki sjálfum sér líkur. Hann útskýrði því stöðuna fyrir Halldóri. Að ræðunni lok inni áttaði Vésteinn sig á einu: ,,Vigdís er toxic af!”.

23:15 Vésteinn sendir á Vigdísi: við ættum honestly að hætta saman Hann áttaði sig á því hvað Vigdís væri klikkuð, fáránlega uppáþrengjandi og líka bara barnaleg. Auk þess hafði Halldór líka opnað sig gagnvart Vésteini. Þeir gerðu samn ing sín á milli að hætta með kærustunum sínum. Nú gæti Vésteinn loksins farið að tala við Önnu.

23:23 Vésteinn ákvað að valentínusardagurinn væri versti dagurinn á árinu. Halldór hætti við að hætta með Önnu. Á morgun þarf Vésteinn að biðjast afsökunar og kaupa blóm svo Vigdís byrji aftur með honum. Það er allt of dýrt að vera í sambandi.

Valentínusardagurinn er ömurlegur.

" Embla Waage og Katrín Valgerður Gustavsdóttir
Framhaldsskólablaðið | 17F EBRÚAR 2022
sem þú kannast við, ekki örvænta. Þar sem ég hef sett saman skemmtilegan lista* fullan af ýmsum staðreyndum og ráðgjöfum** fyrir þig sem grætur þig í svefn á Valentínusardaginn. Þú ert ein/nn/tt og yfirgefin/nn/ð A. Þar sem að við höfum gert

Kvikmyndir um geðveikar konur

Gone Girl (leikstýrð af David Fincher):

Embla: Næst þegar þú ferð á fyrsta stefnumót með kvikmyndaböffi er mikilvægt að svara nokkrum spurningum samviskusamlega.

Janúarpestin mikla virðist fanga okkur flest. Það var að minnsta kosti staðan hjá okkur þrem enningunum, þegar Katrín smitaðist af veirunni skæðu. En hvað gerist raunverulega í kjölfar sóttkvíar og einangrunar? Margir lýsa frá ótrúlegum niðurstöðum um lífið og dauðann: þau vita nákvæmlega hvað gera skal, svo lengi sem þau losni úr húsi. Ég á enn eftir að heyra niðurstöður sem minna ekki á fyrstu ummerki geðklofa.

Og þó, kannski ber þetta fólk vitneskjuna sem við sauðféð þekkjum ekki?

Við ákváðum að reyna á þessa tilgátu, og lærð um á forrit þeirra í varanlegri sjálfskipaðri einangrun (Discord). Þar horfðum við á kvikmyndir til þess að stytta stundir. Þótt Gabriella hafi horft á myndirnar með okkur, á hún sér líf! Við vonum að orð okkar fylli henn ar mikilfengleg anda.

Í fyrsta lagi: ,,hví sóa ég dýrmæta tíma mínum? Þetta er ekki einstaklingur sem ég vil hefja samband með, og ég laðast heldur ekki að þeim. Þetta er ekki einu sinni upphafið á fallegum vinskap.” Auk þess er mikilvægt að þú svarir þeirra vangaveltum með viðeigandi hætti. Þú munt líklega fá spurninguna: ,,hver er uppáhalds kvikmyndin þín?”

Þau spyrja þig að þessu til þess að komast að tvennu:

a. hvort þú sért Guð (fylgikvillar: D-vítamínskortur og áskrift á r/movies).

b. hvort þú sért hálfviti.

Þér hefur tekist að finna lausn sem leiðir að þriðja valmöguleikanum, því þú ert snillingur: „uppáhaldsmyndin mín er Gone Girl.“

c. hvort þú sért geðveik/geðveikur/geðveikt.

Gone Girl er svoleiðis mynd að þú þarft að tengja við einhvern karakteranna til þess að klára alla myndina, hvað þá lesa bókina! Tökum mig sem dæmi. Þegar ég las bókina, nýútskrifuð úr grunnskóla, tengdi ég við Nick. Hann kemst ekki nálægt væntingum annara, og kýs frekar frestun og uppgjöf. Þegar ég horfi á kvikmyndina í fyrsta skiptið tengi ég meira við Amy. Við dömurnar erum tilbúnar að ganga langar leiðir til þess að fá athygli, sama hvað það kostar! Auk þess hrjáir sama spurningin okkur báðar: ,,hvers vegna löðum við að okkur ýmist borderline -stalkera eða karlmenn sem stunda framhjáhald eins og þeir séu sjómenn?”

Þessar hugdettur breyta litlu, því kvikmyndaböffið er loksins farið, og þú getur undirbúið skattsvik og morð á ný. Því þú ert ekki vandamálið. Þú ert fullkomin.

Jennifer´s body (leikstýrð af Karyn Kusama)

*Vil koma með athugasemd um Portait of a Lady on Fire hlutan: Það var sagan um Ófeig og Evridís.

Katrín: Okei, pældu í þessu: hvað ef þessi þessi stelpa sem er labbandi arkitýpan af fallegu og góðu klappstýrunni er í raun og veru mannæta sem nærist af holdi unglings stráka? Það er eiginlega þessi mynd í hnotskurn. Okei það er lygi þessi mynd er miklu meira en það. Þessi mynd er svo mikil brakandi snilld að ég á erfitt með að koma því í orð. Þess vegna langar mig að vitna óbeint í speki Matthildar Emmu Diegosdóttur og Bryn Galdurs Kristmunds úr lokaverkefni þeirra um “költmyndir”.

Burtséð frá því hvernig myndin var markaðssett: sem rosa hot og sexy hryllings mynd með Megan Fox í aðallhlutverki Jennifer þar sem hún hún gengur um hálfnakin og blóðug, þá er myndin í raun fyrir stelpur. Okei lof mér að útskýra, ætla ekki að ákveða hverjum er heimilt að horfa á myndina og hverjum ekki en þemun í myndinni eru aðallega hlutir sem flestar unglingsstelpur upplifa og geta tengt við. Myndin fjallar í raun um kynferðisofbeldi, vináttu á milli tveggja æskuvinkvenna og hvernig konur hafa staðið fyrir allt sem er illt og óheillavænlegt frá því að Eva tók bitan úr eplinu og manninum kastað út úr Paradís. Í myndinni tekur djöfullinn sér bólfestu Jennifer vegna þess að eitthvað indie-band ætlar að fórna henni fyrir frægð og frama. Það sem klikkar er að fyrir fórnina að virka þarf Jennifer að vera hrein mey, sem hún var ekki. Sökum þess verður Jennifer andsetin og gengur berserksgang þar sem hún hakkar í sig innyfli stráka sem hún tælir til sín. Má segja að fórnar athöfnin hafi verið allegóría fyrir kynferðisofbeldi þar sem að hegð un Jennifer gjörbreytist eftir hana. Auk þess er myndin ákveðin “revenge fantasy” þar sem að Jennifer hefnir sín á gervöllu karlkyninu fyrir það sem hljómsveitin gerði henni, hvort sem að hún var kynferðislega áreitt eða ekki þá var brotið á henni. Hún var leidd út í dimman skóg þar sem að hún var myrt fyrir græðgissýki einhverra indie-plebba. Myndin fékk hræðilega dóma og gjörsamlega “floppaði”. Meirihluti gagnrýnanda voru þó hvítir karlmenn sem sökuðu hana um að vera ekki nógu ógnvekjandi eða nógu sexý. Í heildina var mikið af gagnrýni í garð myndarinnar bullandi kvennhatur frá körl um sem voru að búast við einhverju öðru en þeir sáu.

Midsommar (leikstýrð af Ari Aster)

Katrín: Ef

heilaþvo

væri

“genre”

sem er ekki leikstýrð af konu en ég ætla að leyfa þessari mynd að sleppa. Myndin fjallar um Dani og leit hennar að fjölskyldu sinni (okei kannski ekki alveg). En hverjum hefði dottið

að eftir sjálfsvíg systur þinnar sem tók

foreldra þína í leiðinni að þú myndir finna sjálfan þig í hvítum yfirráð ar sértrúaðarsöfnuði í Svíþjóð?!? Okei ég veit þetta hljómar roooosalega illa. En það er eiginlega snilldin við myndina (ekki samt “white supremacy” dæmið), við endalok myndarinnar ertu korter frá því að æla úr þér lungun og lifrum en á sama tíma er endirinn undarlega hughreystandi. Tek fram að þetta er hryllingsmynd og er alls ekki fyrir viðkvæma, í raun er þetta einn mesti viðbjóður sem ég hef séð. Næst mesti viðbjóður, rétt á eftir Hereditary eftir sama leikstjóra. Langar að nefna uppáhalds atriðið mitt í myndinni þar sem að Dani brotnar niður og er bókstaflega að missa sig úr tilfinningalegu uppnámi, þá koma hinar konur safnaðarins og deila þjáningu hennar. Get eiginlega ekki lýst þessu atriði það er svo undarlega fallegt eitthvað. Eins og í Jennifer´s Body er ákveðin “revenge fantasy” hér á sveimi líka. Dani lætur brenna kærasta sinn lifandi fyrir það að vera ömur legur kærasti og fyrir að uppfylla ekki tilfinningalegu þörfum hennar.

Sko ég er enginn kvikmyndagagnrýnandi og það er örugglega margt sem mætti gagnrýna betur og nánar eins og til dæmis hvernig kynþáttahatur loðir við þessa mynd. Ég hef ekki einu sinni nógu gott miðlalæsi til þess að átta mig á því hvort að myndin lofi eða lasti kynþáttahatur. Samt sem áður finnst mér myndin virði áhorfsins ef þú hefur magan og taugarnar í það.

Suffragette (leikstýrð af Sarah Gavron):

Embla: Gefum okkur það að ég hafi horft á þessa mynd, rétt eins og bæði félagsfræði- og sögu kennarinn lögðu til. Gefum okkur það að hún hafi verið meistaraverk. Þetta eru atburðirnir sem stóðu helst út:

• þegar Herbert Henry Asquith fann upp hugtakið ,,stelpusýklar” til þess að halda Emily Davison í fjarlægð. Þetta hafði reynst honum erfitt, enda skuldaði hann henni háar fjár hæðir.

• þegar súffragetturnar hvöttu alla stuðningsmenn að ganga um í tveimur sokkapörum 16. maí 1912, í þeim tilgangi að sýna samstöðu með málstaðnum. Þegar yfirvöld fréttu af þessu lokuðu þeir holræsum, svo göturnar fylltust af vatni. Súffragetturnar neituðu að skipta um sokka þrátt fyrir þetta.

• þegar súffragetturnar börðu Winston Churchill með hundasvipu og David Lloyd George með regnhlíf.

• þegar Mary Wollstonecraft varð ólétt, og eignaðist nöfnu sína. Síðar giftist afkvæmið Percy Bysshe Shelley og tók upp nafnið Mary Shelley. Já, sú sem skrifaði Frankenstein. þegar súffragetturnar stofnuðu krikket-lið sem hét ,,The Bloody Mary’s” og kepptu í undanúrslitum á ICC Cricket World Cup árið 1916. Þær komust að keppninni þegar John Stuart Mill birti rannsóknargrein um mikilvægi krikket fyrir heilbrigðan tíðahring kvenna. Skemmtileg staðreynd: aðeins tveir punktarnir eru sannsögulegir! Hinir eru hreinn upp spuni og mesta vitleysa sem ég hef látið úr mér. Ef þú veist hvaða punktar það eru, áttu skilið eitt gott Framhaldsskólablaðs-klapp á bakið.

Portrait de la jeune fille en feu (e. Portrait of a Lady on Fire)(leikstýrð af Céline Sciamma):

Embla: Ekkert veitir minnimáttarkennd eins og listrænar kvikmyndir um samkyn hneigð. Söguþráðurinn sniglast áfram, þú skilur ekkert hvað er í gangi og öðru hvoru gerist eitthvað svo fáránlegt að þú vonar að leikararnir séu hálaunaðir. (Ólystugasti líkamshluti manna er handakrikinn. Ef þú ert ósammála hefur þú einfaldlega rangt fyrir þér.)

En hvernig getur maður ekki tekið því persónulega? Það er augljóslega fullt af tákn um og samlíkingum sem maður ætti að taka eftir, en fara gjörsamlega fram hjá manni. Katrín og Gabriella ræddu um kostulegan samanburð við Odysseifskviður… eða var það einhver forngrísk þjóðsaga*? Mér leið og eins og tólf ára krakkanum í jólaboðinu sem kemur ekki saman við frændfólk sitt, og neyðist til að spila Bezzerwizzer með fullorðna fólkinu. Það eina sem er boðið upp á eru hryllilegu líkjör molarnir. Þú veist ekkert um helstu afrek mannsins í byggingarlist og forngrískar bókmenntir, rétt eins og þú veist ekkert um femínisma.

Móðursjúkar skvísur að ræða um móðursjúkari skvísur
F EBRÚAR 2 022KVIKMYNDIR
" Embla Waage og Katrín Valgerður Gustavsdóttir
að það
til
fyrir myndir sem
þig og fá þig til að hugsa “vá, gott fyrir hana” á meðan þú ert að sjá mögulega það ógeðslegasta sem þú hefur nokkurn tímann séð, þá væri þetta topp myndin. Finnst þetta eiginlega vera sami flokkur og Gone Girl flokkast undir. Þarf að taka fram að þetta er eina myndin á þessum lista
í hug
út
Framhaldsskólablaðið | 19F EBRÚAR 2022

skáldskapar. Nýjasta ljóðabók hans, Blómaherbergið, mun koma út alfarið á netinu.

Um hvað fjallar ljóðabókin þín Blómaherbergið? Hver er rauði þráðurinn?

Hún gerist í heimi sem ég bjó til. Þetta er mjög dimmur og óvenjulegur heim ur, hann er samt líka mjög fallegur, mjög bleikur. Ég gaf út ljóðabók sem heitir Herbergi árið 2017. Þetta er soldið callback á Herbergi, sú bók var svolítið hættuleg að einhverju leyti. Hún gerist í heimi sem er mystískur og undarlegur, það var mikill ólifnaður í þeim heimi.

Ljóðabókin Blómaherbergið er mjög stutt, bara átta ljóð, en gerist að miklu leyti innan Blómaherbergisins sem er dularfullur staður en það er hægt að finna frið í honum líka. Tit illjóðið fjallar um það, þar er verið að lokka manneskju inn í herbergið með því að segja henni að það sé öruggt. En þú verður að trúa því að það sé örugg ur staður til þess að hann verði það. Ég er að gera þetta í samstarfi við myndlistarkonu, Kristínu Markús dóttur, @art.of.kristal á Instagram. Hún sér um kápu og myndskreytingar.

Hvernig kom það til þín að gefa út ljóðabókina Blómaherbergið á netinu?

Ég hef gefið út ljóðabók áður og gerði það sjálfstætt. Mér fannst ekki koma nógu mikið út úr því. Ég trúi því að ef þú ætlar að gefa út skáldsögu eða smásagnasafn þá er betra að leita til forlags en ef þú ert að gefa út stutt

ljóðahefti þá er betra að gera það sjálf ur. Ég gerði það árið 2016-2017 þegar ég gaf út Herbergi. Þetta kostar pen ing, þetta tekur tíma og þú þarft að sjá um dreifingu og umbrot sjálfur. Það er ótrúlega gaman að eiga eintak en mig langar að koma þessu í meiri dreifingu. Ég hef það heldur ekki í mér að rukka fólk alltof mikið fyrir ljóðabók. Allur tíminn og kostnaðurinn [og allt sem fer í það] er alveg þess virði en framtíðin er á netinu, ég vil að hún sé til þar. Ég vil líka að hún sé aðgengileg öllum. Við eyðum miklum tíma á netinu, það væri þá gott að geta lesið ljóð í staðinn fyrir að skrolla á Instagram.

Ljóðin eru líka mjög aðgengileg, það er pínu eins og að lesa á Twitter.

Hvernig kom til að þú vildir gefa hana út í heildrænu formi frekar en stök ljóð á t.d. Instagram eða Twitter?

Ég geri það hvort eð er, að setja ljóð í story. Þessi ljóð mynda sjálfstæða heild sem er heimur út af fyrir sig.

Hann passar inn í eitt verk frekar en að vera stakar skyssur. Ef ég væri tón listarmaður myndi ég setja lög saman og gefa út á Soundcloud eða Spotify en mér finnst vanta þannig platform fyrir rithöfunda.

Hvert stefnir ljóðið á öld ljós vakans/Internetsins?

Ég held að ljóðið sé alltaf á sama stað. Það er ekki að fara neitt. Þetta er form sem er aðgengilegt og verður bara að gengilegra. Ég held að það séu enda

lausir möguleikar fyrir ljóð. Ljóð er bara stutt saga og fólk vill hverfa inn í einhvern heim. Það góða við ljóðið er hvað það er auðvelt að búa það til, það er ekki eins og tónverk. Þú þarft bara blað og blýant (eða tölvu). Það er engin fyrirstaða sem kemur í veg fyrir að ljóð geti notið vinsælda.

Finnst þér gaman að sameina ljóðlist og myndlist? Já, mér finnst það. Það gefur ljóðinu meiri lit. Ljóðin mín eru mjög mynd ræn, ég get séð fyrir mér eins og í bíómynd þegar ég er að skrifa. Ég vil alltaf hafa góða kápu, það er mjög mik ilvægt. Það er sagt að það eigi aldrei dæma bókina af kápunni. En við erum alltaf að því. Til þess er kápan. Þegar þú finnur geðveika bók en kápan er óspennandi eða ljót þá eyðileggur það

smá bókina. Þú vilt eiga bók með flotta kápu. Kápan er hluti af verkinu sem heild, ekki bara ljóðin.

Hvaða ráð myndirðu gefa þeim sem langar að gefa út bók?

Ég held það fari eftir manneskjunni. Ef þú ert manneskja sem er góð á netinu og góð í að mynda tengsl þá er Twitter góður staður í það. Ef þú ert það ekki haltu bara áfram að skrifa og reyndu að vera klókur í að finna vettvang til að gefa út.

Þetta er ekki bara fyrir okkur sjálf og egóin okkar, við viljum að aðrir njóti. Þetta er kannski einmitt það sem vantar, platform til að gefa út. Ég myndi ráðleggja öllum þeim sem vilja gefa út ljóðabók að þau geri það ann aðhvort hjá litlu forlagi eða sjálfstætt. Fyrir mér er þetta form sem á að vera

Lífið á Stúdentagörðunum

BA-nám af því ég er með bullandi valkvíða. Ég pældi líka mikið í heimspeki og sagn fræði og ætlaði líka þýsku en ég endaði í þessum tveimur. Ég vinn í Pennanum Eymundsson á Austurstræti og þjálfa í MORFÍs.

Hvernig kom það til að þú byrjað ir að búa á Stúdentagörðunum?

Ég er utan af landi, ég þarf að búa á stúdentagörðunum. Ég er til þess neyddur í raun. Ég hefði getað farið út á almennan leigumarkað en það er ekki beint möguleiki. Það er ekki lífvænlegt að stökkva beint þangað nema þú sért Sjallasonur eða eitthvað. Það er ekki hægt að leigja almennt 19 ára.

Myndirðu segja að fjarnám sé betri kostur fyrir allavega ein hverja á landsbyggðinni?

Á blaði, já það hljómar ágæt lega. Það myndi ekki henta fyrir mig persónulega því mér finnst það svo mikilvægt að mæta í tíma. Fjarnám er líka dáldið annað. Eftir Covid erum

við með skerta sýn á hvað fjarnám er. Fjarnám er miklu meira en það að allir fyrirlestrar eru teknir upp, það er rafrænt nám. Á meðan er fjarnám meira, þar eru lotur og annað kerfi. Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst leggja mikið upp úr þessu en mér finnst ekki endilega að Há skóli Íslands þurfi að vera sjúklega sterkur fjarnámsskóli en mér finnst að hann ætti 100% að bjóða upp á fjarnám eða allavega rafrænt nám. Það myndi hjálpa gríðarlega mörgum há skólanemum úti á landi fjárhagslega. Það er líka bara mikilvægt fyrir þau í staðnámi að fyrirlestrar séu teknir upp. Stundum er það bara þannig að maður geti ekki mætt eða maður mætir í tíma og maður er not having the best day, þá hefur maður tækifæri til að skoða hann aftur.

Býrðu einn eða deilirðu íbúð með öðrum? Hvort er algengara?

Ég bý í sameiginlegu rými á Mýrar görðum sem er ágætur valkostur. Hann er ódýrastur og bara fínn. Þú færð þitt herbergi og svo deilirðu sameiginlegu svæði. Þú færð þitt alltaf þitt eigið klósett og sturtu nema í gamla hluta Gamla garðs. Við erum átta sem deil um þessu sameiginlega rými.

Hverjir eru það helst sem nýta sér Stúdentagarðana? Mest landsbyggðarkrakkarnir. Svo eru mjög margir skiptinemar og er lendir nemar. En síðan eru það mjög margir krakkar úr höfuðborgarsvæð inu sem vilja standa á eigin fótum. Það eru þrír þannig af átta hjá mér sem eru úr Hafnarfirði og Kópavogi. Þau eru ekki 19 ára nýnemar heldur kominn aðeins lengra og eru þarna því þau geta og vilja, ekki því þau þurfa eins og landsbyggðarkrakkarnir.

Hvernig er sambýlisfólk þitt? Hefurðu kynnst þeim vel eða er hver í sínu horni.

Ég hef kynnst þeim sem eru núna frekar vel en ekki fyrst þegar ég leigði. Þá var Covid booming og fólkið sem ég var með fyrst var ekki mjög fé lagslynt. Það hjálpaði ekki að það var rígur milli tveggja skiptinema og svo andrúmsloftið var ekkert til að hrópa húrra fyror. Ég íhugaði jafnvel að skipta yfir í einstaklingsíbúð. En svo heyrði fyrstu hæðina alltaf halda partí og vera vibing. Á meðan var ég bara á fjórðu hæðinni að borða kvöldmatinn einn inni í herbergi. En í dag tökum við okkur stundum saman og borðum eða eldum saman. Stemningin núna er

í þannig dreifingu.

Er ekki ákveðinn reynsla að henda í eitt ljóðahefti?

Það gefur þér karakter. Þú áttar þig smá á því hvernig listamaður þú ert.

En það er enginn peningur í ljóðaút gáfu eða ljóðum. Ef þú hefur áhuga á að græða pening þá er ljóð ekki rétta leiðin. Ég er ekki einu sinni viss um að Dante hafi lifað á ljóðaskrifum.

Eitthvað sem þú vilt koma á fram færi?

Lengi lifi Gunnlöð.

Hvar verður hægt að nálgast Blómaherbergið?

Þú getur followað mig á Instagram, @lengilifigunnlod. En vefsíðan er ekki alveg tilbúin.

miklu betri. Good vibes only og fólk er bara að skemmta sér.

Eruð þið búin að halda mörg heimapartí? Er alltaf djamm í einhvers staðar

Við erum búin að halda nokkur. Ekki mjög mörg en alveg nokkur. Það er ekki endilega alltaf djamm um helg ar á stigaganginum. Það er oft partí í Eiríksbúð, salnum fyrir þau sem búa á Mýrargörðum. En á Oddagörðum er alltaf partí um helgar. En síðan man ég eftir fyrstu hæðinni í fyrra, þar voru mörg partí og það var alveg djamm að. Svo sem ekki mikið samneyti milli hæða, maður er helst með sinni hæð.

Hvernig gengur að búa saman með alls konar fólki? Er mikið persónulegt conflict?

Nei, þetta gengur bara. Maður þrífur bara upp eftir sig eða setur í uppþvottavélina. Það er voða takmark að conflict, aldrei neitt sem maður er pirraður út í. Reyndar í fyrra var ég að verða brjálaður á einni sem var alltaf að setja pönnuna í uppþvottavél. Mað ur setur ekki pönnu í uppþvottavél!

FÓLK F EBRÚAR 2 022
Rætt við skáldið Ísak Regal sem gefur út ljóðabók á netinu. „Framtíðin er á netinu“ Ísak Regal er skáld sem leitar nýrra leiða í útgáfu og uppsetningar
" Elís Þór Traustason Kannski segja eitthvað stuttlega frá þér? Úff, byrjar stórt. Ég er tvítugur háskólanemi sem er að leggja stund á íslensku og ensku, tvöfalt

12:00-12:45 Örnámskeið “Portfolio Preparation”. 13:00-15:00 Reynslusögur; Fyrrverandi nemar segja frá. 13:00-16:00 „Maður á mann”. Viðtöl við fulltrúa skóla.

Framhaldsskólablaðið | 21 ARTS UNIVERSITY BOURNEMOUTH • EU BUSINESS SCHOOL - BARCELONA & MÜNCHEN GLASGOW SCHOOL OF ARTS • ISTITUTO EUROPEO DI DESIGN • LIVERPOOL INSTITUTE FOR PERFORMING ARTS • LEEDS ARTS UNIVERSITY • CAMBERWELL COLLEGE OF ARTS CENTRAL SAINT MARTINS • CHELSEA COLLEGE OF ARTS • LONDON COLLEGE OF COMMUNICATIONS • LONDON COLLEGE OF FASHION • WIMBLEDON COLLEGE OF ARTS.
Aðgangur ÓKEYPIS Námskynning Háskólanám Háskólanámerlendis erlendis

Hátíðarnar

Myndir: Embla Waage
F EBRÚAR 2 022MYNDASERÍA

Húsmæðraskólinn í Reykjavík var stofnaður 7. febrúar 1942 við Sólvallagötu 12. Á Wikipediu-síðu skólans er greint frá því að árið 1975 var hann gerður að ríkisskóla, og gekk þar af leiðandi undir nafninu Hússtjórn arskólinn í Reykjavík. Heimasíða skólans (husstjornarskolinn.is) lýsir stefnu skólans. En þar er helst einblínt á hefðbundna matargerð í daglegu lífi og aukna þekkingu á saum, prjón, hekl og vefnaði. Auk þess minnast þau á mik ilvægi þess að kenna ungu fólki þær greinar sem eru mikilvægar til að lifa heilbrigðu lífi. Þar sem skólinn er lítill geta nemendur hlotið aðstoð án þess að það komi niður á öðrum nemendum. Áhersla er lögð á aukna vand virkni, sjálfstraust og frumkvæði nemanda. Umhverfið er haft að fyrirrúmi; til dæmis er einblínt á umhverfisvæn hreinsiefni og flokkun á rusli og heimilisúrgangi. Það má búast við þessu og mun fleiru í námi við þessa glæsilegu menntastofnun.

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík lokkar tvo unga fiðlara Þann 28. janúar 2022 hóf ég netspjall við tvær ungar dömur, þær Júlíu Guðmunds dóttur og Írisi Torfadóttur.

Framhaldsskólann

báðar

góðar vinkonur. Undanfarin þrjú árin hafa þær báðar spilað fiðlu í hljómsveitum. Þær munu halda því áfram í heimavist Hússtjórnarskól ans. ,,Við verðum saman í herbergi, þannig við getum æft á fiðlu saman!” segir Júlía spennt. ,,Við verðum örugglega mjög pirrandi,” bætir Íris við. Þó vonum við hin að veggirnir deyfi ekki undurfagurt spil fiðlaranna sem mun fylla ganga byggingarinnar.

Margir

starfa í heilt ár eftir strembna framhaldsskólagöngu; Júlía bendir því á snilldarmennsku Hús stjórnarskólans. ,,Þetta hljómar eins og mjög skemmtilegt nám og gagnlegt fyrir framtíðina. Það er mjög hentugt að taka hálft ár í þetta.” Íris segist vera sammála, en bætir einnig við: ,,ég held þetta sé líka sjarminn. Að vera með þetta svolítið gamaldags og læra alla siðina og venjurnar sem voru kannski notaðar hérna áður fyrr.”

Á þeim nótum fara þær yfir námið sem heillar þær, en einnig það sem höfðar minna til þeirra. Báðar segjast spenntar að læra eldamennsku og hannyrði. Þar sem Júlía er grænmetisæta freistar sláturgerð hana lítið, en hún tekur fram að hún muni gera sitt allra besta við eldamennskuna.

Þær eru almennt fremur samróma, enda

Eftir Hússtjórnarskólann liggja leiðir þeirra vinkvenna spennandi leiðir. Júlía er á leið í hjúkrunarfræðinám og Íris í stoðtækjafræði. Handverks- og Hússtjórnarskólinná Hallormsstað

Erna Rún Ólafsdóttir er 23 ára gömul og

útskrifaður sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. En auk þess var hún nemi í Hand verks- og Hússtjórnarskólanum á Hallorms stað árið 2018.

Þann 31. janúar 2022 fékk Erna Rún sendan spurningalista frá forvitnum penna. Eftirfarandi eru hennar afbragsgóðu svör við þessum brennandi vangaveltum:

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í Hússtjórn arskólann?

Ég hef alltaf haft mikin áhuga á handavinnu og

þar byrjaði áhugi minn. Þegar ég fór að lesa mér nánar til um Hússtjórnarskólann á Hall ormsstað þá fannst mér afskaplega heillandi að vera í heimavistarskóla á einum fallegasta stað á landinu og ákvað því að drífa mig. Ég var ný orðin tvítug þegar ég flutti austur þessa einu önn og frekar týnd í lífinu, hafði engan áhuga á náminu sem ég var í og leið ekki vel. Eftir eina önn þarna náði ég síðan að klára stúdent með sjúkraliðaprófi á stuttum tíma.

Hvað finnst þér einkennandi fyrir þín ár í skólanum? Held ég hafi ekki þroskast jafn mikið á jafn stuttum tíma og eins og í Húsó.

Við bjuggum saman í þessu gullfallega gamla húsi í miðjum Hallormsstaðarskóg á Austurlandi. Það var fallegur foss og lækur í garðinum sem ég átti mjög góðar stundir með sjálfri mér. Við vorum duglegar að fara í göng ur og skoða okkur um. Það gefur manni líka svo mikið að vera með prjónana úti í náttúr unni og ekkert að trufla mann.

Hvað er það gagnlegasta sem þú lærðir í skól anum? Eldamennskan stendur þar efst! Ég kunni lítið sem ekkert að elda áður en ég fór í Húsó en

eftir námið er þetta mitt helsta áhugamál í dag og ég get gleymt mér í marga klukkustundir að baka eða elda. Svo auðvitað leiðinlegustu tímarnir (að mér fannst þá) að læra að þrífa, skúra og strauja. Er mjög þakklát að kunna þetta í dag.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú lærðir í skólanum?

Vefnaðurinn er það sem ég kann mest að meta í dag. Það er svo falleg listgrein sem fáir kunna.

Ertu með einhver ráð fyrir fólk sem er að velta fyrir sér að skrá sig í skólann?

Bara að drífa sig! Þetta eru bara fimm mánuðir eða ein önn og hlutirnir sem þú lærir þarna verða með þér að eilífu. Þótt það sé bara til þess að komast að heiman og prufa eitthvað nýtt.

Myndir þú mæla með þessu? (fyrir hvern?) Held ég myndi mæla með þessu almennt fyrir alla. Það er auðvitað gott að hafa áhuga á handavinnu eða eldamennsku en það þarf samt ekkert. Þetta er svo þroskandi og skemmtilegt verkefni sem gefur óteljandi tækifæri.

" Embla Waage við nemanda á Hallormsstað og tilvonandi nemendur í Reykjavík Erna Íris Torfadóttir og Júlía Guðmundsdóttir.
FÓLK F EBRÚAR 2 022
Júlía stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík og Íris við
í Mosfellsbæ. Þær útskrifast
á næstu önn og munu verja næsta hausti í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík.
ætla sér að hvílast, ferðast eða
Viðtal
fyrrverandi
Hússtjórnarskólarnir Hússtjórnarskólinn í Reykjavík.
Rún.

Ætti ég að taka mér aukaár í framhaldsskóla?

Ég sat við eldhúsborðið með símann í hendinni einn sól ríkan dag í júní árið 2021, skrollandi fram hjá hverri hvítu húfu eftir annarri. Allar áttu þær sam eiginlegt að hvíla á hausum fólks sem var jafn gamalt mér, fólks sem ég gekk í gegnum tíu ár af grunnskóla með, fólks sem var að ganga í gegnum ein stærstu tímamót í lífi sínu, eðlilegs fólks. Ég hins vegar átti enga hvíta húfu. Hjá mér var einfaldlega ósköp venjulegt sumarfrí að hefjast, og eftir tvo mánuði myndi ég ganga inn í mitt fjórða ár í framhaldsskóla. Eftir þetta fjórða ár mun svo koma hið fimmta. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi ekki fundið fyrir skömm, jafnvel afbrýðisemi eða óþolinmæði, eða að ég hafi ekki meira að segja íhugað að hætta í skólanum yfir höf uð. Gefast upp, fara bara að vinna eða giftast moldríkum gömlum kalli og erfa alla peningana hanns. Ekki misskilja, skólinn er ekki fyrir alla og ef það er eitthvað sem þú gætir þurft að gera þá er það bara svoleiðis, en ég hef alltaf haft mikla ástríðu fyrir námi. Ég útskrifaðist úr tíunda bekk með topp einkunnir og haug af viður kenningum fyrir góðan námsárangur, en núna þrem árum seinna í fyrsta skiptið á ævinni var ég eftir á.

Þó svo að samfélagið sé búið að kenna þér að allir hlutir í lífi þínu hafi skilafrest, bílpróf sautján ára, stúd entspróf nítján ára, flutt að heiman tvítug og komin með hund, range rover og einbýlishús á Álftanesi þrjá tíu og fimm ára; þá vil ég biðja þig um að endurhugsa þennan tímaramma. Hvað er það versta sem myndi gerast ef allir þessir atburðir myndu færast til um eitt ár? Hvað með tvö? Hvað með fimm? Heldur þú að á dánarbeðinu munir þú líta til baka og sjá eftir því að hafa útskrifast tvítug frekar en að hafa setið með kvíðahnútinn í maganum og brennandi stinginn í augunum starandi á glósur nótt eftir nótt til þess að reyna að klóra í yfirborðið að fá að segjast hafa útskrifast á ,,réttum tíma”. Árið 2015 var námstími til

stúdentspróf styttur úr fjórum árum í þrjú. Þó svo að tíminn hafi verið styttur minnkaði námsefnið sjálft ekki neitt. Fjórum árum af námi var troðið saman í þrjú, álagið hækkaði því töluvert á Íslendingum á aldrinum sextán til nítján ára. Á sama tíma er ætlast til að þessir einstaklingar öðlist reynslu á vinnumarkaði, viðhaldi lík amlegri og andlegri heilsu; þ.e sofa átta tíma á nóttu, stunda líkamsrækt, verja tíma í heilbrigð áhugamál o.fl, byggji upp heilbrigð vinasambönd og njóti þessara ára á meðan þeir eru ennþá ungir. Þegar þessum óraunhæfu kröf um er ekki hægt að fylgja getur það valdið lágu sjálfstrausti og þaðan af vanlíðan og kulnun í námi og starfi. Það eitt að vilja ganga vel getur valdir því að maður ofkeyri sig og gangi því jafnvel verr en áður var ætlað. Þegar vinnan hleðst upp svo hátt að maður sér ekki hvar hún endar er hætta á því að maður verði vonlaus og gefist hreint og beint upp.

Þetta er nákvæmlega það sem

kom fyrir mig. Ég setti mér svo mikl ar óraunhæfar kröfur að þegar mér tókst ekki að mæta þeim var ég einskis virði. Svo ég gafst upp. Féll í áföngum sem ég hafði áður brennandi áhuga á. Hætti að mæta í tíma sem mér fannst áður skemmtilegir. Að lokum ákvað ég að skipta um skóla. Ég skráði mig í hverfisskólann minn, fjölbrautaskólan í breiðholti, sem ég áður taldi mig of góða til þess að geta látið sjá mig í. Þá var ég aðeins skráð í tvo áfanga, þar sem ég ætlaði mér einungis rétt að klára annað þrepið í grunnáföngum og taka mér svo ótímabudið hlé.

En það eitt að vera í svo litlu námi í einu var það sem gaf mér metnaðinn til baka. Ég gat einblínt betur á það sem ég var að læra, ég hafði betri sýn yfir þeim verkefnum sem þurfti að klára og ég gat skipulagt mig almenni lega. Loksins fór mér að ganga vel aft ur, og þegar mér gekk vel, öðlaðist ég aftur hvatninguna til að ganga ennþá betur. Áður en ég vissi af var ég búin að skrá mig á næstu önn.

Áfram held ég áfram að svara því neitandi þegar fólk spyr hvort ég sé að útskrifast nú í vor eða nú í vetur. Og alltaf er ég spurð hvað ég á mikið eftir og þarf ég alltaf að segjast ekki vita það, því ég virkilega veit það ekki. Áður væri ég búin að setja mér strangan tímaramma. ,,Ef ég tek níu áfanga á þessari

önn, átta á þeirri næstu og tvo í sum arskólanum verð ég búin eftir ár! Þá var ég bara eitt og hálft ár aukalega sem er ekki jafn vandræðarlegt og tvö eða þrjú!” En þessi hugsunar háttur hefur gjörbreyst. Ég hef engan ákveðinn tímaramma, ég er einfaldlega að spila þetta eftir eyranu. Taka lítið á diskinn og fá mér frekar ábót til þess að sóa engu, því ég græði lang mest á því. Einnig er ég hætt að skammast mín. Sumir stinga upp nefi við það eitt að heyra á það minnst að einhver geti tekið sér svo langan tíma í skóla, hvað þá í ,,tossaskóla” eins og þeim sem ég geng í, en þegar þú kemur að þeirri niðurstöðu að þeir séu að öllum líkindum aldir upp við stranga reglu þar sem ekkert má fara úrskeiðis eða á móti straumnum ferðu einfaldlega að vorkenna þessu fólki frekar en að láta viðbrögðin ná til þín.

Ef einhver spyr mig hvort ég myndi mæla með auka ári segi ég alltaf hreint út ,,já!” Vegna þess að einfaldlega það að íhuga það segir mér að þér finnist þú vera að missa tökin. Þegar þér finnst þú vera að missa tökin en ákveður samt að reyna að harka af þér og komast í gegnum allt í þessum þrönga tímaramma mundu hreint út ekki sjá stærstu möguleikana þína. Stattu svo stoltur, þrjátíu og fimm ára með hvítu húfuna þína. Þú átt hana skilið. Þú lagðir þig virkilega fram og gafst ekki upp þrátt fyrir lang dregið hlaup og endalaus ar útásetn ingar frá há menntuðum snobburum.

Prósódía

" Ísak Hugi Einarsson

Að bíða í biðröð í lamandi köldu íslensku barviðri fáklæddur til þess eins að hljóta inngöngu inn í mestu draugahús landsins þar sem drungalega dimm stemming er ásamt heyrnasærandi tónlistar. Þar standa þrungnir draugar og yfirgangs fullir jötnar sem rekast hvorn utan í ann an. Stelpur mála sig tímunum saman til þess eins að standa á miðju gólfi drauga hússins, dansandi dátt í sýndarkæti og -glaum líkt og fífl, uns einhver durgur kippir þeim afsíðis og reynir að garga yfir tónana og þær, eitthvað óskiljanlegt er etanólmengaða munnvatnið frussast yfir málningarfarðan þeirra. En þessir sömu andlausu djammþjarkar eru reiðu búnir að grípa til vopna á hverri stundu. Hvort sem það sé einbeittur brotavilji á formi svæfingarlyfja eða eggvopna. Ráfa þeir síðan að verknaði loknum um göturnar gubbandi og hljóðmengandi stræti miðbæjarins. Því raunin er sú; að djammið er eini staðurinn á Íslandi sem möguleikinn er á því að byrlað verði fyrir þér og þú stunginn, á sama tíma. Hvers konar ævidagar eru það?

… það eitt að vera í svo litlu námi í einu var það sem gaf mér metnaðinn til baka. Ég gat einblínt betur á það sem ég var að læra, ég hafði betri sýn yfir þeim verkefnum sem þurfti að klára og ég gat skipulagt mig almennilega.
26 | Framhaldsskólablaðið F EBRÚAR 2 022
Eftir stoltan eilífðarstúdent

síðan 1991

þegar stórt er spurt

spurningar

-Í Friend Activity ætti að vera hægt að sjá hljóð styrk vina. Flestir eru heilir að geði. Aðrir njósna um Spotify virkni vina sinna. Öðru hvoru hef ég rekist á vini mína hlusta á ,,driver‘s

virka afar spennandi

einverunni, en ekkert sérlega lokkandi um leið og þú losnar.

betur fer fyrir ykkur, er ég í einangrun þessa stundina, og hef ekkert betra að gera.

skrifa semi-frægir

ferilskrá?

sem svo að þú sért ágætlega vinsæll tón listarmaður. Einhverjir þekkja til þín, en það væri

að gera ráð fyrir því. Þú kynnir þig

handabandi, jafnvel þótt þau klæði sig eins

markhópur tónlistar þinnar. Segjum sem svo að þú vaknir einn daginn og hatir starf þitt. Hvernig sækir þú um nýtt starf? Ferilskráin þín er líklega fremur tjásuleg, og síðan bíð ur þín stærra vandamál… hvernig skráir þú tónlistarferilinn þinn á ferilskrá? Setur þú helstu lögin þín? Útgáfusamninga? Skiptir það yfir höfuð máli? Það tengist ábyggilega ekki starfinu sem þú vilt sækja um? Þessi spurning heldur fyrir mér vöku. Einu upp lýsingarnar á internetinu beinast að tónlistarfólki með klassískan bakgrunn. Hjálp. Svar óskast. Spotify, ef ég mættiráða væri heimurinn að betri stað Spotify er sturlað fyrir bæri. Þetta blessaða forrit er ágætis leið til þess að hlusta, kynnast og deila frábæri tónlist. Auk þess er þetta hinn albesti samfélagsmiðill! Þó, eru nokkrir hlutir sem trufla mig. Í sýki minni hef ég sannfært mig um að forritið væri betra með þessum bætingum:

segir þér að hann sé nákvæmlega eins.

gegnum skólagönguna heldur þetta áfram að gerast. Stelpan sem spyr þig hvort þú sért nokkuð einhverf og yrðir ekki á þig í hópverkefnum flytur til Bandaríkjanna og verður fyrirsæta. Vissulega eru börn fávitar, kannski er það aðalástæðan fyrir þessu.

síðan eldist þú og ferð loksins að skilja sam tölin í fjölskylduboðum og heitapottum. Þér bregður, því þetta virðist vera nákvæmlega eins hjá fullorðna fólkinu.

Munum við eyða allri ævinni að kvarta og væla yfir sömu manneskjunni, sem mun líklega ná fram úr okkur síendurtekið?

FÓLK F EBRÚAR 2 022 Myndasería Sóttkví Myndir: Embla Waage
Covid-Þankar " Embla Waage Frá því í lok desember hef ég setið í sóttkví tvisvar. Því fylgja hugdettur og
sem
í
Sem
Hvernig
tónlistarmenn
Segjum
vandræðinlegt
með
og
license” eða upphafsstef á anime. Í þessum aðstæðum er mjög mikilvægt að vita hljóðstyrk neytanda. Ef semi-sorglegu skvísulögin eru á eðlilegum hljóðstyrk, er ekkert merkilegt að eiga sér stað. Ef þau eru spiluð í botn er mikilvægt að hafa samband við viðkomandi samstundis. Fyrir anime upphafsstef gildir öfugt lögmál. Það er, að einstakling ur sem hlustar á stefið í botn er að skemmta sér eða mynda vinatengsl. Einstaklingur sem hlustar á stefið eins og hann myndi hlusta á Mitski, er sálsjúkur. -Það ætti að vera hægt að festa lagalista á ‘profile:ið’. Sum ykkar þekkja fuglaforritið. Þá þekkið þið mikilvægi þess að hafa ‘pin to profile’ takkann. Flest allt efni sem fólk tístar er rusl. Flest allir lagalistar sem ég skapa eru rusl. Lífið væri fullkomið ef, með einu smelli, væri besti lagalistinn ávallt efstur í heim sóknum á heimasíðunni góðu. -Það ætti að vera hægt að sjá hverjir ‘líka’ laga listana. Þarf ég að útskýra? Hvers vegna endar sami krakkinn alltaf á toppnum? Ég veit að þetta er nánast algild staðreynd sem allir þurfa einfaldlega að sætta sig við, en það er ekkert eins og að ergja sig yfir hlutum sem þú hefur enga stjórn á. Pældu í því, vinsæli krakkinn í 4. bekk var bara einhver pjakkur sem lagði skrítna strákinn í einelti, og rasskelti stelpur sem löbbuðu framhjá. Um daginn frétti ég að hann væri kynnir í einhverju risastóru barnaefni í Svíþjóð, og græddi formúgu fyrir hvern þátt. Vissulega var þetta í 4. bekk, og margt getur breyst. En eitthvað
Í
En

Gísli Pálmi

" Kristján Ernir Björgvinsson:

Nafnið Gísli Pálmi ætti að vera flestum landsmönnum kunnugt. Hann var án efa einn umtalaðasti listamaður þessar ar kynslóðar áður en að #MeToo hreyf ingin fór af stað. Gísli Pálmi er rappari og það í mjög hefðbundnu skyni. Hann tikkar í öll box sem að fylgja bæði klisjum og stílbrögðum tón listarstefnunnar eins og hún kemur frá Banda ríkjunum þar sem að Gísli ólst að hluta til upp.

Það má ekki gleyma því að tónlistarstefnur eru ekki bara hlutlausir strigar, þær eru gildishlaðn ar og má oftar en ekki rekja þessi gildi aftur til uppruna þeirra. Hip-Hop tónlist fæðist í mikilli fátækt í lituðum hverfum Bandaríkjanna á níunda áratugnum. Þrátt fyrir að listformið hafi þróast og dafnað mikið frá uppruna sínum þá má segja að harðindin og einlægnin séu eiginleikarnir sem hafa alltaf skilgreint tónlistarstefnuna.

Það er erfitt að ræða rapp sem listform án þess að huga til félagslegrar stöðu þeirra sem framfleyta því áfram. Þeir hafa í gegnum tíð inna verið að mestu leiti úr fátækustu hverfum landsins.. Sala og neysla eiturlyfja hefur fylgt Hip-Hop tónlistinni í gegnum tíðinna og málar það því miður sorglega mynd listamannana sem að nýta oft tónlistinna sem eina tækifærið sitt úr þessum vítahring glæpa og fátæktar.

„But as a shorty, I looked up to the dope man Only adult man I knew that wasn‘t broke, man“ (We don‘t care), Kanye West, 2004

Það má líka sjá ákveðna eiginleika sem rapp deilir með pönk tónlist og anarkismanum sem henni fylgir. Af hverju að fylgja farveg samfélags sem fordæmir þig og hafnar þér?

Það er hérna þar sem að rapp fyrir utan landsteina Bandaríkjanna á það til að misskilja listformið. Þegar að listamenn sem koma úr umhverfi þar sem að þrjár máltíðir á dag eru forréttindi gorta sig af því að vera komnir í álnir þá er það ekki hlutlægt og í raun mjög pólitísk yfirlýsing af þeirra hálfu. Það er hins vegar mjög grunnhyggið þegar að íslenskir tónlistarmenn sem koma úr einbýlishúsum í Garðabænum eða Kópavoginum elta sömu hyllingarmyndir.

Þrátt fyrir að Gísli Pálmi hafi af vissu leiti fengið smjörþefinn af silfurskeiðinni á sínum yngri árum þá er ekki hægt að segja að hann hafi dvalið lengi í bómullinni. Hann bjó að hluta til í Bandaríkjunum og þegar förinni var heitið aftur í íslenskt skólakerfi þá var lendingin ekki mjúk.

„Ég átti alltaf erfitt með að vera í íslenskutím um eftir að ég flutti heim. Mér fannst ég aldrei kunna neitt. Mér var sagt að ég kynni ekki ís lensku“ (viðtal við DV 2019)

Gísli flosnaði því upp úr skólakerfinu á mjög viðkvæmum aldri, þetta hefur eflaust spilað stór an þátt í því að hann endaði í sömu sporum og margir samtímamenn hans í rappinu vestan við Atlantshafið.

„Kalt í mínum æðum Útúrsveittar sængur Lyfjakassinn tæmdur Klósett fullt af ælu

Átti lærdómsfulla æsku Handjárn, kærur Inni í klefa læstur Rændur í skjóli nætur“ (Spilavítið) Gísli Pálmi – 2015

Fyrsta efnið sem að kom út opinberlega eftir Gísla Pálma var lagið ,,Set mig í gang“ og þar gaf hann þjóðinni fyrst glugga inn í lífið sem hann hafði verið að lifa síðastliðinn ár.

„Kolsvartar rúður Með borvél í skúrnum

Fyrir þá sem láta röng orð renna af tungu“ (Set mig í gang) Gísli Pálmi – 2011

Það má líkja þessu við t.d kvikmyndirnar ,,Scarface“ eða ,,Goodfellas“, þetta er óhefluð innsýn inn í öfga glæpaheimsins. Á yfirborðinu lifir hann í veraldlegum allsnægtum, hann keyr ir um á glæsikerrum og klæðist skrautlegum saumum merktum ítölskum hönnuðum. Þetta er glansmynd lífs sem að okkur er kennt að finnast spennandi. Þetta vekur upp draumóra um að geta verið svona hömlulaus og geta lifað í þessum öfgum neysluhyggju sem Gísli og samtímamenn hans rappa um.

„Stífbónaður kaggi Nóg af eignarhaldi

Er að standa í alls kyns braski Ekki neitt í mínu nafni“ (Loftleiðir) Gísli Pálmi - 2011

Veraldlegu verðmætin og dýrðarljóminn eru hins vegar ekki einu staðföstu viðfangsefnin sem Gísli kýs að tjá sig um. Þegar Gísli er aðeins tvítugur að aldri minnist hann fyrst á andlegu byrðina sem hann ber með sér og morfín neysl una sem hann féll í til að deyfa sig og flýja. Þetta varð svo fastur liður í textasmíð hans.

„Á sjötta kokkteil, Með fullt af konte, Handan við götuhornið, Kúpa höfuðs brotinn, Já það er létt að sökkva á botninn.

Já ég hef oft fallið fyrir þrýstingnum, Oft svo lágur ég vildi helst enda lífið mitt Já ég hef fengið nóg af lífinu Gengið út af línunum og reynt að fylla út líkkistu“

(Harka) Gísli Pálmi – 2011

Þegar árin liðu á og Gísli fór að verða meira áber andi í íslenskri menningu leið ekki á löngu þar til að hann rataði í fjölmiðla. Gísli var gagnrýndur því að hann var opinberlega í virkri neyslu og

það var sett út á ímyndina sem hann miðlaði til ungmenna. Gauti Þeyr sem er betur þekktur sem Emmsjé Gauti tók viðtal við hann árið 2012 og spurði hann hvort að þetta væru rétt skilaboð sem hann væri að senda til fólks og Gísli svar aði á einfaldan en skýran máta, ,,Ekki hlusta á mig ef þér líst ekki á þetta“. Rauði þráðurinn hefur alltaf verið að neyslan sjálf hefur verið svo gríðarlega fordæmd og öll þau atvik sem hafa ratað á forsíður fjölmiðla hafa alltaf verið fylgi fiskar hennar. Þegar ég les greinar eða ummæli um Gísla þar sem eini tilgangurinn er að brjóta hann niður og hafna tilveru hans þá getur mér ekki liðið öðruvísi heldur en að það sé verið að brjóta niður og hafna öllum þeim í samfélaginu sem eru með fíknsjúkdóm og þar mig meðtalinn.

„En við höldum okkur uppi Já enginn getur sagt okkur neitt Reynslan dýrkeypt, en þetta er mín leið Þekkið ekki minn heim, nei það er ekkert frítt hér“ (Spilavítið) Gísli Pálmi – 2015

Flest af þessum fordómum er hægt að rekja aftur til þekkingarleysis samfélagsins á veröld þeirra sem búa við fíknisjúkdóm. Það er til dæmis auðvelt að bölva honum fyrir að tala opinskátt um það að hafa verið að selja eiturlyf ef að maður gerir sér ekki grein fyrir því að það er mjög algeng og eðlileg birtingarmynd neyslu eins og hún er í dag. Fólk virðist ennþá vera fast með ímyndina í hausnum af Franklín Steiner, skjalatöskum og eiturlyfjasölum sem neyta sjálfir ekki efna að mæta á menntaskólalóðir að spilla æskunni á meðan að það er bara ekki raunin í dag. Flestir þeir sem eru að selja fíkniefni eru sjálfir í virkri neyslu og það er mjög grunnhyggið þegar að fólk sem er sjálft ekki í virkri neyslu reynir að yfirfæra sitt siðgæði yfir á veruleika sem þau búa ekki við. ,,Ég svíf um hverfið pírður á hvítum hesti Skín eins og gersemi þó það þýði samt ekkert Allir illa brenndir eftir allt sem að gerðist Dýrar skemmdir sem fíkniefnin skildu eftir,, (Spilavítið) Gísli Pálmi – 2015

Stærsta vanþekking samfélagsins á þessum heilbrigðisvanda virðist vera varðandi dauðsföll af völdum ofskömmtunar. Þegar að fólk í nærum hverfi Gísla lést af sökum fíkniefnaneyslu þá í stað þess að samfélagið mætti honum með hlýju og samkennd þá var hann úthúðaður, fyrirsagnirnar og kommentakerfin kenndu honum um.

„Held ekki reglu Kann engar reglur Slæmar venjur það eina sem við þekkjum Hafnað og hent út Með kæruleysi í hámarki Hvernig get ég elskað ef ég elska ekki sjálf an mig“ (Spilavítið) Gísli Pálmi - 2015

Veruleikinn er því miður mjög sorglegur, fíknisjúkdómur er lífshættulegur og fólk sem býr við hann er ekki bara í stöðugri áhættu við að missa lífið sjálft heldur líka að missa þá í kringum sig. Þrátt fyrir að dauðsföll að sökum ofskömmtunar hérlendis væru í tugatali þá var Gísla Pálma ekki mætt með opnum og hlýjum örmum heldur var hann stimplaður morðingi bara fyrir það eitt að kjósa að halda veruleika sínum ekki leyndum fyrir samfélaginu. Sumum finnst kannski þægilegt að skella ábyrgðinni á einstaklinga og sópa þessari veröld undir teppið, hunsa hana og vona að hún hverfi bara í stað þess að samþykkja hana og huga að því hvernig við getum stigið áfram og gert hana og líf þeirra sem búa við hana bærilegri.

„En reyni að halda mér á jörðinni

Bara finn ekki öryggi nema að finna á mér örlítið

En þetta eru örlögin

Vildi að ég hefði töfrasprota til að losa mig úr köðlunum

Hvað hef ég gert hér

Þú þekkir mig ekki Sterkasta sverðið Er kennsla og þekking“ (Spilavítið) Gísli Pálmi – 2015

Það er einnig að mínu mati úrelt þegar að tónlistarmenn eru gagnrýndir fyrir að upphefja neyslu í tónlistinni sinni. Það má ekki gleyma því að sumir þeir sem eru í virkri neyslu upphefja hana sjálfir og með því að fordæma tónlistar mennina sem að gera það þá erum við ekki bara að fordæma menninguna sem fylgir neyslunni heldur líka listamennina sjálfa. Það er hins vegar ekki hægt að segja að Gísli Pálmi upphefji neyslu því að þrátt fyrir að hann tali um glansmynd irnar, hyllingarnar og hápunktana þá er hann svo óyggjandi sannur sjálfum sér að hann talar alveg jafn mikið um lægðina og harðindin sem fylgja þessu lífi.

Hann er óhræddur við að setja sig allan í listina sína og að ögrar þeirri hugmynd að við ættum að skammast okkar fyrir að vera í fíkni efnaneyslu og fela okkur. Hann ögrar líka því að við sem samfélag dygðarskreytum 9-5 lifnað arháttinn svo linnulaust og með því fordæmum við tilveru þeirra sem eru í fíkniefnaneyslu. Hver erum við að dæma veröld annara og reyna að yfirfæra okkar gildi eins og t.d skírlífi yfir á alla, sumir kjósa að hætta ekki neyslu og það er allt í lagi líka.

„Meðan jörðin hún snýst

Og sólin lýsir allt

Við snúmst í hringi

En lífið snýst um hvað?“ (Draumalandið) – Gísli Pálmi - 2015

Framhaldsskólablaðið | FÓLK | 29F EBRÚAR 2022

Krossgáta

Lárétt

5. Einnig kallaður „hnykkir“

6. Maðurinn sem uppgötvaði penisillínið hétt Sir Alexander...

8. Stærsta eyðimörk í heimi

Lóðrétt

1. Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir Joker og hlaut...

2. Íslenska þýðingin á hugtakinu „mítósa“

3. Borðspil sem snýst um að mynda orð með stafatöflum á leikborði

4. Tónlistarkonan sem birti albúmið „Solar Power“ árið 2021

7. Líbanskur söngvari sem kynnir Eurovision 2022

Hvers konar hlaðvarpi myndirðu stýra?

Hvað eru margir í hlaðvarpinu þínu

A. Einn eða tveir B. Einn þulur C. Einn spyrill og viðmælandi D. Þrír vinir

Er fólk að hlusta á þig/ykkur fyrir svefninn? A. Svæfir á staðnum B. Furðu margir C. Vonandi ekki

D. Nei, er(um) alltof þreytandi

Er áreiti að hlusta á ykkur

A. Nei B. Sjaldnast C. Nokkuð D. Bullandi

Eruð þið sponsuð? A. Fáum ekki spons B. Af öllum C. Auðvitað

D. Af alltof mörgum

Eruð þið vinsæl?

A. Hjá lokuðum hópum B. Óþægilega vinsæl

C. Mjög vinsæl

D. Alltof vinsæl

Opnið þið á alltof löngu forspjalli?

A. Nei B. Óviðeigandi miklu C. A.m.k. klukkutíma

D. Allur þátturinn er forspjallið

Flest A):

Sagnfræðihlaðvarp

Þú ert alltaf tilbúinn að flytja þriggja klukkustunda fyrirlestur á staðnum um eitthvað málefni sem enginn hefur heyrt um nokkurn tíma. Það er ekki þér að kenna að meirihlutinn sjái ekki spennuna í stjórnmálum Ottóman-veldisins, fyndni þorskastríðanna eða ráðgátuna um fall Bronsaldar. Þau kunna ekki að meta þig en þú munt eiga dyggan og virkan aðdáenda kjarna sem hlustendahóp. Þú gætir þurft að vinna með

Flest B):

Morðgátuhlaðvarp

Ég veit að þú ert meinlausasta manneskja í heimi en ég er samt smá hræddur við þig. Ég treysti þér samt nógu mikið að ef ég myndi myrða einhvern þá myndir þú hjálpa mér að fela líkið. Þú myndir líka vita hvernig best væri að gera það. Hlust endahópur þinn mun samanstanda af fólki úr öllum áttum og þú munt oft spyrja þig hvers vegna þú sért að standa í þessu. Þú þjáist af morbid curiosity.

Flest C):

Viðtalshlaðvarp

Þú ert góður hlustandi og átt auðvelt með að ná til fólks. Þú endar alltaf á trúnó á djamminu, alveg sama hvað. Þú ert áreið anlega næs manneskja og svona týpan sem flestum líður vel í kringum. Hins vegar áttu mjög erfitt með að halda þræði og viðtalið endar alltaf á því að vera a.m.k.

þrír tímar. Enginn viðmælandi er það merkilegur að ég nenni að hlusta á hann í þrjá tíma. Lærðu að forgangsraða. Þú munt ekki eiga mjög dyggan hlustendahóp og áhlustunin mun vera í takt við vinsæld ir viðmælandans.

Flest D):

Spjall um ekkert

Þið vinirnir skemmtið ykkur mjög mikið saman en þið þurfið að finna ykkur annað stað til að tala saman en í rándýru heima

stúdíói. Mjög líklegast samanstandið þið af uppistandara/leikara, hljóðmanni og ein hverjum sem enginn hefur heyrt um. Hins vegar þá eruð þið fyndin og skemmtileg upp til hópa og skemmtilegt að hlusta á bullið ykkar. Í skömmtum. Einhvern veg inn halið þið inn hundruðum þúsunda frá sponsorum svo þið eruð öll hætt að vinna. Þið reynið að halda uppi einhvers konar viðfangsefni en þið haldið ykkur aldrei við efnið. Þið munuð eiga dyggan hlustenda hóp og njóta mikilla vinsælda.

30 | Framhaldsskólablaðið F EBRÚAR 2 022
1 2 3 4 5 6 7 8

Ritstjórn mælir með …

Tína blóm: Albúm

Eftir: Sucks to be you Nigel Lengd: 30:10 Bestu lögin: ,,Sillý sinth sóló”, ,,Er það un -pc að skera börn í tvennt?” og ,,Mara”

Dune: Kvikmynd

Söguþráður: Í fjarlægri framtíð hefur Atreides-ættin fengið til umráða plánetuna Arrakis og Kryddið sem gerir geimferðalög möguleg. En þeirri ríkulegu gjöf fylgir gíf urleg áhætta og framtíð Atreides-ættarinnar er tvísýn.

Leikstjóri: Denis Villeneuve Lengd: 2 klst. og 35 mín.

Þekktir leikarar: Timothée Chalamet, Zendaya, Jason Mamoa

Enter the Dragon: Kvikmynd

Söguþráður: Þetta er Bruce Lee! Allar kvikmyndir sem hann leikur í eru fjörugar og spennandi. Almennt glatast sjarmi myndarinnar við ofgreiningu á verkum hans. Njótið bara!

Leikstjóri: Robert Clouse Lengd: 1 klst. og 42 mín. Þekktir leikarar: Bruce Lee, John Saxon og Jim Kelley

Hozier

Eftir: Hozier

Lengd: 53:26

Bestu lögin: Take Me to Church, From Eden, Someone New, Cherry Wine

Rakning C-19: Smáforrit

Tilgangur: Á covid.is er lýst smáforritinu sem eftirfarandi: ,,Smáforritið Rakning C-19 er mikilvægur hlekkur í því viðamikla starfi sem er í gangi vegna Covid-19 og getur hjálpað til við að hindra útbreiðslu veirunn ar.” Ritstjórn hvetur alla að fara varlega. Hægt að nálgast: í App Store og Play Store

Ritstjórar Framhaldsskóla blaðsins bjóða góðum gestum í viðtal. Fyrsti viðmælandi er Lenya Rún Taha Karim.

Hvar er hægt

Bifreiðaverkstæði Akrahreppur

Bruggsmiðjan Sólrún

Súðavíkurhreppur

Hafrás rafstöðvar Rauðhellu

Hafnarfjörður Höfðakaffi Vagnhöfða

Reykjavík Menntaskólinn

Gnoðavogi

104 Reykjavík O Johnsson og Kaaber Tunguhálsi 1 110 Reykjavík

Samstaða Stéttarfélag Þverbraut 1 540 Blönduós Set ehf

Eyrarvegi 41 800 Selfoss

Verslunartækni og Geiri Bíldshöfða

110 Reykjavík

Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík Vélvík Höfðabakka 1 112 Reykjavík

Lægra verð – léttari innkaup
Framhaldsskólablaðið | 31F EBRÚAR 2022
Albúm
Hlaðvarp Framhalds skólablaðsins: Hlaðvarp Umræðuefni:
að hlusta: Spotify, Podcasts Eftirtaldir styrktu útgáfuna Baugsbót Frostagötu 13 600 Akureyri Bílaverkstæðið Nethamar Garðavegi 15 900 Vestmannaeyjar Björn Harðarson Holti 861 Hvolsvöllur Blikkrás Óseyri 16 603 Akureyri Bókasafn Reykjanesbæjar Hafnargötu 57 230 Keflavík Bókhaldsstofa Tálknafjarðar Strandgötu 30 460 Tálknafjörður Bókráð bókhaldsstofna Miðvangi 2-6 700 Egilsstaðir DMM Lausnir Iðavöllum 96 230 Keflavík Eldhestar Völlum 816 Ölfus Endurskoðun Vestfjarða Aðalstræti 19 415 Bolungarvík Fagtækni Akralind 6 201 Kópavogur Fínpússning ehf Rauðhellu 3 221 Hafnarfjörður Fjölbrautarskóli Snæfellinga Snæfellsnesi 350 Grundarfjörður Framhaldsskólinn á Húsavík Stóragerði 10 640 Húsavík Gleraugnaverslunin Ég C Hamraborg 10 200 Kópavogur Grettistak 550 Sauðárkrókur Guesthouse Borg Borgartúni 2 240 Grindavík
9 220
11 112
við Sund
43
16
ehf

12–15

Finndu nám sem hentar þér með leitarvél háskólanna á haskoladagurinn.is Nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða tilbúnir til að spjalla við gesti Háskóladagsins í netspjalli

26. febrúar kl.
Veistu hvað þú vilt? Haskoladagurinn.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.